Lögberg - 19.01.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.01.1933, Blaðsíða 6
Bl« fi LÖGBERG, F7MTUDAGINN 19. JANtJAR 1933. Macklin kapteinn — Endurminningar hans. — EFTTR RICHARI) HARDING DAVIS. En þegar þeir komu hér, voru byssurnar ókomnar frá New Oi'leans. Og svo eftir dá- litlar skærur fór Laguerre burt til að kom- ast til Garcia. Hann gaf mér |>ær fyrirskip- anir, að taka á móti byssunum, þegar þær k;emu og gera sér l>á orð að þær væru komn- ar. Haim felur sig hér uppi í fjöllunum og er að bíða efti-r áð fá boð frá mér. Þær liefðu átti að koma í dag með sama bátnum og þér, en eins og þér vitið, þá komu þær ekki. Eg hélt reyndar aldrei að l>ær mundu koma. Eg vissi að Isthmian línan mundi aldrei flytja þær. Þeir urðn að vinna sigur á Garcia og meðan þessi uppreisn stendur yfir, flvtja þ<‘ir aldrei póst.sendingar, því þeir eru íiræddir um að hann ræni þeim. ” “Er það vegna þess, að Laguerre tók eitt af skipum þeirra” spurði eg. “Nei, það eru gamlar væringar,” sagði Aiken liafi grunað hvað eg var að hugsa, því af þeim. Þetta stríð milli Isthman línunn- ar og Garcia byrjaði þegar hann varð for- seti. Hann fór að reyna að innkalla ein- hverja peninga frá félaginu, og gamli Fiske kom honum úr forseta embættinu og setti Alvarez í staðinn.” Mér fór ekki að lítast á þetta frelsisstríð, sem eg var sjálfur að reyna að komast í, til þess a'ð hlálpa réttu máli, og eg býst við að Aikin hafi grunað hvrað eg var að hugsa, því hann skellihló. “Þér getið hlegið eins og þér vúljið,” sagði eg, “en þetta er heldur óþægilegt viðureign- ar. Hver er þessi Fiske? Er liann annar uppreisnarmaður ? ’ ’ “Fiske!” hafði Aiken upp eftir mér. “ Verið þér ekki að segja mér, að þér vitið ekki hver Fiske er. Eg er að tala um gamla Fiske, bankamanninn í Wall Street — Joseph Fiske, manninn, sem á gufuskipin og allar járnbrautirnar. ” Aubvitað hafði eg eitthvað heyrt um Jos- eph Fiske, en nafn hans var fyrir mér bara orð, sem þýddi peningar. Eg hafði eiginlega aldrei hugsað um Joseph Fiske eins og mann. Eg hafði alt af heyrt, að þegar talað var um auðsafn, sem naumast yrði tölum talið, þá var jafnan vitnað í Fiske. “Auðugur eins og Fiske,” heyrði eg oft. Lengra varð ekki jafnað. En nú talaði eg í þeim tón, eins og eg þekti hann mæta vel. “Ó, sá Fiske,” sagði eg. “En hvrað hefir hann að gera við Honduras?” “Hann á Honduras,” svaraði Aiken. “Eg skal segja yður hvernig þessu er varið. Þér verðið að skilja það, að hér um bil öll lýð- veldin í Mið-Ameríku, eru undir þumalfingr- inum á verzlunarfélögum, bönkum eða járn- brautafélögum. Þessar ujppreisnir allar, sem þér lesið um í blöðunum, byrja svo sem aldrei hjá fólkinu sjálfu. Fólkið kýs sér ekki í raun og veru forseta, eða setur hann frá völdum. Það eru vanalega einhver félög í Nevv York, sem það gera, og þau hafa náttúrlega sína eigin hagsmuni fyrir augum. Sé forsetinn ekki eins þægur við þessi gróðafélög, eins og þau vilja, þá fara þau að líta eftir einhverj- um öðrum, sem er það. Þau finna æfinlega einhvern stjórnmálasnáp, sem vill ná í völd og upphefð, en oftast er það einhver hers- höfðingi, því þeii; vilja allir verða forsetar. Félögin semja svo við hann, að leggja honum til peninga og vopn, ef hann hefji uppreisn. Auðvitað fylgir það með, að ef hann vinn- ur, þá verður hann að láta gróðafélögin hafa það sem þau vilja. Stundum eru það járn- brautir, sem þau vilja komast yfir, en stund- um námur eða skógar. Og þér megið trúa því, að það kemur sjaldan fyrir, að hér sé uppreisn hafin, án þess að einhver gróðafé- lög í Bandaríkjunum standi þar á bak við.” “Þessi uppreisn var hafin af Isthmian lín- unni og Joseph Fiske er aðal eigandi hennar og forseti. Skip þessa félags ganga milli Nevv Orleans og Istlimus, Panama. Það var upphaflega svro um samið, að félagið skyldi hafa einkarétt á flutningi á öllum ávöxtum frá öllum höfnum í þessu lýðveldi. Fyrir þessi einkaréttindi átti félagið að greiða stjórninni $10,000 á ári og tíu af hundraði af öllum tekjum, sem það hefði af þessum flutningi, ef tekjumar færu yfir vissa uppliæð. Nú vildi svo skrítilega til, að þó félagið hafi síðan bygt sjö skip til að annast þessa flutninga, þá hafa tekjurnar aldrei farið yfir þessa til- teknu upphæð. Og ef þér þekkið þessa menn, þá getið þér auðveldlega skilið þetta. Félagið hefir alt af gefið hverjum forseta töluverða peninga, sem hann hefir svo bara átt sjálfur, með því skilyrði, að hann væri ekkert að rek- ast í því, hvaða tekjur félagið liefði af þess- um flutnýigum. Félagið segir forsetanum alt af, hver sem hann er, að það sé að tapa peningum og hann tekur það gott og gilt. En Þegar Garcia var kosinn forseti, þá var ann- að hvort, að hann var of ráðvandur fyrir þessa náunga, eða þá að þeir borguða; honum ekki nógu mikið. Eg veit ekki, hvort heldur v?ar; en hann vr altaf við og við að senda menn til Nevv Orleans, til að yfirfara bækur félagsins. Þeir menn komust að því, að fé- lagið hafði haft svo miklar tekjur, að það, að réttu lagi, skuldaði stjórninni í Honduras $500,000. Þarna sá Garcia sér leik á borði, svo hann krafðist þess af félaginu, að borga þetta fé, og hótaði að taka, af því einkarétt- indi þess að öðrum kosti. Félagið neitaði að borga, en hann náði sér niðri á því, með því að sjá um, að það fengi engan flutning í Hon duras og lagði meira að segja liald á eignir þess í Eruxillo. Félagið sá ekkLtil neins að leita til dómstólanna með þetta, eða stjórnar- deildar utanríkismála Bandaríkjanna, svo það kom uppreisninni á stað. Það valdi sér þjóf, sem Alvarez heitir, sem er bara verk- færi í höndum félagsins, og lét hann hafa peninga til að múta hernum og sem svo tók höfuðstað ríkisins herskildi. Svo lét Alvarez dæma í málinu og náttúrlega féll dómurinn félaginu í vil. Eftir það var ekkert um það talað, að innkalla þessa skuld. Um Garcia vissu menn ekkert annað en það, að hann var einhvers staðar í Nicaragua. Þar komst hann í kynni við Laguerre, sem er regluleg- ur hermaður og herforingi, og þeir einhvern veginn í félagi hófu þessa uppreisn, sem nú stendur yfir. Þeir ætla sér að koma Garcia aftur til valda, og gera sér vonir um að geta það. Hvað liann gerir, ef hann kemst að, veit eg ekki. Innlend;; fólkið’hér heldur, að hann sé mikill föðurlandsvinur, og að hann halda þau loforð, sem hann gefur, og þau eru töluvert mörg, og sumir hvítir menn trúa þessu líka. Laguerre er einn af þeim, sem treysta honum. Laguerre sagði mér, að Garcia væri annar Bolivar og Washington. En þó hann sé eins mikill maður eins og þeir báðir, þá vinnur haníl aldrei sigur á Isthmi- an línunni. Eins og þér sjáið,, gerir hann sjálfum sér meiri skaða heldur en félaginu, því fyrir það fær hann ekki það sem hann þarf sjálfur á að halda. Þessi stóru félög koma sér vel saman, þegar það er þeim hag- ur, og nú flvtja önnur skipafélög heldur ekki það sem Garcia þarf á að halda. Þetta er það, sem eg á við, þegar eg segi, að Joe Fiske eigi Honduras. Hann hefir nú ein- angrað lýðveldið og ekkert kemst hingað, nema það sem hann vill, og engir nema hans vinir. En það skrítna við þetta er það, að hann kemst ekki út heldur. ” “Getur ekki komist burtu?” hafði eg eftir honurn. “Hvað eigið þér við?” “Nú han er sjálfur þarna uppi í Feguci- alpa,” sagði Aiken. “Vissuð þér það ekki? Hann er í höfuðborginni, að heimsækja Al- varez. Hann kom til þessarar hafnar fyrir tveimur vikum.” “Er Joseph Fiske virkilega að berjast í þessari uppreisn hér í Honduras?” spurði eg. “Auðvitað ekki,” svaraði Aiken. “Hann kom hingað sér til skemtunar, eða með fram að minsta kosti. Kom á sínu eigin skemti- skipi. Þér getið séð út um gluggann, hvar það liggur. Fiske hafði ekkert við þessa uppreisn að gera. Eg býst ekki við, að hann hafi vitað neitt um hana.” Mér þótti þetta heldur ótrúlegt, því banka- mennirnir í Wall Street hafa nú augun hjá sér, þegar um skildingana er að ræða. “Látið yður ekki detta þetta í hug,” sagði eg. “Það stendur alveg á sama, hve marg- ar miljónr einn maður á, þá lætur hann ekki $500,000 ganga úr greipum sér, ef hann get- ur við það ráðið, og alls ekki án þess að gefa því nánar gætur.” “En hann veit ekkert um þetta,” svaraði Aiken. “Hánn veit ekki upp eða niður í þeirri sögu, sem eg hefi verið að segja vður. Þetta er kaffihúsasaga, sem aldrei kemur til hans eyrna. Eg býst við að Joe Fiske sé forseti einna tólf skipafélaga og alt sem h.ann hefir að gera við þetta félag er það, að hann er forseti þess að nafninu til og skipar forsæti á fundum þess. Lögmenn félagsins segja lionum það, sem þeir halda að hann eigi að vita. Þeir segja honum kannske, að það gangi eitthvað ekki sem bezt hér, og að Garcia sé að reyna að gera honum einhverja ólukku. ’ ’ ‘/Svo þér hahlið ekki, að Fiske hafi komið hingað þessa vegna”, spurði eg. “Þessu viðvíkjandi?” spurði Aiken í svo óþýðum og óviðfeldnum tón, að mér var nóg boðið, enda liafði hann verið stöðugt að mis- b.jóða tilfinningum mínum í meir en hálfan klukkutíma. . “Nei,” hélt hann áfram. “Hann kom hér á skemtiskipi sínu. Hafði verið eitthvað á sveimi kring um West India ev.jarnar og kom svo hér til að sjá einhverjar silfumámur. Al- varez vill út af lífinu losna við hann. Hann er hræddur um að uppreisnarliðið nái honum og heimti svo stórfé fyrir að látg hann laus- an. Það er karl, sem gæti borgað fyrir sig”, sagði Aiken og svipur hans varð grunsam- legur. “Þetta tækifæri er nóg til þess að gera mann að stigamanni. Og svo er dóttir lians. Það ætti að mega fá töluverf af pen- ingum fyrir hana.” “Dóttir hans!” hafði ég eftir lionum. Aiken kreisti saman fingurgómana og kysti á þá og baðaði svo út höndunum, eins og hann væri að senda kossana eitthvað lit í loftið. Svo drakk hann það, sem eftir var af romminu og vatninu og lyfti svo tómu glas- inu upp í loftið. “Nú drekk eg dótturinni til,” sagði hann. Þetta kom mér að vísu ekkert við, en mér féll það illa. Eg held mér hafi fallið það einna verst, að hann skyldi hafa séð þessa ungu og auðugu stúlku, en eg liefði ekki séð liana. Mér féll heldur ekki, hvernig hann talaði um hana við ókunnugan mann. Mig grunaði reyndar, að hann hefði aldrei séð hana og mér fanst hann tala eins og heimsk- ur maður. Hann leit á mig hálf-raunlega og hristi höfuðið, eins og honum væri með öllu ofvaxið, að gefa mér’ nokkra verulega hug- mynd um hana. “Þeir segja, ’ ’ hélt hann áfram, “að þegar hún fer ríðandi hér um götuslóðirnar, þá falli innlendu konurnar á kné fyrir henni. “Hún er fallegasta stúlka, sem eg hefi séð og hún er heldur ekki neinn vesalingur,” sagði Aiken, “annars hefði hún ekki haldið út að vera hér, heldur farið strax út í lystiskip föð- ur síns. Nú er sagt að hún sé flesta daga á reið hér einhvers staðar og faðir hennar er oftast með henni og einhverjir verkfiæðing- ar, eða sérfræðingar í einhverju þess’ konar, og hún sýnist hafa mikla skemtun af þessu. Námamennirnir hér upp frá dást mikið að henni.” Eg hafði enga löngun til að tala við Aiken um þessa ungu stúlku og lét eg það á mér skiþja, og hætti hann þá að tala og við sátum þegjandi og reyktum. Eg liafði engu að síð- ur tekið vel eftir því, sem hann sagði, og var að hugsa um það. Eg gat ekki annað en séð, að nærvera þessarar ungu stúlku gat haft afar mikla þýðingu í þeim leik, sem hér var leikinn. Hér var eg kominn í þeim tilgangi að berjast gegn föður hennar og hér var hún, fögur með afbrigfum og stóð til að erfa margar miljónir. Á fáeinum næstu mínútum sá eg sjálfan mig frelsa Iiana úr ræningja- höndum. Faðir hennar hafði verið skotinn, af því hann hafði reynt að komast hjá að greiða Honduras réttmæta skuld. Miss Fiske hafði bundið um sár mín og eg var á leið til Bandaríkjanna, sem tilvonandi eiginmaður hinnar fögru meyjar og við ferðuðumst á lvstiskútu föður hennar. Alt í einu stóð Aiken á fætur og vakti mig þannig af þess- um draum. “Jæja,. þá,” sagði hann hvat- lega, “ef þér viljið fara til Laguerre, þá get- ið þér komið með mér. Eg verð að finna hann, til þess að segja honum hvers vegna bvssurnar hans komu ekki, og þér getið orðið mér samferða. Það má rétt nærri geta, hvernig hann tekur á móti mér,” bætti hann við og gretti sig og hló svo. Eg spratt á fæt- ur. “Þarna er taskan mín,” sagði eg, “hún er tilbúin og það er eg líka. Hvenær leggjum við af stað?” “Þegar tunglið kemur upp,” svaraði Aiken. Því, sem eftir var dagsins, var varið til að undirbúa ferðina. Fyrst var farið með mig til einhvers fógeta og þar var eg gerður kunnugur sem farandsali. Aiken bað um vogabréf handa mér, að eg mætti fara til höf- uðstaðarins, í verzlunarerindum. Þar sem Aiken var konsúll, þurfti liann ekkert vega- bréf handa sjálfum sér, en til að koma í veg fvrir allan grun, þá sagði hann fógetanum að hann ætlaði til Tegucigalpa til að finna Jaseph Fiske forseta Isthmian línunnar og fá hann til að láta gera einhverjar umbætur á höfninni í Porto Cortez. Aiken var nú, eins og hann var revndar æfinlega, beinlínis sniðugur lygari. Hann passaði sig æfinlega með það, að gera sögur sínar þannig úr garði, að svo sýndist, að liann væri að vinna þeim, sem hann átti tal við í það sinnið, ein- hvern hag, en aldrei sjálfum sér. Ráð hans og loforð, voru eitthvað svo sennileg og að- gengileg, að jafnvel þótt eg vissi, að hann væri að segja ósatt, þá hafði eg samt mikla tilhneigingu til að trúa honum. I þetta sinn trúði fógetinn Aiken svo vel, að hann ekki aðeins gaf mér vegabréf, heldur bauð hann okkur nokkra hennenn til fylgdar, sem við vitanlega afþökkuðum. LTm kveldið, þegar tunglið var komið upp, lögðum við af stað; hvor okkar reið múlasna og höfðum þann þriðja undir farangri okkar. Indíáni, sem Aiken vissi að var sér hlvnt- kom með okkur og gekk hann við hlið' asn- ans, sem baggana bar og stýrði honum, og fanst mér hann vera óþarflega orðmargur og hávaðasamur við það einfalda, verk. Mér fanst nóttin vera einstaklega unaðsrik og skemtileg og mun eg hennar lengi minnast. Mestan hluta næturinnar svaf Aiken í linakknum og vaknaði bara við og við til að berja asnann og foimæla honum, en eg var alt af glaðvakandi og mér hefir .sjaldan liðið betur. Eg liafði meira að segja gaman af því, að þegar við komum rétt út fyrir bæinn, stöðvaði okkur hópur af hermönnum og lieimtaði að sjó vegabréf okkar. Þeir voru berfættir og óskaplega illa! til fara og mjög illa vopnum búnir og sýndust flestir vera bara. unglings drepgir. Fyrirliðinn var þó sæmilega til fara og nú þótti mér meir en lít- ið vænt um það; að komast að raun um, að svo mikið hafði eg lært í spönsku, sem afi minn hafði lagt svo mikið kapp á áð kenna mér, að eg skildi alt sem þeir sögðu, þessi hermanna fyrirliði og Aiken. Þessi kapteinn varaði okkur Við uppreisnarmönnum, sem væru meðfram veginum og sagði okkur að langbezt vær fyrir okkur, ef þeir færu nokk- uð að skifta sér af okkur, að vera þá fljót- ari til að segja að við værum Bandaríkja- menn. Hann sagði okkur einnig, að La- guerre liershöfðingi feldi sig þar uppi í há- lendinu og til hans væri hér um bil tveggja daga ferð frá ströndinni. Aiken lét sem sér litist afar illa á þetta og lét svo sem hann vikli endilega snúa við sem allra fyrst. Vita- skuld voru þetta látalæti, en hann lék þetta svo vel, að ,eg verð að játa að eg trúði honuim þangað til liann í laumi gaf mér það augna- tillit, sem eg skildi fullkomlega. Góða stund lét hann, ekki af því, að það, væri ekkert vit í því að halda áfram og var mjög æstur út af þessu og var alveg frá því, að halda áfram, þangað til kapteinninn fullvisaði hann um, að þar sem liann væri Badaríkjamaður, þá hlvti honum að vera alveg óhætt fyrir upp- reisnarmönnunum. Áður en við fórum aftur af stað, lét hann það ótvíræðlega í ljós, að þessi herdeild bæii ábyrgð á því, ef hann félli í hendur þessara uppreisnarmanna og óaldarlýðs, og um Laguerre og alt hans fram- ferði, fór hann hinum hraklegustu ókvæðis- orðum, svo mér fór ekki að lítast á blikuna. Mig fór að gruna, að eg hefði hér lent í höndunum á erkisvikara, sem væri til þess líklegur, að leiða mig í einhverja gildru. Þegar eg á leiðinni var að velta þessu fvrir mér, fanst mér beinlínis líklegt, að einmitt. þetta væri það sem hann ætlaði sér, og mér leið ekki nærri vel, þangað til eg heyrði Indí- ánann far að hæla Aiken fyrir það, hve dá- samlega vel honum hefði' hepnast, að villa kapteininum sjónir. “Þetta er það sem kallað er stjórnkænska, José,” sagði Aiken við Indíánann. “Eg er nokkuð góður í stjórnkænskunni, og þess vegna er það, að eg er nú konsúll. Það er bezt fyrir þig, José, að taka vel eftir því, sem Bandaríkjakonsúllinn gerir, því af honum getur þú margt gott lært og þarflegt.” José brosti, svo að skein í hvítan tanngarð- inn, og eftir að hann hafði lagt af stað með áburðarasnann, og var rétt á eftir okkur, heyrði eg til hans og mér heyrðist hljóðið því líkast, að hæna væri að klaka. “Þér ættuð að gera vel, Aiken,” sagði eg, “ef þér kæmust í sendiherrasveit einhvers ríkis, eða legðuð fyrir yður leiklist.” Við riðum hver á eftlr öðrum, og til þess liann gæti séð framan í mig, varð hann að hálf snúa sér við í hnakknum. “Samt vildi nú svo til, að eg gerði ekki vel,” sagði hann og hló. “Hvað eigið þér við?” spurði eg, “hafið þér verið njósnari eða leikari?” “Eg liefi verið hvortveggja,” svaraði liann, “og hvortveggja fór alt út um þúfur. Eg lenti í tugthúsi fyrir að vera snjósnari og hefðýátt að vera hengdur fyrir að vera leik- ari.” Eg hvatti asriann áfram, svo eg kæm- ist nær Aiken og lieyrði betur til hans. “Segið þér mér eitthvað um þetta,” sagði eg og var nú býsna forvitinn. “Segið mér hvernig það gekk, þegar þér voruð njósn- ari.” En Aiken bara hló og hélt áfram og leit ekki einu sinni við. “Þér munduð ekki skilja þetta,” sagði Iiann eftir nokkra þögn og leit aftur fyrir sig. “Maður þyrfti að hafa mikla reynslu og misjafna til að geta skilið þá sögu. Þér munduð heldur ekki hafa mikið gaman af henni; þér eruð enn ungur maður. Það er ýmislegt í þessari sögp, sem þæir kenna ekkl á West Point.” “Þeir kenna okkur,” svaraði eg ákveðið, “að ef fyrir okkur er lagt, að vinna eitthvert verk, sem ekki má komast í hámæli, þá ber okkur að vinna það verk afdráttarlaust og eins vel og hægt er að gera það. Það er und- ir engum kringumstæðum óheiðarlegt, að gegna fyrirskipunum yfirmannanna. Eg er ekki eins mikill unglingur, eins og þér hugs- ið. Haldið þér bara áfram bg segið mér í livaða stríði þér voruð jósnari.” ‘Eg var ekki njósnari í nokkru stríði,” sagði Aiken og sneri sér nú aftur frá mér. *‘‘Eg var að vinna fyrir félag, sem gerði það að atvinnu sinni, að komast eftir ýmsum ldut- um, ba;ði fyrir stjórnina og aðra.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.