Lögberg - 20.10.1932, Side 7

Lögberg - 20.10.1932, Side 7
Glói Árið 1909 átti eg heima í svo- nefndu Glerárþorpi í Kræklinga- hlíð í Glæsibæjarhreppi, en þorp þetta liggur skamt fyrir utan Oddeyri. Kom þá eitt sinn til mín flækingshvolpur smávaxinn og horaður, sem enginn vissi deili á. Hann var svartur að öðru leyti en því að trýnið var hvítt, hvítur hringur um hálsinn og svolítið “þjófaljós” í skottinu. Sió eg eign minni á hvolpinn o!g nefndi hann Glóa. Tók hann brátt góðum þroska varð mjög stórvaxinn, fremur loðinn og eyrun lafandi. Var auðséð, að hann mundi af er- lendu bergi brotinn. Snemma veitti eg því eftirtekt, að GIói var all-einkennilegur í háttum og samdi sig lítt að öðrum hundum, þótt ekki gengi honum hræðsla til. En segja mátti, að hann hefði mannsvit, eins og kall- að er, og eru því til sönnunar fá- ein dæmi af mörgum, sem eg ætla hér að upprita, í þeirri von, að Dýraverndarinn birti þetta sögu- korn, þó að fátæklegt sé Svo hagaði til við kofa þann, er við hjónin bjuggum í, að all- djúpur brunnur var á hlaðinu og yfir honum kassaræfill, sem illa var frá gengið. Töluðum við stundum um það, hjónin, að vara- samt væri að hafa jafn lélega bú- ið um brunninn, en þó lenti í undandrætti að bæta ,um það. Fór- um við þá að veita því eftirtekt, að Glói gerðist þaulsætinn við brunninn og hafði vakandi auga á honum, einkanlega þó, er svo bar undir, að dætur okkar voru að vappa um hlaðið, en, þær voru þá báðar óvitar, að eins tveggja og fjögurra ára að aldri. Svo bar við einn dag, er eg sat að snæðingi inni, að við hjónin heyrum yngri dóttur okkar gráta mjög sáran úti fyrir. Brá eg við og rauk út, til þess að forvitnast um, hvað gengi að barninu. Var jsá Glói minn að draga telpuna frá brunninum með þeim hætti, að hann hélt með kjaftinum aftan í kjólinn hennar og togaði hana aftur á bak, en telpan orgaði í sí- fellu. Þóttist eg þá skilja, að telpan hafði verið að klifra upp á brunnkassann, en Glói verið nærri að vanda og þá tekið til sinna ráða að varna þess, að hún félli í brunninn. Ekki vorum við í vafa um það, hjónin, að GIói mundi hafa skilið orð þau er far- ið höfðu á milli okkar um hvað varasamt væri að hafa ekki betur búið um brunninn, og þá tekið UPP hjá sjálfum sér að gæta hans. Við þurftum heldur ekki að ótt- ast um brunninn upp frá þessu, enda var svo að sjá, að GIói teldi það skyldu sína að gæta hans og hafa vakandi auga með því að telpurnar .færu sér ekki að voða. Aldrei sóttist Glói eftir því, að fara út af heimilinú, nema þegar hann sá freðasnið á mér; þá gerði hann sig líklegan til að fylgja mér eftir. En vildi eg vera laus við samfylgd hans, þurfti eg ekki ann- að en segja við hann: “Þú átt að vera heima, Glói minn, 0g gæta brunnsins!’ Lagði hann þá niður skottið, labbaði að brunninum og lagðist þar niður. Á einmánuði 1910 réði eg mig á hákarlaskip. Tók all-marga daga að búa skipið á veiðar, og vann eg að því, en var heimahjá mér um nætur. Á hverjum morgni fylgdi Glón mér til skipsins og beið mín þar allan daginn. Þegar eg fóc alfarinn til skips, fylgdi hann mér einnig. En um Ieið og eg steig upp í bátinn, sem flutti okkur fé- laga fram í skipið, sagði eg við hann: “Nú áttu að fara heim, Glói minn, og gæta að brunninum þangað til eg kem aftur.” Rak hann þá upp undarlegt gól, sem einna helzt líktist sárum gráti, og rölti svo heimleiðis. Þegar við komum inn eftir fyrsta túrinn, beið Glói í fjörunni og fagnaði mér með miklum gleðilátum. Og þeirri venju hélt hann alla þá stund, sem vertíðin stóð yfir, að taka á móti mér í fjörunni í hvert sinn er við komum inn. Þegar eg var alkominn heim, sagði kona mín mér, að engu hefði verið lík- ara, en að Glói þekti skipið, er það sigldi inn fjörðinn, því að aldrei hefði hann út af heimilinu farið, nema þá daga, er við kom- um inn. Vorið 1911 fluttum við hjónin úr Glerárþorpi og ofar í Krækl- ingahlíðina o!g settumst að í koti þar sem heitir að Rangárvöllum; var eg þar húsmaður og hirti um jörðina fyrir eigandann, sem átti heima á Akureyri og rak þar vistihús. Eg stundaði vinnu hjá ýmsum atvinnurekendum á Akur- eyri, en þó aðallega hjá Jakobi kaupmanni Havstein á Oddeyri. Vann eg um haustið að slátur- störfum hjá /Havstein, því hann rak þá stóra verzlun og tók mikið af sláturfé upp í viðskifti sín við bændur. Sjaldan kom það fyrir, að Glói fylgdi mér, er ég fór að heiman á morlgnana til vinnu minnar. En hitt brást aldrei, að fyrir venjulegan háttatíma á hverju kveldi, kom hann að vitja um mig; beið hann við slátur- húsdyrnar þangað til eg var ferð- búinn, og urðum við svo samferða heim. Þetta haust var stirð tíð og talsverð snjókoma með köflum. Var ég oft þreyttur að rölta heim til mín á kveldin í náttmyrkri og ófærð, hálf uppgefinn eftir dags- ins strit, og varð því feginn að vita af Glóa í ferð með mér. Leið- in var líka talsvert drjú'g, fast að einnar stundar gangur heim til mín, og alt á brekkuna að sækja, og sumstaðar all-bratt fyrir fæti. En þegar upp á brekkuna kom, tóku við sléttar mýrar og vegleys- ur, er vandratað þótti um í ófærð og hríðarmyrkri. En þegar myrkr- ið var mest og verst að rata, rölti Glói spölkorn á undan mér, gelti öðru hvoru og þurfti ég ekki ann- að en að elta hann, enda brást honum aldrei að leiða mig heim heilu og höldnu. Skömmu fyrir jólin þraut korn mat hjá okkur í kotinu, svo eg bjóst til að skreppa ofan á Akur- eyri að sækja þangað það af varn- j ing, sem okkur vanhagaði mest ( um. Bað konan mig, að reyna að ná heim fyrir myrkur, ef þess væri kostur, því að veðri var þannig farið, að búast mátti við hríð með kveldinu, en snjór nokk- ur og sumstaðar þæfings óíærð. Eg ætlaði að láta Glóa vera heima, en þó eg margskipaði hon- um það, gegndi hann því ekki neinu, og ekki var hægt að lokka hann í bæinn, til þess að loka hann inni. Mæltist konan til, að eg léti Glóá fara með mér; það mundi leggjast í hann, að e& hefði þess þörf, að hann fylgdi mér í þetta sinn. Félst eg á, að lofa honum að fara með mér, og fór ekki dult fögnuður hans yfir því, að fá að fylgjast með í kaupstað- inn. Þegar eg kom ofan á Akureyri, hitti mig kunningi minn, sem bað mig að vinna hjá sér stundar- korn, og var eg til með það, því að fulla þörf hafði eg fyrir pening- ana, en vís greiðsla hjá manni þessum. Var þetta 5 stunnda vinna og komið myrkur með hríð, er eg hætti. Átti eg þá eftir*að fara ofan á Eyri til Havsteins, því að þar ætlaði eg að fá vorur þær, sem eg var að sækja. Kaup- skapur minn í þetta sinn var 100 pd. mjölpoki, ásamt ýmsu öðru dóti, svo að bagginn varð, þegar alt var saman komið, sem næst 150 pd. að þyngd, og með þetta á bakinu ætlaði eg að staulast heim til mín um kveldið. Höfðu búð- armenn orð á því, að fyrr mundi eg drepast, en að eg bæri þennan •bagga heim þá um kveldið í nátt- myrkri, hríð og þungri færð, og vildu að eg skifti honum. En af því að eg var dálítið hreyfur af viíni, tók eg því fjarri, og kvaðst ákveðinn að leggja þegar af stað með baggann. Skaut þá Jóhann Havstein að mér þriggja pela flösku af brennivíni og lét svo um mælt, að mér mundi ekki veita af hressingu á leiðinni, en auk þess rétti hann mér hálfpela mál af brennivíni, sem eg rendi í botn LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932. Bl.s 7 þar við búðarborðið. Eg fór þá að búast til ferðar, og mun þá klukkan hafa átt skamt í átta. Magnús Jónsson, föðurbróðir Jó- hannesar glímukappa, tók af mér flöskuna, lét hana í baggann og hafði þau orð um, að bættur mundi skaðinn, þó að eg drykki ekki meira en komið var, þá um kveldið. Greip Magnús svo bagg- ann og batt hann vel og vandlega á bak mér. iEg hélt svo af stað, og rann GIói alt af á undan mér. Gekk mér ferðin sæmilega, þar til upp úr bænum kom. Tók þá að þyn'gj- ast 'fyrir fæti og þæfings ófærð, en enga mishæð að finna, þar sem eg gæti tylt mér niður til að hvíl- ast. Því eg þóttist vita, að ef eg settist á jafnsléttu, mundi eg| tæplega fá reist mig undir bagg-i anum; svo þungur var hann og seig ónotalega í. Þannig staulað- ist ég áfram, þar til eg var kom- inn rúmlega hálfa leið. Var eg þá orðinn afar lúinn, bæði af þreytu og hungri, því að engan matar- bita hafði eg bragðað frá þvi að eg fór að heiman um morguninn, og svo œtlaði þorstinn mig lifandi að drepa. Alt af rann Glói spöl- korn á undan mér, en svo var dimt af myrkri og hríð, að eg sá hann ekki, en hann hélt sínum vana, að gelta öðru hvoru, eins og til að láta mig vita, að mér væri óhætt að treysta ratvísi hans. Smátt og smátt þokaðist eg áfram og fanst leiðin heim aldrei hafa verið jafnlöng né seinfarin. Loks- ins kom eg að brúnni, sem liggur yfir Glerá, og létti mér þá heldur, því að þaðan er stutt heim að bænum, og gerðist eg vongóður um, að alt mundi enda vel. En þegar eg kom út á miðja brúna, skriðnuðu mér fætur, svo að eg féll^ og átti ég þess engan kost að rísa upp aftur og því síður, að eg hefði nokkur tök til að losast und- an bagganúm; svo vandlegfe hafði Magnús reyrt hann á mig. Dálitla stund stóð Glói hjá mér, en yfirgaf mig svo og hvarf út í myrkrið„ Öðru hvoru heyrði eg þó bofs í honum, sem smám sam- an fjarlægðist, og þóttist eg vita, að hann væri að halda heim til bæjar. Tók nú að hvessa og herti að með frosti. Gerði eg mér í hug- arlund, að þarna mundi eg verða að láta fyrirberast um nóttina . . . og sennilegt, að sú nótt yrði min síðasta, eins og eg var á mig kom- inn, og get eg ekki neitað því, að einhver ónota hrollur læsti sig um mig allan .... Sennilega hefi eg gelymt mér um stund, eða sigið á mig hálfgert mók, því að mér fanst eg eins og vakna við það, að Glói er að sleikja mig í framan og geltir af miklum fögnuði. Og rétt í sömu svifum verð eg þess var( að konan mín er komin og stend- ur yfir mér . . . . Og þá vissi eg að mér var borgið, og að nóttin mundi verða önnur, en eg hafði ætlað fyrir stundu. Er svo ekki að orðlengja um það, að með hjálp konu minnar gat eg risið á fætur, og með bagg- ann staulaðist eg heim þá um kveldið, þótt eg þreyttur væri, enda var þá skamt til miðnættis. Þegar við vorum komin inn og eg seztur að snæðingi, sagði kon- an mín mér, að hún hefði verið orðin mjög óróleg út af því, hvað heimkomu minni seinkaði. Hafði hún háttað telpurnar og svæft, en ekki lagt sig fyrir, því að hún átti von á mér á hverri stundu. Loks- ins heyrði hún að Glói var kom- inn á gluggann, krafsaði í hann og gelti af miklum móði. Bjóst hún þá við, að eg mundi vera að koma, og fór til dyra. En í sömu svifum og hún opnaði bæinn, var Glói þar fyrir, ýlfraði ámátlega, reif í pils hennar og togaði af svo miklum kröftum, að hún varð að hröklast út úr dyrunum og fram á hlað. Og ekki eirði hann neinu fyr en hann sá, að hún 'ætlaði að fylgja honum eftir, og engan tíma hafði hún til þess að ná sér í sjal ist konan mega ráða af atf Glóa, að eitthvað hefði orðið Því að vera þjáður af GYLLINIÆÐ Óþægindin og þjáningarnar, sem fólk líður af gylliniæð, gera lífið dauft og dapurlegt. ómót- mælanlegar sannanir eru fyrir því, að Zam-Buk er öllum öðrum meðulum betra við gylliniæð, og kemur í veg fyrir allar þær þján- ingar, sem þeim sjúkdómi fylgja. Mr. Alf. Brown, Meritton, segir: “Eg vona, að minn vitnisburð- ur komist til sem flestra af þeim, sem líða af gylliniæð. í sex ár þjáðist eg af þeim sjúkdómi. Eng- inn maður hefir eytt meiri pen- ingum í lækninga tilraunir. Vin- ur minn gaf mér dálítið af Zam- Buk til reynslu. Áhrifin voru undraverð; eg fékk fljótt meira af þessu ágæta jurtameðali. Eg notaði það svo þangað til eg varð albata.” Þetta meðal reynist ekki síður vel við eczema, bólum, kýlum, út- brotum, eitruðum sárum, skurð- um, brunasárum og mörgu fleira Zam-Buk fyrir 50c. öskjuna, eða þrjár fyrir $1.25. mér. Sagðist hún hafa reynt að fylgja Glóa vel eftir, sem rann á undan geltandi, en þó hefði hon- um víst á stundum ekki þótt nógu hart farið, því að komið hafði hann á móti henni, gelt í ákafa og togað í föt hennar .... Og þannig hafði ferðin 'gengið þangað til hún fann mig liggjandi á brúnni, eins og fyrr segir. Á meðan konan sagði sögu sína. rendi eg augunum við og við til Glóa. Hann hafði lokið úr dall- inum, en lá fram á lappir sinar á gólfinu og glímdi við bein. Ekki var eg í nokkrum vafa um, að hann hlustaði engu síður en eg á frásögn konunnar, og skildi vel hvað hún var að segja.. öðru hvoru leit eg til hans aðdáunar- og þakklætisaugum, en sagði ekk- ert. Dillaði hann þá skottinu á- nægjulega og leit vinalega til mín. Leyndi sér ekki, að hann var hvorttveggja í senn, glaður yfir því að eg var kominn heim heill á húfi, en þó drjúgör af sér yfir þeirri hjálp, sem honum hafði auðnast að veita mér. Hann mátti líka vera það, því að um það er eg sannfærður, að í þetta skifti átti eg Glóa mínum líf að launa. Siglunesi, 22. marz 1932. Grímur H. Snædahl, —Dýrav. vitavörður. Ríki maðurinn (Framh. frá 2. bls.) um þrítugt, svaraði Bartley, nokk- uð stórskorin í andliti, augun brún og dökt hár. Einstaklega góðleg kona í framgöngu. Nú varð löng þögn. En þá sagði Bartley eins og milli vonar og ótta: — Vitið þér hver hún er, herra? — Já, sagði Mr. Forman með áherzlu. —Eg býst við, að við hefðum orðið að loka, ef hún hefði ekki komið með þessar minnisgreinar yðar. En vitanlega hefði eg ekki átt að láta hana sleppa án þess að fá meiri vitntskju um yður. — Þér gerðuð það sem rét.t var, salgði Mr. Forman. — Þér hafið þrjú hundruð pund í árslaun. Framvegis borga eg yður fimm hundruð. Nú ók Mr. Forman í einum af bílunum sínum norður London, heim til sín. Þegar hann stakk lyklinum í skráargatið, kom það fyrir í fyrsta sinn, að börnin létu ekkert á sér bæra við hljóðið. Hann gekk inn ganginn og inn í eldhúsið. Þar stóð konan hans upp við vegg, en börnin hjúfruðu sig upp að henni. — Hvers vegna kemur þú í þessum stóra bíl? spurði hún. ■— Hvað lengi hefir þú vitað það, sagði hann. — Síðan vikuna eftir brúð- kaupið^ svaraði hún hljóðlega. — Segirðu satt. Og þú mintist aldrei á það við mig. — Það varst þú, sem áttir að minnast á það, svaraði hún í sama tón. — Eg var fífl, sagði hann. — Það varst þú, sem fórst með skjölin á skrifstofuna, bætti hann við. — Þú varst að tala um þau í óráðinu, svaraði hún eftir "stund- ar þögn. Þá fór hún að gráta: — ó, Michael, Michael, eg var að því komin að brenna þessum skjöl- um. Ef þau hyrfu, myndir þú verða minn fyrir fult og alt — mig langaði til að þú yrðir gjald- þrota, eg næstum óskaði þess. — En samt fórstu með skjölin. — Já, loksins, en með nauðug- um vilja og eftir mikla baráttu. Hann gekk til hennar og tók um hendur hennar: — Þú verður að fyrirgefa mér, sagði hann. — Eg hefi verið mjög síngjarn. Að- eins hugsað um mína eigin gæfu. Peningarnir hafa að eins fært mér ógæfu — o!g eg vildi verða gæfu- samur — fátækur og gæfusamur. En nú verðum við rík og gæfu- söm. Á morgun flytjum við okk- ur til Kensington! — Hann laut niður og kysti hana. — Því að gæfan kemur hvorki með fátækt eða ríkidæmi, heldur að eins með ástinni. — Fálkinn. Riiser-Larsen fer rannsóknarferð til suður- skautslandanna. í vetur ætlar norski flugmað- urinn, Riiser-Larsen, að fara rannsóknarför til Suðurskauts- landanna og hafa þar vetursetu. Hann ætlar að reisa sér kofa á eyjunum utan við Weddel hafið, annan kofa á norðurodda Ender- bylands og hinn þriðja á Prin- sesse Ragnhilda-land. Hann ætl- ar að fara í land skamt frá End- erby-landi og fara þaðan sleða- ferðir til Weddell-hafsins og með- fram vesturströnd þess til þess að rannsaka hvort sjávarsund er þar á milli og Rossflóa. Er þetta 5000 km. löng leið og lýkur henni á eyj- unum hjá Weddel-hafi. Þeir verða að eins þrír í þess- ari för. Hinir tveir eru loft- skeytamaður og maður, sem sér um hundasleðana, o'g er hann frá Alaska. Er það ætlun þeirra að veiða sér til matar og hafa því lít- ið nesti með sér, svo að flutning- urinn verði sem minstur. Sleð- arnir eru þannig gerðir, að nota má þá sem fleka til þess að kom- ast á yfir auðan sjó, ef þörf ger- 1 ist. Um sama leyti verða þeir Lin- j coln Ellsworth og Bernt Balchen i á rannsóknarför á þessum slóð- i um. Ætla þeir að fljúga yfir : Weddellhafið til þess að rannsaka ! hvort sund sé þar á milli og Rossflóans. Wilkins er líka að hugsa um að fara þangað og hef- ir keypt til þess íshafsskútuna “Fanefjord” í Noregi. Þeir Riis-Larsen fara senni- lelga suður eftir með hvalveiða- skipi. — Mgbl. — Fyrirgefið, herra lögreglu- stjóri, eg kærði hingað í gær stuld á skjalatösku, en nú hefi eg fund- ið hana. — Þér komið of seint; við höf- um fundið þjófinn. Þegar þér þarfniát Prentunar > þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd • i sem mun fullnægja þörfum yðar \

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.