Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.02.1933, Blaðsíða 6
Kl» fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÚiAR 1933. MacklÍD kapteinn — Endurminningar hans. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. “Nei, það gerir hann ekki,” sagði Aiken heldur hvatlega, “og það stendur heldur ekki til. Þér megið hafa mig fyrir því, að því færri sem,þér reystið hér í landi, því betra fyrir mann sjálfan. Hér er alt svo rotið, að því verður ekki með orðum lýst. 1 þessu landi hafa fuglarnir enga söngrödd, blómin engan ilm, konurnar virða gott siðferði að vettugi og karlmennirnir eru eins óheiðai’legir og ó- ábyggilegir, eins og verða má. Þetta var sagt um fólk þessa lands fyrir mörgum ár- um og það er jafn satt enn í dag. Sá, sem það sagði, hefir vel vitað hvað hann var að tala um. ” Þetta var ekki álitleg lýsing, þó talsvert kynni að vera satt í henni, en mér fans hún ekki heinlínis koma Laguerre við. “Laguerre hershöfðingi tilheyrir ekki þessu landi,” sagði eg. “Nei,” sagði Aiken og hló. “Hann er blendingur af írskum og frönskum ættum og tilheyrir mörgum þjóðum og ekki frekar einni en annari. Hann hefir barist undir flestum þjóðfánum og er ekki betur staddur enn í dag heldur en þegar hann byrjaði. ’ ’ Hann sneri sér við og horfði á mig og svipurinn var ekki góðlátlegur, en þó meira glettnislegur en illúðlegur. “Það er eitthvað líkt á komið með lionum og yður sjálfum,” sagði hann. E(g skildi full vel, að það var ekkert liáð til mín falið í því, sem hann sagði, en mig langaði til að komast að því hvað hann eig- inlega hugsaði um mig, svo eg spurði: “Á hvern hátt finst yður eg líkjast Laguerre hershöfðingja ? ” Aiken virtist hafa gaman af þeirri' liugs- un, að hershöfðinginn og eg værum eitthvað líkir, eða það væri eitthvað líkt með okkur, og háðsrosið lék um varir hans. Hugmymd okkar um liernað og hermensku virtist vera Aiken háðsefni, eða að minsta kosti hélt hann áfram að brosa hæðnislega. “Þér komist að því, þegar við hittum hann,” sv’araði Aiken. “Eg get ekk vel -kýrt það fyrir yður. Það er kannske bara það, að þið tveir eruð öðru vísi aðrir menn, Hann er gamaldags, ef þér skiljið hvað eg á við, og ungur—” “Hvaða vitleysa,” tók eg fram í. “Hann er gamall maður.” “Hann er nógu gamall til að vera afi vð- ar,” sagði Aiken og hló, “en eg segi að hann sé ungur, eins og þér, ungur eins og þér eruð.” Aiken vissi að mér féll illa, þegar hann var að gefa mér í skyn, að eg væri svo miklu* yngri heldur en hann sjálfur, og eg var rétt að segja byrjaður á því, að svara honum ein- hverjum ónotum, Jiegar nokkuð annað kom fyrir, sem gerði skjótan enda á ]iví. Hár, tötralegur maður, kom fram undan einum klettinum og hélt byssu á lofti. Hann var svo nærri Aiken, að byssuhlaupið var svo að segja fast við andlitið á honum. Aiken rétti þegar upp hendurnar og hrökk aftur á bak og hefði líklega dottið af baki, ef hann hefði ekki aftur hallað sér áfram og girpið utan um hálsinn á asnanum. Eg stöðvaði minn reiðskjóta og hélt höndunum eins hátt og eg gat upp í loftið. Maðurinn miðaði á okkur til skiftis, og kallaði með hárri röddu á ensku: “Verið kyrrir. Hverj- ir eru hér á ferðf” Aiken hafði ekki sagt mér, hvernig svara ætti slíkri spurningu, svo eg þagði. Eg heyrði, að fyrir aftan mig var José að lesa bænir sínar, og það var kjökurhljóð í rödd- inni og leyndi sér ekki, að hann var meir en lítið hraxldur. Aiken hepnaðist að reisa sig aftur við í hnakknum og rétti nú upp hendurnar. “Bölvað ónæði er þetta, ” sagði hann. “Við erum ferðamenn, á leið til höfuðstaðarins í viðskiftaerindum. Hvern .skollann eruð þér eiginlega að gera hér?” “Qui vive?” hrópaði þessi ókunni maður og hélt byssunni á lofti. “Hvað þýðir þetta?” spurði Aiken óþol- inmóðlega. “Talið þér ensku, og hættið að miða á okkur bvssunni. ” Maðurinn hætti að miða á okkur til skiftis og miðaði nú bara á Aiken. “Þér verðið að hrópa: Lengi lifi stjórn- in, ” sagði hann með töluverðum mvndug- leika. Það matti sjá á Aiken, að nú hafði liann orðið einhvers var, sem hann liafði ekki átt von á. Eg var enn ekki búinn að læra að skilja augnatillit hans, eins vel og eg skildi það seinna. Hann er reglulegur snillingur í ])ví, að láta menn skilja hvað hann hugsar, án þess að segja nokkuð, en aðeins nota aug- un til þess. En stundum segir hann meira með augunum, heldur en hann vill segja, eða heldur að aðrir skilji. Eg veit æfinlega þeg- ar hann lýgur að mér. Hann veit þetta, og hann trúði mér fyrir því einu sinni, að ef hann hefði verið fær um að venja sig af þessu, eða stjórna því betur en hann gerði, þá hefði hann getað sparað þúsundir dala, sem hann hefði tapað í spilum. I þetta sinn gerði hann ekkert annað en depla augunum. “Nei, eg er ófáanelgur til að lirópa: ‘Lengi lifi stjórnin’.” svaraði hann, en bætti svo strax við “Eg hrópa ekkert af því tagi. Eig er Bandaríkjakonsúll og eg er hér í nauðsyn- legum erindagerðum. Sama er að segja um vin minn, sem með mér er.” Maðurinn lét sér ekki segjast við þetta og hélt byssunni í sömu stellingum. “Þér gerið annað hvort, hrópið ‘Lengi lifi Alxarez’, eða eg bara hleypi af byssunni,” sagði hann. Eg hafði meira næði til að veita þessum manni eftirtekt, heldur en Aiken hafði, því það er erfiðara en margur kann að halda, að veita þeim manni mikla eftirtekt, sem mið- ar á mann byssunni, en eg gat ekki betur séð, en að gletnisbros léki um varir þessa ókunna manns. Þar sem sá vangi hans, sem frá byssunni sneri, vissi að mér, svo eg gat séð þetta, en Aiken ekki, og svaraði hann nú með enn meiri frekju en áður: “Eg segi eins og áður, að eg er Bandaríkjakonsúll. Þér getið reitt vður á, að það kæmi yður ekki að neinu lialdi, að skjóta mig, en eg skal gefa vður tvö hundruð dali. Ef þér skjótið mig, þá fáið þér ekkert.” Þetta var býsna alvarlegt, og mér stóð alls ekki á sama, hvorki vegna Aiken, né sjálf.s mín; en þegar hann bauð fram þessa peninga, þá var annað hvort, að taugarnar voru ekki í sem beztu lagi, eða þá hitt, að glaðlyndið fékk yfirhöndina, en nokkuð var það, að eg hló upphátt. Þegar eg var búinn að hlæja dálitla stund, þá reyndi eg að gera sem bezt eg gat úr þessu, svo eg sagði: “Bjóðið þér lionum fimm hundruð fyrir okkur báða. Við skulum ekki horfa í kostn- aðinn.” Eg gat séð, að maðurinn hélt ekki eins stöðugt á býssunni eins og áður. Hún hreyfðist í höndum lians. Hann leit á mig og klemdi saman varimar, en svo gat hann ekki lengur varist því, að reka upp skelli- hlátur. Hann gekk aftur á bak Htið eitt og hallaði sér upp að steinveggnum og benti á Aiken. “Eg vissi alt af, að það varst þú,” sagði liann. “Auðvitað visi eg það. Eg vissi það strax.” Mér fanst við vera leystir úr miklum vanda, en illa féll mér þetta samt. Mér fanst eins og einhver hefði komið að baki mér og reynt að gera háð að mér. Eg vonaði að yf- irmaður hans mundi hegna honum duglega fvrir þetta athæfi og mér fanst liann eiga það skilið. Aiken stakk höndunum í vasana og horfði á þennan ókunna mann. og sýndi þess ljós merki, að hann var meir en lítið óánægður út af aðförum dians. “Þú hefir skrítnar liugmyndir um það, livernig á að gera að gamni sinu,” sagði hann eftir góða stund. “Það hefði vel getað komið fyrir, að eg hefði skotið þið.” Maðurinn tók þessu öllu í gamni og bara hló að okkur. Það lá svo vel á honum út af þessu, og hann hló svo mikið, að það leið góð stund, þangað til hann gat sagt það, sem hann vildi segja. “Eg sá þig í Porto Cortéz,” sagði hann. “Eg visSi altaf, að ]>ú ert Bandaríkjakon-- konsúll. Þú komst í herbúðirnar eftir har- dagann og áttir langt tal við hershöfðingj- ann í tjakli hans. Manstu ekki eftir mér? Eg stóð á verði úti fvrir tjaldinu.” Aiken svaraði honum með lítilli virðingu. “Nei, eg man ekkert eftir þér. En eg skal muna eftir þér næst. Ert ]>ú að lialda vörð hér, eða ert þú hér eins og hver annar stiga- maður upp á þínar eigin spítur?” “Eg er hérna svona helzt að gamni mínu,” sagði hann og sýndist nú vera nokkurn veg- inn einlægur. ‘ ‘ Okkar bækistöð er hér skamt frá, og yfirmaðurinn sagði mér, að láta alla fara ferða sinna í friði nema óvinir okkar, en mér bara datt í hug að gera dálítið að gamni mínu þegar eg sá ykkur, en það tók eg bara upp hjá sjálfum mér. Eg er sjálfur Banda- ríkjamaður, frá Kansas. Og þar sem eg er Bandaríkjamaður, þá fants iqér eg ætti ‘að heilsa upp á Bandaríkjakonsúlinn dálítið öðru vísi heldur en aðra, og eg hélt það gerði ekki mikið til, þó þú kannske yrðir dálítið hræddur rétt sem snögg\rast. En þið urðuð ekkert hræddir, ekki lifandi vitund, eg er viss um það.” Svo tók hann í hendina á okkur báðum eins vinsamlega, eins og hann liafði lag á. Eg heiti Pete MacGraw,” sagði hann. “Jæja' þá, MacGraw,” sagði Aiken, “ef þú vilt nú fylgja okkur til Laguerre liershöfð- ingja, þá skulum við mæla með því við hann, að þú fáir hærri stöðu í hemum. Þú þarft að hafa meiri ráð, heldur en iþú hefir. Eg geri ráð fyrir, að manni með þínum hug- myndum og skaplyndi, þyki nokkuð leiðin- legt og dauflegt, að þurfa að vera bara ó- breyttur hermaður. ” MacGraw glotti og var auðséð, að honum féll vel það sem Aike,n sagði. “Ef eg tek ykkur til hershöfðingjans lif- andi, fæ eg þá þessa tvö hundruð dali?” spurði liann, óg enn hló hann eins og hálf- gerður vitleysingi. Þessi náungi var bara meinleysingi, og við hlé>gum líka. En við hættum því fljótlega, því einhvers staðar fyrir ofan okkur hevrð- um við hrópað: “Hættið þessum hávaða.” Eg leit upp og kom þar auga á mann, sem mér skildist að mundi vera einhvers konar yfirmaður í þessum uppreisnarher, þó bún- ingur hans væri engan veginn samsvarandi hermannabúningi, eins og mér skildist að han ætti að vera. Hann heilsaði Aiken kunn- uglega. “Mér þykir vænt um að sjá yður,” sagði hann. “Þið farið af baki og teymið hestana ykkar í þessa áttina.” Hann leit á mig dálítið grunsamlega, að mér fanst, og hvarf svo inn í skóginn. Herforinginn er að vonast eftir yður, Aiken,” kallaði hann til okkar. “Eg vona, að alt sé í lagi.” Við Aiken höfðum byrjað að toga asnana með okkur upp brekkuna, en það leið ekki á löngu þangað til þessi hermaður var horf- ing og við sáum engar götuslóðir. “Nei, það liggur nú ekki nærri, að alt sé í góðu lagi,” tautaði Aiken. “Það er ekkert í góðu lagi.” Við heyrðum blótsyrði og rétt á eftir sá- um við höfuðið á þessum hermanni, og starði Jjann á okkur og var töluvert ergelsislegur á svipinn. “Hvað eruð þér að segja?” sagði hann með miklum myndugleika. “P]g á við það, sem eg liefi að segja La- guerre hershöfðingja,” svaraði Aiken held- ur dauflega. Hermaðurinn tautaði eitthvað fyrir munni sér, sem við heyrðum ekki og svo héldum við áfram á eftir honum og höfðum okkur það til leiðbeiningar, að við hevrðum lim brotin og steina hrynja niður. Þegar eg leit framan í Aiken, duldist mér ekki, að hann sá nú meira eftir því að hafa lagt upp í þessa ferð, heldur en nokkurn tíma áður, en ekki liaft vit á að vera kvr niðri á ströndinni. Eg hreint og beint kendi í brjósti um hann. Þegar þannig var nú ástatt fyrir honum og hann var ekki lengur að stríða mér, eða hæðast að mér, þá urðu tilfinningar mín- ar til hans alt aðrar, en þær höfðu áður ver- ið. Hann var eini kunninginn, sem eg hafði í Honduras, og þegar eg hugsaði um hann i sambandi við þessa ókunnu menn, sem höfðu tokið mér svo kuldalega, þá fanst mér eg hafa töluverða ástæðu til að vera vinur hans. Eg hélt því áfram upp brekkuna með honum, með töluverðum erfiðismunum þó, því hún var brött og erfið. “Ef þarna verður eitt- hvert uppistand, þá skal eg vera með yður,” sagði eg við hann. “Það verður ekkert uppistand,” sagðl Aiken hálf önugur. “Eg er bara að segja, að ef það skyldi verða, þá skal eg vera á yðar hlið. Þér meg- ið reiða yður á það. ” “Það er gott,” sagði hann. Við vorum nú komnir upp á bníinna og eg leit niður fvrir ofan í gilið. Mér til undrunar sá eg, að þarna uppi var enginn skógur eða kjarr, heldur grasslétta, og lækur skifti henni í tvo hér um bil jafna parta. Öðru megin var fjöldi' af hestum og múlösnum, en hinum meg- in margir kofar bvgðir úr skógarrenglum, og rauk þar á ýmsum stöðum. Þaran sátu menn alstaðar þar sem skugga bar á ogsumir sváfu í grasinu, en aðrir voru að þvo leppa sína í læknum. Upp undir hæðinni var tjald og stóðu hermenn þar á vepði. Þóttist eg vita, að nú væri eg kominn þangað, sem eg hafði ætlað mér í fyrstu. Hér voru stöðvar upp- reisnarmanna. Hér var Laguerre hershöfð- ingi og útlendinga herdeild hans Þótt eg hefði nú lokið ferð minni og væri nú kominn þangað sem eg ætlaði mér, þegar eg lagði af stað að heiman; þá fann eg eins og ekkert til þess að eg hefði náð takmarki mínu og fann ekki til gleði og ánægju. Það var þvert á móti, því eg var í þungu skapi og mér fanst áhyggjur leggjast á mig. ífér var alt svo ger- samlega ólíkt ])ví, sem eg hafði gert mér í hugarlund og alt var miklu vesaldarlegra og óaðgengilegra, en eg hafði lialdið að það væri. Mér fanst því sjálfum engin furða, þó þung- lyndi legðist á mig og mér fanst það afsakan- legt. Eg hafði gert mér hugmynd um glæsi- legar herbúðir, snjóhvít tjöld, þar sem alt væri fágað og hreint, eins og bezt mætti vera, og alt eftir þessu. Eg hafði hugsað mér, að hér væri alt með röð og reglu, eins og bezt gæti verið, þar sem öllum hermannasiðum og reglum væri fylgt út í yztu æsar og hermennimir væra vel æfð- ir og siðprúðir menn, en í þess stað fanst mér þarna alt í mestu óreglu og hermennirnir illa útlítandi, flökkulýður úr öllum áttum. Eg var hálfvegis, í huganum að óska þess, að mér yrði frekar illa tekið, því þá hefði eg gott tækifæri að láta í ljós vonbrigði mín og óá- nægju. Hermaðurinn, sem vísað hafði okkur leið, sanzaði utan við tjaldið og fór, með miklum ákara að tala við einhvern sem inni var. Sá, sem í tjaldinu bjó, kom út. Hann var gildur maður, nokkuð feitlaginn, með mikið vfir- vararskegg, og var hann alt af að snúa upp á það. Hann var í einhvers konar einkennis- búningi, en ekki gat eg af honum ráðið hver staða hans var í hernum. “Mér þykir mjög vænt um, að þér komuð löksins, Mr. Aiken,” sagði hann. “Eg er Reeder yfirforingi og sem stendur er eg hér hershöfðingi. Þér munuð hafa komið til að tilkynna oss eitthvað?” Aiken var svo seinn til svars, að eg hætti að horfa á fyrirliðann og leit á Aiken. Það var enginn efi á því, að liann var hræddur og furðaði eg mig á því. Hann rendi augunum í allar áttir og vætti varirnar með tungubrodd- inum. Það var eins og alt hans mikla sjálfs- traust væri alt í einu horfið. Hermaðurinn, sem hafði fylgt okkur til herbúðanna, veitti því líka eftirtekt, hvernig Aiken leið og hann var alt annað en góðlálegur. Það leit út fyr- ir að honum þætti bara vænt um þessi vand- ræði, sem Aiken virtis vera kominn f. ‘ ‘ Eg vikli heldur mega gera Laguerre hers- höfðingja grein fyrir erindi mínu,” sagði Aiken loiksins. “Eg hefi hér öll yfirráð nú,” svaraði Reed- er nokkuð hvast. “Lag-uerre hershöfðingi er burtu sem stendur og eg er hér í hans stað. Eg veit alt um það, hvað Mr. Quay átti að gora. Það var eg, sem kom honum í kynni við hershöfðingjann. Hvar eru byssurnar?” Aiken hoVfði á hann stundarkorn ofboð ráðaleysislega, en svo var eins og liann átt- aði sig, eða réði við sig hvað liann skyldi gera. “Eg veit ekki hvar þær eru,” sagði hars. “Panama kom fyrir tveimur dögum, en þeg- ar eg spurði Leeds kaptein um byssurnar, sagði hann mér, að stjórnin hefði látið taka þær. Einhver hlýtur—” Bæði Reeder og hinn hermaðurinn tóku nú fram í fyrir honum, báðir í einu og voru báð- ir frekir og ruddalegir. “Svo það er þá satt,” sagði Reeder hrana- lega. “Það er satt, og þér vogið yður að koma og segja okkur þetta.” Aiken reisti höfuðið og það leit næstum lít fýrir, að nú væri hann til þess búinn, að ögra ]>eim. “Því skyldi eg ekki segja yður þetta?” sagði hann mynduglega. “Hver annar ætti svo sem að segja yður það? E(g er búinn að ferðast í tvo daga til að láta ykkur vita ]>etta. Eg get ekki að því gert, þó þetta séu slæmar fréttir. Mér þykir þetta rétt eins slæmt eins o.g ykkur.” Annar þessara hermanna var feitlaginn, bjarthærður Þjóðverji. Hann gekk feti nær Aiken og otaði fingrinum rétt að andlitinu á honum. “Svo þér getið ekkert að þessu gert?” hrópaði hann. “Og yður þvkir ósköp slæmt, að svona skyldi fara? Yður mun ekki þykja mjöf slæmt að taka ámóti peningunum fvrir þetta. Hvað mikið fenguð þér fyrir okk- ur, ha! Hvað mikið borgaði Joe Fiske?” Reeder rétti út hendurnar og benti hinum að færa sig frá. “Hægan, Tleinze kapteinn,” sagði hann í skipunarróm. Nokkrir menn, sem verið höfðu í grend við tjaldið, ]>egar við komum, komu nú nær og fóru að hlusta eftir hvað um væri að vera, og ,vakti ])að sjáanlega forvitni þeirra, að tveir af yfirmönnunum voru að jagast við Aiken, ákæra liann um eitthvað, eða eitthvað þess- konar. Heraginn var ekki betri en svo, að þeir hikuðu ekki við, að lilusta á það sem (þessir, fvrirliðar voru að segja, og það leit ekki ú fyrir annað, en þeir litu á sjálfa sig sem jafningja fyrirliðanna og að þetta kæmi þeim sjálfum við rétt eins mikið eins og yf- irmanninum. Það leit lielzt út fyrir, að hér væru allir jafnir. Þeir voru þegar byrjaðir á að tala um þetta sín á milli og ]>að með miklum hávaða og orðafjölda, og fann Heinze ástæðu til að segja það sama við þá, eins og Reeder hafði sagt við hann, að þeir skyldu hafa sig hægá. Reeder skipaði einnig svo fyrir, að allir skyldu þegja og vera stiltir og sneri sér svo að Aiken. “Jæja, ]>á, Mr. Aiken, eg bíð eftir svarinu. Hvað hafið þér að segja?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.