Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN u. MAÍ, 1933
Högtjerg
GeflB út hvern flmtudag af
T E E C O LV M B I A P R E B 8 L 1 M I T B D
695 Sargent Avenue
Wlnnipeg, Manitoba.
Utanáakrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 urn árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg’’ is printed and published by The Columbia
Prees, L4mited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONEB S8 327—86 328
Tveir af hundraði
Það var eitt af síðustu verkum fylkisþings-
ins í Manitoba, þess, sem nú er rétt nýslitið,
að leggja 2% skatt á öll laun manna, ef þau
eru yfir $80 á mánuði, ef um gifta menn er
að ræða, eða $40 ef ógiftir eru. Þessi skattur
á við hvað sem er, sem menn vinna fyrir, þó
ekki geti heitið vinnulaun í vanalegum skiln-
ingú.
Þetta er hár skattur og tilfinnanlegur, ekki
er því að neita, og hér verða margir að borga
nokkra f járupphæð, sem þeim kemur mjög illa
og mega illa við að borga.
Hins vegar verður maður að líta á fjár-
hag fylkisins, eins og' hann er, en ekki eins og
einum eða öðrum finst, að hann ætti að vera.
Það gerir ekkert til í þessu sambandi, hverj-
um um er að kenna. Fjárhagurinn er slæmur
og það verður að taka hann eins og hann er
nú. Þeir sem nú berjast sem ákafast gegn
auknum sköttum, eiga líka sinn fulla þátt í
því, að hafa komið fjárhag fylkisins í það á-
stand, sem hann nú er.
En ástandið er slíkt, að þrátt fyrir það, að
útgjöld fylkisins liafa verið lækkuð um meir
en hálfa þriðju miljón síðan 1931, þá þarf
samt tekjuauka á þessu fjárhagsári, sem nem-
ur tveimur miljónum, eða þar um bil, til að
mæta útgjöldunum, þeim útgjöldum, sem talin
eru alveg nauðsynleg og sem þingið samþykti.
með miklum/ meirihluta atkvæða.
Ef ekki var hægt að brúa það haf, sem orðið
var milli útgjalda og inntekta, með einhverj-
um ráðum, þá var ekki annað fyrir hendi en
sökkva enn dýpra í skuldasúpuna, en slíkt er
stór hættulegt fyrir lánstraust fylkisins. Það
mun hafa verið stjórn og þingi fullljóst, að
það var að minsta kosti mjög erfitt, ef ekki
ómögoilegt, að viðhalda lánstraustinu, nema
því aðeins að tekjur fylkisins á þessu fjár-
hagsári, yrðu að minsta kosti nægilegar til að
mæta útgjöldunum. Tók stjórn og þing þá til
þeirra ráða, að leggja á þennan nýja skatt,
ofan á alla aðra skatta og tolla, sem fólk verð-
ur að borga, þrátt fyrir afar mikla mótspyrnu
aiídstæðingaflokka stjórnarinnar á fylkis-
Jiinginu.
Skattar eru aldrei vinsælir og það er ávalt
tiltölulega heldur auðvelt að vekja óánægju
almennings gegn þeim. I þetta sinn hefir það
ekki verið sparað af andstöðuflokkunum,
bæði íhaldsflokknum og verkamannaflokkn-
um. Ef það var sannfæring þessara flokka, að
þessi skattár væri óheppilegur og óréttmætur,
þá var ekki nema réttmætt af þeim að berjast
á móti honum, alt þangað til að búið var að
ákveða hann með lögum. Sú mótspyrna sem
nú er hafin gegn þessu nýja skattaákvæði,
eftir að það er orðið að lögum, verðskuldar
þar ámóti litla virðingu eða stuðning. “Með
lögum skal land byggja,” er enn og alstaðar
í góðu gildi, eða ætti að vera.
Nú skyldi maður ætla að þessir þingflokkar,
sem svo ákaflega börðust gegn þessum nýja
skatti, hefðu haft einhver ráð við fjárhags
örðugleikunum, sem betri væru heldur en
skatturinn og að þeir hefðu bent stjórn og
þingi á þau ráð. Þeir gerðu það, að nafninu
til að minsta kosti. Ráðið, sem íhaldsflokkur-
inn kom með var það, að kneppa útgjöldin svo
mikið, að tekjurnar, án aukinna skatta, væru
na’gilegar til að mæta þeim. En hvernig þetta
mætti verða forðuðust íhaldsleiðtogamir eins
og heitan eldinn að benda á. Yæntanlega hef-
ir það verið af þeirri góðu ástæðu að þeir
vissu ekki hvað hægt væri að spara fram yfir
það, sem nú er gert, sízt svo að munaði tveim-
ur miljónum. Hvað fyrir þeim herrum vakti í
þessum efnum, var svo óljóst og óákveðið, að
ekki var hægt að átta sig á því. Það eitt var
ljóst, að þeir voru á móti stjórninni.
Leiðtogi verkamannaflokksins, Mr. Queen
talaði ósköpin öll. Hann á vanda fyrir það.
Liðsmenn hans, þó fáir séu, fylgdu honum
líka vel í þeim efnum. Þeir virðast allir hafa
mikla trú á mætti orðsins. Mr. Queen er á
alt Öðru máli heldur en íhaldsmennimir. Hann
vill ekkert hafa með þessar sparnaðarkenn-
ingar að gera. Hann vill' ekki draga úr út-
gjöldum fvlkisins heldur auka þau. Hann \-ill
láta öllum líða vel og öllum jafnvel. Nokkurn-
veginn sama kenningin, sem Jón Trausti lýsir
svo vel, með þessari alkunnu setningu í sög-
unni “Bessi gamli: “Upp með dalina, niður
með fjöllin. ” En hin fallega jafnaðarhug-
mynd hefir átt nokkuð erfitt uppdráttar hing-
að til og hún á vafalaust langt í land enn.
Samt er því ekki að neita, að Manitoba hefir
á síðari árum stigið stórt spor í jafnaðarátt-
ina. Má þar til nefna ellísyrkinn, mæðra-
styrkinn og margt fleira. En sú jafnaðar-
stefna, sem Mr. Queen nú fylgir fram, getur
vitanlega ekki komið til mála í Manitoba-
fylki út af fyrir sig. Manitobafylki getur ekki
eitt sér haft alt annað stjórnarfyrirkomulag,
eða mannfélagsskipun, heldur en liin fylkin
og Canada í heild. Með því móti yrði fylkið
innilokað og einangrað, en við því má það
ómögulega. Sama er að segja, ef það fylgdi
þeim ráðum Mr. Queens, að hætta að greiða
vexti af þeim miklu skuldum, sem á fylkinu
hvíla, eða legði miklu hærri skatt á þá vexti,
heldur en á nokkrar aðrar tekjur manna.
Eitt af því, sem fundið er að þessum nýja
skatti er það, að hann komi að mestu leyti
niður á bæjarbúum, en ekki á bændum. Vér
gerum ráð fyrir að svo reynist. En með því
verði sem nú er á búnaðarafurðum, er þess
lítil von að bændur geti borgað hærri skatta,
en þeir nú gera. Það væri mjög misráðið, að
þrengja að hag bændanna í Manitoba fram
yíir það sem orðið er.
Vafalaust er fylkistjómimii það fullljóst,
að með þessum skatti hefir liún aflað sér ó-
vinsælda og einnig, að blásið muni verða að
þeim kolum óspart, eins og nú þegar er komið
á daginn. Oss þykir ekki neitt vænt um
þennan skatt og vitum ekki af neinum, sem
þykir það, en vér verðum að segja, að vér
frekar virðum stjómina fyrir að hafa stað-
festu og þrek til að fylgja því ráði sem hún
vissi bezt, út úr fjárhags ógöngunum, þrátt
fyrir alla mótspyrnuna, og þrátt fyrir allar ó-
vinsældirnar, sem hún vissi að þetta mundi
afla sér. Hér með er ekki sagt, að stjórnin
hafi hitt á bezta ráðið, en vér vitum ekki til
að bent hafi verið á annað betra.
Gyðingaofsóknirnar á
Þýzkalandi
Blöðin hafa hvað eftir annað flutt ýmsar
fréttir af ofsóknum miklum gegn GyðingTim,
sem nú ættu sér stað á Þýzkalandi, síðan
Hitler og hans flokkur komst þar til valda.
Sjálfsagt er eitthvað hæft í þessu, þó vér
áyg'gjum að meira sé úr því gert, heldur en í
raun og verú á sér stað. Það er ekki ástæða
til að halda, að Hitler vilji, að nokkrar veru-
legar ofsóknir eigi sér stað á Þýzkalandi
gegn Gyðingnm, eða nokkrum öðrum borg-
urum ríkisins, og það er ekki ástæða til að
aúla að hann, eða stjórn hans, hafi gefið út
nokkrar slíkar fyrirskipanir. ,
Þar ámóti verður því ekki neitað, að öll þau
ár, sem Hitler var að ryðja sjálfum sér braut
til æðstu valda á Þýzkalandi, var haím að sá
því sæði, sem líklegt var að bera mundi þann
ávöxt, að Gyðingar yrðu fyrir ofsóknum, ef
Hitler og hans flolikur kæmist til valda.
Hilter braust ekki til valda með vopnum eða
yfirgangi, hedur komst hann í valdasessinn á
löglegan hátt, eins og hann hafði jafnan sagt,
að hann ætlaði að gera. En hann notaði stór-
yrðin óspart og var áreiðanlega ekki mjög
vandur að meðulum til að vinna sér fylgi. A
Þýzkalandi, eins og víða annarsstaðar, eru
Gyðingar ekki vinsælir utan síns eigin þjóð-
flokks. Það kom sér því vel hjá mörgu fölki,
að tala illa um Gyðingana. Á það lagið gekk
Hitler. Þeir áttu ekki að vera góðir borgarar.
Ekki þjóðræknir Þjóðverjar og þeir áttu að
hafa haft of mikil mök við þjóðbræður sína í
öðrum löndum. Þá var ekki erfitt að æsa ó-
vild gegn þeim, með því að benda á hve auð-
ugir þeir væru, þeir réðu yfir bönkunum og
stórblöðunum og helstu verzlunum í landinu
og þeir væru að sjúga blóðið úr hinum reglu-
legu Þjóðverjum, og þeir hefðu grætt stórfé
á stríðinu, sem öðrum hefði orðið til óendan-
legs tjóns. Þar að auki væru alt of margir
embættismenn á Þýzkalandi af Gyðingaætt-
um, sérstaklega lögmenn og læknar. Alt þetta
ranglæti átti að upprætast úr landinu þegar
Hitler kæmist til valda.
Þegar þetta og ýmislegt enn verra, hafði
við ótal tækifæri verið látið dynja í eyrum
Nazistanna á Þýzkalandi árum saman, þá var
okki undarlegt þó hinum lakari hluta þeirra
og ómentaðri, þætti nú svo sem sjálfsagt, að
byrja strax á því, að ná sér niðri á Gyðingun-
um. Það er alls ekki víst, og meira að segja
heldur ólíklegt, að þessar Gyðinga ofsóknir á
Þýzkalandi hafi verið gerðar að fyrirskipun-
um Hitlers, eða hans helztu manna. Það er
engu að síður satt, að þótt Nazistar léku Gyð-
inga mjög grátt fyrstu dagana, eftir að Hitler
náði völdum, þá verður ekki séð að sjórnin eða
lögreglan hafi gert nokkuð til að varna því.
Á því er enginn efi, að eignum Gyðinga var
víða spilt og sumstaðar kom það fyrir að
brotist var inn í hús þeirra
að næturlagi og þeim mis-
þyrmt. En engin sönnun er
fyrir þeim sögum, að svo svo
margir af þeim hafi verið
drepnir.
Eins og eðlilegt var, sló mikl-
um ótta yfir Gyðinga á Þýzka-
landi út af þessu og margir
þeirra 'tóku fyrsta tækifæri til
að komast burtu úr landinu.
Þeir eru enn að streyma þaðan
burtu, einkum til Frakklands.
Má nærri geta, að sögur þær,
sem þeir segja séu ýktar og það
mikið. Stjórnin þýzka gerir lít-
ið úr þessum ofsóknum og seg-
ir að þær hafi ekki verið
framdar með sínu leyfi og hún
muni sjá um að ekkert laga-
leysi, eða ofbeldi eigi sér þar
stað.
Má helzt ætla, að þessar of-
sóknir gegn Gyðingunum á
Þýzkalandi séu ekki gerðar að
vilja Hitlers, eða að hans ráði,
en að liann, með stóryrðum sín-
um og kosningabeitu, liafi hér
vakið upp þann draug, sem
hann á erfitt með að ráða við
eða kveða niður.
Samband kirkjufélagsins
við önnur lútersk
kirkjufélög
Eftir séra Jóhann Bjarnason
í mörg ár hefir þetta málefni
verið eitt af þeim umtalsefnum, er
verið hafa á dagsskrá á kirkjuþing-
um vorum. Oftast hefir það verið
rætt talsvert, en aldrei af miklum á-’
huga, eða af verulegu kappi, þar til
á kirkjuþingi í fyrra. Þá urðu um-
ræðurnar býsna ákveðnar og af
kappi nokkuru, sérstaklega um það
atriði, hvort kirkjufélagið ætti að
ganga inn í United Lutheran Church
in America, eða ekki.—
Nú er inngöngumálið meira í
hugum manna en nokkuru sinni fyr.
Skiftingin um það efni vafalaust'
ákveðnari en áður var. Með inn-
göngu kirkjufélagsins hefir nærri
ekkert verið skrifað. Litið meira en
rétt minst á það mál. Aftur hefir
nú rétt nýlega verið skrifað langt
mál og skilmerkilegt á móti inn-
göngu þess. En með því að mál
þetta, eins og önnur málefni, hefir
sínar tvær hliðar, þá sýnist það ekki
vera úr vegi, að frá þessu sé nokk-
uru frekara skýrt.—
Minst hefir verið á, að kirkjufé-
lagið, tilj að byrja með, gæti gengið
inn í felag það, er nefnist “The
American Lutheran Conference.”
Það félag er raunar ekki kirkjufé-
lag, í venjulegum skilningi, heldur
einungis lauslegt samband, eða ráð-
stefna nokkurra kirkjufélaga, er
þeim öllum getur verið haganleg.
ViS þetta hefir nýlega verið kann-
ast á prenti. Eitt hinna stærri mála,
er ráðstefna þessi hefir með hönd-
um, er samkepni sú hin óeðlilega, er
víða á sér stað, í bæjum og þorpum,
milli tveggja eða fleiri smárra lút-
erskra safnaða (overlapping) þar
sem einn söfnuður gæti hæglega
komið i staðinn. Um slíka sam-
kepni hjá oss, við aðra lúterska
söfnuði, er naumast að ræða. Er
þá ef til vill mesta tilefnislítið fyrir
kirkjufélag vort, að svo komnu, að
ganga inn í þetta nýlega byrjaða,
lauslega samband.—
I.
United Lntlieran Church er
amerískt kirkjufélag.
Þetta þykir mér rétt að taka fram.
Þó er eg ekkert hræddur við það,
þó það sé af einhverjum nefnt þýzkt
félag. Það er vitanlega öllum kunn-
ugt, að Þjóðverjar eru með hinurn
allra mestu merkisþjóðum heims-
ins, sökum gáfna, víðtækrar þekk-
ingar og alls konar andlegs atgerfis.
Má þá og hiklaust við það kannast,
að kirkjuhöfðingjar þeir, er mestu
ráða í United Lutheran Church, eru
flestir af þýzkum ættum. En þeir
eru innfæddir Ameríkumenn. Jafn-
vel feður þeirra, afar og ættfeður
lengra fram, eru í mörgum tilfell-
um einnig innfæddir menn. Við-
horfið í því stóra kirkjufélagi, að
yfirráðum til, er því amerískt. Þeir
eru fyrst og síðast Ameríkumenn,
hvað svo sem öllum ættfærzlum líð-
ur. Og þeir sem nokkuð eru kunn-
ugir í Bandaríkjum Vesturheims,
vita hvað það er einkennilegt með
alla útlenda þjóðflokka, er þar setj-
ast að, hve fljótt þeir verða í anda
og huga innlendir menn, verða
Bandaríkjamenn, það, og ekkert
annað. Maður þarf því naumast að
undra sig á, þó menn, sem komnir
eru af innfæddum feðrum, öfum og
lengra fram í ættir, séu fyrst og
fremst Ameríkumenn og raunar
annað ekki. I þessu efni er fróðlegt
að benda á, að þegar “nýja guð-
fræðin” svo nefnda hafði mikið til
lagt undir sig Þýzkaland, þá stóð
hin lúterska kirkja í Bandarikjun-
um, í öllum hennar deildum, mjög á
móti þeirri stefnu. Samhygðin með-
al lúterskra manna á Þýzkalandi og
trúbræðra þeirra og ættingja vestra
var ekki meiri en þeta. Viðhorfið
vestra var orðið alt annað. Trú-
bræðurnir þar voru ekki lengur
þýzkir, nema langt fram í ættir. Þeir
höfðu fengið þá þjóðlegu mentun
óg það andlega uppfóstur, er var
við þeirra hæfi. Það gerði þeim ó-
mögulegt að fylgja þeirri anda-
stefnu er réði heima fyrir á Þýska-
landi; þeir höfðu annað er þeim
virtist betra. Og ekki er það nú
ófróðlegt að veita þvi eftirtekt, að
stefnan þýzka hefir nú stórtapað á
Þýzkalandi sjálfu, en antlastefna
United Lutheran Church, og annara
lúterskra kirkjufélaga í Vesturheimi.
hefir áunnið sér meira og meira
fylgi. Má heita að standa með
blóma, þó margt gangi nú fremur
erfiðlega.—
II.
Þjóölcg, lútersk, kanadisk, kirkja.
Það mál sýnist eiga langt í land.
Ritgerð dr. Wjilliams síðastliðið ár,
er nýlega var minst á í Lögbergi,
er langt frá að vera í þessu efni
nokkurt sérstakt tákn tímanna.
Þetta mál var til umræðu á kirkju-
þingi. United Lutheran Church árið
1920. Var þá samþykt að kirkju-
þingið væri með því, að lúterskir
menn skiftust í deildir, eftir landa-
merkjum, en að það teldi óráð að
reyna að hraða því máli; það yrði
að gerast samkvæmt Guðs hand-
leiðslu, qg að á meðan engin knýj-
andi þörf virtist benda á, að þessu
þyrfti að koma í framkvæmd sem
fýrst, þá teldi félagið skyldu sína
að vinna af alefli að hag og heill
þeirra er í félaginu nú stæðu. Þetta
var fyrir þrettán árum. Málið virð-
ist hafa þokast mjög lítið áfram síð-
an. Er næsta sennilegt að tvenn eða
þrenn þrettán ár líði áður en þessi
hugmynd kemst í framkvæmd, ef
O J
hún þá annars kemst það nokkurn-
tíma.
Svo er annað: Væri svo komið,
að framkvæmd í þessu máli gæti átt
sér stað, þá mundi þetta kljúfa vort
smáa kirkjufélag. Aðeins nokkur
hluti þessi gæti gengið inn í hina
nýju þjóðlegu, lútersku, kanadisku
kirkju. Hinn hlutinn mætti ekki
þar koma. Hann yrði að' hola sér
niður einhverstaðar annarsstaðar.
Af þessum ástæðum virðist hug-
myndin um sérstaka lúterska, kana-
diska kirkju, níjög lítið geta bjarg-
að málum vorum. Eins og sakir nú
standa getum vér þvi alveg slegið
því frá oss. Það hefir enga þýð-
ingu fyrir oss, sizt í bili, og senni-
lega aldrei.
III.
Afsal sjálfstaðis kir,kjufélagsins.
Það er ekki nærri eins mikið og
margur gerir sér hugmynd um.
Sýnódurnar í United Lutheran
Church, þrjátíu og þrjár að tölu,
hafa alger sérvöld í þessum málum:
(1) Þær hafa sína embættis-
menn, eins og þær áður höfðu.
(2) Þær hafa sín kirkjuþing,
eins og þeim bezt hentar.
(3) Þær hafa öll völd, sem ekki
eru sérstaklega falin aðalfélaginu.
(4) Þær sjá um mentun, vígslu
og embættis-innsetning presta sinna.
(5) Þær hafa umsjón yfir kirkj-
um sínum og öðrum eignum.
(6) Þær skera sjálfar úr inn-
byrðis ágreiningi í söfnuðum sínum.
(7) Kirkjuagi, ef til kemur, er
algerlega í sýnódunnar höndum.
(8) Sýnódurnar stofna sína eig-
I meir en þriBjung aldar hafa Dodd’B
Kidney Pills veriB viBurkendar rétta
meBaliS viB bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hj.\
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa
sex öskjur fyrir $2.50, eBa beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Dtd., Toronto, ef
borgun fylgtr.
in skóla og sjá um þá, þar á meðal
prestaskóla, nenia þar sem erlent
trúboð er rekið.
(9) Sýnódurnar hafa aðskilinn
fjárhag, nema að þvi er snertir
heimatrúboð og kristniboð meðal
heiðingja.
(10) Sýnódurnar nota það
tungumál er þeim bezt hentar.
(11) Þær geta, er þeim svo sýn-
ist, leitað ráða til aðal félagsins, eða
embættismanna þess, og er þá það
álit sem gefið er, ekki skoðað sem
valdboð, heldur aðeins-sem ráölegg-
ing, er hafna megi, eða nota, eftir
vild.—
IV.
Sérvóld Unitd Lutheran Church
(1) Það ræður öllu um kristni-
boð meðal heiðingja, i gegnum þar
til setta nefnd.
(2) Það stjórnar öllum málum
aðalfélagsins, í gegnum fram-
kvæmdanefnd, milli kirkjuþinga.
Snerti einhver spurning áðeins eina
sýnódu, er ráðið fram úr því máli
með samþykki embættismanna þeirr-
ar ’sömu sýnódu.
(3) Það gerir áætlun um út-
gjöM hverrar sýnódu í aðal sjóö fé-
lagsheildarinnar, en hefir ekkert
vald til að innkalla það fé, nema
eftir því sem fríviljulega er gefið og
sýnódurnar þannig leggja fram. Sé
það fé minna, en áætlað var, er það
sem á vantar, strikað út, og aldrei
reiknað til skuldar. Reikningum er
lokað ár hvert. Áætlanin er ekki
skoðuð sem skyldugjald, heldur sem
leiðarvísir í kristilegri gjafmildi.
(4) United Lutheran Church
hefir vald til að ganga í samband við
önnur kirkjufélög, eða segja sam-
bandi slitið, eftir þeim reglum sem
þar um gilda.
(5) Allar milliþinga nefndir ráða
fram úr sínum vandamálum, hver á
sínu starfssviði, en þó á þann hátt,
að fult tillit sé tekið til vilja og ráða
embættismanna, eða þar til settra
nefnda sýnódanna, i þeim málum er
snerta einstakar sýnódur.
V.
Sameiginleg völd United Lutheran
Church og sýnódanna, sem í því
félagi eru.
(1) United Lutheran Church rek-
ur heimatrúboð, á í jórtán tungumál-
um, í Norður-Ameríku og á Vestur-
Indía eyjum. Nefnd er nefnist
“Board of American Missions” hef-
ir aðalumsjón á því máli, ásamt þar
til kjörnum nefndum eða embættis-
mönnum sýnódanr.a en hver um sig
hefir að nokkuru leyti umsjón í sínu
eigin umdæmi.
(2) Nýmyndaðir söfnuðir, eða
ósjálfbjarga söfnuðir, eru undir
umsjón sýnódanna, að svo miklu
leyti seiu verður viðkomið. En starf
á nýjum stað og öll áætlun um út-
gjöld við heimatrúboðsstarfið í heild
sinni, er í höndum Board of Am-
erican Missions.
(3) Útbreiðslusióður United
Lutheran Church, til kirkjulegs
starfs, er í höndum Board of Ame-
rican Missions.
VI.
Játningagrundvöllur Unitcd
Lutheran Church.
Á það hefir verið minst, og það
réttilega, að hann sé yfirgripsmeiri,
eða víðtækari, en sá er kirkjufélag
vort hvílir á.
Þó er það ekki þessi stærri heild,
eða fyrirferð trúarjátninganna, sem
sérstaklega er fundið að, heldur er
bent á viss atriði, er ógeðfeld þykja,
og eru talin að vera um það bil ó-
hafandi. Eru þau þrjú að tölu.
Þessi ógeðfeldu atriði eru kenn-