Lögberg - 13.07.1933, Síða 6

Lögberg - 13.07.1933, Síða 6
Bls fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ, 1933 POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR H. PORTER ♦—— --------------— . * Þau þögÖu bæði. Þetta var í fyrsta sinn sem Pollyanna hafði verið svo þreytt að hún gæti ekki talað, ekki einusinni um kvenfélag- ið. Drengurinn fór skemstu leið og alt gekk vel og Pollyanna kannaðist ekki við neitt sem hún sá fyr en hún kom að lystigarðinum. “Nú þekki eg mig,” sagði Pollyanna mjög gleðlega. “Eg man eftir þessum stað. Eg var hér í dag og hér leið mér reglulega vel. Nú er bara stutt þangað sem eg á heima.” “Það er ágætt,” sagði drengurinn; nú skulum við fara skemstu leið yfir á strætið, en þá kemur til þinna kasta að finna húsið.” “Ejg get fundið hús«ð,” sagði Pollyanna örugglega, því nú var hún ekki lengur í nokkrum efa um það hvar hún væri. Það var orðið nærr'i aldimt þegar Polly- anna gekk upp að húsi Mrs. Carew, og dreng- urinn á eftir henni. Hann hringdi dyra- klukkunni og liurðin var strax opnuð og það var ekki bara Mary sem kom til dyranna, eins og vant var, heldur líka Mrs. Carew, Bridget og Jennie. Það mátti hæglega sjá það á þeim öllum, að þær hefðu verið eitt- hvað áhyggjufullar. “Hvar hefirðu verið barn?” spurði Mrs. Carew, og snéri sér síðan að drengnum, sem glápti í allar áttir og þótti víst mjög mikið til koma hvað þarna var bjart og alt svo dæmalaust fallegt. “Hvar fanstu' hana, drengur litli?” spurði Mrs. Carew. “Eg fann hana á Bowdoin Square, en eg held hún hafi verið í norðurbænum, en hún gat víst ekki skilið það sem ítalarnir þar sögðu við hana og þeir ekki skilið hana. “Alein í norðurbænum! ósköp eru að heyra þetta barn,” sagði Mrs. Carew og varð sjáanlega mikið um þetta. “Bg var ekki ein,” var Pollyanna fljót áð segja. “Það var alstaðar margt fólk hvar sem eg fór, var það ekki dreng’ur?” En drengurinn var farinn sína leið. Pollyanna lærði margt næsta hálfan klukku- tímann. Meðal annars það, að góðar*, litlar stúlkur færu ekki langar leiðir einsamlar í stórum borgum, þar sem þær væru ókunnug- ar og þær sætu ekki á bekkjunum í lystigörð- unum og töluðu þar við bráðókunnugt fólk. Hún lærði líka að það var aðeins fyrir sér- staka hepni að hún skyldi komast heim og án þess að verða fyrir einhverj stór óhappi eða skakkafalli. PJnnfremur var henni leomið í skilning um, að Boston var ekki eins og BeJd- ingsvillo og hún mátti ejíki ímynda sér að svo væri. “Eg er nú samt komin heim, Mrs. Carew,” sagði hún loksins, “og eg týndist ekki fyrir fult og alt. Eg held eg ætti frekar að vera þakklát fyrir það, heldur en að vera alt af að hugsa um öll þau óttalegu slys, sem ef til vill hefðu getað komið fyrir mig. ”4 “Eg býst við því, barnið gott,” sagði Mrs. Carew. En eg var orðin svo fjarskalega hrædd um þig og eg vil vera viss um að þú gerir þetta aldrei noftkurntíma aftur. En nú er bezt fyrir þig að koma með mér, þú hlýtur að vera orðin óttalega svöng.” Þegar Pollyanna var að falla 1 svefn um kvöldið, tautaði hún fyrir munni sér : “Mér þykir verst af öllu að eg skyldi ekki spyrja drenginn að nafni og hvar hann ætti heima. Nú get eg aldrei þakkað honum fyrir mig.” VII. KAPITULI Eftir þetta var Pollyanna mjög vandlega gætt, að því undanteknu, að hún fór ein í skól- ann, mátti hún aldrei fara svo út úr húsinu, að Mary færi ekki með henni, eða þá Mrs. Carew sjálf. Það var langt frá að Polly- aiina félli þetta nokkuð illa, enda þótti henni einstaklega vænt bæði um Mary og Mrs. Carew, og henni þótti ósköp vænt um að mega vera með þeim. Þær voru líka fyrst um sinn mjög viljugar að fara með henni til og frá. Mrs. Carew lagði sig fram sem bgzt hún gat, að hafa ofan af fyrir Pollyanna, því hún mátti ekki til þess hugsa að J>að kæmi fyrir í annað sinn,’ að Pollyanna týndist. Þannig vildi það til að Pollyanna kom oft á söngsamkomur og leiksýningar með Mrs. Carew og með Mary fór hún víða til ‘ ‘ að sjá Boston/ ‘ eins 0g hún komst sjálf að orði. Pollyanna þótti mjög gaman að vera í bíln- um, en Mrs. Caröw þótti undarlegt þegar hún komst að því einu sinni, að henni þótti enn meira gaman að ferðast í sporvögnunum. “'Ætlið þér að fara með sporvagninum ? ” spurði Pollyanna. “Nei, Parkins fer með okkur í bílnum,” svaraði Mrs. Carew, en það leyndi sér ekki að Pollyanna varð fyrir miklum vonbrigðum. “Því ertu óánægð, eg hélt þér þætti gaman að vera í bílnum?” “Mér þykir fjarska gaman að því,” flýtti Pollyanna sér að segja. “Og mér dytti svo sem ekki í hug að hafa nokkuð á móti því, hvort sem væri, því það er ódýrara að ferð- ast í bílnum heldur en í sporvagninum.” “Ódýrara,” sagði Mrs. Carew, “hvernig dettur þér það í hug?” . “ Jú, auðvitað, það kostar fimm cents fyrir hvern að fara í sporvagninum, en ekkert í toílnum, því þér eigið hann sjálfar. Mér þykir líka ósköp gaman að vera í bílnum. Það er bara þetta, að það er svo margt fólk í sporvagninum og það er svo gaman að sjá það og veita því eftirtekt. Þykir yður það ekki?” “Það er fjarskalega undarlegt,” sagði ]\Iary einu sinni við húsmóður sína., “hvernig Pollyanna getur liaft áhrif á alla og komið öllum í gott skap, án þess hægt sé að finna að hún sé nokkuð að reyna það. E|g býst við að það sé ekkert annað en það, hvað hún sjálf er glaðleg og góð. Eg hefi séð hana koma inn í sporvagn þar sem flest af fullorðna fólkinu virtist verað í heldur vondu skapi, og börnin vera flest að skæla. En eftir fáeinar mínútur var alt annar svipur kominn á alla og börnin voru búin að gleyma því, út af hverju þau hefðu verið að skæla. Stundum er það ekki nema eitthvað sem Pollyanna hefir sagt við mig 0g hitt fólkið hefir heyrt, sem kemur því í gott skap og stundum er það hvernig hún þakkar fyrir þegar menn standa upp og gefa okkur sætin sín, menn eru alt af,að gera það. Stundum er það hvernig hún brosir til barnanna eða þá hundanna. Börnin brosa alt af til hennar og hundarnir dingla rófunni. Þegar hún talar til þeirra. Þegar við komumst ekki áfram, þá er gaman að því, og þegar við tökum rangan vagn, þá er það enn meira gaman, og svona er það með alla skapaða hluti. „Það er ómögu- legt annað en komast í gott skap ef Polly- anna er einhversstaðar nálægt, jafnvel þó það sé í sporvagni þar sem fjöldi fólks er samankominn. ” “Já, það er eitthváð töluvert í þessu, ” sagði Mrs. Carew. Októbermánuður var þetta árið óvanalega lilýr góðviðrismánuður. Það var hver dag- urinn öðrum blíðari og bjartari. Það leið ekki á löngu þangað til Mrs. Carew varð leið á því, að fara með Pollyanna alt sem hún vildi fara og lienni fanst hún heldur ekki altaf geta mist Mary til að gera það. Hitt gat þar á móti ekki komið til mála, að halda barninu alt af inni í húsinu, þegar hún ekki var í skól- anúm, alla þessa blíðviðrisdaga. Það leið því ekki á mög löngu þangað til Pollyanna fór að fara ein út og fór hún þá vanalega inn í lysti- garðinn. þar sem hún hafði verið daginn sem hún týndist. Það leit út fyrir að hún væri frjáls eins og fuglinn, en í raun og veru hafði hún heilan hóp af fyrirskipunum, sem hún varð að hlýða. Þær voru eins 0g veggur kring-um hana. Hún mátti ekki tala við ókunnuga menn eða ókunnugar konur og hún mátti ekki leika sér við ókunnug börn. Og með engu móti mátti hún fara nokkuð út úr garðinum, nema þá að fara beint heim. Mary fylgdi henni jafnan þangað 0g lagði ávalt ríkt á við hana, að vera viss um að gleyma ekki hvaða leið hún ætti að fara til að komast heim. Hún átti að muna eftir því, að hafa gætur á klukkunni í kirkju- turningum 0g fara aldrei seinna af stað heim heldur en klukkan hálf fimm. Eftir þetta fór Pollyanna oft út í garðinn. Mary hætti að fylgja henni. Stundum fór hún með einhverjum sliólasystrum sínum, en oftast einsömul. Jafnvel þótt hún yrði að fylgja settum reglum, sem ekki voru allar geðfeldar henni, hafði hún þó mikla skemtun af þessu. Það var ekkert því til fyrirstöðu, að hún talaði við fuglana og dýrin 0g gæfi þeim linotur og brauðmola, sem hún fékk að hafa með sér að heiman. Pollyanna var altaf að gæta að þeim sem hún hagði kynst þarna í garðinum daginn sem hún kom þar fyrst—manninum sem var glaður yfir því að hann hafði augu, hendur og fætur og ungu og fallegu stúlkunni, sem ekki vildi fara með unga og laglega mann- inum, sem vildi fá hana til að koma með sér, en hún sá þau aldrei. En hún sá oft dreng- inn íhjólastólnum og hana langaði mikið til að mega tala við hann. Hann gaf fuglunum að éta og þeir voru svo gæfir, að þeir settust stundum á axlirnar á honum. Pollyanna tók eftir því, að drengurinn hafði gaman af að gefa fuglunum, en það var alt af ósköp lítið, sem hann hafði til að gefa þeim. En þó hann hefði of lítið handa fuglunum þennan dag- inn, þá kom hann aldrei með meiri forða næsta dag 0g það sýndist Pollyanna einstak- lega fyrirhyggjulítið. Jafnframt 0g drengurinn var að gefa fugl- unum og íkornunum, var hann að lesa. Hann var alt af að iesa. 1 stólnum hans voru alt af tvær eða þrjár gamlar bækur og stundum eitt- livað af tímaritum. Drengurinn var oftast á stérstökum stað í garðinum og Pollyanna skildi ekki hvernig hann gat komist þangað. En einu sinni var hún svo heppin að komast að því. Það var frídagur frá skólanum og hún hafði komið þar eftir hádegið og skömmu eftir að hún kom, sá hún að töluvert hörku- legur drengur ók fatlaða drengnum í stólnum eftir einum gangstígnum. Þegar hún sá drenginn, hrópaði hún upp af gleði og hljóp til hans. “Eg þekki þig, þó eg viti ekki hvað þú heit- ir; þú fanst mig þegar eg viltist. Mið hefir langað svo ósköp mikið til að sjá þig aftur og þakka þér fyrir mig.” “Nú er eg aldeilis hissa. Mundi ekki kom- in þarna fína og fallega stúlkan frá Com- monwealth! Ertu nú vilt aftur ? “Nei, nei,” sagði Pollyanna og dansaði af gleði. “Nú get eg ekki vilst, því eg verð að vera réþt hérna. Og eg má ekki tala við neinn, sem eg er ókunnugt, en eg má tala við þig, því við þekkjumst; og eg get talað við þenn- an dr.eng, þegar þú ert búinn að gera okkur kunnug, ’ ’ og hún leit brosandi til drengsins í stólnum. “Það er svo sem hægt að gera,” sagði drengurinn. “Þessi maður er Sir James, vinur minn—” Hann komst ekki lengra, því drengurinn í stólnum tók fram í fyrir honum. “Hættu þessari vitleysu, Jerry,” sagði hann og snéri svo að Pollyanna og það lék bros um alt andlitið. “Bg hefi oft séð þig hér. Eg hefi séð þig gefa fuglunum 0g íkorn- unum og þú hefir altaf svo mikið að gefa þeim. Eg held þér þyki vænst um Sir Cance- tot. Lady Rowena er góð líka, en hún var ruddaleg við Guinevere í gær þegar hún reif frá henni matinn hennar.” Pollyanna var þetta ekki nærri vel skiljan- legt og hún leit eitthvað efablandin til drengj- anna. Jerry fór dálítið lengra með félaga sinn og sagði svo við Pollyanna: / Heyrðu stúlka litla, eg skal segja þér nokk- uð. Þessi náungi er hvorki drukkinn né vit- laus. Þetta er bara nöfn sem liann hefir gef- ið fuglunum, sem koma til hans í stórhópum. Þetta eru ekki nöfn á fólki, þau eru bara tekin úr einhverjum bókum, sem hann hefir lesið. En hann er dálítið skrítinn náungi, því hann vill heldur gefa fuglunum og íkornun- um matinn sinn heldur en éta hann sjálfur. En nú verð eg að fara, eg sé ykkur seinna.” Og þar með var hann horfinn. “Þú mátt ekki taka til þess sem Jerry seg- ir,” sagði fatlaði drengurinn. Hann talar alt af svona skrítdega. En hann vill alla skap- aða hluti fyrir mig gera. Hann mundi höggva af sér hægri hendina fyrir mig. Þekkir hann þig? Hann sagði mér ekki hvað þú heitir.” “Eg heiti Pollyanna Whittier. Bg viltist einu sinni og liann fann mig og fylgdi mér heim,” sagði Pollyanna. “Það var rétt honum líkt,” sagði dreng- urinn. “Hann fer með mig hingað á hverj- um degi.” Það var auðfundið að Pollyanna fanst mik- ið til um þetta. “Geturðu alls ekki gengið, Sir James?” Drengurinn rak upp hlátur. “Það er nú bara eitt af því sem Jerry gerir að gamni sínu, að kalla mig þetta. Eg hefi engan titil eða nokkuð þesskonar.” “Einmitt það, eg hólt þú hefðir þetta nafn. ” “Þessi nöfn eru bara tekin úr sögubókum. Eg hefi gaman af að lesa þessar sögur aftur og aftur, enda hefi egúkkert annað að lesa. Þarna í kringum þau voru fuglar margir og það leit út fyrir að þeir væru að vonast eftir einhverju góðgæti. Drengurinn tók upp svolítinn bréfkassa og opnaði hann varlega 0g tók úr honum nokkrar hnetur 0g brauð- bita og það var svo sem auðséð að hann lang- aði í þetta. “Komst þú með nokkuð með þér?” “Já, mikið,” sagði Pollyanna og tók upp bréfpoka, sem hún hafði með sér. “Kannske eg borði þá nestið mitt sjálfur í dag,” sagði drengurinn glaðlega. Pollyanna varð afar glöð við þetta og stakk hendinni þegar ofan í pokann og fór að gefa fuglunum og íkomunum. Næsti klukkutími var fljótur að líða. Hér hafði Pollyanna kynst pilti, sem gat talað hraðar og meira heldur en hún sjálf. Dreng- urinn kunni margar sögur af hetjum og kon- ungum 0g fögmm konum og herfeíðum og orustum, 0g hann sagði svo vel frá þessu, að Pollyanna fanst að hún næstum sjá þessar hetjur og höfðingja og fallegu konur, 0g lærði strax að þekkja alt þetta fólk, sem drengur- inn var að segja frá og í bráðina gleymdi hún fuglunum og íkornunum og öllu nema sög- unum, sem hún nú hlustaði á. Hún gleymdi alveg kvenfélagskonunum og jafnvel gleðileiknum líka. Þessar sögur æstu ímyndunarafl hennar og í huga hennar komu margskonar hugsanir, sem aldrei höfðu hreyft sér þar síðan. Það var ekki fyr en hún þurfti aJð leggja af stað heimleiðis að henni datt það einu sinni í hug, að enn vissi hún .ekki einu sinni hvað drengurinn hét. “Eg veit bara að hann heitir Sir James,” sagði hún við sjálfa sig. ‘ ‘ En það gerir ekk- ert, eg skal spyrja hann að nafni á morgun.” VIII.* KAPITULI. Pollyanna sá ekki drenginn daginn eftir. Það var rigning svo hún gat ekki farið út í lystigarðinn og næsta dag rigndi líka. Jafn- vel þriðja daginn sá hún hann enn ekki, því þó nú væri sólskin og gott veður og hún færi snemma út í garðinn og biði þar lengi, þá kom drengurinn ekki. En á fjórða degi var hann þar á sama stað og þótti henni mjög vænt um það og hljóp þegar til hans og heils- aði honum mjög glaðlega. “Dæmalaust þykir mér vænt um að sjá þig aftur,” sagði hún. En hvar hefirðu verið? Þú komst hér ekki í gær.” “Eg gat það ekki. Verkurinn var svo sár, að eg þold ekki að fara,” sagði drengurinn, og hann var mjög fölur í andliti. “Verkurinn, kennirðu mikið til?” spurði Pollyanna í meðlíðunarróm. “Já, eg kenni alt af til,” sagði drengurinn og reyndi að vera glaðlegur. “En verkurinn er sjaldan svo mikill að eg geti ekki þolað hann svona nokkursveginn og verið hér á daginn. Það er bara einstaka sinnum, eins og í gær. Þegar verkurinn er sem verstur get eg ekki komið.” “En livernig getur þú þolað það, að hafa alt af þennan verk?” “Eg verð að þola það,” sagði drengurinn og leit til hennar. “Þetta er nú einu sinni svona og það er ekki hægt að gera við því. Það er því ekki til neins að vera að hugsa um að það ætti að vera öðruvísi og því meiri sem verkurinn er ein daginn, því vænna þykir mér um þegar úr honum dregir.” “Já, eg skil það,” sagði Pollyanna. “Komstu með nokkuð handa fuglunum í dag ? ’ ’ spurði drengurinn. ‘ ‘ Eg vona þú haf- ir gert það, því í dag gat eg ekki komið með neitt. Jerry hafði ekki einu sinni kopar cent fyrir fáeinar lmotur, og eg fékk svo sem ekk- ert að eta.” Pollyanna ofbauð að heyra þetta. “Þú átt við að þú hafir ekki fengið nóg að borða í dag?” “ Já, sagði drengurinn brosandi. “En við skulum ekki kæra okkur um það. Það er ekki í fyrsta sinn og verður ekki heldur í síðasta sinn. Eg er þessu vanur.” “Var ekkert heima til að borða?” “Nei, það er aldrei neinn afgangur þar,” sagði drengurinn brosandi. “Mumsy vinnur* við þvotta og fær eitthvað að borða þar sem hún vinnur. Jerry fær oftast eitthvað að borða úti í bæ um miðjan daginn, en borðar með okkur kvelds 0g morgna, ef eitthvað er til lieima.” “En livað gerið þið, þegar ekkert er til?” ‘ ‘ Þá erum við náttúrlega svöng. ’ ’ “Eg hefi aldrei heyrt um það, að fólk hefði ekkert að borða,” sagði Pollyanna. Pabbi og eg vorum fátæk og við þurftum stundum að borða fisk, þegar okkur langaði í fuglakjöt. En við höfðum alt af eitthvað. Því segið þið ekki fólkinu frá þessu, öllu þessu fólki, sem er hér alstaðar í öllum þessum húsum?” “Til hvers er það?” “Það mundi sjálfsagt gefa ykkur eitthvað að borða.” Drengurinn brosti enn, en brosið var dálítið skrítið. “Eg býst ekki við aJð það væri til mikils, stúlka litla. Það er ekki til neins að telja sér trú um það. Eg veit ekki af neinum, sem fær manni mat að borða þó maður segi honurn að maður sé svangur. Svo skyldi maður líka hugsa um það, að ef maður verður aldrei svangur, þá veit maður ekki hve góður mat- urinn er og þá vissi maður ekki hvað maður ætti að skrifa í skemtibókina sína.” “Hvaða bók er það?” Drengurinn hló, en liann roðnaði í andliti. “Eyrirgefðu! Við skulum gleyma þessu. Eg mundi ekki í svipinn að þú ert ekki eins og Mumsy og Jerry.” “En hvaða bók er þetta, sem þú átt við? Mig langar til að vita það. Er þar nokkuð um riddara og konunga og fagrar konur? “Nei, eg vildi það væri svo,” sagði hgnn 0g varð áhyggjufullur á svipinn. “Bn þegar maður getur ekki einu sinni gengið, þá er ekki von að maður geti barist og unnið sér frægð og frama og lilotið verðlaun fyrir hreysti og fimleika. ’ ’ Og það brá yfir glampa í augunum, en sá glampi dó fljótlega út aftur.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.