Lögberg - 06.07.1933, Qupperneq 6
Bls r,
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLf, 1933
POLLYANNA ÞROSKAST
Eftir ELEANOR H. PORTER
-- — - —4
“Já einmitt það,” sagði stúlkan og fór
aftur að horfa niður fyrir sig. “Aumingja
litla stúlka. Það var slæmt að hún skyldi
komast að þessu svona fljótt.’’
“Komast að hverju?”
“Að einmunalegasti staðurinn sem maður
getur lent í er einmitt í öllum mannfjöldan-
um í stórri borg.”
Pollyanna skildi þetta als ekki.
“Er það mögulegt. Eg sé ekki livernig
það getur veríð. Eg sé ekki hvernig manni
getur leiðst þegar maður hefir fjölda af fólki
alt í kringum sig. En samt hálfleiddist mér
í dag innan um alt þetta fólk. Það sýndist
engin taka eftir mér.”
“Það er einmitt það, þessi mannfjöldi sýn-
ist aldrei hugsa um neitt, eða taka eftir
.ieinu. ’'
“Sumir gera það samt og við getum látið
okkur þykja vænt um það,” sagði Pollvanna.
“Jú, sumir gera það,” sagði stúlkan og
liorfði vit í loftið án þess að líta á Pollyanna.
“Sumir eru óþarflega eftirtektasamir. ”
“Áttu við mig?” spurði Pollyanna hálfhik-
andi. “ Vildirðu heldur að eg hefði ekki tekið
eftir þér?”
“Nei, nei, stúlka litla. Þeir sem eg átti
við eru alt öðruvísi en þú, einhvern sem ekki
hefði átt að taka eftir. i\íér þótti vænt um
að ]>ú skyldir tala við mig; eg hélt bara fyrst
að þú værir kannske lir sama bæ og eg.”
“Svo þú átt þá ekki eiginlega hér heima,
frekar en eg, þitt fólk er ekki hér á eg við.”
“ Jú, eg á hérna heima núna,” sagði stúlk-
an, “þó naumast verði nú kannske sagt að
eg eigi nokkurt heimili, eða nokkursstaðar
heima. ”
“Hvað gerirðu?” spurði Pollvanna.
“Geri? Ja, eg skal segja þér hvað eg
geri,” sagði stúlkan, og það bar töluvert á
gremju í röddinni. “Frá morgni til kvelds
sel eg ýmsa hluti til stúlkna sem þær þurfa
á að hakla og eg hlusta á þær hlægja og tala
hver um aðra. Svo fer eg heim í herbergið
mitt, sem er uppi á þriðja lofti í gömlu húsi,
og er svo stórt að inn í það kemst dálítið flet,
þvottastandur, stóll og eg sjálf., Það er eins
og bakaraofn á sumrin, en ísskápur á vet-
urna. En þetta er eini staðurinn fyrir mig
að vera og eg á að vera þar altaf þegar eg er
ekki að vinna. í dag hefi eg nú samt farið
út. Eg ætla ekki að kúra inn í herberginu í
dag, og eg ætla heldur ekki að fara inn í neitt
af þessum bókasöfnum til að lesa. Þetta er
síðasti frídagurinn sem eg hefi á sumrinu,
og nú ætla eg að skemta mér einu sinni. Eg
er alveg eins ung og hefi alla sömu hæfileika
til að skemta mér, eins og stúlkurnar, sem eg
er að selja einhvern hégóma allan daginn. 1
dag ætla eg að vera kát og njóta lífsins og
eg ætla að leika mér og láta eins og flón.”
“Þetta finst mér ágætt,” sagði Polly-
anna. “Eg vil líka vera glöð og leika mér.
Það er svo miklu betra að láta liggja vel á
sér. Biblían segir manni líka að maður eigi
að vera glaður. Hún segir manni það átta
hundruð sinnum, þú veist kannske alt Aim
það.”
Fallega stúlkan hristi höfuðið og það
færðist dálítið skritilegt bros yfir andlitið á
henni.
‘ ‘ Nei, ekki get eg nú með sönnu sagt, að eg
væri eiginlega að hugsa um biblíuna,” sagði
hún.
“Nei, þú hefir nú kannske ekki verið að
hugsa um þetta, en eg skal segja þér, að eg er
prestsdóttir. ”
“Prestsdóttir?”
“Já, var faðir þinn líka prestur?” spurði
Pollyanna. Hana grunaði það einhvernveg-
inn af svip stúlkunnar.
“ Já, ” svaraði hún og roðnaði við.
“Er hann líka farinn til guðs og englanna,
eins og faðir minn?”
“Nei, hann er enn lifandi og er heima, þar
sem við vorum.”
“Dæmalaust er það gott,” sagði Polly-
anna. Eg hugsa oft um það hve glöð eg
mundi verða, ef eg fengi að sjá föður minn,
þó ekki væri nema einu sinni. En þú sérð
föður þinn stundum, eða er það ekki?”
“Ekki oft, ekki síðan eg kom hingað.”
“En þú getur séð hann, en eg get ekki séð
föður minn. Hann er nú hjá móður minni,
hjá guði. Er móðir þín lifandi?”
“Já, ” sagði stúlkan og það var eins og
henni væri eitthvað órótt og hún vildi helzt
fara.
“Það var ágætt, svo þá getur þú séð þau
bæði. Ósköp átt þú gott. Það getur enginn
verið alveg eins góður eins og pabbi og
mamma. Eg veit þetta, því faðir minn lifði
þangað til eg var ellefu ára. Bn eg hafði
enga móðir nema kvenfélagskonurnar, þang-
að til eg kom til Polly frænku. Kvenfélags-
konurnar eru ósköp góðar, en ekki eins og
mamma, og jafnvel Polly frænka getur ekki
verið það.”
Pollyanna talaði meir og meir, enda gat
hún ekki látið það vera, hún var altaf sítal-
andi. Hún sá ekkert athugavert við það, að
segja alveg ókunnugu fólki alt sem hún vissi
um sjálfa sig og eiginlega hvað svo sem henni
datt í hug. Henni skildist að allir væru vinir
sínir, hvort sem hún þekti þá eða ekki. Það
var jafnvel enn meira gnman að tala við þá
sem ókunnugir voru og kynnast þeim, því
altaf voru þeir eitthvað öðruvísi, heldur en
þeir sem hún hafði áður þekt, og það var svo
dæmalaust skemtilegt að kynnast sem flest-
um.
Þessari ókunnugu stúlku sagði hún því alt
sem henni datt í hug um föður sinn, um Polly
frænku, um heimili sitt í Vesturlandinu og
um ferð sína til Vermont. Hún sagði henni
frá gömlum vinum sínum 0g nýjum, 0g hún
sagði henni frá gleðileiknum. Hún lét aldrei
undir höfuð leggjast að tala um hann.
Þessi fallega stiílka hafði ekki mikið að
segja, en það var auðséð að henni var tals-
vert órótt og hún leit hvað eftir annað eftir
gangstignum eins langt eins og hún gat séð.
Eíftir góða stund tók hún um handlegginn á
Pollyanria og sagði:
“Heyrðu stúlka litla, vertu hjá mér dá-
litla stund enn. Heyrirðu það? Vertu rétt
þarna þar sem þú ert. Maður sem eg þekki
er að koma. Kærðu þig ekkert um hvað hann
segir, en farðu ekki frá mér. Eg ætla að
véra hjá þér. Skilirðu það?”
Áður en Pollyanna gat áttað sig á þessu,
kom ungur og laglegur maður rétt til þeirra.
“Svo þarna ertu.” Sagði hann brosandi
og ofboð góðlátlega. “Það fyrsta sem eg
þarf að segja við þig, er að biðja þig afsök-
unar ú því, að eg kom dálítið of seint.”
“Það gerir ekkert til,” sagði unga stúlkan
fljótlega. “Eg ætla ekíd að fara.”
“Vertu ekki að þessu góða mín,” sagði
ungi maðurinn. “Þú mátt ekki taka svona
hart á mér þó eg yrði dálítið seinn.”
“Það er ekki þessvegna,” sagði unga stúlk-
an, en eg ætla ekki að fara. ”
“Hvaða vitleysa er þetta,” sagði piltur-
inn. “Þú sagðir í gær að þú ætlaðir að
koma. ”
“Eg veit það, en nú er eg hætt við það. Eg
sagði þessari litlu vinstúlku minni hérna að
eg ætlaði að vera hjá henni.”
“Ekki að liætta við að fara mín vegna,
fyrir alla muni,” sagði Pollyanna, en hún
þagnaði undireins þegar unga stúlkan leit
til hennar.
“ Eg er að segja að eg ætla ekki að fara, og
eg fer ekki.”
“Hvernig stendur á þessari snöggu veðra-
breytingu og öllum þessum alvörusvip sem á
þig er kominn,” og þegar hann sagði þetta,
sýndist Pollyanna hann ekki eins fallegur
eins og áður. “Þú sagðir í gær—” “Eg veit
eg sagði það,” tók stúlkan fram í með tölu-
verðum ákafa. “En eg vissi þá að eg hefði
ekki átt að gera það, og nú veit eg það enn
betur. Eg ætla ekki að fara og það er alt
sem eg hefi við þig að segja.” Hún snéri sér
frá honum 0g sýndi ótvíræðlega að hún vildi
ekki meira við hann tala.
En hann var enn ekki af baki dottinn. Hann
talaði enn tvisvar til stúlkunnar. Fyrst
bað hann hana með góðu að koma með sér,
og svo jós hann yfir hana illyrðum og hót-
unum, 0g leit til hennar afar illilega. Loks-
ins sagði hann eitthvað sem Pollyanna skildi
ekki. S'vo fór hann sína leið.
Stúlkan fylgdi honum með augunum, þang-
að til liann var kominn í hvarf. Svo tók hún
með óstyrkri hönd um handlegginn á Polly-
anna og sagði:
“Þakka þér fyrir stúlka litla. Eg á þér
meira að þakka heldur en þú veist, eða getur
skilið. Vertu nú sæl. ”
“En þú ætlar ekki að fara núna strax,”
sagði Pollyanna.
“Eg má til. Hann getur komið aftrir og
það getur vel verið að þá verði eg veikari
fyrir. ” Hún sagði ekki meira en stóð upp.
Stundarkorn stóð hún kyr, og sagði svo tölu-
vert gremjulega: “Hann er einn af þessum
sem er of eftirtektasamur, hann hefði aldrei
átt að taka eftir mér.” Þar með fór hún.
“Þetta er skrítin stúlka,” sagði Polly-
anna við sjálfa sig um leið og hún horfði
eftir henni. “Hún var góð og hún var öðru-
vísi en allar hinar,” og nú s.tóð hún sjálf upp
og gekk eftir gangstignum.
VI. KAPITULI
Það leið ekki á löngu þangað til Pollyanna
komst út á gatnamótin, rétt utan við lysti-
garðinn. Þar var mikið um að vera, f jöldi af
bílum og hestakerrum og gangandi fólki. Það
sem hún sérstaklega festi augun á var stór,
rauð flaska í búðarglugga hinumegin við
strætið. Hún vissi að þar mundi vera lyf ja-
búð. Hljóðfæraslátt heyrði hún þar ein-
hverstaðar niðri á strætinu. Hún stóð kyr
dálitla stund, en tók fyrsta tækifæri að kom-
ast yfir strætið.
Hér sá Pollyanna margt og heyrði, sem
vakti eftirtekt hennar. 1 búðarglugganum
voru ótal hlutir, sem henni ver starsýnt á og
þegar hún kom þangað sem verið var að spila
á hljóðfæri, voru þar ein tólf börn að dansa,
og þótti henni meir en lítið gaman að horfa á
þau. Fór þessi flokkur úr einum stað í ann-
an og Pollyanna fór á eftir honum. Loks kom
hún að strætamótum þar sem umferðin var
svo mikil, að stór maður í blárri treyju, vafð
að hjálpa fólkinu til að komast yfir strætið.
Hún stóð þarna stundarkorn og fór svo
sjálf yfir strætið eins og liitt fólkið.
Aldrei hafði hún farið yfir svona fjöl-
farið stræti og henni fanst mikið til um það.
Stóri maðurinn í bláu treyjunni sá hana strax
og leiðbeindi henni yfir strætið. Hann gekk
jafnvel nokkur fet með henni. Henni þótti
svo gaman að þessu, að eftir fáeinar mínútur
fór hún yfir strætið aftur og enn einu sinni.
1 síðasta sinn fylgdi maðurinn í bláu treyj-
unni henrii alveg upp að gangstéttinni og gaf
liann Pollyanna þá heldur ilt auga. “Heyrðu
stúlka litla,” sagði hann, “ert þú ekki sama
stúlkan sem liefir farið liér yfir strætið livað
eftir annað, nú á fáeinum mínútum?”
“Jú,” sagði Pollyanna örugglega, “eg er
búinn að fara yfir strætið f jórum sinnum. ’ ’
“íiinmitt það, ”sagði maðurinn, hann komst
ekki lengra því Pollyanna hélt áfram að tala.
“0g mér finst altaf meira og meir gaman
að því. ’ ’
“Er það,” sagði hann heldur ólundarlega,
“heldurðu að það sé alt sem eg hefi að gera,
að hjálpa þér yfir strætið, hvað ofan í annað.
Heldurðu að eg sé hér bara til þess?”
“N(ei, nei,” isagði Pollyanna, “auðvitað
eruð þér hér ekki bara til að hjálpa mér.
Þér þurfið að hjálpa svo fjöldamörgum
öðrum sem þarf að hjálpa. Eg veit hver
þér eruð. Þér eruð lögreglumaður. Við höf-
um einn á strætinu þar sem eg á heima, hjá
Mrs. Carew, en hann er einn af þeim sem
bara gengur eftir gangstéttunum. Eg hugsaði
einusinni að þið væruð hermenn, vegna gyltu
hnappanna á treyjunum ykkar, en nú veit eg
betur. En eg held þér ættuð að vera her-
maður þér eruð svo hugaður að standa hér
á miðju strætinu þar sem umferðin er svo
fjarskalega mikil, og hjálpar fólkinu til að
komast yfir. ”
Lögreglumaðurinn sá litla, gamla konu úti
á strætinu, sem hann hélt að væri í hættu, en
kom svo aftur til Pollyanna.
“Þetta var alveg ágætt,” sagði hún “Hvað
mér þótti vænt um að sjá yður gera þetta.
Þetta er víst líkt 0g þegar Israelsmenn fóru
yfir Rauðahafið. Þér eins og skiftið sjónum
í tvent með því að halda uppi hendinni. En
hvað þér hljótið að vera ánægðir yfir því að
geta alt af verið að hjálpa öðrum. Eg hélt
einusinni að það væri ekkert eins ánægju-
legt, eins og að vera læknir því þeir geta
hjálpað svo mörgum, en nú held eg það sé
jafnvel enn betra að vera lögreglumaður 0g
geta altaf verið að hjálpa öllu þessu fólki
sem er svo hrætt við að fara yfir strætið.”
Pollyanna komst ekki lengra, því áður en
hana varði var lögreglumaðurinn aftur kom-
inn út á strætið, en hún stóð ein á gangstétt-
inni.
Dálitla stund stóð Pollyanna þarna enn og
horfði á fólksstrauminn, sem líkist hugmynd-
um hennar um Rauðahafið, og hélt svo áfram.
“Það er líklega betra fyrir mig að far
heim, það hlýtur að vera komið undir mat-
málstíma,” tautaði hún fyrir munni sér og
gekk nú rösklega sömu leiðina sem hún hafði
komið.
Ilún stanzaði nokkrum sinnum og hugsaði
sig um hvert halda skyldi, en það var ekki
fyr en hún var komin æði langa leið, a® hún
fór að átta sig á því, að það var ekki eins
auðvelt að rata heim, eins og hún hafði haldið.
0g það var ekki fyr en hún kom að einhverri
byggingu, sem hún var viss um að hún hafði
aldrei fyr séð, að henni var ])að ljóst, að hún
var hreint og beint vilt.
Hún var komin inn í mjótt stræti, óálitlegt
og illa hirt. Ibúðarhúsin voru ljót og búð-
irnar lítilfjörlegar. Fólkið sem hún sá var
heldur illa til fara, en það sem Pollyanna
þótti undarlegast, var það, að hún skildi ekki
nokkurt orð sem ]>að sagði. Hún tók líka eftir
því, að fólkið leit til hennar eitthvað svo
skrítilega, rétt eins og það vissi að liún ætti
ekki þarna að vera.
Mörgum sinnum hafði hún nú þegar spurt
til vegar, en árangurslaust. Enginn sýndist
vita nokkuð um það, hvar Mrs. Carew ætti
heima. Sumt af fólkinu, sem hún spurði til
vegar svaraði henni á einhverju máli sem
hún skildi ekki. Pollyanna liélt stöðugt
áfram, ])ó hún vissi ekki hvert liún var að
fara og var hún orðin verulega hrædd. Hún
var líka orðin svöng og dauðþreytt. Hana
sárverkjaði í fæturna og liún gat ekki lengur
varist því að gráta. Það sem henni fanst þó
verst af öllu og ískyggilegast var þó það, að
nú var farið að dimma.
“Eg ætla að láta mér þykja vænt um að
eg er \últ,” sagði hún hálfgrátandi við sjálfa
sig, “því eg veit hve glöð eg muni verða,
þegar eg kemst heim.”
Hún kom að strætamótum þar sem umferð
var mikil og talsvert hávaðasamt. Nú voru
tárin farin að verða svo ásækin, að hún varð
altaf að vera að þurka sér um augun og gat
því ekki hjá því farið að hún vekti eftirtekt
á sér.
“Því ertu að skæla krakki?” var alt í einu
sagt rétt hjá henni. “Hvað gengur að þér?”
Þó þetta ávarp væri nú ekkert sérlega vin-
samlegt, þá gladdi það Pollyanna áfar mikið
og þegar hún snéri sér við sá hún að sá sem
talaði var unglings drengur, sem hélt á dag-
blöðum undir hendinni.
“Dæmalaust þykir mér vænt um að sjá
þig, ” sagði liún. “Mig hefir langað svo
iósköp mikið til að finna einhvern, sem ekki
talaði þýsku. ”
“Þýsku, livaða vitleysa; eg skal veðja, að
það hefir verið ítalska, sem fólkið hefir talað
við þig.”
Pollyanna vissi ekki vel hvað liún átti að
segja. “Jæja,” livaða mál sem það nú var
sem þeir töluðu, þá var það ekki enska,”
sagði hún, “og þeir gátu ekki svarað því sem
eg var að spyrja um, en þú getur það kann-
ske. Veist þú hvar Mrs. Carew á heima?”
“Það er nú fráleitt,” sagði drengurinn.
Eg þekki ekki allar kerlingar í Boston, og
enga sem heitir Mrs. Carew. ”
“En er þá ekki samt einhver einhverstaðar,
sem getur leiðbeint mér?” sagði Pollyanna.
“Eg bara fór út til að ganga eitthvað mér
til gamans 0g eg viltist. Eg liefi gengið
lengi, lengi, en eg get ömögulega fundið hús,-
ið. Það er kominn matmálstími 0g það er
orðið dimt. Eg vil fara heim, eg verð að
fara heim.”
‘ ‘ Þetta eru ljótu vandræðin, ’ ’ sagði dreng-
urinn, en ekki leit nú samt út fyrir að hann
tæki sér þetta ósköp nærri.
“Eg er líka hrædd um að Mrs. Carew sé
orðin hrædd um mig,” sagði Pollyanna.
“Já, þú ert undarleg manneskja,” sagði
drengurinn. “ En heyrðu mér! Veistu hvað
strætið heitir þar sem þú átt heima?”
“Nei, eg veit það ekki, en það er fjarska-
lega breitt og fallegt stræti.” v
“Já, einmitt það; það er eitt af þessum
fínu strætum, þar sem böfðingjarnir eiga
heima. Ilvaða númer er á húsinu ? Geturðu
sagt mér það? Reyndu að klóra það út úr
höfðinu á þér.”
“Klóra mér í höfðinu?” sagði Pollyanna
og bar hendina upp að hárinu á sér.
“Skelfilegur lieimskingi ertu,” sagði
drengurinn. “'Geturðu ekki sagt mér hvaða
númer er á húsinu þar sem þú átt heima?”
“Nei, ekki nema það, að tölustafurinn sjö
er einhverstaðar í því. ”
“Mikið er að lieyra þetta! Þú manst bara
eftir einum staf og heldur að eg geti fundið
húsið' eftir því. ’ ’
‘;‘Eg er viss með að þekkja húsið,” sagði
Pollyanna, “ef eg sé það. Eg held eg þekki
strætið líka, því það er grasflötur eftir endi-
löngu strætinu með trjám og blómum og gang-
stíg.”
“Ja, nú veit eg hvaða stræti það er, Com-
monwealth Avenue. Það er svo sem ekki um
að villast.”
‘ ‘ Svo þú þekkir strætið, dæmalaust var það
gott?”
“Ilvert eg þekki það! Það þekkja flestir
Commonwealth. ’ ’
“Viltu ekki vera svo vænn að fara þangað
með mig?”
“Auðvitað, ef þú -bara þekkir húsið.”
“Eg er alveg viss með að þekkja liúsið ef
eg sé það.”
Drengurinn var nú samt ekki alveg tilbúinn
að leggja af stað með henni, því hann átti
eftir fáein blöð, sem hann þurfti að selja, og
hann var á svipstundu horfinn inn í mann-
þyrpinguna og lirópaði nú í ákafa, eins og
þeir vanalega gera, sem selja blöð á stræt-
unum.
Pollyanna fanst hún vera leyst úr miklum
vandræðum. Ilún var ósköp þreytt, en hún
var mjög glöð og ánægð. Hún treysti því að
drengurinn mundi fylgja sér heim, og liún
beið róleg þangað til hann var búinn að selja
blöðin. “Þetta er góður drengur og mér
fellur vel við hann,” sagði hún við sjálfa
sig. “Hann talar óskök skrítilega, en hann
hlýtur samt að tala ensku, og eg skil margt af
því sem hann segir. Dæmalaust var það
gott, að hann skyldi finna mig,”
Það leið ekki á löngu þangað til drengur-
inn kom aftur, og var nú búinn að selja blöð-
in.
“Jæja þá, nú skulum við leggja af stað
og reyna að finna húsið þar sem þú átt heima.
Eg ætti nú líklega að taka þig í bíl eða með
sporvagni að minsta kosti, en það kostar
peninga og eg hefi þá ekki svo eg býst við,
að við verðum að ganga.