Lögberg - 13.07.1933, Síða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1933
Xögtierg:
GefiO út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESB LIMITED
69 5 Sargrent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
UtanáAkrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um árið—Borgiat /yrirfram
rhe "Lögberg'' is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Avs., Winnipeg, Manitoba.
PHONES $0 327—80 328
Norður flugleiðin
Flugflotinn ítalski, 24 loftskip, er á leið frá
Rómaborg til Ohicago. Þegar þetta er skrif-
að, mánudag, er flotinn enn í Reykjavík.
Hann hefir tafist þar nokkra daga vegna þe'ss
að veðurfréttirnar hafa sagt, að veðrið á At-
lantshafiriu vestanverðu væri óhagstætt.
Erfiðasti og hættulegasti hlutinn af allri
leiðinni milli Rómaborgar og Chicago, frá
fslandi til Labrador, er því ófarinn enn og
enginn veit hvernig hepnast muni, að komast
þá leið. Allir vona að sjálfsögðu að vel muni
ganga.
Síðustu fréttir benda til að þessi flugfloti
ætli ekki að koma við á Gra'.nlandi, heldur
fljúga í einni lotu frá Reykjavík til Labrador
og þaðan til New Brunswick, Montreal og
Chicago. Þess verður nú ekki langt að bíða,
að frekari fréttir berist af flugflotanum
ítalska og hvernig honum gengur að komast
yfir hafið.
í annan stað er nú Lindbergh lagður af stað
til Grænlands og væntanlega til íslands, til
að kynnast norðurflugleiðinni miili Ameríku
og Evrópu og helst, að því ei oss skilst, að
finna nýja leið yfir Grænland, ef unt er,
sunnar en menn hafa hingað til þugsað sér
að fljúga yfir landið.
Nú sem stendur eru líkurnar sterkar í þá
átt, að þess verði ekki langt að bíða að reglu-
legar flugferðir hefjist milli Canada og
Evrópu þar sem Island verður viðkomustað-
ur. Hepnist þessi flugferð ítalska flotans,
verður hún áreiðanlega til þess, að þessi
norðurleið verði tíðfarin áður en langt líður.
Þá fer oss Vestur-lslendingum að finnast að
vér séum í raun og veru ekki langt frá föður-
landinu, þó við séum í annari heimsálfu Það
er kannske of mikið að hugsa sér að maður
geti skroppið “heim” til Islands um helgar,
eins og t. d. frá Winnipeg ofan að Gimli, en í
sumarfríinu, sem vanalega er tvær eða þrjár
vikur, ætti að vera vel hægt, tímans vegna, að
skreppa með loftfari frá Canada til Islands,
eða þá frá Islandi til Canada. En það er
kannske rétt að hugsa ekki um þetta ferðalag,
meðan ekki rætist úr með kreppuna, því gera
má ráð fyrir, að þetta ferðalag verði nokkuð
dýrt, nú fyrst um sinn að minsta kosti. Vér
sáum einhversstaðar auglýst í íslenzkum
blöðum, að ítalski flugflotinn tæki póst frá
Islandi til Ameríku, en það kostaði sextán
krónur undir bréfið; vanalegt póstgjald er 35
aurar. Vér gerum því ekki ráð fyrir að fá
mikinn póst frá Islandi með loftskipunum frá
Rómaborg.
En hvað sem öllu þessu líður, þá getur ekki
hjá því farið, að það hafi mikla þýðingu bæði
fyrir Canada og fyrir Island, ef þessi norður-
leið verður með tímanum tíðfarin flugleið
milli Ameríku og Evrópu. Það er því ekkert
undarlegt þó Canadamenn veiti Italanum
Balbo og Bandaríkjamanninum Lindbergh,
nánar gætur um þessar múndir, og því, sem
þeir eru nú að gera. Allir munu einlæglega
óska, að þeim farnist vel.
En ekki getur maður varist því, að láta sér
detta í hug, hve afarmikla þýðingu það getur
haft á stríðstímum, ef heill floti af flugdrek-
um getur flogið yfir Atlantshafið á fáeinum
klukkustundum. Því frekar dettur manni
þetta í hug sem sumir herfræðingarnir spá
því að næsti ófriður verði frekar háður í lofti
heldur en á jörðu eða sjó. Næsti ófriður!
Getur maður í raun og veru iátið sér detta í
hug, að siðaðar þjóðir hafi nókkurntíma í
frammi aðra eins óhæfu, eða aðra verri, eins
og átti sér stað 1914-181
Maður skyldi vona, að slíkt geti ekki komið
fyrir.
Forðiál hættuna
Það er líklega fátt, eða ekkert, sem Vestur-
Islendingar hafa tapað á eins miklum pen-
ingum, eins og á því, að kaupa hveiti í þeirri
von að það hækkaði í verði, eða selja það í
þeirri von að það lækkaði í verði. A þetta
sérstaklega við Islendinga í Winnipeg og er
það eðlilegt, því hér er hveitimarkaður mikill
og því ofboð þægilegt að hætta peningum sín-
um í það gróðabrall. Sjálfsagt hafa líka ein-
hverjir grætt peninga á þessu hveitibraski, en
þeir eru áreiðanlega miklu færri heldur en
hinir, sem tapað hafa.
Vér erum hér ekki að tala um þá, sem kalla
má hveitikaupmenn, og kaupa og selja hveiti,
og aðrar korntegundir, í umboðsverzlun fyrir
aðra. Hveitiverzlunin yfirleitt er ekki það,
sem vér erum að hugsa um í þetta sinn. Það
eru einstaklingarnir mörgu, sem eru að reyna
að græða peninga á því að kaupa, eða þá selja
hveiti, í þeirri von að það hækki, eða þá lækki
í verði, eftir því sem á stendur.
Allir vita að hér er um mikið áhættuspil að
ræða. Það er svo æfinlega, en þetta er kann-
ske alveg sérstaklega mikil áhætta einmitt
nú. Hveitimarkaður er svo afar óstöðugur og
óviss einmitt nú, að áhættan er enn meiri
heldur en vanalega og er hún þó æfinlega
mikil. Hún er svo mikil, að það er fullyrt, að
þeir, sem græða á því áhættuspili, aðrir en
hveitikaupmennirnir sjáflir, séu fráleitt fleiri
en fimm af hundraði. Margir halda að það sé
jafnvel vel í lagt. Hinir tapa allir. Þetta er
í raun og veru ekki nema eðlilegt. Almenn-
ingur hefir svo ofboð lítil skilyrði til að skilja
þessa verzlun, eða gera sér grein fyrir því,
hvenær er tími til að kaupa hveiti, eða selja.
Jafnvel þeir, sem verja lífi sínu til að kynna
sér sem bezt alt sem að hveitiverzlun lýtur,
fara oft viltir vegar, þegar um hveitikaup er
að ræða. Má þá nærri geta hve mikið almenn-
ingur veit um þetta, sem enga reynslu hefir í
þessum efnum og afarlítið tækifæri til að
kynnast þeim.
Ofan á alla aðra áhættu, sem ávalt er hveiti-
kaupunum samfara, bætist nú sú áhætta, sem
stafar af hinu óvissa gildi peninganna og
þenslunnar á Bandarflija-dollarnum.
Hveitiverðið hefir tvöfaldast nú síðustu
vikurnar, eða jafnvel meira en það. Það er
ekki nema eins og við má búast, að mönnum
verði starsýnt á þetta og hugsi sem svo, að
mikið hefðu þeir getað grætt, ef þeir hefðu
keypt hveiti, þegar verðið var sem lægst og
selt það aftur með tvöföldu verði. Margir
halda sjálfsagt, að verðið fari enn hækkandi
og hætta peningum sínum til hveitikaupa.
Það getur vel verið að svo verði. Vér segj-
um ekkert um það og vitum ckkert um það.
En það er skoðun vor, að nú sé jafnvel enn
áhættumeira að hætta peningum sínum til
hveitikaupa, heldur en vanalega og er áhætt-
an þó æfinlega mikil.
Vér vildum því ráða löndum vorum til að
hugsa sig um vandlega, áður en þeir hætta
peningum sínum til hveitikaupa nú sem
stendur.
Timaritið “Jörð ”
Það mun ekki mælt út í hött, að tímaritin
séu einna nákvæmasta loftvogin á straum-
hvörfin og veðrabrigðin í andlegu lífi hverr-
ar menningar þjóðar. Þar hasla málsvarar
hinna ýmsu stefna sér völl; þar rökræða á-
hugasamir menn, og andlega vakaitdi, þau
málin, sem þeim liggja þyngst á hjarta. 1
skjóli tímaritanna hefir margur nýgræðing-
urinn, sem síðar hefir orðið að limaríku og
ávaxtaríku tré, notið hinnar fyrstu aðhlynn-
ingar; á hinn bóginn er auðvitað langt frá,
að alt hafi verið kjarnviðir, sem þar hafa
sprottið úr moldu.
Þegar svipast er um í landareign íslenzkra
nútíðarbókmenta, ber fljótt mikið á tímarit-
unum; þau eru tiltölulega svo mörg talsins
og að sama skapi ærið fjarskyld að höfuð
markmiðum. Er það bersýnilega vitni þess,
að hinar sundurleitustu lífsskoðanir finna
frjóan jarðveg á Islandi og verður þar gott
tfl fylgismanna. Samfara nýungagirninni
þarf þó að vera, eigi vel að fara, sú íhalds-
semi, sem vegur og metur, en leiðir ekki til
hásætis umhugsunarlaust hverja þá svo kall-
aða nýlundu, er að dyrum ber.
“ Jörð” má teljast nýliði í tímaritahópnum
íslenzka; hún hóf göngu sína í ágúst 1931, og
eru því komnir út tveir árgangar hennar.
Eftir að hafa lesið þá gaumgæfilega, er mér
ljúft að verða við þeim tilmælum ritstjóra
þessa blaðs, að segja vestur-íslenzkum les-
endum frá stefnu og efni þessa unga íslenzka
tímarits.
Tilgangi “Jarðar” er vel lýst í eftirfar-
andi orðum úr ávarpi ritstjóra hennar og út-
gefanda, séra Bjöms 0. Björnssonar:
“ ‘Jörð’ er stofnuð í trú á það, að í Jesú
Kristi sé fylling alls lífs að finna, frelsið,
frjósemd allra gæða, lausn á öllum hinum
margþættu og djúpsettu vandamálum nútím-
ans.—“Jörð” er stofnuð í trú á, að einlæg
einbeiting í hvívetna á meginreglum fagnað-
arerindisins, sé hinn eini, beini vegur til
giftusamlegrar úrlausnar á hverju viðfangs-
efni, hvort heldur er .manna eða mannfélaga.
Ekki er “ Jörð” ætlað að snúa sér fyrst og
fremst að trúmálum, þó að hún vænti þess að
ræða alt frá sjónarmiði trúar. Verða um-
ræðuefnin fyrst um sinn væntanlega einkum
uppeldismál, skólamál, líkamsrækt, útilíf,
heimili, ástir, þjóðerni, þjóðlíf,
nýi tíminn alment og trúmál (i
þrengri merkingu þess orðs).”
Auðsætt er, að þessi stefnuskrá á
rætur sínar í djúpri trúarsannfær-
ingu, ríkri hugsjónaást, og engu
minni umbótaþrá. Ekki er það held-
ur neinn hversdagsviðburður, að
sveitaprestur, sem eflaust hefir
hvergi nærri fullar hendur f jár, ráð-
ist í slíka útgáfustarfsemi sem
þessa. Þeim mun virðingarverðari
og þakkaverðari er þessi menning-
arviðleitni séra Björns, hverjum
augum, sem menn kunna að líta á
ýmsar sérskoðanir hans. Þó að
innihald “Jarðar” hans hafi ekki alt
verið jafnþungt á metum, þá hefir
hún þegar flutt lesendum sínum
margar ágætar og athyglisverðar
ritgerðir um hin ýmsu þjpðþrifa-
mál, sem henni er sérstaklega ætlað
að láta til sín taka. Ósanngjarnt
væri að bæta því eigi við, að stærst-
ur skerfur lesmálsins hefir komið
frá ritstjóranum sjálfum, þó aðrir
hafi einnig drjúgum stutt hann að
verki. Þessir tveir árgangar ritsins
eru samtals yfir 500 blaðsiður í
stóru broti, og verður hér þvi að-
eins dregin athyglin að eftirtektar-
verðustu ritgerðunum og öðru því,
sem verðmætast er og tímabærast.
Margt er hér trúmálagreina.
“Útsýn kristins manns yfir samtíð
sína,” eftir ritstjórann, er ítarleg-
ur og einkar íhygiisverður flokkur
prédikana og erinda; sannleiksást,
víðsýni og örugg trú á málefni
Krists renna hér saman í einn far-
veg. — “Arfur norrænnar heiðni,”
eftir Arnór skólastjóra Sigurjóns-
son er einnig tímabær ritgerð, þaul-
hugsuð og vel í letur færð.—Stól-
ræðan “Leitið guðs í einveru nátt-
úrunnar,” eftir séra Halldór Kol-
beins, er prýðisfögur og á sérstakt
erindi til margs nútímamannsins,
sem borga- og bæjavist glepur svo
sýn, að augu þeirra lokast fyrir ná-
vist guðs í náttúrunni.
“Jörð” lætur sig einnig skifta
uppeldis- og skólamálin. Hið lang-
merkasta, sem hún hefir til þessa
flutt um þau efni, eru ritgerðir rit-
stjórans um “Fræðslumál íslend-
inga” og “Fræðslukerfi íslands,”
einkum hin síðarnefnda; hún er
fyllilega þess virði að henni sé
gaumur gefinn. Það mun brenna
við á íslandi sem annarsstaðar, að í
skólunum sé “dauður fróðleikur lát-
inn sitja í fyrirrúmi fyrir því, sem
hjálpar mönnum til að lifa vel og
lengi.” Margir munu einnig geta
skrifað undir skilgreining höfundar
á sannri skólamentun: “Mentun er
uppeldi, er hefir þau áhrif á ein-
staklinginn, að hann verði hæfari til
að lifa hverskonar heilbrigðu fé-
lagslífi.”
Ritstjóri “Jarðar” starfar í anda
nins forna spakmælis: “Heilbrigð
sál í hraustum likama.” Honum
dylst eigi, að í lífi hins fullkomn-
asta manns og hamingjusamasta er
fagurt samræmi í þroskun sálar og
líkama. Ritar séra Björn því margt
um líkamsrækt og heilbrigðismál,
enda er slíks ekki vanþörf á Islandi
engu síður en annarsstaðar. Af
slíkum ritgerðum hans má einkum
nefna: “Líkamsrækt,” “Eðlisrækt,”
og “Alhæfing mataræðis á íslandi”;
einnig greinar Snorra héraðslæknis
Halldórssonar urn “Björgun úr
dauðadái” og “Þrifnað.” — “And-
legar undirrætur líkamsheilsu,” eft-
ir dr. theol. H. E. Fosdick, hinn víð-
fræga prédikara Bandarjkjanna er
mjög eftirtektaverð. Hugarástand
manna hefir miklu meiri áhrif á lík-
amlega heilbrigði þeirra og vellíðan
heldur en flesta grunar.
“Þá gerir “Jörð” að umræðuefni
þjóðerni og þjóðlíf, ekki sízt úti-
lífið. Þessum málum eru gerð
prýðileg skil í ritgerð ritstjórans um
“Samlíf þjóðar við náttúru lands
síns”; þar er að finna margar skarp-
legar athuganir og verðugar fullr-
ar íhygli allra, sem ekki stendur á
sama um framtíðar hlutskifti hinn-
ar íslenzku þjóðar. Sem dæmi má
nefna þessi niðurlagsorð fyrsta
kafla ritgerðarinnar. “Lifandi sam-
band þjóðar við náttúru lands síns
endurnærir og heldur öflugri hvers-
kyns náttúrugáfu hennar til líkams
og sálar, ver hana spillingu og gerir
hana frjóa í sérhverju heilbrigðu
tilliti. Menningu þjóða nútímans
verður ekki bjargað, nema þær beri
giftu til að kannast við, hvað til
friðar heyrir í þessu efni.”
“Jörð” vill þá einnig auðsýnilega
glæða hjá lesendum sínum sannara
mat og ríkari ást á fjölbreytni ís-
lenzkrar náttúrufegurðar, og stefna
að því marki greinarnar “Fegurð Is-
lands,” eftir Magnús Gíslason og
“Fossarnir í Skógá,” eftir Sigurjón
Kjartansson. Ná þær enn betur til-
gangi sínum þar sem góðar myndir
fylgja af nefndum fossum. Það er
sannarlega talandi vottur um auð-
legð nátúrufegurðar á íslandi, að
Skógá, sem, eins og Magnús segir í
grein sinni. “er tiltölulega lítil og
ein með styttri ám á landi hér (þ. e.
íslandi), en þó hefir hún að geyma
þessa miklu fossaprýði: Skógar-
foss sjálfan, einn hinn fegursta foss
landsins, og nær tuttugu fossa þar
að auki.”
I sannþjóðræknum og framsýnum
anda eru hinar þjóðlegu og skemti-
legu frásagnir “1 gamla daga,” þar
sem lýst er með orðum hlutaðeig-
enda ýmsum atburðum úr lífi
þeirra. Hafa sumar frásagnirnar
einkum sögulegt gildi, því að þær
lýsa venjum, sem nú eru fallnar eða
að falla úr gildi; en aSrar sýna
glögt, beinlínis eða óbeinlinis, hvern-
ig náttúra íslands hefir mótað ís-
lenskt þjóðlíf og þjóðsálina íslenzku
á liðnum öldum.
Ekki fjarskyld að efni, sprottin
upp af brennandi ættjarðarást og
umbótahug, er hin ítarlega og rök-
fasta greinargerð “Nytjum landið,”
eftir ónefndan höfund (“þegn”),
sem fjallar um að útrýma atvinnu-
leysi á íslandi og gera kreppuna
landræka. Sýnir höfundur framJ á
það með mörgum dæmum og ó-
hrekjanlegum, að íslendingar geta
fært sér stórum meir í nyt náttúru-
gæði lands síns hcldur en verið hef-
ir; í einu orði sagt: búið miklu bet-
ur að sínu; og telur hann það eina
af aðal leiðunum til þess “að brjóta
broddinn af” kreppunpi. Sumar til-
lögur greinarhöfundar kunna að
orka tvímælis, en geysimargt er hér
hollra bendinga og hagnýtra kenn-
inga.
Heimilislíf og ástir eru einnig á
dagskrá “Jarðar,” og er það vel um
svo þýðingarmikil mannfélagsmál.
Helstu greinar um þessi efni eru
“Ástir” og “Ljóðaljóðin” eftir rit-
stjórann. Eflaust verða ýmsir ó-
sammála sumum skoðunum hans á
ástamálum, enda er þess að vænta,
því að þau eru mörgum harla við-
kvæmt umræðuefni. Hvað sem því
líður, þá mun enginn, sem les
gaumgæfilega grein séra Björns,
“Ástir,” geta neitað því, að þar komi
fram háleitjDg hákristileg skoðun á
eðli sannrar ástar t. d. í þessum gull-
fallegu orðum, sem standa djúpum
rótum í jarðvegi virkileikans:
Guðsmynd mannsins er sú hin dul-
ræna mynd, sem opinberast elsk-
anda, þar sem aðrir sjá aðeins
breyskan mann og brotlegan eða
jafnvel fyrirlitlegan fant.” Annars-
staðar í “Jörð” er einnig snildar-
lega og skáldlega um þessi efni rit-
að, svo sem í seinni kaflanum í
“Rökkurskrafi,” i síðasta árgangi
(bls. 229-230). Þar er um óvenju-
lega lifandi og litauðuga náttúru-
lýsingu að ræða.
Af því, sem “Jörð hefir flutt bók-
mentalegs efnis, má einkum nefna
glöggskygna grein um “Ný kvæði”
Davíðs skálds frá Fagraskógi og
kjarnorða lýsingri á Jónasi Lie,
sagnaskáldinu norska, sem haft hef-
ir nokkur áhrif á Islandi. Skrifar
ritstjórinn um báða þessa ritsnill-
inga. Hann gerir sér einnig auð-
sjáanlega far um að vanda til skáld-
sagna-þýðinganna í riti sínu. Þar
eru nú að koma út framhaldssögur
eftir þrjá víðfræga rithöfunda;—
Paul Heyse, inn þýska, sem hlaut
bókmentaverðlaun Nóbels fyrir
nokkrum árum; Boccacció inn
italska, og sem löngu er heimskunn-
ur; og dr. E. Stanley Jones, trúboð-
ann ameríska, sem heimsfrægur er
orðinn á síðari árum.
“Tídægra” (Decameron) Boccac-
cios, sem hér kemur fyrsta sinni
fyrir augu íslenzkra lesenda á móð-
urmáli þeirra (og þó ekki nema
valdir kaflar) hefir langa lengi ver-
ið klassiskt rit i heimsbókmentun-
I melr en þrllijung aldar hafa Dodd’*
Kidney Pills veriC vlOurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá
ðllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eöa
sex öskjur fyrir $2.50, eöa beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylglr.
um vegna f jölbreyttrar og fágætrar
frásagnarlistar, þó að ekki þyki þar
hins vegar alt sem fegurst og óþarf-
leg bersögli sumstaðar i ástalýsing-
unum. Fer þá að vonum, að þær
hafi ekki orðið öllum íslenzkum les-
endum sem geðþekkastar; játar
þýðandinn einnig að “Tídægra” sé
“tvíeggjað sverð,” og telur það
engan vegin æskilegt, að almenn-
ingur unglinga þessa tíma lesi hana,
nema undir góðri handleiðslu sér
þroskaðri manna. Allir þeir, sem
bera fyrir brjósti siðferðilega vel-
ferð islenzks æskulýðs, munu verða
séra Birni sammála hér um, og óska
þess jafnframt, að ekki verði skort-
ur á hollri handleiðslu í þessum
málum. Hinsvegar mun mörgum—
svo að vikið sé ögn frá umtalinu um
“Jörð” — þykja nóg um “kynóra-
skáldskap” þann, sem verður uppi í
islenzkuin bókmentum síðari ára og
sízt beinir hugum lesenda á háfjöll
æðsta þroska.
Kröftug hvatning til framsókn-
ar í þá átt er aftur á móti hin and-
ríka og ágæta skáldsaga “Kristur á
vegum Indlands” sem “Jörð” flyt-
ur í vandaðri þýðingu séra Halldórs
Kolbeins; tel eg hana langsamlega
merkasta og tímabærasta þeirra
þýddra skáldsagna, sem i riti þessu
hafa komið. Ungir og gamlir, ekki
sízt þeir, sem kristna telja sig, geta
lesið hana sér til andlegrar heilsu-
bótar. Hún kemur manni til að
gera upp trúarlega reikninginn við
sjálfan sig, og það er holl iðja end-
ur og sinnum. Fróðleg inngangs-
grein um Indland og Indverja fylg-
ir þýðingunni og þakkaverðar skýr-
ingar.
Kvæðaflokkurinn “Listamenn,”
eftir Pétur Sigurðsson, er hið eina
af því tæi, sem “Jörð” hefir flutt til
þessa. Haglega orðuð ljóð, þrung-
in af hugsjónaást og trúarhita. Og
fyrst minst er á Pétur Sigurðsson,
er verðugt að geta þess, að “Jörð”
flytur hlýlega, en í alla staði mak-
lega, grein um starfsemi hans í þágu
kristindóms og menningarmála al-
ment. Er ekki ofsögum af því sagt,
hversu frábæra alúð og fórníýsi
Pétur hefir sýnt í þessu sjálfkjörna
menningarstarfi sínu. Vonandi sér
íslenzk kirkja til þess—henni stend-
ur það langnæst—, að þessi dyggi
merkisberi kristinna hugsjóna verði
ekki úti á Kaldadal afskiftaleysis-
ins. Islenzka þjóðin má ekki við
slíku.
Sitt hvað fleira mætti nefna, sem
“Jörð” leggur á borð lesenda sinna,
en hér skal staðar numið. Þessu
skal samt bætt við, að hún er vönd-
uð að öllum frágangi, prýdd mörg-
um mjög góðum myndum, meðal
annars nokkrum af frægum erlend-
um málverkum.
Stefna “Jarðar” er i heild sinni
svo heilbrigð, og efni hennar, þó
ekki sér það alt gulls ígildi, löngum
svo úr garði gert, að hún á skilið
stuðning framsækinna Islendinga
hvarvetna, ekki sízt allra þeirra,
sem einlæglega kjósa að feta í spor
Meistarans óviðjafnanlega frá
Nazaret. * .
Richard Beck.
Anna litla: Ó, hvað mér þykir
vænt um það aö við systkinin erum
ekki nema þrjú.
—Hvers vegna?
—Vegna þess að það stendur í
landafræðinni að fjórða hvert barn,
sein fæðist, sé Kínverji.