Lögberg - 20.07.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8
RobinHood
FIjOXJR
Odýrasta injölið vegna þess að
úr því fæst meira brauð
~ -------------------------------—*
Ur bœnum og grendinni
#-—■---------------------------------+
G.T. Spil og Dans á hverjum
þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent
Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að
kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra
Þrenn verÖlaun fyrir konur og
J>renn fyrir karla: $5; $2; $1.
Vinnendur: Mrs. M. Callis, Mrs. F.
Wilson/ Mrs. Mackeand, Mr. S.
Stefánsson, Mr. K. Tyne, Mr. J.
H. Johnstone, Mr. R. Turner.
Eftirfylgjandi nemendur Magneu
Sigurðson í Árborg stóðust próf við
Toronto Conservatory of Music 1.
júlí, 1933-
Introductory grade—
First Class Hor.ors,
Agnes Oddleifson.
Elementary Gradc—
Honors, Olive Oddleifson,
Primary Grade—
First Class Honors,
Halldora Sigurdson.
Mr. og Mrs. Sveinn Jónsson, bú-
sett á Lundar, Man., urðu fyrir
þeirri sáru sorg að missa dóttur sína
Önnu Ólöfu þann 9. júli, 23 ára
gamla. Anna heitin þjáðist af veik-
indum frá barnsaldri. Þrátt fyrir
þjáningar á sál og líkama var hún
glöð og þakklát—hún þakkaði oft
guði fyrir hvað hann gaf öðruhi, og
gladdist yfir að aðrir höfðu heilsu
og nutu sælu lífsins. Öllum er kvnt-
ust'Önnu heit. þótti vænt um hana.
Hún lifði með Guði og vitnaði um
hann gegnum allar sínar þrautir.
Séra Jóhann jarðsetti á Lundar þ.
12. júli að miklu fjölmenni við-
stöddu. --------
Séra E. H. Fáfnis var í borginni
á .föstudaginn.
Vandinn mrjit.i er að dœma ekki
fyr en öll söiinunaroögn eru við
hendi.
Firth Bros.
AÐVÖRUN
Ull er að hækka I verði. Pantið
föt yðar nú hjá Firth Bros. Ltct.,
á hinum gamla prís út júlí
Buxur eftir máii $5.00
C.O.D. föt, sem skilað var aftur
og verksmiðjugerð föt, seld á
$14 75
Margir nýir klæðnaðir á
$20.00, $25.00, $30.00 og $35.00
Firth Bros. Ltd.
ROV TOI5EY, Manager
417 »4 PORTAGE AVE.
Sími 22 282
Heklufundur í kvöld, fimtudag.
Miss Guðrún Jóhannsson hjúkr-
unarkona frá Saskatoon, er fyrir
skömmu komin til borgarinnar og
dvelur hér um tíma hjá foreldrum
sínum, Mr. og Mrs. Gunnl. Jóhanns-
son.
Mr. A. S. Bardal lagði af stað á
mánudaginn áleiðis til Haage í Hol-
landi til að sitja á alheims bindindis-
þingi, sent þar verður haldið 28.
júlí til 4. ágúst. Mr. Bardal fer
fyrst til Minneapolis, Chicago og
Detroit, en siglir írá Montreal hinn
21. þ. m. Til íslands fer Mr. Bar-
dal einnig og kemur þangað 9.
ágúst. Hvenær hann kemur heim
aftur, mun enn ekki fastráðið.
Mrs. S. Carl Kapff, dóttir Mr.
og Mrs. W. H. Paulson, kom til
borgarinnar á fimtudaginn í síðustu
viku frá I.eslie, Sask., þar sem hún
hefir verið um tíma að heimsækja
foreldra sina. Hún lagði af stað
samdægurs til New York, þar sem
hún á heima.
Prófessor Richard Beck kom til
borgarinnar á laugardaginn. Á
sunnudaginn var bann á Gimli og
flufti erindi á útiskemtun, sem ís-
lenskir Goodtemplarar héldu þar
þann dag. Prófessor Beck fór
heimleiðis á mánudaginn.
Séra Jóhann Friðriksson messar
í Reykjavík, Man., sunnud. þ. 23.
júlí kl. 2 e. h. Rætt verður um
sunnudagaskólakenslu eftir messu.
Fólk er beðið að fjölmenna.
Sunnudaginn 23. júlí flytur séra
Kristinn K. Ólafson guðsþjónustur
í Vatnabygðunum í Saskatchewan
sem fylgir: í Leslie kl. 12 á hádegi;
í samkomuhúsinu 1 Hólabygð kl. 3
e. h. og í Elfros kl.^7.30 að kvöld-
inu. Síðasta guðsþjónustan verður
á ensku. r
Dr. Björn B. Jónsson og frú hans
komu til Reykjavíkur hinn 24. júní.
Stóð þá yfir prestastefna og kom
Dr. Jónsson þar áður en henni var
slitið. “Bauð biskup hann velkom-
inn á prestastefnuna og til landsins,
en séra Biörn þakkaði og flutti
prestastefnunni kveðju hins vestur-
íslenzka kirkjufjélags,” segir í Vísi.
Annars hefir Lögberg frétt það eitt
af ferðalagi Dr. og Mrs. Jónsson,
að það hafi gengið að óskum og þau
fengið gott veður og ísland hafi
fagnað þeim með hinni mestu sum-
arblíðu, sem það á til í eigu sinni.
ÍSLENDINGADAGURINN
í Seattie, Wash.
Haldinn að “Silver Lake”
*
Sunnudaginn, 6 Agúát, 1 933
Iþróttir byrja kl. 11 f.h.
Hátíðin sett kl. 2 e.h.
Dans frá kl. 6.30 til kl'. 10.30 e.h.
Munum ísland, Islendinga og íslenska túngu
LÖGBERÓ, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ, 1933
# /
Sigurdson, Thorvaldson Co., Ltd.
GENEIIAL MERCHANTS
Three Star Imperial Gasoline, Distillate
Mobile Oils, Marvelube and Polarine
Riverton 7 / Arborg Hnausa
Phone 1 Phone 1 51-M
MANITOBA
Sunnudaginn 23. júlí messar séra
Haraldur Sigmar i samkomuhúsinu
að Brown, Man., kl. 2 e. h.
"Mrs. Kristín Pétursson, Árnes,
Man., andaðist á laugardaginn var
að heimili dóttur sinnar, Mrs. H. G.
Helgason, Gimli. Hún var 78 ára
að aldri, ékkja Bjarna Péturssonar,
sem lengi bjó að Árnes, en er lát-
inn fyrir nokkrum árum. Velmetin
sæmdarkona.
Mr. C. A. Clark, St. James, Man.,
hefir verið beðinn af nokkrum hóp
manna í McKenzie kjördæmi í Sas-
katchewan að gefa kost á sér sem
þingmannsefni í kosningum þeim,
sem þar eru í vændum; en hann
hefir ekki játað því enn sem kom-
ið er.
Sakarías Björnsson andaðist á
General Hospital 13. þessa mánað-
ar eftir alllanga legu. Hann var 72
ára að aldri og hafði búið í Winni-
peg milli 40 og 50 ár; hann var því
einn hinna fyrstu íslendinga hér í
bæ, vinsæll maður og vel þektur.
Hann lætur eftir sig ekkju og
sex börn. Hann var jarðaöur síð-
astliðinn laugardag af séra Rúnólfi
Marteinssyni. Þessa merka manns
verður nánar getið siðar.
íslendingadagsnefnd Winnipeg-
manna óskar eftir að komast í sam-
band við sem flesta af þeim núlif-
andi íslendingum, sem fyrstir komu
til þessa lands, eða með þeim fyrstu
fram að árinu 1883. Alt þetta fólk,
karlar og konur, er vinsamlega beð-
ið að tilkynna ritara nefndarinnar,
sem allra fyrst: 1 Hvort það hafi
ákveðið að vera viðstatt á hátíða-
haldinu í Gimli Park þann 7. ágúst
í sumar; 2. nafn; 3. aldur; 4. hvaða
ár það kom til þessa lands. Öll skrif
í þessu sambandi sendist til G. P.
Magnússonar, ritara nefndarinnar,
að 596 Sargent Ave., Winnipeg.
English Lutheran Services
Next Sunday First Lutheran
Church and the English Lutheran
Church will again combiné for 11:00
a. m. Joint English Services, meet-
ing in the former’s edifice on Victor
near Sargent. The Services will be
conducted by the Rev. Theodore S.
Rees who will take as his sermon
topic “Why Were You Born?”
There wæill be no evening service.
We invite you to come to a cool
church for a restful and helpful
hour of Divine worship.
Stud. theol. B. A. Bjarnason
messar væntanlega i Silver Bay,
Man., næsta sunnudag, þ. 23. júlí,
kl. 2 e. h., á þeim stað er auglýst
verður heimafyrir. Fólk þar í bygð
er beðið að láta sem flesta vita, sem
til verður náð, og að f jölmenna við
messuna.
CARLT0N ELECTRIC
PHONE 80 753 641 SARGENT
Raf-aðgerðir af öllura tegundum,
ásamt vírlagningu. Raf-stðr yðar
“disconnected’’ ÓKEYPIS.
Alt Verk Áöyrgst
TIL SÖLU
íslenska matsöluhúsíð
par sem Islenðlngar I Wlnnipeg og
utanbæjarmenr, fá sðr máltíðir og
kaffi.
WEVEL CAFE
692 SARGENT AVE.
Slmt: .37 464
RANNVEIG JOHNSTON, elgandi.
Jakob F. Bj arnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða stðr- |
um. Hvergi sanngjarnara verð.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Sími: 24 500
CARL THORLAKSON
úrsmiður
699 Sargent Ave., Winnipeg
Heimaslmi 24 141
Dr. Tweed veröur í Árborg
fimtudaginn, hinn 27. þ. m.
Mr. Jón Freemau, héðan úr borg-
inni, lagði af stað til íslands í gær.
Gerir hann ráð fyrir að setjast þar
að. -------------------------
Konan, sem kveikir í ofninum
þínum
En þó hún nyti ei eldsins með þér
ekki var hún rekin upp á
helkalt flæðisker;
hún lötrar framm í eldhús
hvar logi á skíðum brann—
þeir líka njóta eldanna,
er fyrstir kveikja hann.
Endurminning
Hún áður gnótt af ýmsum bar,
en aflið skjótt var þrotið.
Dauðinn sótti sögunnar
sál í tóftarbrotið.
Er dauðans hika dómur má,
drakk hún bikar vona,
öllu vikin yndi frá
ásta svikin kona.
/ hitanum.
Á þá hér til eymda vorra ekkert
spara,
þú náðug fyllir norna sJcara,
niður sól þú mættir fara.
Stubbs dómari.
Honum áttu ýmsir grátt að launa;
í ósjó rór hann ýtti gnoð,
orð hans voru lagaboð.
R. J. Davíðsson.
Nýmæli
Það nýmæli hefir nú fyrir
skömmu verið framborið, að allir
Vestur-íslendingar ættu að ganga
inn í ríkiskirkju íslands.
Hefir séra Jóhann P. Sólmunds-
son borið þetta nýmæli fram á báð-
um vestur-íslenzku kirkjuþingunum
sem haldin hafa verið nú fyrir
skemstu, í Argyle og í Riverton.
Á þingi lúterska kirkjufélagsins
í Argyle flutti hann sfutt erindi og
kvað hann umtalsefni sitt vera um
kirkjulegt samband Vestur-Islend-
inga við kirkju íslands og hefði að-
alefni þeirra hugleiðinga fyrst kom-
ið fram síðastliðinn vetur á lestrar-
félags samkomu á Gimli í kappræðu
sem fjórir prestar hefðu tekiö þátt
í. Hefði kappræðuefnið verið lagt
fram í þessari spurningu: "Gæti
kirkja íslands reynst þjóðinni vest-
an hafs óhultari bjargvættur en
nokkuð annað?”
Sagði ræðumaður að sér væri
játandi svar við þessari spurningu
svo innilegt sannfæringarmál, að af
því stafaði heimsókn sín á kirkju-
þingið. Flutti hann svo erindi sitt,
þessari sannfæringu sinni til stuðn-
ings.
Séra Sigurður Ólafsson mælti
nokkrum ivingjarnlegum oröum í
garð flutningsmannsins, að lokinni
tölu hans og lét i ljós velþóknun
sína á aðalatriðum þessa máls, en að
öðru leyti tók þingið ekki málið til
ineðferðar.
Þar á móti virðist þessu máli tölu-
verður gaumur gefinn af Sambands
kirkjufélaginu og bendir fyrirlestur
forseta þess félags, sem nú er ný-
útkominn í Heimskr., í þá átt, að
svo sé.
X.
íslendingadagurinn
Hnausa, Man. 2 Ágúst, 1933
Iiyrjar Jd. 10 árdegis
Aðgangur 25c fyrir fullorðna, lOc fyrir börn
Ræðuhöld byrja ld. 2 e. h.
MINNI ÍSLANDS:
Ræða—Dr. Richard Beck
Kvæði—Þ. Þ. Þorsteinsson.
t
MINNI CANADA:
Ræða—Tj. S. Thorvaldson, lögm.
Kvæði—Watson iKrkconnell, próf.
MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA:
Ræða—Ragnar E. Kvaran, prestur
Kvæði—G. O. Einarsson.
Frú Sigríður Olson syngur einsöngva
“Boy Scouts” flokkur sýnir leikfimi
íþróttir—hlaup og stökk af ýmsu tagi—íslenzk fegurðar
glíma og kappsund. Dans í Hnausa Community Hall
Verðlaunavalz kl. 9 e. h.
Söngflokkur bygðanna undir stjórn hr. Sigurbjörns
Sigurðssonar.
Skemtiferðarlest til Hnausa fer að morgninum kl. 9 frá
C.P.R. járnbrautarstöðinni í Winnipeg og kemur að kvöld-
inu kl. 11.50. Niðursett far. Lestin leggur af stað frá
Hnausa til Winnipeg kl. 7.05.
DR. SVEINN E. BJÖRNSSON, forseti
G. O. EINARSSON, ritari.
ÍSLENDINGADAGUR
Winnipeg-manna
I Gimli Park, Gimli, Man.
Mánudaginn, 7 Ágúst, 1933
F’orseti dagsins: DR. A. BLÖNDAL
Ræðurnar byrja kl. 2 e. m.
Fjallkonan: MRS. W. J. LINDAL
íþróttir byrja kl. 10 f. h.
“O CANADA”
“ó GUÐ VORS LANDS”
Ávarp forseta—Dr. A. Blöndal
Karlakór
Fjallkonunni fagnað
Nokkrar velþektar söngkonur í ís-
lenzkum búningum.
Ávarp Fjallkonunnar.
Karlakór
Ávarp frá tignum gestum.
Blandaður kór.
Minni íslands:
Kýæði—Þ. Þ. Þorsteinsson.
Ræða—Séra Ragnar E. Kvaran.
Rlandaður kór.
Minni Canada:
Kvæði—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
Ræða—Dr. B. J. Brandson.
Kvennakór.
Nokkrar stúlkur frá Selkirlc sýna ís-
lenzkan þjóðdans, kallaður “Vefara-
dansinn.” Koma þær fram í islenzk-
um búningum.
Karlakór. ,
Eldgamla ísafold
God Save The King
ÍÞRÓTTIR
Fyrsti og annar þáttur íþróltanna byrja kl.
10 f. m. og fara fram samtímis. Verðlaun
gefin.
Að afstöðnum ræðuhöldum fer fram ís-
lenzk glíma.
Kappsund verður þreytt að deginum.
íþróttir allar fara fram undir stjórn þeirra
Mr. G. S. ThorValdsonar og Mr. Björns Pét-
urssonar.
Að kvöldinu kl. 8 byrjar söngur undir
stjórn Mr. Paul Bardals. Gamlir, íslenzkir al-
þýðusöngvar verða sungnir og ætlast er til að
allir taki undir. Þá syngur einnig hinn vel-
þekti karlakór Winnipegmanna.
Dansinn byrjar kl. 9 að kvöldinu og verða
þar dansaðir bæði nýju og gömlu dansarnir.
Gnægð af heitu vatni til kaffigerðar verður
til á staðnum.
Hljómaukar verða settir upp í garðinum svo
ræður og söngur heyrist um allan garðinn.
Ný málverk og ný skreyting verður á söng-
og ræðupöllum.
Inngangur í garðinn fyrir fullorðna 25c en börn innan 12 ára lOc. =
Inngangur að dansinum: inn á áhorfendasviðið lOc en að dansinum 25c.
Fargjald til Gimli og til baka, og inngangnr í garðinn $1.25 fyrir fullorðna en 45c fyrir börn =
innan 12 ára. / =
Takið eftir ferðaáætlun í íslenzku blöðunum í næstu viku. =
I