Lögberg - 20.07.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚU, 1933
Fertugaáta og níunda ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags
Islendinga í Veáturheimi
Haldið í Argylebygð í Manitoba frá 23. til 27. júní 1933
Á kirkjuþingi í fyrra var ekki farið fram á neina á-
kveðna upphæð til heimatrúboðs frá söfnuðum kirkjufélags-
ins, heldur lögð áherzla á þörfina í þvi augnamiði að tillög
mættu verða eins rííleg og ástæður frekast leyfðu. Eflaust
átti það þátt í þessu hve þröngar eru ástæður almennings urp
þessar mundir. Hvernig þetta hefir gefist mun skýrsla fé-
hirðis bera vott um. En án tillits til þess er eg persónulega
sannfærður um að þetta sé ætíð rétta aðferðin að safna fé til
kristilegra þarfa. Hún útheimtir að málunum sé haldið vak-
andi með því að gera kristnum almenningi sem ljósasta
grein fyrir þörfum, svo frjálst örlæti geti komið til greina.
Hvenær sem tillög til kirkjunnar þarfa bera keim af skatti
vekja þau mótþróa og standa í vegi þess að menn læri að gefa
fúslega. Eins og kunnugt er hefir enginn ákveðnar lagt á-
herzlu á þetta en séra Jón Bjarnason, og mæli eg ákveðið með
því að vér höldum oss að þessari hugsjón áfram í framtíðinni.
Kirkjan á að tala við samvizku, skilnings og hjarta, og reiða
sig algerlega á siðferðileg og andleg áhrif málefnum sínum
til eflingar. Einungis á þann hátt getur kristilegur fórn-
færsluandi þroskast og sú meðvitund að vér séum ráðsmenn
Guðs í meðferð alls þess, er hann gefur oss. Kirkjan ætti
að forðast alla tollheimtumensku með ytra valdi.
Framkvæmdarnefndin fór þess á leit við mig að verja
að ininsta kosti einum mánuði á undan kirkjuþingi til að
heimsækja prestslausa söfnuði. Ástæður mínar leyfðu ekki
að eg yrði við þessum tilmælum á þeim tíma er um var talað.
Þess er þörf að alt, sem unt er og ástæður leyfa sé gert
þessu málefni til liðs og þeir kraftar notaðir, sem til eru, eftir
föngum. En það ber einnig að taka til greina að gjaldþol
sumra prestakalla vorra er svo þrotið, að til vandræða horfir
með að halda við starfi. Vonandi fer að rætast framúr, en á
meðan að sverfur má ekkert tækifæri ónotað að koma að liði
hinum veikari. Framkvæmdarnefndin mun leggja fram til-
lögur í málinu og verðskuldar það alt hina nákvæmustu at-
hygli þingsins.
Heiðingjatrúboð.—í ágúst mánuði síðastliðið sumar
lögðu þau séra S. O. Thorlaksson og kona hans, trúboðar
kirkjufélagsins, ásamt börnum sínum, áleiðis aftur til Japan
til að halda áfram starfi. Höfðu þau heimsótt allmarga af
söfnuðum vorum meðan þau dvöldu hér í álfu auk þess að
sitja með oss á síðasta kirkjuþingi og flytja þar erindi. Bæði
þau og málefnið mun hafa eignast marga nýja vini fyrir
komu þeirra nú eins og áður. Fylgja þeim bænir fjölda
margra að þetta nýja starfstímabil þeirra megi verða sem
arðsamast fyrir Guðs ríki og þeim sjálfum til gleði og bless-
unar.
Á síðasta kirkjuþingi var faðir trúboðans, séra N. S.
Thorláksson, kosinn sem ráðgefandi meðlimur fyrir hönd
kirkjufélags vors í heiðingjatrúboðsnefnd U.L.C.A., sam-
kvæmt vinsamlegu boði þessara bræðra vorra. Mér er ekki
kunnugt um að hann hafi getað sótt fundi á árinu, en hann
mun sjálfur gera grein fyrir því.
Meira hefir verið rætt og ritað um erlent trúboð hér i
Ameríku, á síðastliðnu ári, en dæmi eru til um langt skeið.
Tóku veraldleg blöð og tímarit þátt í umræðunum jafnhliða
málgögnum kirkjunnar. Tvent hefir stutt að því að setja
málið á oddinn. Annað er skýrsla nokkurra leikmanna vir
Bandarikjunum (Laymen’s Report), er ferðuðust um mörg
trúboðssvið kirkjunnar í austurlöndum. Geía þeir álit sitt
um starfið og þær breytingar, er þeir telja nauðsynlegar, í
mjög greinilegri og læsilegri bók, sem náð hefir feikna út-
breiðslu. Kennir þar mjög aðfinsla en líka skarpra athug-
ana, sem þó flestar hafa áður verið bornar fram af leiðandi
trúboðum. Hitt atriðið, sem stefnt hefir athygli að málinu,
eru fjárhagsvandræði þau, er starfsemin er stödd í og aukist
hefir við kreppuna.
Hvað aðfinslur leikmannanna snertir þá eiga þær flestar
heimfærslu á stafsemi kirkjunnar heima fyrir ekki síður en í
sambandi við trúboðið. Þess er ekki að dyljast að fingraför
mannlegs ófullkomleika er að finna á öllu starfi kirkjunnar,
bæði heima fyrir og út á við, og að þörf er á að varðveita þá
auðmýkt frá kirkjunnar hálfu að vera ætíð fús til þess að
læra. Þannig mun mikið gótt hlotnast af iimræðum þeim,
sem hér hefir verið vikið að, og málefnið græða við það að
vera skoðað að nýju frá rótum. Aðferðir geta breyst og mis-
tök verið leiðrétt, en eins lengi og til eru þeir, sem gagn-
teknir eru af kærleika Jesú Krists, getur ekkert bundið enda'
á það að þeir seilist til endimarka jarðar til að bera fram
boðskap Jesú Krists og útþýða hann í lífi og þjónustu. JÞað
liggur í eðli þess sambands, sem er milli lærisveinsins og
meistarans. Þó fjárhagsleg vandræði ykjust margfaldlega
við það sem nú er, mundi það hvorki eyðileggja kristnina
heima fyrir né starf hennar út á við.-Hún byrjaði í allsleysi
og reyndist máttug í veikleikanum, og svo mundi verða á ný,
ætti hún slíka reynslu fyrir hendi. En það er auðsætt, að
þetta hvílir ekki fyrst og fremst á samþyktum kirkjuþinga
heldur á frjálsum áhuga og fórnfærlsuanda þeirra, sem hjarta
sitt hafa gefið Jesú KJristi og málefni hans. Á þeim grund
velli einungis fæst sá styrkur til þessa málefnis, sem nokkru
varðar. Málefnið þetta eins og kristindómurinn sjálfur þarfn-
ast sjálfboða, sem bera það fyrir hrjósti og ávinna því hylli.
Eg treysti því að málefni þetta hafi notið sín í boðskap
og áhrifum starfsmanna kirkjufélags vors á árinu og hjá á-
hugasömum einstaklingum og félögum víðsvegar. Skýrsla
féhirðis ber vott um fjárhagslegan árangur og hvað greitt
hefir verið til nefndar U.L.C.A., en ráðstöfun kirkjuþingsins
síðasta var að greiða það, “sem fjárhagurinn leyfir, alt að
$1,2000.”
Betel.—Elliheimilið hefir verið rekið á farsælan hátt
eins og áður. Á þessu ári hefir helsti atburður þar verið að
breyting hefir orðið á starfsfólki því, er veitir heimilinu for-
stöðu. Skýrsla nefndarinnar gerir fulla grein fyrir þessu, en
eg veit að þrátt fyrir það er öllum ljúft að hér sé minst að
verðleikum bæði þeirra, er lagt hafa niður starf, og hinnar
nýju forstöðu heimilisins. Betel hefir átt því láni að fagna
frá byrjun að hafa í sinni þjónustu hið hæfasta starfsfólk.
Forstöðukonurnar, Elenóra Júlíus og Ásdís Hinriksson, og
ráðsmaðurinn, ó. W. ólafsson, sem nú hafa lagt niður starf,
yntu af hendi þá þjónustu í þarfir heimilisins, sem aldrei
verður nægilega þökkuð. Farsæld og velgengni heimilisins
í liðinni tíð var þeim að stór-miklu leyti að þakka, eins óg
þráfaldlega hefir verið tekið fram í skýrslum stjórnarnefnd-
arinnar. Margir kviðu því er að því kæmi að þetta fólk yrði
að leggja niður starf, en gæfa heimliisins brást ekki heldur
þá. Stjórnarnefndin útvegaði til þess að veita heimilinu fulla
forstöðu, Ingu Johnson, hjúkrunarkonu, sem allir er þekkja,
bera hina fylstu tiltrú til vegna hæfileika og jnannkosta.
Hefir hún nú starfað við heimilið í nokkra mánuði og getið
sér hinn ágætasta orðstír. Framtíð heimilisins er vel borgið
í hennar höndum.—Að öðru leyti er vísað til skýrslu stjórn-
arnefndarinnar.
Jóns Bjarnasonar skóli.—Stofnunin er tvítug. Aldrei
hefir skólinn talið eins marga nemendur og nú. Aldrei notið
eins mikils álits og nú sem mentastofnun. Þær hugsjónir er
hann vill þjóna hafa að engu leyti tapað gildi. Á erfiðasta
tímabili í sögu vorri hefir hann dafnað og blómgast, þó vitan-
lega hafi hann ekki sloppið við erfiðleika. Hann hefir þrá-
faldlega verið talinn úr sögunni, en lifir þó fram á þennan
dag. Með alt þetta og annað fleira í huga, finst mér að kirkju-
félaginu beri að gera alt, sem í þess valdi stendur til að sjá
honum borgið. Skýrslur skólaráðs og skólastjóra leggja fyr-
ir þingið öll gögn í málinu, og á grundvelli þeirra upplýsinga
streysti eg því að þingið geri málinu skil, með það fyrir aug-
um að þessi stofnun inegi verða til enn meira gagns í fram-
tíðinni en í liðinni tíð. Þannig metum vér hið frábærlega vel
unna starf og áhuga kennaranna, sem skólinn hefir borið
gæfu til að njóta.
Samband kirkjufélagsins við önnur lútersk kirkjufélög.
—Talsverðar umræður hafa orðið um málið á árinu, er sVo
að segja allpr hafa snúist um það hvort kirkjufélagið ætti að
sameinast United Luthcran Church in America eða ekki.
Flestar upplýsingar munu komnar fram í málinu, svo frá
þeirri hlið mun fdlk vort nú geta eins vel og síðar ráðið mál-
inu til lykta. Það var skoðun framkvæmdarnefndar á fundi í
nóvember að heppilegt væri að málið kæmi til úrslita á þessu
þingi, vitanlega án tillits til þess hver niðurstaðan yrði. Alt
ofurkapp i þessu efni væri óheppilegt. Vil eg endurtaka hér
ummæli úr ritgerð minni , febrúarblaði “Sameiningarinnar”:
“Nefndinni fanst að á kirkjuþingi ætti að koma fram
sem greinilegast með atkvæðagreiðslu hver afstaða safnaða
vorra og fólks er. Sé hverfandi minnihluti með því að kirkju
félag vort gengi inn í stærri heild, ætti að láta málið falla nið-
ur með öllu um hríð að minsta kosti. Sé stór meirihluti með
því gagnstæða eða sé nokkurn veginn jöfn skifting um málið
ætti það einnig að koma í ljós. Fyrir engum vakti víst að
taka ekki tillit til alls, er fram kæmi ímálinu, í þeirri ákvörð-
un er þingið tæki. I huga nefndarinnar mun hafa verið sú
hugsun, að hvernig sem atkvæði féllu, væri æskilegt að allir
sættu sig við úrslitin, hver sem þau væru. En kæmi nú samt \
sem áður í Ijós í þinginu minnihluta afstaða, er ekki vildi
sætta sig við niðurstöðu ákveðins meirihluta, sem mér finst
mjög ólíklegt, er eg viss um, að þannig yrði hliðrað til að
ekki yrðu vandræði úr. Eg trúi því ekki, að nokkur söfnuður
kirkjufélagsins vildi fylgja svo fram máli, að heimta að hans
afstaða sé tekin til greina í þessu máli þannig, að hún ráði
úrslitum, þó hún sé í ákveðnuin minnihluta. En ekki trúi eg
því heldur að nokkur söfnuður kirkjufélagsins vildi knýja í
gegn með atkvæðamagni niðurstöðu í þessu máli, er leiddi til
þess, að einhverjir söfnuðirnir segðu sig úr.”
Eg býst við að framkvæmdarnefndin leggi fram tillögur
um hvernig meðferð málsins verði hagað í þinginu, en að öðru
leyti er málið í höndum þingsins.
Sameiningin.—Blaðið var minkað sem næst um helming
á síðasta kirkjuþingi og verð þess fært niður i einn dollar um
árið frá síðustu áramótum. Mun blaðið Irafa horið sig ineð
þessu fyrirkomulagi á árinu, og er það að þakka að miklu
leyti, frábærum dugnaði féhirðis fyrirtækisins, Mrs. B. S.
Benson, sem innköllun og útsölu hefir haft á hendi. Ásaint
féhirði kirkjufélagsins, hr. S. O. Bjerring, hefir hún komið
hinu bezta skipulagi á geymslu bóka og rita er kirkjufélagið
á, og var það hið þarfasta verk. Eiga þau bæði miklar jiakkir
fyrir starf sitt á árinu.
Eftir að kirkjuþingi var lokið í fyrra og eftir að fram-
kvæmdarnefndin hafði haldið fund sinn strax eftir þingið,
barst mér bréf frá dr. Birni B. Jónssyni. Sagði hann af sér
embætti, sem einn af ritstjórum “Sam.” en i það embætti var
hann, eins og kunnugt er, endurkosinn á síðasta kirkjuþingi.
Eg.gerði tvívegis tilraun til þess að fá hann til að hverfa frá
áformi sínu, en árangurslaust. Gat eg þá ekki annað en tekið
úrsögn hans gilda. Vegna þess að við séra Guttormur vorum
báðir í fjarlægð, var nauðsynlegt að fá mann í grend við
Winnipeg, til að lesa’próförk og annað í sambandi við útgáf-
una. Bað eg séra Jónas A. Sigurðsson að taka þetta að sér og
gerði hann það góðfúslega. Á fundi framkvæmdarnefndar-
innar í nóvember var hann kosinn einn af ritstjórum blaðs-
ins. Sinti hann því starfi til dauðadags.
Sunnudagsskólar og ungmennafélög.—Stórmál hvort-
tveggja. Milliþinganefnd hefir hið síðara til meðferðar og
inun skýra frá starfi sínu. Svo er komið að flestir sunnu-
dagsskólar vorir nota að mestu eða öllu leyti hérlend hjálp-
arrit. Hefir Christian Life Course, gefið út af U.L.C.A. fengið
hjá oss mesta útbreiðslu. Ekkert samband er á milli sunnu-
dagsskóla vorra og er það inikið vegna fjarlægðar og annara
erfiðleika. Eru þessir skólar einn bezt rækti þátturinn í starfi
voru. Á kirkjuþingum er málið tekið til meðferðar til að
glæða áhuga og gefa gaum sameiginlegum vandkvæðum og
úrlausnum þeirra.
Afstaða kirkjunnar í mannfélagsmátum, bindindi o. fl.—
Slík mál látum vér oss miklu skifta, þó oft vinnist lítill tími
til að ræða þau á þingum. Verður erindi flutt á þessu þingi
af dr. Richard Beck, er snertir eitt helzta velferðarmál sam-
tíðarinnar á sviði mannfélagsmála. Bindindismálið er afar
tímabært einmitt nú og verðskuldar stuðning allra kristin-
dómsvina. Ekkert, sem snertir sanna velferð mannanna,
geta kristnir menn látið vera sér óviðkomandi.
Fimtíu ára afmæli kirkjufélagsins. — Kirkjufélag vort
var stofnað 1885 og verður því fimtíu ára gainalt eftir tvö ár.
Margs er að minnast og margt að þakka, þó auðmjúkir meg-
um vér vera með tilliti til fjölda margs í sögu vorri og á-
stæðum. En að sjállsögðu munum vér minnast þessa afmælis
á viðeigandi hátt, og er þetta nefnt hér til þess að nægur tími
megi verða til undirbúnings. Ætti á næsta kirkjuþingi að
gera fullnaðarákvarðanir með undirbúning, en til þess þarf
að fela einhverjum að hugsa málið og leggja fram ákveðnar
tillögur á næsta þingi.
Meðan eg var að semja þessa skýrslu barst mér tilkynn-
ing frá Pembina söfnuði að hann sjái sér ekki fært, vegna
mannfæðar að halda áfram tilveru sinni. Aíhendir söfnuð-
urinn kirkjufélaginu kirkjueign sína. Er þetta l'allega gert
af þessu fólki, sem trúlega starfaði eins lengi og unt var
að halda söfnuðinum við. Ber kirkjufélaginu að gera við-
eigandi ráðstafanir í þessu sambandi, og þakka þessa höfð-
inglegu gjöf.
í von og trausti til Guðs hefjum vér þetta kirkjuþing.
Þó ástæður séu erfiðar er bjartara í huga margra en fyrir ári
síðan. Margt hefði oss átt að lærast i erfiðleikunum, en um
fram alt það hve mjög oss ríður á handleiðslu Guðs í blíðu
og stríðu. Þessi handleisla stendur oss til boða. Því hreinna
hugarfar og hjartalag, sem vér eigum, og því óeigingjarnari,
sem vér erum í afstöðu vorri, því betur mun oss auðnast að
átta oss á því sem Guð vill. En án þess að hafa það fyrst og
fremst fyrir auguin, verða engar ráðstafanir vorar farsælar,
hvorki á kirkjuþingum eða annarsstaðar. En með bróður-
hug innbyrðis og umburðarlyndi hver til annars, með áhuga
á málefnum Guðs ríkis og innilegri löngun að njóta Guðs
handleiðslu, mun þetta þing vort geta orðið til mikillar bless-
unar.
Guð fyrirgefi oss yfirspónir vorar og blessi árangurinn
af viðleitni vorri að þjóna honum. Leggjum öll vor mál i
hans hönd og verum samvinnandi með honum.
Þá lagði skrifari fram úrsskýrslu sína:
ÁRSSKÝRSLA SKRIFARA
Til kirkjuþings 1933—
Ásigkomulag kirkjufélagsins, að því er snertir tölu safn-
aða, fólkstal þess, tölur fermdrá og ófermdra, er alt með svip-
uðum hætti og var fyrir ári síðan. Eins og oft áður, er erfitt
að ná skýrslum frá mörgum söfnuðum, og sumir söfnuðir
senda aldrei neinar skýrslur og hei'ir þetta svo gengið ár eftir
ár. Verður maður í þeim tilfellum, að styðjast við gamlar
skýrslur, sem vel geta verið miður áreiðanlegar.
Eftir því sem næst verður komist, er nú tala fermdra
5,905, en ól'erindra 2,407, er alls gerir 8,312. Er heildartalan
þá 81 manns lægri en hún var fyrir ári síðan.
Altarisgöngur hafa verið i 30 söfnuðum síðastliðið ár,
sem er heldur lægri tala en verið hefir. Stafar þetta að nokkru
leyti af slitróttri eða nálega engri prestsþjónustu í sumum
söfnuðunum, en að nokkuru leyti af því að engar fermingar
voru í sumum smásöfnuðum, en altarisgöngur samkvæmt
gamalli venju í sveitahéruðum, allvíða, hafa orðið nokkuð
fast bundnar við þá kirkjulegu athöfn; eru hafðar, ef ferm-
ing fer fram, annars ekki. Að öðru leyti er tala altarisgesta,
þar sem altarisgöngur hafa annars farið fram, mjög svipuð
og venjulega hefir verið. Var tala altarisgesta í skýrslum i
lyrra 2,422. I ár er sú tala 2,174.
Skýrslur um störf presta, messufjölda, skírnir, ferming-
ar, hjónavígslur og greftranir, er alt-með svipuðum hætti og
verið hefir. Geta menn séð þetta alt greinilega í töflu þeirri
sem prentuð er í þingtíðindum kirkjufélagsins árlega.
Ungmennafélög voru talin 11 í fyrra. Nú eru þau 14.
Félagatala í fyrra var 738. Er nú 796.
Sunnudagsskólar fnunu vera í 36 söfnuðum. Voru skól-
arnir í fyrra einnig 36. Verður hér, sem annarsstaðar, að
því er skýrslur áhrærir, að byggja að nokltru lefti á eldri
skýrslum. Getur þar einhverju munað, þó ekki sé það líklegt
að vera mikið. Nemendafjöldi í sunnudagsskólunuin hefir,
ár eftir ár, verið sem næst hálft þriðja þúsund, sum árin
heldur fyrir ofan þá tölu, en sum lítið eitt neðar. Er nem-
endafjöldinn nú talinn að vera 2,352. f fyrra var sú tala 2,399.
Tala sunnudagsskólakennara alls, er oftast þetta um
hálft þriðja hundrað. Stundum raunar talsvert hærri en það.
Var i fyrra 281. í ár er sú tala 268.
Fasteignir safnaða, kirkjur og prestshús, þar sem þau
eru, eru nú metin á $236,800. Það eignaframtal í fyrra var
$241,050. Eftir því sem eg kemst næst eru kirkjurnar fjöru-
tíu að tölu, en prestshús safnaða aðeins sjö, eitt í Minneota,
annað að Gardar, þriðja að Mountain, fjórða í Glenboro,
fimta í Árborg, sjötta í Langruth og hið sjöunda í Church-
bridge, Sask.
Fé notað til safnaðarþarfa heima fyrir er nú talið $25,-
351.91. f fyrra var sú tala $30,905.02.—
Gimli, Manitoba, þ. 21. júní, 1933.
Jóhann Bjarnason,
skrifari kirkjufélagsins.
í nefnd til að íhuga ársskýrslur forseta og skrifara, og
til að semja dagsskrá þingsins, voru kosnir þcir séra G. Gutt-
ormsson, J. ,1. Vopni og séra Sigurður ólafsson.
Séra E. H. Fáfnis tilkynti boð til glcðimóts, er kirkju-
þingsmönnum og gestum þingsins væri boðið til, eftir messu,
• síðari hluta næsta sunnudags. Samþykt var, í e. hlj., að það
boð sé þakkað og þegið.
Séra Jóhann Bjarnason mintist á, að kjörbréfanefnd
hefði gleymst að leggja til í skýrshi sinni, að Mrs. Flora
Benson, ráðsmanni Sameiningarinnar, væri veitt málfrelsi í
þinginu. Lagði hann til að þetta væri veitt, og var það sam-
þykt í e. hlj.
Islenzka vikan 1933
Þú gamla Island, ert vort land,
vort ættarland, vort fósturland.
Og Ægir heldur um þig vörð
með auðug djúp, vor-feðrajörð.
Vér hlúum því, sem íslenzkt er.
Vér elskum það, sem rót á hér
í vorri mold og vexti nær,
og vermum það, sem heima grær.
Með rækt við dali, fell og fjörð
á feðra vorra gömlu jörð
af æsku skal hvert óðal prýtt,
svo yngt og prýtt það rísi nýtt.
Svo vaxi bæir, blómgist sveit,
skal byggja fley, skal græða reit,
og trú á framtíð fósturlands
skal festa rót í hug hver.s áanns.
Þorsteinn Gíslason.