Lögberg - 20.07.1933, Blaðsíða 6
Bls fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1933
POLLYANNA ÞROSKAST
Eftir ELEANOR H. PORTER
~——————--------------
“Maður getur ekkert gert,” hélt liann á-
fram eftir stutta þögn. Maðhr verSur bara
að sitja og þegja og það er óttalegt, eða svo
hefir mér reynst það að minsta kosti. Mig
langaði til að ganga á skóla og læra ýmislegt
meira en Mumsy og Jerry gátu kent mér; og
eg hugsaði um það. Mig langaði til að hlaupa
og leika knattleik; og eg hugsaði um það.
Eg vildi fara út og selja blöð með Jerry, og
eg hugsaði um það. Bg vildi ekki. að aðrir
þyrftu að stjana við mig alla mína æfi; og eg
hugsaði um það.”
“k]g skil þetta,” sagði Pollyanna. “Mínir
fótleggir urðu líka ónýtir um tíma.”
“Einmitt það. Þá skilurðu J>að. En þér
hefir batnað aftur, en mér ekki,” sagði dreng’-
urinn og hrygðarsvipur færðist yfir andlitið
á honum.
“En þú hefir ekki sagt mér neitt um þessá
bók þína, sem þú varst að minnast á.”
Drengurinn sýndist vera í hálfgerðum
vandræðum með það hvað hann ætti að segja.
“Þetta þýðir víst ekkert nema fyrir mig.
Þér mundi ekki þykja neitt til þess koma.
Eg byrjaði á þessu fyrir ári síðan. Mér leiÖ
sérstaklega illa þann daginn. Það gekk alt á
móti mér. Eg fór að lesa einhver ljóðmæli,
þar sem skáldið sá ekkí’rt nema fegurð og
gleði. Eg.varð reiður út af þessu og eg ósk-
aði þess, að sá, sem þetta kva*ði hefði gert,
væri í mínum sporum, svo hann gœti fundið
hvaða ánægju eg nyti í lífinu, eða hitt ]>ó
heldur. Þá tók eg dálitla vasabók, sem Jerry
hafði gefið mér og ekkert var skrifað í, og eg
fór að skrifa í hana, alt sem mér gekk í vil og
alt sem eg liafði einhverja ánægju af.”
“Þetta er ágætt,” greip Pollyanna fram í.
“Eghjóst ekki við því, að það mundi verða
margt, sem eg gæti skrifað í þessa bók, því
mér fanst það fátt, sem eg hefði nokkra gleði
af, en eg fann smátt og smátt, að það var
töluvert margt. Fyrst var nú bókin sjálf, að
eg skyldi hafa hana og geta skrifað í hana,
og svo mundi eg eftir mörgu öðru, sem eg
hafði ánægju af og eg fann margt af því þar
sem eg átti 'sízt von á því. Ejnu sinni fann
Jerry vasabókina og þegar hann vissi hvað
skrifað var í hana, gaf hann henni þetta
nafn.”
Pollyanna þótti f jarska mikiÖ í þetta varið
og hún var ekkert að leyna því. “Þetta er
gleðileikurinn minn, sem þú ert að leika, þó
þú vitir ekki af því og þú gerir það betur en
eg. Eg held eg gæti það hreint ekki, ef eg
fengi ekki að borða nema stundum og gæti
ekki gengið og hefði enga von um að geta
nokkurntíma gert það. ’ ’
“Leikurinn? HvaÖa leikur er það, sem þú
ejrt að tala um? Bg kann enga leiki.”
“Eg veit það,” sagði Pollyanna, “og þess-
vegria er 'þetta svo ágætt af þér í alla staði
og svo merkilegt. En hlustaðu nú á mig, og
skal eg segja þér hvemig leikurinn er.” Og
hún gerði það.
Drengnum þótti þetta alt saman sérstak-
lega merkilegt og lét það óspart í ljós.
“Og nú ert þú að leika þennan leik minn”
sagði Pollyanna, “og gerir það betur en eg
og allir aðrir, sem eg þekki, en eg veit ekki
einu sinni hvað þú heitir og svo sem ekkert
um þig, en nú langar mig til að vita alt um
þig.”
“Það er ekkert að vita um mig,” sagði
drengurinn. “En þarna eru nú fuglarnir
komnir og langar til að fá eitthvað að éta.”
Pollyanna þreif bréfpokann, sem hún hafði
með sér og kastaði því, sem í honum var í
allar áttir og vék sér svo aftur að drengnum.
“Nú erum við búin að þessu og nú getum við
haldið áfram að tala saman. Eg vil vita alt
um þig, en segðu mér nú fyrst af öllu hvað
þú heitir. Eg þekki ekki nema þetta Sir
James nafn.”
“Eg heiti það ekki, en Jerry kallar mig
þetta nærri alt af. Mumsey og flestir aðrir
kalla mig Jamie. ”
“Jamie!” sagði Pollyanna og næstum
greip andann á lofti. Það kviknuðu alt í einu
vonir í brjósti hennar, sem dóu að vísu strax
út aftur.
“Er Mumsey sama sem móðir ?”
“ Auðvitað. ”
Pollyanna sá strax, að ef þessi Jamie átti
móður, þá gæti hann ekki verið drengurinn,
sem Mrs. Carew var að leita að, því móðir
hans var dáin fyrir mörgum árum. En hvað
sem þessu leið, þá var skemtilegt að kynnast
þessum dreng.
“Hvar áttu heima?” spurði hún með tölu-
verðum ákafa. “Eru nokkrir fleiri í þinni
fjölskyldu heldur en Mumsey og Jerry?
Kemurðu hingað á hverjum degi’ Hvar er
vasabókin þín? Má eg ekki s.já hanaf Segir
læknirinn að þú getir aldrei giengiðf Ilvar
var það nú aftur, sem þú sagðist hafa feng-
ið stólinn?
“Hvað mörgum af þessum spurningum
heldurðu að eg geti svarað alt í einu? Eg
ætla að byrja á þeirri síðustu og fara aftur
á bak, ef eg verð þá ekki búinn að gleyma
þeim. Eg fékk þennan stól fyrir ári síðan.
Jerry þekkir einn af þessum náungum, sem
skrifa fyrir blöðin og hann skrifaði grein um
mig í blaðið, sem hann'vinnur fyrir. Hann
sagði að eg gæti aldrei gengið framar og kæm-
ist ekkert, nema eg hefði stól með hjólum,
sem eg gæti ekiÖ sjálfur, eða þá að einhver
hjálpaði mér að aka honum. Og svo sagði
hann frá vasabókinni minni og líklegast öllu,
sem hann vissi um mig. Skömmu síðar komu
nokkrir karlmenn og nokkrar konur með
þenan stól og sögðu að eg ætti að eiga liann.
Þetta fólk sagðist hafa lesið um mig í blöð-
unum og eg ætti að eiga stólinn til minningar
um sig. ”
‘ ‘ Dæmalaust hlýtur þér að hafa þótt' vænt
um. ”
“Mér þótti það og eg skrifaði heila blað-
síðu í bókina mína um stólinn.
“En ert þú viss um að þú getir aldrei geng-
ið 1 ” spurði Pollyanna og augu hennar fylt-
ust tárum.
“Það lítur ekki út fyrir það. Þqíi- segja að
eg geti það aldrei.”
“Þeir sögöu þetta um mig líka. Svo var
eg send til Dr. Ames og eg var þar næstum
því heilt ár. Hann læknaði mig og hver veit
nema hann geti læknað þig líka. ”
“Nei, hann gæti það fráleitt,” sagði Jamie.
“En þó hann gæti það, þá kemur það ekki til.
Eg get ekki farið til hans, því það kostar of
mikið fyrir mig. Eg verð bara að sætta mig
við það að geta aldrei gengið héðan af. Það
er ekki til neins að liugsa um það. Eg reyni
að iiugsa aldrei um það.”
“Það er kannske bezt og eg ætti kannske
ekki að vera að tala um þetta,” sagði Polly-
anna. “Þú kant betur að leika gleðileikinn
heldur en eg kann. En segðu mér meira. Þú
hefir ekki en sagt mér helminginn af því, sem
eg vil vita um þig. Att þú engan bróður nema
Jerry og enga systur?”
“Nei, og hann er í raun og veru ekki bróðir
minn. Eg er ekkert skyldur honum og ekki
Mumsey heldur. En bara hugsaÖu þér hvað
þau eru góð við mig.”
“Þetta er skrítið, er þessi ‘Mumsey’ þá
móðir þín?”
“Nei, það er það sem—”
“Hefirðu þá enga móður,” tók Pollyanna
fram í.
“Nei, eg man ekkert eftir móður minni, en
faðir minn dó fyrir sex árum. ”
‘ýHvað varst þú þá gamall?”
“Eg veit það ekki. Eg var þá lítill.
Mumsey heldur að eg hafi verið svo sem sex
ára. Þau tóku mig þá. ”
“Og þú heitir Jamie?” hélt Pollyanna á-
fram.
“Já, eg sagði þér það.”
“Og hvað heitirðu meira?” spurði Polly-
anna, en var lirædd við svarið, sem hún mundi
væntanlega fá.
“ Það veit eg ekki. ”
“Veistu það ekki?”
“Eg man það ekki. Eg hefi víst verið lít-
ill. Jafnvel Murphys vita það ekki. Þau hafa
aidrei heyrt mig kallaðan annað en Jamie. ”
“ Jæja þá, fyrst þú veist ekki hvað þú heit-
ir, þá geturðu ekki verið viss nema þú heitir
kannske Kent.”
“'Kent,” hafði drengurínn upp eftir henni.
“Já,” sagði Pollyanna og var nú mikið
niðri fyrir. Eg skal segja þér, að það var
einu sinni drengur, sem hét Jamie Kent—”
Hún þagnaði alt í einu. Hjenni datt í hug að
það væri kannske ekki rétt af sér, að vekja
nokkrar vonir lijá lionum, að hann væri kann-
ske sjálfur þessi Jamie, sem hefði tapast.
Iiún hélt að það væri liezt að segja ekkert um
það fyr en hún vissi meira um þetta. Það
yrði líklega til að hryggja hann meir en
gleðja. Hún hafði ekki gleymt því hve
hryggur Jimmy Bean hafði orðið þegar hún
*• sagði honum, aÖ Mr. Pendleton vildi (>kki taka
hann, fyrst þegar hún bað hann um það. Hún
ad laði að vera viss um það, að gera ekki sama
glappaskotið aftur. Það skyldi nú ekki koma
fyrir.
“Það gerir annars ekkert til um þennan
Jamie Kent. Seg®u mér meira um sjálfan
þig. Mig langar til að vita alt um þig.”
“Það er ekkert um mig að segja. Eg veit
ekkert um sjálfan mig, sem er skemtilegt,”
sagði drengurinn hálf hikandi. “Mér hefir
verið sagt að faÖir minn hafí verið hálf skrít-
inn og aldrei sagt mikiÖ. Það vissi enginn
hvað hann hét og allir kölluðu hann ‘prófes-
sorinn.’ Mumsey segir að hann hafi hafst
við í litlu herbergi á efsta lofti í húsi í Lowell.
þar sem hún átti þá líka heima. Hún var fá-
tæk þá, en samt ckki nærri ein? fátæk eins og
nú. Faðir Jerry var þá lifandi og hafði eitt-
livað að gera.”
Einmitt það,” sagði Pollyanna, haltu bara
áfram.
“Mumsey segir að faðir minn hafi verið
veikur og hann hafi altaf verið að verða und-
arlegri og undarlegri, 0g þau hafi því oft haft
mig hjá sér. Eg var þá farinn að tala en eg
var eitthvaÖ veikur í fótunum. Eg lék mér
við Jerry og litla stúlku, sem dó síðar. Svo
dó faðir minn og það var enginn til að sjá um
mig. Einhver jir menn vildu láta mig á barna-
heimilið, en Mumsey segir að eg hafi ómögu-
lega viljað fara og Jerry hafi ómögulega vilj-
að að eg færi, svo þau hafi sagt að þau skyldu
sjá um mig, og þau hafa gert það. Litla
stúlkan var þá nýdáin og þau sögðu að eg gæti
komið í staðinn fyrir hana, og eg hefi alt af
verið hjá þeim síðan. Svo datt eg og mér
versnaði við það. Þau eru nú fjarska fá-
tæk, og nú er faðir Jerry dáinn. En þau hafa
mig samt sem áður, 0g það er reglulega vel
gert af þeim. ”
“Jú,” það er reglulega vel gert,” sagði
Pollyanna. “En þau fá það margborgað, eg
er vi.ss um að þau fá það borgað.” Hún var
fjarska glöð í huga, því nú var hún ekki í
neinum efa um það að hún hefði fundið litla
Jamie, sem týndur var. Hún var alveg viss
um það. En hún mátti ekkert um það segja,
ekki ennþá. Fyrst varð Mrs. Carew að sjá
drenginn. Og þá — ja, jafnvel Pollyanna
hafði ekki nógu sterkt ímyndunarafl til að
gera sér í hugarlund alla þá gleði og alla ])á
blessun, sem af þessu mundi leiða fyrir Jamie
og Mrs. Oarew.
“Eg verð að fara í þetta sinn,” sag'Öi hún,
“en eg kem aftur á morgun. Það getur skeð
að það komi kona með mér, sem þér mun
þykja vænt um að kynnast. Þú verður liér á
morgun, eða má eg ekki reiÖa mig á það?”
“Auðvitað, ef veðrið er gott. Jerry ekur
mér hingað svo að segja á hverjum morgni.
Blöðin, sem hann vinnur fyrir hafa.komið
því svo fyrir, að hann geti það. Ejg hefi eitt-
hvað með mér að borða og er hér þangað til
klukkan fjögur. Jerry er reglulega góður við
mig.”
Eg veit það, eg sé það á öllu,” sagði Polly-
anna, “og það getur vel veriÖ að þú finnir
líka einhvern annan, sem verður góður við
þig.”
Hún brosti ósköp góðlátlega til lians og fór
sína leið.
0
IX. KAPITULI.
A leiðinni heim hugsaði Pollyanna sitt ráð.
Dag’inn eftir varð hún með einhverjum ráð-
um, að fá Mrs. Carew til að fara með sér út í
lystigarðinn. En hvernig liún ættii að fara
að því, var henni ekki ljóst. En þetta varð
hún nú samt að gera.
Það var ekki vel gott að segja Mrs. Carew
blátt áfram að hún hefði fundið Jamie og
hún skyldi bara koma með sér og sjá hann.
Það var mögulegt, að það gæfi Mrs. Carew
vonir, sem ekki rættust og þá væri illa farið.
Máry hafði sagt henni að tvisvar hefði Mrs.
Carew trúað sögum, sem henni liefðu verið
sagðar um það, að Jamie væri fundinn og það
hefði haft mjög slæm áhrif á hana, þegar hún
liefði komist að þtí, að þær sögnir voru ekki
á rökum bygðar. Pollyanna vis^i því að hún
mátti ekki segja Mrs. Carew hversvegna hún
vildi að hún kæmi með sér út í garðinn daginn
eftir. En hún efaði ekki að hún mundi finna
einhvern veg til að fá hana til að koma með
sér. í þeirri trú flýtti hún sér heim.
En hér gekk nú ekki alt að óskum frekar en
svo oft endranær. Pollyanna þurfti ekki
meira en rétt líta út næsta morgun, til að sjá
að þann daginn yrði ekkert af því að hún færi
út í garðinn, því það var steypiregn. Þetta
var nú ekki gott, en hitt var þó verra, að það
rigndi enn í tvo daga. Alt af þegar hún var
heima, var hún að ganga frá einum gluggan-
um til annars og sjá hvort ekki væri að glaðna
til og alt af var hún að spyrja heimilisfólkið
hvort það héldi ekki, að það hætti bráðum að
rigna.
“Hvað gengur eiginlega að þér, barnið
gott?” spurði Mrs. Carew. “Eg hefi aldrei
vitað til þess fyr, að þú hugsaðir svona mikið
um veðrið. Því getur þú ekki leikið þinn
góða gleðileik í dag?”
Pollyanna roðnaði og fyrirvarð sig.
“Eg liefi líklega gleymt honum í dag,”
sagði hún. “Það hlýtur að vera eitthvað í
þessu, sem eg gæti glaÖst yfir, ef eg bara gæti
fundið það. Eg get látið mér þykja vænt um
það, að einhverntíma hættir að rigna, því
Guð sagði að það kæmi aldrei annað Nóaflóð.
En mig langaði svo ósköp mikið til þess að
það yrði gott veður í dag.”
“Vegna hvers sérstaklega?”
“Mig langaði svo mikið til að ganga í garð-
inum. Eg hélt að þér vilduð kannske koma
með mér.” Hún reyndi sem bezt hún gat, að
dylja það sem hún var að liugsa um, en henni
veittist það nokkuð erfitt.
“Heldurðu að eg fari að ganga með þér
um garðinn, barn ?” sagði Mrs. Carew og var
auðfundiÖ að það var fjarri skapi hennar.
“Nei, barn; þú skalt ekki gera ráð fyrir því.”
“Eg er viss um að þér neitið mér ekki um
það, ” sagði Pollyanna.
“Eg er búin að neita þér um það.”
Pollyanna varð svo mikið um þett,a að hún
náfölnaði.
“En fyrir alla muni, Mrs. Carew, segið
þér ekki að þér viljið ekki koma með mér.
Það er sérstök ástæða til þess, að eg vil endi-
lega að þér komið með mér rétt í þetta sinn. ’ ’
Mrs. Carew opnaði munninn til að segja
“riei” enn skýrar heldur en áður, .en hvort
sem það var nú eitthvað í augnaráði Polly-
anna, eða þá einhver önnur orsök, þá sagði
hún alt annað, heldur en það, sem hún hafði
ætlað sér að segja.
“Jæja, jæja, barnið gott, það er bezt þú
hafi þihn eigin veg,” sagði Mrs. Carew. “En
ef eg' lofa þér því að fara með þér, þá verður
þú að lofa mér því að líta ekki út um glugg-
ann í klukkutíma og spyrja mig ekki oftar í
dag livort eg lialdi að það fari bráðum að
glaðna til.”
Pollyanna gekk fljótt að þessu, en ekki gat
hún alveg stilt sig um að tala um veðrið, þeg-
ar hún tók eftir því, að það birti fljótlega í
stofunni.
Næsta morgun var komið bjart veður, en
það var töluvert svalt og eftir hádegið, þeg-
ar Pollyanna kom heim af skólanum, var orð-
ið töluvert livast. En þrátt fyrir það' sagði
hún að það væri allra bezta veður og sér þætti
fjarskalega slæmt, ef Mrs. Carew gæti ekki
komið með sér út í garðinn Og Mrs. Carew
fór með henni, þótt hún hefði að vísu töluvert
á móti því að fara.
Eins og búast hefði mátt við fyrirfram,
varð þessi ferð gagnslaus. Drengurinn var
ekki þar sem hann var vanur að vera og Polly-
anna fór út og suður um garðinn. Þetta voru
ljótu vandræðin. Hún hafði fengið Mrs.
Carew til að koma með sér, en nú var dreng-
urinn hvergi sjáanlegur og enn mátti hún
ekkert segja Mrs. Carew, sem fljótlega varð
kalt og leið á þessu göngulagi og vildi ekki
annað heyra en fara heirn og Pollyanna varð
að sætta sig við að fara með henni, þó henni
þætti það ekki gott.
Næstu dagar voru Pollyanna alt annað en
gleðidagar. Það voru stórrigningar á hverj-
um degi og Mrs. Carew sagði að það væri
ekki nema bara vanalegt haustveður í Boston.
Þá sjaldan að birti upp, hljóp Pollyanna æfin-
lega ut í garðinn, en það varð lienni ekki til
neinnar ánægju. Jamie var þar ekki. Nú var
kominn nóvember og alstaðar ljós merki þess,
að'veturinn var að koma, Laufin voru fallin
af trjánum og nú voru ekki lengur neinir
bátar á vatninu. Fuglarnir og íkornarnir
voru þarna að vísu enn, en einhvernveginn
var það ekki eins skemtilegt mí eins og áður,
að gefa þeim að éta. Það var líklega vegna
þess, að það minti liann svo mikiÖ á Jamie,
sem hana langaði svo ósköp mikið til að finna.
“Að liugsa sér þessa vitleysu, að eg skyldi
ekki komast að því, hvar drengurinn á
heima, ” tautaði Pollyanna hvað eftir annað
við sjálfa sig og það dag eftir dag. “Hann
heitir Jamie, og það er alt sem eg- veit, að
hann heitir Jamie. Nú verð eg að bíða þang-
að til í vor að veðrið verður aftur nógu gott
fyrir hann að koma og vera hér á daginn.
Og hver veit hvort eg get þá komið hér. Ham-
ingjan góða. Hann er Jamie, eg er alveg viss
um að hann er Jamie. ”
En svo kom nokkuÖ einkennilegt fyrir einn
daginn. Pollyanna var uppi á lofti og heyrði
að Mary var aÖ tala við einhvern við úti-
dyrnar og henni fanst hún kannast við mál-
róminn.
“ Bg kom ekki hingað til að betla, ])ér verð-
ið að skilja það. Eg þarf að finna telpuna,
Pollyanna. Eg hefi boð til hénnar frá Sir
James. Flýtíð þér yður nú og finnið telpuna
fyrir mig.”
Pollyanna kom hlaupandi niður stigann.
“Eg er hérna, eg er hérna,” sagði hún og
var nú heldur en ekki fljótmælt. Hvað er það
sem þú vilt? Sendi Jamie þig til mín?”
Það var svo mikið um að vera fyrir Polly-
anna, að hún hefði líklega þotið beint í fang-
ið á drengnum ef Mary hefði ekki varnað
henni að gera það.
“Pollyanna, Pollyanna, hvað gengur að
þér, þú þykist þó ekki þekkja þennan betl-
ara?”
Drengmrinn roðnaði í andliti og það leyndi
sér ekki að lionum rann í skap, en hann komst
ékki að, að segja neitt, því Pollyanna varð
fljótari til.
“Hann er enginn betrali. Hann er vinur
minn og það var hann, sem fann mig þegar eg
týndist.” iSvo vék hún sér að drengnum.
“Til hvers vildir þú finna mig? Kemur þú
með einhver boð frá Jamie?”