Lögberg - 02.02.1933, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1933.
BU. 1
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Hún hafði tekið hann réttum tökum.
Hræðslan við pindingu rak hann á fætur.
Hann skreiddist á fætur og starði tryllings-
lega í kringum sig.
“Eg kem,” hvíslaði hann. “Eg kem!”
Belmont hafði hnigið niður. Hann lá mar-
flatur á klettastallinum. Það hafði liðið yfir
hann. Hefðu óvinirnir vitað hvemig ástatt
var rétt í þessu, myndu þeir skjótlega hafa
slegið botninn í þessa viðureign þeirra. En
þeir vissu það ekki. Þeir sáu ekki inn í
skútann, og þeir héldu framvegis, að voða-
maðurinn með hárvissa riffilinn sinn stæði
þar enn á verði. Hin einbeitta og myndar-
lega vörn Belmonts liafði skotið þeim skelk
í bringu og kent þeim að vera varkárir. Þá
langaði ekki til að missa fleiri menn.
Giles hafði nú staulast yrirum, þangað
sem Belmont hafði staðið. Hami laut niður
og tók riffilinn. Honum var ekki með öllu
ósýnt um að beita skotvopni. Og hann var
jafnvel talinn all-góður veiðimaður. Að vísu
þurfti eigi mikla karlmensku eða hugrekki
til að skjóta veslings rádýr eða tófu, sem
búið var að reka upp í hendurnar á veiði-
mönnunum — til þess starfs þurfti alls eigi
meiri hreysti né hugdirfsku en þá, er Effing-
ton lávárður hafð vfr að ráða — en hann var
sæmilega skotviss, og }>að var alltént nokk-
urs virði undir þessum kringumstæðum.
“Þeim er aðeins ein leið opin hingað,”
hvíslað Elsa, “og það er með því að læðast
eftir þröngu klettaskorunni þarna. Ef nokk-
ur þeirra kemur þar í ljós, verðurðu að skjóta
undir eins, eins og hann g(>rði.”
(íiles kinkaði kolli. Það var eins og vopnið
í hendi hans gerði hann rólegri.
Belmont lá á bakinu mitt í brennandi sól-
skininu. Augun voru lokuð, og þess varð
ekki vart, að hann di’ægi andann. IJnga stúlk-
Hn laut niður yfir hann.
t Hún varð alt í-einu gagntekin af skjálfta.
Varir hennar titruðu, og hún varð að taka
sig saman tii þess að halda andliti sínu nokk-
urn veginn. Það var eins og háð væri hörð
barátta í sál hennár; en það stóð aðeins yfir
í fáeinar sekúundur, svo náði hún sér og’var
jafn róleg og áður. Hvaðan henni kom jiessi
kraftur dg þrek, vissi.hún ekki, enda braut
hún ekki heilann um það. Fvr á árum, það er
að segja áður en hún kom hingað til eyjar-
inar, myndi það hafa v'erið óhuganlegt, að
hún legði sjálf viðarskíði á arineldinn. Það
var altaf þjónustufólkið, sem sá um þesshátt-
ar. Nú laut hun niður að hinum særða manni,
stakk handleggjunum inn undir hann, lyfti
honum upp til hálfs og- rogaðist fáein skref
og hálf dró hann með sér.
Hún varð að hvíla sig á leiðinni. Hún nam
staðar, kastaði mæðinni, og byrjaði svo á
nýjan leik. Og þannig tókst henni að koma
honum burt undir klettaskútann, þangað sem
skuggi féll á. Þar lagði hún liann niður og
sá um, að það færi sem bezt um hann á
klettastallinn. Þetta hafði verið mjög erf-
*tt fyrir hana, sem var þreytt og uppgefin
áður, og hún varð nú að setjast niður og
hvíla sig á ný. Hún sat nú á hækjum sínum
og litaðist um.
Giles hallaði sér upp að klettinum og stóð
þar á verði með riffilinn í höndunum. Öðru
hvoru skqtraði hann augunum í áttina til
þeirra tveggja. Hann var hörkulegur á svip
°g kuldaglott lék um varir hans.
En hann hafði nóg annað en afbrýðissemi
að hugsa um þessa stundina, ]>ótt hún myndi
algerlega hafa gert hann bandóðan undir
iiðrum kringumstæðum. A hverju augna-
hliki gat verið von á kúlu utan að. Og nú
hélt óttinn honum rígnegldum á þeim stað,
sem hann var settur á. Hann heyrði, að
vatni var helt. Það var Elsa, sem fylti
könnuna með vatni úr tunnunni og gekk með
það að meðvitundarlausa manninum.
“Gefðu mér líka að drekka !” sagði Giles
hvast.
“Já, rétt strax, Giles,” svaraði hún ró-
h'ga.
“Undir eins!” sagði hann og blótaði í
hljóði.
Annað hvort heyrði Elsa ekki til hans,
hún lézt ekki heyra það. Hún laut ofan
þð Belmont og gat komið fáeinum dropum
á milli tanna hans, }>ví næst vætti hún
onni hans og gagnaugu.
Hún mundi alt í einu eftir að franska
hrennivínið hafði hrest hann svo vel. Hún
sótti dúnkinn og helti ofurlitlu í könnuna,
blandaði það með vatni, og gat einnig komið
því inn í munninn á honum, dropa og dropa
í einu.
Belmont var með öllu meðvitundarlaus.
Hjartað bærðist aðeins mjög veikt, en hress-
ing sú, er hún gaf honum, hafði þau áhrif, að
andardráttur hans varð smátt og smátt
reglulegri.
Nú var þó þyngsta þrautin eftir. Þegar
henni hafði dottið það í hug, hafði hún orðið
alveg skolkuð við hugsunina, en smám sam-
an varð það að ákveðinni æltun hennar og á-
sotningi, að gera það, því henni fanst, að hjá
því gæti liún alls ekki komist, hve hræðilegt
sem það væri. [ mesta flýti og án þess að
velta því frekar fyrir sér, leysti hún umbuð-
irnar af öxlinni á Belmont. Hún hikaði ekki
eitt einasta augnablik, og var alls ekki skjálf-
hent.
Hún leitaði í vasa hans og fann hnífinn.
Hún opnaði hann og stakk blaðiu ofan í
konjakks-krúsina, þurkaði af því, og stakk
því ofan í á ný. Svo reyndi hún fyrir sér,
notaði lim'Múaðið í staðinn fyrir sárkann-
ara og kannaði sárið. Belmont var enn þá
meðvitundarlaus og fann því ekkert til þess.
Það stóð ekki á meira en einni mínútu að
finna kúluna. Hún sat föst í vöðvunum á
upphandleggnum, rétt neðan við öxlina.
Hún starfaði rólega og gsetilega, en var
alt af jafnframt hissa ú því, að hún skyldi
geta gert þetta. Það var meira að segja
ekki nærri því eins slæmt og hún hafði hugs-
að sér í upphafi, og meðvitui^din um, að þetta
þyrfti að gerast, ýtti undir hana.
Þegar liún hafði náð út kúlunni, hreinsaði
hún sárið með1 daufri sprittjblöndu. Hún
mintist þess, að hún hafði einhvern tíma
heyrt, að vínandi væri ágætis sóttvarnar-
meðal.
Síðan batt hún um sárið með ræmum, sem
hún reif af kjólnum sínum, og þegar þessu
var lokið, varð hún þess vör, að hana snar-
svimaði.
“Fæ eg vatnið?” sagði Giles.
“.Tá, — nú kem eg.” Hún fylti könnuna
og stóð upp, en varð að stvðja sig við klett-
inn.
Sólgljáandi klettarnir, himininn hátt uppi,
hafið blátt í fjarlægð, alt virtist hring-
snúast fvrir augum hennar, er hún staulað-
ist yfirum til Giles.
Hann tók við könnunni oig tæmdi hana í
einum teyg án þess að mada orð af munni.
Svo sneri liann sér að lienni og sagði hrana-
lega:
“Eg liefi haft gætur á þér. ”
“Jæja,” sagði hún. “Jæja — en livað um
það?”
“Hvað um það—? Þrælmennið að tarna,
morðvargurinn! Það sem þii hefir verið að
gera fyrir hann myndir þú eflaust aldrei
hafa gert fvrir mig!”
“Eg mvndi hafa gert alveg það sama fyr-
ir þig, Giles, hefðir þú barist fyrir lífi mínu,
eins og hann hefir gert, það,” mælti hún.
“Barist fyrir lífi þínu? Nei, hann barðist
fyrir sjálfan sig, til að varðaveita sitt eigið
skinn,” tautaði Giles. “ímyndaðu þér bara
ekki, að það hafi verið vegna þín eða mín.
Eg hefi gefið þér gætur. Eg hefi haft gát á
þér allan tímann. Það er eitthvert makk
3rkkar á milli. Ertu alveg gengin af göflun-
um, Elsa? Ertu búin að missa vitið eða
minnið? Hefirðu gleymt, hver hann er, og
hvað liann er!”
“Eg liefi engu gleymt,” svaraði hún
stillilega. “Eg veit hvað hann er. Nú veit
eg það loksins.
Giles sneri liöfðinu og leit í áttina til
hennar.
“Hann er heiðursmaður frá hvirfli til
ilja,” mælti hún jafn stillilega og áður.
“Hann er sá göfugasti maður, er eg nokkru
sinni hefi hitt fyrir, og svo er hann auk þess
hugrakkur maður. Þetta veit eg alt sam-
an núna.”
“Ivomi þessi fíni heiðursmaður þinn nokk-
urn tíma aftur til Englands — þá mun hann
eflaust fá að dingla í spottaenda,” sagði
Giles í hálfum ldjóðum, en þó heiftarlega, og
leit kuldalega til hennar.
“Hann kemur aldrei heim aftur til Eng-
lands — og það gerir hv'oi-ki þú né eg held-
ur,” sagði hún jafn rólega og áður. “Við
komumst aldrei lifandi héðan, Giles, hefir
þér ekki skilist það enn þá?”
‘ ‘ Hvað a þetta að þýða — hvaða bull er
þetta! Þeir komast ekki hingað inn til okk-
ar, og þá geta þeir ekki gert okkur tjón,”
tautaði hann, en var þó sýnilega hræddur.
“Getir þú varið okkur eins vel og hann
gerði það, getur ef til vill verið einhver of-
urlítill vonarneisti. En það getur þú ekki.”
“Nei, auðvitað, eg er svo sem ekki eins
framúrskarandi og hann. Eða hvað . . .
Ekki í þínum augum að minsta kosti, hvísl-
aði hann, og það urraði í lionum eins og í
villidýri, sem reitt hefir verið til reiði, og
augu hans glóðu af bræði. “Eg skal segja
þér eitt, vinkona góð. Mig langar ekki til
annars meira, en að senda kúlu í skrokkinn
á honum, þar sem hann liggur. Það væri
aldrei nema að grípa fram fyrir hendurnar
á réttvísinni. Eg gæti rotað hann — eg gæti
gert það með köldu blóði, eg . . . .” Hann
var alveg frá sér af bræði. Hatur hans á
Belmont var orðið að einskonar ritfirringu
hjá honum seinustu stundirnajr. “Heldurðu
að eg sé blindur eða fábjáni? Eða heldurðu,
að eg sé heyrnarlaus! Jú, þú getur reitt þig
á, að eg hefi bæði heyrt og séð. Eg hefi séð
>rkkur stinga höfðum saman, og eg heyrði
hvað hann sagði. Hann sagði “Elsa” við
þig. Já, hann var svo frekur, djöfullinn hafi
hann, bölvaðan þorparann þann arna . . . .”
hann leit tryllingslega í áttina til Belmonts
— “mér er það sannarlega freisting, að gera
upp reikninga okkar núna — og snuða böð-
ulinn.”
“Það þorirðu ekki. Það þorirðu blátt á-
fram ekki,” sagði hún mjög rólega.
“Þolri eg ekki?” Hann glápti á hana.
Þetta augnablik gaf hann ekki óvinunum
minstu gætur. Afbrýðissemi hans hafði
gagntekið hann allan.
“Nei, þú þorir það ekki,” sagði hún. Hún
hélt í hendinni skammbyssunni, sem Bel-
mont hafði gefið henni. “Því eg mundi verja
hann, eins og hann hefir varið mig — eg
mundi vinna á óvin hans, Giles, eins og hann
hefir unnið á óvinum mínum.”
“Þú átt við — þú átt við . . . .?”
Hún kinkaði kolli og horfði beint framan í
hann.
“Það var heldur ekki meining þín, það
sem þú sagðir, Giles.”
“Nei, eg meinti það ekki,” sagði hann.
Hann reyndi að kreista upp hlátur. “Eg
ætlaði að eins að reyna — eg ætlaði að reyna,
hvort eg gæti lirætt þig. Eg kæri mig fjand-
ann ekkert um þennan tugthús-kandídat,
láttu hami bara liggja, eg skal ekki gera hon-
um neitt. Annars drepst hann bráðum sjálf-
krafa, án þess að eg þurf að hjálpa til
þess.”
Hann sneri sér við og horfði út í kletta-
.skoruna. Stunurnar í særða manninum voru
löngn hættar, og þar var alt grafkyrt. Hátt
uppi yfir klettunum hvelfdist himininn heið-
ur og blár, og sólargeislarnir steyptust yfir
þau eins óg eldflóð úr heljarmiklum bræðslu-
ofni; j'fir lágrn klettabríkina gat maður séð
hafið, er breiddist eins og endalaus blár feld-
ur út að yzta sjóndeildarhring. Flöturinn
var bjartur og lognskær. Öðru hvoru blikaði
á eitthvað hvítt í loftinu. Það var máfsvæng-
ur. Þar ytra var lífið óbreytt og ótruflað,
eins og *engan gi’unaði neitt um þennan
hræðilega bardaga upp á líf og dauða, sem
háður var í þessu sólbrunabáls-víti á litlu
Pa radí sarey junni.
XIX.
Krókur á rnóti bragði.
Ralpli Belmont opnaði augun. Þar sem
hann lá, náðu engir brennandi lieitir sólar-
geislar til hans. Og nú var liðið að sólar-
lagi.
Þrátt fyrir allar þær kvalir og þjáningar,
er hann hafði liðið, var }>ó heili hans undur-
samlega skýr. Hann þurfti ekkert að reyna
á sig til. þess að átta sig og muna, hvar liann
var, og hvað fram fór í kringum hann.
Hann mundi það alt mjög skýrt og greini-
lega. Fvrsta hugsun hans var klettaskorin,
sem lá inn að skútanum. Skvldu þau nú liafa
ga>tt liennar vel? Hann rendi augunum
þangað. Þar sem liann hafði áður staðið á
verði, sat nú Giles með riffilinn á hnjánum
og studdi bakinu upp að klettinum.
Belmont leit upp. Elsa var komin til hans
og laut niður að honum.
“Líður yður nú betur?” spurði liún.
“Já, mér líður miklu betur. Eg er smeyk-
ur um, að eg liafi valdið yður all-mikilla ó-
þæginda og ruglað öllu saman. Hvernig er
eg annars kominn hingað ? Mig minnir svo
ákveðið —” liann hikaði ofurlítið, “að það
væri jiama burtu undir klettinum, að eg hneig
niðilr. Hefir hann . ..?”
(Framh.)
^ PROFESSIONAL CARDS ^
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 —Office tlmar 2-3
Helmili 776 VICTOR ST.
Phone 27 122
Winnlpeg, Manltoba
Símið pantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Ábygsrilegir lyfsalar
Fyrsta flokks afgreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 067
H. A. BERGMAN, K.C.
tslcnzkur lögfrœBlngur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Buildlni?. Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham ogr Kennedy Sts. Phone 21 834 —Oíflce tlmar 2-8 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnlpogr, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœBingar 325 MAIN ST. (á öSru gölfl) Talslmi 97 621 Hafa einnig skriístoíur aS Lundar og Gimli og er þar aB hltta fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuSl.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office timar 3-5 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson TannUsknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Helmilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfraeBingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Slmi 96 210 Helmilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaBur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 763
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annaat um út- farir. Allur útbúnaöur sá. bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legrsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími 601 662 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrasBingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstakiega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Ofíice Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 130 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur elds&byrgS og bif- reiða ábyrgSh-. Skriflegum fyrlr- spurnum svaraS samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPBG Residence Office Phone 24 206 Phone 96 635
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
NuddUcknlr 601 PARIS BLDG., WINNIPEO
Viðtalsttmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
Phone 36 137 vega peningalán og eldsábyrgS af
532 SHERBURN ST.—Slmi 30 877 öllu tagi.
SlmiS og semjiS um samtalstlma Phone 94 221