Lögberg - 19.01.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.01.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1933. au. s. Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga “Þetta var ósköp elskulegt gf yður,” sagði liann. Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Elsu hafði nærri því orðið það á að reka upp angistaróp, er steinninn bóksaflega hékk 1 loftinu yfir liöfðum þeirra og hún þrýsti sér ósjálfrátt upp að Belmont. En hann hug- hreysti hana með því einu, að kinka kolli lítillega, og í sama vetfangi straukst steinn- inn við brúnina á klettabríkinni framan við skútann, og svo var kastið mikið á honum, að stórar steinflísar spruttu úr bríkinni í allar áttir. Ein ar flísum þes-sum spi’att inn á við og reif aðra kinn Elsu til blóðs. Hún flýtti sér að þurka blóðið með handarbakinu. Belmont leit snggvast við til að sjá, hvort steinninn hefði valdið nokkru tjóni. Hann sá blóðið á kinn Elsu og varð alveg frá sér. “Þér hafið meitt yður—þér eruð særðar!” brópaði hann. “1 Guðs bænum, ástin mín!..” Hann þagnaði alt í einu, og andlit hans, er áður hafði verið mjög fölt, varð nú alveg eld- rautt. Hún hafði heyrt það sem hann sagði— þetta stutta efnisþrungna orð—og hún leit undan og stóðst eigi augnaráð hans. “Það er ekki neitt—alls ekkert. Þetta er aðeins ofurlítil rispa,” sagði hún og þagnaði. “Eg bið yður fyrirgefningar,” mælti hann feimnislega. Eg ætlaði mér ekki—eg gleymdi rétt þá stundina ...” “Það gerir ekkert til. Þér hafið ekki móðg- að mig með þessu, sem þér sögðuð,” mælti hún í hálfum hljóðum. Belmont dró djúpt andann. Honum fansf hjarta sitt slá með nýjum krafti. Það var sem nýtt blóð og nýtt líf streymdi gegnum hann. Og honum virist, að nú gæti hann boðið tvö hundruð mönnum byrginn—hennar vegna. En Giles, sem ennþá lá í linipri í skútanum, nötrandi af hræðslu og kvíða, hafði einnig heyrt það, sem Belmont sagði. En Belmont leit snögt á hann, en augu þau, er hann mætti, lýstu aðeins svo takmarkalausri hræðslu og angist, að öll önnur hugsun virtist þar fjarri. Þá stundina var eigi rúm í huga Giles livorki fyrir afbrýði eða reiði. Hann hafði að vísu heyrt orðin, sem fóru þeirra á milli, en það voru tóm orð og fánýt í hans augum. XVIII. “ Eff elska yður!” Nú varð hlé dálitla hríð. Sjórænngjarnir voru auðsýnilega að brjóta heilann um nýjar ráðagerðir. Þá langaði ekki til að missa fleiri af mönnum sínum. 1 þessu hléi fékk Belmont greinilega áminn- ingu um það, að hann var éigi ósár. Nú tók hann að hríðverja í vinstri öxlina, en verst var að' liandleggurinn tók að stirðna og dofna. Kvalirnar kendust eins og brennandi sviði með skörpum hviðum inn á milli, svo fionum lá við að stynja. En hann beit saman tönpunum og harkaði alveg af sér. En liann gat þó ekki leynt því, að svitinn spratt út á enni hans. Unga stúlkan vabð þess vör og hún gat sér til, hvað mundi valda. “Þér hafið víst kvalir í öxlinni?” mælti hún; “eg sé það á yður.” “O-já,” svaraði hann. En það skiftir engu. Það er að vísu dálítið sárt, en það—'þér skul- uð ekekrt kæra yður um það. Það líður frá aftur.” “Get eg ekki hjálpað yður?” spurði hún í bamarrómi og leit á hann stórum augum. “ Get eg ekki gert neitt fyrir yður til að lina kval- irnar?” Hún liugsaði sig um stundarkorn og flýtti sér svo yfir að vatnstunnunni. Hún reif !>mu af kjólræflinum sínum og gegnbleytti hana í köldii vatni. Svo flýtti hún sér til hans aftur, og meðan hann stóð og hélt auga með hlettaskorunni, skar hún með hnífnum hans shyrtuermina frá særðu öxlinni. Kúla svertingjans lmfði rifið upp vöðvann u öxlinni. Sárið var djúpt og sundurtætt. Ef öðruvísi hefði staðið á, mundi þessi sjón hafa hh-ypt í hana hrolli og hryllingi, en núna lét hún sér nægja, að klípa saman vörunum og h.jó um sárið, róleg og köld eins og j)aulæfð hjúkrunarkona. Fyrst þvoði hún sárið með hlautri ræmunni og vafði henni svo utan um hxlina og herti vel að. Þetta var auðvitað ^ðeins bráðabirgðaviðgerð, en samt sem áður nnaði hún kvalirnar, að minsta kosti í svip- mn. “Þakka yður fyrir,” sagði hann. “Þetta var ágætt. Nú líður mér miklu betur. Og nú sPjara eg mig víst. ” Hún roðnaði eins og barn, sem hrósað er yrir ve] af hendi levst starf. Hann leit ofurlítið til hliðar og kinkaði kolli “1 hennar. “Elskulegt af mér ... ?” tók hún upp aftur. “Þér eruð að þerjast fyrir lifi mínu!” Þau horfðust í augu andartaksstund, og augnaráð þeirra sagði meira en nokkur orð. Og augu hans sögðu ungu stúlkunni leyndar- mál, sem gagntók hana alla. Hún dró andann djúpt og titrandi, varir hennar skulfu og hún stokki-oðnaði. Á þessu augnabliki skildist henni, livernig komið var fyrir henni. Nú var henni alt í einu ljóst, að hún elskaði hann, og að liann elskaði hana—meðan dauðinn sat hér um þau bæði. Á þessu augnabliki mundi hún ekki frekar eftir Giles, lieldur en liann hefði aldrei verið til. Hún laut í áttina til Belmonts. Andlit henn- ar lýsti ákafa og eftirvæntingu, og augn henn- ar blikuðu skært. “Nú .skuluð þér segja mér það—nú hefi eg rétt til að vita það,” hvíslaði hún. Þér eruð saklaus af glæp þeim, sem þér eruð sakaður um? -Er það ekki rétt? Nú verðið þér að segja mér það. Ef þér hafið gert það, hlýtur að liafa verið óhjákva‘mileg ástæða til þess, alvarleg...” Hann liristi höfuðið. “Segið mér það nú,” mælti hún í bænarróm. Hann klemdi fast saman munninn og starði framhjá henni út í klettagöngin, þar sem alt var enn með kyrð og spekt. “Eg get ekki sagt yður það,” tautaði liann. ‘ ‘ Eg get ekki einu sinni trúað yður fyrir því. Það sem orðið er, heyrir fortíðinni til. Við skulum ekki tala um það. Hvað snertir það okkur núna.” “Jú, jú . . .” mælti liún með ákefð. Eir hann brosti á ný og hristi höfuðið. “Eg elska yður,” mælti hann, og rödd hans var alveg róleg, eins og hann væri að segja henni frá einhverju, sem henni væri vel kunnugt áður, og hann ætlaði sér alls ekki að dylja. “Eg elska yður heitara en lífið í brjósti mér. Þér eruð hið einasta, hið bezta og dýrmætasta fvrir mig í heiminum. En samt sem áður— þótt eg elski yður—got eg ekki sagt yður neitt um þetta. Eg get það ekki—eg má það ekki.” Hann Jiætti alt í einu, og varð sem honum veittí erfitt að rífa sig út úr hugsunum sín- um. “Hve mörg skothylki höfum við eftir?” spurði hann. Hún taldi þau. “Þau eru sextán,” sagði hún dauflega. Vonbrigin voru enn auðsæ í andliti hennar. Hann kinkaði kolli. “Og eg hefi sex. Það verða tuttugu og tvö. Við getum barist stundarkorn enn. Til þessa hefir hver maður fallinn kostað okkur eitt skothylki. Og það verður eigi talin nein bruðlunarsemi. Og við þraukum!” Hann leit á hana, og augu hans sögðu henni, að liann ætlaði að gera sitt ítr- asta—hennar vegna. Hún var svo ung, alt of ung til að deyja. Og svo fögur. Heimurinn hafði svo margt að bjóða henni, en honum svo lítið. Ætti það fyrir henni að liggja að deyja núna, yrði hún að snúa baki við svo mörgu. En honum var dauðinn aðeins velkominn gestur—hvíld og friður. ‘ ‘ Guð fyrirgefi mér, að eg hugsa svo mikið um sjálfan mig,” tautaði hann ósjálfrátt. “Um sjálfan yÖur—hugsið þér yfirleitt annars nokkuð um sjálfan vður ?” spurði hún. “ Já, það geri eg. Eg er að liugsa um—og eg gleð mig vlð j)á hugsun, að dauðann muni bera brátt að lmdum fyrir okkur baiði. Eg gleðst við þá hugsun, að við fáum að deyja saman.” Rödd hans titraði lítið eitt. “Þegar við stöndum nú hérna fyrir dauðans dyrum, er eigi njiuösynlegt að nokkurt leyndannál sé okkar á milli. Það á heldur ekki að vera. Eg elska yður!” ' “Og eg—eg elska yður,” hvíslaði hún. “ Það er einá og þér segið, að það má engin óvissa eða leyndarmál standa okkar á milli— éða hvað? Nú hefi eg líka rétt til að spyrja yður um það, sem eg hefi spurt vður svo oft áður . . .?” 4‘Eg er enginn morðingi,” sagði hann frem- ur lágt. “Eg hefi ekki myrt þennan mann.” “Ó, Guði sé lof! En eg vissi jiað—eg var alveg vi.ss um það,” sagði hún í hálfum hljóð- um. “í hjarta mínu hefi eg ekki efast um það eitt einasta augnablife—síðan eg lærði að þekkja vður, eins og þér eruð.” Hún leit upp og augu henuar ljómuðu af hamingju þeirri, er nú fyiti allan liuga hennar. “Eg vissi það.” Hann rétti sig upp og stóð nú grafkyr eins og stytta með byssuna við kinnina. Hann hafði heyrt eitthvert þrusk úti í klettaskor- unni, og honum var ljóst, að árásin mundi nú verða hafin á ný. Beknont beit fast saman tönnunum. Hann einbeitti baöði augum og eyrum til þess ítrasta og var hárnæmur fyrir hverju enasta hljóði og léttustu hreyfingu; hann þorði varla að draga andann. Alt í einu heyrði hánn skrjáf í klettinum fyrir ofan sig. Heljarmiklum steini var velt fram á klettabrúnina uppi yfir innganginum að skútanum. Svo valt hann fram af og stevptist ofan í þrönga skorina, þar sem líkin lágu. Steininn var svo stór, að hann,fylti nærri því út í skorina. Belmont var þegar ljóst, í hvaða skyni þetta var gert. Steinninn átti að vera skothlíf ræningjanna. Og þetta reynd- ist þegar rétt. Ræningjarnir stukku nú ofan í skorina fyrir aftan steininn, og í næsta vet- fangi var 6-7 byssum miðað inn yfir stein- brúnina. Giles hafði nú staulast á fætur. Hann vissi samt ekki, hvað um var að vera. Hann kom í áttina til þeirra , og Belmont sá þegar, livað honurn bjó í liuga. “Stanz!” hrópaði Belmont. “Líf yðar er í veði, ef þér farið feti lengra!” Rifflarnir bak við steininn höfðu skolsvið eftir endilangri klettaskonmn. Og Giles varð að fara þvert fyrir innra skorumynnið, ef hann ætlaði yfirum til Belmonts og Elsu —og það var opinn dauðinn. En Giles hafði enga hugmynd um það. “Standið grafkyr, þar sem þér eruð — eruð þér alveg genginn af vitinu, maÖur! Líf yðar er í veði!” hrópaði Belmont og benti í áttina til klettaskorunnar, til að koma Giles í skilning- um hættuna er yfir lionum vofði. Það var ófögur sjón að líta framan í Giles. Hann var öskugrár í framan og augu hans leiftruðu af hatri og ilsku. í svip hafði hann alveg gleymt hræsðlu sinni og hugleysi. Hann hafði heyrt orÖ l>au, sem fóru á milli þeirra Belmonts og Elsu — milli “þessa morðingja” og stúlkunnar, sem var konuefni lians, og nú var hann á leiðinni til þeirra, með hnýtta linefa og slingraði sitt á hvað, eins og drukkinn maður. “Stanzið! stanzið!” hrópaði Belmont á ný. “Þér verðið skotinn, maður! Eruð þér aiveg genginn af göflunum! Hörfið aftur — fljótt!” “Þér skuluð ekki hóta mér, þorpar!” rumdi í Giles. “Eg læt yður ekki framar skipa mér!” Hann slangraði áfram. 1 sama vetfangi kvað við skot, og Giles hentist aftur á bak. Hann var alveg ósærður. Kúlan liafði ekki einu sinni strokist við hann, en hræðslan hafði nú á ný náð tökum á honum, og hann lineig niður og lá alveg lireyfingarlaus, eins og dauðýfli, með lokuð augun og kreptar hendur. Belmont og Elsa stóðu grafkyr og þögul og biðu úrslita þeirra, sem þau vissu, að nú hlutu að vera rétt fyrir höndum, og ný sam- úð og skilningur fylti liuga jæirra, án þess áð þau mæltu orð af munni, enda voru orð óþörf, eins og nú stóð á. Hugur þeirra beggja var svo gagnteknn af því, er fram hafði farið milli þeirra, að það eitt var þeim ærið nóg viðfangsefni. Öðru hvoru litu þau hovrt á annað, og augnaráð þeirra lýsti bet- ur en orð j>ví, sem þeim bjó í brjósti. Þau liöfðu nú gefið upp alla von. Framtíð áttu þau enga í vændum. Æfi þeirra var sem á enda. Ef til vill áttu þau aðeins fáeinar mín- útur eftir ólifað, ef til vill eina eða tvær stundir. Þau horfðust í augu við örlög sín. Og þó voru jiau eins róleg í huga og ánægð, eins og ef til vill aldrei áður. Ofurlítið bros, fast og ákveðið, lék um varir ungu stúlkunn- ar. Henni stóð nú enginn ótti af dauðanum framar. Með glöðu geði vildi hún deyja við lilið j>essa manns með honum. Ef til vill mundu sálr þeirra verða samferða út í eilífð- ina og finna þar hamingju þá og sælu, er þeim var meinað að njóta hér á jörðu — ham- ingju, er var æðri öllu því, er lífið hafði að bjóða, hina fullkomnu sælu. Það var ást þeirra, ung og heit, er skap- aði þessa djúpu samúð og skilning milli jæirra. 1 huganum rifjaði hún upp fyrir sér alt það'er liann hafði gert fyrir hana, og nú sá hún það alt í nýju og bjartara ljósi en áður. (Framh,) PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tlmar 2-S Heimili 77« VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Niu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildtng, Portage Ave. > P.O. Box 1656 PHONES 9 5 052 og 39 043 DR. O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office timar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnip.?g, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœfingar 325 MAIN ST. (á Ö8ru gólfl) Talsími 97 621 Hafa einnlg skrifstofur a8 Lundar og Gimli og er þar a8 hltta fyrata miSvikudag I hverjum mAnuBi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tlmar 3-5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR S.T. Slmi 28 180 Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 DR. A. V. JOHNSON íslenzkur Tannlceknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Helmilis 33 328 A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi 501 562 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgS og bif- reiCa ábyrg8ir. Skriflegum fyrlr- spurnum svaraS samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur löofrœOingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 96 933 Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 763 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur X G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfrceOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEK) Residence Phone 24 206 Office Phone 96 636 Dr. S. J. dohannesson stundar lækningar og yfirsetur Til vi8tals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6-8 aS kveldinu 632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 41 FURBY STREET Phone 36137 SIml8 og semjiS um samtalstima J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEQ Fasteignasalar. Lelgja hús. Öt- vega peningalán og eldsábyrgB af öllu tagi. Phone 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.