Lögberg - 11.05.1933, Page 2

Lögberg - 11.05.1933, Page 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN xi. MAÍ, 1933 Skáidkonan Jane Austen Eftir Richard Beck Enskar konur hafa lagt drjúgan skerf til bókmenta þjóöar sinnar,, eigi sízt i skáldsagnagerð. Auk skáldkonu þeirrar, sem hér um ræS- ir má nefna þær syturnar Char- lotte o g Emily Bronte, George Eliot, og af núliíandi rithöfundum þær Sheila Kaye-Smith og Virginia Woolf. En þó að þær hafi aliar rit- að eftirtektarverðar skáldsögur og merkilegar, þá er Jane Austen, að ýmsum þeim, sem dómbærastir eru, talin fremst allra kvenna, sem skáld- sögur hafa ritað á enska tungu. Hvað sem því líður, þá verður henni vart með réttu neitaÖ um veglegan sess, þegar skáldsagnahöfundum Englands er til sætis skipað að verð- leikum, eftir snilligáfu og valdi þeirra yfir hugum hinna ólíkustu kynslóða. Og bókmentir vorar eru fyrir það stórunx snauðari, að eng- um af skáldsögum hennar hefir snú- ið verið á vora tungu. En ekki mun þurfa að eggja íslenzka ensku-les- endur, þá, sem unna sönnunx bók- mentum, á að kynnast ritum hennar, sem lúnn óvægasti dómari—tíminn sjálfur—hefir eigi þokað úr tign- ar-sessi.* Þó að Jane Austen væri uppi á umbrotatímum, bar líf hennar eng- an blæ þeirrar ólgu og æfintýra, sem einkendu helstu samtíðarmenn hennar, rómantíslxu skáldin ensku: Byron, Coleridge og Shelley. Lífi þeirra rné líkja við brimsollið hafið, en æfi Jane Austen við lognsæinn. En logndagurinn á sína fegurð, sín- ar dásemdir, eigi síður en storm- dægrin, þó með öðrum hætti sé. Það vissi skáldkona þessi manna bezt; og í hversdagslífi sínu, þó kyrlátt væri og einfalt, fann hún efniviö nægan í ódauðleg listaverk. En það er nú einu sinni aðall snill- ingsins, að hann breytir í gull þvi, sem við hinir teljum grjót. Jane Austen var fædd 16. desem- ber 1773, í Steventon-þorpi á Suð- ur-Englandi. Húsið, sem hún fædd- ist í, er löngu horfið úr sögunni. Gott dæmi þess hversu óvarleg reynast híbýli þau, sem með höndum eru gerð, samanborið við hallir þær, sem skáldlegt hugarflug reisir frá grunni. Skáldkonan átti til mætra og gáf- aðra að telja i báðar ættir. Faðir hennar, sem var prestur, var mað- ur prýðilega gefinn og lærður vel. Hann var einnig fríöleiksmaður, og öll börn hans líktust honum í því efni. Er Jane Austen svo lýst, að hún hafi verið fríð sýnum og hin prúðasta í allri framgöngu. Frá móður sinni er talið, að skáldkonan hafi að erfðum hlotið tvö höfuð- einkenni sín: Fjöruga fyndni og auðugt ímyndunarafl. Hún fékk á- gætt uppeldi, naut góðrar mentunar í heimahúsum, og eitthvað gekk hún í skóla; en um ákólagöngu kvenna var harla lítið á þeirri öld. Jane var næst yngst systkina sinna en þau voru alls sjö prestsbörnin. Vel fór á með henni og bræðrum henn- ar. James, hinn elzti, var henni sér- staklega handgenginn. Hann var víðlesinn í enskum bókmentum, smekkvís og ritfær vei; leiðbeindi hann systrum sínum um bókaval og glæddi þannig bókmentasmekk þeirra. En mest unni Jane einka- systur sinni, Kassöndru, sem var ágætis- og gáfukona; og ástúðleiki þeirra hélst meðan báðar lifðu. Voru þær hvor annari alt í öllu, og það því fremur sem hvorug giftist. Tii þessa nána sambands þeirra systr- anna mun það eiga rót sína að rekja, að í tveim skáldsögum Jane Austen er órjúfanleg systurást merkur þátt- ur. Tuttugu og fimm fyrstu ár æfi sinnar átti skáldkonan heima í fæð- ingarþorpi sínu. Hún lifði þar kyr- látu lifi og áhyggjulausu og tók mik- ÍCAUF1±> ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASfT& DOOR CO LTD. I3LK.NHY AVE. EAST. - - WINXIPKG, MAN. Yard Offioe: ®th Floor, Bank of Hamllton Chambers. inn þátt í samkvæmislífi bæjarins, svo sem sjálfsagt var um ungar stúlkur í hennar stétt. Oft var líka mannmargt og gleði i garði á prests- setrinu. En auðvitað umgekkst Jane mest fólk al' betra tæi, annað sæmdi ekki prestsdóttur á hennar dögum. Þó barst hún ekki hugsunarlaust á straum meðlætis og glaðværðar; af ritum hennar er þaö deginum ljós- ara, að hún hefir haft augun opin, og, óbeinlínis að minsta kosti, verið að viða að sér efni í bækur sínar. Árið 1801 fluttist hún með for- eldrum sínum til Bath, er þá var frægastur baðstaður á Englandi. Lífinu þar lýsir. hún með íyndni og fjöri í skáldsögum sinum North- anger Abbey og Persuasion. Að föð- ur sínum látnum fluttist hún enn á ný, þessu sinni til Southhanipton, 1805, en dvaldist þar eigi langvist- um. Frá því 1809 til dauðadags— að undanteknum stuttum ferðum til Lundúna og nokkrum mánuðum i W'inchester — átti hún heima í Chawton, skamt frá fæðingarstað sínum. Hún andaðist í Winchester, hinni fornu höfuðborg Englands, 18. júlí 1817. Harmaði Walter Scott dauða hennar með þessum orðum: “Hvi hörmulegt, að slíkur snillingur skyldi deyja svo snemma!” Þau orð bergmála svipaðar hugsanir fjölda annara, þá og síðar. Jane Austen er grafin í dómkirkjunni í Winchester; sækir þangað árlega margt aðdá- enda skáldkonunnar. En langt út yfir gröf og dauða ná áhrif hins sanna snillings, hvort sem hann finn- ur list sinni búning í svölum mar- maranum eða málmi málsins. Rithöfundarferill Jane Austen var jafn öfgalaus sem hversdagslíf hennar. Hún þurfti aldrei að horf- ast í augu við örbirgð eða skort; hinsvegar var hún aldrei borin á höndum, gleðidrukkinna aðdáenda, þó að hún eignaðist þá og eigi enn, í þúsundatali. Samt var hún bráð- þroska og byrjaði snemma á rit- störfum. Þrjár af skáldsögum sín- um ritaði hún áður en hún var hálf- *)Vönduf og handhæg, en þó dýr út- gáfa af skáldsögum Jane Austen er: The Complete Novels of Jane Austen. London, William Heinemann, 1928. Míkið rit—yfir 1409 bis.—en verðið að eins 8 sh. 6d., í bandi. Vlðkunnur enskur rithöfundur, J., C. Squire, rit- stjóri hins merka tímarits London Mercury, hefir skrifað ágætan inngang að bókinni. þrítug. En hún vann í kyrþey að skáldsagnagerðinni og hafði ímu- gust á auglýsingum. Þær fjórar af skáldsögum hennar, sem prentaðar voru að henni lifandi, báru ekki nafn hennar, en kunnugir vissu hver höfundurinn var. Jane Austen hafði því eigi ritfrægð fyrir augum. Hún ritaði sér til dægrastyttingar, af djúpri, innri þörf. Og henni voru ríkuleg laun gleðin, sem fylgir því að semja—skapa. Og svo var djúp listhneigð hennar, að hún hélt ó- trauð áfram að rita skáldsögur, þó að bókaútgefendur kynnu eigi að meta verk hennar framan af. Sá skilningsskortur virðist, ef til vill, æði kynlegur nú, en hann er langt frá því að vera einsdæmi í bók- mentasögunni. Fyrsta skáldsaga Jane Austen, og sú, sem óhætt mun mega telja hvað víðfrægasta, Pride and Prejudice var rituð 1796, þegar skáldkonan var 21 árs gömul. En Cadell bóka- útg'efandi hafnaði bókinni og var hún ekki prentuð fyrr en sextán ár- um siðar, þá, breytt að nokkuru. Sömu sögu er að segja um fleiri af hinum fyrri bókum skáldkon- unnar. Þær sex af skáldsögum henn- ar, sem hún lauk viö (til eru brot af öðrum) komu út i þessari röð: Sense and Sensibility (1811), Pride and Prejudice (1813), Mansfield Park (1814), Emma (1816), Northanger Abbey og Persuasion (1818), hinar tvær síðastnefndu að skáldkonunni látir.ni. Lesandann mun fýsa að vita hverjar viðtökur sögur þessar fengu.—Ekki er hægt að segja um Jane Austen, að hún hafi eins og Byron lávarður vaknað einn morg- un við það, að hún væri fræg orðin. Ritfrægð hennar óx smám saman. Þó verður eigi annað sagt, þegar alls er gætt, en að bókum hennar væri í fyrstu vel tekið. Hér var ’ekki hið æsinga- og öfgafulla, ekki ginnandi glamur, og eigi heldur op- inskáar og ’kitlandi ástalýsingar, sem enn reynast hentug tálbeita hverjum þeim, sem öðlast vill skjóta lýðhylli fyrir rit sín. Hvort sú hylli er að sama skapi á bjargi bygð, skal ó- sagt látið. Jane Austen bauð les- endum.sínum kjarnmeti: sannar lífs lýsingar, færðar i búning ómengaðr- ar frásagnarlistar. Að margir sam- tíðarmenn hennar kunnu að meta hana, er auðsætt af því, að fyrstu útgáfur af skáldsögum hennar seld- ust nærri því undir eins. En eins og menn alment þekkjast af vinum sín- um, þá þekkjast skáldin af aðdáend- um sínum. En það hefir verið gæfa Jane Austen, og er órækui1 vottur um list hennar, að hún hefir altaf átt gnægö formælenda meðal hinna bezt mentuðu manna, í hópi góð- skálda og andlegra leiðtoga. Hún var uppáhaldsskáld Macaulays sagn- fræðings ; Whately erkibiskup, ann- ar samtíðarmaður hennar dáði hana mjög, og Walter Scott marglas rit hennar og lofaði óspart hinn frá- bæra hæfileika hennar til að lýsa hversdagslífinu með nákvæmni og skilningi. Þessi dæmi nægja til þess að sýna hver ítök Jane Austen átti í hugum hinna merkustu samtíðar- manna sinna. Og enn eru verk henn- ar víölesin og mikils metin, ekki sízt af þeim, sem vandastir eru í vali á því, sem þeir lesa, og bezt kunna að meta andlega fjársjóðu. Ekki verða hér rakin söguefni Jane Austen nema að örlitlu leyti; það er hvort sem er hlutverk les- endanna. En til skilningsauka er liér bent á nokkra liöfuödrætti skáldsagna hennar, or eru þær rædd- ar í þeirri röð, sem þær voru prent- aðar. I Sense and Sensibility gerir skáldkonan að athlægi livimleiða of- urviðkvæmni; sýnir, með dæmum úr daglega lífinu, hvernig heilbrigði tilfinningarsemi getur auðveldlega orðið að væminni uppgerðar-við- kvæmni. Og enn eru til svo bljúgar sálir, að þeim liggur við að tárast yfir hverju lítilræði. Ýmislegt er vel um skáldsögu þessa, t. d. sumar kvenlýsingarnar. Þó er efnismeð- ferð og ýmsum skaplýsingum harla ábótavant, enda var þetta ein af fyrstu sögum skáldkonunnar. Pride and Prejudice mun hafa náð mestri lýðhylli af skáldsögum Jane Austen, og margir gagnrýn- endur telja bók þessa meistaraverk hennar. Dramb og hleypidómar, sem svo miklu böli valda í sögunni, eru enn langt frá þvi að vera upp- rætt, söguefnið er því jafnnýtt í dag eins og þá er bókin var skráð. Aðal- sögupersónurnar eru: annarsvegar Darcy, drambsamur mjög af ætt sinni og stétt, en í raun og veru maður örlátur og göfuglyndur; hins vegar Elizabeth Bennet, gáfukona, hreinlynd en skapmikil; gremst henni stórum mikillæti Darcys. Drambið og hleypidómarnir hlaða lengi ókleifan misskilningsmúr milli elskhuga þessara og frásögnin um ástamál þeirra næsta margþætt. Að lokum fellur alt í ljúfa löð. Þó er niðurlagi sögunnar ekki hnýtt við, fyrir siðasakir, til að þóknast les- endunum, sem kjósa að vel fari í hverri sögu og verða stórreiðir, ef út af er brugðið. Sögulokin í Pride and Prejudice eru eðlilegur árangur þess, sem á undan er gengið; svo er um hnútana búið, að manni finst, að öðruvísi mátti ekki og átti ekki að fara, samkvæmt órjúfanlegu lög- máli lífsins. Frásögnin er hin skemtilegasta, stíllinn þróttmikill. Kímni höfundarins nýtur sin hér á- gætlega. Flestir munu sammála um það, að list Jane Austens í skap- lýsingum, nái hámarki sínu í Eliza- beth Bennet, sem er bæði aðlaðandi og raunveruleg, en ekki kaldur per- sónugervingur. Darcy er einnig vel lýst; hið sama er að segja um alt Bennet-fólkið; það festist lesendan- um í minni. I stuttu máli: Slíkur blær hins sanna raunveruleika hvíl- ir yfir persónunum og athöfnunum i sögu þessari, að mann furðar á. Og af því að Jane Austen er svo hik- laus og sannsögul í raunsæi sínu, þá þarf hún ekki að fylla frásöguna öfgum, til þess að vekja og halda athygli lesandans. Mansfield Park hefir verið köll- uð "ný og gamansöm útgáfa af sög- unni um Kolskör”; en flestir munu kannast við hana úr æfintýrunum. Erá því að vera olnbogabarnið í öskustónni, varð hún að lokum gæfuliarnið.—Mansfield Park segir frá ungri stúlku, Fanny Price, mun- aðarleysingja, sem sér að lokum fegurstu drauma sína rætast. Þetta er í raun og veru ástarsaga; en á þeim Eanny og Edmund sannast orð Shakespeares: “Vegur sannrar ást- ar var aldrei sléttur.” En þó sögu- efnið sé næsta algengt og einfalt, þá er örlagaþráðum sögupersónanna svo meistaralega saman fléttað, að úr verður lífsmynd, með skini og skuggum. Emma er einnig saga ungrar stúlku, sem með allskonar yfirsjón- um bakar vinum sínum hin mestu óþægindi. Fjarri fer að heimsku eða illu innræti sé um að kenna, því að Emma er í raun og veru bæði gáf- uÖ °g góðhjörtuð; en hún skiiur eigi sjálfa sig og hana skortir manif- þekkingu; þess vegna snúast þær athafnir hennar, sem til góðs miða, í hið gagnstæða. Þrátt fyrir yfir- sjónir hennar, verður lesandanum hlýtt til Emmu og hún á systur enn í dag. Margir fleiri koma hér við sögu. Fjölbreytni, fjör og gletni einkenna frásöguna og meðferð efn- is er hin glæsilegasta. Northanger Abbey, ein af fyrstu sögum Jane Austen, er ádeilurit. Skáldkonan ræðst þar á hinar blóð- ugu skelfingasögur, sem kendar voru við Mrs. A. Radcliffe (1764— 1823) en þær voru fullar af hin- um fjarstæðustu atburðum og ó- eðlilegum sálarlýsingum. Skorti, með öðrum orðum, allán raunveru- leika. Á “Northanger Abbey” má sjá ýms byrjendamörk. En það er fjörug saga, full af gletni og kát- ínu og sumar persónulýsingarnar hafa vel tekist, eigi síst út af sögu- hetjunni. Jane Austen hittir líka markið með ádeilu sinni. Skopið er máttugt vopn, sé því fimlega beitt og kröftug'Iega. Sýnir hún að ekki á að rita skáldsögur eins og Mrs. Radcliffe og hennar flokkssystkini gerðu. Að dómi Jane Austen eiga skáldsögur að vera sannar lífslýs- ingar, spegilmyndir veruleikans, en ekki öfgafullar skripamyndir, þar sem sannleikurinn og lögmál lífsins eru vettugi virtar. Og vel skildi hún hlutverk sitt sem skáld. Það sýnir “Northanger Abbey” svo að engum vafa er undirorpið. Persuasion var síðust af skáldsög- um Jane Austens. Er það hin prýði- legasta og að sumu leyti hin þrosk- aðasta allra skáldsagna hennar. Kímnin og alvarlan koma hér fram í listrænu jafnvægi. Tvent er það, sem gerir söguna sérstaklega aðlað- andi: Söguhetjunni, Anne Eliott, er lýst með framúrskarandi sainúð,(og ástarlífi hennar með djúpum inni- leik. Enda er Anne hin aðdáunar- verðasta að skapgerð: blíð, hrein og göfug í lund. Skáldkonan gefur til- finningum sínum hér lausari taum- inn en í fyrri sögum sínum. Ást hennar á hinni ytri nátúru kemur hér ljósar fram en víðast annars- staðar. Jane Austen var fyrst og fremst raunsæisskáld. Þess vegna reis hún UPP gegn ósannsöglinni og ýkjun- um, sem tíðkuðust í skáldsögum ýmsra samtíðarmanna hennar. I lún bregður upp sönnum myndum og skýrum úr lífinu sjálfu, og hún lýs- ir einungis þeim hliðum þess, sem hún þekti bezt af eigin réynd: dag- legu lífi meðalstéttarinnar. Stormar og sviftbyljir örlagaríkrar samtíðar hennar snertu hana að mjög litlu eða engu leyti, að minsta kosti gerði hún slíkt ekki að söguefni. Áhuga- efni hennar voru bundin við um- hverfi hennar. Því finst ýmsum skamt til veggja á sögusviði hennar; hinu neita fáir, að í lýsingum á þeim lífssviðum, sem hún valdi sér, stendur enginn henni framar. Skarpskygni hennar, nákvæmni og heilbrigði i lifsskoðun koina hvar- vetna fram í sögum hennar. En þessa ber einnig að gæta. Er eigi gleði- og harmleikur lífsins í raun og veru hinn sami hvort sem sviðið er sveita þorp eða stórborg? Eru eigi höfuðeinkenni manna hin sömu í sveitum og borgum? Hvort sem skáldið velur sér hið stærra eða minna lífssvið — borg, þorp, eða sveit—getur það með djúpsæi sínu túlkað oss eilíf og algilcþ sannindi lífsins. Og það gerir Jane Austen. Sögupersónur hennar, hvað sem | stöðu þeirra líður, eru fremur öllu öðru, menn og konur, eins og við sjálf, og, þrátt fyrir árabilið á milli og breytta staðháttu, næsta lík okk- ur. Af söguefnum þeim, sem Jane Austen valdi sér, er einnig ljóst, að hún var sér fyllilega meðvitandi hvar skáldgáfa henar naut sín bezt. j Þessvegna lenti hún ekki í ógöngur ! með efnisval, reisti sér ekki hurðar- ás um öxl. Eitt sinn er hún var I beðin að rita sögulega skáldsögu, j neitaði hún því fastlega og var þó fé og1 heiður í boði. Ritlist hennar ! var ekki föl hæstbjóðanda. “List 1 listarinnar vegna,” í þeirra orða 1 sönnu merkingu — ekki sem af- I sökun þess, að grafa sem dýpst i ! forar-díki mannlífsins — má heim- j færa upp á rithöfundarstarfsemi ! Jane Austen. En hún var eigi aðeins raunsæis- 1 skáld; hún var einnig kímnisskáld. í öllum skáldsögum hennar, þó mis- tnunandi sé, gætir þessa. En gletni hennar er löngum góðlátleg. Hún getur ekki að sér gert, að kíina að glópsku manna og barnaskap, að | ýmsum siðum og venjum. En kímni hennar snýst aldrei í beiskt mann- hatur, og- enda sjaldan í ádeilu. Hún gleymdi því aldrei að hún var líka mannanna barn. Að baki hæðninn- ar slær tilfinninganæmt og heitt hjarta. Ekki er það ótítt að kímnisskáld er jafnframt siðfræðári (moralist). j Það skopast að heimskunni af því 1 að það vill breyta henni i vizku. | Þessa gætir að nokkuru í ritum Jane ! Austen eins og nöfnin á sumum j skáldsögum hennar benda til, t. d. “Fride and Prejudice” (Dramb og hleypidómar). Stundum lysir hún beinlínis yfir sérskoðunum sinum, í viturlegum orðum og eftirtektar- verðum, en hitt er þó miklu oftar að þær koma fram óbeinlínis. List hennar kaínar ekki í kenningum, þó gnægð lifspeki megi í sögum hennar finna. Og ekki er það rýrastur þátt- ur þeirrar speki, að þar er gildi hins hversdagslega ritpð svo skýru letri, að allir heilskygnir mega sjá. Miklu væri gleymt, ef ekki væri nefnd stilsnild Jane Austen. Stíll hennar sæmir efnismeðferð hennar. Hann er kjarnorður og þróttmikill; hér er engin eyðsla í orðum. En stíll hennar er líka mjúkur og eðlilegur, fellur svo vel að efninu, að hvort- tveggja verður samræm heild. Þess vegna var það 'árum saman, að allir nýsveinar á Harvardháskóla urðu að lesa eina af skáldsögum hennar til þess að kynnast fögru ritmáli ensku. Vikið hefir verið að leikni Jane Austens í efnismeðferð; örlög hinna ýmsu persóna eru saman ofin, sem rök standa til, svo að óvíða kennir þar öfga. En ekki hefir skáldkonan 'verið minna dáð fyrir skaplýsingar sínar. Mácaulay skipaði Jane Austen i flokk þeirra, sem næstir stæðu Shakespeare i snild í skaplýsingum. Víst er um það, að hún hefir látið oss í arf mikinn og f jölbreyttan hóp ógleymanlegra, ekki sjaldan kát- legra, karla og kvenna. Og snild hennar í þessu efni er einmitt í-því fólgin, að hún lætur sögupersónurn- ar aðallega lýsa sér í eigin orðum og athöfnum. Þess vegna eru karlar hennar og konur—góð og ill, eins og gengur—ljóslifandi og sönn. Þó eru engar tvær (t. d. engir tveir prestarnir eins. Þessi fjölbreytni sprettur af því, að hver sögupersón- an þroskast samkv. sínum innri eðl- islögum. Hún er ekki sem dauður taflmaður í hendi teflanda. Þeir, sem leita hins æsingarfulla, j bókmentalegrar háreysti, finna hvor- ugt í ritum Jane Austens. Þeir geta sparað sér það ómak, að leita þess þar. Hinir, sem lesa skáldsögu til Kýli, bólga í fótum, Gömul Sár og Skurðir Læknast Vel af Zam-Buk Ointment 50c Medicinal Soap 25c þess, að afla sér trúrri skilnings á mannlegu eðli, og þar með á sínu eigin sálarlífi, munu finna í ritum hennar sígilda fjársjóði — sannleik og list. —Rökkur. Hár aldur Á föstudaginn i vikunni sem leið andaðist að elliheimili Gyðinga hér i borginni maður sem Chayim Ger- shon Zelnifokk hét. Hann var m ára gamall. Þessi gamli Gyðingur hafði verið einstaklega geðgóður og stiltur alla æfi og fylgt þeirri föstu lífsreglu að kvíða engu og bera aldrei áhyggju fyrir morgundegin- um. PROVINCE OF MANITOBA INCOME TAX ORDINARY TAX All individulas in receipt of in- come during 1932 in excess of the Statutory Exemptions are required to file returns and make payment of the tax in full, or a quarter there- of, on or before May 15, 1933- Corporations and Joint Stock Companies are required to file re- turns and pay tax in full on or be- fore May 1561, 1933. STATUTORY EXEMPTIONS (Individuals) Married Persons . . . . • -$1.500 Single Persons • ■ 750 Dependent Children . . . . 500 Other Dependerits (Maximum) . . 500 (See Form iA) SPECIAL TAX In addition to any other taxes which may be imposed, every per- son (other than a Corporation) in receipt of income from any source shall pay a tax of two per cent on said income, but the following per- sons shall be exempt from this tax. (a) Married persons if total in- cotne or wages does not exceed $960 per annum or if paid at this rate thereof or under. (b) Single pcrsons if total income or wages does not exceed $480 per year, or if paid at this rate thereof or under. The metho^ of payment respect- ing the Special Tax is as follows: (a) Commencing May 1, 1933, and tlWeafter, every employer, at the time the wages are paid, must deduct two per cent from the wages of each employee who is paid at a rate in excess of above amounts (including subsistence) and must remit the amount so retained to the Administrator of Income Tax on or before the 1561 of the month fol- lowing, or (b) The tax of two per cent on income other than wages, in excess of above amounts, is based on 1932 income, and is due and payable by the taxpayer at the same times as the ordinary Income Tax. If the income for the year 1933 is found to be greater or less than the 1932 income an adjustment will be made within one month from the date of filing the 1933 return. Complete information in regard to rates, etc., is printed on the forms, which may be obtained at all Tele- phone Offices in Manitoba or at the Manitoba Income Tax Office, 54 Legislative Building, Winnipeg (telephone 840297). HON. D. L. McLEOD, , Minister of Municipal Aífairs. D. C. STEWART, Administrator of Income Tax.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.