Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 2
tíls. 2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1933.
Jólavenjur í Reykjavík
fyrir 50 árum.
KAUPIÐ AVALT
I.
Áður en eg byrja á að lýsa
jólavenjum hér fyrir 50 árum,
verð eg ögn að minnast á veðr-
áttu um <þær mundir, og enn-
fremur drepa á hag almennings,
eins og hann var hér þá, svo að
hinir nú uppvaxandi Reykviking-
ar fái séð, að ömmur, afar, mæð-
ur og feður þeirra urðu þá al-
ment að búa við þrengri lífskjör
en nú eiga sér stað, þó að kjör
sumra séu sízt enn þá góð.
Um þessar mundir var hagur
þorra manna hér svo bágborinn,1
að vart mátti hann lakari vera,
enda flýðu þá margir landið. —
“Fóru í álfu fagra og nýja, sem
friður beið og auðsæld nóg.” Olg
víst var það, að margir þeirra
manna, sem þá ílýðu til Ameríku.
komust þar ólíkt betur af en þeir
höfðu gert hér.
Árin 1879—1890 voru hér á
landi, að heita máttu án undan-
tekninga, óslitin harðinda ár;'
þó mun veturinn 1880—1881
hafa verið frostamestur, og ísa-
flög á landi og hafís við strend-
ur landsins það mikill, að slíku
mundu elztu menn þá ekki eft-
ir. — Þá voru kjör kotunganna
hér bágborin, engu síður en fá-
tæklinganna í sveitunum.
Á þessum árum var það engin
nýlunda, að hér væri atvinnu-
leysi að vetrinum, þvf það mátti
teljast hér föst venja, að frá
haustvertíðar lokum til vetrarver-
tíðar komu væri aldrei um úti-
störf að ræða, nema þe-gar aðal-
göturnar hér urðu ófærar vegna
snjóþyngsía, eða þá, að svo mikill
krapi settist í lækinn, sem þá
rann hér opinn úr Tjörninni,
gegnum miðjan bæinn, að hann
stíflaðist. í þess konar vinnu
komust hér fáeinir menn dag og
dag, en þá var kaupgjald lágt: 16
til 18 aurar um klukkustund, en
þessa vinnu fengu oft færri en
vildu.
Á þessu má sjá, að réttlr og
sléttir dafelaunamenn gátu þá
ekki hampað þungum pyngjum |
fyrir jólin, enda fóru jólainnkaup
þeirra eftir því. En þó var það
svo, að flestir búandi menn hér
streittust við að gera sér og sín-
um daga mun um jólin; gættu
þess, að sem fæstir heimilismenn;
þeirra færu í “jólaköttinn” — þá
voru fullorðnir og börn ánægð
með lítið.
II.
Til jóla-undirbúnings verð eg
að telja, að um þessar mundir
var það venja helztu bátafor-
manna hér og í grendinni, að
fara nokkuru fyrir jól suður í
Garð og Leiru til að sækja í
soðið, eins o!g það þá var kallað;
þá þótti ekki ómaksins vert að
reyna fyrir fisk á miðunum hér.
— Miðin hér talin fiskilaus.
Oft voru þessar suðurferðir
slarksamar, og oft fiskaðist lít-
ið, en út í þessar ferðir 'lögðu
ekki aðrir en valdir formenn á
góðum jskipum, með mrvals lið.
Ekki voru þtessar ferðir farnar
í ábataskyni, heldur var það gert
meira af gömlum vana og af því,
að það þótti óviðkunnanlegt, að
bragða ekki nýja soðningu um
jólaleytið, enda höfðu mörg
heimilin þörf fyrir það.
Það var því oft mannmargt í
“vörunum”, þegar skipin komu að
sunnan, því margir vildu ná sér
í soðið. Það var altítt að for-
mennirnir fengu ekki tíma til að
súpa kaffisopann, sem þeim var
færður, áður en þeir fóru að
‘skifta”, svo var eftirsóknin eftir
fiskinum mikil; um leið vil e!g
geta þess, að bæði formenn og
hásetar gáfu oft meira af þessum
fiski en þeir seldu, og það sem
þeir sefldu, var selt við svo vægu
verði, að fisksalarnir, sem hér eru
nú, mundu ekki trúa mér, þó eg
segði þeim verðið.
Aðal^ undirbúningur jólanna
kom þá niður á húsmæðrunum,
eins og nú, þó nú sé sá undir-
búningur með alt öðrum hætti,
þar sem nú þurfa margar þeirra
ekki annað en hringja í símann,
LUMBER
hjft
THE EMPIRE SASH & DOOR CO LTD
HENBY AVE. EAST. - - WINNIPEO, MAN.
Yard Offlce: ftth FToor, Bank of Hamllton Chambers.
og þá koma sendisveinarnir með
alt heim á heimilin, jafnvel steikt-
ar gæsir.
Á efnaheimilum fyrir 50 árum
var jóla-undirbúningur all-um-
sangsmikill, og eins og eg hefi
áður sagt, kom hann mest niður á
húsmæðrunum.
Snemma á jólaföstu byrjuðu
þær á að sauma, prjóna og helda
stórar og smáar jólagjafir handa
heimilisfólkinu, sem víða var þá
margt, því enginn mátti fara í
“jólaköttinn”, en oft höfðu hús-
mæðurnar góða aðstoð í vel
vinnandi vinnukonum sem þá
voru oft 2—3 á stórum heimilum.
Á stærri eimilum var byrjað á
jólabakstri oig kertasteypingu í
kringum viku fyrir jól enda tók
það langan tíma, því mikið þurfti
af kaffibrauði fram yfir nýár, í
heimilismenn og gesti og svo var
það alsiða þá að beturmegandi
konur stungu í bökunarofninn eða
undir pottinn “jólakökusnúð”, sem
þær á aðfangadagskveld réttu að
einverjum fátæklingnum, ásamt
saltkjötsbitum, floti eða tólgar-
stykki og vanalegast munu þær
einnig hafa látið þessu fylgja
nokkur kerti, því þau þóttu ómíss-
andi fyrir börnin, enda glöddu
þau einnig fullorna, því í þá daga
voru híbýli fátæklinga lélega upp-
lýst.
Seinni hluta jólavikunnar komu
bændur úr nærliggjandi sveitum
með rjóma, nýtt smjör og hangi-
kjöt til að selja hér, enn fremur
komu þeir með hinar svo kölluðu
“jólarollur”, sem þeir seldu til
efnamanna hér.- Þessum rollum
var slátrað daginn fyrir Þorláks-
messu, þá var hér ekki um annað
nýtt kjöt að ræða, þar til Jóhannes
Nordal kom til sögunnar 1894 með
frysta kjötið.
Því ætla eg að trúa ykkur fyrir,
að það var betra fyrir þá, sem
“jóIaroEurnar” fengu, að eiga til
!góðan eldivið, og fyrir þá, sem
kjötið borðuðu, að hafa sterkar
tennur, ef alt átti vel að fara.
Jæja, þá þykist eg hafa sagt frá
því helzta, sem á herðum hús-
mæðranna lá við undirbúning jól-
anna, og verð eg því hér á eftir að
segja nokkuð frá skyldum hús-
bændanna um jólin, því þeir urðu
einnig-að hafa jólaundirbúning,
hver eftir sinni getu.
Það helzta, sem þeir drógu að
sér var spil, vindlar og flestir
fengu sér öl og á flöskuna, því þá
var hér flítið um bindindi, enda
þóttu þá jólaboð dauf, værl ekki
hægt að !gefa “tár” í kaffið og
glas af púnsi, þegar á vökuna leið.
Þó má enginn skilja orð mín svo,
að þessi vínföng væru misnotuð,
því það var sjaldgæft þá að sjá
drukkinn mann inni í húsi eða úti
á götum; — það þótti þá ósvinna
að sjást drukkinn um jólin. Aftur
á móti var minna tekið til þess
þótt drukkinn maður sæist á gaml-
árskveld og á þrettándanum.
III.
Eins og nú byrjaði jólafagnað-
urinn með kveldsöng.á aðfanga-
kveld kl. 6, var þá kirkjan hér ætíð
troðfull af áheyrendum. Oft kom
það þá fyrir, að Iguðfræðiskandí-
datar prédikuðu, og einnig bar
það við, að óvígður mikill radd-
maður, við þau tækifæri, tónaði í
kórdyrum, og þótti það nokkur
tílbreytni, og tónaði þó séra
Hallgrímur Sveinsson, sem þá
var hér prestur (síðar biskup) á-
gætlega, en nýungagirnin var þá,
sem nú, ofarlega í fólkinu.
Á flestum heimilum hér mun
húslestur hafa verið lesinn á að-
fanlgadagskveld, og það jafnvel
á þeim heimilum, sem ekki högðu
það fyrir sið, að hafa daglega
húslestra um hönd.
Á fáum heimilum var lengi
vakað á aðfangadagskveldið, og
mjög lítið var um spilamensku
það kveld Þá var jólagjöfum út-
býtt og skemtu fullorðnir og börn
sér við, að skoða gjafirnar. Þar
sem jólatré vorúT-var þá eins og
nú, dansað og sungið í’ krin'gum
þau.
Alment þektust þá hér ekki út-
lend jólatré, nema hjá dönskum
kaupmannafjölskyldum, eða hátt
settum embættismönum. Þau jóla-
tré, sem þá voru hér notuð, voru
smíðuð hér úr tré, vafin, annað-
hvort með mislitum pappír, eini
eða sortulyngi. Þessi tré voru oft
haglega gerð og litu vel út alsett
kertaljósum. Ekki voru þó þessi
jólatré almenn hér, aðeins hjá
þeim fjölskyldum, sem bezt máttu
sín efnalega. Eins og eg þegar
hefi tekið fram, var skamma stund
vakað á aðfangadagskveld, og að-
al gleðskapurinn hófst ekki fyr
en á jólakveldið; þá byrjuðu
heimboðin og þá nótt og annars-
dagsnótt var víða hér vakað
“framúr'”.
Hjá æðri sem lægri var mikið
spilað um jólin. Hjá almenningi
var púkk uppáhalds spilið, því
að því spíli komust margir, og þvi
fylgdi ætíð glaumur og gleði, hjá
ungum sem gömlum, en háva$A-
samt spil var púkkið og ekki laust
við, að unga fólkið hefði stundum
rangt við í því, en eldra fólkið
jafnaðai vanalega allar deilur,
sem upp komu.
Hjá meiri háttar embættis-
mönnum, og dönskum eða dansk-
sinnuðum kaupmönnum, mun
púkk ekki hafa þótt “fínt”, og
spiluðu þeir því alla jafnan
lombre, um peninga. Vhist var
einnig uppáhaWs spil, og var
mikið spilað af æðri sem lægri.
Þá var og gosi mikið spilaður, þó
helzt af ungum mönum og þá oft
um peninga.
Þar sem margt ungt fólk var
saman komið, var oft er leið á
nóttina, og menn orðnir leiðir á
spilamenskunni, slegið upp í ým-
iskonar jólaleiki; var <þá óspart
“fallið í brunninn”, "taldar
stjörnur”, og urðu þær oft marg-
ar, sem karlmennirnir sáu, væru
þeir svo hepnir, að snotrar stúlk-
ur væru með þeim að skoða og
telja stjörnurnar.
Þar sem húsrúm 'leyfði, var
oft dansað, og geri eg ráð fyrir
að sú skemtun hafi bezt þótt.
Milli jóla og nýárs og alt
fram yfir þrettánda, var að miklu
leyti óslitinn jóla-gleðskapur, að
því leyti, að á þeim tíma héldu
heimboðin áfram og allar sömu
jólaskemtanir iðkaðar af miklu
fjöri.
Á þrettándadagskvöld var oft
ha'Idinn álfadans og blysför, ann-
að hvort af skólapiltum eða þá af
ungum mönnum, sem tóku sig
saman um það. Báðar þessar
skemtanir hleyptu fjöri í fólkið
hér, og við þau tækifæri var ekki
laust við, að þá sæjust fleiri og
færri við skál í kring um brenn-
una.
Upp úr nýári og kringum þrett-
ánda hófust dansleikir. — Verzl-
unarmenn héldu þá hina svo köll-
uðu jóladansleiki. Þangað kom-
ust færri meyjar en vildu, því á
þau þótti þeim slægur að komast.
Enn fremur héldu þá "Broddarn-
ir” dansleik, en þangað komst
ekki hversdagsmaðurinn, frekar
en úlfaldinn í gegnum nálarauga.
Þá dansleiki sóttu lærðir menn og
nokkrir danskir kaupsýslumenn,
að ógleymdum skólapiltum, ef
þeir voru til húsa hjá “brodda-
fjölskyldunum”. — Þetta var tíð-
arandinn þá og fáum datt í hug
að taka til þess, því þá var stétta-
skifting þannig hér.
Eg tel upp á, að fleiri venjur
mætti tíl tína, en eg geri ráð fyr-
ir, að lesendum þyki þetta orð-
ið full-Iangt og læt því skrafið um
þær niður falla.
—Vísir. Dan. Daníelsson.
Merkisrit um íslensk
fræði
Eftir prófessor
dr. Ricard Beck.
Það má með tíðindum teljast,
að árið 1923 kom út á ensku
tvær merkar bækur um íslenzk
fornrit önnur í Vesturheimi, en
hin á Englandi. Sýnir það, hve
vakandi er áhuginn á vorum fornu
fræðum meðaí erlendra lærdóms-
manna. Annarar þessara bóka,
“The Old Norse Sagas, by Halvdan
Koht”, hefi eg stuttlega minst á
öðrum stað. Hin, “Edda and Saga’
by Bertha S. Phillpotts” (Lon-
don, Thornton Butterworth, Ltd.,
1931), verðskuldar, að henni sé
gaumur gefinn af öllum, sem unna
íslenzkum fræðum; hún er óvenju-
lega eftirtektarvert rit, mikill
fengur, eigi aðeins enskumælandi
almenningi, sem hún er ■ einkum
ætluð, heldur jafnve*! sjálfum
fræðimönnunum á þessu sviði. —
Hér ér víðtækt efni tekið föstum
tökum; Tiér haldast í hendur
mikil þekking, skarpskygni og
snild í efnismeðferð.
Engum þarf heldur að koma
það á óvart, þó frú Philpotts yrð.i
til þess, að semja afbragðsrit um
fornbókmentir vorar. Hún tók
snemma ástfóstri við íslenzk
fræði, nam þau undir leiðsögn
Eiríks meistara Magnússonar, og
hélt trygð við þau æfilangt. Hin
fyrri rit hennar, “Kindred and
Clan” (1913),, “The Elder Edda
and Ancient Skandinavian Drama”
(1920), báru þess glöggan vott,
að hún var þaulkunnug íélenzk-
um fornbókmentum, og að hún
átti djúphygli og andríki í nægi-
lega ríkum mæli til þess að grafa
til gullsins i fornritum vorum og
túlka þau ððrum til yndis og nyt
semdar. Ekki mun það samt of
mælt, að hin fágæta þekking frú
Phillpotts á íslenzkum fræðum
og hinir miklu rithöfundar hæfi-
leikar hennar koma hvað skýrast
í lljós í Edda and Saga, sem því
miður varð síðasta bók fræði-
konu þessarar og íslandsvinar,
en hún andaðist í byrjun þessa
árs (1932)i. Mun svo mega að
orði kveða, að hér sé safnað í
eitt fegurstu ávöxtunum af ís-
lenzkum fræðiiðkunum hennar,
eg er uppskeran bæði glæsileg og
ríkuleg.
Eins og nafn rits hennar bend-
ir til, fer frú Phillpotts eldi um
alla landareign bókmenta vorra
hinna fornu. Mætti ætla, að sum-
staðar væri æði mikið stiklað á
steinum, en næsta lítil brögð eru
að því. Frúin á þann sjaldgæfa
hæfileika, að segja mikið í fáum
orðum. Inngangskafli hennar er
falgurt vitni þess. Þar er á
nokkrum blaðsíðum þjappað sam-
an mjög miklum fróðleik um
uppruna, einkenni og efni ís-
lnezkra fornrita, eddukvæðanna
og sagnanna. Meðal annars er
þar lýst svo glögglega, að engum
fær dulist, skyldleika nefndra
greina bókmenta vorra, sem heil
höf sýnast skilja, þegar fljótt er
á litið.
Skal þá aðalefni ritsins rakið í
nokkrum dráttum. Fimmkapítul-
ar (II.—VI., bls. 19—147) fjalla
um Eddukvæðin. Einkar greini-
lega og harla ítarlega er skýrt frá
ýmsum höfuðatriðum þeim við-
víkjandi: Merkingu orðsins
“Edda”, heimkynni kvæðanna,
aldri þeirra, stíl og Ijóðformi. —
Bragarháttum og hrynjanda hinna
fornu kvæða er sérstaklega vel
lýst, með gnægð ágætra dæma.
Er það til mikils skilningsauka
hinum enskumælandi lesendum,
að höfundur ber saman fornís-
lenzkan kveðskap og enskan með
nákvæmni og glöggskygni.
Frú Phillpotts skiftir Eddu-
kvæðunum í tvo aðalflokka. Lýsir
hún fyrst þeim, er ræða um mann-
heima (The World of Men), og
síðan hinurn, sem gerast í veröld
guðanna (The World of Gods).
Þessi flokkun er hvort tveggja í
senn eðlileg og hagkvæm. Hún
gerir lesandanum létt fyrir að
sjá kvæðin sem í yfirsýn, og
skilja samræmi þeirra og þróun.
En kvæðin eru hér túlkuð af lær-
dómi, djúphygli og með hressandi
fjöri. Frásögnin en nákvæm, en
laus við alla þreytndi smámuna-
semi. Frú Phillpotts missir aldrei
sjónar á skóginum fyrir trjánum.
Ekki svæfir hún heldur lesendur
sína með þurrum upptalningum;
hún blæs slíku lífi í frásögn sína,
að lesandinn er fyrri en hann
varir orðinn þátttakandi í hinum
örlagaríku atburðum, sem gerast
fyrir hugskotssjónum hans. Eyk-
ur það stórum á gildi og áhrifa-
magn frásagnarinnar, ^ð höfund-
ur lætur skáldin sjá'f tala máli
sínu, eigi að eins í einstökum vls-
um, heldur jafnvel i heilum
kvæðaköflum. Gæti það auðvitað
talað Bjarnargreiði, ef kaátað
væri höndum til ljóðaþýðinganna.
Því fer fjarri. Þýðingar frú
Phillpotts eru að jafnaði frábær-
lega vel gerðar, nákvæmar og
''öngum andríkar að sama skapi.
Sem dæmi tilfæri eg þýðingar af
þrem erindum úr Hávamálum (nr.
’O, 37 og 77, útgáfa dr. Finns
Jónssonar af Sæmundar-Eddu,
Reykjavík, 1905):
“No burden better a wayfarer
bears
than mother-wit;
in unknown parts it is better
than help,
a shield to the shelterless.
Better a homestead, though
hovel it be;
a man is his master at home;
bleeding the heart of him who
must beg
his meat for every meal.
Kine die, kinsfolk die,
oneself dies the same;
one thin!g I know which dies
not ever,
renown of all noble dead.”
En frú Phillpotts ’ætur sér
ekki nægja að færa lesendum
sínum lifandi' lýsingar á efni
Eddukvæðanna og listgildi þeirra.
Hún skýrir engu miður frá lífs-
skoðun þeirri, sem speglast í
mörgum kvæðunum; ólgar þar
eigi sjaldan sem stríður undir-
straumur. Erfitt mun að lýsa
kjarna lífsspeki forfeðra vorra
betur en gert er í þessum orðum
(b?s. 137): “They realized that de-
feat well met magnifies a man
more than any success” (Þeim
skildist að ósigur er maður verður
drenfeilega við, göfgar hann meir
en nokkur sigurvinningur). Skiln-
ingur frú Phillpotts og aðdáun
hennar á lífsskoðunum norrænna
manna lýsa sér einnig ágætlega í
eftirfarandi ummælum hennar
(bls. 146—147): “And it was a
magnificient conception to make
human beings co-operate with the
gods, not in victory and success,
but in fore-ordained defeat, in re-
sisting the forces of destruction
at the end of the World”. (Og það
var stórfengileg hugsun, að gera
mann'Iegar verur samherja guð-
anna, ekki í sigurvinnig og gæfu-
gengi, heldur í fyrir fram ákveðn-
um ósigri, í bayáttu gegn eyðing-
aröflum við endi veraldar)i
Þó frú Phillpotts riti í styttra
máli um fornsögur vorar heldur en
um Eddukvæðin (bls. 148—244),
gerir ún sögunum engu að síður
ágæt skil. Hún hefir viðfanlgs-
efnið á valdi sínu, og greinir svo
skarplega milíi hismis og kjarna,
að engrar ónytjumælgi kennir 1
frásögn hennar. Prýðilega lýsir
hún t. d. þjóðfélags-jarðvegi þeim,
sem íslendin'gasögur spruttu upp
úr (The social background). Ekki
eru rýrari kaflarnir um uppruna
sagnanna (The making of the
Saga) og um efnismeðferð þeirra
og skaplýsingar (Plots and Char-
acters). óvíða koma hin víðtæka
þekking og skarpa dómgreind höf-
undar betur fram heldur en þar.
Bók þessi á því auðsjáanlega
mikið fræði!gi*Idi. Þar við bætist,
að hún er prýðisvel rituð á fögru
máli og lipru, og víða bregður þar |
fyrir leiftrum snjallra tilþrifa.i
Hvað efnismeðferð snertir og mál-
færi nær rit þetta því fyllilega
aðal-tilgangi sínum: að vera við
alþýðu hæfi. Engu að síður er það
Veiklaður og úr lagi
geogin ?
Fyrir æðimörgum árum hepnaðist
frægum lyfjafræðingi að setja saman
meðal, sem hefir reynst með afbrgiðum
vel i því að styrkja veikluð liffæri,. þar
sem önnur heilsulyf hafa ekki dugað.
Petta meðal er nfl selt I öllum lyfja-
búðum fyrir svo lágt verð, að mánaðar-
forði kostar aðeins einn dollar. Ef þú
ert ekki ánægður eftir að hafa reynt
það í tuttugu dagá, getur þú aftur
fengið þinn dollar. Bara farðu I lyfja-
búðina og beiddu um flösku af reglu-
legn NUGA-TONE.—Vertu viss um að
nafnið sé á miðanum.
Nuga-Tone
bygt á hinum beztu heimildum,
fornum og nýjum, o!g niðurstöður
höfundar þess vegna tíðum áreið-
anlegar og alt af athyglisverðar;
frú Phillpotts varpar bjartara, og
stundum nýju ljósi á viðfangsefni
sín. Hitt gegnir engri furðu, að
ýmsar skoðanir hennar eiga ekki
óskift fylfei fræðimanna. Ýmsum
mun líklega finnast hún draga of
mörg fornkvæði vor í dilk Norð-
manna, þar sem hún segir um
Eddukvæðin: “Most were probably
composed in Norway”. Skiftar
munu og skoðanir verða um kenn-
ingar höfundar um sjónleiki á
Norðurlöndum til forna, en frú
Phillpotts álítur allmörg Eddu-
kvæðin menjar slíkra leika. En hér
er ekki vettvangur til að ræða
deilu-atriðin, og því gagnslaust að
fara að telja þau upp.
“Edda end Saga” er einnig aðlað-
andi rit fyrir þá sök, að þar er
alstaðar auðfundin ást höfundar-
ins á fræðum vorum hinum fornu
og rík aðdáun á þjóðlegri menn-
ingu íselnzkri. Þá eykur það á
nytsemd ritsins, að góð skrá fylgir
vfir flestar hinar merkustu bækur
á ensku um íslenzkar fornbókment-
ir, sögu íslands og tungu. Skrá
þessi hefði samt að skaðlausu mátt
vera nokkru fyllri.
Oss íslendingum má vera það
fagnaðarefni og þakkar, hversu vel
hefir tekist til um rit þetta. og það
því fremur sem ætla má, að það
komist í marlgra hendur. Það er
sem sé hundrað og fimtugasta
bindið í hinu víðlesna og mikils-
metna alþýðu-ritsafni enska: The
Home University Library; en að
því standa þrír viðfrægir vísinda-
menn og rithöfundar brezkir og
birtast þar aðeins hin völdustu
rit. En þó þau séu valin að efni og
hin snotrustu að frágangi, eru
safnrit þessi ódýr, og þess ve'gna
á flestra færi að eignast þau.
Fornritum vorum er sýndur
mikill sómi með því að vera skip-
að hér á bekk með öðrum úr-
valsritum. En samt er það mest
ánægjuefnið í þessu sambandi,
að fáir munu svo lesa Edda and
Saga, að þeir fyllist eigi löngun
til að kynnast nánar ritunum
sjálfum, sem hér er lýst með svo
fágætri alúð og snild. Frú Phill-
notts hefir með bók sinni numið
löndum sínum nýtt land, en hún
hefir jafnframt fært út landnám
íslenzkra fornbókmenta. Hún
hefir reist sér traustari minnis-
varða en vér fengjum gert. v En
vel megum vér rétta henni hönd
til þakka yfir ómælishafið. —
Lesb.
Ekki trúi eg því, að þú viljir fá
hann Svein í félag við þig; hann
er þó búinn að vera þrjú ár í
tugthúsi.”
“Hvað? En sá lygari! Hann
sagði mér tvö ár!”
— Þetta kalla eg að fara lag-
lega fyrir horn, eða hitt þó held-
ur! Sáuð þér ekki spjaldið hér
sem á er letrað: “Hættulegt
horn”?
— Jú, þess vegna reyndi eg að
komast fyrir það hið allra fyrsta.
Faðir (segir við son sinn á 21.
árs afmæli hans): Nú ertu full-
orðinn og þess vegna verður þú
að fara að hjálpa mér.
Sonur: Auðvitað, pabbi. Hvað
á eg að gera?
Faðir: Þú verður að borga tvær
seinustu afborganirnar af barna-
vagninum þínum.