Lögberg - 11.05.1933, Side 5

Lögberg - 11.05.1933, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN n. MAÍ, 1933 Bls. 5 ingar ritanna um skírnina, um kvöld,- máltíðina, og illmœli nokkur um páfann í Róm. Vil eg þá minnast á þessi þrjú at- riði og taka þau í þeirri röti sem þau voru borin fram. Fyrst er þá skírnin. Sjálfsagt er þaÖ rétt, aÖ kristnir menn séu al- ment fallnir frá þeirri kenning, aö óskírÖ börn ulatist áð eilífu. O En vanræksla á barnaskírn hefir oft náð sér niðri í kristninni. Svo var á tíð siðbótarinnar. Var jafn- vel ráðist á barnaskírnina, og það mjög óþyrmilega. Mun það hafa átt nokkurn þátt í því, að fólk eins og misti trú á gildi skírnarinnar. En það aftur orðið tilefni til þess, að guöfræðingar þeirra tima urðu harðari en ella, um vöntun, eða van- rækslu þessa náðarmeðals. í þessu efni eru játningarrit United Lutheran Church ekkert sér- stök. Ágsborgar játningin, vort eig- ið játningarrit, er með sörnu merkj- um. I niundu grein er það skýrt tekið fram, að skírnin sé nauðsyn- leg til sáluhjálpar, og er þar bölvun, eða fordæming, lýst yfir þeim er kenna það, að börn nái frelsun án þess að vera skírð. (Book of Con- cord I. bindi, bls. 40). Þá er og mjög auðvelt að draga sömu ályktun út úr ummælum Lúters, um gildi skírnarinnar, í Fræðum hans hinum minni. Spurn- ingin er þessi: “Hvaö segja þá Fræðin að skírn- in gefi eða gagni?-’ Svar Lúters er þetta: “Hún veklur fyrirgefningu synd- anna og frelsar frá dauðanum og djöflinum, og gefur eilífa sáluhjálp öllum, sem trúa því er Guðs orð og fyrirheit lofa.” Að því er ungbörn snertir er ekki hægt að segja; að þau frelsist sér- staklega fyrir það, að “trúa því er orð Guðs og fyrirheit lofa.” Þau skynja hvorki það né annað. Ligg- ur þá nokkuð beint við, að frelsun þeirra sé innifalin í skirninni sjálfri. Að minsta kosti er mögulégt að skilja það svo. Hið sanna er, að ummæli Lúters í hvorutveggja Fræðum' hans, hinum Meiri og hinum Minni, um gildi skírnarinnar, eru mjög svipuð. Hann byg’gir ummæli sín á sömu ril mngarstöðunum í báðum þessum ritum sínum, nefnilega á fyrirskip- unum Jesú Krists sjálfs, hjá Matt. 28:19, og hjá Mark. 16:16. Ekki er nema rétt að geta þess, að kirkjufaðir vor, L.úter, var ekki æf- inlega svona strangur er hann setti fram kenningar sínar og samherja sinna um barnaskírn. í Smalcald-greinunum er þannig komist að orði: “Að því er barna- skírn áhrærir, þá iítum vér svo á, að bömin eigi að vera skírð. Þyí að frelsunar fyrirheitið í Kristi heyrir þeim til, og á því kirkjan að veita þeim hana.” (skírnina). (Book of Concord I. bindi, bls. 330). Það er naumast hægt að fara mjúkari orðum um nauðsyn barna- skírnar en að segja: “að börnin eigi að vera skírð.” En undir þetta skrifa þeir Lúter og Melankton báðir og um fjörutíu aðrir helztu forkólfar siðbótarinnar. Vér höfuin ekkert f vorum eigin játningarritum, um nauðsyn barna- skírnar, sem er eins vægt og laust við allan strangleik, eins og þessi ummæli Lúters og samherja hans í Smalcald-greinunum. O'g þar sem að greinar þessar eru taldar í trúar- grundvelli United Lutheran Church, má með sánni segja, að þeir trú- bræður vorir þar, eru, í það heila, minna strangir með gildi barnaskírn- ar en vér sjálfir erum. Þá er kvöldmáltíðin. Hvorki Ágsborgarjátningin, né Fræði Lúters hin minni, gera eigin- lega nokkra verulega tilraun að hjálpa skilningi manna á hinu dular- fulla atriði, um hluttöku altarisgesta í líkama og blóði Jesú Krists, í kvöldmáltíðinni. Hefir þetta trúar- atriði, oftast skýringarlaust af hálfu íslenzkra presta, valdið miklum erf- iðleikum hjá ýmsu kristnu fólki, og jafnvel hindrað suma frá að vera til altaris. Og þá sjaldan að skýringar hafa sézt á þessu merkilega trúaratriði, á islenzku, hafa þær sizt orðið til að hjálpa skilningi manns, heldur öllu fremur orðið til þess að auka örð- ugleikana. í sambandi við þetta má benda á kenninguna um þetta efni í barna- fræðslubók þeirri, sem nú er mest notuð hjá oss til fermingar undir- búnings. Spurningin þar er þessi: “Hvað gefur Jesús oss í heilagri kvöldmáltíð ?” Svar höfundarins er: “Með brauði og víni gefur hann oss líkama sinn og blóð, sem hann gaf í dauðann á krossinum.” (Klaveness kverið, spurning 266.) Eftir orðunum að dæma virðist kenning höfundarins vera sú að maður verði hluttakandi í hinum jarðneska líkama Jesú Krists. Er skýring þessi næsta óaðgengi- leg, og er, að því er eg hygg, ekki hin rétta.— I Vörn Ágsborgarjátningarinnar, sem er eitt af þeim ritum er United Lutheran Church viðurkennir sem játningarrit, er þannig komist að orði um návist Krists í kvöldmál- tíðinni: “Vér tölum um návist hins lif- anda Krists (lifandi líkama) með því vér vitum að dauðinn drotnar ekki yfir honum.” (Róm. 6:9). (Book of Concord I. Bindi, bls. 175)- í Samlyndis-reglunni, sem einnig er játningarrit United Lutheran Church, eru þessi ummæli um kvöld- máltíðina: “Vér játum, samkvæmt orðum Irenaeusar, að kvöldmáltíðin inni- bindi tvö atriði, annað jarðneskt, hitt himneskt. Þeir álíta því og kenna, að með brauði og víni, sé lík- ami Jesú og blóð sannarlega og verulegá nálægt, þar framreitt og þar meðtekið.” (Book of Concord II. Bindi, bls. 254-255.). Beint eftir orðunum í grein þess- ari er það því kent, að hin himnesku atriði í kvöldmáltíðinni séu líkami og blóð Jesú Krists. Hluttakan er þvi í dýrðarlíkama Jesú Krists, en ekki hinum jarðneska líkama hans, eins og kent er í sumum útskýring- um á Fræðum Lúters hinum minni. Nokkuru síðar í Samlyndis-regl- unni eF)aftur minst á þetta sama efni. Þar seþir svo: “Þeir dr. Lúter og samherjar hans kenna ekki, að Kristur sé með nokkuru eðlilegu móti sameinaður þessum efnum, brauði og víni, né framboðinn eftir jarðneskum regl- um. Þetta atriði er himneskt og er framboðið samkvæmt himneskum reglum.” (Book of Concord, I. Bindi, bls. 258). Hér er kenningin hin sama. Það ■er hinn hinlneski dýrðarlíkami Jesú, sem nálægur er í kvöldmáltíðinni, en ekki hinn jarðneski líkami hans. Allra skýrast er þó þetta, ef til vill, sett fram í Book of Concord, II. Bindi, bls. 299. Er þar svo að orði komist: “í sakramentinu er tvent, sem er gefið (framboðið) og meðtekið hvort með öðru: annað jarðneskt, það er, brauð og vín; og hitt himn- eskt, það er, líkami og blóð Krists.” Flestir munu nú kannast við, sem annars hafa nokkuð um þetta hugs- að, að þessi skilningur á hluttöku altarisgesta í líkama og blóði Jesú Krists, að hún er í ' himneskum dýrðarlíkama hans og veitist á himn- eskan hátt, sé til muna ánægjulegri en sá skilningur sem meira er jarð- bundinn. Raunar skvrir þetta ekki að öllu leyti nálægð Jesú Krists i kvöldmáltóðinni; en þessi útskýr- ing kemst þó, að eg hygg, nær því rétta og sanna en nokkur önnur. Það má nú virðast einkennilegt. að í þessum ritum, sem kirkjufélag vort kannast ekki við, en United Lutheran Church telur með játning- um sínum, er að finna, að öllum lík- indum, hinn rétta og sanna skilning á einum hinum mesta helgidómi kristinnar kirkju. Og það er svo langt frá, að hinn viðtækari trúar- grundvöllur United Lutheran Church, með miklu fullkomnari skýringum og sumstaðar frjáls- lyndari, en vér höfum, ætti að bægja óss frá að ganga þar inn, heldur ætti það einmitt að hvetja oss til þess. Þá er næst að minnast á illmælin um páfann. Sennilega er ekki mikil þörf á,' að éyða löngum tíma að ræða það efni. Þó er þetta vel þess vert að á það sé minst. Er þá fyrst að minnast þess, að allar trúarjátningar verða til fyrir sérstök atvik. Að þeim liggja viss og sérstök tildrög. Er Ágsborgar- játningin sjálf, vort eigið játningar- rit, með þeim sömu merkjum. Er keisarinn þar, í formálanum, ávarp- aður með hinni rnestu lotning og undirgefni. Um páfann er talað virðulega. Friðnum er enn ekki slitið. Forkólfar siðbótarinnar flytja mál sitt með kurteisi, /lipurð og góðum rökum. Siðar, er deilan harðnaöi, urðu kveðjurnar kaldari. Og þegar kom að því, að friðnum var slitið og flokkarnir sögðu sund- ur með sér, fór vitanlega alt í bál og brand. Bardaginn hófst fyrir al- vöru. Frá þessu er öllu skýrt. Þetta eru söguleg atriði, er ekki verður breytt og ekki er leyfilegt að breyta. Vilji maður nú áfellast dr. Lúter fyrir að tala illa um páfann, þá verð- ur maður um leið að minnast þess, að páfinn hafði unnið nokkuð til saka. Hann hafði bannfært Lúter. Hann hafði afhent hann djöflinum. Yfir Lúter átti að hvíla hin svæsn- asta fordæming. Sem maður var Leó páfi hinn tíundi ekkert meira en í meðallagi. Hann var að vísu fremur vel gáfaður, sæmilega ment- aður, á veraldlega vísu, og listrænn í huga. En áhugi hans snérist mest um það, að vera kænn og koma ár sinni vel fyrir borð. Munu flestir sagnfræðingar telja hann mann tvö- faldan og ekki áreiðanlegan, nema honum kæmi það vel sjálfum. Leó tíundi var af hinni vellríku, voldugu og fremur illræmdu Medici-ætt. Kardínála-tign haf ði hann náð fyrir harðfylgi og ríkidæmi föður síns. Yoldugur og auðugur ættmanna hópur átti beinlínis og óbeinlínis inikinn þátt í því, að koma honum í páfastólinn. Guðfræðilega ment- un hafði hann sára litla. Yfirleitt má vist segja, að Leó tíundi væri fyllilega veraldlegur maður, það, og lítið sem ekkert annað. Ofurlítið fróðlegt, í þessu sam- bandi, er það, að minnast þess hvernig Leó páfi tíundi talaði um Lúter. í eitt skifti, á meðan deilan stóð yfir, sendi Leó trúnaðarmann sinn, er Karl von Miltitz hét, norð- ur til Þýzkalands til að laga misfell- urnar. Átti hann að fá Friðrik greifa hinn vitra í lið með sér. Sendi páfi honum heiðursmerki (“Rósina gullnu”) og nokkur bréf, er öll mintust á Lúter sem “barn djúfulsins.” Nokkurum mánuðum síðar reyndi páfi að skrifa Lúter vingjarnlegt bréf. Ávarpaði hann þá Lúter seip “elskulegan son sinn.” Er þess getið til að hinn “heilagi faðir” hafi þá verið búinn að gleyma hvernig hann hafði ættfært Lúter í bréfunum til Friðriks greifa.— Sennilega getur það nú nokkuð staðist á og jafnast, hin svæsnu um- mæli Lúters um páfann og það sem hann var áður búinn að fá úr'þeirri átt. Sagan getur um allan bardag- ann. Ummælin eru þar. Þau verða ekki útskafin. Þau eiga þar heima. Mega þar til að vera. Annars væri sagan ekki rétt sögð.— Sé minst á þá háu stöðu og það mikla vald er biskuparnir í Róm smátt og smátt náðu undir sig, þar til að þeir, eftir margra alda baráttu, tóku sér páfanafn og fengu sig við- urkenda sem nokkurs konar kon- unga kristinnar kirkju á jörðu, má segja það, að margir aðrir en Lúter og samherjar hans hafa álitið, að þessi miklu völd hafi verið .rang- fengin. Mun það vera almenn skoð- un meðal mótmælenda, að Kristur einn sé konungur kirkjunnar og að enginn maður eigi nokkurn rétt á að taka sér það sæti.— Eitt má kaþólska kirkjan þakka Lúter og bardagamönnum hans á sextándu öld. Það hefir verið vand- að betur til páfakosninga síðan en áður var. VII. Fjármálahliðin á inngöngumálinu. Sennilega hefir mörgum litist verst á það atriði í hinni nýútkomnu rækilegu grein, um þessa hlið máls- ins, að þar er gert ráð fyrir að út- gjöld kirkjufélagsitif, í aðalsjóð LTnited Lutheran Church yrðu áætl- uð um átta þúsund á ári. Sú upp- hæð getur auðvitað ekki komið til mála. Slík útgjaldabyrði yrði oss [ of þung byrði, eins og sakir nú standa. Mögulegt að oss yrði ekki unt að byrja með meira en fjórðapart, til þriðjungs, af þessari upphæð. Raunar höfum vér oftast lagt fram meira fé en það, og stund- um miklu meira. Annars eru mótmæli gegn inn- göngu kirkjufélagsins, af fjármála- legum ástæðum, fremur einkenni- leg. í öðru veifinu er óttast, að hjálp sú er vér íengjum, yrði svo smá, að oss mundi draga það lítið, en í hinu, að hún yrði svo mikil, að það yrði oss til minkunar; vér vær- um orðnir að aumingjum, er aðrir yrðu að bera á höndum sér. Annars vegar sú hugmynd að útgjöld vor yrðu svo þung, að vér risum ekki undir þeim. Hins vegar sú óskemti- lega tilhugsun, að vér létum svo lít- ið af hendi rakna, að sambandið hlyti að verða oss hið mesta kval- ræði og fram úr hófi auðmýkjandi. Að samrýma þetta tvent er ekki svo auðvelt, enda hefir það ekki verið reynt. Hve mikla hjálp vér mundum fá, ef inn væri gengið, er ekki auð- velt að segja. Sennilega yrði hún ekki eins mikil eins og ef betur léti í ári. En að hún yrði einhver, bæði fjármálalega og á annan hátt, það tel eg alveg vafalaust. í þessu sambandi verður að minn- ast þess, að heimatrúboðsstarf vort er nú sem næst að engu orðið. Það mál er þó vort stærsta -mál. Og úr þvi vér sjálfir erum ekki þess um- komnir, að bjarga þessu máli, þá ættum vér naumast að vera svo stærilátir, að þiggja ekki hjálp, ef hún annars er fáanleg, sem eg hygg áreiðanlega að sé, þó ekki sé það í eins stórum stíl og þörfin helzt krefur. VIII. Jóns Bjarnasonar skóli Ýmsir hafa spurt um það hvaða þýðing það hefði fyrir skólann, ef kirkjufélagið gengi inn í United Lutheran Church. Frá því hefir verið skýrt hér að framan, að skólar og mentastofnan- ir eru í höndum sýnódanna sjálfra, nema á þeim svæðum þar sem aðal félagið rekur kristniboð meðal ó- kristinna þjóða. Yrði þá skólinn í vorum höndum, þó inn væri gengið, rétt eins og hann er nú. En inngangan gæti samt haft mikla þýðigu fyrir skólann. Þeir bræður vorir í United Lutheran Church eru margir hverir æfðir skólamenn. Reynsla þeirra í þeim efnum er miklu meiri en sú er vér höfum. Og éf það ætti nú fyrir skólanum að liggja, að hverfa úr sögunni, þá mundu vinir hans langt um fremur sætta sig við, að hann væri lagður niður að ráði æfðra og reyndra skólamanna, en að hann á einhvern hátt veslist upp. En færi svo að hinir nýju starfsfélagar vorir teldu skólann vera þarflega stofnun, er ætti að lifa, þá gætu góð ráð þeirra og samvinna komið skólan- um að stórmiklu liði.— Hér læt eg þá staðar numið að sinni. Einungis vildi eg bæta því við, að fari svo, að kirkjufélagið gangi inn í United Lutheran Church, og kæm það á daginn, að vér yrðum þar óánægðir, þá getum vér alveg vafalaust fengið því sambandi slitið. Kirkjuhöfðingjar þeir, er þar ráða, eru hinir mestu sæmdarmenn. Til þeirra getum vér í öllu borið hið fylsta traust.-— “ Islands þúsund ár! ” Hátíðar-Kantat Björgvins Guðmundssonar við þús"nd ára Alþingis-afmælisljóð Daviðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Eg get ekki stillt mig um að stinga niður penna í sambandi við þann merkilega viðburð í ineni ingar-og sönglífi þessa bæj- ar, er eg tel að átt hafi sér stað með flutningi á Hátíðar-kantötu Björgvins Guðmundssonar, við 1000 ára Alþingis-afmælisljóð Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi. Margra hluta vegna tel eg þetta merkilegan viðburð. Kan- tata þessi er hið stærsta tónverk, sem farið hefir verið með, sam- | felt, hér á landi. Hátíðarljóð Davíðs eru með því í fyrsta skifti hér á landi, flutt í því formi, sem höfundurinn hefir ætlast til, því tæplega verður hægt að halda því fram, að svo hafi verið á Alþingishátíðinni sjálfri. Er með þessu á engan hátt hnýtt í verk Páls ísólfsson- ar við ljóð þessi. En það er vitanlegt, að ýmislegar ástæður voru þess valdandi, að úr verki Páls varð að fella nokkra kafla við flutning hátíðarljóðanna á Þingvelli 1930. Eins og eðlilegt er rýrði það verkið sem varð á þennan hátt sundurslitið hing- að og þangað. Það er og í mesta máta ánægju- legt, ekki síst fyrir höfundinn sjálfan, að geta gefið mönnum færi á að hlýða á verk þetta, sem menn, er teljast munu meira vita hér um en allur almenningur, eða ættu að hafa skilyrði til þess, útskúfuðu með stuttum órök- studdum dómi, sem þegar af þeirri ástæðu hve órökstuddur hann var, gaf grun um að þar væri í ferðinni almennur sleggju- dómur. Og eg held að engum, sem með óbrjáluðum eyrum hlýddi á þetta verk Björgvins, geti blandast hugur um það. í rauninni virðist mér sem þeir menn, er þar eiga hlut að máli, hefðu átt að telja sér Ijúft að biðja Björgvin, og enda líka aðra þá, sem dæmdir voru sama dómi af kantötudómendunum, afsök- unar þar á.- Eg get verið fáorður um með- ferð söngflokksiijs á kantötunni. Að ætlast til þess, að jafn stórt verk, eftir jafn stuttan æfingar- tima með jafn sundurleitum og enda óvönum söngkröftum, sé flutt á allan hátt lýtalaust, tel eg það sama og að ganga át frá því að Björgvin Guðmundssyni sé gefið allt vald á himni og jörðu. En enda þótt meðferðinni á kan- tötunni væri að ýmsu ábótavant, þá virðist mér svo, sem Björgvin hafi þó fært allríkar sönnur á, að honum sé allverulegt vald gef- ið í þessu efni, yfir þeim, sem sameina vilja sig undir sprota hans. Það liggur meira verk en inargar grunar á bak við það, að samræma á þessu sviði um 60 manneskjur til samfeldra átaka við þetta stórverk. Það er bæði líkamlegt erfiði og andleg raun, og óhætt að telja það hið inesta þrekvirki að koma þessu mikla verki upp, í jafn fámennum bæ, með ekki meiri né meir áber- andi ágöllum en raun var á. Mig langar til að segja örfá orð um verkið sjálft. Eg skal strax játa það, að eg tel mig ekk- ert “autoritet" á þessum sviðum, en þykist á hinn bóginn ekki of- góður til að skýra frá áhrifum þeim, sem verk þetta hefir haft á mig, og láta uppi persónulegt álit mitt um það. Kantatan hefst á forleik fögrum of ramlega byggðum. Naut hann sín einna sízt, eins og eðlilegt er, þar sem hann var leikinn aðeins á þrjú hljóðfæri, tvö flygel og eitt lítið stofuharmonium. Þar hefði þurft öfluga hljómsveit með góð- 11111 kröftum. Þá hefst lofsöng- ur í kór ósamkynja radda, bjart- ur og glæsilegur. Er inn í hann ofið undurfagurri tenór-sóló og dúett. Þá rekur hvað af öðru, eftir þ\á sem textinn tilvísar og skiftist á einsöngvar, karlakórar og kórar ósamkynja radda. Enda þó eg hafi hina mestu löngun til að staldra við, við hvern hluta kantötunnar, verð eg að láta mér nægja að benda aðeins á nokkra. Kaflinn “Sjá liðnar aldir líða hjá” er fagur of stórfengilegur. óneitanlega er það smekklegt að taka kristnitöku textanum í þeim kafla með hinum merkilega og sí- gilda “fugu”-stíl. Ef til vill kemst Björgvin í þessum kafla einna lengst í merkilegri og “kunst-ferðugri” raddsetningu. Þá eru einsöngvarnir “Sjá dagar koma” og “Fyr var landið” frábærilega fallegir, og ekki sá (Framb. á bls. 8) INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.................... B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson Árborg, Man................... Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man..................................... G. Sölvason Baldur, Man...........................O. Anderson Bantry, N. Dakota.............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man........................ O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask................................S. Loptson Brown, Man............................. J. S. Gillis Cavalier, N. Dakata.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.............................S. Loptson Cypress River, Man..............F. S. Frederickson Dafoe, Sask ........................J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask...............Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask........................... C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man......................... F. O- Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Hecla, Man......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.......................John Norman Hnausa, Man.................................... G. Sölvason Höve, Man..........................A. J. Skagfeld. Húsavík, Man..........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kandahar, Sask.......................J. Stefánsson Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Markerville, Alta...............'. .. .O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, Sask...................................Jens Eliason Narrows, Man.......................Kr. Pjetursson Oak Point, Man.....................A. J. Skagfeld Oakview, Man..................... Búi Thorlacius Otto, Man.......................................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man......................Arni Paulson Riverton, Man.........................G. Sölvason Seattle, Wash.........................J. J. Middal Siglunes, Man................... Kr. Pjetursson Silver Bay, Man.....................Búi Thorlacius Svold. N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man.......................A. J. Vopni Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Eiuar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Harvey Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...............................Guðmtindur Jónsson Westbotirne, Man.................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man...................G. Sölvason Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.