Lögberg


Lögberg - 13.07.1933, Qupperneq 7

Lögberg - 13.07.1933, Qupperneq 7
1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚLI, 1933 Bls. 7 KAUPIÐ ÁVAL.T LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. , WINNIPKG, MAN. Ríkið á fjallatindunum þrem Eftir Ragnar Lundborg Fyrir nokkrum árum var al- þjóöafundur haldinn i Stokkhólmi. Gestunum til vir'Öingar voru fánar allra þjó'ðanna, er þar áttu fulltrúa, dregnir á stöng á NorÖurbrú. Þar var fáni með bláum og hvítum feldi, en skjaldarmerki í rniÖjunni táknandi þrjá fjallatinda. —HvaÖa fáni er þetta? spurði einn kunningi minn. —Það er fáni San Marino, sagði eg- —San Marino—hvað er það ? spurði hann aftur. Það var mentamaður, sem spurði. Sennilega hefir hann einhvern tíma eitthvað lesið um San Marino. En það var nú gleymt. Samtal þetta flaug mér í hug, er eg einn dag í ítalíuferð minni, kom til Remini. Eg þurfti að koma þar á bókasafn. Er eg hafði lokið er- indi minu, reikaði eg um bæinn, fór út að sigurboga Ágústusar, og gekk fram hjá leikhúsinu. Fyrir framan leikhúsið er páfalíkneski. Undar- leg tilhögun! Rétt hjá leikhúsinu rak eg augun í merki San Marino á skilti, sem hékk á óásjálegu húsi menningsvagn á hverjum degi til í hliðargötu einni. Þaðan fer al- San Marino. Þá greip mig löngun til þess að heimsækja þetta litla fjallaríki. Járnbraut liggur milli San Marino og Demini. Eg kaus heldur almenn- ingsbilinn, sem fer hægara yfir, svo að eg gæti skoðað landið betur. San Marino er 61 ferkílómetri að stærð, og íbúar 14,000. Lengd landsins norður og suður er 13 kílómetrar, en það er 8 kílómetrar á breidd. Þessar tölur nægja les- andanum til þess að hann geti gert sér nokkra hugmynd um smáríki þetta. Frá Remini til landamæranna, er ein míla. Vegurinn liggur um lág- lendi. Á hægri hönd sjást Appenina fjöll í blámóðu, en á vinstri hönd sést út á Adríahaf í sjóndeildar- hringnum, ef skygni er gott. Svo beygir vjegurinn til fjalls, og að stundu liðinni fer maður yfir steinbrú. Áin sem brúuð er, heitir Ausa. Á miðri brúnni er þrí- strendur steinstöpull með áletrun- inni “Libertas” (frelsi). Nú var eg kominn úr ríki Músso- lini og í lýðveldið San Marino. Ekk- ert umstapg var við landamærin, hvorki vegabréf né tollskoðun. Toll- samband er milli San Marino og hins stðra nágrannaríkis. Þó var fljótlega hægt að sjá, að maður var kominn í annað land. Almennings- bíllinn staðnæmdist í Serravalle, og þar var hermannasveit lítil. Ein- kennisbúningur þeirra er svipaður einkennisbúningi ítölsku hermann- anna, en borðalykkja bláhvít. Vegurinn liggur nú um frjósamt land, með stórmyndarlegum bænda- býlum og herragörðum hér og þar. Aðallinn á mikið af jarðeignum San Marino. Margir smábændur eru þó i landinu. Og leiguliðar aðalsmanna hafa góða leiguskilmála, og eru á- nægðir með hlutskifti sitt. Nú verður vegurinn brattari. Og síðan kemur maður upp á hásléttu. Þar er Borgo Maggiore, einskonar úthverfi höfuðborgarinnar. En höf- uðborgin heitir La Citta. íbúar hennar eru 2,000.—Borgin stendur í hlíðahjöllum Morite Titano, er umlukt aldagömlum varnarmúrum, en yfir borgina gnæfa þrír fjalla- tindar. Á einum tindinum stendur kastalinn La Rocca, er eitt sinn var fangelsi—oft fangalaust. Stærsta gistihús La Citta heitir Albergo del' Titano. Þangað fór eg. Þar fór betur um mig, en eg bjóst við að óreyndu. Það er stór bygging með ágætum herbergjum, fögrum borðsal og veitingasölum, er snúa út að litlu torgi, sem sýnilega er pólitískur miðdepill landsins. Gest'gjafinn er maður vel framað- ur, er talar leikandi frönsku, þýsku og ensku. Þar fékk eg miðdegis- verð, sem vel hefði sómt hverju fyrsta flokks gistihúsi, og vín af framleiðslu landsins sjálfs, með matnum. Nú ætla eg að víkja máli mínu að því, hvernig San Marino fékk nain sitt. Einu sinni var—svona byrja sög- urnar .í öllum löndum — góður og guðhræddur, en fátækur maður Marius að nafni. Hann var mað- ur kristinn. Hann var steinhöggv- ari. Hann átti heima í Dalruatíu. Hann var sanntrúarmaður og landi Diocletianus keisara. Vegna þess að kristnir menn voru ofsótt- ir, flúði hann ættjörð sína. Hann fór vestur um Adriahaf. Ef til vill var það þess vegna, sem hann fékk nafnið Marinus “sjófari.” Sumir segja það. Hann fór til Rimini og fékk þar vinnu við hafnarvirkjun. Meðal samverkamanna hans var trúbróðir hans, Leo. Þeir urðu fé- lagar. Báðir voru þeir duglegir verkamenn, en auk þess framúr- skarandi vel siðaðir. Ein sagan segir, að Leo hafi verið kristinn prestur. Má vera að hann hafi verið hvorttveggja í senn. Um þetta eru ekki svo nákvæmar sagn- ir, enda ekki við að búast, því að þetta var á síðustu tugum 4. aldar. Þegar þessi saga gerðist, var kristinn safnaðarstjóri i Remini. Hann tók að sér þessa tvo félaga. Fyrir hans áhrif urðu þeir meira og meira ákafir í trú sinni. Marinus ákvað að draga sig út úr skarkala heimsins, og setjast að í Monte Titano. Hann var kunnugur þar, því að hann hafði oft sótt þangað grjót í byggingar. Einn góðan veðurdag fór hann svo þangað, og tók sér fyrst aðset- ur í helli einum. Á þeipi tíma var hættulegt að hafa verustað í Monte Titano, því þar leituðu villidýr sér að bráð. Sjómenn, sem lentu í sjávarháska tilbáðu Neptún, og færðu honúm fórnir. En fjallið Monte Titano var þeirra leiðarvísir oft og einatt, því að það sást svo langt úr hafi. Og þegar sjómennirnir, er bjargast höfðu, gengu á fjallið, hittu þeir hinn kristna einsetumann, og hann sneri þeim til kristinnar trúar. Og nafn Marinusar var á vörum sjó- manna um öll nærliggjandi höf. Pílagrímsferðirnar til hans urðu svo margar, að greið slóð myndaðist, undan fótum hinna guðhræddu, upp eftir vegleysum f jallsins. Loks barst fregnin um Marinus til eyrna tiginborinnar rómverskrar konu, sem átti heima þar í grend; en Monte Titano var á landareign hennar. Hún átti svo syni, sem voru í lífverði keisarans.—Eitt sinn, þeg- ar þeir heimsóttu móður sína, heyrðu þeir getið um Marinus. Þeir gengu síðan á fjallið, til þess að refsa þessum afvegaleidda afbrota- manni, sem vogaði sér í þeirra um- dæmi, að brjóta boð keisarans og prédika boðskap hins krossfesta. Þeir höfðu búist við að finna upp- reisnarmann, sem með ofstopa æsti hugi manna. En i staðinn fundu þeir þarna alþýðlegan mann, klædd- an verkamannafötum, er prédikaði á máli alþýðunnar fyrir hópi kyr- látra manna, er hlustuðu með athygli á orð hans. Þeir hættu við alt reiðital og hurfu heim. Nokkru síðar veiktust báðir. I þeirri von að hægt yrði að bjarga lífi þeirra, gerði móðir þeirra boð fyrir Marinus, svo hann gæti beðið sinn guð um að þeir fengi aftur heilsuna. Er hann kom til hallar þeirra, lágu báðir fyrir dauðanum. Verið var að undirbúa fórn til App- ollo, er einnig var guð læknisdóma. Hinn guðhræddi maður féll á kné og bað Iengi og innilega, að þeir bræður mættu fá heilsu. Og hann varð bænheyrður. Áður en Marinus yfirgaf þá, höfðu hinir tveir róm- versku riddarar, móðir þeirra og fimtíu af heimafólki þeirra tekið kristna trú. Marinus fékk nú Monte Titano að gjöf. Á tindi fjallsins var reist krossmark, er bar að eins áletrunina: “Libertas!” Skömmu síðar varð Konstantin einvaldsherra yfir Rómaveldi. — Hann gaf kristnum mönnum trúar- bragðafrelsi. Marinus gerði mörg kraftaverk. Hann hafði vald yfir dýrum merk- urinnar. Úr öllum áttum komu pílagrímar til Monte Titano. Þar voru bygS klaustur, hvert af öðru. Öll voru þau undir stjórn Marinus- ar. Þetta var upphafið að lýðveld- inu San Marino. U'ppruni þess stafar ekki frá yfirgangi eða mis- rétti. Ef til vill er það þessvegna sem það heíir fengið að standa og halda frelsi sínu og sjálfstæði gegn- um aldirnar. Keiaradæmi hafa molnað í rústir, en ríki Marinusar stendur réttum fótum. Hann komst eftir dauða sinn í helgra manna tölu, og hefir að sögn hinna rétt- trúuðu, gert mörg kraftaverk, eftir dauða sinn, hjálpað mörgum, er verið hafa nauðulega og í hættu staddir. Napoleon dáðist mjíg aS San Marino, og var um alla veldisdaga vinur og verndari þessa lýðveldis. Einn góðan veðurdag fyrir nokkr- um árum, kom bíll akandi til La Citta. I honum var einvaldsherra ítala, Mussolini. Enginn vissi fyr- ir um þessa heimsókn “II Duce.” Var honum tekið sem virðulegast. en undir niðri varð almenningur hræddur um, að nú væri úti um frelsi ríkisins. En svo var eigi. Mussolini vildi aðeins sýna um- hyggju sína fyrir hinu ævagamla ríki, er staðið hafði á eigin fótum síðan á dögum Rómaveldis. Hann gaf til kynna, að menn mættu ávalt streysta því, að hann bæri vinarhug í brjósti til San Marino. Eftir nokkurn tima kom sending frá Mussolini til stjórnarinnar i San Marino. Var það málverk af honum, er frægur listamaður haföi gert. Á myndinni bar Mussolini ekki annað heiðursmerki en stór- kross hinnar San Marinsku orðu, er hann hafði fengið eftir heimsókn- ina. Þótti San Mariiio-búum mik- ið varið i hugulsemi þessa. Myndin hangir í höll yfirráðsins. Þar var mér sýnd hún. Og þar heyrði eg þessa sögu. Ráðhúsið er tíguleg bygging í gotneskum stíl. Farið er eftir glæsi- legum stiga upp á fyrstu hæð. Granit-ljón vakir yfir innganginum, á fyrstu tröppunni. Á fyrstu hæð eru tveir salir, annar fyrir æðsta dómstólinn. í ráðssalnum er opin eldstó úr hvitum marmara, og eru í marmaranum mótun skjaldarmerkja hinna fimm sveitarhéraða, sem i ríkinu eru. Yfir fiórum dyrum sal- arins standa þessi fallegu einkunn- arorð, með stórum stöfum: “In votis dirimendis sequanimitas” (við ólíkar skoðanir umburðarlyndi).— Á torginu fyrir framan höllina er mikill brúnn stöpull, og er á honum líkneski frelsisgyðjunnar, úr hvít- um marmara. Bústaður stjórnarherrans er óá- sjáleg að ytra útliti, en tígulegur að inanhúss búnaði. Vitaskuld kom eg i dómkirkjuna, sem bygð er í karinthiskum stíl. Þar er Krists- mynd og postula-myndir úr mar- mara, og marmaramynd af hinum heilaga Marinusi. Helgiskrín hans er og í kirkjunni. Á stórhátiðum er skrín hans borið i skrúðgöngu um borgina. Þar tók eg og sérstaklega eftir minnismerki yfir “föður ætt- jarðarinnar Antonio Onofsi. Við kirkjudyrnar er marmara- plata með áletruðum nöfnum þeirra San Marino-búa, er féllu í heims- styrjöldinni. Allmargir höfðu gengið í ítalska herþjónustu. Eitt sinn, er Austurríkismenn tóku marga ítala til fanga, voru allmarg- ir meðal þeirra frá San Marino, og söfðu þeir frá hvaðan þeir væru— þeir væru ekki ítalskir. — Skýrsla um þetta var send til Vínarborgar. Og austurríska stjórnin lét ekki á sér standa að segja San Marino formlega stríð á hendur. Það var ekki laust við að San Marino-búar yrðu upp með sér af þessu. Eða svo virtist mér sögumaður minn líta á það mál. San Marino er ekki í tölu þeirra landa, sem aðhyllast afvopnun. — Hérskylda er frá 16—55 ára ald- urs. I hernu meru 38 liðsforingj- ar. 950 óbreyttir liðsmenn. Auk þess riddaralið og lífvörður ráðsins, 60 manns. Herinn er ætlaður til þess að stemma stigu fyrir innan- landsóeirðum, og vera til taks, ef óeirðir henda í næstu héruðum ítalíu. Maður verður mikið var við hermenn í San Marino. í gistihús- inu veitti eg nokkrum liðsforingj- um eftirtekt, snyrtimenni hin mestu, í óbrotnum smekklegum einkennis- búningi. Einn af þeim hafði tekið þátt í ófriðnum, og bar mörg heið- ursmerki frá afrekum sínum þar. —Lesb. Ófarir stóru loftskip- anna Það vakti athygli um allan heim er stærsta loftskip heimsins, “Akron,” sem Bandaríkjaherinn hafði látið byggja fyrir skömmu fórst í byrjun aprílmánaðar, og 74 menn týndu lífi. Og telja má liklegt að þetta slys hafi samskonar áhrif á Bandaríkjamenn og missir loft- skipsins R 101 hatði á Breta forð- um, að þeir leggi smíði stórra loft- skipa algerlega á hilluna. Að rninsta kosti er það haft eftir Swanson flotamálará,ðherra, að stjórnin láti sér slysið að kenningu verða. Ráð- herrann lætur þess jafnframt get- ið, að hann hafi aldrei verið fylgj- andi smíði stórra loftskipa, þvi að gagnsemi þeirra sé svo litil í hlutfalli við hinn gífurlega kostnað við smíði þeirra og rekstur. Og Mr. Cincent, formaður flotamálanefndar þing- mannadeildarinnar segir: Við smið- um ekki fleiri stór loftskip. Af þeim þremur sem við höfum eignast höfum við mist tvö! Og siðan “Akron” fórst hefir almennings- álitið vítt mjög eindregið smíði stóru loftskipanna og fundið að því, að Bandaríkjamenn skyldu ekki láta ó- farir Breta og R 101 sér a<5 kenn- ingu verða.— En það er ekki aðeins síðan “Akron fórst að þessu loftfari var andmælt. Síðan það hóf fyrstu reynsluferð sína hefir það verið í hámæli, að það væri stórgallað og neyddist öldungadeildin til áð skipa nefnd manna til að skoða loftfarið. Sama daginn sem nefndin kom á vettvang rifnaði önnur hliS skipsins og kostaði stórfé að endurbæta hana. Og þremur mánuðum síðar lenti loftfarið í ofviðri og rak stjórn- laust lengi vel og tókst loks að lenda í San Diego í Kaliforníu, en tveir menn biðu bana við það tækifæri. Nú hefir þingið ákveðið að taka systurskip “Akrons” eigi í notkun, loftskipið “Macon,” að svo stöddu og ennfremur að selja loftskipiS “Los Angeles” til niðurrifs, því að það er dæmt óloftfært, að minsta kosti til hernaðar. Raddir hafa heyrst um, að slæmt efni hafi verið notað í “Akron” og jafnvel að smíð- in hafi verið svikin viljándi. En hvað sem því líður, þá bendir alt á, að sögu loftskipanna sé lokið í Bandaríkjunum. Alt frá fyrstu tímum loftskip- anna hefir saga þeirra verið sam- feld hrakfallasaga. Zeppelin greifi misti hvert loftskipið eftir annað og fjöldi manna týndi lífi við tilraunir hans. En kjarkur hans var ódrep- andi og þegar öll sund virtust vera lokuð fyrir honum um fjárhagsað- stoð til þess að halda áfram smíð- unum hljóp þýska stjórnin undir bagga, því að henni var þá farið að skiljast, að loftskipin yrðu þýðing- armikil í ófriði og þessvegna bæn að styrkja tilraunir Zeppelins, en því var kent um slysin að smíðin væri enn á tilraunastigi, eins og satt var þá. Loks tókst eftirmönnum Zeppelins að gera eina loftskipið, sem segja má að hafi svarað til eftir- væntingarinnar “Zeppelin greifa,” sem nú hefir farið kringum jörðina og rhargsinnis yfir Atlantshaf o. m. a. komið tvívegis til íslands. Hefir þessu loftfari ekki hlekkst á ennþá, en hinsvegar litlu munað að illa færi, oftar en einu sinni. En sé litið yfir sögu loftskipanna eru slysin því miður svo tið, að það má heita dirfska að fela þeim líf sitt. Árið 1908 varð Zeppelin greifi að nauölenda við Echterdingen, nálægt Stuttgart og eyðilagðist skipið “Z I” við það tækifæri, enn mannbjörg varð. Árið 1910 fórust tvö loftskip “Z II” við Limburg og “LZ VII” í Pentoburgerskógi, en í bæði skiftin komust allir lífs af. En árið 1912 gerðist alvarlegur viðburður. Þá sþrakk ameríkanska loftskipið “Akron” (gæfa virðist ekki fylgja nafninn) nálægt Atlantic City. Byggingameistarinn, Vaniman verkfræðingur, sem hafði ætlað sér aö sigla skipinu austur yfir Atlants- haf, fórst við þetta tækifæri ásamt fjórum mönnum af skipshöfninni. Árið 1913 var þýska loftherskip- ið “LZ II” að reyna að lenda við Helgoland. Brotnar skipið þá yfir þvert í lendingunni og fórust allir, sem um borð voru, 15 menn. Og mánuði seinna sprakk loftherskipið “L IF’ við Johannisthal í 600 metra hæð og 28 menn fórust. Hér verða ekki talin þau skip, sem fórust" í heimsstyrjöldinni, þvi að þar má vopnunum um kenna. En rétt eftir styrjöldina, árið 1919 sökk enska loftskipið “NS II” i Norður- sjónum og drukknaði öll áhöfnin, 14 manns. ÁriS 1921 fórst enska herloftskipið “ZR II” yfir Humber- fljóti, rétt við Hull, steyptist það logandi niður í fljótið og öll áhöfn- in, 44 manns fórust í eldinum eða druknuðu. Skip þetta höfðu Bretar selt Ameríkumönnum og voru kaup- endurnir að taka við þvi, er það fórst. En ekki gerði þetta sorglega slys Bandaríkjamenn afhuga loft- skipunum. Árið 1932 hvarf franska loftskip- ið “Dixmuide” á ferðalagi yfir Miðjarðarhaf og veit enginn með vissu, hvað þvi hefir orðið að tjóni. Þar fórust 26 menn úr franska hernum. Og árið 1925 slitnar þá- verandi stærsta loftskipið “Shenan- doah” upp úr landfestum í stormi í Ohio og fimtán menn farast. Árið 1929 varð slys það, sem meira hefir verið talað um hér á ís- landi en nokkurt annað slys þess- arar tegundar. Nobile hafði ætlað sér yfir norðurheimsskautið í loft- farinu “Italía” en það steyptist nið- ur á ísana norðaustur af Spitz- bergen, og komust þá allir úr skip- inu nema átta menn. Skipið lyftist aftur og rak stjórnlaust austur á bóginn og hefir ekki spurst til þess síðan eða þeirra átta manna, sem á því voru. Af þeim, sem lentu með Nobile fórst einn maður, Finn Malmgren veðurfræðingur, á leið- inni til Spitzbergen, en hinir björg- uðust eftir mikla leit og erfiða, sem m. a. kostaði Roald Amundsen, Ditlewsen flugmann og fjóra Frakka lífið. — Árið 1930 lendir enska loftskipið R 100 tvívegis í miklum hrakningum og verður fyr- ir stórskemdum, en þó hlaust ekki manntjón af. Og loks verður eitt stórslysið í október um haustið, er enska loftskipið R 101 leggur upp frá Englandi áleiðis til Indlands með ýmsa menn úr flugmálastjórninni ensku, til þess að rannsaka flug- leiðina til Indlands með það fyrir augum að koma upp reglubundnum loftsiglingum þangað. Skipið lend- ir í þoku yfir Norður-Frakklandi og rekst á hæð og kviknar í því, en 47 menn af 50 mönnum, sem í skipinu voru biða bana. Það var þetta, sem olli því, að Bretar hættu við loft- skipin. Eins og sjá má af framansögðu er það oft, að eldur kemur upp í loftskipunum. Þau hafa til þessa notað brint í loftbelgina, en þaö er afar eldfimt og skipið dauðadæmt ef í því kviknar. Bandarikjamenn hafa hinsvegar notað annað efni til að lyfta skipunum með; helium, sem er óeldfimt. En reynslan hefir sýnt að skipunum er ekki borgið fyrir því. — — Nú eru aðeins þrjú stór loftskip í notkun í heiminum. Tvö í Bandaríkjunum, nfl. “Shenan- Nusa-Tone Veitir betri heilsu,’ meiri krafta, sem þýðir meiri dugnaS og vinnuþrek. pað styrkir taugarnar og vöðvana og önnur veikluð líffæri. NUGA-TONE er meðal, sem sérfræðingur S lyfjafræði hefir fundið, og sem gert hefir þúsuncUr heilsubilaðra manna aftur að hraustum og duglegum mönnum. J?að hefir unnið kraftaverk. þetta læknislyf fæst nú í öllum lyfjabúðum, þrjátíu daga forði, sem ábyrgð hefir, fyrir einn dollar. Fáðu þér flösku f dag, en vertu viss um að á miðanum standi NUGA-TONE. doah,” sem var smíðað eftir að hið fyrra skip með því nafni fórst árið 1923 og “Los Angeles” og eru þau bæði með líkri gerð og “Akron” var, en minni. Þessi skip eru bæði eign lofthersins. En þriðja skipið er hið heimskunna skip “Graf Zeppelin,” sem er eina loftskipið, sem hefir flogið kringum hnöttimi og gengur nú á sumrin í áætlunar- ferðum milli Spánar og Suður- Ameriku. Ennfremur er skipið “Macon” nær fullsmíðað i Banda- ríkjunum og það er miklu stærra en “Akron” var og notar helium í stað brints, eins og það. Svo eru Rússar að smíða loftskip og var Nobile hershöföingi ráðunautur þeirra í því, en Nobile var áður for- stöðumaður aðal-loftskipasmíða- stöðvarinnar í ítaliu. Skip þessi eru ekki eins stór og “Graf Zeppe- lin” en hinsvegar miklu stærri en skip eins og “Norge” og “Italia” en hversu mörg þau eiga að verða er ókunnugt, en hitt er vitað, að Rúss- ar leggja kapp á að auka sem mest lofher sinn. Ennfremur er Zeppe- lin skipastöðin í Friedrichshafen að leggja síðustu hönd á nýtt skip og afarstórt, sem á að' heita “Hinden- burg.” Er áformað að skip þetta eigi að fljúga vestur um haf á Chicago-sýninguna í sumar, til þess að sýna öllum heimi, að Þjóðverjar standi fremst allra þjóða í loft- skipabyggingum, en um það efast víst enginn, enda eru þeir elstir í hettunni og kunnátta þeirra og tækni orkar ekki tvímælis. Þegar öryggi flugvélanna er bor- ið saman við öryggi lofskipanna hallar svo stórlega á loftskipin, að það er furða að þau skuli ekki vera horfin úr sögunni, fljótt á litið. En þess ber að gæta, að þau hafa að einu leyti yfirburði yfir flugvélarn- ar. Þau geta haldið sér í lofti marga sólarhringa i einu og geta því farið, án lendinga, veglengdir, sem engri flugvél er kleift að komast. Þau geta sveimað yfir höfunum og þau hafa mikið buröarmagn, en alt þetta kernur ekki sízt að 410tum til hernaðarþarfa. Flinsvegar eru þau miklu berskjaldaðri fyrir árás óvin- anna en flugvélarnar eru. Og þau eru margfalt dýrari i rekstri, í hlut- falli við afköstin, en flugvélarnar eru og þvi ólíklegri til. þess að hafa hagnýta þýðingu, nema helst á löngu leiðunum. Og þrátt fyrir alt það fé og hugvit, sem varið hefir verið til umbóta á þeim, eru þau ennþá sannkölluð manndrápstæki. ^ - —Fálkinn. Speglanir Sumir eiga háar hallir —heiðra drauma glæsta borg.— Fagnandi með fulla sjóði fara um lífsins strætj og torg. Og flestir þeirra fyrirlíta fátæklingsins' djúpu sorg. Aðrir sínar leiðir leggja löngum yfir grýtta storð, þó að stundum blíðu bresti bænir, eða hugljúí orð.” Neyta þess, sem neyðin gefur —naktir, við sitt lagaborð.— Auðnulausir þrevtu þola, það er ný og gömul sögn. , Er fátæklingar falla,—deyja, felast þeir sem lítil ögn. Yfir gröfum einstæðinga altaf ríkir—dauðaþögn.— Þó á lífsins heljar hafi heyjum stranga sókn og vörn, og okkur kannskc at' mildi mælist misjafnt sáld úr lifsins kvörn, erum við í insta eðli öllusömum drottins börn.— Valdimar Hólm Hallstað, —Dagur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.