Lögberg


Lögberg - 04.05.1933, Qupperneq 4

Lögberg - 04.05.1933, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MAÍ, 1933. Högljers GeflB út hvern fimtudag af T B E COLXJMBIA P R E 8 B L 1 M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrlft ritstjðrans. EDiTOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö $3.00 urn áriö—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES S0 327—86 328 Skýjarof Hvað atvinnumál og viðskiftamál snertir hefir aldrei í manna minnum, eða að minsta kosti ekki um langan aldur, verið eins dimt í lofti, eins og á þremur undanförnum árum. Má svo segja að allan þann tíma* hafi ekki séð til sólar. Meira að segja, það hefir altaf ver- ' ið að syrta að meir og meir. Margir hafa ver- ið óttaslegnir út af því, að óveður byltinga og blóðsúthellinga, með öllum sínum hörm- ungum og rangsleitni, mundi skella yfir þjóð- félögin þá og þegar, bæði í Evrópu og1 eins hér í Norður-Ameríku. Það er ekki hægt að segja, að nokkur breyt- ing sé orðin í þessum efnum. Það er ekki enn farið að sjást til sólar á himni atvinnumál- anna. Erfiðleikarnir á því s\Tiði hafa aldrei verið meiri en einmitt nú. En einhvern veginn finst manni að nú sé eitthvað bjartara í lofti heldur en verið hefir. Það er skýjarof í loft- inu. Hjá mörgum liefir nú rétt síðustu dag- ana að tieita má, glæðst von um bjartari og betri daga, í nálægri framtíð. En á hver ju eru þessar góðu vonir bygðar! Hvaðan koma mönnum vonir um sælli dagaf Frá Washington. Hvernig sem fara kann, þá er það engum vafa bundið, að Roosevelt forseti hefir með miklum dugnaði og áhuga, alvarlega hafist handa og sagt kreppunni stríð á hendur. Vænta menn nú einmitt þaðan, öruggrar og viturlegrar leiðsagnar út úr þeim ógöngum, sem heimurinn hefir lent í hvað atvinnumálin snertir. Nú rétt' nýlega hafa þeir komið til Wash- ington, MacDonald, Herriot og Bennett, og átt rækilegt tal við forsetann. I raun og veru er þetta ekki mikil nýjung. Fyrirliðar þjóð- anna hafa á undanförnum árum átt með sér ótal fundi, þing og ráðstefnur, en árangur- inn hefir jafnan orðið lítill. Alt hefir setið í sama horfinu. Samkomulag liefir ekki náðst. H ver þjóðin hefir farið sinna ferða og reynt að skara eldi að sinni köku og frá náungans köku, og alt af hefir farið ver og ver. Allir sjá það nú orðið, að þjóðunum ber nauðsyn til, að hafa viðskifti margs konar hver við aðra. En engu að síður liafa þjóðirn- ' ar sjálfar, eða stjórnir þeirra og þing, gert slík viðskifti svo erfið og óeðlileg, að nærri liggur að þau séu með öllu ómöguleg. Mis- munandi gildi peninganna hefir átt þar mik- inn hlut að máli og er þar óneitanlega úr vöndu að ráða, en fráleitt svo vöndu, að ekki sé hægt að ráða fram úr því, ef þjóðirnar gætu orðið samtaka um það. Annað eru toll- garðarnir, sem flestar þjóðir hafa nú bygt utan um sig sjálfar, svo háa að viðskifti við aðrar þjóðir eru þar með gerð ómöguleg, eða því sem næst, enda minka þau viðskifti nú sltórkostliega á hverju ári. Hátollarnir og önnur innflutningshöft eru aðallega bygð á eigingirni hverrar þjóðar út af fyrir sig. Hver þjóðin um sig, vill forðast sem mest hún get- ur að kaupa vörur af hinni þjóðinni, en hún vill þar á móti selja henni sínar vörur og eru þjóðirnar þannig að reyna að hafa gott hver af annari á hinna kostnað. Þessi stefna er fegruð með ýmsu móti og almenningi er vor- kunn þó hann glæpist á þessu um stund. Leið- togum þjóðanna er minni vorkunn, því þeir ættu að sjá, að af eigingirninni og ágengninni getur lítið gott stafað. Það tr svipað með þetta tollstríð, eins og með verkföllin, sem einu sinni voru svo tíð og allir kannast vel við. Þegar verkveitandi og verkþiggjandi komu sér ekki saman, þótti svo sem sjálfsagt að hefja verkfall, eða þá verkbann. Stóðu þessi verkföll oft lengi, öllum hlutaðeigendum til mikils tjóns. En þegar annarhvor hlutaðeig- andi, eða báðir voru að þrotum-komnir, þá var ágreiningurinn jafnaður. En það var í raun og veru ekkert hægra, að jafna hann þá, heldur en strax í byrjun, ef hlutaðeigendur liefðu aðeins viljað gera það. Nú lítur út fyrir að leiðtogar þjóðanna séu farnir að sjá, að tollstríðið borgi sig heldur illa. Þeir vita að þjóðunum ber nauðsyn til að hafa viðskifti hver við aðra, og hver um sig er farinn að sjá, að hún getur ekki sjálf liaft allan hagnaðinn. Viðskiftin verða að vera bygð á sameiginjegum hagsmunum. En það er ekki aðeins að leiðtogarnir séu farnir að sjá þetta, leiðtogar margra helstu þjóð- anna eru líka farnir að viðurkenna það. Það er enganveginn illa viðeigandi, að Bandaríkin, með sinn ötula og vafalaust vitra og góðgjarna forseta í broddi fylkingar, ríði á vaðið að rífa niður þær hömlur, sem varnað hafa eðlilegum viðskiftum. Því verður ekki neitað, að Bandaríkjaþjóðin á hér stóran hlut að máli. Hátollastefnan hefir þar lengi verið í hávegum höfð af miklum hluta þjóðarinnar og hún er það líklegast enn, en trúin á hana er nú áreiðanlega eitthvað töluvert farin að bila. Roosevelt forseti virðist innilokunar- stefnunni fráhverfur og til þess búinn, að skifta við aðrar þjóðir á sanngjörnum grund- velli. Þeir stjórnmálamenn, sem nú hafa heim- sótt Roosevelt forseta, láta hið bezta yfir því, sem lionum og þeim hafi farið á milli. Allir virðast þeir mjög ánægðir yfir því, og for- setinn sömuleiðis. Er því sanngjarnt að vænta, að þessi samtalsfundur í Washington hafi miklar og góðar afleiðingar. Hér hefir að vísu fáu eða engu verið slegið föstu, en engu að síður getur þessi Washington-fund- ur haft afar mikla þýðingu til undirbúnings undir hið mikla hagfræðisþing, sem hefst í London, 12. júní í sumar, ogsem flestar þjóð- ir munu taka þátt í. Yíst er tm það, að nú gera menn sér miklu meiri vonir um góðan árangnr af því þingi, heldur en menn hafa áður gert. Mönnum er farið að skiljast, að kreppan þrengir að öllum þjóðum, og er al- heimsböl og þeim er farið að skiljast, að því aðeins verði bölið bætt og meinsemdin lækn- uð, að þjóðirnar geti orðið samtaka um það. Hver þjóð kemst skamt út af fyrir sig. Hvernig sem fara kann, þá er nú ástæða til að gera sér meiri og bjartari vonir heldur en verið hefir um langa hríð. Það er enn þungt í lofti og það eru enn sólarlitlir dagar, en það er skýjarof. Nýtt háskólaráð — - Einn Islendingur Þess hefir verið getið hér í blaðinu, að há- skólaráðið í Manitoba sagði af sér, eftir allar þær miklu f járhags ófarir, sem háskólinn hef- ir nú að undanförnu orðið fyrir, og sem öllum er kunnugt og þarf hér ekki að ' endurtaka. Samkvæmt háskólalögunum eiga sæti í há- skólaráðinu fjórtán menn alls. Velur fylkis- stjórnin níu af þeim, en félag stúdenta, sem útskrifast hafa af háskójanum, kýs þrjá. Þar að auki er forseti háskólans og “chancellor.” 1 vikunni, sem leið tilkynti Hon. R. A. Hoey, mentamálaráðherra að stjórnin hefði nú val- ið þá níu, sem henni Iber að útnefna og eru þeir sem hér segir: Hjálmar A. Bergman, K.C., D. C. Colman, A. K. Dysart, dómari; Dr. E. Lehman, F. W. Nick, Paul F. Bredt, C. A. Adamson, F. W. Crawford og Mrs. H. M. Speechly. Þetta er í fyrsta sinn, sem Islendingur hefir átt sæti í háskólaráði Manitobafylkis. Það er í sjálfu sér ánægjuefni, að Islendingur skipar nú þá virðingarstöðu, en það er ekki minna ánægjuefni, að það skuli vera Mr. Bergman, sem fyrir valinu varð, því fullyrða má að sá sé engym, sem nokkuð þekkir til hans, sem ekki beri hið fylsta traust til hans. Er hann fyrir allra hluta sakir ágætlega til þess hæfur, að gegna þessari á'byrgðarmiklu og vandasömu stöðu. Þetta er í fyrsta sinn, sem kona á sæti í háskólaráðinir: Mun það mælast vel fyrir, að Mrs. Speechly hefir verið til þess valin, því hún er ágætiskona, sem nýtur mikils álits og trausts. Það sýnist líka sanngjarnt og fram yfir það, að konurnar hafi einhver ráð, þegar um mentamál fylkisins er að ræða. Háskólaráðið á mikið verk fyrir höndum og vandasamt. Það tekur við háskólanum í því ástandi, sem er alt annað en álitlegt. Málefni háskólans hafa víst aldrei verið í eins slæmu ástandi, eins og þau eru einmitt nú. Eignum háskólans hefir verið stolið, meir en rniljón dollurum. Tillag það, sem liann hefir fengið frá fylkisstjórninni, he'fir verið minkað og minkað aftur. Fjárhagur skólans er því í afar slæmu lagi og ekki langt frá að segja megi, að hann sé kominn í kaldakol. Mörgum fleiri vandamálum þarf háskólaráðið að ráða fram úr og sum þeirra mjög erfið viðfangs. Skal hér þó ekki frekar farið út í þá sálma að þessu sinni. Fylkisstjórninni í Manitoba hefir ekki auðnast að gera svo öllum líki nú að undan- förnu. Andstöðuflokkar hennar á þinginu hafa að minsta kosti haft margt við gerðir hennar að athuga. En maðhr verður þess ekki var, ekki ennþá, að nokkur liafi tekið sig fram um að finna að því, hvernig henni hafi tekist að velja menn í háskólaráðið. Það verð- ur ekki annars vart, en allir séu ánægðir með það. Það er virðingarstaða að vera í háskólaráði Manitoba- fylkis. En þeirri virðingu fylg- ir mikill vandi og mikil ábyrgð og mikil vinna. Það er ekki launuð staða og þeir, sem þetta mikla og vandasama verk vinna, gera það endurgjalds laust. Hver sem það gerir vel og viturlega, verðskuldar þakk- læti og virðingu allra fylkis- búa. Það er svo æfinlega, en sérstaklega nú, þegar málefni háskólans eru í eins afar slæmu lagi, eins og þau nú eru. Bláa Níl Langt inni í Abessiníu, 1755 metra yfir sjávarflöt, er Tanavatnið. Það er nær kringlótt og afar djúpt. Á þrjá vegu að því liggja há fjöll, að vestan, norðan og austan. En að sunnan er landið lægra og þar hefir vatnið afrensli. Þar brýst fram í þröngum gljúfrum áin Bahr-el- Arrak, eða Bláa Níi, eins og hún er venjulega nefnd. Áin rennur fyrst til suðurs, svo til suðausturs, síðan til vesturs og norðurs og mætir Hvítu Nil hjá Khartum. — Bláa jNíl er mjög' vatnsmikil yfirleitt. miklu vatnsmeiri en Hvíta Níl. — En vatnsmagn hennar er mjög mis- munandi eftir árstíðum. Sá er ann- ar munur á Hvítu Níl og Bláu Níl, að Hvita Níl er lygn og skipgeng þúsundir kílómetra fyrir ofan Khartum, en í Bláu Níl eru eintómir hávaðar, strengir og fossar. Og þess vegna tókst landfræðingum ekki að rannsaka hana fyr en á 19. öld. Og þá kom það í ljós, að það er hún, sem er lifæð Egyptalands. Það er hún, sem veldur hlaupunum í neðri Níl, þegar hún flóir yfir bakka sína og frjóvgar hina miklu akra Egyptalands. Þetta er Egvptalandsmönnum líka fullvel ljóst. Þeir vita það, að sú þjóð, sem hefir efri Níldalinn á valdi sínu, hefir forlög Egyptalands í höndum sér. Þess vegna hafa Egyptar líka altaf kappkostað, að vérða þar yfirráðendur. En það hefir gengið skrykkjótt. Samgöng- ur um eyðimörkina eða eftir straum- harðri ánni hafa verið erfiðar og auk þess hafa eyðimerkurræningjar stöðugt vofað yfir öllum samgöng- um eins og ránfugl yfir bráð. Yfir- ráðin yfir löndunum hjá efri Níl hafa því löngum gengið skrykkjótt, og Egyptar hafa ekki haldið þeim nema tíma og tima í senn. En árið 1898 unnu þeir sigur á Abdullah Kalífa, eftirmanni Mahdians, og var það fullnaðarsigur. En ekki voru Egyptar einir um að vinna hann. Yfirhershöfðinginn var enskur, Kitchener lávarður, sem fórst á “Hampshire” og mikill hluti hers- ins var enskur. Sudan var því ekki gert að egypskri nýlendu eftir sig- urinn hjá Omdurman, heldur gert að sameignarríki Breta og Egypta. Á öllum |opinberum byggingum blöktu fánar beggja þjóða, og allar opinberar tilskipanir og reglugerðir voru gefnar út á tveimur tungu- málum, ensku og egypsku, í nafni Bretakonungs og Khedivans. Land- stjórinn í Súdan var útnefndur af Khedivanum, en eftir “uppástungu bresku stjórnarinnar.” Eins og vænta mátti gat hvorug þjóðin unað þessu fyrirkomulagi til lengdar. Egyptum fanst þeir vera rændir því landi, sem þeim væri nauðsyn að eiga. En á hinn bóg- inn vildu Bretar ekki sleppa þvi, þar sem þeir höfðu fórnað blóði rnargra sona sinna til þess að vinna það. Samkomulagið mátti þó kallast bærilegt þangað til heimsstyrjöldin hófst.—Yfirlýsingar Wilsons voktu öfluga sjálfstæðishreyfingu í Egyptalandi, og tók þá mjög að skerast í odda milli Breta og Egypta. Sáu Bretar það, að valdi þeirra þar í landi var hætta búin, og afréðu því að nota fyrsta tækifæri, sem gæfist, til þess að slíta sameignarfélaginu um Súdan og leggja það land undir sig. Tækifærið barst þeim upp í hendurnar i nóvember 1924. Þá var yfirhershöfðingi þeirra i Egypta- landi, Sir Lee Stack, skotinn til bana á götu í Kairo af egypskum sjálfstæðismanni. Þegar sama dag- inn kröfðust Bretar þess, að allar egypskar hersveitir yrði að verða á brott úr Súdan innan sólarhrings, og höfðu það fram. Jafnframt sögðu þeir upp áveitusamningi, sem Egypt- ar höfðu nýlega fengið þá til að gera viðvíkjandi Súdan. Síðan hefir Súdan verið stjórnað sem enskri nýlendu. Hin mikla flóð- stifla, sem gerð var í Bláu Níl 1924 hjá Makwar (skamt fyrir ofan Khartum) hefir verið hækkuð síð- an og flæðilandið aukið að sama skapi. Og það virðist svo sem Eng- lendingar hafi af ásettu ráði sett hömlur við samgöngum milli Súdan og Egyptalands. Hér um bil öll utanríkisverslun Súdans fer yfir hafnarborgirnar Port Súdan og Suakin hjá Rauðahafi. Og Egypt- ar eru nú f jær því en nokkuru sinni áður að hafa yfirráð á efri hluta Nílar. Hefir þetta sem vænta má vakið bæði sorg og gremju þar í landi. Og sérstaklega gremst Egypt- um það, að Bretar eru stöðugt að stækka bómullarakra sína á E1 Gezira, tungunni milli Bláu og Hvítu Nílar. Þurfa þeir til þess svo mikið áveituvatn, að Egyptar þykj- ast ekki fá nóg, og auk þess keppir bómullin frá Súdan við egypsku liómullina á heimsmarkaðinum. Þetta hefir leitt til þess, að nú alveg nýlega hafa Egyptar reynt að launa Bretum lambið gráa. Stjórnin í Egyptalandi er að gera samninga við Abessiníu um að mega gera gríðar- mikla stiflu í Bláu Níl þar sem hún rennur úr Tana-vatni. Og verkið hefir egypska stjórnin falið ame- rísku félagi, “The White Engineer- ing Corporation of New York.” Stjórnin lítur svo a, að Ameriku- menn sé svo sterkir á svellinu, að þeir þurfi ekki að hliðra neitt til fyrir Bretum, og á hinn bóginn muni þeir aldrei verða hættulegir sjálf- stæði Egyptalands. Það er ekki ljóst hvert gagn á- veitan í Egyptalandi getur haft af þessari stíflu uppi hjá Tana-vatni, því að vatnið verður fyrst að fara fram hjá stíflunni hjá Makwar og þar geta Bretar stöðvað það, ef þeim þykir það nauðsynlegt. En að þetta sé gott pólitískt bragð, getur varla verið. Egyptar geta ekki haft neinn stuðning af Abessiníumönn- um, þótt þeir gerði bandalag við þá, því að Abessinía er enn í dag hálf- gert villimannaland, og keisarinn þar á i sífeldum erjum við hina ýmsu höfðingja landsins. —Lesb. Hatur og öfund Eftir Guðmund Finnbogason. Hatur og öfund eru svo sterk öfl i lífi margra manna og þjóða, að það ætti að vera ómaksins vert að gera sér ljóst af hvaða rótum þau renna, hvernig þau starfa og hvaða afleiðingar þau geta haft. Eg skal fyrst víkja að hatrinu. Frummerkingin i orðinu að hatá er að ofsækja, skaða, eyðileggja. Hún sýnir, að hverju hatrið stefnir, aðalhneigð þess hugarþels, sem vér köllum hatur. Fyrra Jóhannesar- bréfið segir: “Hver sem hatar bróð- ur sinn, er manndrápari” (3, 15). Og Shakespeare lætur Shylock segja: “Hates any man the thing he would not kill?” (Hatar nokkur maður það, sem hann mundi ekki vilja drepa?). Hvorttveggja vottar, að hatrið stefnir að eyðileggingu þess, sem hatað er. í því á hatrið sammerkt sumum tegundum reið- innar. En reiðin er sú geðshræring, sem bardagahvötinni fylgir. Bar- dagahvötin er ein af eðlishvötum manna og dýra. Hún vaknar, þegar aðrar eðlishvatir mæta einhverri hindrun eða mótspyrnu, og beinist að því að ryðja hindruninni úr vegi. Hatur er þó ekki sama sem reiði. Reiðin er geðshræring, sem kemur og fer. Hún getur funað upp hvað eftir annað, en hún er skammvinn. Og maður getur reiðst öðrum, jafn- vel bezta vini sínum, án þess að hata hann. Hatrið er langvint ástand. Það er hugarþel eða hugð. En hugð köllum vér hneigð eða kerfi af hneigðum til sérstakra geðshræringa í sambandi við tiltekinn hlut, mann eða málefni. Sá, sem hatar annan, I meir en þriISjung aldar hafa Godd’e Kidney Pills verið viBurkendar rétta meBaliS við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eOa sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. finnur löngum reiðina blossa upp í huga sér, er hann hugsar um hann. Þessi hneigð til reiði er þvi þáttur í hatri hans, “og enginn hatar svo annan, að hann hafi honum ekki fyrst orðið reiður,” segir meistari Jón. En þar er meira. Menn hata ekki, þann, sem þeir hafa engan ótta af og þykjast hafa í fullu tré við. Annar aðalþáttur hatursins er því hneigð til ótta. Þessar tvær hvatir geta verið missterkar i hatrinu, eft- ir atvikum. Aðalhvöt óttans er flóttahvötin, en aðalhvöt reiðinnar er bardagahvötin. Þær eru hvor ann- ari andstæðar. Þess vegna er hatrið svo óþægilega nagandi hugarástand sem það er. Þar sem hatrið stefnir að eyði- leggingu þess sem hatað er, fylgja því ýmsar geðshræringar, eftir því hvernig horfurnar eru hverja stund- ina til að ná þessu markmiði. Sá, sem hatar annan, gleðst þegar hon- um gengur illa, þjáist, missir fé, völd eða álit, en hryggist þegar honum gengur vel, finnur óbeit eða reiði í návist hans, reiðist þeim, sefn hjálpa honum, kvíðir því, sem getur orðið honum til gagns eða gleði o. s. frv. Spinoza segir: “Odium munquam potest esse bonum“: Hatur getur alclrei verið gott. Markmið þess er að gera öðrum ilt. Og það er kvöl fyrir sjálfan hatandann. Það kveikir hatur hjá þeim, sem fyrir því verða, ef þeir á annað borð eru ekki því göfugri menn, og gerir þá þar með vansæla. Það útilokar alla samúð og samvinnu þeirra, sem hatast. Vér eigum annað fornt orð yfir að hata. Það er að fíá, s. s. f já. Fíándi, f já- andi, fjandi varð nafn á djöflinum. Það sýnir að menn skyldu, að hatrið er djöfullegt hugarþel. Lítum svo á öfundina. Að öfunda er eiginlega að afunna, þ. e. að unna einhverjum ekki einhvers. Sama kemur fram i danska orðin at rnis- unde—misunna. Allir vita, að öf- undin er ónotalegt hugarástand. Það kemur fram i orðinu öfundsjúkur, er gefur í skyn, að öfundin sé sjúk- legt ástand. f þessu er bending um, að andstæðar hvatir berjist um völd- in í öfundinni, líkl og í hatrinu. Til þess að finna, hverjar þessar hvatir eru, er bezt að athuga, hverjir eru sérstaklega öfundsjúkir. Bacon seg- ir meðal annars, að vanskapaðir menn og geldingar, og kynhlending- ar og gamlir menn séu hneigðir til öfundar. Þeim er það sameiginlegt að þeir hafa galla, sem þeir geta ekki losnað við og eru sífelt mintir á af samanburði við aðra. Meðvit- und um þessa galla eða vöntun særir metnað þeirra og vekur þar með magnlausa reiði eða gremju, en þessi gremja snýst gegn þeim, sem hafa það, sem hina vantar, og verða þann- ig til að særa metnað þeirra—auð- mýkja þá. En menn öfunda ekki aðra ein- ungis af persónulegum yfirburðum þeirra. Öfundsjúkur maður getur öfundað aðra af hverju því, sem þeir hafa fram yfir hann, ef hann kysi að eiga það sjálfur og á ekki víst að geta veitt sér það. Öfundin beinist auðvitað oftast að keppinaut- um, sem veitir betur. Þar sem hún sprettur af samanliurði, þá eru til- efni hennar óþrjótandi. Jafnskjótt *og öfundsjúkur maður hefir jafnast við keppinaut sinn í einu, rekur hann sig á, að annar er hinum fremri, og þá vaknar öfundin á ný. Og þó að slíkum manni tækist að verða fremstur i einni grein, þá eru óteljandi hlutir, sem hann er öðrum síðri í, og því nóg öfundarefni. Þeir sem af hégómagirnd vilja skara

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.