Lögberg - 27.07.1933, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLI, 1933
Bls. 3
Sólskin
Sér8tök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
Bernskuminning
Eitt sinn endur fyrir löngu og á meðan eg
enn var barn að aldri, var eg send til þess að
reka heim hross ofan úr heiðinni. Degi var
tekið að halla og friðsöm kyrð næturinnar
færðist yfir dalinn minn.
Eg rölti liægt upp í hlíðina fyrir ofan bæ-
inn; eg þurfti ekkert að flýta mér, svo að eg
hugsaði mér, að í þetta sinn skyldi eg vera
lengi .... lengi úti, fyrst eg var ein 0g sjálf-
ráð. Eátt var mér gert verra en að vera rekin
snemma í rúmið á svona kveldum. Já, það
er víst áreiðanlega satt, að eg íor mér að engu
óðslega. Eg gekk áiút upp rindana með
beiziið á öxlinni. Kveldblærinn strauk lokk-
ana frá enni mér og svalaði iieitum, rjóðum
vöngum mínum. Eg dró andann hægt og ró-
lega. Það var svo sælt að bergja af hinni
svalandi friðarveig vornæturinnar björtu og
friðsömu. Þegar eg kom upp á heiðarbrúnina
nam eg staðar og ^ettist á stóran stein til að
hvíla mig. Þaðan sem eg sat, sá yfir allan
dalinn minn, þennan friðsama reit, þar sem
eg var fædd, og enn var mér allur heimurinn.
Ó, livað hann var fallegur . . . . og hvað eg
unni honum mikið!
Eg liorfði yfir skrúðgrænar og bylgjandi,
kjarrvaxnar lilíðamar, með ljósgrænu, djúpu
lautunum á milli. Fannhvítar kindur voru á
víð og dreif irnian um kjarrið; þær bitu græn-
gresið í ró og næði. Eg horfði á silfurtæru
lækina hendast með skvettum og gáskafullum
nið niður lilíðafnar. Þarna var Nónlækur,
hann var kátastur þeirra allra og um hann
þótti mér líka lang-vænst.
Þama lengst úti í dalnum sá eg blika á
vatnið .... vatnið mitt kæra, sem eg hafði
einu sinni róið út á með tveimur vinstúlkum
mínum. Nú var eg svo langt í burtu, að eg
sá að eins votta fyrir eyjunni, sem við liöfðum
verið að skoða. Hún var eins og lítill depill
á miðjum fagurskygðum fleti vatnsins. Og
þarna var Vatnslilíð, þar uxu svo undur fall-
eg og stór tré, og þar hafði eg eitt sinn verið
heilan dag að tína ber.
Bg horfði á bæjaraðirnar meðfram hlíðun-
um beggja megin dalsins. Túnin voru gul af
fíflum og sóleyjum, og mér fundust bæirnir
svo reisulegir, að eg varð hálf-hreykin yfir
því, hvað sveitin mín var fögur og blómleg.
En iivað alt var kyrt; þögnin djúp og
draumarík, ríkti yfir láði og legi. Aðeins
einstaka smáfugl söng sinn ástaróð, og smá-
vaxinn spói sat í brekkunni fyrir neðan mig
og vall svo undur góðlátlega. Eg gat ekki
annað en brosað þegar hann var að líta til
mín. Bogna nefið hans var svo kátbroslegt,
og svörtu gletnislegu augun hans sýndu svo
vel livað hann var innilega ánægður með lífið.
Hvað mér þótti vænt um liann, þennan sak-
lausa, góðlynda vorboða.
En alt í einu laust mið liræðileg hugsun.
Nú mundi eg, að eftir skamman tíma átti eg
að yfirgefa þessa sveit, fíytja í f jarlægt hérað
og sennilega aldrei fá að sjá dalinn minn
framar. Eg fór að gráta og tárin hrundu
niður kinnarnar og ofan á rauða kjólinn minn.
Eg vildi ekki fara að lieiman; milli þessara
lágu heiða óskaði eg að minn heimur yrði
framvegis, eins og hann hafði verið. Eg
kraup á kné og bað til guðs með spentum
greipum, að eg þyrfti aldrei að yfirgefa dal-
inn minn .... En í miðri bæninni lirökk eg
við ....
Eg heyrði skot og sá spóann minn glaða,
sem alt af liafði verið að vella svo ánægjulega,
hendast upp í loftið og falla síðan máttvana
til jarðar. Eg rak upp hljóð og leit upp. Rétt
fyrir ofan mig stóð unglingspiltur af næsta
bæ, með byssu um öxl og sigurglampa í grá-
uin augunum. “Ljóti, vondi strákur, skamm-
astu þín 0g snáfaðu lieim!” hrópaði eg bæði
æst 0g reið. Hann hrökk við og snautaði
sneyptur á burt án þess að svara neinu. Eg
vissi að liann iiafði tekið byssuna í leyfis-
leysi.
Eg flýtti mér til særða fuglsins. Hjartað
sló enn; það barðist ótt og títt; augun þönd-
ust út og voru vot eins og af tárum. Það
blæddi úr stórri und á brjóstinu svo að blóðið
litaði græna grasið rautt.
Yesalings fugl! Þú sem áðan varst svo
glaður og hélzt að lífið hefði gefið þér bless-
un sína. Nú liggur þú hér helsærður og að
dauða kominn......Eg lyfti höfðinu hans litla
og horfði í dökk augun. En eg lirökk við.
Það var mér um megn að horfa á alla þá sorg,
og lesa þá bæn um vernd og hlífð, og sjá þá
heitu þrá til að lifa, sem alt skein úr augum
þessa helsærða smælingja. Það var eins og
eitthvað gréti \ augum hans,.... það var eins
og þegar litli bróðir grét í vöggunni. Mó-
grái fuglinn beygði liöfuðið, titringur fór um
fíngerðan líkamann og hin skæru augu lians
brustu. Hann var laus frá þraut og þjáning
þessa jarðneska lífs.
Eg fleygði mér niður í mosann og grét liá-
stöfum. Eg fyltist taumlausri heift bæði til
guðs og manna. Mér fanst eg aldrei geta beð-
ið guð framar, því að nú var eg sanfnærð um,
að annaðhvort væri enginn guð til, eða þá að
hann væri vondur. Enginn góður guð mundi
leyfa mönnunum að leika þá, sem eru þeim
vanmáttugri, svo grátt. Og þarna lá eg, ellefu
ára gamalt barnið og grét mig í svefn. Eg
grét af því að eg hafði tapað ti’únni á guð
og menn. Eg grét yfir vonzku maimanna,
vanmætti dýranna, og því, sem eg liafði séð í
deyjandi augum fuglsins.
En það vil eg ráðleggja hverjum þeim, sem
hefir þá illu ástríðu að hafa gaman af því að
drepa fugla, að horfa einu sinni til botns í
deyjandi fuglsaugu. Eg trúi því ekki, að slíkt
steinhjarta sé til, sem ekki getur lirærst ti!
meðaumkunar við að sjá alla þá þjáning og
bæn, er falist getur í augum eins fugls, sem
komin eru að því að bresta.
Á. 8., S.-Þing.
—Dýrav.
Heima er bezt
(Æfintýri)
Einu sinni var drengur, sem var svo illa
við graut, sérstaklega vatnsgraut. Hann var
svo skelfing vondur, fanst lionum. En samt
fékk hann vatnsgraut á hverjum degi.—Og
þessvegna hafði hann allan hug á því að kom-
ast eittlivað út í heiminn, því að hvar svo
sem liann lenti þá mundi það verða betra en
að liýrast heima og eta vatnsgraut.
Og svo var það einn góðan veðurdag þeg-
ar pabbi og mamma voru úti á túni að snúa,
að strákurinn laumaðist burt upp yfir heiði.
Hann gekk og gekk og loksins kom liann á
stóran bæ, en þar var enginn heima.
Drengurinn hafði etið upp nesti sitt fyrir
löngu og yar bæði soltinn og lúinn. Þegar
hann hafði beðið þarna vel og lengi en enginn
kom, gat hann ekki stilt sig lengur, því hann
var svo soltinn. Hann fann búrlykilinn og
opnaði. Þar fann hann bæði hangikjöt og
lummur og fleíra góðgæti. Og þegar liann
hafði etið sig saddan fór hann að syfja. Það
var uppbúið rúm inni í stofunni og drengur-
inn var'að leka niður af svefnleysi.—Það ger-
ir víst ekki til þó að eg halli mér þarna, svo
litla stund, hugsaði drengurinn með sér og
svo lagðist hann fyrir og steinstofnaði undir
eins.
En um miðja nóttina komu húsbændurnir.
Bústinn tröllkarl og kerling lians.
“Fussum, sveium, hér er þefur af kristins
manns blóði, öskraði tröllkarlinn í dyrunum.
Þá vaknaði drengurinn og varð lafhrædd-
ur.
“Æ, að eg væri orðinn ofurlítill dvergur
og gæti falið mig fyrir tröllunum,” liúgsaði
hann. Og hvernig nú sem á því stóð, þá varð
hann að ofurlitum dverg um leið og hann
hugsaði þetta. Hann spratt fram úr rúminu
í skyndi. 1 einu stofuliominu var svolítið
gat á þilinu, rétt svo að hann gat smogið gegn
um það, og þið getið nærri að hann var ekki
seinn á sér að skjótast út.
En nú varð hann að vera á vakki úti alla
nóttina og þegar dagaði var liann orðinn al-
veg eins svangur og áður. Hann þorði ekki
að fara inn í stofu til þursanna og búrlykil-
inn hafði hann ekki. En svo datt honum i
hug að smokka sér gegnum dálitla holu í búr-
þilinu og komst inn. Þar hitti hann ofurlitla
mús.
“Góða mús, geturðu ekki sagt mér hvar eg
á að ná mér í. ofurlítið að eta. Eg er svo
svangur, svo skelfing svangur,” sagði dreng-
urinn sem var orðinn að dverg.
“Værirðu mús, þá gæti eg eflaust kent þér
ráð, ” sagði músin, “því að eg veit af ofurlít-
illi liolu hérna í gólfinu, sem eg get smogið
gegnum ,en þú ert of stór til að komast það.”
“Bara eg væri orðinn eins og þú,” sagði
drengurinn og í sama bili varð hann að mús.
Og nú var hann ekki seinn á sér að smjúga
gegnum holuna í búrgólfinu.
Nam, nam! Þarna var gott að vera. En
'þegar máltíðin stófr sem hæst, sá hann tvö
stór kattaraugu lýsa út í einu hominu. Og
litla músarhjartað í drengnum barðist af
hræðslu. í sama bili sem kötturinn var að
hramsa hann hugsaði hann: Bara að eg væri
orðinn að ketti! Og þá varð hann köttur und-
ir eins.
Og svo langaði hann svo til að liggja út í
sólinni og sleikja sálskinið. Og það gerði
hann og liringaði sig þar og var hinn mak-
indalegasti. En þá heyrði hann hundinn
koma geltandi. Yovv, vow, vovv, sagði hann
og gapti um leið svo að hægt var að sjá langt
inn í aldrauðan hvoptinn á honum og allan
ljóta hvassa tanngarðinn. Kötturinn varð
lafhræddur og tók undir sig stökk, en hund-
urinn elti. En í sama bili og kötturinn fann
hvassar hundstennurnar koma við hálsinn á
sér kallaði liann í örvæntingu: Æ, nú vildi
eg óska að eg væri kominn heim til pabba og
mömmu aftur!
Og í sama bili var hann orðinn liann sjálf-
ur og sat heima við borðið 0g var að eta
vatnsgraut með pabba og mömmu.—Ó, en
livað það var gaman að vera kominn heim!
Og nú fanst honum enginn matur í heimi betri
en vatnsgrautur.
—Fálkinn.
HREINA IIÖNDIN
(Austurlensk saga)
Ungur maður, Asim að nafni var dag nokk-
urn leiddur fyrir Harun al Rashid.
Asim hafði stolið brauði.
Hann kraup fyrir framan hásætið og leit
bænaraugum á liið liarða andlit Kalífans.
“Þú hefir brotið boð kóransins og lög mín;
livað hefir komið þér til þessl” spurði kalíf-
inn.
“Þú hinn mikli og voldugi herra. Eg á
gamlan og veikan föður, sem eg verð að
hjúkra, og af þeirri ástæðu vanræki eg vinnu
mína. Sulturinn neyddi mig þessvegna til
þess að stela brauðinu.
Kalífinn leit harðlega á hann.
“Allah, sem veit hvað býr í mönnunum,
mun fyrirgefa þér brot þitt; en eg, hinn jarð-
neski dómari þinn, verð að halda lögin til
fullnustu og hegna þér.”
Hann gaf Mesrur, sem bar sverð dómarans,
merki.
Þegar Asim sá það, livíslaði liann að kalíf-
anum:
“Eg bý yfir leyndarmáli, láttu mig segja
þér það, áður en eg dey. Fyrir tveimur nótt-
um sat eg við sjúkrabeð föður míns. Svefn-
inn yfirbugaði mig, og eg sofnaði; en þá birt-
ist mér Suleiman hinn vitri, og kendi hann
mér galdraþulu. Þegar hún er lesin yfir gull-
pening, og hann er síðan grafinn í jörðu, mun
strax spretta upp gulltré með gullnum ald-
inum—en þó—til eigin afnota má ekki nota
þuluna.”
“Komdu með mér í garðinn, við skulum
reyna galdur þinn. Gullið ætla eg að nota í
þarfir ríkisins,” sagði kalífinn.
Þegar þeir stóðu í garðinum, var Asim
fenginn gullpeningur. Hann mælti fram
galdraþuluna, en rétti kalífanum síðan mynt-
ina, og sagði: “ Aðeins hrein hönd, sem aldrei
hefir tekið neitt frá náunganum, má grafa
myntina, og því aðeins hefir galdraþulan á-
hrif—hönd mín er ekki hrein—, en graf þú
mvntina, voldugi herra. ”
“ Allah er mikill. Eg get ekki grafið mynt-
ina. Þegar bróðir minn sat í kalífahásætinu,
tók eg dálítið af auðæfum hans. Graf þú
mvntina.”
Stórsveírinn tók peninginn, en sagði:
“Mikli herra. Tekjur ríkisins fara milli
handa minna; eg held 'ekki að galdraþulan
hafi álirif í mínum höndum. ”
Hann rétti stór-ímaninum myntina.
Stór-ímaninn sagði: “Umsjón kirkjuskatts-
ins hvílir á mér; eg lield að eg hafi ekki getað
haldið höndum mínum frá eign annara. Eg
læt hermálaráðgjafann fá hana.
Hermálaráðgjafinn tók myntina, en lagði
hana í lófa Asims. “Bg borga hermönnun-
um kaup, og skífti herfangi. Eg þori ekki að
grafa myntina.”
Asim leit á drottnara hinna trúuðu, sem
sagði: ‘ ‘ Asim, eg þakkmþér fvrir þessa kenn-
ingu. Upp frá þessum degi ert þú dómari í
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834 — Office timar 2-3
Heimili 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Wlnnlpeg, Manltoba
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Art* Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 834—Office ttmar 4.30-6
Heimill: 6 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manltoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talslmi 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phones 21 213—21 144
Res. 114 GRENFELL/ BLVD.
Phone 62 571
DR. A. BLONDAL
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er aö hitta
frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Simi 28 180
Dr. S. J. Johannesson
ViCtalstíml 3—5 e. h.
632 SHERBURN ST.—Btmi 80 877
Símið pantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Ábygjfilejíir lyfsalar
Fyrsta flokks afgreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 057
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 545 WlNNIPEG
Dr. A. B. Ingimundson
Tannlœknlr
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slmi 22 296 HelmiUs 46 054
DR. A. V. JOHNSON
lalenakur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Simi 96 210 Helmilis 33 328
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrifstofu talsimi: 86 607
Heimilis talslmi 601 562
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignir manna.
Tekur aC sér aC ávazta sparlfé
fólks. Selur eldsábyrgC og bif-
reiCa ábyrgCir. Skriflegum fyrir-
spurnum svaraC samstundls.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 828
C. W. MAGNUSSON
Nudd.Ur.knW
41 FURBY STREET
Phone 36137
SlmlC og semjlC um samt&lstlma
H. A. BERGMAN, K.C.
talenzkur lögfrœdincrur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 16 56
PHONES 96 052 og 39 048
W. J. LINDAL, K.C. og
BJORN STEFANSSON
talenzkir löofrœöinoar
325 MAXN ST. (4 öCru gólfi)
Talslml 97 621
Hafa elnnig skrifstofur aC Lundar
og GlmU og er þar aG hltta fyrsta.
miCvlkudag 1 hverjum mánuCl.
J. T. THORSON, K.C.
íalenzkur löofrœöinour
801 Great West Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harr).
lalenzkur löomaöur
Ste. 1 BARTELLA CRT.
Heimaslml 71 758
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LöofrceOingur
Skrifst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt City HaU
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
taienzkur lögfrœOingur
Residence Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIFBO
Fasteignasalar. Lelgja hú». Ut-
vega peningal&n og eids&byrgC af
ÖUu lagi.
[ bone 94 281