Lögberg - 19.01.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.01.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBEK.G, FIMTUDAGINN 19. JANÚAR 1933. Högberg GeflB flt hvern flmtudag af THE COLUMBIA. PRE88 L 1 M 1 T E D 695 Sarjjent Avenue WJnnipejí. Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDiTOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerS 63.00 um áriö—Borgist fyrirfram rhe "Uigberg” is printed and published by The Columbia Prees, Uimited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 S8 327—86 328 Símakerfi Manitoba- fylkis Á sunnudaginn var, hinn 15. janúar, var liðinn aldarfjórðungoir síðan Manitobafylki tók við því símakerfi, sem þá var til í fylkinu og sem var eign Bell Telephone félagsins. Stjórnin keypti allar eignir þess félags í Manitoba og voru þeir samningar fullgerðir 15. janúar 1908. Síðan hefir símakerfið ver- ið eign Manitobafylkis og undir umsjón fylkistjórnarinnar. Síðan 1881 hafa símar verið notaðir í Win- nipeg. Sá hét Horace MacDougall, sem fyrstur blyrjaði það fyrirtæki hér. Símakerfi lians var lítið og ófullkomið, en þó voru síma- notendur 340, þegar hann seldi Bell-félaginu. Það félag átti símakerfið í Winnipeg möi*g ár og jók það mikið og endurbætti á vmsan hátt, og þegar það seldi fvlkinu 1908, voru símanotendur 14,042. Þetta símakerfi náði aðeins yfir Winnipegbæ og símagjöldin voru $5 á mánuði. Eftir að símakerfið varð fylkiseign, tók það skjótum vexti, ekki að eins í Winnipeg, held- ur út^um alt fylkið. Símalínurnar voru lagð- ar í allar áttir, þó þær oft og einatt gæfu ekki líkt því nægar tekjur til að standast kostn- aðinn, sem af þeim leiddi. Það liggur nærri að segja megi, að ofvöxtur hafi hlaupið í þetta fyrirtæki um æði mörg ár. Vill oft sú raunin á verða, þegar um stjómarfyrirtæki er að ræða. Kröfurnar um aukna þjónustu og aukin þægindi, era jafnan margar og flestar stjórair munu kjósa að sinna kröfum “heiðraðra kjósenda”, eftir beztu föngum. Símakerfið hafði kostað mikið fé, og marg>- ir sögðu alt of mikið, þegar stjórnin keypti það af Bellfélaginu. Aukning þess og um- bætur margskonar kostuðu líka afar mikið, en víða í fvlkinu urðu tekjur litlar, vegna strjálbygðár og fárra notenda. Urðu því tekjurnar minni, en útgjöldin, og 1921 var svo komið, að tekjuhallinn nam $800,000. Fylkisstjórnin í Manitoba hafði haft hér sama lag, eins og flestar aðrar stjórnir hafa, þegar um einhver fyrirtæki er að ræða þessu iík, að skipa nefnd til að hafa yfirráð yfir því. í slíkar jiefndir veljast ekki æfinlega monn, sem bezt eru til þess fallnir, að veita stórum fyrirtækjum forstöðu. Skortir þá oft fvrst og fremst sérþekkingu í þeim efnum, s<*m þar er verið að fást við, og njóta sír> því ekki til fulls, þó þeir vilji alt sem bezt gera. Arið 1921 var hér breytt til. Einum manni var falin umsjón og yfirráð símakerfisins. Sá maður var John E. Lowry. Hafð hann haft mikla reynslu í samskonar efnum ann- arsstaðar hér í landi. Síðan hann tók við símakerfinu, hefir alt gengið vel. Hann hefir borgað tekjuhallann og komið kerfinu á traustan og heilbrigðan grundvöll. En jafnframt hefir kerfið enn verið aukið og endurbætt, og er nú svo fullkomið, að það stendur engu símakerfi í Canada að baki. Hefir það nú samband við öll símakerfi í Can- ada, við Bandaríkin, England og ýms önnur lönd í Evrópu, og við skip úti á reginhafi. Flest atvinnumál ganga illa nú á dögum, og fólkið virðist vera farið að trúa því, að ekkert geti gengið öðru vísi en illa. Það er því meir en lítið gleðiefni að þetta mesta al- mennings fyrirtæki í Manitoba skuli ganga vel þrátt fyrir alla kreppuna og öll vandræð- in, vinnuleysið og verðlaysis. Hér hefit* ver- ið mikið verk unnið og vel unnið, en vonleys- isskrafið hefir verið látið sitja á hakanum. Þarfnaál meiri viðskifta ‘ ‘ Það sem Canada þarfnast, nú sem stend- ur, öllu öðru fremur, er meiri verzlun. Yerzlun við einn og alla, við hvaða þjóð sem er og allar þjóðir, sem vilja verzla við oss á sanngjömum og hagkvæmum grundvelli.” Þannig fórust King, fyrverandi forsætis- ráðherra Canada, orð, í ræðu, sem hann flutti í Quebec fyrir fáum dögum. “Látum ekki tal um önnur lönd, eða brezka ríkið í heild, leiða oss afvega. Canada er sá hluti brezka ríkisins, sem vér einir berum ábyrgð á, og engir aðrir. Canada er vort eigið land og það kemur oss einum við, við hverja vér helzt höfum viðskifti. Sé þar vel og vitur- lega að farið, þá er það líka alríkinu fyrir beztu. Sé þar óviturlega að farið, þá líður alríkið við það.” f þessari ræðu hélt Mr. King fram hinu sama, sem hann hefir svo oft áður gert, að Canada mætti með engu móti við því, að leggja nokkrar hömlur á viðskifti þjóðarinn- ar við aðrar þjóðir, þar sem mögulega væri hægt að komast hjá því. Það, sem stjórn landsins bæri flestu, eða öllu öðru frekar að gera, væri það, að greiða fyrir viðskiftum hennar við aðrar þjóðir, sem bezt hún gæti. Hefir Mr. King hvað eftir annað haldið því fram í sambandi við Ottawa-samningana, að það væri engan veginn fullnægjandi fyrir Canada, að verzla innan brezka ríkisins, heldur þyrftum vér að verzla við allar þjóð- ir, sem verzla vildu við oss á sanngjörnum grundvelli. Heldur Mr. King því hiklaust fram við flest tækifæri, að núverandi stjórn, með sinni hátolla-stefnu og innilokunar- stefnu, ^em hún hafi svo ákaft framfylgt, hafi stórkostlega dregið úr viðskiftum Can- ada við önnur lönd, í stað þess að auka þau, ár frá ári, eins og eðlilegt hefði verið. t ræðu þeirri, sem hér er að vikið, hélt Mr. King því fram, að eini vegurinn til að lækna þá meiilsemd, sem nú þjakaði þjóð vorri öðru fremur, og sem hann hefði þegar bent á, væri sú, að útrýma úr liuga sínum þeirri skaðvænlegu skoðun, að hátollastefna sú, sem nú ræður í landi hér, væri eða gæti ver- ið, þjóðinni til blessunar. Hún eyðilegði viðskifti Canada við aðrar þjóðr. Árið 1930 tók Canadaþjóðin hátollastefnuna fram yfir lágtollastefnuna. Jafnvel bænd- urnir í Vestur-Canada gerðu það. Nú hefir hún verið reynd í 2—3 ár, með miklu hærri tollum, heldur en nokkru sinni fyr. Hver og einn getur sjálfur gert sér grein fyrir af- leiðingunum. Winnipeg I Winnipeg eru fleiri Islendingar, heldur en í nokkurri annari borg, utan Islands sjálfs. Hagur borgarínnar, er hagur margra landa vorra og örðugleikar hennar, þeirra örðug- leikar. Það er því ekki undarlegt, þó þeir láti sig málefni þessarar borgar meiru skifta, heldur en. málefni annara borga hér í landi. Hvað fjárhag borgarinnar snertir, er hann ekki nærri álitlegur nú sem stendur, því er nú miður. Síðastliðið ár lagði bæjarstjórn- in sig fram um, að láta tekjurnar mæta út- gjöldunum. En það liggur ekki nærri, að það hafi hepnast. Tekjuhallinn er mikill. Tvær orsakir eru til þess, aðallega. Fyrst er það, að styrkur sá, sem nauðsynlegt hefir verið að veita atvinnulausu fólki, hefir far- ið stórkostlega vaxandi. Arið 1931 nam liann $900,000, en á árinu sem leið nam hann $1,100,000, og eins og nú stendur, eru tölu- vert miklar líkur til, að hann verði enn meiri á árinu, sem nú er nýbyrjað. Annað er það, að í fyrra var gert ráð fyrir, að $800,000 af sköttum mundu ekki borgast. Sú upphæð nemur $200,000 meir en áætlað var. Enn er á það að líta, að virðingarverð á skattskyld- um eignum, hefir lækkað eitthvað töluvert, og við það lækka tekjurnar, ef skatturinn er hlutfallslega, eins og hann var árið sem leið, eða 34^ mills. Elns og fyr er sagt,' hepnaðist það ekki nærri því að láta tekjur og útgjöld standast á, árið sem leið, og hyggjum vér þó, að bæj- arstjórnin hafi reynt mikið til þess. En nú er það þó miklu örðugra, heldur en það nokk- urn tíma var í fyrra. Mismunurin á tekjum og útgjöldum er orðinn miklu meiri, en hann var þá, vegna vaxandi skulda. Munar þar einni miljón, eða eitthvað svipað því. Enn má gera ráð fyrir, að skattar borgist enn ver á þessu ári, heldur en þeir borguðust í fyrra. Hér er úr vöndu að ráða fyrir bæjarstjórn- ina. Og óneitanlega gerðum vér, hinir mörgu, sem ekki eigum þar sæti, þarfara verk með því, að styðja hana í allri góðri viðleitni, heldur en að gera oss óánægða út af gerðum hennar og fina að öllu, sem hún gerir. Það er æfinlega hægðarleikur að finna að öllu, með rökum — eða án þeirra. p]n eigi Winnipeg ekki að sökkva í fjár- hagsleg vandræði, þá þarf einhver ráð að finna, sem enn eru ekki fundin, eða ekki verið fram fylgt til þessa. Það hefir verið talað um ýms ráð, sem aðallega eru að sjálfsögðu í því fólgin, að draga úr útgjöldunum og auka tekjurnar með einhvers konar uýjum eða hærri sköttum. Einna ömurlegast finst oss það i*áð, að fækka fólkinu, sem enn vinnur, mesta neyð- arúrræðið. Uægra kaup er miklu þolan- legra, því “við lítið má bjargast, en ei við ekkert,” Oss finst, að allar stjórnir ættu að forðast það, eins lengi og, mögulegt er, að fækka sínu verkafólki, því það þýðir meira! atvinnuleysi og meira allsleysi, j og það er ávalt það opinberaj hvort sem er, sem verður að standa straum af framfærslu þess fólks, sem lítið eða ekkert á og enga atvinnu hefir. Ofur- lítið hærri skatta, í einliverri mynd, hyggjum vér að margir Winnipegbúar gætu borgað. En við það, að hækka skattaJ eða leggja á fólkið nýja skattaj verður nú áreiðanlega að gæta mikillar varfærni. Allir Winipegbúar ættu að vera samtaki í því, að bjarga1 borg sinni út úr fjárhagsörð- [ ugleikunum, þó þeir þurfi að leggja mikið á sig til að geraj það. 1 meir en þriBjung aldar hafa Dodd’a Kidney Pills veriC vtCurkendar rétta meOaliO viC bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleirl sjúkdömum. Fflst hj.1 öllum lyfsölum, fyrir 60c askjan, eOa sex öskjur fyrir $2.60, eOa belnt frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, et borgun fylgir. þetta nefnt, hægt andlát, og á að vera í því fólgið, áð þeir, sem þjást af ólækandi banvænum sjúk- dómi, sem venjulega veldur sein- um og kvalafullum dauða, eigi að Rétturinn að deyja. fá lagaleigan rétt til þess ef þeir óska þesis sjálfir, og uppfylla önn- (Enginn veit nema dauðinn sé hin mesta blessun mannanna, em menn óttast hann eins og þeir, vissu, að hann væri verstur allra' meina, segir Plató á einum stað. Dauðinn hefir verið einhver mesta og oft skelfilegasta ráðgáta mann-j anna, og afstaða manna til hansi hefir verið mjög misjöfn. Flesta langar til að lifa, og oftast til þess að lifa sem lengst, þótt þau átvik1 geti komið fyrir, að menn óski sérj hvíldar dauðans. Trúar- og siða-J skoðanir manna hafa skapaðj kenningar um helgi lífsins og syndsamleik þess að slíta lífinu.j sem valda því einnig, að það er talin skylda að treina líf hvers manns eins lengi og auðið erj hversu þjáður sem hann kann að vera og hversu vonlaust, sem það er að hann lifi af þjáningar sínar, nema stuttan tíma. Sú spurninlg hefir oft komið upp frá því i fornöld, hvort maðurinn hefði, þrátt fyrir alt, ekki rétt til þess að fá að deyja kvalalausum dauða, þegar svona stendur á, fyr en náttúran mundi ella láta hann deyja. Plinius og Seneca voru þeirrar skoðunar, að menn ættu að hafa þennan rétt til þess að deyja, og ýmsir aðrir hafa látið í ljós þessa sömu skoðun. Um þess- ar mundir er málið aftur komið talsvert á dagskrá. Alex Munthe hefir vikið að því og nýlega skrif- aði merkurj enskur læknir, Dr. Killick Millard, um það í eitt enska tímaritið. “Euþanasia" er ur skilyrði, sem þjóðfélagið setur til varnar gegn misnotkun, að mega láta stytta sér aldur, láta snöggan, þjáningalausan dauða koma í stað langvinnra , ban- vænna þjáninlga. Dr. Killick Mill- ard, sem er formaður í félagi eriskra embættislækna, lýsir svo nánár þeim ráðstöfunuum, sem hann vill að gerðar verði til þess að tryggja það, að þetta verði að- eins gert viðkomandi sjúklingi til líknar og einungis eftir ósk hans. Því auk þess, sem margir mótmæla því af trúarástæðum, að þetta yrði lögleyft, eru helztu ágtæðurn- ar, sem fram eru færðar gegn því, þær, a?y þetta mætti misnota t. d, í erfðamálum, eða til þess að losna við ómegð eða slíkt. í Þýzkalandi hefir slík misnotkun einnig ný- lega komið fyrir. Samkvæmt þeim lögum, sem nú gilda hjá öllum menningarþjóðum, væri það ‘hægra andlát’, sem hér er átt við, hegningarvert, þótt dómstólari sýkni stundum fólk, sem veldur því, þar sem um augljósa neyð eða óbærilega kvöl hefir verið að ræða. Þótt það sé ekki líklegt, að isett verði fyrst um sinn slík lög, sem enski læknirinn fer fram á, er málið nú talsvert komið á dagskrá. einkum í Englandi,' og margir fylgja því. Rétturinn til að deyja, á að þeira áliti ekki ein- ungis að vera réttur til þess að vinna miskunnarverk, hann á að vera talinn ein af sjálfsögðustu mannréttindum. — Lögr. HAUST Húmar að og haustar, hættir fuglasöng. Sumarið er horfið með sóldægrin löng. Kaldur vetur kemur frá köldum Norðurheim, — og Norðri geisar napur með norna-kul um geim. Dalarósir deyja, dynur heljar-geir. — Svona hverfur skrautið og sést ekki meir. Söngfuglarnir svífa svört að forðast él. — Guð, hann gaf þeim vængi, svo gætu flúið hel. Harmur nístfr hjarta, — hverfur vonarljós. Aldrei sé eg oftar æsku minnar rós. Sakna eg þín, sumar, með sólfaðminn þinn. í anda þína ástmildu ylgeisla finn. Þó stundum kólga kvelji, — kalt sé jarðar-ból. — Allir samt þig elska, eilíf himinsól. Sumarið er svifið sína huldu braut. — Eins þannig allir hverfa í aldið tímans skaut. Eilífur alheimskraftur öllu fær ráðið því; hvort alt, sem áður lifði, aftur fæðist á ný. Tilveran, tignarríka, — tímans þagnar-mál. Enginn enn fær skilið þá alheims miklu sál. Skaparann ei skynja skammsýnir menn. — Það, sem býr á bak við oss, birt er ei enn. Jens Sæmundsson. —Vísir. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES; Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norinan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg \ Þegar þér þarfniát Prentunar > þá lítið inn eða skrifið til • The Columbia Press Ltd. » i * ✓ sem mun fullnægja þörfum yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.