Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL, 1933 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO LTD. HENRT AVK. EAST. - - WINNIPKG, MAN. Yard Offlce: ftth Floor, Bank of Hamllton Cbambers. Kristindómur og goða- sagnir Otvarpserindi Eftir prófessor Magnús Jónsson Um engan þann, sem lifaS hefir á þessari jörð, hefir veriS talað og skrifað jafnmikið og Jesúm Krist. Um aldirnar hefir hann verið, eins og spáð var yfir honum nýfæddum, táknið, seru móti er mælt, táknið, sem barist er um. Þá er og mjög athyglisvert, að einskis annars myndir hafa orðið jafn margvíslegar og mismunandi, eins og hans. Honum er lýst sem konungi og sem íarandmanni, sem hinum stranga dómara og jafnframt sem þeim, er allar yfirsjónir fyrir- gefi. Trúmenn af hinum ólíkustu stefnum hafa fundið hugsjón sína þar sem Jesús var. Sumir telja hann mestan allra, en aðrir hafa gert lítið úr honum, og hvergi geta menrt oröið sammála. Þýzki spek- ingurinn og sagnameistarinn Treit- schke segir, að þótt öllu trúarlegu mati sé slept, og litið á Jesúm að- eins frá venjulegu sögulegu sjónar- miði, þá hljóti niðurstaðan að verða sú, að hann sé mestur allra manna. Von Hartmann segir aftur á móti, að hann hafi verið greindur og vel gefinrí, en honum hafi ekki orðið úr því vegna mentunarleysis. Svona greinir menn á. Og svona greindi samtímamenn hans á. Sumir héldu, að hann væri sonur Guðs, en aörir, að hann starfaði með fulltingi þess vonda. Þessir musmunandi dómar sýna nú ekkert annað en það, hve fjöl- þætt þessi persóna er. Það er stór- kostlegt, að í hinum einföldu frá- sögum guðspjallanna skuli geymast svona margháttaður auður upplýs- inga, og er þetta heldur slæmur ljár í þúfum þeim mönnum, sem halda, að guðspjöllin hafi sópast saman utan um fáar en einfaldar goða- sagnir. Á þessari dæmalausu fjöl- breytni í einfaldleikanum er engin önnur skýring en sú, að persónan, sem verið er að lýsa, hafi gefið til- efni til þess. ÞaS eru geislar frá honum. En svo hafa menn farið lengra. Svo yfirbugaðir hafa sumir orðið af vandamálinu, að þeir hafa lagt inn á alveg nýja braut, og hún er sú, að Jesús hafi aldrei verið til. Þetta sé helgisögn ein alt saman, goðafræði og goðasagnir. í stað þess, að mað- urinn Jesús væri gerður að guði, var guðinn, eða goðið eða goðin gerð að manni. Af því að enn ber við, að orð eins og Jesús-sögnin eða goðafræðin í guðspjöllunum og goðasagnirnar eru látnar fjúka, er ekki f jarri sanni að athuga þessar skoðanir, þó að þær sé nú úreltar orðnar og eigi fáa for- mælendur. En slíkar skoðanir koma alt af fram við og við. Er skemst að minnast, að nokkrir sögumenn og bókmentasnillingar þóttust geta sannað, að skáldið Shakespeare hefði aldrei verið til, heldur væri öll þessi ódauðlegu skáldverk eftir heimspekinginn Francis Bacon, en hann hefði fengið leikaragrey eitt, sem hét Shakespeare, til þess að gangast við faðerninu að þessum verkum. Voru þessar skoðanir ým- islega framsettar og sköpuðust utan um þessa fjarstæðu allmiklar bók- mentir. Þar sem þetta er nú mögu- legt, um mann, sem var uppi á jafn sagnamiklum tímum og Elísabetar- tíminn var á Englandi, þá er ekki furða, þótt einhverjir sjái leik" á borði að bera niður á tímum frum- kristninnar og vilji vefengja þá við- burði, sem gerðust á fremur afskekt- um stað í heiminum fyrir h. u. b. 1900 árum síðan. Enda hefir þetta óspart verið reynt, og það er frá þessum tilraunum, að þau stafa þessi orðatiltæki um Jesú-sögnina, goðsag- an um Jesú og annað af svipuðu tægi. Eg skal nú lýsa þessum skoðun- um með fáeinum orðum. Þó að svipaðar skoðanir hafi oftar komið fram, skal eg láta mér nægja að segja frá síðustu stórárásinni, með- al annars af því, að hún var lang- skæðust, og fylgt fram af afarmikl- um lærdómi og dugnaði af sérlega þektum og velmetnum vísindamönn- um, svo að eg hygg, að sögulegur sannleiki meginatriða guðspjallafrá- sögunnar hafi aldrei fengið sterkari meðmæli en þau, hve vel hann stóðst þessa gífurlegu árás. Einn sá fyrsti, sem gaf út bók um þetta efni, var Englendingurinn J. M. Robertson. Hann gaf árið 1900 út bókina “Kristindómur og goða- fræði," þar sem hann leitaðist við að sanna, að Jesús hefði aldrei verið til, heldur væri guðspjallasögurnar safn af goðsögum. Menn væri nú alment, sagði hann, horfnir frá þvi að trúa undrafrásögnunum, en hvers vegna ætti þá fremur að trúa undri undr- anna, Jesú Kristi sjálfum. Hann væri mesta undrið og því ótrúlegast- ur. Robertson safnaði geysilega miklu af trúarsögulegu efni, og reyndi að sýna fram á, að flest það, sem um Jesú er sagt og eftir hon- um haft, væri til annarsstaðar og áður en hann átti að hafa lifað. Ef hann fann einhverja setningu í grísku skáldverki eða egipzkum helgisiðareglum eða persneskum trúarbókum, sem líktist einhverju í guðspjöllunum, þá ályktaði hann þegar í stað af því, að þetta væri stæling og ekkert annað. Eg hefi lesið kirkjusögu eftir Robertson þennan, og er afareinkennilegt að sjá, hvernig hún svifur í lausu lofti. Jesús hefir aldrei verið til og varla postularnir. En þessi hreyfing verð- ur einhvernveginn til þannig, að áð- ur en .nokkur veit af, er farið að prédika Krist, og postular hans í heiðri hafðir. Eg verð að segja, að mér finst þessi Robertson, sem er svo afarhræddur við öll kraftaverk, hafa skáldað þarna eitthvert allra ó- trúlegasta kraftaverk, sem eg hefi nokkurntíma heyrt nefnt. En þetta var ekki nema byrjun- in. Árið 1906 gaf Ameríkumaður einn, William Benjamin Smith, út bók, sem hann kallaði “Jesús á und- an kristindómnum.” Hann vildi þar sýna fram á, að áður en kristindóm- urinn hófst, hafi verið til Jesú-dýrk- un hingað og þangað i gyðingdómn- um. Það er Jósúa-nafnið, sem þar kemur til greina, en það er sama nafn og Jesús (Jehosvah — Jahve frelsar). Þessi Jesú-dýrkun á svo að hafa komist í samband við Messíasarvonir þjóðarinnar og fengið við það nýtt líf og kraft. Og alt í einu er svo komið, að öll þessi dýrkun og þrá er orðin að ákveð- inni persónu, Jesú, sem guðspjöllin segja frá. Bók Smiths var skrifuð af afarmiklum lærdómi og skarp- leika og vakti geysilega mikið umtal og andmæli. Þá vil eg víkja til Þýzkalands. Þar skrifaði prestur einn í Bremen, Albert Kalthoff að nafni, bók um “Uppruna kristindómsins,” sem út kom árið 1902. Hann var þeirrar skoðunar, sem út af fyrir sig getur verið mikið til í, að það sé yfirleitt ekki einstaklingarnir, sem komi af stað hinum miklu hreyfingum í ver- öldinni, heldur séu þær jafnan fé- lagslegar. Og þanrftg sé það einnig um kristindóminn. Dregur hann svo fram ýmsa strauma og stefnur, einkanlega öreigahreyfinguna í róm- verska ríkinu, sem hafi komist í samband við heimsslitavonir og Messíasarþrá Gyðinga. Hvort svo kunni að hafa lifað einhver gyðing- legur rabbi eða meistari, sem hét Jesús, er í hans augum algert auka- atriði, en gat svo sem vel verið, og við það hafi hreyfingin fengið á- kveðnari mynd og nafn hans tengst við hana. En þhð sé alls ekki víst og þurfi alls ekki að hafa verið. Þá vil eg nefna Assyríufræðing- inn nafnkunna P. Jensen í Marburg. Hann ritaði ákaflega lært og mikið verk um Gilgamesh hetjuljóðin, og kom hún út árið 1906. Hann vildi þar sýna fram á, að hetjuljóðin babýlonsku um Gilgamesh hefðu borist land úr landi, og alstaðar fengið á sig sérkennilegan svip. Til dæmis nefndi hann, að sögurnar um Abraham, ísak og Jakob, svo og um Móse og Elía spámann, værú ekk- ert annað en Gilgamesh hetjuljóðin í gyðinglegum búningi. Sama væri svo um uppruna kristninnar. Bæði Jesús og líka Páll postuli væru Gil- gamesh og ekkert annáð. Svo kem eg nú að þeim manni, sem fyrst hleypti verulegum hita í þetta mál, en það var heimspeking- urinn Arthur Drews, prófessor í Karlsruhe. Árið 1909 gaf hann út bók um þetta efni, sem hann kallaði “Goðsögnina um Krist” (Die Christusmythe). Hann notar með mikílli vandvirkni það, sem áður hafði verið ritað um þetta efni, og þó mest bók Benjamins Smiths. Hann álítur, að til hafi verið Jesú- dýrkun, sem hafi glæðst við Messí- asarvonirnar. En auk þess hafi bor- ist inn í þennan átrúnað geysilega mikið af efni hingað og þangað að, svo sem frá launhelgunum grísku. Það eru ýmsir guðdómar, sem þarna eru saman runnir, Ósíris, Attis, Adonis, og eg veit ekki hvað og hvað. I raun réttri er bók Drews sizt talin betri en t. d. bók Smiths, en það er þó ýmislegt, sem gerði það að verkum, að nú bálaði alt upp meira en nokkru sinni fyr. Bæði var nú það, að Drews var vel kunn- ur vísindamaður, og svo var hann frábær rithöfundur. Hann setti mál sitt afarljóst fram og réðist með sárbeittu háði á guðfræðingana. Þá var uppi hin svokallaða sögulega stefna, og því verður ekki neitað, að rökin, sem þar hafði verið beitt, höfðu ekki altaf verið sterk. Not- aði Drews sér þetta og var einstak- lega laginn á það, að hitta á veik- ustu deplana. Auk þess var hann hinn mesti dugnaðarvikingur og lét sér ekki nægja að skrifa um málið, heldur hélt hann og fyrirlestra um það í mörgum borgum. Bækur hans runnu út í þúsundatali. En nú hófst einnig mótstaðan, og kom hún mest frá mönnum sögulegu stefnunnar. Hermann v. Soden, Adolf Julicher og Jóhannes Weiss bæði skrifuðu um málið og fóru beinlínis herferðir um landið gegn Drews. Drews gaf út framhalds- bók um málið, og nú risu þeir einn- ig upp, sem áður höfðu skrifað í líka átt. Benjamin Smith skrifaði t. d. mjög skarplega bók, sem hann kallaði “Ecca deus,” sjáið guðinn. En einnig í enska heiminum kom fram sterk vörn. Má einkum nefna Oxfordmanninn Conybeare, sem skrifaði meistaralega bók gegn Smith. Er talið, að bókmentir þær allar, sem út af þessu spunnust, sé mörg þúsund bindi. En óhætt mun að segja, að deilunni lauk með full- komnum sigri þeirra, sem vörðu sögugildi guðspjallanna, enda mátti vita það fyrir að svo mundi fara, eins og málefni standa til. Langsterkasta röksemd þeirra, sem mælti á móti fsögugildinu, vajr náttúrjega þessi staðreynd, að per- sóna Jesú Krists er alveg einstæð. Það er svo einstætt fyrirbrigði, að maður, sem lifir hér á jörð, sé tign- aður og tilbeðinn eins og guðdóm- leg vera, og það jafnvel af þeim, sem með honum voru. Þetta sögðu þeir, að væri ómögulegt. Hér hlyti annað að vera bak við. Þeir sögðu sem svo, að þá væri frekar hægt að gera sér grein fyrir því, að guð- dómur svo að segja yrði að manni, þ. e. að helgisögurnar yrði að veru- leika i hugum manna. En allar þessar árásir hafa þó orðið til þess, að menn hafa enn betur en áður farið að rannsaka, hve sterkar heimildirnar séu í raun og sannleika fyrir uppruna kristin- dómsins. Og eg skal nú reyna að víkja að þessu örfáum orðum, þó að æskilegt hefði verið að hafa til þess töluvert rýmri tíma. Kristindómurinn er upprunninn í fremur afskektum hluta rómverska ríkisins, og hann kom fram með þeim hætti, að engin von var um það, að hann vekti á sér athygli þeirra manna, sem skrifuðu sögu rómverska ríkisins um þessar mund- ir. Það er því í raun og veru merki- legt, hve snemma fara að sjást merki um þessa hreyfingu í almennum heimildum. Bæði sagnaritarinn Svetoníus og Tacitus hafa ummæli, sem sýna, að þeir höfðu orðið henn- ar varir. Einkum eru merkileg um- mæli Tacitusar um bruna Róma- borgar, þar sem hann segir að Neró hafi skotið skuldinni á kristna menn. Telur hann þá að vísu fyrir- litlega, en þó hafi þetta verið ljótt og skammarlegt af keisaranum. Hann segir, að forsprakki kristna flokksins hafi verið tekinn af lífi af Pontíusi Pílatusi. Rétt eftir alda- mótin fyrstu er svo bréf Pliníusar til Trajans keisara um kristna menn. —Þeir sem efast um sögugildi guð- spjallanna hafa mjög vitnað í þetta, að ekki er meira um kristnina í þess- um ritum, en hitt er miklu sannara, að það er vonum meira eins og sakir standa. Erfiðara er að gera sér grein fyrir þögn Jósefusar, sagnarit- ara Gyðinga, því að honum hlaut að vera kunnugt um þessa hreyfing. En það, sem getur um Krist og kristnina í ritum hans, er talið vera alt síðari tíma viðbætur. En í raun og veru á þetta sína eðlilegu orsök. Jósefus var mikill Rómverjavinur, og reynir á allan hátt að segja sögu þjóðar sinnar á þann hátt, að Róm- verjar fengi sem fallegasta hugmynd um hána. En vav þá ástæða fyrir hann að draga fram þá staðreyúd, að hinir hötuðu og fyrirlitnu kristnu menn voru upprunnir í gyðinglegum jarðvegi? Auðvitað hefir hann feg- inn viljað skjóta því undan, og hreyfingin varð aldrei svo sterk í gyðingdómnum, að hann gæti ekki vel látið vera að geta um hana. Hann getur á hinn bóginn um Jóhannes skírara þannig, að vel kemur heim við frásagnir guðspjallanna, og það er óbeinn vitnisburður um sögugildi guðspjallanna. En nú skulum við snúa okkur að kristilegu heimildunum. Og þá verðum við að muna það fyrst, að þessar heimildir missa ekki gildi sitt fyrir það eitt, að þær eru i trú- arbók, ef þær standast gagnrýni að öðru leyti. Einn kunnasti sagnarit- ari Þjóðverja, sem nú mun vera ný- dáinn, Edward Meyer, ritaði á siðari árurn sínum mikil og merkileg verk um uppruna kristninnar og lætur þar í ljósi undrun sína yfir því, hve lítið sagnaritararnir hafi notað þess- ar ágætu heimildir, til dæmis Post- ulasöguna, sem megi teljast ágætis alment heimildarrit og um sum efni bezt heimild, sem er til. En á þessu hefir oft iborið, að menn hafa tekið' alt gilt, ef það bara er utan Nýja- testamentisins, en engu trúað, sem þar er. Hvað sýna nú guðspjöllin okkur, ef við lítum fyrst á þau; Hvort styður nú Krists-mynd þeirra frem- ur þá skoðun, að hér sé goðsögn eða saga ? Hvort er sennilegra, að þessi mynd sé til orðin upp úr fornum Jesúdýrkunar-siðum, að hér sé goð- sagnir um guðinn, sem deyr og rís upp, eða raunveruleg mynd, dreg- in eftir veruleikanum ? Að vísu er það tvímælalaust, að Jesús guð- spjallanna er guðdómlegur í kær- leika sínum, miskunnsemi og hrein- leika, og að vísdómur hans og tign gefur fullkomlega tilefni til þess að segja, að hér umgangist Guð sjálf- ur. mennina. Að vísu er það lika satt, að hann deyr og rís upp mönn- unum til hjálpræðis. En hvar er helgisagnablærinn ? Og hve mikið tilefni gefa guðspjöllin til þess að álíta, að hér sé goðsagnir einar sam- an settar til þess að sýna þetta, en þessi persóna sjálf hafi aldrei lif- að? Fyrst og fremst er nú það, að guðspjöllin draga upp mynd Jesú í alveg ákveðnu umhverfi, á ákveðn- um stað, og það einhverjum ólíkleg- asta staðnum, ef um goðsögn væri að ræða, norður í Galíleu, sem sann- ast að segja naut ekki sérlega mik- ils álits. Og þarna eru nefndir bæir og allskonar örnefni. Að vísu hafa menn viljað gera úr Nazaret nokk- urskonar tákn. Þessi bær muni ekki hafa verið til, heldur sé nafnið dregið af Nazíreaflokki. En ef svo væri, hvernig stendur þá á því, að Jesus er látinn fara frá Nazaret og til Kapernaum og starfa mest þar, og yfirleitt á ýmsum öðrum stöð- Læknar verki, bólgu og blóðrás af PILES (HÆMORRHOIDS) læknast með Zam-Buk Ointment 50c. Medicinal Soap 25c um ? Meira að segja er sagt, að hann gat ekki starfað i Nazaret eins og annarsstaðar, af því að menn áttu erfitt með að meta hann i bænum, þar sem hann var uppalinn. Er ekki þetta óþægilega raunverulegur dráttur í myndinni, ef um goðsögn er að ræða? Eða þá alt fólkið, sem kemur við þessa sögu, nafngreint og mótað með skýrum dráttum. Og svo syst- kini hans pafngreind.* Hvað kemur alt þetta við guðinum, sem deyr og rís upp. Svo vandlega er þetta alt dregið, svo mikið af smáatvikum kemur við þessa sögu, að höfundar guðspjallanna verða stundum að gefa lesendunum skýringar á þess- um gyðinglegu venjum og athöfn- um. Aftur á móti haía að minsta kosti þrjú fyrstu guðspjöllin, sem hafa geymt sögu Jesú skýrasta, mjög lít- ið af því, sem vér mundum vænta í sögunni af guðinum, sem deyr og rís upp. Þar er ekkert af Attis og Adónis eða sólguðinum Mítra. Guð- dómur hans skin alveg ósjálfrátt gegnum hversdagshjúpinn án þess að nokkuð sé gert til þess annað en segja rétt frá. Persóna Jesú er svo gyðinglega mótuð, orð hans svo gersamlega feld inn i umhverfið í tíma og rúmi, að það er eitt af undr- um veraldarsögunnar, að hún skyldi samtímis geta verið jafn algild eins og hún hefir reynst. Hann tekur líkingar sínar úr daglegu lífi í Gyð- ingalandi. Hann segir lærisveinum sínum að fara ekki á vegu heiðingj- anna og annað 'fleira, sem kemur heldur báglega heim við það, að það sé gríska menningin, sem er hér að koma sér upp endurlausnarguði. Nei, það er ekki til skýrar mótuð persóna en persóna Jesú, þó að hún sé á hinn bóginn alls ekki einföld, já meira að segja svo samsett, að það er á einsk- is færi nema raunveruleikans að skapa hana. Og loks verð eg að benda á eitt, 6g það er sú staðreynd, að þeir sem skrifa, vilja láta þessa persónu hafa verið uppi alveg nýlega. Svo nærri er það, að það er hægt að vitna í þá, sem sáu hann upprisinn. Símon frá Kýrene er faðir þeirra Alexanders og Rúfusar, serrj sennilega hafa ver- ið alkunnir menn, er elzta guð- spjallsritið varð til. Og það kemur líka heim við það, að Tacitus lætur hann vera líflátinn af Pílatusi. Ef nú þessi undrapersóna var búin til af ímyndunaraflinu, þá er ekki nokkur efi á, að hann hefði verið lát- inn vera uppi einhverntíma í forn- öld, óra löngu áður en guðspjalls- ritin verða til. Þannig er það æfin- lega, því að það er eins og menn geti altaí frekar hugsað sér, að þess háttar geti hafa átt sér stað fyrir æfalöngu síðan, þegar mennirnir voru miklir og heilagir. En um líkurnar til þess, að sagnir og þrá þjóðarinnar yrði þannig að ákveðinni petrsónu, getum við ef til vil bezt dæmt með því að setja okk- ur í sömu spor. Og getum við þá hugsað okkur sem dæmi, að Jón Sig- urðson hefði aldrei verið til. Þessi skýra og afmarkaða mynd, í á- kveðnu umhverfi, hefði í raunveru- leikanum ekki verið annað en sjálf- stæðisþrá þjóðarinnar, sem hefði verið útbúin með eiginleikum ágæt- ustu manna innlendra og útlendra. Þessar hugmyndir hefði einhvern veginn á óskiljanlegan hátt dregist saman í þessa lifandi persónu. Við erum sennilega álíka langt frá Jóni Sigurðssyni, eins og þeir voru frá Jesú, sem rituðu um hann, og þó að vísu talsvert lengra frá honum. En það þarf í raun og veru ekki annað en setja dæmið þannig upp til þess að sjá, hvílík regin f jarstæða öll þessi kenning er. En þó strandar þetta alt fyrst verulega á Páli postula og bréfum hans, enda hafa margir af þeim, sem þessu hafa haldið fram, ekki séð sér annað fært en losa sig líka við Pál. Það gerir þó ekki Drews. Hann segir einmitt, að Páll sé sá, sem hafi málað þessa persónu. Hann sé altaf að tala um Krist, en sá sögulegi Nuáa-Tone Veitir betri heilsu, meiri krafta, sem þýðir meiri dugnað og vinnuþrek. pað styrkir taugarnar og vöðvana og önnur veikluð líffæri. NUGA-TONE er meðal, sem sérfræðingur í lyfjafræði hefir fundið, og sem gert hefir þúsundir heilsubilaðra manna aftur að hraustum og duglegum mönnum. J>að hefir unnið kraftaverk. petta læknislyf fæst nú í öllum lyfjabúðum, þrjátíu daga forði, sem ábyrgð hefir, fyrir eánn dollar. Fáðu þér flösku í dag, en vertu viss um að á miðanum standi NUGA-TONE. Jesús sé ekkert. En þó verði hann að gera úr honum sögulega persónu i orði kveðnu. Það er nú engin furða, þó að þeim mönnum, sem vilja halda því fram, að frumkristn- in sé eintómur reykur, sé ekki vel við að eiga safn af ótvíræðum forn- bréfum frá þvi svona 20—30 árum eftir dauða þess, sem aldrei á að hafa verið til. Og svo höfundur þeirra, þessi persóna, sem ómögu- legt er að losna við, algerlega ólík- ur nokkrum hálfguði, heldur geð- ríkur og gáfaður kristniboði, sem snýst til kristni sennilega einu til þremur árum eftir að sá dó, sem aldrei á að hafa verið til. Og að halda því fram, að Páll þekki ekki þann sögulega Jesúm, er svo mikil f jarstæða, sem hægt er með að fara. Hversvegna fer hann þá til Jerú- salem til þess að tala við þá, sem höfðu verið með Jesú? Og hvers- vegna er hann þá að tala um, að hann hafi ekki þekt hann og kæri sig ekki um að hafa þekt hann “í holdinu,” eins og hann orðar það? Fyrir Páli er það hinn krossfesti og upprisni frelsari, sem er megin- atriðið. En hann veit ógnarvel og dettur aldrei í hug að renna frá þeirri staðreynd, að hann var mað- ur. Og öll guðfræði hans, öll trú hans, alt sem bar hann uppi, bygðist á því, að hann var maður, alveg af- dráttarlaust, fæddur eins og aðrir undir lögmáli. Annars var alt ó- nýtt. Því miður er timi minn búinn og eg er í raun og veru mitt í efninu, og hef þó ekki gengið frá því, sem eg hef talað um. En þetta er nóg, af því að eg veit, að þennan sann- leika þarf í raun og veru ekki að verja. Hitt er annað mál, að hinn sögu- legi grundvöllur er engan veginn allur kristindómurinn. Sjálft megin- atriði trúarinnar verður aldrei sögu- lega sannað. Þar kemur annað til greina. Þal kemur hið mikla val mansins sjálfs. Það er um trúna eins og kærleikann, að hvorugt er reist á útreikningi eða sönnunum. Hvorttveggja er ákvörðun, þar sem maðurinn gefur sig öðrum á vald skilyrðislaust. En sögulega grundvellinum meg- um við ekki sleppa, og ekki láta mönnum haldast uppi að fleipra um Jesú-söguna og annað þess háttar. Sagnfræðingurinn Haase lýsti vel skynsemd þessarar kenninga með því að segja að hann gæti þá alveg eins vel trúað því, að dómkirkjan mikla í Strassburg hefði aldrei verið bygð, heldur myndaðist einhvern veginn við það, að stormarnir hefðu þyrlað saman rykinu á götunni. Eg vil taka undir þessi orð hans og ljúka með því máli mínu, —Prestafélagsritið. Áhugi fyrir knattspyrnu Oft fer svo, að ekki þarf mikla ástæðú til þess að uppþot og blóðs- úthellingar verði, þar sem uppstökk- ir menn og æsingagjarnir eru saman komnir, og er þessi saga til marks um það: í Madrid keptu nýlega tvö knatt- spyrnufélög borgarinnar. í leiknum urðu keppendur saupsáttir og það leiddi aftur til þess, að áhorfendur fóru að rífast um leikinn, og skift- ust í tvo flokka. Hélt sinn flokk- urinn með hvoru félagi. Og svo smáharnaði rimman, þangað til lög- reglan varð að skerast í leikinn. Þá snerust allir áhorfendur öndverðir gegn henni og komu þá byssur á loft. Áhorfendur skutu á lögregl- una og lögreglan skaut á áhorfendur og lauk með því, að einn maður var drepinn, en nokkrir særðust.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.