Lögberg - 22.12.1932, Page 4

Lögberg - 22.12.1932, Page 4
Bls. 4. Högberg OeflO öt hvern fimtudag af T H E COLUMBIA P RE 8 8 L I M I T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerS $3.00 um árið—Borgist lyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES S« 327—86 328 Gleðileg jól! Öllum þeim, sem þessar línur sjá eða heyra, óskar Ijögberg gleðilegra jóla. Jólin eru æfinlega sjálfum sér lík og jóla- boðskapurinn er einn og hinn sami á öllum. jólum. Hann er hinn sami í dag, eins og hann var boðaÖur í Betlehem fyrir meir en nítján hundruð árum: 1 dag er yður frelsari fæddur. Dýrð sé í upphæÖum Gnði, og á jörðu friður meðal manna. Hér er að finna uppsprettu jólafagnað- arins. Þetta er það, sem jólin hafa mönnun- um að færa, öllum mönnum, sem kristni er boðuð. Þennan fagnaðarboSskap eru menn- irnir að reyna að boða hver öðrum á öllum jólum. AÖferðimar til þess eru ótal margar. Hver fer sína leið og segir hið sama á sinn hátt. Það er ekki nema rétt, að virða allar slíkar tilraunir, þó þær sumar kunni að vera fátæklegar, ef þær að eins eru einlægar. Oss dettur ekki í hug að brjóta jólafögn- uðinum nokkrar nýjar leiðir in að hjörtum lesenda vorra. En oss skilst, að jólafögnuð- ur hvers einstaklings fari að langmestu leyti eftir því, hve vel þeim hefir lánast að til- einka sér jólaboðskap kristninnar. Oss skilst, að án hans hljóti jólafagnaÖurinn að vera heldur lítill og skammvinnur. Jólin eru haldin með 'ýmsu móti, og oft heyrir maður um það talaÖ, að þau séu ekki haldin, eins og ætti að halda þau. Það er vafalaust hægðarleikur, að benda á marg’a galla og ófullkomleika í þeim efnum, eins og öllu öðru, sem mennirnir gera. Um jólin vilja menn alment gleÖjast og gleðja aðra. Það tvent fer ávalt saman. Allar tilraunir í þá átt, að gleðja aðra, eru virðingarverðar, þó þær séu að sjálfsögðu oft ófullkomnar. Jólagjafirnar eru kannske stundum ekki vel valdar, eða of kostnaÖarsamar fyrir gefand- ann, en þær eru gefnar í góðum tilgangi, og vér trúum því, að fallegm og mörgu jólaósk- irnar séu frambornar í einlægni og af góðum hug, lang-flestar. 1 þetta sinn geta margir ekki haldið jól, á sama hátt og þeir eru vanir. Fjárhagurinn leyfir það ekki, því er nú miÖur. En aðal- atriði jólahaldsins fær fjárkreppan aldrei frá manni tekið. Vér endurtökum ósk vora til allra um gleðileg jól. Áátandið í heiminum, þegar Kriátur fæddiát Eftir dr. Björn B. Jónsson. Um það leyti, sem Kristur kom í heiminn, var það ástand í heiminum, sem aldrei fyr né síðar hefir átt sér stað í sögu mannkyns- inst, að öll veröldin máti heita sveigð og sameinuð undir veldisspíru eins einasta manns. Frá Efrats-elfi til Atlanz-ála, frá Rínar-mynni til Atlashlíða, stóð Rómaveldi. Frá súlum Herkúlesar að mynni Nílár, að sunnan, frá Spánarströndum til Sýrlands, að norðan, og þaðan hringinn að Nílá aft- ur; um lönd þau öll og álfur, þar sem nú eru margar þjóðir, sem einatt hafa strítt hver gegn annari, dvaldi mannkynið í friði undir arnarmerki gunnfánans rómverska. óeirðir kunna að hafa átt sér stað í lítt bygðum lend- um austan Efrats- og Tígris-fljóta, eður með hálf-siðuðum mannflokkum í skógunum norð- ur í Germaníu, en þar var þá norður- takmark heims svo sögur nái til, en að öðru leyti var heimur allur í friði undir valdi Rómverja. Anðvitað var friður sá vopnaður friður, sá friður, sem stafar af því að enginn má sig hreyfa, nema eftir boði valdhafans. Yfir þessu hrikalega stórveldi réði einn einasti maður — Octavianus keisari, sem flestir kannast fremur við undir nafninu Ágústus. Það nafn, “Hinn hátignarlegi ’lét hann gefa sér, til marks um vald sitt og yfir- burði. Einvaldur var hann í öllum greinum. Allar þjóðir lutu honum, öll konungdæmi þjónuðu honum. ómögulegt er það oss, sem nú lifum og öðru erum vanir, að gera oss grein fyrir því ógnar valdi. Rómaborg sjálf, höfuðborg þessa risavaxna heimsveldis, var og einstök í sinni röð. " íbúatala borgarinnar og undirborganná áætla sumir sagnfræðing- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1932. ar, að verið hafi alt að sex miljónum, en aðrir hafa töluna nokkuru lægri. Ríkidæmi borg- arinnar var takmarkalaust, þar sem þangað hafði veriÖ fluttur mestur hluti auðsins úr öllum löndum heims. Róm var drotning veraldarinnar. Umhverfis Agústus keisara, sem einn allra manna í sögu mannkynsins hefir með réttu borið nafnið einvaldur alls heimsins, var hin mesta dýrð, er sögur fara af. Vitanlega-hafði friður sá, er nú stóð um heim allan, verið dýru verði keyptur. Blóð- ugar styrjaldir höfðu geysaÖ. Kappar Róm- verja höfðu brotið undir sig öll lönd í heimi og síðan barist um yfirvöldin hver við annan áratug eftir áratug. Loks voru hetjur þeirra allar fallnar, fyrir sverðseggjum eða laun- vígum: Marius og Súlla, Pompejus og Caes- ar, Brútus og Cassius. Þríveldisstjóramír síðustu, Lepídus, Antóníus og Octavíanus, urðu ósáttir og toguðust á um völdin, unz Lepídus varð að víkja, Antóníus fyrirfór sér og Octavianus sat einn að völdum, óáreittur og einvaldur um heim allan. Svo einkennilega var sögu heimsins kom- ið, þegar Jesús Kristur fæddist. ÖIl veröld- in stóð kyrr. 1 fyrsta sinn í sögunni hafði hofi stríðs-guðsins verið lokað. Öll lönd stóðu opin og vegir voru lagðir víða um ver- öldina, svo boðskapur frelsarans fékk þegar til kom borist um allar álfur, með guðs dýrð og eilífan frið öllum þjóðum til handa, sem þrátt fyrir þann frið, sem ofbeldiÖ hafði knú- ið þær til, veinuðu í áþján og ofríki svo sem mest hefir það í heimi verið. Ekki er síður athyglisvert, hvernig stóð á með menning og siðgæði í heiminum um það leyti að Kristur birtist á jörðu. Geta má nærri, að látlausar styrjaldir, sem staðið höfðu um 60 ár, hafi valdið meir en litlum byltingum á öllum sviðum lífsins. Það mætti óhætt segja, að mannkynið hafi um fram alt verið þreytt — dauðþreytt. Það var á 29. ári fyrir fæðing Krists, að Janus-hofinu vai lokað og stríðunum slotaði. En þá var líka flest það fallið og að engu orðið, sem áður hafði verið athvarf manna og traust. Heims- skoðun öll var keyrð um koll. Rómverska menningin forna var runnin saman við aust- urlenZka siðmenning og hvorttveggja orðið aflvana með öllu. Einkum má þettajullyrða um trúarbrögð mannfólksins. Hinn fomi átrúnaður var dauður í sálum manna og ekk- ert eftir nema andvana form og kraftlausir helgisiðir, sem hæÖst var að, bæði leynt og ljóst. Heimspekin var enn hið helzta athvarf fárra úrvalsmanna, en fjöldanum var heim- spekin hégómi einn og hlátursefni og mátt- laus var hún með öllu, er til þess kom að stjórna breytni mannanna. Bezta stefna þá- tíðar heimspekinnar nefndisí Stóicisme. 1 henni var ýmislegt háfleygt og gott, en þó átti hún þá hugsjón hæsta, að alt væri grimm- um og blindum forlögum háð og hástig sið- ferðisins væri að beyja sig undir forlög sín með hörku og hrokalund svo stórri, að aldrei léti maÖur sér bregða, og auðmýkjast aldrei né æðrast yfir yfirsjónum sínum og glæpum. Andstæð þessari stefnu og langmest ráðandi var sú viðsjárverða stefna, er Epicúrisme nefnist, og því hélt fram, að æðsta markmið lífsins væri taumlausar nautnir og ábyrgð- arlaus fullsvölun allra girnda. Trú á guðdóm og annað líf var að mestu horfin. Eru til marks um það ummæli Juli- usar Caesars í ræðu, er hann flutti á þingi í Róm 63 árum fyrir fæðing Krists. Var Caesar þá æðsti valdsmaður í ríkinu og verndari trúarinnar að nafni til (Pontiffus Maximus). Var þá uppi málið Catalins og samsærismanna hans. Mælti Caesar móti dauðadómi þeim til hegningar, fyrir þá sök, að ekkert líf væri til eftir þetta líf, ódauð- leiki sálar væri heimska tóm. Skyldi því láta óbótamennina lifa, svo hægt væri fcð kvelja þá hér sem lengst. Enginn varð til að mótmæla þessari afneitun Caesars á ódauðleika sálar- innar. Sat þó þar á þingi Cató, sá er nefnd- ur var “fyrirmynd Rómverja” og fullnægja vildi jafnan öllu réttlæti. Hann gerði ei ann- að en víkja að þessum ummælum Caesars nokkurum spaugsyrðum. Og þar sat Cicaro, hinn vitri og mælski, en gerði hvorki að mót- mæla né samþykkja, fremur en um ekkert markvært væri þar að ræða. Ekki vantaði þó viðhafnarmiklar hátíðir og hégómlega helgisiði. Var þá stundum það haft að guðsþjónustu, sem nú má ekki nefna, svo ekki verði særð velsæmis-vitund siðaðra manna. Léttúð og lauslæti var haft að helgisiðum í hofum guða, sem enginn trúði á. Siðferði var á lægsta stigi yfirleitt. Þeg- ar átrúnaðurinn var frá, varð ekkert úr á- byrgðartilfiningunni. Austan úr Asíulöndum fluttu Rómverjar heim með sér svívirðileg- ustu ósiði. Þar austur á elztu bólum mann- fólksins eimdi auðvitað eftir hjá einstökum mönnum og enda ættbálkum nokkuð af guðs- trúnni, sem átti þar höfuðból, en yfirleitt var þar ljós það slokknað og fólkið fallið í mestu spilling. Spillingin -að austan varð Róm- verjum til'falls. Það má staðhæfa, að í öllum áttum heims lá myrkur yfir mannkyninu. Það er ekki of- sagt, að skuggar dauÖans grúfðu yfir öllum heimi, þeg- ar frelsarinn fæddist, þrátt fyrir stundarfrið og heims- dýrðina miklu í Rómaborg. Ástandið í ættlandi frelsarans var að því- leyti ólíkt ástandi í öðr- um löndum hins rómverska heims. að þar lifðu ljósin enn á altari trúarinnar fornu, þó um mörg þeirra mætti selgja, að þau blöktu á skari. Sem önnur lönd lá Gyðinga- land nú undir Rómverjum. Róm- verjar höfðu lagt það undir sig árið 63 f. Kr. Pompejus mikli, sem þá hafði herstjórn Rómverja með höndum í Asíu, vann landið, og var það auðunnið, því hann kom þar í opna skjöldu, er bræð- ur tveir á Gyðingalandi, Hyrcan- us og Aristóbúlus, börðust um völdin. Lét hann greipar sópa um helgidóma Gyðinga. Sjálfur gekk Pompejus alvopnaður, og hreshöfðingjar hans með honum, inn í hið allra helgasta í muster- inu, og þótti þá Gyðin'gum sem fullræzt hefðu spádómar Daníels og stæði nú “viðurstygð eyðing- arinnar á helgum stað“. Upp frá þessu brann logandi hatursbál í brjósti Gyðinga gagnvart Róm- verjum. En vér verðum að fara nokkuð lengra til baka í söguna, til þess að átta oss á ástandi þjóðarinnar. Svo sem allir vita, höfðu Gyð- ingar verið herleiddir til Babý- lonar um sex hundruð árum f. K., og voru þeir þar í útlegð í 70 ár. Að þeim tíma liðnum féll Babý- lon-ríkið í hendur Persum undir herstjórn þeirra Daríusar og Kýr- usar. Fengu Hebrear þá lausn og heimfararleyfi. Þetta útlegðar- tímabil var Gyðingum sem Iaug nýrrar endurfæðingar. Þeir sneru sér í öruggri trú til Drottins og orð spámanna þeirra kveiktu þeim eld í sál. Einkum voru það fyrir- heitin í spádómsriti Jesaja seirf vöktu þeim eldmóð og þrek. Ágæt- ir og andríkir leiðtogar komu fram og blésu þjóðinni útlægu afl í æðar. Þeir sannfærðust um það, að þeir væri útvalin þjóð og þeir einir hefðu sanna trú. Með- an stóð á persneska ófriðinum — um 20 ár áður en Kyros loks vann Babýlon, — fyltust Gyðingar ör- yggi, fullvissir þess, að Persar yrðu sigursælir, og voru þeir sem næst ferðbúnir heim, þegar til kom, og árið 536 lögðu hópar ákafra ættjarðarvina þegar á stað heim í sitt forna , elskaða land. Áhrif þeirra fámennu Gyðinga- sveita, sem heim komu allslausar úr eldraunum útlegðarinnar, á veröldu alla, eru ómetanleg. Hófst nú bygðin af nýju í land- inu helga. Ætlað er, að hinn nýi kynstofn væri þá ekki fjölmenn- ari en tæpar 50 þús. -sálna. Nú voru þeir háðir Persum og hélzt það fram til ársins 333 f. K., að Alexander mikli lagði landið und- ir sig og Grikki. Aðal-markmið Gyðinga, er þeir hófu þjóðlíf sitt af nýju hpima á ættjörðinni, var það, að varð- veita sjálfa sig, helzt að eilifu, frá áhrifum öllum og siðum ann- ara þjóða. Upp frá þessu skyldu þeir allar aldir vera aðskilinn og heilagur lýður, sem léti stjórnast í bókstafsins sönnustu merkingu af heilögum boðorðum, sem guðs- maðurinn Móse hafði kent þeim og komin voru beint frá Drotni Jahve. Þar fyrir bönnuðu þeir eft- ir þetta öll viðskifti við aðrar þjóðir, og skyldi hver sá vera bölvaður, sem samlagaði sig út- lendingi. Héldu Gyðingar svo fast við þessa stefnu sína öld eftir öld,að þeir lögðu þar við bölvun lögmálsins, ef foreldri léti kenna barni sínu útlenda tungu, svo sem grískuna, sem orðin var að al- heimsmáli. Enginn þyrfti að vænta sælu annars heims, sem læsi bók á erlendri tungu. Á sömu leið bönnuðu þeir öllum að kenna útlendum mönnum hebreska tungu eða fræða þá um lögmálið. Aftur á móti var mesta rækt lögð við það, að kenna börnum sínum hebresku og hebresk fræði. Hvert GyðingaÓarn kunni öll hin miklu kynstur lögmáls-setninganna og varð að fylgja þeim út í yztu æs- ar. Og er tímar liðu, bættust við nær óteljandi helgireglur, sem lærimeistararnir, Rabbiarnir lög- festu, og höfðu sjálfir til- búið. 1 landinu urðu fljótt tvær stétt- ir: hinir lærðu og hinir ólærðu. Þeir lærðu —skriftlærðu— mynd- uðu aðalsflokk, sem um aldir auðkendist af ofdrambi og trúar- ofstæki.. Alla tíma réðu þeir mestu í ríkinu, og yfir samvizkum manna drotnuðu þeir af mikilli harðúð. Þrátt fyrir þessa varúð alla og bókstafsfjötra, kom þó fljótt upp trúar-ágrenningur og kirkjuleg sundrung. Óviðráðanlega höfðu frækorn nýrra lífsskoðana slæðst með austan að frá Babýlon og síð- ar frá Persum, og varð þeim ekki varnað vaxtar í kyrrþey. Síðar- meir tóku þeir, er sig nefndu rétttrúaða, þessi nýju efni og sameinuðu þau kenningum sínum. En þar reis flokkur á móti sem síðar varð all-voldugur og stóð jafnan á öndverðum meiði við rétttrúnaðar-flokkinn. Voru þeir menn síðar meir nefndir Sadúke- ar og taldir vantrúarmenn af hinum. Rétttrúnaðar-flokkurinn hlaut nafnið Farísear. Það varð hlutverk Farísea að auka við og margfalda lögmálsreglurnar fornu og skapa það hið flókna boðorða- kerfi, sem síðar lá á þjóðinni sem mara. Sadúkear vildu binda sig við fyrirmæli Móse-laga einna saman. Farísear urðu hákirkju- flokkur, en Sadúkear þelgar fram liðu stundir helberir rationalistar, með afar kalda trúarjátningu og afneitun margra höfuðatriða venjulegrar trúar, svo sem tilveru anda (engla)i, framhald lífsins og upprisu; og þeir þverskölluðust við kenningum Rabbíanna. Fjöldinn fylgdi Faríseum, Sadúkear voru jafnan fámennir. Faríseum óx mjög fiskur um hrygg á tið Makkabea-styrjald- anna, og upp úr því náði presta- valdið sér niðri. Farísear fengu því þá til leiðar komið, að settur var æðsti-prestur o!g honum feng- in í hendur æðstu völd með þjóð- inni. Upp frá því mátti segja, að Farísear og prestar þeirra væru einvaldir hjá þjóðinni, og stóð vald þeirra með mestum blóma á holdsvistartíð frelsarans og urðu þeir skæðustu óvinir hans. Um það leyti segir Jósefus hinn sögu- fróði, að tala Farísea hafi verið sex þúsundir. ^ Grundvallar-stefna þe3sa vold- uga flokks var hvorki meira né minna en það, að stofnsetja helgi- stjórn (híerarkí) með miðstjórn í Jerúsalem, sem svo legði undir sig öll lönd. Þeir hofðu fengið á laun til fyllgis ekki svo fáa menn í öðrum löndum, og það suð- ur í sjálfri Róm. Var það látlaus viðleitni þeirra, aðwinna slíka á- hangendur, í þeirri von, að þeir reyndust þarfaþing, þegar Gyð- ingavaldið bryti undir sig veröld- ina, og sá hinn fyrirheitni leið- togi og sigursæli konungur kæml, sem þeir nefndu Messías. Marfgir ágætismenn voru meðal Farísea og á einni tíð höfðu þeir reynst bjargvættur þjóðarinnar og blásið að eldum trúar og þjóð- rækni. En nú voru þeir orðnir “kalkaðar grafir, fullir dauðra manna beinum”, eins og Jesús komst að orði um þá. Þeir, öðrum fremur, ofsóttu Krist og réðu ald- urtila hans. Einum mannsaldri eftir Krist eru þeir úr sögunni. Til þess að skilja aðstöðu Gyð- inga gagnvart Kristi, er nauðsyn- legt að átta sig á þátíðar hug- myndum þeirra um hinn eftir- vænta Messías. I kennirfgu Rab- bíanna, og þá líka trú þjóðarinn- ar, var höfuð-atriðið það, að koma myndi íram hjá þjóðinni afar- voldugur leiðtogi, er heimta myndi úr höndum útlendinga hið^ forna ísraelsland, setjast í hásætr ýKIDNEY tf'/, (PILLS^ I meir en ÞriSjung aldar hafa Dodd’a Kidney Pilla veriS viSurkendar rétta meSaliS viS bakverk, jjigt, þvagteppu og mörgum fleiri ajtlkdömum. Fáat hj.\ öllum lyfsölum, fyrir 50c aakjan, eSa sex öskjur fyrir $2.50, eSa beint frá The Dodd's Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylglr. Davíðs og leggja síðan heiðingj- ana undir sig. Nefndu þeir hann Messías, eða “hinn smurða Guðs”, sem var hinn forni konungs-titill. Höfðu þeir trú þessa og von úr hinum fornhelgu spádómsritum sínum. En hjá þeim hafði sú spámannlega hugsjón löngu af- skræmst og var orðin algerlega veraldleg og pólitisk hugmynd. Stefna þjóðarinnar, alt frá her- leiðingunni, hafði ósjálfrátt um- myndað hina heilögu Messíasar- von heimsins, sem Gyðingum hafði verið trúað fyrir og breytt henni í þá eiginlgjörnu og vanheilögu mynd, sem nú bar hún. Austur í Babýlon höfðu margir Gyðingar gjört sér í hugarlund, að Kýros væri hinn fyrirheitni Messías eða fyrirrennari hans. Við heimför- ina sneru þeir Messíasar-von sinni að Zerubbabel, hinum ágæta leið- toga. Á Makkabea-tíðinni reis Mesíasar-vonin svo hátt að nýju, að þegar Símon Makkabeus var kjörinn æðsti prestur, og það em- bætti fyrst stofnsett, þá var lög- leitt að Símon skyldi hafa völdin “þar til hinn trúfasti spámaður — Mesías”, kæmi. Þegar svo lauk hinu stutta tímabili sjálfstjórnar þeirra undir Makkabeum, og þeir þjáðust á ný undir ánauð Sýrlend- inga o!g svo síðast kúgun Róm- verja, áttu þeir ekkert sér til trausts og huggunar, annað en vonina um það, að “Stjarnan upp- rynni af Jakob” og hinn marg- þráði Messías væri í nánd. Sú eftirvænting var orðin heit sem logandi ástríða, — en það var pólitiskur leiðtogi og sigursæll herstjóri, sem þeir væntu og biðu eftir með óþreyju. Af fræðum Rabbíanna rétt fyr- ir daga Krists, fáum vér það lært, að þeir kendu það, að Messias ætti að fæðast í Betlehem o!g vera af kynþætti Júda. Hann myndi sjálf- ur ekki vera sér þess meðvitandi, að hann væri Messías, þar til Elí- as og fleiri spámenn með honum, kæmi og smyrði hann til embætt- isins. Fram að þeim tíma myndi hann dvelja á afskektum st.að og öllum ókunnur. Fyrst myndi hann koma fram í Galíleu, því ættkvísl- irnar tíu hefðu fyrst fallið fyrir heiðingjunum. Þar myndu her- fylkingar hans safnast, unz hann héldi innreið sína til höfuðstað- arins. Til voru þeir menn þó á þeirri tið, sem sannari og háleitari myndir gerðu sér af Messíasi, og gerðu sér ljóst, að það, sem um var að ræða, var frelsari, sem Guð sendi til þess að leysa mannfólkið úr ánauð spillingarinnar og synd- anna, og sætta það við Guð. Þessa trúarlegu og andlegu Mess- íasar-von fyrirhittum vér 1 hjört- um þeirra Zakaríasar prests o!g El- ízabetar konu hans, og Maríu, og Önnu og Símeonar og Jóhannesar skírara. Líklegt er, að það fólk hafi ekki verið ýkja-fátt, sem enn hélt trú á hin andlegu verðmæti hins forna átrúnaðar og mintist þess, að samkvæmt spádómunum helgu átti hinn eftirvænti að vera himnesk vera; að hann var sendiboði og hinn útvaldi Guðs, sem frá eilífð var til þess kjör- inn að birtast í fyllling tímans á ríki jarðar og endurleysa mann- kynið. Að hann væri sá Manns- sonur, sem Daníel hafði spáð um; og þó sannur maður væri, þá samt frá eilífð umvafinn aldýrð !guð- dómsins, í sannleika enginn ann- ar en Sonur Guðs, ríkjandi við (Framh. á 6. bls.)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.