Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG. FíMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1933. Robin Hood pakki af pressuðum höfrum, með “Red Spot” vörumerki, hefir að geyma nýjan og fallegan hlut úr postulíni RobinwHood OdtS Rjðpl Ur bœnum og grendinni Fjórtánda Arsþing Þj óÖr æknisf élagsins verður haldið í GOODTEMPLARAHÚSINU við Sargent Ave., Winnipeg 22, 23 og 24 febrúar 1933 og hefst kl. 10 f. h. miðvikudaginn 22. febrúar. DAG'SKRÁ: 1. Þingsetninfe. 2. Skýrsla forseta. 3. Kosning kjörbréfanefndar. 4. Kosning dagskrárnefndar. 5. Skýrslur annara embættismanna. 6. Útbreiðslumál. 7. Fjármál. 8. Fræðslumál. 9. Samvinnumál. 10. Sjóðstofnanir. 11. Útgáfa Tímarits. 12. Bókasafn. 13. Kosning embættismanna. 14. Ný mál. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins, er deildum þess heim- ilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverja tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir fulltrúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildarinnar. Samþykt hefir verið á fundi stjórnarnefndarinnar, að greiða skuli úr félagssjóði, sé þess óskað, hálft fargjald full- trúa, er fari með umboð 20 deildarmanna. 1 sambandi við þingið heldur deildin Frón sitt árlega íslendingamót að kvöldi annars þingdags, fimtudag 23 febr. Almennar samkomur, undir umsjá stjórnarnefndarinn- ar, fara fram bæði hin kvöldin. Verður síðar skýrt nánar frá tilhögun þeirra. í fjarveru Jóns J. Bíldfetll, forseta, Ragnar E. Kvaran, varaforseti. Mr. G. K. Breckman frá Lund- ar, Man., var staddur í borginni á föstudalginn í síðustu viku. Mánudaginn 16. jan. s.l. lézt á St. Boniface sjúkrahúsinu Char- les T. Shefley, 61 árs að aldri. Hann var fæddur í Kitchener, Ont., og kom til Winnipeg fyrir 27 árum. Hann var í mörg ár við Oxford Hotel hér í borginni. Hinn látni var mjög vinsæl'l, skemtilegur heim að sækja, prúð- menni og vandaður í allri fram- komu. Hann var giftur íslenzkri konu, Ingibjörgu Jóhannsson. Auk ekkjunnar lifa hann þrjú börn, Roy, Helen og Irene, öll heima hjá móður sinni að 772 Ingersoll St., hér í borginni. Heimiíisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St., mið- vikudagskvöldið 8. febrúar. Með- limir eru ámintir um að sækja fundinn, og öllum þeim, sem kynnu að hafa í huga að gjörast meðlimir, er einnig vinsamlega boðið. í kvæðinu “Sólstöður” í síðasta blaði, hefir misfetrast fyrsta orðið í þriðju línu, fyrstu vísu: þína, á að vera: þín. Skuldarfundur á hverju föstu- dagskvöldi. Fjölskylda Gunnars heit. Kjart- anssonar biður Lögberg að flytja cflum þeim innilegt þakklæti sitt, sem sýndu henni hluttekningu og góðvild í sorg hennar og lögðu blóm á kistu hins dána manns. í æfiminningu Mrs. Guðrúnar Ingólfsdóttur Johnston, í síðasta blaði (26. jan.) er hún talin fædd 1822. Þetta er vitanlega prent- villa, en rétta ártalið er 1852. — Einnig er nafnið McHary rangt. Á að vera Mehary Miðvikudalginn, í siðustu viku, 25. janúar, andaðist, að heimili sínu nálægt Westbourne, Man., Mrs. Guðrún Pétursdóttir Eyvind- son, ættuð úr Árnessýslu á ís- landi, ekkja Þiðriks Eyvindson- ar, sem dáinn er fyrir nokkrum ár- um. Banameinið var innvortis- kvilli, og var hún veik hér um bil þrjá mánuði. Stór hópur barna f.ifir hina látnu, mikilsmetnu, göf- ugu konu. Hún bjó um fjórðung aldar á landinu, þar sem hún lézt. Hún var jarðsungin laugardag- inn 28. jan. af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að viðstöddum skyld- mennum og nágrönnum. Hennar verður nánar getið síðar. FRÓNSFUNDUR verður haldinn í efri sal G. T. hússins þann 6. febr. kl. 8 e. m. Á þeim fundi flytur séra Rún- ólfur Marteinsson fróðlegt er- indi; einnig syngur þar sön'g- flokkur Jóns Bjarnasonar skólans undir stjórn Miss S. Halldórsson. Þar verður upplestur og Mr. A. S. Barda'l skemtir þar með íslenzk- um hljómplötum. — íslendingar ættu að sækja vel fundi Fróns og njóta sameiginlega al-íslenzkrar skemtunar. — Samskota verður leitað á fundinum, en allir eru velkomnir, hvort sem þeir hafa nokkuð að láta á samskotadiskinn eða ekki. — Fjölmennið. Nefndln. Ársfundur Árdalssafnaðar. . Hann var haldinn í Árborg 15. jan. s. 1. Um 50 manns viðstatt á fundinum. Þrátt fyrir erfiðleika yfirstandandi tíma, sýndi skýr^la safnaðarnefndar, að allur rekst- urskostnaður starafsins nam á árinu $775, sem hafði verið borg- aður að fullu. Auk þess voru borgaðar á árinu áfallnar skuld- ir að upphæð $266.— Skýrslur djáknanfendar og sunnudagsskól- ans sýndu einnig góðan fjárhag. Mun yfirleitt mega fullyrða starf- semi safnaðarins að vera í góðu lagi. Söfnuðurinn hafði á árinu haldið 30 ára minningarhátíð sína, er fór ánægjulega fram. Fyrir þeirri hátíð stóð, með ágætri að- stoð safnaðarfóíks, safnaðar- nefndin, er tók við störfum síð- astliðið ár, eftir 'langt og vel und- irbúið starf eldri manna, málefn- inu til heilla. í safnaðarnefnd voru endur- kosnir: S. E. Jóhansson, E. S. Sigurdson, ‘ Fáll Th. Stefánson, L. S. B. Björnson og S. A. Sigurd- son.— Djáknanefnd: Mrs. S. Odd- son, Mrs. V. Guðmundson, Mrs. J. Brandson, Mrs. O. G. Oddleif- son og Mrs. R. O. Johnson. — For- stöðukona sunnudagsskólans, Mrs. H. F. Daníelson. — Grafreits- nefnd: Árni Bjarnason, G. S. Guðmundson, Jónas H. Jónsson, K. Th. Jónsson og Magnús Sig- urdson. (S. A. Sigurdson, ritari.) THE JUNIOR LADIES’ AID of the First Lutheran Church will hold a VALENTINE SOCIAL on the evening of February 14th, in the Church Parlors.—Further an- nouncements willl be made in the next issue of this paper. Mr. J. G. Stephenson frá Kan- dahar, Sask., var i borginni á föstud3fcinn. Spilasamkepni stúk. Heklu og Skuldar, er haldin var þriðju- dagskveldið 31 jan., hepnaðist af- bragðs veil. Á þriðja hundrað manns spiluðu. — Verður endur- tekið næsta þriðjudag og svo á- fram. Sömu verðlaun og músík. — Innilegt þakklæti til þeirra, er styðja þetta fyrirtæki. Nefndin. SAMKOMA. Erindi flytur Sigurður Svein- björnsson, ef guð lofar, í G. T. húsinu, neðri salnum, Sargent Ave., sunnudaginn 5. febr., 1933, kl. 3 e. h. Allir velkomnir. Eng- in samskot tekin. Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur samsöng í Fyrstu lútersku kirkju, föstudagskveldið hinn 16. þ.m. Nánar í næsta blaði. WONDERLAND _____THJATHE____ FRIDAY and SATURDAY February 3-4 “HOLD THEM JAIL” WHEELER and WOL8EY MONDAY and TUESDAY February 6-7 “TROUBLE IN PARADISE” KAY FRANOI8 HERBERT MARSHALL “SIX HOURS TO LIVE” WARNERBAXTER Open every day at 6 p.m.— Saturdays 1 p.m. Also Thursday Matinee. Eimskipafélag íslands Hinn árlegi útnefningarfundur í Eimskipafélagi íslands meðal Vestur-íslendinga, verður hald- inn að heimili herra Árna Eg'g- ertssonar, 766 Victor St. hér í borg, þann 27. febrúar 1933, kl. 8 að kveldi, til þess að útnefna tvo menn til að vera í vali fyrir hönd Vestur-íslendinga á aðal árs- fundi eimskipafélagsins, sem hald- inn verður í Reykjavik á íslandi f júnimánuði næstkomandi, til að skipa sæti í stjórnarnefnd félags- ins, með því að kjörtímabil herra Árna Eggertsonar er þá útrunnið. Winnipeg, 30. janúar 1933, B. L. Baldwinson, ritari. Mrs. Eggert Erlendson DÁIN. Borist hefir sú fregn að sunn- an, að dáið hafi Margrét, kona E’ggerts Erlendsonar í Grafton. Dauða hennar bar að höndum 10. jan., eftir hartnær fjögra ára stríð við heilsubrest. Fór jarðarförin fram að Gardar, þann þrettánda, að viðstöddu fjölmenni, og var hin framliðna jarðsungin af séra Haraldi Sigmar og Rev. H. A. Helsem frá Grafton. Auk ekkju- mannsins syrgja hana sex börn, það yngsta á sjöunda ári, ein systir og sex bræður. Er systir- in Mrs. F. G. Johnson, Edinburg, en bræðurnir eru: Albert Gillis, Crystal, N. D.; Gísli, Magnús, Gudnes og Jósef, er um eitt skeið var lögregluþjónn í Winnipeg, all- ir búsettir nálægt Wynyard Sask. S. M. Breiðfjörð, verzlunarstjóri og póstmeistari á Gardar, er hálf- bróðir. Þá er og mikið frændalið í W|innipeg, Selkirk, Gimli, Wyn- yard, Duluth, Minn., og víðar. Margrét sál. var fædd á íslandi og voru foreldrar hennar Jóhann- es Freeman Gíslason bóndi á Máfsstöðum í Vatnsdal og kona hans, Valgerðar Stefánsdóttur frá Stað á Reykjanesi, Einarssonar, Jónssonar af Bustarfellsætt. Móð- ir Stefáns var Ragnheiður dóttir hins þjóðkunna sýslumanns Magn- úsar Ketilssonar, og var Magnús, eins og kunnugt er systursonur Skúla fógeta Magnússonar. Árið 1887 kom Margrét sál. til Canada með forelddrum sinum, þá aðeins barn að aldri. Fyrstu árin bjuggu þau í Nýja íslandi, en fluttu þaðan til Duluth, Minn., þar sem þau dvöldu þar til 1902, að þau fluttu til Gardar. Um nokurt skeið stundaði Margrét sál. skólakenslu, og var svo nokk- ur ár í þjónustu Eaton félagsins í Winnipeg. Árið 1914 giftist hún Eggert EF.endson, og hafa þau búið í Grafton síðan. Margrét var fríðleikskona, góð- um hæfileikum gædd, og bar lang- flest þau sérkenni sálarinnar, er göfga mega og prýða ástríka og umhyggjusama konu o'g móður. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnu- dag, þ. 5. febr., og á þeim tíma dags er hér segir: í gamalmenna- heimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Þess er vænst, að fólkið fjölmenni. Þakkarorð. Öllum þeim mörgu, sem heiðr- uðu minningu móður minnar sál- ugu, Mrs. Ingiríðar Olafson, með því að vera viðstaddir jarðarför hennar, og öllum þeim, sem sýndu henni hlluttekningu og kærleika í veikindum hennar, þakka eg inni- lega. Winnipeg, 31. jan. 1933. Einar M. Olafson. Dr. A. V. Johnson tannlæknir, verður í Riverton á föstudaginn í þessari viku. Bara einn dag. Þurfið þér að láta vinna úr ull? Ef svo er, þá kaupið ullar og stokkakamba á $2.25 og $3.00 B. WISSBERG 406 Logan Ave., Winnieg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg íslenska matsöluhúsið par sem Islendlngar I Wlnnipeg o* utanbœ.larmenn fá sér m&ItlOlr og kafft. POnnukölcur, skyr, hanglkjö* og röllupylsa á taktelnum. WEVEL CAFE «92 SARQBNT AVE. Slml: 37 4(4 RANNVEIG JOHNSTON, eigandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast grelOlega um alt, sem aS flutningum íytur, smáum eCa etör- um. Hvergl sanngjarnara verC. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 50C JOHN GRAW Fyrsta llokks klæOskerl AJgreiOsla fyrir öllu Hér njðta peningar y8ar sin a8 fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. MOORE’S TAX! LTD. 28 333 Leigið blla og keyrið sjálfir. Drögum bíía og geymum. Allar aðgerðir og ðkeypis hemilprðfun. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. CARL THORLAKSON úrsmiður 6i27 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 217 117. Heima 24 141 Do Your Purchasing Through a D. A. For Convenience and Economy in Shopping the Merits of a Deposit Account should Not be Overlooked Shopping by means of a deposit account is more convenient than having goods delivered “C.O.D.,” for goods bought through a “D.A.” are delivered as paid. There are many otLer advantages to which the opening of a “D.A.” will entitle you: You may shop by phone or mail without the bother of sending a cheque or money order. Goods advertised “No C.O.D. orders” may be ordered over the telephone and charged to your “D.A.” A detailed statement of account, rendered each month, will enable you to keep a check on monthly expenditure. You may deposit or withdraw money any time the Store is open. A good rate of interest is allowed on your daily credit balance. For further information, call at the Deposit Account Office, Third Floor, Hargrave Street. If you are not purchasing through a “D.A.,” you are not taking full advantage of our Store Service. «'T. EATON 02.™ WINNIPEG - CANADA n 0 n 0 n s n 0 n 0 n sn Burn Coal and Save Money Per Ton $ 5.50 6.25 10.50 11.50 11.50 13.00 BEINFAIT LUMP DOMINION LUMP REGALLUMP............. ATLAS WLDFIRE LUMP WESTERN GEM LUMP FOOTHLLS LUMP SAUNDERS CREEK “Big Horn” Lump 14.00 WINNIPEG ELEC. KOPPERS COKE 13.50 FORD OR SOLVAY COKE 14.50 CANMORE BRIQUETTES 14.50 POCAHONTAS LUMP 15.50 MCfURDY CUPPLY f0.1 TD. Vs Builder*’ |3 Supplies Vsand JLi Coal Offlce and Yard—136 PORTAGE AVENUE EAST 94 300 PHONES 94 309 9 0 9 0 9 0 9 0 9 0 9 is BRYAN LUMP Viðurkend af stjórnar vélameisturum að vera HIN BEZTU DOMESTIC KOL I VESTURLANIJINU — VEITA BEZTAN HITA Lítil aska, og lítill raki, og endast úr von og viti. Ekki ósvipuð harðkolum. Þessi kol seldust áður á $13.75, NO Á $12.00 SMÁLESTIN HALLIDAY BROS. LIMITED Símar: 25 337 — 34 242 — 25 338 — 37 722 JOHN OLAFSON umboðsmaður, 250 Garfield St. Sími 31 783 Announcing the New and Better MONOGRAM LUMP . $5.50 Ton COBBLE . $5.50 Ton STOVE • $4.75 Ton Saskatchewan’e Best MINEHEAD LUMP . $11.50 Ton ’ EGG . $11.50 Ton PREMIER ROCKY MOUNTAIN DOMESTIC COAL Wood’s Coal Company Limited 590 PEMBINA HIGHWAY 45262 PH0NE 49192 WEST END BRANCH OFFICE (W. Morris) 679 Sargent Ave.—Phone 29 277

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.