Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1933. Högberg OeflC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. UtanAskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerO J3.00 ain áriO—Borgist fj/rirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prero, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES SO 327—86 328 Samkoma karlaklúbbsins Samkoman, sem karlaklúbbur Fyrstu lút- ersku kirkju hélt í samkomusal kirkjunnar á þriðjudagskveldið í vikunni sem leið, var þannig, að ástæða þykir til, að skýra frá henni nokkuð nánar, heldur en vanalega er skýrt frá samkomum tslendinga í Winnipeg, þó stundum sé eitthvað frá þeim sagt í blöð- unum. Margar eru þær þó góðar og upp- byggilegar á ýmsan hátt, en þessi samkoma var öðru vísi en hinar. Þegar maður kom inn í salinn, tók maður fyrst eftir landnemakofanum í innri .enda salsins. Hann sást þar bæði utan og innan. Hvað ytra útlitið snerti, var aðeins um mál- verk að ræða, en það var svo haglega gert, að manni sýndist þama vera reglulegur bjálkakofi, eins og maður man eftir þeim og hefir séð á ýmsum stöðum í sveitum þessa lands. Það var önnur hliðin og helmingur- inn af þakinu, sem sást. En hann var líka sýndur að innan. Dálítil stofa, með nokkr- um gamaldags og fátæklegum húsmunum. Erranaðuv kannaðist svo vel við þá frá fornu fari, íslenzka rokkinn og kaffikvörnina og margt og margt fleira, alt gamlir kunningj- ar, eldra fólksins að minsta kosti. Byrjað var á því að sungin voru nokkur lög, “bak við tjöldin”, sálmar og aðrir söngvar, og manni fanst maður þekkja söngdnn frá íslenzkum sveitaheimilum fyrir hálfri öld, en þó töluvert betri en alment gerðist. Síðar lék Stefán Sölvason nokkur lög á harmonikuna sína og fólkið úti í saln- um söng undir. Forseti klúbbsins, Dr. P. H. T. Thorlak- son, stjórnaði samkomunni skemtilega og skörulega. Ræðumennimir voru þrír, eins og auglýst hafði verið fyrir fram. Allar voru ræðurnar stuttar og mikið efni samandregið í stutt mál. Emgu að síður voru þær skemti- legar og fræðandi, og fyrir vort leyti getum vér með sanni sagt, að vér höfðum mikla á- nægju af að hlusta á þær. Fyrst talaði Dr. 0. Bjömson. Hann sagði frá ferðinni frá íslandi til Gimli, alla leið frá því faðir hans, og fjölskylda, lagði af stað frá sveitaheimili sínu á Austurlandi og þangað til hún kom að Gimli. Var það á allra fyrstu áram íslendinga þar. Vitanlega var hér farið nokkuð fljótt yfir sögu, en þó sagt frá mörgu, sem fyrir kom á leiðinni. Dr. Björnson var þá aðeins á sjöunda árinu, en man þó vel eftir þessari löngu ferð. Hann var ekki að segja .sína ferðasögu, eins og hann hefði getað hugsað sér, að hún kynni að hafa verið, eða eins og einhver hafði sagt honum að hún hefði verið, heldur eins og hann mundi sjálfur eftir henni, og hann man glögglega eftir mörgn, sem fyrir kom á þessari ferð. Dr. Björnson hefir ágætt lag á, að segja vel frá og gera frásögnina skemti- lega, enda vakti þessi frásögn hans gleði mikla meðal áheyrendanna. Næst talaði J. T. Thorson, K.C., um félag’S- skipun, eða kannske réttara sagt, stjóraar- skipun nýlendunnar, Nýja fslands, sem þá var ekki í Manitobafylki. Suðurtakmörk nýlend- unnar voru við norðurtakmörk fylkisins, eins og það var þá. Að sjálfsögðu var nýlendan í Canada og undir stjórn Canada, en að öðru leyti, mátti heita, að hún væri utan við lands- lög og rétt; engin fylksstjórn og engin sveit- arstjóra. En við stjórnleysi vildu íslending- ar ekki búa og því settu þeir sér sjálfir sín eigin lög og kusu sér sjálfir nýlendustjórn. Er sa lagabálkur enn til og er eitthvert hið merkilegasta skjal frá fyrstu árum fslend- inga hér í landi. SJcýrði Mr. Thorson í stuttu máli, en þó all-nákvæmlega, hvernig lagaskipun þessari hefði verið varið, og á hverju frumherjarnir íslenzku í Manitoba hefðu bygt þær vonir sínar, að alt mætti vel fara, þó ekki væri hér um verulegt fram- kvæmdarvald að ræða og því síður dómsvald. Vitanlega gat þetta fyrirkomulag ekki hald- ist nema skamma hríð, því Nýja ísland varð fljótlega hluti af Manitoba fvlki, og laut þá að sjálfsögðu sömu lögum. Þá flutti Dr. Björa B. Jónsson, einkar skemtilegt erindi um daglegt líf nýlendubúa á fyrstu árunum í Nýja íslandi, eða frá 1876 til 1880. Það má sama segja um hann, eins og Dr. Björason, að hann sagði frá því, sem hann mundi sjálfur, hafði sjálfur lifað, því hann var þar á þeim árum, og þó hann væri þá ungur, á hann þaðan margar ljósar end- urminningar, og hann kann frá mörgu fróð- legu og skemtilegu að segja frá þeim tímum, en líka mörgu raunalegu og mótdrægu, því nóg er til af því tagi. Gamánvísuna um Vestur-íslendinga, eftir K. N., sem þessar hendingar eru í, ber sjálfsagt ekki að taka bókstaflega: “Það var á yngri árum, þá engin sorg var til; og flestir áttu ekkei’t og alt gekk þeim í vil . . .” Þetta var um gömlu Winnipegbúana. En það gekk ekki alt nýlendubúunum í Nýja Ts- landi í vil, á fyrstu árum þeirra þar. Engu að síður er saga þeirra hugðnæm, því þeir áttu mikið af góðum vonum, og flestar þeirra rættust furðanlega vel. Næst sýndi Dr. A. Blöndal skuggamyndir, og má óhætt segja, að af þeim hafði fólkið á- gæta skemtun. Myndirnar voru allar af Vestur-lslendingum, og þær voru ekki ný- teknar, ekki síðustu útgáfurnar. Fékk þar margur að sjá sína eigin mynd, eins og hann hafði verið fyrir mörgum árum, kannske hálfri öld, eða þá eins og mvndasmiðurinn- hafði látið hann líta út. Oss grunar, að margir liafi þar ekki vel þekt sjálfa sig. Sumar myndirnar hafði Dr. Blöndal dregið sjálfur. Hann er, eins pg mörgum er kunn- ugt, prýðilega listfengur í þeim efnum. Að endingu vora ágætar veitingar fram- bornar handa öllum sem viðstaddir vora. Hér hefir þá stuttlega verið sagt frá því helzta, sem fram fór á þessari almennu sam- komu karlaklúbbsins. Flest af því, sem þar fór fram, fór fram á ensku. Forsetinn og ræðumennirnir töluðu ensku; sömuleiðis Dr. Blöndal. En þó fanst oss þessi samkoma einhver allra íslenzkasta samkoman, sem vér höfum sött hér í AVinnipeg í nálega fjörutíu ár. Sumir viklu kannske heldur segja, vest- ur-íslenzkasta samkoman. En landarnir voru ekki mikið vestur-íslenzkir fyrstu árin í Nýja Islandi. Þeir voru bara íslenzkir. En vér vildum bæta því við, að þessi samkoma var líka einhver hin skemtilegasta, af þeim er vér munum eftir. Þeir hafa líka verið nokkuð margir, sem fyrir fram hugðu gott til hennar, því svo var hún fjölsótt, að saíur- inn var alveg fullur af fólki, hátt á fjórða hundrað. Vér erum þess fullvissir, að þar varð enginn fyrir vonbrigðum. The Chriátian Messenger Þetta er nafnið á nýju mánaðarriti, sem út er gefið í Glenboro, Man., og er sérstaklega ætlað lútersku söfnuðunum að Brú, Baldur, Grund og Glenboro. Ritstjórinn er séra Eg- ill H. Fáfnis. Fyrsta blaðið, sem Lögbergi hefir verið sent, og þakkar fyrir, er laglegt fjögra blaða rit, með ljómandi fallegri mynd á framsíð- unni. Pappírinn er ágætur. Ritið er prent- að í Bandaríkjunum. Eftir fyrsta blaðinu að dæma, má vænta að ritið flytji aðallega stuttar greinar um kristileg efni, kirkjulegar fréttir alls- konar, sem sérstaklega snerta ofangreinda söfnuði, og auglýsingar um messur og aðrar kirkjulegar samkomur í söfnuðunum, o.s.frv. Með séra E. H. Fáfnis fyrir ritstjóra, má vænta þess, að þetta fyrirtæki hepnist vel og The Christian Messenger verði til mikils gagns í kirkjumálum Argylebúa og félagslífi þeirra yfirleitt. Kaupsýslumenn í Glenboro styðja blaðið örlátlega með auglýsingum. Athyglisverð skáldsaga Beatrice Harraden: Skip sem mætast á nóttu. Með forspjalli eftir Alexander McGill og mynd- um eftir Gertrude Harraden. Snæbjörn Jóns- son þýddi.. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1932. Vér lifum á mikilli skáldsagna-öld. Slíkum rit- um hleður niður hvarvetna um hinn mentaða heim, olg fer það að vonum, að sá stóri hópur er ærið mislitur. Að tiltölu við fólksfjölda, hefir ísland sannarlega ekki farið varhlúta af skáld- sagna-blessuninni hin síðari árin; einkum hafa flætt yfir landið þýðingar af erlendum skáldsög- um af lakasta tæi, ritum, sem æsa lesandann og trylla, slá á lægstu strengi tilfinninga hans; það eru öll lestrarlaunin og að flestra dómi harla rýr. Þess ber þó jafnframt að geta, að sumir íslenzk- ir bókaútgefendur og þýðendur, t. d. Þorsteinn ritstjóri Gísilason og fleiri, hafa verið of vandir að virðingu sinni tLl þess að gæða löndum sín- um á ginnandi “reyfara” - léttmetinu. Þeir vita, að íslendingar eru enn næsta fátækir að þýddum úrvalsskáldsögum og vilja hlaða í það skarðið í bókmentum vorum. Er sú starfsemi hin virðingarverðasta og skyldi þakksamlega þegin. Skip, sem mætast á nóttu (Ships that Pass in the Night), er ein þeirra útlendra skáldsagna, sem verðugt var að snúa á ís- lenzka tungu, því að hún á erindi til allra þeirra, sem ekki láta sig enlgu skifta samferðafólk sitt á lífsleiðinni. Hún snertir næma strengi mannshjartans; ýtir við samjúðarkend lesandans, vekur hann til umhugsunar um mannlíf- ið — og eilífðarmálin. Hún er því langt fyrir utan og ofan dæg- urþrasið, sem þyrlar upp svo miklu ryki í augu margra, að alt annað hverfur þeim sjónum. Eigi eru hér heldur neinar öfgar í frásögu og stíl,, enginn bægsla- gangur, sem ýmsir hyggja vera aðalsmark ritsnildar; sannleiks- ást, látleysi — hófsemi — eru höfuðeinkenni þessarar eftirtekt- arverðu skáldsögu. Líklegt tel eg, að ýmsum Iálend- ingum, ekki sízt hér í Vestur- heimi, muni koma heiti hennar kunnuglega fyrir. Margir þeirra hafa eflaust lesið hið merkilega pródikanasafn séra Jóns heitins Bjarnasonar — Guðspjallamál, en þar er sögu þessarar, undir enska nafninu, getið í formálanum; og svo hefir dr. Jóni fundist mikið til um hana, að hann vitnar til hennar í ræðu sinni á 24. sunnu- dag eftir Trínitatis, og velur þeirri pi'édikun nafn hennar — “Skip sem farast hjá á nóttu”. Og orð séra Jóns að þessu sinni hafa fallið i frjósaman jarðve!g, að minsta kosti í einni unglings- sál úti á íslandi; því að eins og þýðandinn segir frá í formála sínum, þá vöktu þau ummæli hjá honum “brennandi löngun” til þess að lesa umrædda skáldsögu, þó áratugur liði áður en honum yrði að þeirri ósk sinni. Þegar þar að kom, var langt frá, að hann yrði fyrir vonbrigðum. “Loks eignaðist eg bókina og las hana. Sá lestur var þannig, að eg teygaði eins og þyrstur göngumaður sem legst niður við tæra berglind á vegi sínum. Síð- an haustdaginn þann, hefir mik- ið vatn rijinnið til sjávar og eg er löngu kominn á þann aldur “æskuglóð þá týnast tekur til- finninganæmleik með.” En oft er eg búinn að lesa þessa litlu sögu upp aftur, og ávalt með sömu nautninni. Hún er mér sí og æ jafn kær hversu sem skoðanir mínar breytast, eins og gera skoð- anir allra þeirra manna, sem eitt- hvað reyna til að ígrunda spurn- ingar þær, sem lífið er stöðugt að leggja fyrir okkur. í öll þessi ár hafa þau Bernardína og óvið- feldni maðurinn verið förunuat- ar mínir, og sennilegast þykir mér að þau verði það þann spöl, sem enn kann að vera ógenginn. Ef eg þættist alt í einu sjá þau frammi fyrir mér íklædd holdi og blóði, þá er e!g ekki viss um, að eg mundi straks átta mig á því, að sú sýn væri neitt undarleg, heldur í svipinn vera mér þess eins meðvitandi, hve innilega kær þau eru mér bæði tvö.” Ætla eg fyllilega, að þýðand- inn verði ekki einn um þessa reynslu sína. Eg vil ekki draga úr áhuga eða ánægju væntanlegra lesenda skáldsögu þessarar með því að fara að segja þeim hana; eg læt mér nægja, að víkja að fáeinum höfuðdráttum. Sögusviðið er með öllu óhversdagslegt — heilsuhæli uppi í fjöllum. Og þó það kunni í fljótu bragði að virðast æði þröngt og tilbreytingarlítið, þá hefir höfundurinn, þegar betur er að gætt, olnbo'garúm nóg til athug- ana sinna og lýsinga, því að á hælinu er “kynlegt sambland af ólíkustu manneskjum”; þar er því gott til fanga þeim, sem á hæfi- leikann til þess að skygnast inn í fýlgsni sálarlífsins. En hér er brugðið upp fyrir oss glölggum myndum af þessum ólíku mönnum og konum, sem mislynd lífskjörin hafa gert að samferðafólki um skemmri eða lengri tíma. Sum þeirra sjáum vér aðeins í svip; önnur enn nær ávalt á miðju leik- sviðinu, þar sem mesta birtuna ber á, svo sem Bernardína og Óviðfeldni maðurinn. Þau verða oss því minnisstæðust, þó mörg hinna muni einnig seint gleymast íhugulum lesanda, t. d. skraf- skjóðan frú Reffold, sem “talaði af mikilli hrifningu um alt nema landslagið”, eiginkonan, sem “lifir dag hvern í dýrlegum fagn- aði”, en lætur hjúkrunarkonu annast um mann sinn dauðvona. Eða þá samúðarríka, fáorða en meistaralega, lýsingin á Katrínu, sem “er alt af að bíða” eftir unn- usta sínum er farist hafði í snjó- flóði kvöldinu áður en þau áttu að giftast. Og prýðilega er því lýst og af miklum skilningi hvernig sam- an fléttast örlög sögupersónanna, gagnkvæmum áhrifum þeirra hvers á annað. En þá er komið að kjarna sögunnar, kenningu he-nnar, því höfundurinn beinir skeytum sínum að settu marki, talar ekki út í bláinn. Enginn þrejrtandi prédikunarblær er samt á frásögninni; hún fræðir með dæmum — myndum úr lífinu sjálfu. Heiti sögunnar, fagurt og sér- kennilegt, er auðvitað táknrænt; skipin, sem hér er lýst, eru mannssálir, sem eiga um skeið samflot á lífshafinu mikla, enda eru þessar ljóðlín’ur Longfellow’s einkunnarorð hennar: “Skip, sem mætast á nóttu’ og á leið sinni yrða’ á hvort annað, merki er gefið, í myrkrinu fjar- læg rödd talar; svo mætumst vér einnig á mann- lífsins veglausa hafi, eitt tillit, eitt orð svo er órofin þögnin sem áður.” Og það er hverju orði' sannara, sem Einar H. Kvaran sagði um bók þessa, að “hún er þrungin sönnu mannviti frá upphafi til enda.” Hann er t. d. ekki óskáld- legur eða yfirborðslegur kaflinn um “Ferðamanninn og Musteri Þekkingarinnar” (bls. 25—29). Þeir, sem ekki eru svo bláfátæk- ir, að þeir eigi sér engin áhuga- mál, engan tind, sem þeir hafa strengt þess heit að tólífa, munu taka fagnandi undir þessi orð: “Jafnvel þótt eg örmagnist á leið- inni og nái ekki upp á fjallsbrún- ina, þá er það samt nokkurs virði að vera á leið til hinna háu Hug- sjóna.” , Og hver er svo þungamiðja kenningar sögunnar? Hiklaust hygg eg, að hún felist í orðunum: “að fórna því, sem mikilvægast er”. En þá má spyrja: “í hverju er slík fórn fólgin? Með orðum Óvið- feldna mannsins: “Að halda á- fram að lifa lífi sínu sökum ein- hvers annars, eftir að alt það, sem sýnast mætti að gefa lífinu eitthvert gi'ldi, hefir verið hrífið í burtu.” Þýðandinn hefir þvi algerlega rétt fyrir sér, þegar hann telur, “að kjarnin í lífsspeki sögunnar sé trúin á kærleikann og fórnfýsina, sem hið æðsta af öllu.” Það er einnig hvað eftir- tektarverðast um Bernardínu, að hún þroskast eigi aðeins að vizku, lærir að “leggja nýja mælikvarða á gildi hlutanna,” heldur vex hún enn meir að óeigingirni og fórn- fýsi; henni hefir lærst að meta menn “ekki eftir því, hvað þeir höfðu gert eða verið, heldur eftir ir því hvað þeir höfðu þolað.” En slikur er mælikvarði samúð- arinnar, kærleikans. Aðrir segja, að kjarni sögunnar sé spurningin mikla um ódauð- leik mannssálarinnar. Hvað sem því viðvíkur, þá verður ekki fram hjá því gengið, að höfuðpersóna sögunnar segir þessi eftirtektar- verðu orð: “Sá var tíminn, að eg hugsaði þannig, en nú er eg bú- in að læra það, sem betra er: að við þurfum ekki að fyrirverða okkur fyrir að vera mannleg, og sízt af öllu fyrir að geyma göfug- ustu eðlishvöt mannsins, ástina, logandi þrá eftir varanleik henn- ar og óendanlega sorg yfir missi hennar. í þessu felst engin nið- urlæging, né heldur neinn veik- leiki í hvíldarlausri löngun okkar eftir því, að fræðast um hið ó- komna og möguleikana til þess að við hittum þá aftur, sem við höfum mist hér. Það er rétt og f 1 meir en þriSJung aldar hafa Dodd’a Kidney Pills veriö viCurkendar rétta meSaliS viS bakverk, gigt, þvagteppu og mðrgum fleiri sjúkdSmum. Fáat hjú öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eSa sex öskjur fyrir J2.50, eSa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. eðlilegt og fagurt, að þetta skuli vera æðsta úrlausnarefnið.” — Ekkert er heldur náttúrlegra, en að sjúklingum, sem eiga í stöðugu návígi við dauðann, “heyra yfir höfði sér heljarvængi þanda”, að einmitt þeim verði elífðarmálin ríkt umhugsunarefni. — — Alexander McGill, sem ritað hefir gott forspjalil að þýðing- unni, segir svo um hana: “Mál- ið á henni er tilgerðarlaust og eg hygg að Snæbirni takist að halda í þýðingu sinni þeim hrein- leik og einfaldleik, sem í ófimari höndum mundi hafa glatast”. Þetta er sanngjarnlega mælt og öfgalaust. Eg hefi ekki við lest- urinn hnotið nema um örfá orð og setningar og mun þar aðeins um skiftan smekk að ræða. Hafi Snæbjörn þakkir fyrir vel unnið verk! Auk formálans hefir hann rit- að gagnort æfiágrip liöfundarins, skáldkonunnar Beatrice Harraden. Bókin er prýdd ágætri mynd henn- ar og nokkrum fleiri jafn góðum og vönduð að ölllum frágangi. Hef- ir skáldsaga þessi þegar átt mikl- um vinsældm að fagna á íslandi, því að fyrsta útgáfa hennar, sem prentuð var seint í haust er leið, er uppseld; önnur útgáfa, með formála eftir Einar H. Kvaran, kom á markaðinn fyrir jólin og selst ört, enda mun fáa iðra þess, að lesa bók þessa. Hún skilur engan eftir andlega snauðari en hann var áður. Richard Beck. Arni Hannesson. Vertu sæll, vinur, vegir nú skilja, sofðu í friði þinn síðasta blund. Löng var roðin leiðin, lang-bezt að hátta og víkja á horfnra vina fund. Róleg er hvíldin, róleg var æfin, rólega háð var hið hinzta stríð. Aldrei að fárast aldrei var asi né arg, á þinni æfitíð. Stefnunni hélztu, stýrðir prýðilega, áfram var róið með elju’ og dug, eins þó að hvesti, alt eins í logni, vel á þrautum vanstu bug. Minning þín lifir. Margir þín sakna, mörgum þú reyndist vinur trúr. Bróðuryl meður bágstöddum veittir, og brátt þú leystir vanda úr. Þökk sé þér, vinur, þitt alt fyrir starfið, þökk fyrir dæmið fagurt, skýrt. Þökk fyrir ljúfmenzku, bjartsýna brosið, já, brosið og viðmótið hýrt. Búið er stríðið, búið vel að gera. Berst þú með englum í sæ*lugeim. Sætt er að sofna saddur lífdaga. Svo farðu vel til Föðurs heim. S. B. 0. Fyrsti ístrubelgur: Hvernig lízt þér á fjármálin? Annar ístrubelgur: O-o, við neyðumst víst til að reyra sultar- ó'lina fastar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.