Lögberg


Lögberg - 24.11.1932, Qupperneq 1

Lögberg - 24.11.1932, Qupperneq 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1932 NÚMER 47 Fréttir að vestan Bredenbury, 14. nóv. 1932. Veturinn er hér genginn t gar8 fyrir alvöru. Hóf innreið sína aðallega þ. 7. þ.m. Snjóaði hátt upp í sólarhring, þar til snjórinn var orðinn um hálft annað fet á jafnsléttu. Frost var um 20 gr. f. n. z. í morgun. Göngum við hér með bakverk af snjómokstri. Hey og hús þöktust af fannfergju. Nú er að líta yfir atburði sum- arsins. Skal fyrst minst á fs- lendingadaginn, sem haldinn var hér þ. 17. júní. Það er eins og veðrinu sé séi’- lega uppsigað við 17. júní og 1. júlí, að menn segja, því tæplega er unt að rigni, ef ekki rignir þá. Það er okkar reynsla hér, að iðu- lega riknir á fyrnefndum degi. Svo féll hluturinn síðast liðið sumar. Þ. 17. júní bar upp á föstudag; hófst dagurinn með regni, sem hélzt af og til alt að seinni hluta; varð að fresta ýms- um skemtunum. En skemtun var samt öll góð, af samræðum, sam- söng og tölum. Minnumst við þakksamleiga vina okkar tveggja, er komu til þess að gera stundina ánægjulega og uppbyggilega. Það voru þeir W. H. Paulson þingmað- ur frá Leslie og Dr. Sigurður J. Jóhannesson frá Winnipeg. Þökk- um við mönnum þesum komuna; munum minnast þeirra lengi og hlýlega. Fluttu þeir tvær tölur hvor og mæltist báðum ágætlega. Dr. Jóhannesson flutti minni ís- lands, en Mr. Paulson minni Vest- ur-íslendinga. Þá fluttu og kvæði Kristján Jónsson og Einar Sig- urðsson. Líka talaði Einar nokkr- um sinnum, sem forseti dagsins. Er hann prýðilega skýr og ís- lenzkur vel í anda. Ræðumanna- efni höfum við innan bygðar, ekki svo fá, hvenær sem þeir fást til að taka á því. En lífsspursmál er það fyrir alla, að temja sér ræðu- igjörð um það, sem þeim býr í brjósti, annars kemur það ekki að fullum notum. Hver nýtur gulls, sem aldrei grefst úr jörðu? Þaklætis guðsþjónusta var haldin hér þ. 9. október, Var að- sókn góð og fór fram á eftir kaffidrykkja í samkomuhúsi bygð- arinnar. Eru þar góðgerðir born- ar fram ávalt með miklum mynd- arskap. Það flaug í huga minn þá, þegar eg leit yfir allan hóp- inn, sem sat til borðs þann da'g, að það er þakkarvert að vera brot- inn af sama bergi og fólk þetta. Mér fanst eg finna til heilleika og traustleika, sem stæði á bak við hinar rausnarlegu veitingar, og að eg mundi ekki hafa kosið að vera fæddur innan annars þjóð- flokks, þótt kostur hefði verið, — bezt að vera fæddur íslendingur. Boðskapur frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg barst hingað þ. 23. októbermán. að kvöldinu með útvarpi. Munu allmargir í bæjunum Chnrohbridge, Breden- bury, Calder og í grendinni hafa notið þess; þó ekki nærri allir, vegna þess, að móttökutækin voru ekki í lagi. Kom öllum saman um það, sem heyrðu, að stundin hefðl verið stórlega upbyggileg og á- nægjuleg. Er það virðingarauki ekki all-lítill fyrir Fyrsta lút- erska söfnuðinn, að standa fyrir útvarpi þessu. Er eg viss um, að margföld blessun leiðir af þess- ari viðleitni. Er það rétt maklegt, að menn út um land styðji fyrir- tæki þetta fjármunalega. Er eg beðinn að bera hjartans þakkir söfnuðinum, fyrir hönd þeirra, sem við mig hafa mælt um þetta atriði. Þann 6. þ. m. fór fram guðs- (Framh. frá 5. bls.) Vonbrigði Þegar háskóla hneykslið varð uppvíst í haust, voru þegar 1 stað búnar til sögur um það, að það væri nú ekki bara háskólinn, sem hefði orðið fyrir fjártjóni, sakir óráðvendni og vanrækslu. Þær sögur gengu fjöllum hærra, að alt væri í mestu óreiðu hjá þeim fyr- irtækjum Manitoba-fylkis, sem sérstakar nefndir eru settar til að ráða yfir, svo sem vínsölu- nefndinni, simakerfinu og Work- men’s Compensation Board. Eitt- hvað miljón, eða svo, voru ýmsir alveg vissir um að búið væri að stela, frá hverri þessari stjórnar- deild, að minsta kosti vínsölunni. Það var nú svo sem ekki mikill efi á því, að þetta væri svona, eða að minsta kosti eitthvað mikið í þessa átt. Voru svo óháðir og fullkomlega ábyggilegir yfirskoðunarmenn skipaðir, til að yfirskoða allar bækur og reikninga þessara deilda og þeim gefið fult vald til að heimta öll nauðsynleg skilríki. Þessu verki er nú lokið, og ekkert það hefir komið í ljós, sem 'gefi nokkurn grun um nokkra óráð- vendni, eða nokkrar misfellur, hvað þessar stjórnardeildir snert- ir. Meira að segja er þessi yfir- skoðun sönnun fyrir því, að þetta hefir ekki átt sér stað. Samt sem áður benda yfirskoð- unarmennirnir á ýmislegt, held- ur smávægilegt þó, að því er virð- ist, viðvíkjandi bókhaldi vínsölu- nefndarinnar, sem umbæta mætti og gerði það enn tryggara, að ó- ráðvendni yrði ekki við komið. Þegar dómsmálaráðherra Mani- tobafylkis tilkynti þessa niður- stöðu yfirskoðunarmannanna, lét hann þau orð falla, að þetta ætti að vera nægilegt svar til þeirra flokka og einstaklinga hér í Win- nipeg, sem að því er virtist, hefðu af ásettu ráði, sett sig út til þess, að óvirða og vekja vantraust á þeim stjórnarstofnunum, sem hér er um að ræða. « Þessi niðurstaða yfirskoðunar- mannanna og ummæli dómsmála- réðherrans, virðist hafa komið æði óþægilega við ýmsa þá, sem höfðu látið til sín taka, að út- breiða óráðvendnis grunsemi, sem ekki reyndist á rökum bygð og sem möttu meira óhag and- stæðinga sinna í stjórnmálum, heldur en hag og sóma fylkisins, þar sem þeir eiga sjálfir neima. Þeir virðast hér hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, en samhygð hafa þeir sjálfsagt litla hjá öllum þeim, sem meta hag og sóma fylk- isins meira en blint og illvígt flokksfylgi. Stjórnarskifti á Þýzkalandi Kanslarinn þýzki, Franz von Papen, hefir sagt af sér fyrir sig og sitt ráðuneyti, og Hindenburg forseti hefir samþykt þá uppsögn. Enn heldur stjórnin þó áfram, meðan verið er að mynda aðra stjórn. Orsökin til þessa er sú, að von Papen hafði ekki þingfylgi. En enginn hinna mörgu þing- flokka á Þýzkalandi, hefir meiri- hluta á þjóðþinginu. Þó er Hitler flokkurinn lang fjölmennastur. Segja nú síðustu fréttir frá Ber- lín, að Hindenburg hafi boðið Hit- ler að verða kanslari og mynda nýtt ráðuneyti, en með því skil- yrði þó, að hann aflaði sér fyrst fylgis meiri hluta þings. En það lítur út fyrir, að Hitler vilji sem minst við hina þingflokkana eiga, en vilji fá leyfi til að vera sjálf- ráður um stjórnina. Hvernig fara kann, er ekki ráðið þegar þetta er skrifað. Týndur og aftur fundinn Mikill bindindisleiðtogi og vín- bannsmaður, Raymond Robins að nafni, hvarf í New York snemma í september í haust. Vissi enginn hvað um hann var orðið og héldu ýmsir, að hér væri brennivíns- mönnum o!g bannféndum um að kenna og mundu þeir hafa ráðið hann af dögum, til að ryðja úr vegi hættulegum og áhrifamiklum mótstöðumanni. Var jafnvel sú frétt borin út, að honum hefði verið kastað í sjóinn. Vakti hvarf þessa manns mikið umtal og mikla eftirtekt í öllum Bandaríkjunum og víðar um heim. En nú er hann fundinn, og fanst hann í litlum bæ, sem Whittier heitir, einar 60 mílur frá Ashville, N.C. Var hann þar á litlu greiðasöluhúsi, heldur illa til fara og torkennilegur. Var þannig ástatt um hann, að hann hafði svo að se'gja alveg tapað minninu og vissi ekki einu sinni hvað hann hét og þekti ekki konu sína, þegar hún kom til hans. Þeg- ar þetta kom fyrir, að Robins misti minnið, var hann á leið til Wash- ington til að finna Hoover forseta og tala við hann um bindindismál. Hann er nú á spítala og það þykir nokkur von um, að hann muni kannske ná sér aftur. Um hábjartan daginn Á fimtudaginn í síðustu viku, um kl. 11 að morgni num, réðust tveir menn á stúlku hér í borg- inni, sem hafði nálega tvö þúsun<J dali meðferðis, sem hún ætlaði að leggja í banka fyrir Metropolitan lífsábyrgðarfélagið, sem hún vinnur hjá. Báðir höfðu menn þessir skambyssur og réðust þeir á stúlkuna þegar hún var á leið til bankans, og greip annar þeirra peningana, en svo óheppilega vildi til fyrir ræningjana, að þarna voru nærstaddir hraustir menn og hugprúðir, sem réðust á ræningj- ana og náðu öðrum þeirra, en hinn tók til fótanna og slapp. Skaut þessi maður nokkrum skot- um út í loftið o!g braut glugga í byggingu þar skamt frá. Enginn særðist og peningarnir komust til skila, eða mest af þeiin. Þetta var á Notre Dame Ave., hjá Lindsey byggingunni. Madame Stalin Sú frétt hefir fyrir skömmu bor- ist frá Rússlandi, að kona Soviet höfðingjans, Josep Stalins, sé dá- in. Segir fréttin, að hún hafi dá- ið af því að borða eitraðan mat. Hafði hún jafnan verið hrædd um, að bóndi sinn mundi verða ráðinn af dögum þannig, að hon- um yrði Igefinn matur, sem eitur hefði verið látið í. Hún hafði því þann fasta sið, að smakka sjálf á öllum mat, sem manni hennar var ætlaður, en áður en maturinn var honum borinn. Svo kom að því sem hana grunaði, að eitur hafði verið látið í matin, sem Stalin var ætlaður. Konan smakk- aði á honum, eins og hún var vön, og hún veiktist og dó, en hún frelsaði líf mannsins síns með sínu eigin lífi. Trotzky hræddur um líf sitt Leon Trotzky er á leið til Kaup- mannahafnar, og ætlar hann að flytja þar nokkra fyrirlestra. En aðal erindi hans þangað, er þó sagt að sé, að leita konu sinni lækn- inga hjá einhverjum sérfræðingi þar, en ekki er þess getið, hváð. að henni gangi. Hann kvað vera mjög hræddur um líf sitt, og fer hálfgert huldu höfði. Frá Minneapolis Maður heitir Hjörtur og er hann Lárusson. Á hann heima í Min- neapolis, eins og margir munu kannast við. Hjörtur hefir horn— fallegt silfurhorn, sem lærðir menn og fróðir kalla “cornette”, eða eitthvað þessháttar, og leikur Hjörtur á þetta vandasama hljóð- færi betur en nokkur annar mað- ur í þessu hinu mikla ríki vatn- anna, Minnesota. Þetta eitt er í sjálfu sér þess virði að geta í opinberu blaði, því þeir íslendingar, sem skara fram úr á einhvern hátt, kasta einnig ljóma á þjóðerni sitt ekki síður en á sjálfa sig. En það er þó ekki beint músíkin í horni Hjartar, sem okkur samlöndum hans þykir sérstaklega vænt um, heldur mús- íkin í rödd Hjartar og öll hans framkoma, sem kemur við hjartað í mörgum niðjum víkinganna, þó kaldir séu þeir sumir hverjir! Hjörtur er nýkvæntur í annað sinni, amerískri konu, sem ber með sér öll einkenni höfðigja, og er helzt útlit fyrir, að okkur muni innan skamms þykja eins vænt um hana og Hjört. Þess vegna tóku sig saman nokkrir vinir þeirra hér og heimóttu þessi góðu hjón þ. 12. þ. m., sem var afmælis- daígur Hjartar, þó enginn viti hve gamall eða ungur hann sé, en eng- inn mun hafa efast um það, að hann væri íslendingur, því meðan gestirnir undu sér við spil, skemti Hjörtur og þrír vinir hans gest- unum með því að leika íslenzk lög, sem létu vel í eyrum okkar land- anna. Svona smávegis samsæti eiga sér oft stað hér í Tvíburabæj- unum, en sjaldan hefi eg séð betri “stemmningu” en á þessu skemti- lega kvöldi hjá Hirti Lárusyni. Munu hinir mörlgu vinir hans víðs- vegar um Ameríku hugsa gott til Hjartar og hans góðu konu, er þeir lesa þessar fáu línur. Viðstaddur. «® Meiri vinna Fyrir eitthvað mánuði var vinnu svo að segja hætt á C. P. R. verk- stæðunum hér í Winnipeg og í nokkrum öðrum stærri bæjum í landinu. Hér mistu þá 1,800 menn atvinnu sína. Horfði þetta til mikilla vandræða, því þessir menn höfðu haft heldur óstöðuga vinnu lengi að undanförnu og voru því illa við vinnuleysinu bún- if. Nú hefir svo vel skipast, að aftur hefir verið tekið til starfa á þessum verkstæðum. Hafa því þessir menn aftur fengið vinnu og þó vinnan verði kannske ekki stöðug í vetur, þá er vonandi, að hún gefi þeim svo miklar tekjur, að þeir komist af með þær. Fer sinna ferða Prinsinn af Wales var í vikunni sem leið á írlandi og var erindi hans þangað að vígja nýtt þin!g- hús þeirra Norður-lrlpndinganna. Þótti Bretum þetta hættuför mik- il fyrir prinsinn og höfðu eina tólf þúsund menn að gæta hans, með- an hann væri á írlandi. Það lít- ur út fyrir, að prinsinum þyki þetta óþarfa umstang og kunni því illa að vera í hálfgerðu varð- haldi og vilji fara sinna eigin ferða, og tók hann því hvert tæki- færi að sleppa frá þessum varð- mannafjölda og fara sinna ei'gih ferða, og hann gerði það þegar hann hafði tækifæri til og reyndi sem bezt hann gat að kynnast fólkinu. Tók fólkið honum vel og varð prinsinum þessi óvarfærni ekki að meini. MEN’S CLUB. Fundur karlaklúbbs Fyrstu lút- ersku kirkju, sem haldinn var í fundarsal kirkjunnar á þriðju- dagskveldið, var mjög vel sóttur og hann var bæði skemtilegur og uppbyggilegur, eins o'g reyndar allir fundir þess félags. Dr. Thorlakson skipaði forsæti. Áður en sezt var að borðum, var eins og vanalega sungið “0, Canada”, og Dr. Björn B. Jónsson flutti bæn. Að máltíðinni lokinni skemti Stefán Sölvason og hljómsveit hans um stund með hljóðfæra- slætti. En aðalatriðið á þessum fundi var erindi, sem Dr. D. A. Stewart flutti, “Stepping Stones in Manitoba History”, mjög fróð- legt og skemtilegt o’g prýðilega framborið. Samkvæmt tillögu frá Dr. B. H. Olson, var Dr. Stewart greitt einróma þakklætis- atkvæði fyrir sitt ágæta erindi. Banatilræði Edouard Herriot, forseta Frakk- lands, var sýnt banatilræði á sunnudaginn var. Var það gert á þann hátt, að járnbrautarteinar voru sprengdir með sprengitundri rétt áður en járnbrautarlest, sem forsetinn var í, átti að fara þar um. Mundi þar að minsta kosti hafa orðið járnbrautarslys, ef ekki hefði viljað svo til, að lest- in, sem forsetinn ferðaðist með, var klukkutíma á eftir áætlun. Ekki gerði forseti mikið úr þessu og hélt, að það hefði naumast ver- ið ætlun þessara spellvirkja, að ráða sér bana, heldur hefðu þeir bara viljað láta í Ijóa óánægju sína við stjórnina. Frá írlandi Heldur sýnist Eamon de Valera, forseti Friríkisins írska, elga í vök að verjast á þinginu. í vik- unni sem leið bar fyrverandi for- seti, William T. Cosgrave, foringi andstöðuflokksins, fram van- traustsyfirlýsingu gegn stjórn- inni. Var hún sérstaklega býgð á því, að stjórnin hefði, með þver- móðsku sinni gegn Bretur og ó- varfærni, stofnað ríkinu í stór- hættu. Ekki var vantraustsyfir- lýsing þessi samt samþykt og bjargaðist stjórnin þarna fyrir stuðning verkamannaflokksins. Var vantraustsyfirlýsingin feld, og voru 70 atkvæði með henni en 75 á móti. Kosningarnar í North Dakota Af kosningunum í North Dakota hinn 8. þ. n>, hafa Lögbergi bor- ist þær'fréttir, að þeir íslending- ar, sem hér segir, hafa þar náð kosningu: Guðmundur Grímsson, endurkosinn héraðsdómari til fjögra ára. Saksóknarar: J. M. Snowfield í Cavalier County, end- urkosinn í fimta sinn; Nels G. Johnson í McHenry County, kosinn í annað sin; Oscar B. Benson í Bottineau County og Helgi Jó- hanneson í Pembina County, báð- ir í fyrsta sinn. Einnig var J. H. Hannesson endurkosinn féhirðir í Pembina County og Freeman Hall County Commissioner. Stone Hillman var kosinn ríkisþing- maður. Stór fjölskylda Hjón, sem heima eiga í grend við Perth í Vestur-Ástralíu, hafa eignast 29 börn á 31 ári. Konan er nú fimtug, en maðurinn rúm- lega sextu'gur. Fálkarnir íþróttafélagið Fálkarnir leika sinn fyrsta hockeyleik, á þess- um vetri, á mánudagskveldið kemur, 28. nóv., á Amphitheatre og byrjar leikurinn kl. 8.30. Æskilegt væri, að sem allra flestir íslendingar sæju þenna fyrsta hockey leik Fálkanna og munu þeir þá fylgja íþrótta- starfsemi veturinn út. Ef ein- hver íslenzk íþróttafélög úr öðrum bæjum eða bygðum, gætu komið og séð þenna fyrsta leik, þá væri það mjög heppi- legt. Bæjarátjórnarkosningar í St. Boniface Þær fóru fram á föstudaginn i vikunni sem leið. Þar voru þrír menn í kjöri um borgarstjóra em- bættið, Frank R. Dowse, G. C. MacLean og W. H. Walsh. Er hinn síðasttaldi verkamannafull- trúi. Máclean hefir gegnt borg- arstjóraembættinu síðan David Campbell, K.C., er þar var borgar- stjóri, veiktist í sumar o!g dó. Fór kosningin þannig, að Dowse var kosinn, en með aðeins sex atkvæða meiri hluta fram yfir Maclean. Walsh hafði einnig mikið fylgi. Þar sem atkvæðamunurinn er mjög lítill, verður endurtalning- ar krafist. Úr bænum og grendinni The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, will hold a “Jack Frost” Tea on Dec. 6th, in the Church Parlors. Further announcement in the next paper. Séra Jóhann Friðriksson hefir guðsþjónustu á Lundar sunnudag- inn þ. 27. þ.m. kl. 2 e. h. Athygli. — Sérstakra ástæða vegna, hefir verið frestað um óá- kveðinn tíma hlutaveltu stórstúk- unnar, sem haldast átti 5. des. Mrs. Kristín Snidal andaðist að heimili sínu í grend við Minneota, Minn., hinn 8. þ.m. Foreldrar hennar voru Björn og ólöf Gísla- son. Hún var fædd og uppalin á íslandi , en kom til Vesturheims 1880 og var jafnan síðan í grend við Minneota. Kvenfélag norsku lútersku kirkj- unnar á Victor Str. og Wellinig- ton Ave., heldur sinn árlega “Lu- tefisk-Supper” í kirkjunni á fimtudaginn, hinn 24. nóv., kl. 5 til 9 e. h. Komið þangað og kom- ið með vini yðar líka. Allir vel- komnir. Hinn 11. október síðastl. and- aðist í St. Louis, Mo., Rev. W. H. Luke, aðeins 36 ára að altþd. Hann var áður prestur í Innisfail og Calgary, Alta., og var hann þar ýmsum íslp»idingum að góðu kunnur, en síðast ritstjóri sunnu- dagsskólarita Missouri synódunn- ar. Ekkja hans er Lenora Laxdal Luke. Tvö eru börn þeirra hjóna, Yvonne 8 ára og William 4 ára. Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church: Pres:: Mrs. W. H. Olson. Vice-Pres.: Mrs. A. Blondal. Sec.: Mrs. T. A. Blondal. Vice-Sec.: Mrs. C. Carswell. Treas.: Mrs. G. K. Stehenson. Progr. Committee: Mrs. B. H. Olson and Mrs. E. Feldsted. Membership Committee: Mrs. F. Thordarson, Mrs. H. Taylor and Mrs. W. J. Johanneson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.