Lögberg - 16.02.1933, Page 6

Lögberg - 16.02.1933, Page 6
BU. fi. LÖGBERG, FIMTUDAGINN16. FEBRÚAR, 1933. Macklin kapteÍDD — Endurminningar ha/ns. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. “Já, einmitt það,” sagði Heinze, “hann hefir vegabréf frá stjórninni. “Látð þér mig sjá það,” sagði hershöfð- inginn. Eg fékk honum vegabréfið og liann tók -stól og settist á hann og fór að bera sjálfan mig saman við það sem í bréfinu stóð. “Hér segir,” sagði hann eftir góða stund, “að þér séuð hér á ferð í verzlunarerindum og að þér séuð á leið til liöfuðstaðarins, og enn fremur, að þér séuð vinur stjórnarinn- ar. ” Eg var rétt að því kominn að segja hon- um, að þangað til Aiken hefði fengið mér bréfið, hefði eg ekkert um ])að vitað, eða hvað það hefði inni að halda, en mér fanst að þetta gæti komið Aiken í einhver vand- ræði, svo eg svaraði: “Það varð ekki hjá því komist að segja þeim þetta, því öðru vísi hefði verið ómögulegt að fá vegabréfið eða komast hingað. Bg gat ekki sagt þeim, að eg væri óvinur stjómarinnar, eða að eg væri að rej'na að komast á yðar fund.” “Það sem þér hafið að segja, er töluvert grunsamlegt,” sagði hershöfðinginn. “Yð- ur er fylgt hingað, þar sem við felum okk- ur, af manni, sem grunaður er um svik við okkur. Hvernig ætti eg eiginlega að trúa }>ví, að þér séuð það, sem þér segist vera? Hvaða ástasða er til þess að eg trúi því að þér séuð ekki njósnari!” Eg get aldrei sætt mig við það, ef því er ekki trúað, sem eg segi, svo eg sýndi kann- ske dálítil þrjóskumerki, en svaraði engu. ‘ ‘ Svarið mér! ’ ’ sagði hershöfðinginn í skipandi róm. “Hvaða sannanir hafið þér ?’’ “Eg liefi engar sannanir, nema mín eigin orð,” svaráði eg. Mér fanst Laguerre hershöfðingja falla þetta vel 0g mér fanst í raun og veru hann vilja hjálpa mér út úr þessum vandræðum. En hann liafði æst skap mitt með því, að ef- ast um að eg segði satt. “Það getur ekki annað verið, en að þér iiafið eitthvað meðferðis, sem sýnir og sann- ar hver þér eruð, ” sagði hann. “ Þó eg hefði það myndi eg ekki sýni yður það, ” sagði eg. “Eg sagði yður í hvaða er- indum eg hefði komið. Ef þér haldið að eg sé njósnari, þá getið þér bara látið skjóta mig sem njósnara og komist svo að því seinna hvort eg sagði yður satt eða ekki. Hershöfðinginn brosti góðlátlega. “Það gerði mér mjög lítið gagn, og heldur ekki yður,” sagði hann. “Eg er ekki réttur og sléttur hermaður. Eg er fyrirliði og eg er svo vandur að virð- ingu minni, að eg þoli ekki að á mig sé litið eins og auðvirðlegan lygara 0g falsara. Ef hver heiðarlegur hermaður, sem er viljugur að ganga í lið með yður verður fyrir sömu meðferð eins og eg hefi orðið fyrir, þá furð- ar mig ekki, þó eg sjái annan eins lýð í kring um yður, eins og eg sé hér. ” Hershöfðinginn reisti höfuðið og leit til mín svo grimmilega að það var langt frá að mér liði vel meðan hann horfði á mig og þagði. “Ðf sannanir vðar fyrir því, að þér séuð lærður fyrirliði eru ekki betri en þær, að þér séuð prúðmenni, þá er kannske bezt fyrir yður að framvísa þeim ekki. Hvaða rétt hafið þér eiginlega til að segja að þér séuð útskrifaður af hermannaskóla ? ” Þessi orð hans komtí óþægilega við mig, því eg fann að eg átti skilið að þeim væri að mér1 beint. “Eg hefi fullan rótt til þess, þó eg hafi ekkert embætti.” “En þér eruð ekki einu sir.ni lengur her- skólasveinn,” sagði hann. “Yður hefir ver- ið vísað úr skólanum, væntanlega, með van- heiðri?” “ Já, með vanlíéiðri,” svaraði eg. Eg sá að hann liafði ekki búist við þessu svari. Það var eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja rétt í svipinn og hann leit bæði á Heinze og Aiken og mér fanst honum þykja slæmt að þeir skyldu heyra þetta. “Hversvegna var yður vísað úr skólanum? spurði hann, “hver var orsökin?” Hann tal- aði nú í miklu lægri róm. “Auðvitað þui’fið þér ekki að segja mér þetta,” bætti hann við. “ Það var vegna þess að eg var fjarverandi án þess að liafa leyfi til þess,” svaraði eg. “Eg var á dansi í veitingahúsi, og eg var þar í einkennisbúningnum.” “Var það nú alt 0g sumt?” sagði hann 0g l>rosti. ‘ ‘ Það var glæpurinn, sem eg var rekinn úr skólanum fyrir,” svaraði eg gremjulega. Hershöfðinginn horfði á mig stundarkorn og efaðist vafalausit mjög um það, að eg væri að segja sér satt. Eg hélt honum mundi finnast, að eg hefði leitt sig til að spyrja mig hvers- vegna eg hefði verið rekinn úr skólanum, svo eg gæti þar svarað honum því, sem mér þætti við eiga. Þegar hann sat þarna 0g horfði á mig, gekk Heinze til hans og hvíslaði ein- hverju að honum, sem hershöfðinginn svar- aði: ‘ ‘ Það sannar ekekrt. Það getur vel ver- ið, að hann hafi mjög góða þekkingu á her- mensku, en sé stjómarumboðsmaður engu að síður.” “Það er einmitt það,” sagði Heinze upp- liátt. “En eg vildi fá sannanir fyrir því, ef Iþær eru nokkrar til, að hann hafi verið á West Point. Ef sumt af því, sem hann er að segja er ósatt, þá getur eins vel verið, að það sé alt ósatt, og það þykir mér lang líklegast.” ‘ ‘ Heinze kapteinn styngur upp á því, að eg leyfi honum að spyrja yður nokkurra spurn- inga,” sagði liershöfðinginn dálítið hikandi. ‘ ‘ Spurninga viðvíkjandi hermensku. Munduð þér svara þeim?” EJg vildi ekki láta þá sjá hve sólginn eg var í það, að ganga undir slíkt próf, svo eg reyndi að líta út, eins og eg væri hræddur og svaraði hálf hikandi, að eg skyldi reyna að svara. Eg sá að Aiken leist eitthvað grunsamlega á þetta og leit eg því til hans þannig að hann skildi að mér félli þetta ekki illa. Heinze leit í kring um sig og fanst mér að hann væri að hugsa sig um hvemig hann ætti að byrja. “Setjum svo,” sagði hann, með spekings- svip, “að þér séuð yfirmaður í hernum til að líta eftir þessum herstöðvum og gefa álit yðar á þeim. Eg hefi sjálfur valið þennan stað og liefi hér töluvert að segja. Hvað munduð þér hafa að segja um það, hvaða kosti staðurinn hefir sem herstöðvar og hvaða ókosti ?” Eg þurfti ekki einu sinni að hreyfa mig þaðan sem eg stóð. Þaðan gat eg séð alt sem eg þurfti að sjá af þessum stöðvum. En fyrst spurði eg nokkuð seinlega: “Era þetta bara bráðabyrgðarstöðvar, tjaldað til einnar næt- ur, sem maður segir, á hergöngu, eða hefir herinn verið hér í nokkra daga?” “Við höfum verið hér tvær vikur, svaraði Heinze. “Er litið svo á að hér sé um stríð að ræða eins og stendur, eg á við að þið eigið í raún og veru óvinum að mæta. ”• “Auðvitað, ” svaraði Heinze. “Auðvitað erum við í stríði.” “Þá,” sagði eg hróðugur, “mundi eg í skýrslu minni, leggja til að sá, sem þessar herstöðvar hefir valið, væri þegar kallaður fyrir herrótt. Heinze gaf frá sér eitthvert hljóð, sem líkt- ist kuldahlátri. Aiken starði á mig 0g það var engu líkara en hann héldi að eg hefði alt í einu gengið af vitinu, en Laguerre bara hlevpti brúnum og veifaði hendinni óþolin- móðlega. “Þér eruð æði frekur,” sagði hann alvar- lega. “Eg vona þér getið skýrt hvað þér eig- inlega eigið þið.” . Þaðan sem eg stóð, benti eg á hinar skógivöxnu hæðir í kringum okkur. “Þessi staður hefir tvo kosti; hér er vatn og hér er gras,” sagði eg og talaði rétt eins og eg væri í raun og vem að skýra yfirmanni mínum frá þessum stað. “En þetta eru einu kostirnir. Heinze hefir valið dæld handa her- mönnunum að dvelja í, og því hafa óvinimir, ef þeir ráðast á ykkur, ágætt tækifæri. Fimm- tíu menn gætu furðanlega lengi varist uppi á hæðunum, en hér eruð þið eins og niðri í brunni. Héðan er engin leið burtu nema eftir þröngum skorningi, sem óvinirnir gætu hæg- lega varið. Eff óvinina bæri að höndum, þá eruð þið hér hreint og beint í gildra s>g gætuð hæglega verið strádrepnir. ” / E|g þorði ekki að líta á hershöfðingjann, en eg benti á byssurnar, sem voru þar rétt hjá honum. “Þessar byssur eru í umbúðum og þessar umbúðir eru spentar um þær með ól- um.. Það tektír að minsta kosti þrjár mínútur að koma þeim í stand, ef grípa þyrfti til þeirra. Og í stað þess að vera hér við tjald- ið, ættu þær að vera þarna uppi á hæðinni. Hér er ekkert fyrir mennina til að hengja á bvssur sínar og skotbelti. Það er mesti hægð- arleikur og svo sem engin fvrirhöfn, að búa til hentugt áhald til að hengja á byssurnar. Hér liggja þær út um alt og mennirnir mundu ekki finna þær fyr en seint og síðar meir, ef fljótlega þyrfti til þeirra að taka. Hér er ekki á nokkurn hátt fylgt nauðsjmlegustu 0g sjálf- sögðustu heilbrigðisreglum. Matarúrgangur- inn liggur út um 'alt og mennimir sjálfir liggja líka bara hér og þar. Þeir geta ekki komist yfir lækinn nema vaða í fæturaa, og allir fyrirliðar í her, vita að það er verra að hermennirnir séu blautir í fætuma, heldur en þó púðrið blotni. Það lítur ekki út fyrir að hér hafi nokkuð verið hreinsað til síðan þið komtíð hingað. Þetta er reglulegt pestarbæli, þar sem mennirnir eru líklegir til að veikjast af hitasótt nær sem er. Ef þið hafið verið hér í tvær vikur, þá er mesta furða að þið skuluð ekki allir vera orðnir veikir. Og hér,” bætti eg við, og benti á lækinn, “eru menn að baða sig og þvo leppana sína, en þar fyrir neðan eru menn að taka vatn úr læknum til drykkj- ar og matreiðslu. Því eru hér ekki hafðir menn til að líta eftir þessu. Þið ættuð að sjá um að þetta ætti sér ekki stað. Efst í læknum ætti að vera tekið vatn handa mönnunum til að drekka og til matreiðslu, svo ætti að vera vist svæði, þar sem hestunum væri vatnað, og þar fyrir neðan ætti að þvo óhrein föt. Þetta er nokkuð, sem allir hermenn vita, eða að minsta kosti ættu að vita.” 1 fyrsta sinn síð- an og byrjaði að tala leit eg nú á Heinze og glotti. “Hvernig fellur yður þessi lýsing á her- stöðvum yðar?’.’ spurði eg. “Eruð þér ekki á því eins og eg, að þér ættuð að vera dregnir fyrir herrétt?” Heinze varð svo mikið um, að það var engu líkara, en að hann mundi springa í loft upp. “Þér ættuð sjálfur að vera dreginn fyrir herrétt,” sagði hann með miklum hávaða. “Þér eruð að móðga vom göfuga herhöfð- ingja. Hvað mig snertir, gerir þetta ekki mik- ið til. En þér skuluð ekki sýna hershöfðingj- anum óvirðingu, vegna hans skal eg—” “Þetta dugar, Heinze kapteinn,” sagði Laguerre stillilega. “Þetta er nóg, þakka yð- ur fyrir. ” Hann leit ekki upp og leit á hvor- ugan okkar, en sat álútur og studdi olnbogan- um á knén og hönd undir kinn og horfði út í loftið. Það varð löng þögn og hún var mér alt annað en þægileg. Svo leit hershöfðing- inn við 0g starði á mig. Svipur hans lýsti mikilli alvöru og jafnvel áhyggjum, en engri gremju. “Þér hafið alveg rétt fyrir yður,” sagði hann loksins. Heinze og Aiiken færðu sig báðir nær, báðir afar áfjáðir í að heyra hvers konar dóm eg mundi fá hjá honum. Hann sá þetta og sagði nú nokkuð hærra en áður: ‘ ‘ Þér hafið alveg rétt að mæla hvað þessar her- stöðvar snertir. Alt sem þér segið er alveg satt.” Hann hallaði sér enn áfram og studdi oln- boganum á knén og hélt áfram að tala, en það var því líkast, að hann væri að tala við sjálf- an sig, en ekki við okkur. “Maður verður því kærulausari, því eldri sem maður verður,” sagði hann eins og hann væri að afsaka sjálfan sig fyrir sjálfum sér. ‘ ‘ Það verður þá auðveldara að gera manni til hæfis. Það sem einu sinni þótti gott, er það ekki lengur. Því fleiri sem vonbrigðin verða, því áhugamnni og daufari verður maður. Það var því líkast, að hann væri að raula eitthvað fyrir munni sér. Hann virtist alveg hafa gleymt okkur hinum. Það hlýtur að hafa verið þá, sem eg í fyrsta sinn sá þessa dreymandi þrá í augnaráði lians og eg fókk strax hina dýpstu samúð með hon- um og óskaði að eg hefði hug til að segja hon- um það. Eg sá ekki eftir neinu, sem eg hafði sagt eða gert. Þeir höfðu ráðist á mig og eg hafði aðeins varið sjálfan mig. Eg iðraðist ekki eftir neinu,.sem. eg hafði sagt; hrygð mín stafaði af því, sem eg las í augum hers- höfðingjans, þar sem liann sat og starði út í loftið. Mér fanst hann finna svo óendanlega mikið til einstæðingsskaparins og vonbrigð- anna, að eg hefði aldrei séð annað eins. t svip hans lýsti sér engin gremja, heldur sú tilfinning, sem hrygðin og þreytan og von- leysið skapa, en þó tómleiðinn mest af öllu. Hann leit sem snöggvast upp og sá mig horfa á sig, og eg sá að hann veitti mér nána athygli, en þó fanst mér liann vildi reyna að rýma mér úr huga sínum ef hann gæti, og hann leit mjög fljótlega af mér aftur. Eg hafði gleymt því í bráðina, að eg var grunaður um að vera njósnari, þangað til eg var mintur á það þegar Reeder kom aftur. Það var töluverður hraði á honum, og mér til mikillar undrunar, sá eg að hann hélt á sverð- inu, sem afa mínum hafði verið gefið sem heiðursgjöf, en sem hann hafði aftur gefið mór. Bg hljóp til hans og reif það af honum. “Vógið þér yður að gera þetta?” hrópaði eg. “Þér hafið opnað töskuna mína! Þér hafið engan rétt til að stynga nefinu í það, sem mór kemur við. Eg mótmæli þessu. Lag- uerre hershöfðingi, eg vona að þér látið ekki annað eins og þetta viðgangast.” “Hvað»á þetta að þýða?” sagði hershöfð- inginn við Reeder, og var æði byrstur í máli. “Eg var bara að leita eftir sönnunum,” sagði Reeder. Þér spurðuð eftir skilríkjum hans, og því fór eg að leita eftir þeim.” “Eg gaf yður engar fyrirskipanir um það, að fara og hnýsast í hirzlur þessa manns,” sagði hershöfðinginn. “Þér hafið gengið lengra en þér höfðuð rétt til. Yður hefir far- ist mjög illa og ranglátlega. ” Meðan hershöfðinginn var að setja ofan í við Reeder, horfði hann ekki á hann, en hann hafði ekki augun af sverðinu mínu. Það var nógu fallegt til að vekja athygli hvers manns, en þó sérstaklega sannra hermanna. Það var úr ágætasta stáli og skreytt gulli og fílabeini. “Þarna hafið þér framúrskarandi fallegt sverð, ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ En fyrirgefið þér ann- ars, eg liefi ekki enn heyrt nafn yðar.” Eg var að færa mig nær hershöfðingjanum til að sýna honum sverðið, þegar eg rak augun í plötuna, sem greipt var í sverðshjöltun og á plötuna var grafið: “Til Royal Macklin, þegar hann er tekinn inn í hermannaskóla Bandaríkjanna, frá afa hans John M. Hamil- ton, Maj. Gen. U.S.A.” “Eg lieiti Macklin,” sagði eg. “Royal Macklin.” Eg rétti honum sverðið þannig, að platan með nafni mínu sneri að honum. “Þér sjáið það þama,” sagði eg og benti á plötuna. Hann las það sem á liana var grafið og svo það sem grafið var á aðra plötu, sem var rétt hjá hinni, og á henni stóð að sverðið væri heiðursgjöf frá New York búum til John M. Hamilton hershöfðingja. í viðurkenning- arskyni fyrir framúrskarandi * framgöngu hans í stríðinu í Mexico. Hershöfðinginn leit alt í einu á mig og það leyndi sér ekki að hann varð forviða á því, sem hann sá. “Hamilton hershöfðingi! ” sagði hann. “John Hamilton hershöfðingi! Var hann virkilega afi yðar?” Eg hneygði höfuðið til samþykkis og hers- liöfðinginn starði á mig, eins og hann grunaði mig um, að eg væri að fara með ósannindi. “Eg hefi nokkuð að segja yður,” sagði hann, “og það er að hann var vinur minn. Hamilton hershöfðingi var góður vinur minn í mörg ár. Eg get líka sagt yður, að afi yðar var göfugur maður og mikill fullhugi og sann- . ur hermaður. Eg þekti afa yðar vel í mörg ár.” Hann stóð alt í einu á fætur og hélt á sverðinu í vinstri hendinni, en rétti mér þá hægri. ‘ ‘ Heinze kapteinn, ’ ’ sagði hann, ‘ ‘ sækið þér stól inn í tjaldið handa Mr. Macklin.” Hann virtist ekkert taka eftir því, hve afar nærri Heinze tók sér það að hlýða þessari skipun. En eg tók eftir því og það gladdi mig mikið og þegar Heinze kom með stólinn þakkaði eg lionurn kurteislega fyrir. Eg gat vel staðið mig við það, eins og á stóð. Hershöfðinginn var ýmist að draga sverð- ið úr skeiðunum, eða láta það í þær aftur og snúa því ýmist á þessa hliðina eða hina. “Að hugsa sér það, að þetta skuli vera sverð John Hamiltons,” sagði liann, “og að þér skuluð vera barnabarn hans! ’ ’ Hann strauk sverðið, þar sem það lá á hnjánum á honum, rétt eins 0g þegar maður lætur vel að barni og við og við leit hann til mín bros- andi. Þetta virtist vekja upp hjá honum gamlar endurminningar, sem við hinir þekt- um ekki, en við veittum honum nákvæma eftir- tekt. Alt í einu var eins og hann vaknaði af draumi og mér fanst strax að honum líka miklu miður, að Aiken og þessir tveir fyrir- liðar fir lians liði, skjddu vera þar. “Þetta dugar í þetta sinn,” sagði hann. “Eftir nafnakall komið þið með hann aftur Þeir Reeder og Heinze fóru með Aiken á milli sín. Hann leit til mín og eg skildi augnaráðið svo, að hann vildi biðja mig að leggja gott til með sér og lét eg hann skilja, að eg mundi gera það. Þegar þeir voru farnir, hallaði hershöfðinginn sér áfram 0g lagði hendina á öxlina á mér. “Segið þér mér það nú,” sagði hann. “Segið þér mér alt. Segið þér mér hvers- vegna þér eruð hingað kominn og hversvegna þér hlupuð að heiman. Yður er óhætt að treysta mér og þér skuluð ekki vera hræddur við að segja mér alt eins og er og hvernig sem það er. ” Eg skildi það strax að hann hélt að eg hefði farið að heíman út af því að eg hefði hagað mér einhvern veginn öðruvísi en vera bar, 0g kannske að eg hefði drýgt einhvern glæp, svo eg hugsaði að ef eg segði honum eins og var, þá mundi hann ímjmda sér að eg segði sér ekki allan sannleikann. En hann var svo góð- látlegur og einlægur, að eg hikaði ekki. Eg sagði honum alt; um líf mitt hjá afa mínum, óvirðingu þá sem eg hefði ortíið fjrrir í her- mannaskólanum og um löngun mína, þrátt fyrir þetta óhapp, til að verða hermaður. Svo sagði eg honum frá þeim vonbrigðum, sem eg hefði orðið fyrir þegar eg hefði komið þarna suður og komist að því, að þetta stríð væri ekki hafið á neinum göfugum hugsjón- um, heldur bara í eigingirni og ómerkilegri græðgi eftir peningum. Flestu af því, sem eg sagði virtist liann nokkumveginn samþykkur, en mótmælti mér þó einu sinni og það var því viðvíkjandi, að eg sagði að hér væri ekki um neitt frelsisstríð að ræða. “Eg fór inn í þetta, einmitt þessvegna,” sagði hann, “að þeir voru að berjast fyrir frelsi sínu og vegna þess að þeim hafði verið gert rangt til og þeir vbru minnimáttar og vegna þess að Alvorez er harðstjóri. Eg hafði engan annan tilgang en þann að hjálpa þeim, sem var minni mátt- ar„ en hafði orðið fyrir rangitidum. Þér verð- ið að trúa þessu, því annars get eg ekki talað við yður. Þetta er sannleikur.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.