Lögberg - 20.10.1932, Side 8

Lögberg - 20.10.1932, Side 8
Bls. S. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1932. TOMBÓLA og DANS stúkunnar Heklu, I.O.G.T., verður haldin í G. T. húsinu á Sargent Ave. Mánudaginn 24. Október 1 932 Inngangur með einum drætti, 25c. Hefst kl. 8 e. h.- Dansinn byrjar kl. 10. +•— -----------------------—■——-—+ Ur bœnum og grendinni +—— --------— -----------—---——+ Skuldarfundur á hverjum föstu- degi. Heklufundur í kveld, fimtudag. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur fund í fundarsal kirkjunnar á fimtudaginn í þess- ari viku kl. 3 e. h. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, will hold a Christmas Tea, on Tuesday, Dec. 6th, afternoon and evening. — Please keep this date in mind. Mrs. Tryggvi Arasaon frá Cyp- ress River, var stödd í borginni um helgina. Einnilg Mrs. August Arason frá Glenboro. Séra Jóhann Friðriksson mess- ar næsta sunnudag, 23. okt., kl. 11 f. h., að Oak View, Man., og að Silver Bay, Man., kl. 3 e.h. í gær var kraparegn allan dag- inn. í dag, miðvikudag, er grátt í rót í Winnipeg, í fyrsta sinni á þessu hausti. Mr. Helgi Eliason, frá Arras, B. C., var staddur í borginni á miðvikudafeinn. Hann hefir verið hér eystra um tíma til að heim- sækja ættingja og vini, sérstak- lega í Nýja íslandi. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudaginn og fimtudaginn, 26. og 27. þ. m. Bæjarstjórnarkosningar í Win- nipeg fara fram föstudaginn, hinn 25. nóvember. ' Það heyrist lítið um það enn, hverjir muni verða í kjöri. Miðaldra kona óskar eftir ráðs- konustöðu á góðu heimili. Alvön öllum húsverkum og vel fær um að leysa þau vel af hendi. Er að finna að 662 Toronto St., Winni- peg. Má líka skrifa henni þang- að. Eitt eintak af kantötu Björg- vins Guðmundssonar hefir tapast úr Söngbókasafni Icelandic Chor- al Society of Winnlpeg. Hafi ein- hver meðlimur það í sínum vörzl- um, er hann vinsamlega beðinn að skila því til The Columbia Press, Ltd., 695 Sargent Ave. Mr. Frank Thorolfsson heldur hljómleika samkomu í Fyrstu lút- ersku kirkju á þriðjudagskveldið, hinn 1. nóvember. Miss Eva Clare og Mrs. Lincoln Johnson aðstoða, Arðurinn af samkomunni gen!gur til Fyrsta lúterska safnaðar. Fólk er beðið að hafa þetta í huga: þriðjudagskveldið, hinn 1. nóv- ember n. k. Einar Berfgþórsson á íslands- bréf á skrifstofu Lögbregs.. Veitið athygli aulglýsingu um tombólu stúk. Heklu. Ýmsir góð- ir drættir, svo sem eldunartæki, $5.00 virði, gefið af Mr. E. Sig- urðson; “Tea Set” frá Mrs. Helgu Runólfson; eldiviður frá Mr. Frederickson, og fleira af góðum munum. Fjölmennið. Til fróðleiks og skemtunar á föstudagskveldið í þessari viku, flytur séra R. Marteinsson erindi í G. T. húsinu, ásamt nokkrum fleirum sem skemta. Byrjar kl. 9, stundvíslega. íslendingar mega fylla húsið þetta kvöld og njóta góðrar skemtunar, sjálfum sér að kostnaðarlausu. Á öðrum stað í blaðinu er skrá yfir það, sem fram fer á skemti- samkomu þeirri, sem haldin verð- ur í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskveldið í næstu viku og sem djáknairefnd safnaðarins gengst fyrir. Ber skemtiskráin það með sér, að vel hefir verið til hennar vandað. Inngangur verð- ur ekki seldur,t en samskota leit- að og alt, sem inn kemur, gengur til líknarstarfsemi safnaðarins. Það er jafnan þörf á peningum til þeirrar starfsemi, en nú alveg sérstaklega. Oft er þörf, en nú er nauðsyn, segir máltækið, og á það hér við. Það er því vonandi, að þessi samkoma verði alveg sér- staklega vel sótt. Mrs. Þorbjörg Jónasson Eiríks- son andaðist að heimili sínu, Kára- stöðum í Árnesbygð, Man., 7. marz 1932. Hún var dóttir hjónanna Einars og Elízabetar Jónasson, er um nokkur hin síðari ár bjuggu á Búastöðum í téðri bygð; en voru þar áður til heimilis, ýmist á Gimli eða þá í Winnipeg; er Einar Hún- vetningur, en kona hans ættuð úr ísaf jarðarsýslu. Hin látna var elzt af börnum þeirra hjóna, fædd í Winnipeg 18. marz 1904. Þar nam 'Þorbjörg heitin verzlunar- fræði og stundaði um hríð; íéllu henni þau vel og kom hún sér ágæt- lega, því hún var vel gefin að hæfi- leikum og einkar samvizkusöm að upplagi til og prúð í allri fram- komu. Ung giftist hún Helga Ei- ríkssyni á Kárastöðum; er hann sonur Eiríks bónda þar, Eiríksson- ar, Sigurðssonar frá Tjaldbrekku. og Guðlaugar Helgadóttur konu hans. Harmar Helgi nú hina ungu og ágætu konu, ásamt lítilli dótt- ur og öðrum ástvinum, er næstir sanda. Þorbjörg og Helgi bjuggu á Kárastöðum og var faðir hans með þeim þar, og reyndist hann tengdadóttur sinni sem bezti fað- ir. Þorbjörg heitin þjáðist mikið hin síðustu ár. Um hríð dvaldi hún á sjúkrahúsi í Winnipeg, en var flutt heim veik. Auk ástúð- legrar umönnunar eiginmanns, foreldra og tengdaföðpr naut hún og ágætrar hfúkrunar tengdasyst- ur sinnar, Miss Guðrúnar Eiríks- son, 'hjúkrunarkona, er aðstoðaði bróður sinn á allan mögulegan hátt. Hin látna var jarðsungin frá heimilinu og lútersku klrkj- unni í Árnesi, þann 14. marz s. 1., að viðstöddu fjölmenni, af sókn- arprestinum séra Jóhanni Bjarna- syni; bar jarðarfarsdaginn upp á afmælisdag föður hennar. Sár harmur var fráfall Þorbjahgar þreyttum foréldrum, er hún ávalt reyndist hjartfólgin dóttir. Syst- kini hennar, eiginmaður, tengda- fólk og allir, er til þektu, sakna hennar. Vinur. Þakkarávarp. öllum þeim, er á einn eða ann- an hátt tóku þátt í erfiðum kjörum okkar í sjúkdómsstríði og frá- falli okkar ástríku dóttur, systur og eiginkonu, Mrs. Þorbjargar J. Eiríksson, og hvern kæreiksvott auðsýndan okkur, þökkum við af alhug og biðjum Guð að launa. Mr. og Mrs. Einar Jónasson. Systkini hinnar látnu. Helgi Eiríksson. Arnes P.O., Man. Á föstudagskveldið og laugar- dagskveldið í þessari viku, flytur Mr. Glanville, fornfræðingur frá London, fyrirlestur í Theatre A, Broadway. Hann er hér á vegum National Council of Education og efni fyrirlestranna verður: “The Treasures of Tutankhamen” og “Daily Life in Ancient Egypt”. Báðir fyrirlestrarnir byrja kl. 8.30. Aðgangur 25c. við dyrnar. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnu- dag, þ. 23. október, og á þeim tíma dags, sem hér segir: í gamal- mennaheimilinu Betel kl. 9.30 f.h. og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 3 e. h. (ensk messa). Fólk er beðið að athuga, að síðari messan er kl. 3, en ekki að kveldi, eins og venju- lega hefir verið. Þess er vænzt, að menn fjölmenni. Fyrir tilstilli Guðmundar Grím- sonar dómara, hefir eintak af “Minningarit um 50 ára landnám íslendinga í North Dakota”, ver- ið lagt með ýmsum öðrum bókum og skjölum í hornstein hinnar nýju þinghúsbyggingar í Bis- marck, N. Dakota. Alt sem í stein- inn var lagt, er á einhvern hátt snertandi sögu ríkisins. Mun það vera eina ritið, sem þar er að finna, á öðru máli en ensku. Þetta prýðisfallega og vandaða rit, er útgefið í Winnipeg 1929 og prent- að hjá The Columbia Press, Ltd. Á mánudagskveldið í næstu viku, fiinn 24. okt., verður skemti- samkoma haldin að Hnausa, Man., sem kvenfélag Bræðrasafnaðar stendur fyrir. Þar skemtir Mr. A. S. Bardal, með því að sýna mynd- ir frá íslandi, sem hann skýrir jafnframt. Einnig hefir hann hljómplötur með hátíðasöngvun- um frá Þingvöllum 1930. Hefir Mr. Bardal áður sýnt þessar myndir á ýmsum stöðum og hefir það alstaðar þótt hin bezta skemt- un. Einnig eru söngvarnir á- gætir. s* SMÁVEGIS. Þau settust um kvöld á bekk úti í graði og sátu þar um stund. Að lokum segir hann: — Má eg kyssa yður? — Eftir hverju haldið þér, að eg sé að bíða? svaraði hún. — Hvað, finst yður of dýrt að borga 50 krónur fyrir þetta her- bergi, eins og hér er framúrskar- andi fallegt útsýni? — Eg skal borga 30 krónur og lofa yður því og leggja við dreng- skap minn, að líta aldrei út um gluggann. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 JOHN GRAW Fyrsta llokks klæðskeri AfgreiOsla fyrir öllu Hér njóta peningar yðar sín aö fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 Beaiity Parlor 643 Portage Ave. Corner Sherbrooke Str. Mundy’s Barber Shop Sími: 37 468 Heimlli: 38 005 Mrs. S. C. Thorsteinson ROSE LEIKHÚSIÐ. Á fimtudaginn og föstudaginn í þesari viku, sýnir Rose leikhús- ið afarmerka kvikmynd, er nefn- ist “A Lady’s Morals”, er grund- völluð er að miklu leyti á æfisögu sænsku söngkonunnar heims- frægu, Jenny Lind. Grace Moore, söngkona mikil- hæf, sem sögð er að vera af ís- lnezku foreldri, táknar Jenny Lind í þessum leik, og syngur hrífandi söngva á ensku, ítölsku og frönsku; kemur hún fram á leiksviðið, þar sem henni er fagn- að af fulltrúum erlendra ríkja. í tveimur frægustu hlutverkum Jenny Lind, “Casta Diva” úr “Norma” og aríu úr “Daughter of the Regiment”, nær Grace Moore hámarki listar sinnar. Auk þess syngur hún mör!g önnur víðkunn og merk lög eftir heimsfræg þjóð- skáld. Sidney Franklin hafði á hendi aðalumsjón með leiksviðsbúnaði þessarar stórfræðandi kvikmynd- ar. Gera má ráð fyrir, að þeir ís- lendingar, sem á annað borð heimsækja kvikmyndahús, aitji sig ekki úr færi með að njóta þessarar stórmerku myndar á fimtudaginn og föstudaginn í þessari viku. ARNOLD JOHNSTON Kennir á fiðlu og piano Kenslustofa að 543 VICTOR ST. Sími 39 697 TARAS HUBICKI l.a.b. VIOLINIST and TEACHER Recent violin Soloist, broadcasting over W.B.B. Appointed Teacher to ST. BONIFACE COLDEGE ST. MARY’S ACADEMY. HUDSONS BAY CO. Music Department Studios HUDSONS BAY STORES 4th floor Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PLANOS og ORGANS Heimili 594 Alverstone St. Slml 38 345 íslenska matsöluhúsíð Rar sem íslendlngar í Winnipeg og utanbæjarmenr. fá sér máltfðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandl. ROSETHEATRE THURSDAY and FRIDAY Oct. 20 and 21 Here is good news to the Icelandic Public of Winnipeg. I Grace Moore, native of Ice- land and outstanding metro- politan opera star, makes her first screen aþpearance THURSDAY and FRIDAY of this week at the ROSE THEATRE in a photo play “A LADY'S MORALS” Story based on the life of the Swedisih nightin'gale, Jenny Lind., — The Management highly recommends this pic- ture to the Icelandic public of Winnipeg. GIFTINGA MIÐLUN Við stöndum sérlega vel að vigi með að aðstoða til þess að kom- ast í hamingjusamt hjónaband og látum fúslega í té uppjýs- ingar þessu viðvíkjandi, ef ósk- að er. — Sendið utnslag, með 5c. frímerki til GLOBUS MATRIMONY AGENCY 382 Bathurst Strcct TORONTO, ONT. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annut greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stðr- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimill: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 MOORE’S TAXI LTD. 28 333 Leigið bíla og keyrið sjálfir. Drögum bí',a og geymum. Allar aðgerðir og ökeypis hemilprófun. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. n s n o n o n 0 n 0 n JBI SKEMTISAMKOMA I FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Þriðjudaginn 23. Október 1932 klukkan 8.15 e. h. Frjáls samskot til arðs líknarstarfi safnaðarins. - - PROGRAM - ^ O, CANADA. 1. Capriccio Brillante op. 22 ... Mendelssohn MISS ELEANOR HENRICKSON Orchestral accompaniment played by the Polyphonic String Quartette, with Mrs. B. Violet Isfeld at second pianoforte. á. (a) Ye verdant hills ............ Handel (b) Love leads to battle .....í... Bononcini (c) Rolling down to Rio .......... German MR. PAUL BARDAL , 3. (a) Allegro ................ Becthoven (b) Molto Lento ............ Rubinstein (c) Quintet .............. Mr. Jón Fridfinnson THE POLYPHÖNIC STRING QUARTETTE 4. Duet—Autumn Song .......... Mendelssohn MRS. B. H. OLSON and MR. PAUL BARDAL 5. Address— Some phases of the Relief Work . Dr. B. B. Jónsson 6 (a) Yung-Yang ................ Bantock (b) * Silent Strings ............. Bantock (c) Don't come in, sir, please . Cyril Scott MRS. B. H. OLSON 7. Concerto in G minor ......... Mendelssohn MISS DORA GUTTORMSON Orchestral accomlpaniment played by The Polyphonic String Quartette, with Mrs. B. Violet Isfeld at second pianoforte GOD SAVE THE KING. Knabe and Chickering Grand Pianos kindly supplied by Gouldings Um þetta leyti árs, þegar Q tekið er að hauáta að— Q Væri ekki úr vegi að reyna y Dominion Lump § $6-25 tonnið g MCpURDY CUPPLY f0.1 TD. S V/ Builders’ |3 Supplies \yaod JLj Coal OfRce and Yard-136 PORTAGE AVENUE EAST 94 300 ■ phones - 94 309 y Til þess að njóta að fullu heimsóknar í Winnipeg, ættuð þér ávalt að gera Marlborough að dvalarstað yðar. Wfyt iílarlborougl) Vinsælasta gistihús í Winnipeg, niðri í borginni. ELDTRYGT — EVRÓPUSNIÐ — SANNGJARNT VERÐ Borðsalur Fyrir Konur í Coffee Shoppe Announcmg the New and Better MONOGRAM LUMP . $5.50 Ton COBBLE . $5.50 Ton STOVE ..... $4.75 Ton Saskatchewan’s Best MINEHEAD LUMP ........* $11.50 Ton EGG ......... $11.50 Ton PREMIER ROCKY MOUNTAIN DOMESTIC COAL Wood’s Coal Company Limited 590 PEMBINA HIGHWAY 45262 PH0NE 49192 WEST END BRANCH OFFICE (W. Morris) • 679 Sargent Ave.—Phone 29 277

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.