Lögberg - 13.04.1933, Blaðsíða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL, 1933
BIs. 3
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Hjarta hans lamdist um í barmi hans. Hon-
nm var fyllilega Ijóst, hve hann var veikur
fyrir á þessu augnabliki, en hann gat ekki
lokað öllum skynfærum sínum fyrir hugsun-
um þeim, er streymdu að honum. Hann skildi
vel alt það, er falið var í orðum hennar, liví-
lík auðæfi ástúðar og sælu honum til handa—
ef hann aðeins gæti gripið þáð.
“Já, en þér sögðuð sjálfar,—eg heyrði á
samtal ykkar Effingtons lávarðar fyrir
skömmu— ’ ’
“Eg veit það vel, og eg veit líka, hvað eg
sagði. En þá var alt öðru máii að gegna. Þá
vissi eg ekki—þá hélt eg, að önnur stúlka væri
með í spilinu, önnur stúlka, sem ætti allan hug
yðar og hjarta, Eg hélt, að það væri þessi
María—ó, getið þér ómögulega skilið----?”
“Eg skil það svo vel,” mælti Belmont lágt
og leit niður. “Og eg held, að okkur hefði
báðum verið það fyrir beztu, að sá misskiln-
ingur hefði aldrei verið leiðréttur. Yið get-
um ekki sneitt hjá veruleikanum. Þéif eruð
hin mikilhæfa ungfrú Ventor, náfrænka sjálfs
dómsmálaráðherrans—og eg—eg er eftirlýst-
ur glæpamaður. Okkur er ekki til neins að
reyna að leika skollaleik við raunveruleikann.
Hann er ofurefli okkar. Einn góðan veður-
dag mun skip koma hingað, og þá eru örlög
okkar ákveðin. Þér farið þá liéðan ásamt—
ásamt honum og eg verð hér eftir. Það er oss
öllum fyrir beztu. ”
‘ ‘ Nei, nei! ” hrópaði hún gröm í geði. ‘ * Eg
vil það ekki! Þér skuiuð ekki verða hér eftir!
Ef þér farið ekki, fer eg ekki heldur. Eg verð
hér lijá yður. E|g elska yður, Ralph!”
“Talið þér ekki svona hátt,” mælti hann í
aðvörunarróm. ‘‘ Þér megið ekki segja það— ’ ’
“Eg elska yður!” sagði hún á ný. “Og eg
veit, að þér elskið mig. Nú veit eg það með
vissu. Sem allra snöggvast hélt eg, að það
væri önnur kona á milli okkar, en nú veit eg
vissu mína.” Rödd hennar var sigri hrós-
andi.
Belmont horfði á hana stundarkorn, en svo
fór hann aftur að stara út í bláinn.
“Þarna langt úti — fyrir liandan hafið
mikla,” mælti hann, “verðið þér á ný Elsa
Ventor, ættstór kona og vel metin, en eg er
Ralph Belmont — glæpamaðurinn. Munið
eftir, að þér hverfið lieim aftur til fjölskyldu
yðar og fjölmenns hóps frænda og vina.
Haldið þér, að eftirlýstur glæpamaður eigi
þar heima? Nei, eg verð hér eftir, það er
eina úrræðið.”
“Eg kæri mig ekki um að hverfa lieim aft-
ur, án yðar,” mælti hún. “Þér eruð saklaus
í glæpi þeim, sem þér eruð ásakaður um, og
þér munduð verða sýknaður. En livernig sem
fer, þá fer eg ekki frá yður. Eg fer ekik héðan
án yðar. Eg geri það ekki,” mæiti hún með
ákafa. Þér getið alt eins heimtað, að eg rífi
lijartað úr -brjóstinu á mér. Annað hvort verð
eg hérna hjá yður, eða svo farið þér með mér
—og sjáið þér til, sá kemur dagurinn, að sak-
leysi yðar um glæp þenna verður sannað!”
Nú heyrðu þau rödd Giles. Hann kallaði
til þeirra einhversstaðar langt að. En þau
létu liann bara kalla, hvorugt þeirra kærði
sig um það né svaraði lionum.
“Elsa, Elsa!” heyrðist hrópað á ný og nú
miklu nær. “Elsa—! Komdu hingað—komdu
hingað !—Flýttu þér nú! ”
Þau heyrðu hann brjótast áfram gegnum
smáskóginn, hrópandi og kaliandi, og þau
þó'ttust vita, að leitthvað alvarlegt væri á
seyði. Þau litu bæði við og horfðu í áttina,
þangað séin öskrin heyrðust.
“Kystu mig!” hvíslaði hún. “Kystu mig.
Eg. krefst ástar þinnar. Eg elska þig, eg
elska þig!”
Belmont þrýsti ihenni að sér með lieljar-
afli og ástríðu, og augu hans söktu sér í augu
hennar.
“Bg sleppi þér aldrei, hvað sem á dynur!”
hvíslaði hún með ákafa. “Eg á þig, og við
eig’um hvort annað. Þú getur ekki brugðist
mér, þií getur ekki orðið hér eftir og látið
mig fara—því þú elskar mig, Ralph, þú elsk-
ar mig! ’ ’
Giles kom þjótandi út úr runnunum. Hann
var sprengrauður í andliti og augun tryllings-
leg. Hann lét eins og vitlaus maður, sló um
sig með handleggjunumýeins og óður væri, og
hló og grét og kallaði á víxl.
“Það er hérna—það kemur!” öskraði hann.
“Eg sá það—eg sá reykinn af því! Það er
gufuskip að koma, eg sá það, það er hérna,
það er hérna! ’ ’ Hann var nú kominn fast að
Elsu og þreif í handlegginn á henni. Hafði
hann orðið þess var, hvað fram fór á milli
Belmonts og Elsu? Hvorugt þeirra vissi það.
Giles var alveg frá sér af geðshræringu og
svo altekinn af því, að nú var skip á ferðinni,
að hann var ekki fær til að skilja eða skynja
nokkuð annað, en þetta óumræðilega fagnað-
arefni annars vegar, og á hinn bóginn óútmál-
anlegan kvíða fyrir því, að vonin kynni að
bregðast.
‘ ‘ Heyrirðu það ! ’ ’ lirópaði hann beint fram-
an í hana. “Það er gufuskip á leiðinni hing-
að. Eg get greinilega séð reykinn. Við verð-
um að gefa þeim merki. Það getur ekki farið
fram hjá. Það væri alveg voðalegt—það hlýt-
ur að koma hingað! Við verðum að gefa
rnerki!”
Hann dró hana með sér gegnum kjarrið,
svo að þau gætu farið upp á klettana, þar
sem þau gætu séð út á hafið og gefið merki.
Belmont hélt í luunáttina á eftir þeim.
Skipið var svo langt undan landi, að þau
rétt aðeins gryltu reykröndina, eins og dökk-
an díl, yzt úti við sjóndeildarliinginn. En er
þau störðu um hríð á þenna dökka díl, varð
ljóst, að þetta hlaut að vera gufuskip, og að
það nálgaðist eyna, að öllum líkindum. Díll-
inn óx nefnilega og skýrðist agnarögn.
Elsa starði á dökka dílinn. Hún furðaði
sig á, hve hún gat verið róleg og stilt. Þessi
óvænta sjón, er var svo afar mikilvæg fyrir
þau—reykur úti í hafsauga, hafði alls engin
áhrif á hana og olli engum hræringum í huga
hennar. Hún hafði lieyrt þess getið, að skip-
brotsmenn, sem mánuðum saman hefðu mænt
eftir björgun, hefðu orðið alveg sturlaðir, er
þeir loks sáu hana nálgast. Hún sá einmitt
mynd af þessháttar sturlun, þar sem Giles
var. Hann hagaði sér 'eins 0g brjálaður mað-
ur. En hún sjálf var fullkomlega róleg og
stilt.
Hún settist á stóran stein, með hendurnar
í fanginu og liorfði rólega á þenna örlaga-
þrungna díl, langt úti á bláu hafinu. Hún
velti því fyrir sér með mesta jafnaðargeði,
hvort skipið myndi stefna til eyjarinnar eða
halda fram lijá, án þess að liafa hugmynd um,
að þar á eynni sátu þrír skipbrotsmenn og'
biðu þess með óþreyju, að verða fluttir aftur
til heimkynna sinna, þar sem allir töldu þá
dauða og hvílandi á haifsbotni. Hér voru
þau þrjú hjálparþurfandi—en annars1—þurfti
hún á nokkurri hjálp að halda, þarna utan
að ? Hún var alls ekki viss um það. Var hún
ekki í rauninni, inst inni, ánægð með tilver-
una, eins og hún var ? Óskaði hún nokkurrar
breytingar? E-lsa lagði spurningu. þessa fyrir
sjálfa sig, en gat alls ekki svarað henni.
“Elsa!” Iiún lirökk við og sneri sér við á
steininum. Ralph Belmont kom í áttina til
hennar. Hann staðnæmdist við liliðina á
henni og horfði út á hafið.
4 ‘ Þessi kafli æfi okkar er nú senn á enda, ’ ’
mælti liann, er hann liafði staðið um hríð og
horft eftir skipinu.
“Heldurðu,” sagði hún svo lágt, að Giles
gat ekki heyrt til hennar, — — “heldurðu,
að það komi hingað—og að þeir verði okkar
varir?”
“Eftir því, er frekast verður séð, stefna
þeir hingað,” mælti hann rólega. “Það er
vonlaust að—” liann þagnaði alt í einu og
brosti. “Eg á ,við—það er engin hætta á, að
þeir komi ekki auga á yður. Þeir liafa sjón-
auka á skipinu sem sjá má með langar leiðir.
Þér getið verið alveg örugg, Elsa,—nú er
lausnartími yðar fyrir höndum.”
“Hvers vegna segirðu altaf þér og ykkur
---það er eins og þú teljir ekki sjálfan þig
með?”
“Það geri eg heldur ekki. Mig geta þeir
nefnilega ekki séð þarna að utan; og heldur
ekki, þegar þeir koma hér í land.”
Hann talaði hratt eins og maður, sem tekið
hefir fulnaðarákvörðun og óskar þess helzt,
að ekki sé frekar um það mál rætt.
Þér haldið heimleiðis,” hélt hann áfram.
‘ ‘ Þér farið þangað, sem þér eigið heima með
réttu og sá heimur mun taka yður með opnum
örmum. Þér takið á ný þátt í æðra samkvæm-
islífi. Og þér munið víst, ungfrú Ventor, að
])ér hafið heitið því að verða konan hans!”
“Talaðu ekki um þaði—nefndu það ekki—
eg hata sjálfa tilhugsunina um ]>að. Mig hryll-
ir við því. Aður—áður var mér alveg sama
um það, en nú er mér það andstyggileg til-
liugsun, alveg óbærileg!” Hún krepti hnef-
ana.
“Það er ekkert við því að gera,” mælti
liann. “Ef eg færi heim aftur, hvað haldið
þér þá tæki við? Þér þurfið ekki að svara—
við vitum það bæði—fangelsi—yfirlieyrsla—
dómur—líflát, það er ált saman jafn víst og
sólris og sólarlag. Haldið þér ekki, að það
yrði ennþá sárarar fyrir yður að hugsa til
þess, heldur en að eg yrði eftir á þessari f jar-
lægu en friðsamlegu eyju?”
“Nei, nei, nei! Enþað er heldur ekki nauð-
synlegt, að þú verðir hér eftir. Farðu með
okkur—farðu með okkur heim. Þú þarft ékki
að ganga undir nafninu Ralph Belmont.”
“Elsa, Elsa.—Þér gerið mér svo þung't um
vik. Þér gerið alt saman svo ókleift fyrir
mér. Langbezt og auðveldast væri, að eg yrði
hér eftir, og að þér og Etffington lávarður
færuð, án þess að nefna einu ®rði tilveru
mína.” \
“það væri ekki það auðveldasta og bezta
fyrir mig. Eg myndi aldrei líta glaðaii da£
framar. Þú verður, mín vegna, að hætta við
þetta örvita-úrræði. Mín vegna, Ralph—af
því að eg elska þig, af því að þú ert altaf í
liuga mínum og munt altaf verða. ”
Þrek Belmonts stóðst ekki þessa árás bæn-
þrunginna augna og innilegra orða.
“Þér getið sjálf ráðið yfir mér,” mælti
hann loksins. “Eg legg örlög mín í hendur
yðar, Elsa! Eg skal gera eins og- þér æskið
—þér hafið sigrað mig, og eg verð að lilýða
•yður.”
Hún brosti við honum, 0g alt í einu greip
hún hönd hans og þrýsti henni upp að vanga
sínum.
“Eg vissi að eg mundi—að eg hlyti að
sigra að lokum, ” mælti hún. “Eg skal segja
þér, að hefðir þú ekki látið undan, þá hefði
aldrei neinn máttur getað dregið mig út í
skipið. Eg hefði orðið hérna hjá þér. En
núna—”hún þagnaði augnablik. “Trúirðu
því, þegar eg segi það, það liggur við að eg
hati skipið þarna, sem er að koma.”
Hann brosti.
“Það geri eg líka, ” sagði hann. “Já, svo
sannarlega—það er auðvitað helbert vanþakk.
læti, en samt sem áður, að unanskildri heim-
sókn ræningjanna, þá höfum við lifað yndis-
legu lí'fi hérna, að því er mér virðist. Skipið
þarna tætir sundur alla litlu veröldina okkar
hérna. Það sviftir okkur sundur og þeytir
okkur í sína áttina hvoru. Effington lávarður
virðist vera sá eini, sem hefir hagnað af því.
Hann kemst heim til Lundúna, og það er
han.s Paradís. Mína Paradís fann eg hérna,
og nú á að reka mig út úr henni. E11 gerið
eins og yður sýnist, Elsa, eg læt undan yður. ”
Nú hafði hann lagt örlög sín og framtíð í
liendur henni, hann hafði heitið lienni því,
að vilji hennar skyldi ráða yfir sér. Ef til
vill hefði hann nú ekki átt að lofa þessu. Nú
varð hann að ganga á skipsfjöl uiulir öðru
nafni-og halda áfram lífinu undir öðru nafni.
Honum var það andstyggileg tilhugsun, að
fara í felur og skýla sér undir fölsku nafni,
og hann hugsaði til þess með bitrum huga,
að nú yrði hann að ganga í sífeldum ótta um
það, að rekast á einhvern kunningja frá fornu
fari.
En hvað var við því að gera? Hann hafði
lofað henni þessu og gat ekki gangið á bak
orða sinna. Hann fann enn þá mjúku kinnina
hennar, sem hún hafði þrýst hönd hans að, og
honum var það ljóst, að hann gat ekki neitað
henni um neitt. Og þó hefði honum veizt það
auðveldara að hlýða henni, ef hún hefði skip-
að lionum að fleygja sér út í lónið, þar sem
hákarlarmr 'biðu eftir fangi því, er til þeirra
kynni að berast.
Þau stóðu þannig kyr um hríð. Elsa hélt
hönd hans með báðum sínum og þrýsti henni
að vanga sér og Belmont starði út á hafið, á
skipið, sem nálgaðist hægt og sígandi—björg-
unarskipið, sem slíta myndi sundur band það,
er tengdi hann við þessa ungu stúlku, undir
eins og það bær að landi.
Þau gerðu sér varla í hugarlund, hve lengi
þau stóðu þarna á þenna liátt.
Giles kom nú í áttina til þeirra. Hann klifr-
aði og klöngraðist eftir klettabrúnunum, og
var nú farinn að stillast. Honum var nú loks-
ins orðið ljóst, að það var tilgangslaust, að
láta eins og vitskertur maður. Mesta æðið var
nú runnið af honum.
Þeg'ar hann átti skamt eftir til þeirra, nam
hann staðar og bar hönd fyrir augu. Hann
sá nú, að þau stóðu þarna hlið við hlið—og að
Elsa hélt liönd Belmonts upp að kinn sinni.
Heiftarblossa brá fyrir í augum Giles.
Hann krepti ósjálfrátt hnefana og hnipraði
sig saman á klettastallinum og starði á þau.
Þau hreyfðu sig ekki. Mínúturnar liðu, án
þess að þau bærðu legg eða lið; þau stóðu eins
0g væru þau standmyndir og virtust algerlega
liafa gleymt sjálfum sér og heiminum í kring
um sig.
(Framh.)
PROFESSIONAL CARDS ^
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office timar 2-3
Helmili 776 VICTOR ST.
Phone 27122
Winnipeg, Manitoba
DR.O. BJORNSON
Heimili 764 VICTOR ST.
Phone 27 586
Winnip,?g, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 4.30-6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Grahajn og Kennedy Sts.
Phone 21834
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er aC hitta
kl. 10-12 f. h. of 2T6 e. h.
HeimiU: 638 McMILLAN AVE.
Talslml 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bidg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phones 21 213—21 144
HelmiU 403 676
Wlnnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er aC hitta
frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Ofíice Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Slmi 28 180
Dr. S. J. Johannesson
ViStalstimi 3—6 e. h.
632 SHERBURN.ST.—Slml 30 877
Símið pantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Ábyggilegir lyfsalar
Fyrsta flokks afgreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 057
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
Dr. A. B. Ingimundson
Tannlceknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slmi 22 296 Heimilis 46 054
DR. A. V. JOHNSON
tslenzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Sími 96 210 Heimllis 33 328
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legstelna.
Skrifstofu talsimi: 86 607
Heimilis talsími 601 562
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignlr manna.
Tekur aC sér aC ávaxta sparlfé
fólks. Selur eldsábyrgC og bif-
reiCa ábyrgCir. Skriflegum fyrlr-
spurnum svaraC samstundls.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 38 828
G. W. MAGNUSSON
Nuddlceknir
41 FURBY STREET
Phone 36137
StmiC og semjlC um samtaistlma
H. A. BERGMAN, K.C.
tslenzkur lögfrœdinaur
Skrifstofa: Room 311 McArthur
Bulldlng, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 048
W. J. LINDAL, K.C. og
BJORN STEFANSSON
tslenzkir lögfrœBingar
325 MAIN ST. (á öCru gólíi)
Talslmi 97 621
Hafa einnig skrlfstofur aC Lundar
og Gimli og er þar aC hitta fyrsta
miðvikudag I hverjum mánuCi,
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur lögfrœOingur
801 Great West Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv).
islenzkur lögmaOur
Ste. 1 BARTELLA CRT.
Heimaslml 71 768
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
íögfrasOingur
Skrifst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Maln St., gegnt City Hall
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
tslenzkur lögfrœOingur
808 PARIS BLDG., WINNIPHO
Residence Offlce
Phone 24 206 Phone 96 635
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG, WINNIPBO
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgC at
«Uu tagi.
[ aone 94 221