Lögberg


Lögberg - 11.05.1933, Qupperneq 7

Lögberg - 11.05.1933, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN u. MAI, 1933 Bls. 7 Sporður Gott er aÖ eiga geymdar í hugar- ! fylgsnum sínum endurminningar um : gó'Öa vini og ánægjuríkar samveru-' stundir. Og finst mér að þar gildi sama, hvort slikar minningar eru bundnar við menn eða málleysingja ; hvorttveggja getur verið jafn hug- þekt og unaðslegt. Endurskin góðra samfunda og ánægjulegra samveru- stunda eru—ef svo mætti að orði kveða—eins og ljósblik á genginni æfibraut manna, sem alt af er jafn gainan að líta til og dvelja við í hug- anum. Slik Ijósblik gera lífið bjart- ara, glæða áhuga og gefa mönnum þrótt til að f jölga þeim. Eg hefi oft skemt mér í huganum við endurminningarnar frá samveru- stundum okkar Sporðs, og þá miklu ánægju, sem eg naut í svo ríkum mæli oft og mörgum sinnum, er eg sat honum á baki. Hann var um sína daga talinn einn af beztu reið- hestum í Rangárþingi, að dómi Guð- mundar Guðfinnssonar, fyrrum hér- aðslæknis, og margra fleiri, sem þektu hann. En héraðslæknar okkar kynnast öðrum mönnum betur helztu reiðhestum héraðsins, kostum þeirra og dugnaði. Sporður var að upplagi skapmik- ill fjörhestur, en þó oftast gæfur og taumléttur. Ágætlega vakur, en nokkuð mitækur á kostina, og jafn- vel tregur til að grípa skeiðiS, nema þar sem honum þótti gott undir fót- um, eða þegar hann hafði svitnað vel; þá skeiðaði hann bæði mikið og fallega og máttu þá röskir klár- hestar á stundum gæta sin, ættu þeir að hafa í fullu tré við hann á sprett- inum. Tölt átti hann til, og brá því stundum fyrir sig, þó að aldrei væri neitt til þess gert, að æfa hann við þann gang. En hann skifti hreint og vel um gang, enda var sama á hverju hann fór: alt af var jafn þægilegt og ánægjulegt að ríða hon- um. Sporður var með afbrigðum veg- vís, og svo heimfús, að hann undi ekki stundinni ler.gur utan heima- haga sinna, eins og títt er um flesta hesta, sem stroksamir eru í eðli sinu. En þó var hann einkennilega fljótur að skilja hvar hann átti heima. Vorið 1906 fór eg með hann til Reykjavikur. Var hann þá svo órór og æstur, að hýsa varð eg hann um nætur og hafa strangar gætur á því, að hann hlypi ekki frá mér. Svo heimfús var hann þá þegar, og þeirri venju hélt hann lengst af æfi sinnar. • Vorið 1909 flutti eg búferlum frá j Bjóluhjáleigu og hingað að Ási. Var í Sporður hálf órór, og kunni illa við i sig í nýju högunum fyrst í stað, en sætti sig þó furðu fljótt við breyt- inguna. Um jónsmessuna, þá um vorið, kom eg lausríðandi sunnan úr Reykjavik, og var Sporður með í ferðinni. Rak eg hann lausan á undan mér frá Þjórsárlirú, því mér lék forvitni á, hvort hann mundi ekki, er hann var sjálfráður, halda þjóðveginn áfram austur Holtin, i stað þess að taka götuna suður að Asi. Þegar að götunni kom, var ekkert hik á honum; hann beygði viðstöðulaust inn á hana, en hélt ekki austur veginn, eins og hann var van- ur, og eg hafði jafnvel búist við að hann mundi gera. Þetta sumar var Elísabet Guð- mundsdóttir rjómabússtýra við Rauðalækjarbúið, og lánaði eg henni Sporð upp að rjómabúi Landmanna. Spurði hún mig, hvað gera ætti við hestinn, er hún kæmi til baka. Sagði eg henni, að ekki mundi annað þýða, en sleppa honum; hann hlypi eflaust austur að Bjóluhjáleigu, eins og hann væri vanur. Eg hafði lánað henni Sporða þangað upp eftir tvö undanfarin sumur og hann skilað sér heim að Bjóluhjáleigu, jafnharð- an og hún slepti honum. Þótti mér sennilegt, að hann mundi nota tæki- færið og skjótast heim á æskustöðv- ar sínar, er svo var skarht þangað og hann með öllu sjálfráður. En það fór á aðra leið. Daginn eftir, er konxið var til hrossanna hér í Ási, var Sporður kominn til þeirra. Þótt- ist eg þá vita, að hann væri farinn að láta sér skiljast, að hér væri hans rétta heimili, og annarsstaðar ætti hann ekki að vera. Var og ekki að sjá neina óánægju á honum yfir því, þegar fram liðu stundir, enda varð hann brátt jafn heimfús hingað, og hann var áður að Bjóluhjáleigu. Seint á slætti, þetta sama sumar, þurfti eg að bregða mér fram í Þykkvabæ og Vestur-Landeyjar. Vrarð eg samferða engjafólki frá Háfshóli austur yfir Háfsósa og riðum við þá á svo nefndum Fiski- vatnseyrum. Mér dvaldist allan dag- inn, átti erindi við marga, og var fram yfir náttmál, er eg fór úr Þykkjabænum. Var mér margboðið að gista þar um nóttina, því að þykt var í lofti og farið að skyggja, en Háfsósar þá illir yfirferðar, sakir sandbleytu og vatnavaxta, og var mér sagt, að ríða yrði þá á öðrum stað, en eg hafði gert um 'morgun- inn. En eg hafði gert ráð fyrir, að halda heirn um kveldið, og vildi ekki frá því breyta að óreyndu; treysti líká ratvísi Sporðs, röskleik hans og dugnaði, og mundi, að hann hafði einu sinni áður farið þarna yfir. Þegar út að ósunum kom, var að verSa aldimt, og sást því ekki til brautar í sandinum. Stefndi eg út i ósana, þar sem eg hugði brautina vera; reið eg Sporð, en teymdi ann- an hest og veturgamalt tryppi, er eg var að sækja. Ekki hafði eg far- ið nema nokkra faðma frá landi, þegar hrossin sukku á kaf í umbrota sandbleytu. Var þá ekki um annað að gera, en að stiga af baki, og átti eg fult í fangi að halda mér uppi og brjótast áfram. Sporður braust rösklega um og sneri brátt til sama lands, en hinn hesturinn og tryppið voru svifaseinni og fjörminni; bjóst eg helzt við að þau mundu farast þarna og hverfa á kaf í sandinn, en svo varð þó ekki, og alt bjargaðist upp úr, sem betur fór. Stóð eg svo á bakkanum, stígvélafullur og allur hrakinn eftir svamlið. Þótti mér nú vandast málið, og fór að iðrast þess, að hafa ekki þegið gistingu hjá vin- um mínum í Þykkvabænum. Og ekki var það nein þægileg tilhugsun, að þurfa að snúa við til bæja, vekja upp fólk og biðja gistingar, eftir þennan hrakning. En þó mundi ekki um annað að velja. Sjálíur fann eg til vanmáttar míns, og var það full- ljóst, að það var ekki á mínu færi og sjálfsdáðum, að finna færa leið yfir ósana í það sinn. Flaug mér þá i hug að komast eftir, hvernig lægi í Sporða, og vita hvort hann væri fús á að reyna aftur, ef vera mætti, að honum tækist að finna betri leið yfir ósana en þá, sem eg hafði valið okkiir. Eg helti svo vatninu úr stíg- vélunum, vatt veltinga mína og steig á bak. Sporður tók því vel og hélt ótrauður af stað, og lét eg hann með öllu sjálfráðan. Steig hann hröðum skrefum og stefndi lengra fram með vatninu en áður. Hélt eg þá að þetta mundi lítið stoða, Sporður mundi aldrei fara út í ósana aftur, væri hann sjálfráður. Þótti mér þó ekki reynt til þrautar, og vildi láta hann einráðan um stund. Skamt var þó farið er Sporður þverbeygir alt í einu að vatninu og veður út í strauminn; þrammaði hann svo ró- legur og öruggur út yfir ósana án þess að nokkurrar sandbleytu yrði vart, og var vatnið aldrei dýpra en eg hafði búist við, eða hátt á lend. Okkur lentist vel hinum rnegin og hélt eg svo heim um nóttina, með hlýjum huga til Sporðs fyrir rat- vísi hans og röskleik. Hafði mér reynst sem fyrri, örugt að treysta leiðsögn hans, og æfinni lauk hann svo, að aldrei brást hann vonum minum eða trausti í þeim efnum. Öndverðan vetur einn fórum við Jón, sambýlismaður minn á fjörur. (Ásinn á fjörustúf fyrir landi Háfshverfis). Voru þá ísalög góð og vorum við með dráttarsleða. Átti Jón hestinn, sem beitt var fyrir sleð- ann, en eg var með Sporð og riðum við honum til skiftis. Eg fór beina leið fram á fjörur, en Jón reið Sporð heim i Háfshverfi, til að vita hvort bændur þar vildu verða okk- ur samferða, en þeir eiga hlut í rek- anum með okkur. Þegar Jón kom þangað frétti hann að bændur væru farnir á fjörur. Þetta var áður en hlaðið var í Þykkvabæjarósa — Djúpós—, voru þeir því vatnsmikl- ir, en yfir þá þurfti að fara. Jón fylgdi braut Háfshverfinga, en gætti þess ekki er dálitið kom út á ísana, að á brautinni var skarpur krókur fyrir yfirhilmaða vök. Vissi Jón því ekki fyrr en ísinn brast og Sporður kominn á kaf í vatnið, en sjálfur kastaðist hann fram af hestinum á skörina og sakaði ekki. Sporður var á sundi í vökinni, eða því sem næst, því að vatnið flaut yfir hann allan fram á miðjan háls. Brá Jóní heldur við og vissi ekki hvaða bragða skyldi leitað; bjóst ekki við að hesturinn kæmist hjálparlaust úr vökinni, en enginn maður nærri og drjúgur spölur til bæja, til þess að leita hjálpar. Reynir Jón samt á tauminn og tekur þéttfast í hann, en litið hafði liann reynt afl sitt, er Sporður bregður við og snarast i sama vet- fangi upp á skörina. Annálar Jón röskleika hestsins og dugnað: að hefja sig jafn léítilega upp úr svó djúpu vatni, og fóta sig samstundis á glerhálu svellinu. —Fleiri sögur gæti eg sagt, er sanna vitsmuni Sporðs, ratvísi hans og röskleik, er sleppi því, og læt mér nægja þær, sem komnar eru á blað- ið. Það er alkunnugt og margsannað að þessir sannnefndu bjargvættir okkar íslendiuga, hestarnir, eru margir hverjir svo miklum eðlisgáf- um gæddir og sýna svo margskonar yfirburði i vitsmunum sínum, að við skammsýnir menn skynjum ekki háttu þeirra né tilburði að brjótast áfram og bjarga sér og öðrum, þeg- ar mest á reyndi. Okkur er það hulið, flestum að minsta kosti, hvernig hestarnir fá ratað um tor- sóttar vegleysur og vandfarin vatns- föll í niðamyrkri og iðulausum stór- hríðum, þegar ekki sér handaskil, og mjöllin sléttar yfir alt. Ótal mörg dæmi sanna, að þetta hefir hestun- um tekist, og þó við skiljum það ekki, getum við ekki annað en dáðst að þvi samstarfi, orku og vitsmuna, sem þarna eru að verki. Síðan Sporður féll frá hefi eg trauðla búist við að eignast hans líka aftur, hversu heitt sem eg þrái það. Þykist eg og þess fullviss orð- inn, að slík hamingja eigi ekki eftir að falla mér í skaut. En um hitt hugsa eg oft, hvort við Sporður hittumst aftur handan við landa- mærin ókunnu, og að eg fái þar að njóta gangsnilli hans og annarra af- bragðs kosta, er eg hafði notið hér í svo rikum mæli og jafnan saktiað sárt. Og eg lifi í þeirri von, og gleð mig við þá tilliugsun, að svo verði. Gnðjón Jónsson, Ási í Holtum. —Dýrav. Aldarfjórðungs afmœli Kvenfél. í Mozart, Sumardaginn fyrsta, 1933 Við útsjó í andlegri merking um auðugan sjóndeildarhring, á afmælisdögum er einkum svo ágætt að horfa í kring. Og fetin áfjórðungi aldar oss fluttu á þann útsjónahól, hvar aftur á bak jafnt og áfram, oss upplýsir vorgróðans sól. Að vakna á sannleikans sýning og sjá yfir kreddur og gröf, og sannfærður ganga til sængur, er síþroskans dýrmæta gjöf. Er eins og önnur kona og það eftir mjög stuttan tíma ■Svo segir kona í Albetta cftir að hafa rcynt Dodd’s Kidncy Pills Mrs. A. M. Gaetz þjáðist af gigt í bakinu. Faith, Alta., 8. Maí. I Það að allskonar sjúkdómar sem stafa frá nýrunum la'knast með því að nota Dodd’s Ividney Pills, ér enn sannað með með- fylgjandíi bréfi frá Mrs. Gaetz, Faith, Alta., er þannig komist að orði: “Eg er ósköp lítil kona og ekki vel hraust. Eg er bónda- kona og á þrjá drengi, og hefi því mikið að gera. Mín mestu óþægindi er gigt í bakinu. Eftir að eg hafði tekið yðar ágæta Dodd’á Kidney Pills í hér um bil viku, var eg orðin eins og ný manneskja.” Ef nýrun eru veik, þá hikið ekki. Drátturinn er aldrei til gagns. Hann er líka hættulegur. Revnið strax Dodd’s Kidney Pills. Þú mátt reiða þig á þær. Fáeinar af þeim teknar á réttum tíma geta komiðl veg fyrir mikil veik- indi. Dodd’s Kidney Pills hafa læknað þúsindir af veikum körl- um og konum. í geimnum er árstíða aflið sem ávarpar gróandann bezt, þá bláminn er f jær oss en bliðan á blóminu og hjartanu sest. Xú til þess að andinn sé útsýnn og eilífðar skilvitin hraust, þá verður á bjartsýni að venjast og vaka yfir sannleikans raust. Frá upphafi tímans í Eden og áfram á sérhverri stund, hið bjartasta og bezta vill konan oss bjóða úr gjöfulli mund. Með vori og sumri hún vinnur og verðmætust tilreiðir kjör, því veginn og daginn hún vermir og varðveitir heilsu og f jör. Við dagrenning bregður hún blundi með birtunni fegurðin ris, þá nærgtæni er blóminu búin og barninu hjúkrunin vís. Og málfærið hennar hið milda er mjúkast þá tíðin er köld. Hún iðjar til ávaxta garðinn með ylmandi sælgætisfjöld. sHún veitir þeim fátæku og veiku og vakandi ei gleymir hún þeim, því vorandans vilja hún hlýðir og vonar til jafnréjtis heim. En maðurinn misskildi hana og minti á hreinleika.sipn. Með eplinu útsjón mér jókstu og opnaðir skilninginn minn. Og síðan þú skilninginn skýrðir og skýlan datt augunum frá, það villast i ofsjónum allir og einstöku reka sig á. En konan af meðaumkun mælti. Hví myrtir þú lausnara þinn? Eg var ekki með í því verki, þú véfengir draumskilning minn. Þó seinna þau sættust á málið úr sambúð var deilunni rutt, því skilningur reyndist of skammur og skýlausa útsjónin stutt. En hugþýða hattprúða konan, með hraðvirka alúðarmund, af kurteisi og kærleika hjúkrar og kuldann hún hrekur úr Iund. Sem viðmótið boðháttur viljans um vinsemd eða illgirni ber, sú birta á brún hennar leikur sem bróðernið tileinkar sér. Sem fegurðin friðhelgar lundinn og fjólan ber nátthiminslit, er húsfreyjan heimilisprýðin með hugann við annir og strit. \ / / / - / Þegar þér þarfniát Prentunar þá lítið inn eða skrifið til The Columbia Press Ltd, • sem mun fullnægja þörfum yðar / Öafsakanleg vanræksla er þaC af hverri manneskju, sem vegna ósytrks veit sig ekki nema h&lfa mann- eskju, t-n gerir ekki við. Nusa-Tonc er heijsulyf, sem sérfræðingur í lyfja- fræði hefir fundið og sem veitir betri heilsu, meiri krafta og meiri dugnað, þúsundum manna og kvenna og hefir gert í fjörutíu eða íjórutiu og fimm &r. Lyfsalinn selur þér m&naðarÍQi'ða af Nuga-Tone fyrir einn dollar og ekta meðalinu fylgir full ábyrgð, varaðu þig á eftirlkingum—þú átt að fá það bezta. Eg þarf ekki að segja þá sögu af sérhverri mannfélagsstétt, að hvergi eru allir menn afbragð °g enginn með hrukku né blett. Eg er ekki að skjalla né skrafa um skýjaða ókunna sjón, en hinn, sem ei húsmæður þekkir, er hjárænn og ómyndugt flón. Eg skil þegar sólbráðin segir að senn verði úr neyðinni bætt. Eg sé þegar sumarið byrjar og sárið er hreinsað og grætt. Eg nýt þegar nærgætnin kemttr og náklærnar draga sig brott. Eg vaki þá vorandinn heilsar og veðrið er fagurt og gott. Ég gleðst þegar lærisveinn lifsins ber ljósin í hugskotið inn. Eg skemti mér þegar eg skoða og skift er við áhugann minn. Eg finn þegar faðirinn gefur og farsældin legg'ur á borð. Eg vikna, eg þýðist og þakka og það eru hjarta míns orð. Þó kvennanna frutnherjar fækki og félagið telji önnur nöfn, þær eiga þó tilganginn allar að upplýsa kærleikans höfn. Yér óskum og biðjum því allir— sem yrkjum hér framvegis lönd, —um annan og álíka f jórðung af öldinni í kvenfélags hönd. Fr. Guðmundsson. Jóns Bjarnasonar skóli (Framh. frá 1. bls.) látið þau sér í baga. Mun eg reyna að launa ykkur þá greiðvikni síðar. Eintök þau, sem eg bað um, sendi eg merkum fræðimönnum hér í álfu og annarsstaðar, t. d. Sir William Craigie, eins er eg að hugsa um að senda “American-ScandinavÍan Re- view” og blaðinu “Vísir” í Reykja- vik hefti til umsagnar, hafir þú ekkert við það að athuga. íslending- ar heima ættu að vita hvernig geng- ur starf eina íslenzka skólans í Vesturheimi. Veit eg að vinur minn Axel Thorsteinsson, sem starf- ar við “Vísi” muni sjá um, að rits- ins verði getið þar. Með beztu kveðjum og óskum. Þinn einl. Richard Beck. Ottawa, January 26, 1933 Principal, The Rev. R. Marteinsson, Jon Bjarnason Academy, Home Street, Winnipeg, Manitoba. My dear Principal Marteinsson: I wish to congratulate you on the Year Book of the Jon Bjarnason Academy and especially upon the leading article rnaking a plea for definitely Christian schools. You are very right. With kind regards and wishing you every success, Yours sincerely, Helen MacMurchy, M.D., Chief, Division of Child Welfare. Segja má frá því, að enn eru eftir fáein eintök af bókinni. Þau fást, það senx upplagið endist, hjá Mr. Melsted. Bókin er ekki seld. Meðan hún er til, þarf aðeins að biðja um hana. Sumir segja, að skólinn hafi breyzt. Ytri ástæður hafa breyzt og umdæmi vort hefir mikið stækkað, en andinn er sá sami. Tilgangurinn er: kristilegnr skóli, sem leggur þá rækt við íslenzku, sem ástæður leyfa. íslenzkir vinir, hvar sem þér eruð, skólinn þarf á drengilegri aðstoð yðar að halda. Rúnólfur Marteinsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.