Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL, 1933 Mdcklin kapteÍDD — Endurminningar homs. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. —------------------—--- Lengi lá eg í rúminu og var að bræða það með sjálfum mér, hvort eg ætti að skjóta skammbyssuna úr hendi mótstöðu. manns míns, eða eg ætti að skjóta ofan í jörð- ina. Þangað til eg hafði fullráðið að gera hið síðara, gat eg ekki sofnað. Von Kitter og Miller vöktu mig klukkan fjög-ur. Þeir voru svo formfastir og hátíð- legir að það voru regluleg vandræði að eiga nokkuð við þá. Eg bara hló að þeim, en í bráð- ina að minsta kosti höfðu þeir tapað allri gamansemi. Og við drukkum morgunkaffið steinþegjandi og eins og hálfsofandi. Þegar við komum að kirkjugarðinum, var Fiske þar fyrir og hans tveir aðstoðarmenn og einnig Middy, sem var ungur læknir þar í borginni. Við heilsuðumst, en heldur kulda- lega þó, og aðstoðarmennirnir fóru að tala eitthvað saman í liálfum hljóðum. Það var enn dimt. Tunglsskinið var heldur dauft og þó hanirnir væru farnir að láta til sín heyra, þá var sólin ekki enn komin npp. Náttfallið var mikið og- manni datt í hug, að grasið og hver steinn væri að þvo sér fyrir sólarupp- kornuna. Legsteinarnir, sem eins og gláptu þarna á okkur, voru allir rennvotir. Þetta var dapurlegur staður og skuggalegur, og það var svo kalt, að eg hélt eg mundi fara að sjálfa, og ef það kæmi fyrir, mundi Fiske sjálfsagt ímynda sér að taugar mínar væru býsna ó- styrkar. Eg gekk J)ví hratt um grafreittinn og þóttist vera að lesa það, sem letrað var á grafsteinana. Eins og á stóð, hefði það nú kannske ekki verið sem allra hollastur lestur fyrir þá, sem veikgeðja eru. Mótstöðumaður minn vildi víst láta líta svo út, sem honum þætti hér ekki mikið um að vera og hann væri eins stiltur eins og mest mátti vera. Hann talaði við læknirinn og hló. Mér datt ekki neitt í hug að gera til að sýna, að eg væri kald- ur og stiítur, svo eg fór aftur upp í kerruna og settist þar og teygði úr fótleggjunum og revkti vindilinn minn. Óviljandi meiddi eg tilfinningar Von Ritters þegar eg var að tala við Lowell. Þar sem hann var aðstoðarmaður mótstöðumanns míns, þá átti eg víst að vera kuldalegur við hann, eða að minsta kosti ekki vingjarnlegur. Þegar hann gekk fram hjá kerrunni kallaði eg til hans: “Eg býst við þér fáið fyrir ferð- ina, ef þeir komast að þessu í Washington?” Hann brosti og svaraði: “Eg býst við því, en eg gat ekki komist hjá því.” “Það gat eg heldur ekki,” sagði eg glað- lega og svo hátt að allir gátu vel heyrt það. Þetta féll Von Ritter afar illa. Loksins var alt tilbúið og við fórum hvor á sinn stað. Við áttum að nota skammbyssur. Þetta voru tvíhleypur og allra fallegusta vopn. Graham skyldi gefa merki um það hve. nær við skyldum skjóta, fyrst með því að spyrja okkur hvort við værum tilbúnir og telja síðan, einn, tveir, þrír. Eftir að hann hefði sagt orðið 4 ‘ einn ’ ’ mátt- um við skjóta, og þegar við hefðum notað bæði skotin, átti að vera nóg komið. Fiske var í bláum fötum. Hann var föl- leitur mjög. Bftir að hann var kominn þang- að, sem hann átti að standa, hafði hann ekki augun af mér. Það var eins og hann væri um það eitt að hugsa, hvar hentugast væri að koma skoti á mig. Mér fanst eg hefði aldrei' kvnst manni, sem hefði eins mikið ógeð á mér, eins og mér virtist þéssi maður hafa. Hvernig- sem á því stóð, datt mér í hug saga um mann, sem gortaði af því, að geta með skammbyssu skotið :fót|inn lundan vínglasi. Einhver, sem þetta heyrði, sagði við hann: “Þú mátt ekki gleyma því, að vínglasið heldur ekki á skammbyssu.” Meðan eg var að hugsa um þetta, brá upp í buga mínum mynd, ekki að heiman og ekki af Beatrice, heldur af syst- ur mótstöðumanns míns, eins og eg sá hana í tunglsskininu þar sem hún stóð upp við stólp- ann á svölum gistihússins og huldi andlitið í höndum sér, og þá fanst mér alt í einu, þessi leikur, sem við vorum að leika, svo óskaplega ijótur 0g grimmur. Engir bardagar í veröld- inni voru þess verðir, að vera háðir, ef þeir urðu konu til sorgar og armæðu. 1 svipinn varð eg svo ergilegur við Fiske, fyrir að hafa neytt mig út í þetta einvígi, til að svala sín- um eig’in hégómaskap, að mig vantaði ekki hálpa spönn til að ráðast þarna á hann og berja hann. En rétt í þessum svifum heyrði eg Graham hrópa: “Bruð þið tilbúnir?” og eg sá íhske horfa mér í augu. Stundin var komin. “Einn,” sagði Graliam og á sama augna- bliki hleypti Fiske af skaimmbyssunni 0g kúl- an flaug rétt fram hjá eyranu á mér. Mín skammbyssa hékk niður með hliðinni á mér og eg bara hleypti skotinu af beint niður í jörðina. En strax þegar eg var búinn að því, sá eg hvaða vitleysu eð hafði gert. Það leyndi sér ekki, að félagar mínir fyrirurðu sig mín vegna, en Fiske brosti ánægjulega. Eg sá mitt cigið glappaskot, og gat vel séð hvað allir hinir hug'suðu. Þeir héldu að eg hefði hleypt af í ógáti, án þess að vera til þess búinn og það hefði komið til af því, að taugarnar væru ó- styrkar, eða með öðrum orðum vegna þess, að eg væri hræddur. Eg hefi aldhei orðið reið- ari og ergilegri á æfi minni, og eg hefði hróp- að til þeirra, ef Fiske hefði ekki vakið eftir- tekt mína. Enn var hann brosandi og aftur lyfti hann upp skammbyssunni og miðaði á mig nokkrar sekúndur, að mér fanst, og lét svo skotið ríða. Eg fann að skotið hafði rétt strokist við síðuna á mér og eg fann að blóð fór að renna úr sárinu, en eg vildi ekki með nokrku móti, að hann yrði þess var, að hann hefði sært mig og lét á engu bera og varirnar á mér hreyfð- ust ekki einu sinni. Nú sá eg að útlit Fiskes hreyttist snögg- lega. Brosið hvarf og óttasvipur færðist yfir andlit hans og ég skildi vel hvernig þessu var varið. Hann var búinn að skjóta báðum skot- unum og hélt að hann hefði ckki hitt mig og nú bjóst hann við því, að eg mundi, svona rétt í hægðum mínum, drepa sig’ með skotinu, sem eg átti eftir. Eg lyfti skammbyssunni og það var svo kyrt, að manni fanst næstum að maður gæti heyrt þögnina. Það var eins og hvert einasta liljóð hefði algerlega dáið út. Eg miðaði fyrst á fótleggina, svo í hjartastað og svo yfir höfuðið á honum og loks á tunglið og hleypti af, og kastaði svo frá mér byssunni. Eg sagði ekki orð, en fór aftur til kerrunnar og settist þar og tók vindil minn og fór að reykja, það var enn lifandi í honum. Von Ritter kom hlaupandi upp að kerrunni. “Þér verðið áð bíða við,” sagði hann. “Mr. Fiske vill að þið takið höndum saman. Það er ekki búið enn.” “ Jú, það er búið,” sagði eg kuldalega. “Eg ætla að fara og fá mér morgunverð.” Aumingja Von Ritter færði sig fjær 0g til- finningar hans voru mjög meiddar, en þó féll honum enn ver, þegar Lowell kom hlaupandi til mín og greip í hendina á mér. Lowell brosti til mín svo einstaklega vingjarnlega. “Hvort sem yður líkar betur eða ver, þá verðið þér nú að rótta mér hendina,” sagði hann mjög glaðlega. “íig verð að segja vður að þetta er eitt af þvf bezta, sem eg hefi nokk- urntíma séð.” Hann tók svo fast í hendina á mér, að mig hálfkendi til. “Eg hefi heyrt margt um yður og nú trúi eg því, sem eg hefi heyrt. Það var náttúrlega vitleysislegt af yður að standa þarna og gefa honum alt tæki- færi, en það sýndi hugrekki yðar engu að síður. Þér ætlið að fara að fá vður að borða! Það ætla eg líka að gera og mig langar til að mega koma með yður. ’ ’ Áður en eg áttað mig á þessu, var hann kominn upp í kerruna og sagði keyraranum að leggja strax af stað. “En mínir félagar,” sagði eg. “ Þeir geta gengið,” svaraði liann. Hestarnir voru strax komnir á harðahlaup, og þegar við vorum komnir í hvarf við graf- reitsgarðinn, svo hinir sáu ekki lengur til okkar, reif Lowell af mér beltið og hnepti frá mér treyjunni Og fletti upp skyrtunni og var handfljótur vel. “Eg vildi boma yður sem fyrst í burtu,” sagði hann, “áður en þeir kæmust að því, að þér væruð særður.” “Eg er ekki særður,” sagði eg. “Þér getið sagt það sem þér viljið,” svar- aði hann, “en það er nú samt eitthvað athuga- vert hér við vinstri síðuna á yður.” Lowell sá fljótt að þetta var aðeins skinn- spretta, rak hann upp hlátur, og mér hefði ekki þótt vænna um, þó 'hann hefði gert mér einhvern mikinn greiða. Mér fanst hann sýna mér meiri góðvild heldur en nokkur annar maður hafði gert, að undanteknum Laguerre, síðan eg fór að heiman. Mér hafði strax fall- ið Lowell framúrskarandi vel í geð og mig 'hafði langað til, að honum félli líka vel við mig. Mér féll hann betur en nokkur annar ungur maður, sem eg hafði kynst. Eg hafði eiginlega aldrei átt karlmann fyrir vin, en áður en við höfðumlokið máltíðinni fanst mér við vera betri vinir, heldur en drengir, sem alist hafa upp saman frá barndómi og alt af verið vinir. Yfirleitt fellur mönnum ekki neitt sérlega vel við mig, eða ekki við fyrstu kvnningu að minsta kosti. Mér þótti því einstaklega vænt um hvað þessi maður var vinsamlegur, og eg taldi mér það mikinn sóma. Hann var bara þremur árum eldri on eg, en hann vissi miklu meira en eg um alla hluti og skoðanir hans á öllu voru svo hreinar ’Og heilbrigðar og hann talaði svo skemtilega. Síðan höfum við orðið enn betri vinir, og við höfum margt reynt hvort með öðrum, en eg held ekki minna af honum nú en áður og eg hefi ávalt fundið, að hann er maður óeigin- gjarn og hefir mikinn 0g góðan mann að geyma og hann kann að koma alstaðar vel fram og myndarlega, við hverja sem hann á. Hann mundi kunna vel að haga orðum' sínurn, hvort sem hann talaði við prinsessu eðp þjón- ustustúlku. Hann mundi líta á þær báðar með sínum fallegu bláu augum og iiugsa aðeins um það sem kvenmaðurinn væri að segja, en ekk- ert um hitt, hvað konan kynni að hugsa um hann. Aiken hjálpaði mér mikið til þess að líkjast ekki Aiken og reyna það ekld. Kynn- ing mín af Lowell varð til þess, að mig lang- aði beiiilínis til að líkjast Lowell. Yið höfðum góða máltíð og nutum liennar með ánægju og við drukkum kampavínið ó- spart engu síður fyrir því þó klukkan va>ri bara sjö um morguninn. Næstum allir yfir- mennirnir í okkar sveit komu inn, meðan við vorum að borða til að fá að vita hvort eg væri epn lifandi og Lowell sagði þeim margt um einvígið og stundum lýsti hann mér eins og lireinum og beinum vitlevsingja, en annað slagið eins og mestu hetju. Þeir spurðu hánn allir hvort hann héldi að Fiske ihefði svo mikið að segja í Washington að hann gæti fengið stjórnina til að gefa her- skipinu Raleigh skipun um að vera á móti okkur, en 'hann bara hló og hristi höfuðið. Síðar talaði hann frekar um þetta við Lag- uerre og sagði honum býsna greinilega sína skoðun. Fréttin um einvígið barst Laguerre hér um Ibil klukkan átta um morguninn, og fór hann þá þegar til herskálans. Við vissum þegar hann kom að skálanum, því við heyrðum honum heilsað á isama. hátt eins og vanalegá. Þó eg væri hræddur um, að hann mundi taka nokkuð hart á þessu, þá flýtti eg mér engu að síður til dyranna, til að taka á móti honum. Hann hafði farið í einn af þessum útlendu einkennisbúningum, sem hann hafði rétt til að bera. Fallegri og myndarlegri hermann fanst mér eg aldrei hafa séð. Lowell dáðist mikið að honum. Mér þótti vænt um að Low- ell fór til dyranna með mér, svo nú gæti hann sjálfur séð, að minn hershöfðingi væri sá mað. ur, að hann ætti það skilið, að eg gengi á hólm við ihvern sem væri og hvenær sem væri, hans vegna. Forsetinn fór af baki og Ifékk taumana her- manni, sem þarna stóð, >og gekk svo upp tröppurnar. Eg þóttist sjá að hann væri eitt- hvað í þungu skapi og nú þótti mér.reglulega slæmt, að eg skyldi ekki sjálf.ur hafa sagt hon- um frá þessum slagsmálum, sem eg hafði lent í, en ekki látið einhvern annan verða til þess. Eg bjóst við því versta, og eg var tilbúinn að taka hverju, sem koma vildi, jafnel því að tapa stöðu minni. Eg reyndi sem bezt eg gat að herða mig upp í það, að vera við því búinn, að taka hverju sem koma ætti. En þegar liann kom upp á efstu tröppuna og eg heilsaði honum eins og vera bar. Breytt- ist svipur lians alt í einu og eg sá, að tárin komu fram í augun á honum. Hann reyndi að tala, en hann gat ekki komið upp nokkru orði, en svo kom liann til mín og faðmaði mig að sér. “Drengurinn minn!” sagði hann í liálfum hljóðum, “drengurinn, sem var glataður, hef- ir nú komið til mín aftur.” Eg heyrði Lowell flýta sér burtu og eg heyrði hurðina lokast á eftir bonum. Eg heyrði fagnaðarlætin í fólkinu, sem vafalaust hafði heyrt um einvígið og skildi því það sem þarna fór fram. E'n að verða þess vís, að Laguerre hugsaði um mig rétt eins og eg væri sonur hans, var þess valdandi að eg gat elcki hugsað um neitt annað, og hjartað barðist ákaflega í brjósti mér. Alt þetta leið fljótlega hjá og eg fór aftur að hugsa um hann, sem minn yfirmann, en þær dyr, sem hann nú hafði opnað, voru mér aldrei síðan alveg lokaðar. I móttökustofunni gerði eg Lowell kunnug- an forsetanum og mér þótti mjög vænt um, hve mikla virðingu Lowell sýndi honum. Þeir sýndust strax skilja prýðilega vel hvor ann- an 0g töluðu saman eins og þeir væru gamlir vinir. Eftir að þeir höfðu talað góða stund um hitt og þetta, sagði Laguerre: “Værj það sanngjarnt af mér, Mr. Lowell, að spyrja yður, hvaða fyrirskipanir yfirmaður ykkar hafi fengið viðvíkjandi vorri stjórn?” Þessari spuringu svaraði Lowell þannig: “Alt sem eg veit þessu viðvíkjandi er það, að þegar við komum til Amapola, símaði Miller kapteinn, fyrverandi forseta, Doctor Alvarez, að við værum hér til að vernda hagsmuni Bandarflrja-þegna, sem hér væru. En þér vitið væntanlega, eins og allir aðrir, að við komum hér vegna þess að Isthmian línan heimtaði vemd.” “ Já, eg býst við því,” sagði Laguerre. “Eh mér skilst að Graham hafi sagt, að hvenær sem Fiske vildi svo vera láta og færi fram á það, þá væri Miller kapteinn til þess búinn að ráðast á okkur og hrekja okkur úr land- inu.” “Mr. Graham,” sagði Lowell. “Mliller kapteinn tekur ekki við fyrirskipunum frá mönnum utan flotans, og ihann hefir sinn eig- in veg að útvega sér upplýsingar, sem hann þarf að fá. Eg er hér til að útvega honum upplýsingar og' koma þeim til hans. Eg hefi stöðugt sent honum skeyti síðan þér fóruð frá ströndinni og síðan þér urðuð forseti. Yðar maður hefir verið svo vænn að lofa mínum skeytum að fara í gegn. Allir kaupmenn, sem eg hefi náð til, líta svo á að þeim sé miklu óhættara með sínar verzlanir síðan þér urðuð forseti, heldur en áður. Það er bara Isthmian línan, sem er að heimta vernd af okkar skipi. Útlendir kaup- menn eru hér alls óhræddir. Eg hata að hugsa til þess, ef þetta mikla auðféiag hefir sjálfa stjórnina í hendi sér.” Laguerre sat kyr góða stund, án þess að segja orð. Svo stóð hann upp og hneigði sig mjög kurteislega fyrir Lowell. “Nú verð eg að fara,” sagði (hann. “Eg þakka yður fyrir samtalið. Eg skal eiga tal við yfirmann yðar eins fljótt og mér er mögu- legt. Klukkan tíu,” iiélt hann áfram 'Og vék sér að mér, “ætla eg að eiga tal við Mr. Fiske. Eg efa alls ekki, að hann sér réttmæti þeirrar kröfu, sem við gerum til félagsins og’ eg er viss um, að fyrir kveldið, get eg sent út þá tilkynningu um alt lýðveldið, að hann hafi samþykt að greiða peningana. Mr. Fiske er mesti myndarmaður og svo ærlegur, að það er hreint óhugsandi að hann vilji ræna þetta lýðveldi.” Hann tók í hendina á okkur og við fylgdum honum þangað sem hesturinn hans var. Eg- vil helzt ihugsa um hann, eins og eg sá hann í þetta sinn, í þessum fallega einkennis- búningi, þar sem hann reið burtu og sólin skein á silfurhvítt hárið og fólkið kom úr öll- um áttum til að sýna honum virðingarmerki. Tveimur klukkustundum síðar, þegar eg hafði lokið skrifstofuverkum mínum og var um það til að fara út, eins og eg var vanur, kom Miller ríðandi upp að herskálanum og stökk af baki. Hann kastaði kveðju á Lowell og vék mér afsíðis. “Samtalið við Fiske endaði með rífrildi og gauragangi,” sagði hann í hálfum hljóðum. í1iske var þrár eins og múlasni. Hann Sagði Laguerre, að hinum uppháflega samningi milli félagsins 0g lýðveldisins 'hefði verið breytt og það eintak sem Laguerre hefði af honum væri falsað. Of hann endaði með því, að fara fram á það við Laguerre að tiltaka livað mikið hann vildi fá fyrir það, að láta sig og sitt félag í friði.” “Og hvað gerði Laguerre?” “Hvað haldið þér svo sem að 'hann hafi gert ? Hershöfðinginn bar leit á hann og fór svo að skrifa og sagði við hermennina, sem þar stóðu: ‘Fylgið honum út.’ ‘Hvað þýðir það?’ spurði Fiske, og Laguerre sagði að hann hefði nú bara tekið svona til orða, en það sem hann hef ði sagt þýddi eiginlega : ‘ Rekið hann út,’ eða ‘kastið honum út.’ Þér eruð heimskur og frekur, maður minn. Eg, forseti lýðveldisins veitti yður áheyrn og reyndi að tala við yður eins og mentaðan og vel siðaðan mann, en þér reynið að sýna. mér ósvífni. Þér hljótið að vera annáðhvort sérstaklega beimskur, eða frámunalega óráðvandur og eg vil ekkert hafa meira með yður að gera. Þar á móti skal eg nú strax fastsetja alt, sem eg næ í og félaginu tilheyrir, og halda því, þang- að til þér borgið skuldir yðar, og gleymið því ekki, að þegar þér reynduð að móðga mig, þá voruð þér undir mínu eigin þaki, þar sem eg hafði veitt yður viðtal. Svo símaði Laguerre foringjunum við allar hafnirnar og skipaði þeim að leggja hald á allar eignir félagsins, jafnvel skipin líka, og setja hervörð um alt sem félagið ætti. Honum er svo sem alvara. Nú varður eitthvað undan að láta. Lowell hafði þegar látið sækja hestinn sinn og við lögðum allir af stað til forsetabústað- arins. Þegar við komum að skrifstofu Isth- mian félagsins, var þar svo mikill mannfjöldi saman kominn, að við komumst ekki áfram. Dyrnar á byggingunni voru lokáðar og her- menn stóðu þar á verði. Á bygginguna var negjld stór ýfþrlýsing frá forsetanum, þar. sena það var tilkynt, að hald væri lagt á allar eignir félagsins, og ef félagið b.efði ekki borg- að skuld sína við lýðveldið innan tveggja vikna, þá yrðu eignir félagsins seldar til að lúka þeirri skuld. Við inngang forsetabústaðarins áttum við tal við foringjann, sem þar réði fyrir, og sagði hann okkur að tvö skip Isthmian lín- unnar hefðu þegar verið tekin, annað í Cortez á leið til Asqinwall og annað í Truxillo, á norðurleið. Farþegar allir hefðu verið látnir fara í land og væru þeir á vegum stjórnarinn- ar og yrðu það, þangað til hægt væri að fá þeim far með einhverju öðru skipi. Lowell varð býsna alvarlegur á svipinn, þegar hann heyrði þetta og hristi höfuðið. ‘ ‘ Fyllilega réttmættt að mér skilst. En það sem manni er sagt í trúnaði og það sem Fiske kann að segja stjórninni í Washingon, getur verið tvent ólíkt. Það er vel farið að Raleigh er ekki nærri þar sem þessi skip eru, annars yrði okkur kannske skipað áð sjá um að þau væru látin laus. Eg verð að síma kapteinin. um.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.