Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.07.1933, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBERIG, FIMTUDAGINN 6. JÚLÍ, 1933 Högberg OefiS öt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRE8S LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskriít ritstjórans: EDITOR LÖGBERO. 695 SARGBNT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um drið—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avs., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 H8 327—86 328 Kirkjuþingið Fáeinum orðum vildum vér bæta við það, sem vér í síðasta blaði, böfðum um kirkju- þingið að segja. Nefnd sú, sem skipuð var til að leggja fyrir þingið tillögu um inngöngumálið, lagði það til að málið yrði lagt yfir til óákveðins tíma og var sú tillaga samþykt umræðu lítið. Kirkjuþingið, eða kirkjufélagið hefir því ekki þetta mál til meðferðar lengur, eða ekki fyrst um sinn að minsta kosti. Á mánudaginn var þingið haldið í Baldur, og þá um kvöldið flutti prófessor Richard Beck fyrirlestur: Kirkjcm og friðarmálin. Var sá fyrirlestur ekki fluttur í íslenzku kirkjunni, sem er lítil, heldur i stærstu kirkj- unni í bænum, sem var alveg full af fólki, fimm til sex hundruð manns. Fyrirlesturinn höfum vér-ékki heyrt eða séð, en þau erindi eru fá, sem vér höfum heyrt talað eins lof- samlega um, eins og þetta. Munu því margir hlakka til að sjá þetta erindi á prenti og mun þess ekki verða mjög langt að bíða. Um gerðir kirkjuþingsins yfirleitt er ekki ástæða til að fjölyrða, því ‘‘Gjörðabókin” mun nú verða gefin út með líkum liætti og að undanförnu og eiga þar allir sem vilja, kost á að kynnast starfi þingsins all-nákvæmlega. Þó skal hér geta þess, að embættismenn voru endurkosnir: Séra K. K. Ólafson, forseti; séra Haraldur Sigmar, varaforseti; séra Jó- hann Bjarnason, skrifari og séra E. H. Fáfn- is, varaskrifari; S. O. Bjerring, féhirðir og A. C. Johnson, varaféhirðir. 1 framkvæmd- arnefnd voru kosnir auk forseta, séra Jó- hann Bjarnason, séra Sigurður Ólafsson, J. J. Myres, G- J. Oleson, J. G. Johannsson og Árni Eggertson. Síðasta daginn sem kirkjuþingið stóð yfir, var það haldið í Glenboro. Þá um kvöldið fluttu þrír ungir menn erindi. Það voru þeir Theodore Sigurðsson, B. A. Bjarnason, sem báðir stunda nú guðfræðanám, og Tryggvi Oleson frá Glenboro, sem nú stundar nám við háskóla Manitobafylkis. Um erindi þessara ungu manna höfum vér heyrt lofsamlega tal- að, en kunnum vitanlega ekki frekar frá þeim að segja, því vér heyrðum þau ekki, en vafa laust má mikils vænta af þessum ungu og efnilegu mönnum áður en langt líður. Öllum, sem sátu þetta kirkjuþing, og sem vér höfum átt tal við, og þeir tiru æði margir, ber saman um að það hafi á allan hátt verið hið ánægjulegasta og samvinna ágæt. Það er æfinlega gott að koma til Argyle, á hvaða tíma árs sem er, en aldrei ánægjulegra heldur en einmitt um þetta leyti. Bygðin er svo dæmalaust blómleg og falleg. Vér höf- um ekki komið í aðrar sveitir, þar sem oss finst að fegurð og örlæti náttúrunnar sé meira, eða fari betur saman, heldur en ein- mitt þar. Nytsemi bygðarinnar eiga Argyl,e- búar og eru vel að henni komnir. Fegurðina eiga allir jafnt, sem þangað koma, og hafa hæfileika til að sjá hana og njóta hennar. Gömlu landarnir, sem nú fyrir meir en hálfri öld, völdu Argyfe-sveit fyrir nýlendusvæði handa Islendingum, hafa áreiðanlega valið vel og viturlega. Þar hefir Islendingum farnast vel alt frá byrjun c(g farnast vel enn. Sú framúrskarandi gestrisni, sem maður á að mæta hjá Argyle-búum, eykur ekki lítið á á- nægjuna, sem maður hefir af að koma þang- að. Islenzka gestrisnin á þar heima og hefir jafnan átt, og víkur þaðan ekki. Viðtökurn- ar, sem kirkjuþingið og allir hinir mörgu gestir, sem það sóttu, voru að allra dómi hin- ar prýðilegustu og Argylebúum til mikils sóma. Vér gistum lijá Mr. og Mrs. W. Peter- son, Baldur, og áttum þar hinum ágætustu viðtökum að fagna. Argyle-bygð er hér um bil hundrað mílur frá Winnipeg. Þangað er anðfarið, ef mað- ur hefir góðan bíl. Vér vorum sem næst tvær og hálfa klukkustund á leiðinni, hvora leið. Vegurinn er ágætur, “allra veðra vegur,” alla leið. Það er þægilegt og skemtilegt að hafa þessa góðu vegi, en þeir hafa kostað stórfé og Manitobafylki hefir komist í mikl- ar skuldir þeirra vegna. En það er æfinlega hægt að kenna stjóminni um skuldimar. Fáar ferðir höfum vér farið, sem vér höf- um haft meiri ánægju af, heldur en ferðinni til Argylé um fyrri helgi. Vér þökkum Argyle-búum kærlega fyrir síðast. Misskilningur Ieiðréttur Þegar vér skrifuðum greinina um Stubbs- málið, sem birtist í Lögbergi 15. júní, var oss það fyllilega ljóst, að margir aðrir höfðu alt aðra skoðun á því ibáli heldur en vér höfum. Greinin var ekki skrifuð til að hefja deilur við þá, sem öðruvísi líta á málið, heldur til þess, að segja lesendum vorum það sem vér vissum sannast og réttast um þetta mál, án þess að blanda þar við nokkru stjórnmála- þrasi eða flokka-pólitík. Út af fyrnefndri grein hafa nú þrír menn látið til sín heyra, Sig. Júl. Jóhannesson, rit- stjóri Heimskringlu og J. Ólafsson. Það sem aðallega kemur þessum þremenningum á stað, er það, að þetta Stubbs-mál hafa þeir sjálfir svo vandlega hrært saman við sínar eigin pólitísku skoðanir, að þeim er óskiljanlegt, að nokkur maður geti öðruvísi á það litið, en frá pólitísku sjónarmiði. Réttarfarslégt sjónarmið kemur alls ekki til greina í þeirra huga. Sig. Júl. Jóhannessyni skilst að vér tölum alt of vel um Bennett-stjórnina. Ritstjóra Heimskr. skilst, að vér höfum hér hallað á þá sömu stjórn og haft hana fyrir rangri sök. J. Ólafsson skilst að greinin sé skrifuð til að verja Bracken-stjórnina, sem honum þykir víst ekkert sérstaklega vænt um. Þar að auki er hann óánægður út af því, að vér skyldum nokkuð um þetta mál segja. Finst það sitt meðfæri, en ekki vort. 1 tveimur hinum síðarnefndu greinum, er töluvert af ónotum til vor, en.við þau nennum vér ekki að eltast og það 'því síður, sem þau virðast bygð á þeim misskilningi, að grein vor um Stubbs-málið sé pólitísk grein, sem öllum ætti þó að vera vorkunnarlaust að sjá, að ekki er. Vér vorum með þessari grein, enga tilraun að gera í þá átt, að verja einn stjórnmálaflokk eða áfellast annan. Það er enginn sérstakur stjórnmálaflokk- ur, sem að því hefir unnið, að Stubbs væri vikið frá dómara-embættinu. Dómararnir við yfirréttina í Manitoba tilheyra engum einum, sérstökum stjórnmálaflokk og fylkis- stjórnin í Manitoba og sambandsstjórnin í Ottawa eru sín af hvoru sauðahúsi, þegar umstjórnmálastefnu er að ræða. Stjómmála- ágreiningur hefir hér ekki komið til greina og á ekki að gera það. Um það eitt er að ræða, hvort dómarinn, sem hér átti hlut að máli, vann sitt verk eins og vera bar, eða hann gerði það ekki. Dómararnir í Manitoba og dómsmálaráðherrann, Ford dómari og sambandsstjórnin, hafa komist að þeirri nið- urstöðu, að Stubbs hafi þannig staðið í stöðu sinni, að full ástæða væri til að víkja honum frá embætti. Sambandsstjórnin ein hafði vald til að gera það og hún hefir gert það. Árbók háskóla Islands Eftir prófessor Richard Beck Nýlega barst mér í hendur Árhók Háskóla íslands fyrir háskólaárið 1930—1931. Þar sem háskólinni íslenzkri varð tvítugur á um- ræddu ári, þykir mér hlýða, að fara um þessa árbók hans, og skólann sjálfan, nokkmm orð- um. Enda er eg þess fullviss, að Islendingar í Vesturheimi telja ekkí ófróðlegt, að fregna eitthvað af högum æðstu mentastofnunar ætt- lands síns. Tveir áratugir era ekki langt tímabil í sögu aqðri mentastofnunar; þær vaxa eigi heilnæm- um vexti sem gorkúlur úr jörðu, heldur með hægum, jöfnum skrefum, svipað og eikur skógarins, sem standa svo föstum fótum og djúpt í moldu, að stormar og þungi heilla mannsaldra fá eigi brotið þær né rifið upp með rótum. Bins og mörgum mun minnisstætt, var Há- skóli Islands settur á stofn 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta; var það sannarlega eins og vera bar, því að Jón forseti, sem alla daga bar fyrir brjósti vel- ferð Islands á svo mörgum sviðum, var frumkvöðull að stofnun íslenzks háskóla. Og þó að hann sé enn sem komið er hvergi nærri eins f jölþættur og fullkominn og Jón Sigurðs- son dreymdi um, þá verður því ekki með rök- um neitað, að hann hefir þegar reynst ís- lenzku þjóðinni nytjastofnun. Sú hrakspá, að hann myndi verða íslenzku menningarlífi til einangrunar, hefir ekki ræst; reyndin sýn- ir, sem betur fer, hið gagnstæða. Það eru engar ýkjur, þó sagt sé, að íslenzkir stúdent- ar leita sér nú framhaldsmentunar víðar um lönd en nokkru sinni áður. Má fyllilega ætla, að þeir verði fyrir þá utanvist nýtari menn þjóð sinni, eða árvakir málsvarar hennar, ef þeir ílengjast erlendis. Háskólanum þarf því engin hætta aÖ stafa af andlegri ein- angrun, sé viturlega urn hnútana búiÖ aÖ því er snertir utanfarir stú- denta. Það liggur í augum uppi, að á- gæti og nytsemd hverrar menta- stofnanar byggist á kennurum henn- ar, án þess að lítið sé gert úr góÖ- um á höldum eða öðrum útbúnaði til kensluhaldsins. Háskóli íslands hefir frá byrjun átt miklu kennara- láni að fagna; þar hefir rúm hvert verið vel skipað; og þessi síðasta Árbók skólans sýnir, að um enga afturför er að ræða í þessu efni. Skólaárið 1930-31 voru kennarar háskólans 22 talsins, þar af 13 aðal- kennarar. Eru þeir allir hæfileika- menn og sérfróðir vel, enda margir hverjir löngu þjóðkunnir fyrir lær- 11 dóm og ritstörf, þó ekki hafi þeir allir verið jafn mikilvirkir að bóka- gerð. Þess er- þá einnig að minn- ast, að ritstörf mælast ekki að vöxt- um eins og heystakkar eða fiski- hlaðar. Um ritstörf íslenzkra há- skólakennara vil eg leyfa mér, að vitna í eftirfarandi ummæli, í ágætri grein um Háskóla íslands eftir pró- fessor, dr. phil. Ágúst H. Bjarna- son (Alþingishátíðar blað Morgun- blaðsins 1930, bls. 10) : “Hér verða ekki talin ritverk þeirra né annara kennara háskólans. En á það mætti þó ef til vill benda, hversu mikla þýðingu það muni hafa fyrir islenzka tungu og íslenzka vísindamensku, að þessir menn hafa ráðist í að skrifa fleiri eða færri kenslubækur, hver á sínu sviði, og þar með gert mönnum það fært að hugsa, tala og rita á íslenzku urp efni, sem áður þótti litt kleift að tala um, nema þá á bjöguðu máli, eða með því móti, að notá sæg er- lendra orða. Það verður ef til vill betur metið síðar, hve miklu háskól- inn hefir áorkað þegar á fyrstu starfsárum sinum um það, að gera íslenzka tungu að hugsandi manna máli.” Sannarlega er hér um að ræða merkilegan skerf til aukinnar ís- lenzkrar menningar; og er þó með þessu bent á eina hlið hins þýðingar- mikla starfs íslenzkra háskólakenn- ara. Stúdentar háskólans á árinu voru alls 155 og skiftust þannig á hin- ar ýmsu deildir: — guðfræðisdeild 16, læknadeild 74, Iagadeild 45, og heimspekisdeild 20. Fimm erlend- ir stúdentar voru í þessum hóp, þrír þýskir, einn færeyskur, og einn vestur-íslenzkur, Loftur Bjarna- son frá Utah, allir í heimspekis- deildinni. Á árinu útskrifuðust 4 kandídatar í guðfræði, 10 í læknis- fræði og 3 í lögfræði. Þegar litið er á aðsóknina að há- skólanum sést að hún hefir farið hraðvaxandi fram á síðustu ár. Fyrsta háskólaárið (1911-12) voru nemendur 46,' en árið 1927 voru þeir orðnir 150. Var þá aðstreym- ið orðið svo mikið að embættisdeild- unum, að til vandræða horfði. Ýmsra ráða var þá leitað til þess, að reisa skorður við ofvexti skólans á þessu sviði, og hefir nokkuð áunn- ist, þó að málinu sé enn eigi ráðið til happasælla lykta. Sá, sem þetta ritar, er á einu máli með háskóla- nefndinni um það, að út úr þessum vandkvæðum sé sú leiðin vænleg- ust: “að stofna til nýrra hagnýtra kenslugreina við háskólann og stuttr^ námsskeiða, er tækju svo sem 1 ár, t. d. verslunarnámsskeiðs, kennaranámsskeiðs o. fl. Mundi þetta einna helzt draga úr aðsókn- inni að embættadeildunum, en veita straumi mentamanna inn í aðrar stéttir, er þarfnast þess á margan hátt, að völ sé vel mentaðra manna.” (Árbók Háskóla íslands, 1928-29, bls. 13-14.). Auk uppfýsinga um kennaralið háskólans, nemendafjölda og til- högun kenslunnar, hefir Árbókin inni að halda ýmsar skýrslur skólan- um viðkomandi. Er gleðilegt að sjá það, að ýmsir hafa þegar hlynt að starfi hans með f járgjöfum og njóta allmargir stúdentar nokkurs styrks úr slíkum gjafasjóðum. Vonandi sigla margir aðrir í kjölfar þeirra, sem þegar hafa reynst skólanum velgerðarmenn í þessum efnum, því að þörf er þar enn næg fyrir dyr- um, og vart unt, að verja betur fé því, er menn kunna að hafa aflögu, en til þess að greiða götu þeirra manna, sem vænlegir eru til þjóð- þrifa. Sagt er hér einnig ítarlega frá tillögum, sem fram hafa komið um breytingar á háskólanum, meðal annars um sumarnámskeið í sam- bandi við hann, “einkum handa þeim útlendingum, sem nema vilja ís- lenzk fræði og kynnast íslandi og íslendingum.” Ýmsir urðu til að hreyfa þessu máii á íslandi hátíð- arsumarið 1930, og Guðmundur læknir Gíslason, í Grand Forks, hef- ir ritað um það í limarit vor. Leik- ur það ekki á tveim tungum, að ef rétt er á haldið, myndu slik sumar- námsskeið verða bæði háskólanum og landinu i heild sinni hinn mesti hagnaður. Þau myndu laða til ís- lands hina æskilegustu heimsækj- endur, mentafólk frá ýmsum lönd- •um heims. Ekki er heldur síður vert um hitt, að með því að koma á fót slíkum námsskeiðum, væri stórt spor stigið í þá átt, að gera Háskóla íslands, fremur en orðið er, að miðstöð norrænna og ís- lenskra fræða. En þá fyrst er hlut- ur hins íslenzka háskóla sæmilegur, þegar svo er komið. Vonandi verð- ur því undinn bráður bugur að því, að koma í framkvæmd hugmyndinni um slik sumarnámskeið i sambandi við háskólann. “Skýrsla um störf stúdentaráðs- ins 1930-31” ber það með sér, að það hefir verið vel vakandi á árinu og látið sig skifta mörg velferðar- tnál stúdenta, svo sem bygging stú- dentagarðs, sem óskandi er að rísi af grunni á næstunni, þar sem hans er hin brýnasta þörf. Verðskuldar það mál stuðning góðra Islendinga hvarvetna. í ræðu sinni við setningu háskól- ans haustið 1930, sem prentuð er að vanda í Árbókinni (bls. 8-13), lýsir þáverandi rektor hans, pró- fessor, dr. theol. Magnús Jónsson, að nokkru þörfum hans og fram- tíðarhorfum. Telur ræðumaður “ó- viðunandi launakjör háskólakenn- ara” og “Húsnæðisleysi Háskólans” höfuð “vandamál” og “vandræða- mál” hans. Engum, sem les rök- færslu dr. Magnúsar gaumgæfilega, fær dulist, að hér ræðir um þau mál, er miklu valda um nytsemi skólans og vöxt. Ekki fer sú ríkisstjórn viturlega að ráði sínu, sem laun- ar svo illa háskólakennara sína, að þeir verða að þræla í hversdagslegu brauðstriti til þess að firrast fjár- þröng, en vísindastarfsemi þeirra að leggjast á hilluna. Slíkt eru ekki hyggindi sem í hag koma, og hnýti eg þar við þessum sönnu orðum úr setningaræðu rektors (bls. 10) : “Vísindastarf verður ekki rækt af þeim mönnum, sem vísað er á úti- gang sér tif lífsbjargar. Háskóla- kennarar, með sæmilegum kjörum og möguleikum til þess að koma út góðum bókum, eru svo verðmæt eign fyrir þjóðina, að það er hróplegt að vita til þess, að henni sé sóað eins gálauslega eins og nú er gert.” Þá er húsnæðismál Háskólans. Magnús prófessor grípur þar á kýl- inu þegar hann segir: “Það á ekki að prédika móral íyrir banhungruð- um manni, heldur gefa honum að eta. Það á ekki að prédika reglu- gerðarbreytingu og annað þesshátt- ar fyrir húsnæðislausum háskóla, heldur gefa honum þak yfir höf- uðið.” Mig tók það sárt, alþingis- hátíðarárið sællar minningar, að þurfa að segja það hverjum útlenda fræðimanninum á fætur öðrum, að Háskóli íslands ætti ekki þak yfir sig. Þá setti að vonum hljóða. En þeim mun glleðilegra er að geta þess, að dálítill skriður er nú kom- inn á þetta mál, og er vonandi, að það fái bráðan byr á næstu árum; því að eins og Magnús prófessor segir: “Þetta er nú það mál, sem Háskólinn má ekki láta niður falla fyr en það er komið í rétt horf og stúdentar Háskólans eiga heima í húsi, sem styður starf þeirra, í stað þess að þrýsta eins og kínverskur skór utan um það og draga úr þroska þeirra.” Frá því að Árbók Háskóla Is- lands fór að koma út (1912) hafa fylgt henni næsta reglulega rit eftir hina ýmsu kennara skólans; eru þau t melr en þrifijung aldar hafa Oodd'e Kidney Pilla veriS viðurkendar rétta meSaliS við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjflkdðmum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eSa sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. þegar orðin myndarlegt ritsafn. Að þessu sinni er fylgiritið Saga Nýja- testamentisins (saga ritsafnsins og textans) eftir dr. theol. Magnús Jónsson, guðfræðisprófessor, sem kunnur er fyrir mörg ritstörf sín, ekki sízt bækurnar Æfisaga Mar- teins Lúters (1917) og Páll Postuli (1928). Þessi síðasta bók Magnús- ar er mikið rit, yfir 300 blaðsíður í síóru broti, myndum prýtt, vel skráð og hið fróðlegasta. Er það góður fengur vísindalegum bókmentum íslenzkum, þvi að það fjallar um efni “sem heita má að ekkert hafi verið skrifað um á íslenzku fyrr.” Hér er því hlaðið upp í eitt skarðið í bókmentum vorum, og sé þeim öll- um hjartans þökk, sem þar lyfta steini í vegg. Sæmir það vel há- skólákpnnurunum að ganga þar í brjósti fylkingar. Það er eflaust einlæg ósk allra þeirra, sem unna sönnum framför- um á ættlandi sínu, að Háskóli Is- lands megi halda áfram að verða “vísindunum til hróss og landi og lýð til nytja;” með þvi einu móti er hann hæfur minnisvarði Jóns Sigurðssonar forseta, sem samein- aði svo fagurlega í lífi sínu ágæta vísindamensku og óþreytandi starf- semi þjóð sinni í hag. Sjóræningjar ráðast á norskt skip Um árás sjóræningja á norska eimskipið “Prominent” símar Reut- er-fréttastofan frá Hongkong: Sjó- ræningjar voru 14 talsins og voru þeir vopnaðir skammbyssum. Þeg- ar þeir stigu á skipsfjöl þóttust þeir vera farþegar. Georg Jensen, annar stýrimaður, var á stjórnpalli, en sjó- ræningjar lögðu nú leið sína upp á stjórnpallinn og veifaði foringi þeirra skammbyssu. Jensen tók hann glímutaki og kastaði honum niður á þilfarið, en hinir sjóræn- ingjarnir þustu þá að stýrimann- inum og varð hann þá að lúta í lægra haldi. Skipstjórinn, Jensen áð nafni, heyrði hávaðann, þreif staf í hönd og ætlaði að stilla til friðar. Hélt hann að deila væri upp komin milli kínverskra affermingarmanna, sem á skipinu voru. Skutu ræningjarnir á skipstjóran, og særðist hann á fæti. Aðrir yfirmenn á skipinu urðu einnig að lúta í lægra haldi. Eyrsta stýrimanni var skipað að stýra skipinu, en vélamenn urðu að vjnna hvildarlaust i tvo daga i 48 st. hita. Þegar skipið nólgaðist Hongkong varð lögreglubátur á vegi þess. Sáu lögreglumenn, að ekki var alt með feldu á skipinu og bjuggust til að liðsinna skipverj- um og hófu skothrið á sjóræningj- ana, sem nú hleyptu á land. Kom- ust sjóræningjar á land og höfðu með sér fyrsta og annan stýrimann sem gisl, en létu þá lausa síðar. Skipsbrytann og 5 farþega höfðu sjóræningjar bundið úti á skipinu og ætluðu þeir að kref jast lausnar- fjár fyrir þá. —Mbl. Mikill gróði —meira tap Samkvsémt blaðafréttum græddi gróðafélag eitt i New York, sem Kuhn, Loeb and Co. heitir $6,000,- 000 á því að selja hlutabréf á ár- inu 1929. En á hlutabréfum þess- um tapaði almenningur, eða þeir, sem hlutabréfin keyptu $100,00,000. Álitið er að þetta hafi ekki haft all- Jítið að gera við hrunið mikla 1929.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.