Lögberg - 04.05.1933, Page 2

Lögberg - 04.05.1933, Page 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MAI, 1933. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO LTD. HKNRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Office: 6th Floor, Bank of Uamilton Chambera. Veðurspá dýranna Fyrir nokkru jékk eg bréf frá Stefáni bónda Vagnssyni á Hjalta- stöðum í Skagafirði, um veðurspá dýranna, og þótti mér bréfið svo merkilegt og skemtilegt, að eg bað höfundinn undir eins um leyfi til að birta það. Veit eg að lesendur “Les- bókarinnar” verða mér þakklátir fyrir. Eg hefi aðeins slept byrjun bréfsins og niðurlagi, sem ritað var til mín. Guðmundur Finnbogason. I 28. árg. Eimr. frá 1922 er grein eftir yður> sem heitir “Veðurspár dýranna.” Sú grein er að mörgu leyti merkileg, og gefur a. m. k. okkur sveitabændum ærið efni til umhugsunar, því nálega við öll okk- ar störf erum við meira eða minna háðir veðrinu. Það fyrsta sem bóndinn gerir á morgnana er hann hefir signt sig, er að gá til veðurs og það er hans síðasta verk á kvöld- in um leið og hann lokar bænum. Veðráttan er svo nátengd lífi okkar bændanna, að það má segja með sanni að “í henni lifum, hrær- umst og erum vér.” Og ef maður athugar þetta er hað næsta eðlilegt. Einn sólskinsdagur í óþurkatíð að sumrinu, ef hann er notaður rétti- lega og menn hafa örlitla nasasjón af því áður að hann muni koma, getur máske bjargað miklu af forða vetrarins frá skemdum. Einn stór- viðrisdagur um sláttinn getur líka eyðilags mánaðarvinnu fólksins og gert hana nálega að engu ef menn bíða hans með andvaraleysi.—Vegna þess, að bóndinn tók ekki mannlega á móti 'honum, verður hann að skerða bústofn sinn að miklum mun, eða setja á í voða, sem er þó hálfu vitlausara. Einn stórhríðardagur að hausti, áður en fé er tekið á gjöf eða eftir að fé er slept að vori, get- ur oft og tíðum höggvið stórtskarð í bústofninn, ef menn hafa engan andvara á sér og taka ekki eftir neinum þeim “teiknum til veðr- óttufars, af sólu, tungli og stjörn- um, lofti, jörðu, vatni og dýrum,” sem hverjum er í lófa lagið, ef hann notar athyglisgáfuna. Það er von að sveitamönnum verði tíðrætt um veðrið og því hlæja kaupstaðarbúar að okkur, þegar við erum að tala um góða veðrið, eða illviðrið. Fyrir þá hefir ekkert að segja hvernig veðrið er, nema hvort þeir geti gengið úti þennan og þenn- an daginn, eða verði að geyma það til hins næsta. En við tökum undir með St. G. St. og segjum: “Eg er bó'ndi. alt mitt á undir sól og íegni.” í fyrnefndri grein beinið þér því að mönnum og þá helst sveitamönn- um, að athuga þetta frekar, og vita hvað satt sé í’ þessurn gömlu um- mælum. Eg hefi einmitt gert þetta nú um nokkur undanfarin ár, og komist að þeirri niðurstöðu 'að ná- lega æfinlega geti menn séð fyrir veðrabrevtingu ; sérstaklega snöggar og stórfeldar, ef menn veita athygli ýmsu atferli dýranna sérstaklega, á- samt mörgu öðru, sem kemur þar til greina. Eg get sagt það með sanni, að einmitt fyrir þær athuganir, hefi eg oft komistt hjá tjóni á hevjum og skepnum, og hafi eg rekið mig á i þeim sökum, þá er það því að kenna, að eg hefi ekki athugað það eins og skyldi, hvað eg átti að gera í það og það skiftið. Hefi nefnilega ekki tekið nóg tillit til v^ðurspánna. Eg get bætt því við, að draumar hafa líka átt sinn þátt í veðurspám hjá mér. Nú vil eg taka örfá dæmi þessu til stuðnings. Auðvitað má segja um þau, að þau verði léttvæg fundin. En þau hafa einn kost. Þau eru sönn. Þegar eg var unglingur, um tví- tugt, átti eg hest. Hann var rauður að lit, glófextur. Mér þótti afskap- lega vænt um hann, enda var það eina skepnan, sem eg átti um þær mundir. Eg hirti hann sjálfur, og hafði hann einan í kofa og gfaf hon- um vel. Hann var mesti, vithestur, og veðurspár með afbrigðum. Eg Iét hann ganga framan af vetri, eins og venja er hér í Skagafirði. En veturinn eftir að eg tamdi hann, kemur hann eitt sinn aleinn heim að kofa sínum um miðjan dag og vill fara inn. Þetta var á jólaföstu, tíð sæmileg, og engin veðrabreyting sjáanleg. Mér þótti þetta skritið og lét hann inn. En um nóttina fer hann í stórhríð, sem stóð í tvo sól- arhringa. Eftir það lét eg Glóa sjálfráðan um göngu sína, og brást aldrei að þegar hann kom heim í fyrsta sinn að vetrinum var ótíð í vændum. — Stundum kom hann langar leiðir að, beina leið frá hrossunum, sem hann hafði verið með alt sumarið og aldrei skilið við, nema þegar hann var í brúkun. Hrossum, er hann var svo elskur að, að ef eg slepti honum með hnakk og beisli að sumrinu, á næstu bæjum, þá var hann þotinn til þeirra. Hann var deyddur 22 ára, og þessum sið hélt hann alla æfi. Fleira var merki- legt við hann, blessaðan gamla vin- inn minn, sem eg set ekki hér. Það var með mig eins og sr. Jón. Þorl. og Vakra-Skjóna—að ef eg hefi eignast góðhest síðan vildi eg helst kalla hann Glóa! Yeturinn 1927—28 hýsti eg jarp- an fola á annan vetur, ásatnt fleiri hrossum. Hann var í góðu lagi og seint á útmánuðum sleppi eg hon- um ásamt hinurn, því tíð var ein- muna góð. ■ Svo líður vika og enn helst sama tíðin. En eitt kvöld sé eg að jarpur tekur sig út úr hrossa- hópnum og kemur rakleitt heim að hesthúsdyrum. Mér þótti þetta einkennilegt því veður var gott, en heldur með kaldara móti. Eg sæki þvi hin hrossin og hýsi þau öll. Um nóttina kom vonskuhrið, segi hélst fram á kvöld daginn eftir. Þótti mér vænt um að hafa látið hrossin inn, svo þau fengju ekki á sig þenn- an hvellinn. Þá vil eg geta um atvik, sem kom fyrir mig laugardaginn 7. sept. 1929. Þannig hagar til hér, að engjarnar liggja niður undir Héraðsvötnum og eru bæði miklar og grösugar. Und- anfarið höfðu gengið hér óþurkar svo mikið var flatt af heyi. En nú kom þurkflæsa með suðaustan stormi. Fram í Hlíðinni var hann hvass um daginn, eins og oftast er þar í þeirri átt, en þess gætir minna á eylendinu, enda var hóflegur blást- ur um daginn og besti þurkur hjá okkur og sættum við í sífellu. En seinni partinn var ekki sjáanlegt að hann mundi lygna, eins liklegt að hann herti veðrið með nóttinni. Þó var útlit þannig að slíkt gat brugðist til beggja vona. Loks er við höfðum' lokið við að taka alt saman, var orðið næsta áliðið. Var þá eftir að rista á öll sætin ef hann færi í veður, og var það mikið verk því sætin voru á annað hundrað; gömul og ný. Hefðum við orðið að því fram á nótt þvi við vorum orðn- ir slæptir. En rétt sem við ætluð- um að hef ja verkið, sjáum við hvar íjórar álftir koma fljúgandi norðan héraðið og stefna einbeittlega fram til heiða. Eg veitti því sérstaklega eftirtekt að þær settust ekki á “Vötnin,” vestur undan enginu, eins og þær voru oft vanar. Við stönsuðum og horfðum á eft- ir þeim, þar sem þær “flugu suðrá heiðar með f jarðraþyt og söng.” En skömmu seinna kemur annar hópur. Voru sjö í honum. Síðan þrjár og flligu allar í sömu átt fram héraðið. Er við sáum þetta, segi eg piltunum að eigi munum við þurfa að óttast sunnanveður í nótt og skulum við hætta við að rista á bólstrana. Þeir tóku þvi vel, líklega fremur af fegin- leik yfir því að vera lausir við þetta erfiði, en að þeir hafi trúað slíkum spádómi. Sunnudag næstan á eftir var inndælisveður, sömuleiðis á mánudag og þriðjudag. Þá daga bundum við báða og hirtum upp, enda mátti ekki tæpara standa því á þriðjudagskvöldið kom hann með norðanfýlu og úrfelli, sem hélst þá viku alla til gángna. Uaustið 1929 var heldur risjótt hér; voru úrfelli og hret á víxl. En viku fyrir vetur skifti til, með heið- ríkju og frosti. Þetta hélst þangað til í annari viku vetrar. Einn morg- un, er var með kaldasta móti, tek eg eftir því, að snjótitlingahópur er kominn heim að bæ og eru á sífeldu flökti og láta mjög gráðulega. Er á daginn líður f jölgar þeim altaf meir og meir. og hefi eg aldrei séð slíkan grúa þeim við hús, þvi eg er viss um þeir hafa skift mörgum hundr- uðum. Þeir flugu og tístu i sífellu. Mér datt strax í hug, að nú vissu litlu veslingarnir ilt á sig, og fanst mér bera skylda ti! að hressa eitt- hvað upp á þá, í þakklætisskyni fyr- ir aðvörunina, því þess gekk eg ekki dulinn að nú væri stórhríð í vænd- um. Eg bar út salla og moð frá kúnum, því aðrar skepnur voru ekki komnar í hús, til að vita hvernig þair mundu taka í það. Og þvílíkur aðgangur- Það var alveg eins og í útmánaðaskorpu, svo rifu þeir í sig með mikilli græðgi. Nú fór eg til nágranna minna og spurði hvort við ættum ekki að smala fénu, sem þá lá. Tóku sumir dauft í það og álitu að ekki mundi hætta á ferðum, þó hann væri kaldur “því ekki er nú bakkinn svo mikill í norðrinu,” sögðu þeir. Við fórum samt á stað urtt miðaftanleytið, því skamt er að smala. Er eg var kom- inn spölkorn frá bænum, mæti eg tveimur rosknum ám er eg átti. Voru þær á stryki heim og hafði engin stygð að þeitn komið. Við höfðum féð næstum alt og byrgðum í húsum, en þá sömu nótt kom iðulaus stórhríð sem stóð marga sólarhringa og kyngdi niður þeim fádæmum af snjó, að jarðlaust mátti heita hálfan mánuð af vetri, og er slíkt einsdæmi í Blönduhlíð, því hér er afburða snjólétt. Þar sem ekki var smalað, fór fé hroða- léga út úr því, fenti og drapst í hópum. Vorið 1930 var hér sæmileg tíð utn sauðburðinn og gekk hann vel. Þ. 10. júní, er eg kom út um morg- uninn, tek eg eftir því að þröstur er að hoppa á hlaðinu og tístir aumkunarlega. Svo sé eg tvo aðra og var eins óg þeir vildu inn í hús- in, séo aumlega báru þeir sig. Ekki var sjáanlegt á lofti, að umskifta væri von. Við fórum að vinna í flagi á túninu og vorum að því um dag- inn. En úr hádeginu fóru að koma lóuhópar heim á túnið. Voru þær hnýpnar að sjá, sungu ekkert. Alt af sátu þrestirnir heimavið og fóru hvergi, nema ef þeir færðu sig eitt- hvað frá kisu, sem fór að þykja þetta nærtæk veiði. Með kvöldinu fór að þyngja að, og leist mér ekki á, er eg sé hvar hrossin koma heim að túnhliði og fara að hama sig. Eg þóttist nú ekki ganga þess dulinn að veðra- breyting væri fyrir dyrum og hún líktega nokkuð svipleg. En hér var ekki um gott að gera. Ærnar flestar með ungum lömbum, og því ilt að \ \ Þegar þér þarfniát Prentunar í þá lítið inn eða skrifið til The Golumbia Press Ltd. » sem mun fullnægja þörfum yðar / \ kasa þeim inn, því búast mátti við að þær dræpu lömbin. Héstana, sem eg vann með hýsti eg auðvitað og hrossin sem heim voru komin, það var ekki mikil fyrirhöfn. — Um kvöldið fórum við piltarnir til ánna og færðum þær í skjól og létum sumt inn af þeim, og gengum þann- ig frá að við vissum nálega hvar hver og ein var stödd þá um kvöld- ið.Flestar af þeim voru skamt frá túninu. Er við háttuðum var farið að slíta úr honum á norðaustan, en heldur hægur. Eg var áhyggjufullur út af veðr- inu, og hugði að hafa andvara á mér, því eg var sannfærður um, að nú færi hann í hret, hversu mikið sem úr því yrði. Eg gat ekki sofn- að strax og mun klukkan hafa ver- ið nærri eitt, er eg sofnaði. Mig tók fljótt að dreyma. Mér þótti eg vera kominn til eins kunningja mírts, á saint fleirum og—ja, enginn hefir á draumum—sestir að drykkju ! A borðin var grænleitur dúkur og kannaðist eg við hann frá fornu fari. En nú' fer hann ofan í eiq- hverja hirslu og tekur þar upp borð- dúk, hvítan og hreinan, svo stóran °g þykkan að slíkan hefi eg aldrei I séð og breiðir hann á borðið ofan í yfir þann, sem fyrir var. (Við héld- um á glösunum á meðan). Mér fanst hann ná ofan á gólf og hylja borðið alveg.( Síðan gengur hann út í horn og tekur þar upp grammó- fón og fer að spila á hann, hvert lagið eftir annað, með þeim hávaða að mér fanst sem hann mundi rífa á mér hlustirnar. Eg haf ði orð á því, ,að hann skyldi hætta þessari spilamensku, þvi að við gætum ekkert spjallað saman fyrir arginu í glymskrattanum. En hann var ekki á > því, heldur dró hann upp í sífellu, svo að eg var hárviss um að hann sliti fjöðrina. Og, “birr,” þar íór hún. í sama bíli vaknaði eg og fanst sein eg heyra urgið og hávaðann enn þá. Og þetta var rétt. Það var bara sá munur, að þaö var í veðrjnu, því nú var skollin á ein sú versta hríð, sem eg man eftir um vetur, hvað þá að vori til. Þá var klukkan að ganga fjögur. Snjókoman og fannburð- urinn var afskaplegur. Við tún- hliðið stóð hópur af ám og voru sum lömbin alveg komin í kaf og hvar sem afdrep var í kring var féð að íenna, en af því að við vissum næstum hvar hver kind átti að vera, fenti ekkert, en þrjú lömb misti eg. Þetta hélst til kl. 10, þá fór að rofa til. Þegar upp birti, var fult af hveriu gili og skorning, og fenti fé víða og meira að segja hross fram i Akratorfunni, þar uppi undir fjall- inu og fanst ekki fyr en löngu síöar. Eg ásakaði sjálfan mig fyrir að hafa ekki tekið ærnar og látið þær inn á túnið um kvöldið, þá mundi eg hafa sloppið hjá skaða, hefði eg gert það. Þarna mátti segja, að um ótví- ræð merki væri að ræða, enda skamt að bíða umskiftanna. Krummi er líka veðurspár, og vitur fugl. Ætíö veit það á gott ef hann flýgur hátt í lofti, þurk á sumri en hreinviðri að vetri. Auk þess held eg hann sjái feigð á skepn- um og vil eg í þvi sambandi segja frá tveimur atvikum. „ Þegar eg var innan við fermingu fór eg eitt sinn með rekstur á rnilli bæja. Á heimleiðinni sé eg tryppi, sem bítur skamt frá veginum. Ekki fanst mér það nýstárlegt, en hitt furðaði mig meira, að á baki trypp- isins sat hrafn og brýndi gogginn á herðum þess. Ekki kunni tryppið þessu neitt illa að sjá. Er eg nálg- aðist flaug klummi burt, en jafn- skjótt sem eg fjarlægðist, flaug hann aftur á hrygg jæss og tók til j ZAM-BUK HERBAL OINTMENT & MEDICINAL SOAP Areiðanlegt meðal við Bad Legs, kýlum, Eczema, eitruðum sárum, skurfum í höfði, o. s. frv. Ointment 50c Medicinal Soap 25c sinnar fyrri iðju. Þetta tryppi drap sig ofan í skömmu seinna, og þætti mér ekki ólíklega til getið, aö krunnni hefði þá heimsótt }:>að. Hitt skeði í haust þ. 20 okt. Eg hafði þrjá fullorðna hrúta í tún- girðingu frá því um göngur . Þenn- an morgun segir stúlka sú, sem fór fyrst á fætur, að þegar hún hafi komið út, hafi allir hrútarnir verið fyrir framan hlaðbrekkuna og hefði hrafn setið á bakinu á einum, og krunkað matarlega. Eg spurði hana strax hvér hrúturinn það hefði ver- ið, og sagSi hún það. Eg veitti því svo eftirtekt um dagínn að krummi var altaf að gagga kringum hrútsa, en aldrei sá eg hann setjast á hann aftur. Þetta gekk fram eftir deg- inum. Ekkert bar á hrútnum þenn- an dag og nú fór eg að hýsa þá. Ekki heldur þann næsta,. En á þriðja degi fór eg að sjá einhverja deyfð á honum. Um kvöldið, er eg fór að láta þá inn, lá hann á húsa- hlaðinu, gat hann ekki staðið upp og þar mátti eg skjóta hann. Eg er hræddur um að hinir hrútarnir hafi barið hann, því hann var víða mar- inn og blóðhlaupinn innan. Var krummi svona viss í sinni sök, eða var þetta bláber hendnig? Mýsnar eru líka veðurvísar. Það hefi eg sannprófað. Þær flytja sig í úthagana á vorin ef veit á gott, en heirn, ef hann versnar. Einu sinni eftir sumarmál sýndist mér hann í- skyggilegur, svo að eg lét sækja hross, sem eg hafði hýst, en var bú- inn að sleppa,-því tíð var góð. Pilt- urinn sem sótti þau, sagðist hafa mætt tveimur músurn, sem fóru heim að húsurn, og þegar hann fór að gefa hrossunum, þá sagði hann að alt hefði verið fult af músum í tóftinni, en þar sáust Jiær ekki áður. Um nóttina brast í vonskuhríð, sem stóð fram á kvöld næsta dag. Margir álíta Jætta ekkert annað en heimsku og bábyljur og taka ekki mark á því, að neinu leyti. Þeir halda að maður þuríi ekki nema loftvogina. En því hiefi eg tekið eftir, að dýrin eru vanalega á und- an henni, enda ekki ætíð að marka hana t. d. ef ís er nálægt. Og þegar viðtæki eru komin á annan hvern bæ og veðurskeytum rignir yfir mann 3 og 4 sinnum á dag, þá er ekki verið að athuga slíkt og því- likt.—Þegar það opinbera er orðin forsjón einstaklingsins, hættir hann að treysta á sig, en kastar öllurn sínum áhyggjum upp á það, og stendur svo varbúnari og vitlausari eftir en áður. Nú verður hætt að gefa slíku gætur, ekki verður at- hyglisgáfan skerpt með þessu í framtiðinni. Þetta var þó eitt, sem gerði menn vitrari, og betur búna til að mæta erfiðleikunum í lífsbar- áttunni. Eg hefi viljað láta yður sjá með línum þessum, að einmitt vegna greinar yðar, hefi eg veitt þessu eft- irtekt og eg get bætt því við—haft gott af; og þannig veit eg að fleiri hafa getað gert. —Lesb. FORNLEIFAR I AFRÍKU Eftir því, sem ‘Times’ skýrir frá, hafa nýlega fundist'merkilegar forn- minjar norðarlega í Transvaal. Þar hafa fundist grafir, ólíkar öllum öðrum legstöðum, ennfremur altari hátt; liggja að því vegir og tröppur upp að því. En tröppur þessar eru sVo litlar, að óhugsandi er að nokk- ur önnur þjóð en dvergþjóð hefði getað notast við þær. Þá hafa og fundist leifar af gríðarmikilli vatns- veitu, fjölgreina og víðfeðma og kemur hún úr stórri safnþró. Hefir ' vatnið verið notaö til þess að vökva jörðina. Þá hafa og fundist ýms á- höld til námuvinslu og afarforn koparnáma. Sú þjóð, sem þessi mannvirki hefir gert, hlýtur að vera aldauða fyrir ævalöngu. Lesb.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.