Lögberg - 20.07.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.07.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚU, 1933 Bls. 3 ^OOOOaCOOOJ)OOOOOOOOOOCMX»4>lWM>SMJO«*«KKHHKr(ÍMMM>OCH> Sólskin = Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Lára litla Einu sinni var lítil stúlka, sem hét Lára. Amma hennar var orðin gömul og gráhærð og’ hrukkótt í andliti. Láru litlu 'þótti ósköp vænt um hana, því hún hafði alt af verið henni svo góð. Faðir Láru bjó í liúsi, sem hann átti sjálf- ur og amma hennar var í herbergi, sem sneri í norður ; þar var því kalt og sólin skein þar sjaldan. En í suðurenda hússins, þar sem foreldrar Láru voru og hún sjálf, var bjart og hlýtt. “Hvérnig skyldi standa á því,” hugsaði Lára litla, “að blessuð sólin skín aldrei á gluggan hennar ömmu minnar f—hún sem er þó alt af svo góð.” Svo spurði hún pabba sinn einhverju sinni hvernig á þessu stæði, en hann svaraði henni því að sólin gæti ekki skinið á gluggan henn- ar vegna þess að hann sneri í norður. “Er þá ómögulegt að snúa húsinu viðf” spurði Lára, “svo að herbergið hennar ömmu snúi í suðurf” “Ertu svona heimsk, litli kjáninn þinnf” spurði faðir hennar. “Heldurðu að það sé mögulegt að snúa við húsinuf Og þótt það væri mögulegt, þá værum við öll að norðan- verðu og sólin skini aldrei á glugganu okkar. Þætti þér það betraf” “Á þá sólin aldrei að skína á gluggann liennar ömmuf” spurði Lára, beit á vörina og liorfði einarðlega framan í pabba sinn. “Eiga sólargeislarnir aldrei áð komast inn til hennar f” ‘ ‘ Ekki nema ef þú vilt bera þá inn til henn- ar,” svaraði faðir Láru, brosti í kamp og gekk út. Hann hafði ekki tíma til þess að tala við hana lengur, hann hafði svo mildð að gera. “Að bera sólargeislana inn til hennar ömmu!” liugsaði Lára, “skyldi það vera mögulegtf” Hún horfði á blómin úti og henni sýndust þau bera sólargeislana; trén sýndust bera >á á blöðunum og fuglarnir sýndust bera þá á vængjunum og meira að segja henni sýndist hún íbera þá sjálf á hönd- unum og andlitinu og fötunum sínum, þegar hún var á gangi úti. “Skyldi það annars vera ómöguleg’t að bera þá inn til hennar ömmuf” hugsaði hún enn þá. Svo fór hún að reyna. Altaf þegar sólskin var, fór hún út, lét sólina skína á sig og gekk svo inn til gömlu konunnar. En þegar liún kom inn voru sólargeislarnir alt af horfnir af fötum hennar. En samt sag’ði amma oft við hana: ‘ ‘ Ósköp þykir mér alt af skemtilegt þegar þú kemur nú, Lára mín! Það er eittlivað svo dimt og kuldalegt hérna inni hjá mér; en þegar þú kemur, er alveg eins og sólargeislar stafi úr augum þínum og geri alt bjart og hlýtt í kring’um mig. ” Lára varð alveg hissa á þessu. Hún lædd- ist út að spegli, sem hékk á þilinu, til þess að vita hvort hún sæi sólargeislana í augunum á sér; en liún sá þá ekki. Samt trúði hún því, sem amma hennar sagði, því hún hafði aldrei skrökvað að henni. Hún hélt því áfram að bera sólargeislana inn til hennar ömmu sinn- ar á hverjum degi og amma hennar sagði henni margar fallegar sögur. Hún faðmaði hana að sér, kysti hana og sagði: “Guð blessi þig, barnið mitt!” Svona liðu nokkur ár. Þegar Lára var lítil var liún fríð og fallega vaxin. E)n þegar liún var á 10. árinu, lá liún langa legu og var altaf liálfgerður aumingi ’eftir það. Hún liafði því ekki gaman af að taka þátt í gleði hinna barnanna, 0g hún gat heldur ekki hjálpað mömmu sinni, sem hafði þó svo mikið að gera. Það þótti henni sárast. Hún varð því þung- lynd og hugsaði með sjálfri sér: “Eg lifi til einskis; eg get ekkert gert neinum til gagns! ’ ’ En amma hennar hugsaði öðruvísi, því Lára litla bar enn'þá inn til hennar sólargeisl- ana, ])ótt hún vissi ekki af því. Amma henn- ar var nú orðin svo gÖmul og hrum að liún gat ekki lengur, sag’t Láru sögur; liún hafði nálega tapað minninu. En nú gat Lára sagt lienni sögur og gömlu konunni þótti eins vænt um að heyra þær eins og Láru hafði þótt að heyra sögurnar hennar, þegar liún var lítil, því nú var amma hennar aftur orðin barn. Þegar hitt fólkið fór til kirkju á sunnudög- um, þá las Lára fyrir hana sálma, og amma hennar faðmaði hana að sér og kysti hana 0g sagði eins og’ áður: “Guð blessi þig, bamið mitt!” Og Lára lagði hendurnav um hálslnn á ömmu sinni og kysti hana. Það var eins og gamla konan yngdist við þetta í hvert skifti. Hún var nú orðin blind og gat ekki lengur séð sólargeislana, sem Lára bar inn til hennar; en hún fann þá— fann frá þeim hlýjuna og ylinn—og samt hélt Lára litla að hún lifði til einskis. Sá, sem glatt getur einhvern liryggan, lifir aldrei til einskis. I mörgum húsurn er lierbergi, sem snýr á móti norðri, þar sem einhver býr er þarf þess með að þangað séu bornir sólargeislar. Sig- Júl. Jóhannesson þýddi. Gullíuglinn Einu sinni var ungur piltur, sem hét Axel. Faðir lians bjó á stórri jörð og átti mörg’ börn. Og þegar Axel fann, að hans var ekki þörf á lieimilinu lengur fékk hann nesti og nýja skó og fór út í heiminn til þess að kynnast honum, því “heimskt er heimaalið barn” segir mál- tækið. En nú var Axel á leið heim til sín aftur. Hann liafði farið víða og séð margt, en nú lá leið hans um hrjóstruga óbygð og hann var bæði þreyttwr og svangur. Þegar liann hafði gengið lengi sá hann livar fallegur fugl, gylt- ur á litinn, tylti sér á trjágrein. Hann greip fljótlega til bogans síns, því að þetta var í þá þaga sem engin byssa var til en allir höfðu boga, og miðaði á fuglinn. Því að svona fall- egan fugl vildi hann eignast. ESn hvað hald- ið þið að þá hafi skeð: Fuglinn fór að tala og sagði: “Þyrmdu lífi mínu, hver veit nema eg geti' einhverntíma hjálpað þér, ef þú lofar mér að lifa!” Nú var Axel eiginlega allra bezti piltur, þó að honum dytti í hug að skjóta fuglinn, og Iþessvegna lét hann hann sleppa. Og í þakk- lætisskyni lét fuglinn eina af fallegu fjöðr- unum sínum detta niður á piltinn og hanu tók hana og festi hana í hattinn sinn og hélt á- fram leiðar sinnar, svangur og þreyttur eins og áður. Þegar liann hafði gengið um stund fór landslagið að verða búsældarlegra og vina- legra og loksins kom hann að fallegum aldin- garði, þar .sem ávextir héng'u á hverju tré. Axel fór inn í garðinn og át sig saddan af eplum, glóaldinum, ferskjum og öðrum góm- sætum ávöxtum og varð eins saddur og hann hafði áður verið svangur. Svo lagðist hann endilangur niður í grasið og steinsofnaði. Þegar Axel vaknaði aftur heyrði hann glað- legan hlátur skamt frá sér og þegar hami fór að skima kringum sig til þess að vita hvaðan hláturinn kæmi, sá hann inn á milli trjánna livar tíu til tólf ungar stúlkur voru að dansa og. leika sér í runni. Þær voru allar ljóm- andi fallegar og Axel sárlangaði að fara til þeirra og biðja um að lofa sér að leika við þær. Svo herti liann upp hugann og fór til þeirra og hneigði sig liæversklega fyrir hverri þeirra fyrir sig. En stúlkurnar litlu brostu alls elcki til hans; þvert á móti fóru þær að gráta og sögðu honum, að nú væri hann kom- inn inn í aldingarð kynjakarlsins Ivaspars og að hann væri göldróttur og umhverfði öll- um ferðamönnum sem til hans kæmu í stein. Og’ >ær grátbændu hann um að flýja meðan tími væri til. Telpurnar voru ambáttir tröll- karlsins og hann skipaði þeim að leika sér í garðinum, til þess að ginna þangað ferða- menn, sem fram hjá g’engu og nú fanst þeim sorglegt, að Axel skyldi liafa gengið í gildr- una. En hvað sem þær sögðu þá hræddist hann ekki og fór riú beint til hallarinnar, sem hann hafði komið auga á í þessum svifum. E!n það var alls ekki auðfarin leið þangað, því að hann þekti ekki göturnar að hallar- dvrunum og lenti í þyrnirunnum og brenni- netlum. Það fyrsta sem lmnn sé í hallargarð- inum voru ellefu steinmyndir af ungum mönnum og svo eðlilegar að það var nærri því eins og þær væri lifandi. Og nú laukst liallarhliðið upp og út kom skrítin fylking. Fremst kom tröllkarlinn ferlega ljótur og allur kafloðinn, ríðandi villisvíni og bak við hann kom stór hópur af vansköpuðum dverg- um og voru andlitin á þeim svo afskræmd og ljót, að það gat gert jafnvel huguðustu menn lafhrædda. Kaspar tröllkarl reið hringinn í kring um Axel og’ sneri saman lófunum, svo ánægður var hann með síðustu bráð sína. Þessi piltur mundi verða falleg viðbót við steingerfings- safnið hans. En alt í einu fölnaði tröllið og fór að skjálfa. Það hafði komið auga ó gvltu f jöðrina, sem Axel hafði í hattinum sínum og sá að hún var af gullfuglinum íta. Þann fugl réði tröllkarlinn ekkert við, og sá, að Axel mundi vera undir vernd hans. Rétt á eftir heyrðist létt og hratt vængja- tak og Ita kom fljúgandi og’ Settist á öxlina á Axel, en tröllið og allir dvergarnir gláptu skjálfandi á þá. Fuglinn fór að syngja og — — — það var einkennilegasti söngur, sem Axel hafði heyrt og nú urðu allir dvergarnir og tröllkarlinn að fara að dansa, hvort sem þeim líkaði betur eða ver. Dvergarnir döns- uðu þangað til þeir urðu allir að dusti, en Kaspar var stærri og entist lengur. Nú sagði Ita, að tröllkarlinn ætti stóra könnu inni í svefnherberginu sínu og úr þess- ari könnu drykki liann galdradrykk á liverj- um morgni og fengi heljarkrafta sína úr þess- um drykk. 1 einni svipan snaraðist Axel inn í svefnherbergið, náði í könnuna og þeytti lienni niður í hallargarðinn og þar brotnaði liún í mél á flórsteinunum. Nú var máttur tröllkarlsins brotinn á bák aftur og liann var orðinn svo heitur af dans- inum að loksins kviknaði í honum og þá sauð og bullaði og snarkaði í honum eins og sviða- klaufum því að liann var baneitraður. En nú skeði nokkuð skrítið. Allar stein- myndirnar í garðinum lifnuðu við. Þetta voru alt saman ýmsir ferðalangar, sem tröll- karlinn hafði galdrað. Og þeir þökkuðu allir Axel fyrir björgunina. En ungu stúlkurnar tólf f Ellefu af þeim fóru burt með ferðamönnunum en sú tólfta og fallegasta og bezta af þeim öllum giftist Axel og þau settust að í höllinni og lifðu þar í farsæld til æfiloka og áttu börn og buru, grófu rætur og muru. Smérið rann, roðinn brann Tóta frænka. —Fálkinn. Hvernig stálpenninn var fundinn upp Sá, sem fann upp stálpennann var Eng- lendingur og hét Joseph Gillot. Hann var gullsmiður og átti heima í borginni Birming- ham. Einu sinni vildi það til að oddurinn á afar- fíngerðu verkfæri, sem hann liafði til þess að laga með gimsteina, klofnaði. Gullsmiðurinn fleygði verkfærinu í ruslið á gólfinu. Nokkru seinna þurfti hann að skrifa bréf; en þá var alt skrifað með fjaðrapennum, því stálpenninn var ekki til. Leggirnir af nokk- uð stórum fjöðrum voru skornir eða kliptir þannig að þeir voru alveg eins í laginu og stálpennarnir eru núna og oddurinn .klofinn. Gullsmiðurinn hafði týnt fjaðrapennanum sínum og fann hann hvergi. Eh honum lá á því að skrifa bréfið tafarlaust. Loksins leitaði hann á gólfinu en fann samt ekki pennann. Þegar hann var að leita, varð honum litið á þetta fína verkfæri, sem odd- urinn hafði klofnað á og sem hann liafði- fleygt á gólfið: “Skyldi eg annars ekki geta notað þetta til þess að skrifa með því?” sagði hann við sjálfan sig. Svo byrjaði hann að skrifa með þessu fína klofna stáli, og það tókst ágætlega. Þessi tilviljun varð til þess að stálpenn- inn var fundinn upp og síðan er hann búinn til og notaður um allan heim. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. SKRÍTNAR FISKVEIÐAR. Á sumum stöðum í Philips eyjum er skríti- lega fiskáð. Fiskimennirnir safna saman lengjum af hárri plöntu, sem þar vex og kljúfa þá í mjóar ræmur. tJr þessum ræmum riða þeir ágætar körfur. Svo búa þeir til fæðu, sem þeir vita að fisk- arnir sækjast eftir og blanda saman við hana nokkurs konar áfengi eða svæfandi lyfjum. Þeir fylla körfurnar með þessari fiskafæðu og’ kasta þeim síðan út í sjóinn. Þegar fisk- urinn étur fæðuna verður hann bráðlega drukkinn eða syfjaður, flýtur ofan ásjónum og getur enga björg sér veitt fremur en hann væri dauður, en sjómennirnir tína hann upp í báta sína og fara með hann í land. í'liskimennirnir í Philips eyjum fara alveg eins með fiskana þar, eins og brennivínssal- arnir fara með mennina hérna. Sig. Júl. Jóhannesson. ^ PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og’ Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offloe tlmar í-8 Heimili 214 WAVERLBY ST. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abygjfilejrir lyfsalar Fyrsta flokks afjrreiðsla. Níu búðir — Sarprent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur lögfrœBintjur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 062 og 39 048 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannkeknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 646 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenxkir löofrœOingar 326 MAIN ST. (& öOru gólíi) Talsiml 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Glmli og er þar aO hitta fyrata miOvikudag 1 hverjum mánuOl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahom og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Helmill: 6 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknlr 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 2 2 298 Helmilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœOingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Kr aO hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talslml 42 691 DR. A. V. JOHNSON tslenekur Tannlcekntr 212 CURRT BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 38 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harr). islenxkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasimi 71 768 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Kes. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur s& bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi 501 662 G. S. THORVALDSON B A, LL.B. v LögfrœOingur Skrlfst.702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City Hall Phone 97 034 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aC hitta ffá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Helmili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aO ávaxta sparlfé fólks. Solur elds&byrgC og bif- reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraC samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 828 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenmkur iögfrœOingur Resldence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED Nuddiœknir 601 PARIS BLDG., WINNIPBQ ViOtalstiml 3—6 e. h. 41 FURBY STREET Phone 36137 Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningal&n og eids&byrjC aí 532 SHERBURN ST.—Simi 80 877 StmiC og semjlC um sarn talsttma öllu tagl. 1 ione 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.