Lögberg - 22.12.1932, Síða 3

Lögberg - 22.12.1932, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1932. Bls. S. Sólskin Sankti Nikulás Eftir Clement Clark Moore. Á aðfangadagsskveldið var alveg kyrlátt bús, þar ekki var á hreyfingu svo mikið sem mús. Við strompinn héngu sokkar, því sagt var okkur þar að sjálfsagt kæmi Nikulás með jólagjafirnar. Og börnin voru sofnuð—þau sváfu vært og rótt, þau sáu margt í draumi á helgri jólanótt. Og mamma var með kappa, en hettu hafði éig; við háttuð vorum bæði og móktum kyrfileg. En skyndilega úti fyrir heyrðist eitthvert hark og hávaði og gauragangur, stunur, más og spark. Eg þeyttist fram úr rúminu að vita hvað það var, eg vatt mér út að gluglga og dró upp blæjurnar. Og þetta var um miðja nótt—en myrkur ekki þó, því máninn skein af himni á nýfallinn snjó, og lítinn sleða sá ég með lítinn ökumann og litlum átta hreindýrum var beitt fyrir hann. Er ökumanninn litla í sætinu ég sá ég sá það var hann Nikulás—og 'glaður varð ég þá; og hreindýrin hans litlu þau hlupu gegnum mjöll, ’hann hrópaði og blístraði og nafngreindi þau öll. Og: “Áfram!” sagði hann: “Gammur og Hramm- ur! hlaupið þið! og herðið ykkur Léttur og Sprettur o!g engin grið! Og togið betur Drellir og Skellir, þó að djúpt sé fent! og drífið ykkur Skokkur og Brokkur! Nú senn er lent! Og hendist upp á vegginn! Já, hlaupið það nú létt; Og hlaupið upp á þakið í einum geysisprett!”— Það heyrðist eins og fellibylur hristi alla jörð, er hreindýrin með sleðann tróðu snjóinn niður í svörð. Á þakið dýrin stukku og staðar námu þar með sleðann og hann Nikulás og jólagjafirnar. Það drundi uppi’ á húsinu skruðningur og skark og skrölt og brölt og stunur og más og klaufa- . spark. Svo leit ég við og sá þá nokkuð—Nikulás var þar; hann niður kom um strompinn — En þeir helj- ar skruðningar! Hann klæddur var í loðnur frá toppi niður á tær, en tjörusvartar allar af sóti voru þær. ’Hann heljarstóra poka í þak og fyrir bar af bögglum alveg fulla með jólagjafirnar; hann fleygði þeim á gólfið og móður mjög hann var; og mér fanst eins og ferðasali væri kominn þar. í augum hans var sólskin og inndæll svipurinn, og undur fagur spékoppur sinn í hvorri kinn, og rjóðar voru kinnarnar og gljáðu eins og gler og glóðrautt á honum nefið, líkt og kirsuber. Og munnurinn var skrítinn og skeifumyndaður, en skeggið alt var mjallhvítt eins og lítill snjó- garður. Úr gömlum pípuræfli hann reykti, um leið og ' vann, og reykurinn í sveigum leið alt í kringum hann. Þá brosti’ hann við mér karlinn. — Eg sá það undir eins að ekkert var að hræðast. — Hann kom ei hér til meins. Hann mælti’ ekki orð af vörum, en statt og stöð- ugt vann, og stóra og litla sokka með gjafir fylti hann. Svo brosti hann við mér aftur og hæverskt hneigði sig og hvarf í gegn um strompinn í burt og kvaddi mig. Hann settist upp á sleðann og sagði: “Nú skal heim!” Þá svifu litlu hreindýrin, og gustur stóð af þeim. Svo leit hann við og kallaði með sólskinsbros um brár: “Nú býð ég öllum glaðvær jól og sannfarsælt ár!” Eg óskaði oft að sjá hann, þær óskir hafa ræzt; eg ætla að tala meira við hann þegar hann kemur næst.. Sig. Júl. Jóhannesson. Sérstök deild í blaÖinu Fyrir börn og unglinga I NAZARET Eftir Selmu Lagerlöf. (Richard Beck þýddi úr sænsku) Einu sinni á þeim dögum þegar Jesús var aðeins fimm ára gamall, sat liann á tröppun- um fyrir utan vinnustofu föður síns í Nazaret og var að móta fugla úr mjúkum leirkekki, sem leirkerasmiðurinn handan við strætið hafði gefið honum. Aldrei hafði Jesús verið sælli en nú, því að öll bömin í nágrenninu höfðu sagt honum, að leirkerasmiðurinn væri maður ógreiðvikinn, sem hvorki léti hrærast af blíðubrosum né liunangssætum orðum, og Jesús hafði aldrei dirfst að biðja hann neins. En viti menn, honum var ekki fyllilega ljóst með hvaða hætti þetta liafði orðið. Hann hafði bara staðið á dyratröppunum heima hjá sér og liorft löngunarfullum augum á ná- granna sinn, þar sem hann vann að leir- kerasmíðinni, og þá ihafði hinn síðarnefndi komið út úr búð sinni og gefið lionum svo stóran leirköggul, að nægt hefði í heilt vín- ker. Á tröppunni fyrir utan næsta hús sat Júdas, ófrýnn og rauðhærður, 'blár og blóð- ugur í andliti, í gauðrifnum fötum, eftir á- flogin við götustrákana, sem hann átti stöð- ugt í erjum við. Þessa stundina liélt liann kyrru fyrir, aldrei þessu vant, og var að móta leirköggul á sama hátt og Jesús. En leirmol- ann þann hafði Júdas ekki aflað sér sjálfur; hann þorði varla að láta leirkerasmiðinn sjá sig, því að hinn síðarnefndi ásakaði hann um að leggja það í vana sinn, að fleygja steinum að leirvarning hans, og myndi hafa rekið Júdas brott með barsmíð; en það var Jesús, sem miðlað hafði Júdas af leirforða sínum. Jafnskjótt og þeir drengirnir höfðu lokið við fuglana, röðuðu þeir þeim í hring fyrir framan sig. Þeir voru að ásýndum eins og leirfuglar eru vanir að vera; í fóta stað höfðu þeir gildan, sívalan klepp; stélin voru stutt; hálslausir voru þeir og mótaði varla fyrir vængjunum. Eng-u að síður kom undir eins í ljós mikill munur á verki þeirra smásveinanna. Fuglar Júdasar voru svo klunnalegir, að þeir ultu altaf um koll, og hvernig sem 'hann beitti litlu, liörðu fingrunum, gat hann ekki gert fuglana fíngerða og fallega í vaxtarlagi. Stundum stalst liann til að horfa á Jesúm, til þess að sjá hvernig hann fór að því, að gera fuglana sína eins jafna og slétta og eikarblöðin í skógunum á Taborfjalli. Með hverjum fuglinum, sem Jesús lauk við, varð hann æ sælli. Honum fanst þeir hver öðrum fegurri og hann virti þá fyrir sér með hrifning og ástúðleik. Þeir áttu að verða leik- bræður lians, litlu systkinin hans, áttu að sofa í rúmi lians, vera hjá honum, syngja honum söngva sína, þegar móðir hans færi frá hon- um. Aldrei hafði honum fundist hann vera jafn ríkur, aldrei framar skyldi hann finna til þess, að hann væri einmana og yfirgefinn. Vatnsberinn hávaxni fór fram hjá, liok- inn í lierðum undan þungum belg sínum, og á liælum honum kom matjurtasalinn, sem sat vaggandi á baki asna síns með stóru, tómu tágakörfurnar á hvora hlið. Vatnsberinn lagði höndina á ljóshærðan koll Jesú og spurði liann um fuglana hans, og Jesús sagði honum, að þeir ættu nöfn og gætu sungið. Allir litlu fuglarnir hans voru til 'hans komn- ir frá fjarlægum löndum og sögðu lionum hluti, sem leyndir voru öðrum en honum og þeim. Og Jesús talaði þannig, að bæði vatns- berinn og matjurtasalinn glevmdu um langa hríð önnum sínum við að hlusta á hann. En þegar þeir voru á förum, benti Jesús á Júdas. “Sko, en hvað Júdas býr til fallega fugla!” mælti hann. Þá stöðvaði matjurtasalinn góðlátlega asna sinn og spurði Júdas, hvort fuglamir hans ættu líka heiti og gætu sungið. En Júdas 'hafði enga hugmynd um þessa hluti. Hann 'þagði þrjóskulega og leit ekki upp frá iðju sinni; en matjurtasalinn sparkaði gremjulega í einn af fuglum hans og hélt leiðar sinnar. Þannig leið að kveldi, og sól var komin svo lágt á loft, að geislar hennar smugu gegn- um lága borgarhliðið, sem stóð við enda göt- unnar, skreytt rómverskum erni. Nú um dag- seturskeiðið var sólskinið rósrautt; og eins og það hefði verið blandað blóði, varpaði það lit sínum á alt, sem á leið þess varð, þar sem það seitlaði niður þrönga götuna. Það málaði krukku leirkerasmiðsins jafnt sem viðar- borðið, sem brakaði undir sög tésmiðsins, og blæjuna hvítu, sem huldi andlit Maríu. En langfegurst glitraði sólskinið í litlu vatnspollunum, sem safnast höfðu milli stóru, ósléttu hellanna, sem lagðar voru á strætið. Og alt í einu stakk Jesús hendinni niður í þann pollinn, sem var næstur honum. Iion- um hafði liugkvæmst, að mála gráu fuglana sína með leiftrandi sólskininu, sem varpað hafði svo fögrum bjarma á vatnið, á veggi húsanna, á alt umhverfis hann. Og Jesús heppnaðist að ausa upp sólskin- inu eins og lit úr málarakrús, og þegar hann dreifði því yfir litlu leirfuglana, færðist það eigi úr stað, en huldi þá frá hvirfli til ilja með demantskærum ljóma. Júdas, sem öðru hverju varð litið til Jesú, til þess að sjá, hvort 'hinn síðarnefndi byggi til fleiri og fegri fugla en hann, rak upp fagnaðaróp, þegar hann sá hvernig Jesús málaði leirfuglana sína með sólskininu, sem hann jós upp úr vatnspollunum á strætinu. Og Júdas dýfði einnig hendinni niður í glitr- andi vatnið og reyndi til að festa liendur á sólskninu. En lionum tókst ekki að festa hendur á því; það rann úr greipum hans, og hversu hratt sem hann hreyfði liendurnar til þess að grípa það, smaug það burt, og hann náði ekki í agnarögn af lit á vesalings fuglana sína. “Bíddu Júdas!” mælti Jesús. “Eg skal koma og mála fuglana þína.” “Nei,” sagði Júdas, þú færð ekki að snerta þá; þeir eru nógu góðir eins og þeir eru.” Hann reis á fætur, lmiklaði brýrnar og beit saman vörunum. Og hann steig breiðum fæt- inum á fuglana og breytti þeim einum eftir annan í lítinn, flatan leirkökk. Þegar hann var búinn að eyðileggja alla sína fugla, gekk hann til Jesú, sem sat og klappaði leirfuglunum sínum. er leiftruðu eins og gimsteinar. Júdas virti þá þögull fyr- ir sér, en svo lyfti hann fætinum og steig á einn þeirra. Þegar Júdas dró að sér fótinn og sá að litli fuglinn var orðinn að gráum leir, létti lion- um svo í skapi, að liann fór að skellihlæja og hann lyfti fætinum til að merja annan fugl- anna. “Júdas,” hrópaði Jesús, “hvað ertu að gera? Veiztu ekki að þeir eru lifandi og geta sungið ? ’ ’ En Júdas skellihló og tróð enn einn fugl- anna undir fótum. Jesús litaðist um eftir hjálp. Júdas var mikill vexti og Jesús var ekki nógu sterkur til að lialda honum í skefjum. Honurn varð litið til bóður sinnar. Hún var ekki langt í burtu, en þó myndi Júdas verða búinn að eyðileggja alla fuglana hans áður en liún kæmi á vettvang. Tárin komu fram í augu Jesú. Júdas var búinn að troða undir fótum fjóra af fuglum hans; liann átti þrjá eina eftir. Honum gramdist, að sjá fuglana sína standa eins og steina, verða fótumtroðna, án þess að gefa nokkurn gaum að hættunni. Jesús klappaði saman liöndunum til að vekja þá af draumi og hrópaði til þeirra: “Fljúgið þið, fljúgið þið!” Þá fóru fuglamir þrír að bæra litlu væng- ina; með hikandi vængjataki tókst þeim að flögra upp á þakskeggið, þangað sem þeir voru öruggir. En þegar Júdas sá, að fuglarnir tóku til vængjanna og f'lugu að boði Jesú, fór liann að gráta. Hann reif hár sitt, eins og liann hafði séð gamla menn gera af hræðslu og sorg, og hann fleygði sér að fótum Jesú. Og Júdas lá og velti sér í duftinu frammi fyrir Jesú, eins og rakki, kysti fætur hans og bað liann að troða sig undir fótum eins og liann hafði gert við leirfuglana. Því Júdas elskaði Jesúm og dáði hann og tilbað hann—en hataði hann jafnframt. En María, sem stöðugt hafði liorft á leik drengjanna, reis nú á fætur, tók Júdas í keltu sér og klappaði honum. “Vesalings barn!” mælti hún við hann. “Þú skilur ekki, að þú hefir reynt að gera það, sem engin lifandi vera fær áorkað. Færstu aldrei framar slíkt í fang, viljir þú ekki verða ógæfusamastur allra manna barna! Hvernig má ætla, að færi fyrir þeim af oss, sem legði út í, að etja kappi við þann, sem málar með sólskini og blæs iífsanda í dauð- ann leirinn?” (Frásögn þessi er í safninu Kristus-legender, einhverju víðlesnasta riti Selmu Lagerlöf. Renna þar saman í listræna heild djúp trúarhneigð skáld- konunnar, auðlegð ímyndunarinnar og rík fegurð- arást.—Þýð.). 3 PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Oífice timar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 12 2 Winnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœðinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 FHONES 95 052 og 39 043 DR. O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Oífice tlmar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnipíg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUsknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öCru gölfi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aC Lundar og Gimli og er þar aO hltta fyrsta miOvikudag I hverjum mánuOl. DR. B. H. OLSON Dr. A. B. Ingimundson J. T. THORSON, K.C. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tlmar 3-5 Tannlœknir tslenzkur lögfræðingur \Heimili: 6 ST. JAMES PLACE . Winnipeg, Manitoba 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Skrifst. 411 PARIS BUILDING Slmi 22 296 Heirpilis 46 064 Phone 96 933 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aO hítta kl. 10-12 í. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaður Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 763 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi 501 562 G. S. THORVALDSON BA„ LL.B. Lögfrœðingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St„ gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdúma. Er aO hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 A. C. JOHNSON 9 07 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur a0 sér aö ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgfl og bif- reifla ábyrgOir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraö samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 96 636 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED stundar lækningar og yfirsetur NudcUæknir 601 PARIS BLDG„ WINNIPEG Til viOtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- og frá kl. 6-8 aO kveldinu Phone 36137 vega peningalún og eldsábyrgO af öilu tagi. 632 SHERBURN ST.-Simi 30 877 Slmiö og semjlö um samtalstíma Phone 94 221

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.