Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL, 1933 • ligtjerg GeíltS út hvern fimtudag af TBE COLVMBIA PREBB LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerS $3.00 úm drið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES Sfl 327—88 328 Skattar Háir og hækkandi skattar er umtalsefni flestra manna nú sem stendur. Hér í Mani- toba eru það hinir nýju og auknu skattar, sem fvlkisstjórnin er í þann veginn að leggja á fólkið, sem mest er talað um. Samt eru þeir nú ekki helmingur á móti hinum nýju skött- um, sem sambandsstjórnin er að leggja á fólkið í landinu, Manitobabúa eins og aðra. Stjórnirnar, samibandsstjórnin og fylkis- stjórnir, fá orð í eyra, vesalingarnir, nú um þessar mundir, út af þessum auknu álögum. Það er reyndar ekki undarlegt, því langflest- ir eiga erfitt með að borga háa skatta um þessar mundir. Það jeg kunnugra en frá þurfi að segja. Um þetta málefni birtist nýlega grein í Ottawa Journal og hefir síðar verið tekin upp í önnur blöð. Ejkki verður sagt að sú grein segi allan sannleikann, en hún segir brot af sannleika, sem fólk hefði yfirleitt gott af að festa sér í minni og því ætlum vér að þýða þessa stuttu grein á íslenzku. Greinin er á þessa leið: “Hversvegna erum vér skattaðir! Yér er- um ekki skattaðir vegna þess að þeir, sem við stjórnmálin eru að fást, hafi ánægju af því, eða haldi að það sé góð pólitík. Ekki heldur af því, að ekki sé þörf fyrir peningana, eða að þeim sé kastað út í loftið. Vér höfum ver- ið skattaðir fyrir þá einföldu ástasðu, að vér höfum keypt eitthvað, muni eða vinnu, sem verður að borga fyrir. Það er alt og sumt. Fólkið virðist aldrei geta skilið þáð, að þegar það biður sambandsstjórnina, eða fvlkisstjórnina, eða þá bæjarstjórnina og sveitastjórnina að ráðast í einhverj- ar athafnir og íframkvæmdir, þá er fólkið sjálft að kaupa eitthvað. Kaupa eitt- hvað, sem það verður sjálft að borga fyrir, alveg eins og þegar það kaupir eitthvað hjá kaupmanninum. Á þessu er enginn munur. Þér getið spurt ihvern sem vera vill livað stjórnirnar séu að gera við alt þetta skattfé. Svarið hlýtur að vera það, að þær séu að brúka það til að borga fyrir það, sem fólkið ár eftir ár hefir heimtað af stjórnunum, stjórnarvinnu, stjórnar-aðstoð, stjórnarfram- kvæmdir af einhverju tagi, sem fólkið hefir sjálft heimtað. Engin stjórn neyðir pósthús^byggingu, hafnargörðum eða öðrum kostnaðarsömum fyrirtækjum upp á kjördæmin. Kjördæmin, skattgjaldendurnir, þrýsta stjóminni til að framkvæma þessa hluti. Senda til hennar bænaskrár og sendinefndir og stjórninni er hótað að kjósendumir fylgi henni ekki við næstu kosningar, ef hún geri ekki það, sem farið er fram á. Stjómin bara^ framkvæmir það sem heimtað er. Svo er öll þes’si hjálpsemi af öllu tagi, sem stjómin á að láta í té. Líknarstarfsemi fylk- isstjómanna, keyrsluvegimir, (og þar liafa lent miljónir í hundraðatali, sem vér verðum að borga vexti af) og öll þessi föðurlega um- sem stjórnirnar eiga að bera fyrir öllum og öllu— hver heimtaði þetta? Fólkið, vér, sem nú kvörtum og kveinum undan háum sköttum, vér gerðum það alt. Vér heimtuðum þetta og vér heimtuðum hitt, heimtuðum að oss væri ihjálpað, hossað og hampað og vér værum leiddir af stjórninni frá vöggunni til grafarinnar. Stjórn, sem ekki vill gera þetta er bara kastað út við fyrsta tækifæri. Nú eram vér að komast til sannleikans við- urkenningar. Ef vér á undanförnum árum ekki vissum hvaðan stjómin fékk þá peninga, sem hún notaði til að borga fyrir það, sem vér heimtuðum, þá vitum vér það nú. Eða vér ættum að vita það. Það er að vora viti eina bjarta vonin í núverandi uppreisn fólks- ins gegn sköttunum. Sú von að allir, eða nógu margir, fái séð þann sannleika, að stjómirnar eiga sjálfar enga peninga, að það sem vér fáum frá þeim, það fcaupum vér og að fyrir alt, sem þær láta oss í té, er borgað með pen- ingum úr vorum eigin vösum. Þaðan era peningarnir dregnir með sköttum.” , Yér sögðum að það væri brot af sannleika í þessum ummælum blaðsins, Ottawa Journai, ekki nema sannleiksbrot að vísu. en samt svo mikilsvert, að ekki ber fram hjá því að ganga. I hverju landi, þar sem þjóðstjórn er ríkjandi, ber fólkið sjálft ábyrgð á stjórnarfarinu. Fólkið sjálft ræður því hverjir stjórna og það er á þess valdi að velja eða hafna þeim stjórn- málastefnum, sem stjórnmálaflokkarnir halda fram fyrir hverjar kosningar. Yér eigum aldrei að kaupa það, sem vér ekki sjálfir viljum eða getum borgað fyrir. Að því leyti hefir Ottawa Journal rétt að mæla. Galdra Loftur t)ss er það í minni, að þegar vér í fyrsta sinn sáum leikritið Galda Loí't, eftir Jóhann Sigurjónsson, lásum vér það með meiri á- fergju, heldur en vér höfum, fyr eða síðar, lesið nokkurt annað leikrit. Það er ekki auð- velt, að hætta við þá bók, ef byrjað er á henni, fyr en hún er lesin til enda. Og það mun fæstum nægja, að lesa leikritið einu sinni. Maður les það aftur og aftur og við lestur- inn skapast einhver heildarmynd í huga manns, rétt eða röng, af því sem höfundur þessa merkilega skáldverks hefir í huga og vill gera öðrum skiljanlegt. Hyggjum vér, að flestum þyki myndin fög- ur, sumum ef til vill ljót, en öllum tilkomumik- il og áhrifarík. En það er ekki ætlun vor að skrifa ritdóm um leikritið Galdra Loft. Hins viljum vér ekki láta ógetið í Lögbergi viku lengur, að leikur þessi var leikinn í fundarsal Sam- bandskirkju, þriðjudagskveldið og miðviku- dagskveldið í vikunni sem leið, af Leikfélagi Sambandssafnaðar, bæði kveldin fyrir alveg fullu húsi. Það út af fyrir sig, er of mikill viðburður í félagslífi Islendinga í Winnipeg til þess, að fram hjá sé gengið þegjandi. Það er Lögbergi séfinlega ánægjuefni, að segja frá hverju því, sem Vestur-lslendingum er til sóma, og vér kunnum ekki betur að sjá né skilja, en meðferðin á hinu mikla leikriti, Galdra Lofti, væri yfirleitt Leikfélagi Sam- bandssafnaðar, til sóma. Leikurinn er í þremur þáttum. 1 tveimur fyrri þáttunum er leiksviðið hið sama, stofa ráðsmannsins á Hólum. Mun vera heldur auðvelt að gera það Jeiksvið sæmilega vel úr garði, því það er einfalt mjög. En í þriðja þættinum er leijksviðið Hólakirkja að nætur- lagi. Er þar erfiðara við að eiga, en oss skilst að þar hafi líka mjög vel tekist. Mr. Fred Swanson liefir málað tjöldin og hann hefir mi, eins og svo oft áður, gert það prýðilega vel og smekklega. Séra Ragnar E. Kvaran leikur Galdra Loft. Hann er líka leikstjórinn og vafalaust er einnig óhætt að segja, að hann sé lífið og sálin í Leikfélaginu. Það er enginn hægðar- leikur, að leika Galdra Loft. Hann er fyrst og fremst óvanalegur maður, og þar að auki er hann mest allan tímann á leiksviðinu. Ekki skal hér reynt að lýsa því, hvernig séra Ragn- ar E. Kvaran lék í einstökum atriðum, en hik- laust má segja, að yfirleitt lék hann ágætlega. Var allan leikinn út sjálfum sér samkvæmur, sýndi skapbrigði og svipbrigði svo prýðilega vel, að slíkt er heldur sjaldgæft, jafnvel hjá þeim, sem leiklistina leggja beinlínis fyrir sig. Málrómurinn er ágætur. Oss dylst ekki, að erfiðasta hlutverkið í þessum mikla leik er Galdra Loftur, en hið næst-erfiðasta er Steinunn. Hana leikur Mrs. Þórunn Kvaran. Má nokkurnveginn hið sama segja um hana, eins og séra Ragnar, að hún leysir hlutverk s'itt prýðilega vel af hendi. Hafi maður ekki skilið Steinunni við að lesa leikritið, þá skilur maður hana, eftir að hafa séð og heyrt Mrs. Kvaran á leiksviðinu. Dísu, dóttur biskupsins á Iíólum, leikur Miss Gyða Johnson. Hún er ímynd fegurðar og sakleysis og alls þess, sem bezt er, og alt vill hún gera til að hjálpa æskuvini sínum og unnusta, Lofti, en viljaþrek hennar má sín þar lítils geg-n hans sterka og ósveigjanlega vilja, sem alt verður undan að láta. Það er skemtilegt og ánægjulegt að sjá Miss John- son á leiksviðinu. Ráðsmanninn á Hólum leikur Lúðvik Hólm. Þessi ráðsmaður er faðir Lofts. Auðugur maður og metorðagjarn stórbokki. En ekki gátum vér varist því, að oss fanst heldur lítið til hans koma á leiksviðinu, eða töluvert minna heldur en vér hefðum gert oss í hugar- lund að vera ætti. Mr. Hólm hefir samt skýr- an málróm, svo vel heyrist til hans, en það sem hann fer með er meira líkt lestri en sam- tali. Ólaf, æskuvin Lofts, leikur Mr. Páll S. Páls- son. Hann leysir það hlutverk sæmilega af hendi. Ekki getum vér neitað því samt, að vér urðum þar fyrir dálitlum vonbrigðum, sem líklega kemur til af því, að vér höfúm oft áður séð Mr. Pálsson leika og oftast mjög vel. Ekki má gleyma að geta þess, að Mr. Björn Hallsson leikur blindan ölmusumann og gerir það prýðilega. Höfum vér þá að nokkru getið allra aðal leikendanna, þó þeir séu miklu fleiri, sem þátt taka í leiknum, en þeirra gætir lítið og hlut- verk þeirra eru létt. Má þar telja biskupinn á Hólum og biskupsfrúna, litla stúlku, vinnukonu og eina fimm ölmusumenn og ‘þrjá vinnumenn. Það er ekki nema við því að búast, að ölmusu- mennirnir væru nokkuð aum- ingjalegir, en ekki sjáum vér nokkra góða ástæðu til þess, að láta vinnuménnina vera aðrar eins dauðans herfur, eins og þessir vinnumenn voru. ' Vér höfum áður látið ánægju vora í ljós yfir því, að leikfélag það, sem hér er um að ræða, liefir áræði til að velja sér erfið viðfangsefni og skilning, smekk og vandvirkni til að láta sér farast verk sitt yfirleitt mjög vel úr hendi. Nú þökkum við því fyrir Galdra Loft og ósk- um því alls góðs gengis. Hversvegna oetlaði Gandhi að svelta sig í hel? Það þykir undarlegt mjög, að Gandhi skyldi ætla að svelta sig í hel vegna þess að Eglendingar bjuggust til að koma á kosninga- jafnrétti í lndlandi, og veita stétt- leysingjum — Paríum — kosninga- rétt. Til þess að skilja þetta, verða menn að vita hvernig þjóðlíf Ind- verja er. Um það ritar þýskur mað- ur, C. Z. Klötzel, á þessa leið: .Oft kemur þaÖ fyrir á indverskum járnbrautarstöövum, aS maÖur sér einkennilega sjón. Meðfram járn- brautarlestinni hleypur maÖur fram og aftur og er sýnilega í geðshrær- ingu. Á grannri snúru, sem hann ber um nakinn yfirbolinn, má sjá, að þetta er Brahmani (prestur). Hann lítur inn í hvern vagn, en snýr jafn- harðan frá með viðbjóði, og verður að lokum eftir þegar lestin leggur á stað. Var hann að leita að ein- hverjum manni í lestinni? Ónei, en í hverjum vagni, sem hann kom að, var Pari ( stéttleysingi). Og þar sem enginn Brahmani má vera undir sama þaki og Paria—ekki einu sinni á járnbrautarlest—þá varð honum einkis annars kostur en að biða eftir næstu lest.-------- Þungamiðjan í þjóðlífi Hindúa er stéttaskiftingin, og hún er ævagöm- ul. Þegar ariski kvnstofninn braut- Indland undir sig og kúgaði frum- byggja þess, Dravidana, til hlýðni, hófst stéttaskiftingin í Indlandi. Fjórar voru aðalstéttirnar í upp- hafi: prestar, hermenn, kaupmenn og iðnaðarmenn, bændur. Voru þær líkt og fjórir þjóðflokkar í sama landi, og hafði enginn samneyti við annan. Ef einhverjum varð það á, að giftast konu úr annari stétt, þá höfðu bæði hjónin gert sig sek um “stéttarsvik,” og þeim var útskúfað úr báðum stéttum. Það var eigi að- eins æðri stéttin, sem fanst sér mis- boðið með þessu, heldur einnig lægri stéttin. Eftir því sem aldirnar liðu, fjölgaði stéttunum í Indlandi og í hinni opinberu indversku árbók eru þar nú taldar 500 “viðurkendar” stéttir. T. d. kveður svo ramt að þessari stéttaskifting, að götusóp- arar á aðalgötunum í Bombay og Kalkutta telja það ekki virðingu sinni samboðið að matast með götu- sópurum úr úthverfum borganna. En auðvirðilegust—og fjölmenn- ust—allra stéttanna er Paria-stéttin, sem Englendingar nefna réttilega “outcast” (úrhrak). Það er í raun- inni ekki stétt, heldur stéttleysingj- ar.—Sennilega eru þetta afkomend- ur dravidanna, frumbyggja Ind- lands, sem Hindúar hafa ekki viljað láta sameinast sér, heldur gert að þrælum. Smám saman hafa svo af- komendur þessara þræla tekið Hindúatrú, og trúarbragðalega telja þeir sig Hindúa, en þrátt fyrir það er staða þeirra í mannfélaginu ó- breytt. Allar hinar stéttirnar forð- ast þá eins og pestina, og ef einhver snertir Paria, verður hann “ó- hreinn.” Ef skuggi af Paria fellur á Brahmina, þá verður hann að fasta og ganga undir meinlæti til þess að hreinsa sig, áður en hann má taka við prestsembætti sínu aftur. Pariar inega alls ekki koma í helgi- staði né goðahof, og ekki mega þeir taka vatn úr sama brunni og aðrir Hindúar. Þeir eru algerlega útskúf- aðir og miklu réttlausari heldur en þrælar hjá öðrum Asíuþjóðum. Gandhi var eigi aðeins sá fyrsti, sem sá, hvílíku hróplegu ranglæti Pariar höfðu verið beittir um aldir, en hann sá líka hve stórhættulegt þa5 var fyrir þjóðina að 60—70 miljónir manna væru útskúfaðir, þegar frelsisbaráttan færi að bera árangur. Frá hans sjónarmiði eru Pariar jafn réttháir og aðrir Hindú- ar. Sjálfur er hann Brahmani, og samt hafði hann þá ótrúlegu dirfsku fyrir nokkrum árum að fara að um- gangast Paria sem jafningja sína, að snerta þá, matast með þeim og taka þá á heimili sitt. En árangurinn af þessu hefir eng- inn orðið, hvorki meðal Hindúa né Paria. Hinir síðarnefndu hafa öld- um saman skoðað sig sem sérstakan flokk, eða sérstaka manntegund, og nú, þegar Indland er að vakna, veigra þeir sér við því að steypa sér í ólgusjó Hindúismans. AS vísu treysta þeir allir Gandhi, en þeir hafa jafn mikla óbeit á æðri stétt- unum. Nú höfðu Englendinjtar í hyggju að lögleiða stjórnarskrá og kosn- ingalög í Indlandi. Eftir þéim er mönnum skift i flokka: í einum flokknum eru Hindúar, í öðrum Múhamedsmenn, þriðja Sikhar, fjórða Evrópumenn, fimta Eurasíar (kynblendingar hvítra manna og Indverja) og sjötta—Pariar. Út af þessu fyrirkomulagi ætlaði Gandhi að svelta sig í hel til mótmæla, því að hann þóttist vita, að Englending- ar gerðu þetta ekki til þess að láta Paríana fá rétt til þátttöku i stjórn- málum, heldur til þess að hafa hér enn eina stétt í landinu til þess að 'siga upp á móti hinum. Gandhi gekk eigi aðeins það til að fá Englendinga til að hætta við þessa fyrirætlun, heldur var þetta tiltæki hans jafnframt viðvörun til Hindúanna um það að láta ekki flekast til þess að veita Parium alt í einu jafnrétti við sig, þessum stétt- leysingjum, sem hafa verið útskúf- aðir og réttlausir um aldaraðir og hafa því ekki þann þroska, að þeim sé ætlandi að kunna að fara með þau mannréttindi, sem þeim eru ætluð með lagafrumvarpi Breta. —Lesb. Astandið í Rússlandi Moskvva, 8. febr. A. m. k. 300—500 þúsund manns verða tilneyddir að hverfa frá Moskva á yfirstandandi ári, vegna hinnar nýju tilskipunnar um vega- bréf sem ríkisstjórnin hefir gefið út, en samkvæmt tilskipun þessari er hverjum einstaklingi innan ráð- stjórnarríkjarsambandsins gert að skyldu að bera vegabréf. — Fyrir stjórnarbyltinguna vakti vegabréfa kerfi það, sem í notkun var á Rúss- landi, mikla eftirtekt, þá þurfti hver borgari að hafa vegabréf, útgefið af lögreglunni, og var hverjum manni gert að skyldu að sýna vegabréf þetta, ef krafist vræri. Nú hefir sem sé verið horfið að þessu gamla fyrirkomulagi, en það er tekið fram, að hér sé aðeins um bráðabirgðaráð- stöfun að ræða til þess að koma í veg fyrir óþarfa fólksflutninga inn- anlands og of mikið framboð á vinnuafli í stórborgunum en einnig er þetta talið vera gert með það fyrir augum, að unt verði að hreinsa til i stórborgunum, hafa betra eftir- lit með glæpamannahyskinu, sem þar elur aldur sinn. Eins og nú er ástatt eru mikil vandræði vegna þrengsla í stórborg- unum í landinu, Moskva, Leningrad, Kharkov og Odessa. Það er nærri ógerlegt að ferðast í strætisvögnum og sporvögnum vegna þrerigsla. Fólksflutningaerfiðleikarnir í borg- unum eru gfskaplegir. Algent er, að 2—10 manns búi í sama herbergi, íbúðir, ætlaðar einni f jölskyldu, eru nú alment notaðar af 2—5 fjöl- skyldum. Til skamms tíma var ástandið þannig, að fólk kom hingað í þús- undatali daglega, úr sveitahéruðun- um, í von um að geta fengið at- vinnu og búið við meiri skemtanir og glaum en í fásinninu heima í sveitunum. í öllum járnbrautar- lestum eru mikil þrengsli og oftast verða menn að biða dögunum sam- 1 meir en þriSjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. an eftir járnbrautarfari. Margt af þessu fólki hefir flosnað upp og er á ferðalagi fram og aftur, á meðan það getur, til þess að leita sér atvinnu, setjast að einhversstað- ar, þar sem það hyggur, að betra sé að komast áfram, en þar sem það áður var. Á öllum járnbrautar- stöðvum eru mestu þrengsli. Margt af þessu fólki, sem sumt hefir ung- bödn meðferðis, sefur í biðsölunum, unz það fær járnbrautarfar. Vegabréfaskipunin er gefin út til þess að ráða bót á þessu ástandi. Menn fá ekki ferðaleyfi innanlands, nema góöar og gildar ástæður séu fyrir hendi, og verður þá að fá á- ritun hlutaðeigandi yfirvalda á vega- bréfin.—Atvinnulaust fólk í borg- unum, sem aðeins eykur á erfið- leikana þar, verður sent upp í sveit til starfa, annaðhvort á búgörðun- um eða á þeim stöðum, þar sem ný iðnaðarfyrirtæki eru komin til sög- unnar. Talið er að nú verði unt að safna mikilvægum skýrslum um fólks- flutninga innanlands og orsakir þeirra, vegna þess, að þetta vega- bréfakerfi sem utn hefir verið rætt hér, hefir veriö tekið í notkun, en til þessa hefir verið ógerlegt að safna áreiðanlegum skýrslum um þetta efni.—Vísir. Þjóðhátíðarkvæði Bólu- Hjálmars Þjóðhátíðarárið 1874 keptust ís- lensku skáldin um það að kveöa besta hátíðarkvæðið. Þar gekk Matthías Jochumsson með sigri af hólmi, og þá varð til þjóðsöngurinn : “Ó, Guð vors lands.” En hátíðar- kvæði Bólu-Hjálmars var stungið undir stól. Þegar Matthías hafði lesið það kvæði, varð honum að orði: “Hann skeiSríður kringum okkur hina, þar sem við förum fót fyrir fót.” —Lesb. Tímatalið rangt Nú á að vera 1940 en ekki 1933 Fyrir nokkru kom út í Þýskalandi stór bók í tveimur bindum, og f jall- ar hún um vísindalegar rannsóknir á tímatalinu. Höfundurinn er Os- wald Gerhardt prófessor í Berlín, sem er bæði heimsspekingur og guð fræðingur og hefir líka mikið álit á sér sem stjörnufræðingur. Hann hefir nýlega verið gerður heiðurs- doktor við háskólann í Erlangen. Hann kemst að þeirri niðurstööu í þessari bók sinni, að tímatalið sé rangt, reiknað frá fæðingu Krists, því að hann hafi fæðst fyrir 1940 árum, eða 7 árum fyr en talið er. Eru margir vísindamenn á sama máli og hann. Gerhardt prófessor bendir á það, að það hafi verið munkuririn Dio- nysius Exiguus hinn lærði, sem fyrstur manna reiknaði tímatalið frá fæðingu Jesú. Boðunardagur Maríu var 25. marz og því taldi hann fæS- ingardag Jesú, 25 desember, réttan. Enn fremur er sagt að Jesú hafi r.isið upp á sunnudegi, sem var 25 dagur í mánuði. Menn vissu þá að rúm 500 ár voru liðin frá Krists fæðingu, og nú fór Dionysius að reikna út og komst^aö þeirri niður- stöðu að fyrir 5CK) árum bar 25. marz upp á sunnudag, og það var því upprisudagurinn. Samkvæmt biblíunni var Jesús, þritugur þegar hann var krossfestur og þannig fann Dionysius það, að ártalið átti að vera 530, en var þá talið 523. Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.