Lögberg - 06.07.1933, Síða 8

Lögberg - 06.07.1933, Síða 8
Bls. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLÍ, 1933 RobmfHood FIjÓUR Ur þessu mjöli fást stœrri brauð, betri brauð, og meiri sparnaður + ♦ ------ ----—....--— —— b Ur bœnum og grendinni ———_—. . ———- . ——..........-.+ G.T. Spil og Dans á hverjum J>riÖjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 afi kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. JÞrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $i. Vinnendur: Mrs. H. Orchard, Mrs. J. Erickson, Mrs. F. Warrington, Mrs. F. Wilson, Mr. J. Robinson, Mr. G. Melve. Heklufundur í kvöld, fimtudag. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 9. júlí, og á þeim tíma dags er hér segir: I gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimlisafn- aðar kl. 3 e. h.—Þess er vænst að fólk fjölmenni.— Mr. Guðm. Björnsson frá Sel- kirk, var staddur í borginni á fimtudaginn í vikunni sem leið. Mr. Bfynjólfur Þorláksson biður þess getið, að til undirbúnings undir íslendingadaginn, hefir kvennakór- inn sína fyrstu söngæfingu í Jóns Bjarnasonar skóla, hinn 10. þ. m. og karlakórinn hinn 12. þ. m. í Sam- bandskirkjunni. Báðar æfingarnar byrja kl. 8 að kveldinu. Það er mjög áríðandi að allir, sem taka ætla þátt í þessum söng^ sæki þessar söngæf- ingar. / Mr. Kr. Bessason, Selkirk, Man. var staddur í borginni á föstudag- inn í síðustu viku. Af gefnu tilefni skal þess getið, að maðurinn, sem skrifaði greinina, sem birtist i síðasta blaði Lögbergs með fyrirsögninni “Get ekki þagað lengur,” er J. Ólafson að 297 Con- way St., St. James, Man. ' Mrs. Eymundur Jackson frá El- fros er í bænum að heimsækja ætt- ingja og kunningja. Hún heldur til hjá bróður sínum, Mr. L. E. Sum- mer, 204 Queenston St. Svo er ráð fyrir gert, að B. A. Bjarnason, stud. theol. flytji messu hjá íslendingum í Keewatin, næsta sunnudag, þ. 9. júlí. Byrjar kl. 2 e. h.—íslendingar í Keewatin og þar í nágrenni eru beðnir að láta fregn þessa berast eins rækilega og við verður komið. Fólk geri svo vel aö fjölmenna við messuna. Sunnudaginn 9. júlí messar séra H. Sigmar í Gardar kl. 11, í Fjalla- kirkju kl. 2 e. h. og í Vídalíns kirkju kl. 8 að kveldi. Þann 16. júlí, hafa Goodtemplar- ar áformað að hafa allsherjar gleði- mót á Gimli, þar sem f jölbreytt pro- gram fer fram að tilhlutan 'Stór- stúkunnar. Verður þar meðal margs annars, flutt erindi á islenzku af háskólakennara Dr. Richard Beck, og væri sízt að undra þótt margir kæmu langar leiðir til að heyra þann mæta fræðimann og skáld. Program dagsins byrjar kl. 2 e. h. í Gimli Park. Allir velkomn- ir og enginn aðgangur seldur. Þeir sem vildu ferðast með “Bus” eða C.P.R. snúi sér til Gunnl. Jóhanns- sonar 5 dögum áður en farið verð- ur. Séra Jóhann Friðriksson messar á Lundar, sunnudaginn þ. 9 júlí, kl. 2 e. h. Sunnudaginn 9. júlí er fyrirhugað skemtimót í Skemtigarðinum að Mountain kl. 3 e. h. Gott prógram. Aðgangur að garðinum ókeypis, en frjálsra samskota leitað fyrir starf félagsins. Veitingar ýmsar seldar mjög vægu verði. "Látið ekki smámuni rjúfa vin- áttu, er þroskuð var á mörgum árum." Firth Bros. EN SLÍK HEPNI! Júlí er yðar mánuður. ökeypis aukabuxur með hverjum Firth Bros. fatnaði 1 júlímánuði. Föt eftir máli $20.00 til $37.50 pessar aukabuxur kosta ekkert. / Einstakar buxur á $5.00 Pöntuð, ótekln föt, $14.75 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417 % PORTAGE AVE. Sími 22 282 Séra K. K. Ólafson, forseti kirkjufélagsins, fór fyrir síðustu helgi vestur til Vatnabygðanna í Saskatchewan og gerði hann ráð fyrir að verða þar um fimm vikna tíma og sinna prestsverkum í þeirri fjölmennu íslendingabygð. Donations During June, 1933 Mrs. Kristjan Johnson, Edinburg, N. Dak. —$5.00. Mrs. Guðbjörg Seyðfjörð, Calder, Sask., $2.00. Several books—Mf. and Mrs. Th. Jónasson, 2343 Rae St., Regina, Sask. Three cases of books from Pembina, N. D., from the Reading Club. From Dr. and Mrs. B. J. Brandson —Organ, Book case, 3 Pictures, 1 Porch Couch, 4 Porch Chairs. Hall Hat Stand. Uím leið og eg þakka fyrir hönd Betels fyrir þessar gjafir, þá vil eg sérstaklega þakka Pembina íslend- ingum fyrir hugulsemi þeirra, að gefa Betel bækur lestrarfélags síns, þegar félagið var að hætta að starfa. Dr. og Mrs. Brandson eru altaf að gefa Betel; þetta er bara svolítið sýnishorn af því sem doktorinn hef- ir gefið síðustu mánuði. Innilega þakkað. /. Jóhannesson. 675 McDermot. Jón Bjarnason Academy Gjafir Ónefndur vinur, Wpg..........$5-00 G. J. Oleson, Glenboro ...... 5.00 Theo. Johannesson, Glenboro 2.00 J. Baldvinson, Glenboro .... 1.00 J. Sigvaldson, Glenboro .... 1.00 H. Hjartarson, Steep Rock, (leiðrétting samkv. beiðni) 3.00 Mrs. V. J. Erlendson, Reykja- vík, Man.................. 5.00 Joh. Jonsson, Vogar.......... 2.00 Björn S. Johnson, Glenboro. . 2.00 Klemens Jónasson, Selkirk.. 2.00 Rev. H. Sigmar, Mountain.. 5.00 Wm. Sigurdson, Akra, N. D. 5.00 Jón Gíslason, Bredenbury .. 2.00 Með kæru þakklæti, S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. Ungmenni fermd af séra Sigurði Ólafssyni i kirkju Breiðuvíkursafn- aðar á Hnausum, á trínitatis sunnu- dag: Friðrik Gísli Sigmundsson, Magnús Albert Magnússon, Sigur- rós Laufey Magnússon, Þorsteinn Þórðarson, Albert Kristján Þórð- arson. Allmargir kirkjuþingsmenn voru staddir í borginni í vikunni sem leið og voru þeir á heimleið af kirkju- þinginu, sem haldið var í Argyle. Voru þar á meðal þeir, sem hér eru taldir: Séra Guttormur Guttorms- son, B. Jones, Otto Anderson og V. K. Björnson frá Minneota, Minn. Sig. Skagfield söngvari auglýsir á öðrum stað í blaðinu, söngskemt- un, sem hann heldur í Árborg á föstudagskveldið í þessari viku og einnig í íslenzku bygðunum í N. Dakota á mánudagskveldið, þriðju- dagskveldið og miðvikudagskveldið í næstp viku. Við hljóðfærið verð- ur Mr. R. H. Ragnar. Eftir því sem maður veit bezt, verður þetta síðasta tækifæri, sem íslendingar hér um slóðir hafa til þess, að hlusta á Mr. Skagfield syngja og vafa- laust nota þeir tækifærið eins og þeir bezt geta, þó hart sé í ári um þessar mundir. Það er fátt sem veitir fólki meiri ánægju heldur en fallegur söngur og Mr. Skagfield hefir prýðisfallega söngrödd. Fastar bílferðir eru nú komnar á milli Reykjavíkur og Akureyrar og ætlar Bifreiðarstöð Akureyrar að halda uppi ferðum 4 sinnum í viku. Stöðin hefir m. a. 14 manna bíl— Nýja Ford—sem yfirbygður hefir verið hér á landi. Hinn víðkunni bílstjóri Páll Sigurðsson stjórnar 14 manna bifreiðinni.—Mbl. Kommúnistar þeir, sem sæti eiga í danska ríkisþinginu sögðu nýlega að þeir teldu sig ekki bundna við að halda grundvallarlög rikisins. Fyrir- spurn kom fram á þinginu um það, hvort slíkir menn, sem teldu sér heimilt að brjóta eið sinn, gætu set- ið á þingi. Forseti spurði kommún- istana skriflega hvort þeir stæðu við eið sinn eða yfrlýsinguna. Þeir átu yfirlýsinguna samstundis í sig, og töldu sig löghlýðna engu siður en aðra þingmenn.—Mbl. Eyja sokkin Óbygt eyðisker, suður í Kyrra- hafi, hefir sokkið í sæ. Það þykir fæstum stórviðburður, en vís- indamenn líta þar öðrum augum á. Eyjar í Kyrrahafi skifta þúsund- um og margar þeirra mjög litlar og í rauninni ekki annað en kórallarif. Ein af þessum eyjum var Sarah Anna. Hún var skamt frá mið- jarðarlínu og eigi ýkjalangt frá Jóla-eyjunni. Var hún ekki nema svo sem 200 fermetrar á stærð og óbygð. Nú er eyja þessi horfin, en gerður hefir verið út vísindaleið- angur til þess að leita að henni og hafa upp á henni hvað sem það kostar. Fyrir nokkrum árum kærði eng- inn sig neitt um þetta litla eyðisker. En hvernig stendur þá á því að nú er haft svo mikið fyrir að leita að því ? Ástæðan er sú að Sarah Anna var eina landið á 10. þús. km. svæði og 250 km. breiðu svæði í hinu mikla úthafi. En einmitt á þessum slóð- um verður almyrkvi á sól hinn 28. júní 1937, en sést hvergi annars staðar. En nú vita allir stjörnu- fræðingar það, að ekki þýðir að vera á skipum með rannsóknartæki, til þess að athuga sólmyrkvann. Þeim rannsóknatækjum verður að koma fyrir á fastri fold, svo að þau geti ekki haggast neitt. Hinn 28. júní 1937 verður al- myrkvi á sólu þarna syðra í 7 inín- útur 31/2 sekúndu. Hverja þýð- ingu svo langur sólmyrkvi hefir fyr- ir vísindamenn, má marka á því, að hinn lengsti almyrkvi á sólu getur ekki staðið nema 7V2 minútu. Sól- myrkvinn í fyrra stóð' ekki yfir nema 1/2 mínútu’ en þó þótti hann svo merkilegur, að vísindamenn um allan heim tóku þá þátt i rannsókn- um á honum, og var varið til þeirra stórfé. — Þessar rannsóknir höfðu þó litla þýðingu, því að á aðalrann- sóknarstöðinni i Nýja Englandi varð árangur litill, því að ský skygðu á. — En þarna suður í Kyrrahafi, og oftast heiðskirt loft og því verður kostað alls kapps um að koma þar upp rannsóknastöð, og verður ekkert til þess sparað. Þess vegna á nú að leita að Sarah Anna, hinni litlu ey, sem allir telja að sé sokkin. En vísindamennirnir gera sér vonir um það, að svo grunt sé á henni að þar megi steypa rannsákn- arturn, eða reka þar niður staura og byggja stóran pall á þeim nokkuð yfir sjávarfleti, þar sem stjörnu- fræðingarnir geta hafst við með vís- indaáhöld sín meðan á myrkvanum stendur. —Lesb. Synt yfir Oddeyrarál Akureyri n. júní Átján ára gömul stúlka. Sigríð- ur Hjartar frá Siglufirði synti í morgun yfir Oddeyrarál og var 21 mínútu á leiðinni til austurlandsins. Áður hefir þetta sund verið þreytt skemst á 25 mínútum. Gerði það Jóhann Ólafsson nú heildsali í Reykjavík. " —Mbl. NlUNDA ÞING Bandalags lúterskra kvenna Hins Ev. Lút. Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi haldið á GIMLI, MANITOBA FÖSTUDAGINN 7. júlí og LAUGARDAGINN 8. júlí 1933 Fyrsti fundur settur kl. 4 e. h. á föstudag— Tekið á móti kjörbréfum, nýjum félögum og meðlimum. Skýrslur embættiskvenna og félaga. Annar fundur, kl. 8 e. h.— Er indi—U ngmennaf élagsstar f semi Mrs. G. Johannesson, Grund, Man. Erindi—“Friðarmál” Miss Kristbjörg Kristjánson, Gardar, N. Dakota. Þriðji fundur, kl. 2 e. h. á laugardaginn 8. júlí— Ýms mál rædd. Erindi—Oxford hreyfingin Miss Salome Halldorsson, Winnipeg. Fjórði fundur, kl. 8 e. h. laugardags— Erindi—“Nýjar leiðir” Mrs. Daníelsson, Árborg, Man. Erindi—“Citizenship” Mrs. O. Schultz, Pilot Mound, Man. Á öllum fundunum, nema þeim fyrsta. verður söngur og hljóð- færasláttur. Sigurdson, Thorvaldson Co., Ltd. GENERAL MERCHANTS Three Star Imperial Gasoline, Distillate Mobile Oils, Marvelube and Polarine __==== V Riverton Arborg Hnausa Phone 1 Phone 1 5I_I4 MANITOBA BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af hendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. I The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. Tanu Beach Winnipeg’s Newest Summer Playground 4)4 Miles Straight West of Headingly on No. 1 Highway IDEAL CAMPING AND PICNIC GROUNDS Tables, Benches, Hot and Cold Water, Cabins, Swimming Bathing DANCING Wednesdays, Saturdays and Holidays to the Captivating Strains of JACK HUNTER and His Rhythm Rascals You’ll Have a Jolly Time at Tanu Beach Parking Privileges 25 cents per Car “Get Your Tan at TANU” Um Mark Twain ameríska skáldið, eru óteljandi sög- ur sagðar. Hér er ein af þeim: Það var einhverju sinni að kona hans heyrði ógurlegan gauragang og hávaða í skrifstofu hans. Hún rauk þangað inn í dauðans ofboði og sá þá mann sinn æða fram og aftur um gólfið, eins og ljón í búri. Hann reif hár sitt og bölvaði í sand og ösku. —Hver ósköpin ganga nú á?. spurði hún skelíd. —JÚ, þú hefir nú rétt einu sinni verið að taka til hérna í herberginu minu og nú finn eg auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut. Og hvern- ig á eg þá að starfa, ef eg finn ekki neitt til neins ? —Góði Samúel minn, sagði kon- an, eg tók einmitt svo ágætlega til á skrifborðinu þinu.—Þarna lagði eg öll bréfin þín, þarna lagði eg handritapappírinn þinn, svo hreins- aði eg blekbyttúha og . . . . —En hvern skrattan gerðirðu af tappatogaranum ? mælti Mark Twain. Lesb. Norðmenn flytja inn fisk Eftir því sem stendur í norska blaðinu “Aftenposten” 30. maí, fluttu Norðmenn inn 1,471,111 kg. af lifandi og nýjum fiski á' fyrsta þriðjungi ársins 1932. Á sama tíma i ár nam innflutningur á þess konar fiski 992,735 kg., eða um 1/^ milj. kg. minna en í fyrrá. Er vonandi að þessi lækkun haldi áfram, bætir blaðið við,—Mbl. íslenska matsöluhúsið par sem tslenðlngar I Wlnnlps* og utanbtejarmenr. f& sér má.lU01r og kaffi. WEVEL CAFE 692 SAROENT AVE. Blml: 17 464 RANNVEIQ JOHNSTON, elrandl Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast ffrelOlega um alt, sem aO • flutningum lýtur, sm&um eOa stór- um. Hvergi sanngjarnara verO. Heimill: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.