Lögberg - 27.07.1933, Page 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. JÚU, 1933
Bls. 5
Silfurbrúðkaup
Skúla Sigfúsonar, þingmanns, og
konu hans Guðrúnar Sigfússon.
Fjölmenni mikið var samankomið
á heimili Skúla þingmanns Sigfús-
sonar og konu hans, að Mary Hill
við Manitobavatn sunnudaginn 16.
júlí þ. á. Oft áður hefir verið gest-
kvæmt á þessu heimili, en að þessu
sinni munu gestir þeir, er sóttu þetta
vinamót hafa verið hátt á þriðja
hpndrað manns. Tilefni til þessa
fagnaðar var að á þessu ári hafa
Sigfússons hjónin verið gift fjórð-
ung aldar. Sveitungar þeirra og aðrir
vinir—og þeir eru fjölmennir—
vAdu ekki láta hjá líða að sýna þeim
Sigfússons hjónum vinarþel og
verðskuldaðan heiður á þessu 25 ára
hjónabandsafmæli þeirra.
Eg leit yfir þennan vinahóp brúð-
kaupshj ónanna og reyndi að koma
auga á þá menn og þær konur, er
heima eiga í norður-kjördæmi Skúla
Sigfússonar, en þaðan var fáa að
sjá. Hafa þeir eflaust verið önn-
um kafnir við heyskapinn, sem um
þessar mundir stendur sem hæst.
Af- þessum ástæðum hafa vinir
þeirra þar nyrðra ekki getað sótt
þetta gleðimót. En aftur á móti
voru þar staddir nokkrir af vinum
brúðhjónanna frá Winnipeg, þar á
meðal Mr. og Mrs. Sigfús Ander-
son. Dr. Sig. Júl. Tóhannessyni hafði
verið skrifað og þeim hjónum boðið
að vera með, en læknisanna vegna,.
gat hann því miður ekki sótt mótið.
Forstöðunefnd samkvæmisins
valdi Mr. Sigfús Anderson fyrir
forseta dagsins og leysti hann þann
starfa af hendi með mjög mikilli
rausn og myndarskap, enda er Mr.
Anderson frábærlega vel til þess
fallinn og hefir eflaust oft áöur
staðið i slíkum sporum.
Eftir að forseti hafði ávarpað
fólkið, var byrjað á ræðuhöldum og
töluðu alls 9 menn að meðtöldum
forsetanuin sjálfum. Þá kallaði
forsetinn á fyrsta ræðumanninn,
sem var sóknarpresturinn á Lundar,
séra Jóhann Friðriksson. Hann las
23. Davíðssálm og flutti bæn. Hélt
forseti síðan ræðu og aS henni lok-
' inni kallaði hann næstu 7 ræðumenn
hvern á fætur öðrum í þessari röð.
I. Ingaldson fyrirverandi þingmann
Gimli kjördæmis; séra Guðmund
Árnason; Ágúst Magnússon, Vig-
fús Guttormsson; Jón Halldórsson;
Halldór Jónsson og Sigurjón Jónas-
son.
Milli ræðanna var haldið uppi
hljóðfæraslætti og söng, undir for-
ustu hr. Vigfúsar Guttormssonar.
Voru það helst þjóðsöngvar íslend-
inga að fornu og nýju, er sungnir
voru bæði milli ræðanna og eftir að
ræðuhöldum lauk.
Næst talaði forseti fyrir gjöfum
þeim, er gestirnir höföu fært brúð- j
hjónunum og afhenti þær. Það var
sófi og stóll eða það sem enskurinn
vanalega kallar “chesterfield set”;
sömuleiðis silfur- borðbúnaður og
eitthvað af silfurpeningum. Að
síðustu gaf forseti silfurbrúðhjón-
unum tækifæri til að tala og þakka
vinum sínum með stuttum ræðum.
Það yrði of langt mál í stuttri
fréttagrein, ef segja ætti nákvæm-
lega frá innihaldi allra ræðana, enda
myndi eg ekki muna nógu vel jafn
margar ræður; en hraf 1 úr þeim væri
hinsvegar ófulkomið og ef til vill
ónákvæmt. RæSurnar hefðu helst
átt að birtast allar óskaddaðar, eins
og þær voru fluttar. Aðeins vil eg
geta þess, að ræðumenn árnuðu
brúðgumanum og brúðurínni allrar
blessunar í framtíðinni og var auð-
heyrt að hugur fylgdi máli hjá þeim
öllum.
Kvenþjóðin íslenzka kemur nú til
sögunnar. Konurnar höfðu sett
borð mikil í skógarrjóðri skamt frá
heimilinu, því samsætið var haldið
undir beru lofti, sem æfinlega er
bezt þar sein fjölmenni er saman-
komið og veður leyfir. Það skorti
ekki rausnarskap hjá konunum, sem
stóðu fyrir beina. Þær voru engu
síður en fornkonurnar frægu. Borð-
in voru full af hverskonar sælgæti
og voru margsetin eins og nærri má
geta þar setn fjöJdinn var svona
mikill. Þökk og heiður sé konunum
fyrir frammistöðuna.
Það eru til gamlar sagnir um það,
frá landnámsárum íslands, að þau
Njáll og Bergþóra á Bergþórshvoli
hafi búið þar rausnar- og sæmdar-
búi og að þar liafi jafnan verið
gestkvæmt mjög, því gestrisnin sjálf'
átti þar heima. Öllum sem að garði
bar, var fagnað sem beztu vinum
og menn fundu það fljótt á handa-
bandi þeirra Njáls og Bergþóru og
viðmóti öllu, að þar sat ^inlægnin í
hásæti mannúðar og kærleika. Að
Bergþórshvoli hinu forna hefir því
hlotið að vera mikil gleði og glaum-
ur, oft og tíðum. Vel máGmynda
sér að kona er átti yfir jafn miklu
andlegu atgerfi að ráða og Berg-
þóra, hafi verið tilþrifamikill skör-
ungur á heimili sínu og að gestir
þeir, er þar sátu að sumbli með þeim
hjónum, hafi ávalt fundið anda
samúðar og friðar þess, sem ætti að
ril<ja á öllum heimilum á bygðu
bóli.
Eg veit ekki hvort hægt er, að
öllu leyti, að bera heimili Sigfússons
hjónanna saman við Bergþórshvol
til forna, og Njál og Bergþóru, en
mér finst bæði heimilin eiga sam-
merkt að ýmsu leyti. Heimili þeirra
Sgfússons hjóna hefir, eins og allir
vita, jafnan staðið opið fyrir öllum
gestum, hvort sem þeir hafa verið
af íslenzku bergi brotnir eða ekki.
Hjálpfýsi þingmannsins og kærleiki
til náungans, hefir ávalt verið á háu
stigi hjá þeim hjónum báðum, og á
eflaust mestan þátt í þvi, að afla
þeim þessara víðtæku vinsælda, sem
raun er á. Margoft hefir því verið
mikil gestakoma og fagnaður að
heimili silfúrbrúðhjónanna, ekki síð-
ur en hjónanna a8 Bergþórshvoli
forðum.
Það jók ekki minst fögnuðinn og
gleðina á samsæti brúðhjósanna
hvað veðrið var indælt. Það var
eins og alt hjálpaði til, að gera dag-
inn dýrðlegan og ógleymanlegan.
Veðrið var ákjósanlegt í alla staði,
mátulega heitt og heiðskirt allan
daginn. Það var eins og Guð og
náttúran sjálf hjálpuðu til að setja
helgiblæ á alt umhverfið.
Á einum stað í hinni helgu bók
bókanna er skýrt frá því að engla-
herskarar himnaríkis hafi sungið
og dansað af gleði, þegar Drottinn
skóp manninn. Það mætti vel í-
mynda sér' að ósýnilegir englar
Guðs eða einhver “hulinn verndar-
kraftur” frá almættinu sjálfu, hafi
verið á sveimi umhverfis heimili
brúðhjónanna þennan dýrðarinnar
sunnudag og að Drottinn friðarins
og kærleikans hafi varpað ljósgeisl-
um blessunar yfir brúðhjónin og
vini þeirra alla.
Fagurt er útsýni frá heiinili Sig-
fússons hjónanna við Mary Hill. En
ekki er fyllilega hægt að jafna
þeirri fegurð á við náttúrufegurð
þá, er svo víða blasir við auganu á
fösturjörðu vorri, gamla Islandi.
Hér er ekki Esjan bláa, ekki Snæ-
fellstindur hár; fjöllin og jöklarnir
í fjarska og hafið skínandi bjart.
Þökk sé öllum þeim, er stuðluðu
til þess, að gera silfurbrúðkaupið
sem myndarlegast og sem íslenzkast.
Lengi lifi Skúli Sigfússon og
kona hans Guðrún Sigfússon.
Einn af gestum.
WHITE SEAL
BJÓR
PHONE2OM70
HRESSANDI . .
KÆLANDI
Tilbúinn af sérfræSing-
um, úr malti og humli,
sem flutt er til þessa
lands. Kaupið bjórinn í
kjöggum fyrir heimili
yðar eða klúbb. Er einn-
ig seldur í flöskum.
Kiewel’s White Seal bjór fæst i klúbbum,
bjórstofum og búðum, sem selja fyrir borg-
un út í hönd. Ef ætlast er til að hann sé
fluttur heim, skrifið eða símið ölgerðafhús-
mu.
PAT QUINN, ráðsmaður.
KIEWEL BREWING CO.LTD.
ST. BO NI FA.CE
Ferð Goodtemplara
til Gimli
JU.
pessi auglýsing er ekki útgefin aö fyrirmœlum vínsölunefndar
stjómarinnar. Nefndin ber ekki ábyrgö á pvi, sem hér er sagt
um gœöi þeirrar vöru, sem hér er auglýst.
Eins og auglýst hafði verið í ís-
lenzku blöðunum, héldu Winnipqg
Goodtemplarar sitt árs-“picnic”
norður á Gimli í ár.
Gimli er að verða meira og meira
helgistaður íslendinga í þessu landi.
Islenzkar þjóðernisminningar eru
betur og betur að sameinast utan um
þeirra forna minningastað. HÍÍ5 nor-
ræna eðli þessa norrænasta fólks
allra Norðurlanda, er að finna sjálft
sig á þeim stað, er var þess fyrsti
samkomustaður og þess fyrsta þjóð-
ernislegt heimili í þessu landi. Þar
sein Óðinn, Baldur og Freyja voru
sett á hásæti í hinum ginn-helga höf-
uðstað norræns sálarlífs—Gimli.
Ferðin var hafin að morgni
sunnudagsins, þess 16. þ. m. liðlega
kl. 9, og takmarkinu—Gimli—náð
um kl. 11.30.
Veðrið var hið blíðasta sem mann-
leg ímyndun getur hugsað sér það á
þessari jörðu. Það var glaða sól-
skin, hægur norðlægur andvari og
alheiður himinn að undanteknum
smá skýja-deplum um suðvestur
loftið, sém líktust smá ullarsneplum,
er fleygt hefði verið um loftið á víð
og dreif, og sem voru alhvítir að lit,
nema þar sem þeir tóku á sig lif-
rauðan'lit neðarlega á suðurhveli
sjóndeildarhringsins.
Maður gæti hugsað sér að sól-
guðinn Baldur sæti í suðrinu og
væri þar að kemba ull fyrir frjó-
gyðjuna Freyju, sem sæti viS rokk-
inn sinn og væri að spinna þráð
gróðurlífsins á jörðu. En, að á
þessum glæsilega hásumardegi væri
hann í því skapi sem ungur sveinn.
sem á að kemba fyrir fagra ung-
meyju, sem honum lízt sérlega vel
á, og sem grípur sú gletnis tilfinn-
ing, að í þess stað að rétta ung-
meynni kemburnar kurteislega, þá
kastar hann þeim kæruleysislega í
áttina til hennar, sem hefir þá af-
leiðingu að þær stilna sundur og
dreifast hér og þar út um himin-
inn.
Landið umhverfis var “fagurt og
frítt.” Sléttar grundir, grashagi,
akrar og engi bar alt þann fagra,
græna blæ, sem hrífur svo mannlegt
auga og fyllir sálina gleðiríkri
sælutilfinningu og djúpri lotningar-
fullri aðdáun fyrir dýrðleika lífsins
—jafnvel hér á jörðu. En svo var
enn meira að sjá. Skógarnir, ungir
og fríðir voru eins og lífverðir hér
og þar. Stundum smáir runnar,
eins og lítill barnahópur að leika sér.
Stundum stærri umferðar, eins og
unglingafélög að ieikjum. Og enn
á sumum stöðum mátti sjá leifar af
gömlum skógum, sem enn stóðu
grænir og þreklegir; sem enn voru
verndarviðir hins yngra lífs og sem
enn skoðuðu sig bera ábyrgð fyrir
velferð þess yngra og uppvaxandi.
Mér er stundum ráðgáta hvernig
þeir menn, sem enga fegurð sjá í
náttúrulifi sléttulandsins í Mani-
toba. geta séð og f undið nokkra f eg-
urð á þessari jörðu.
Bifreiðin þaut áfram með 30
mílna hraða á klst. eftir rennslétt-
um sandsteypuvegi. Bændabýlin,
gripahjarðirnar og heyhraukarnir
sýndust á fleygiferð í gagnstæða átt
við oss eða aftur og fram, og minti
á lífsins eilífa áframhald.
Þegar til Gimli kom, fékk maður
meðvitund um að vera að koma inn í
íslenzka höfuðborg. En þó Gimli
sé ekki allra borga stærst—nei, svo
langt frá því—þá stendur hún lík-
lega fáum borgum aftar.hvað virki-
lega náttúrufegurð snertir. Og með
tilliti til mannfjölda, þá er sú feg-
urð, sem mannleg hönd og heili hafa
bygt upp, nú orðið engra eftirbátur.
Frumbýlingsblærinn er að hverfa.
en alt er að taka á sig nútíðar menn-
ingarmót. Og er sliks engu síður
vart innan húss en utan. Á kven-
þjóðin í þvi sina þýðingarmiklu
hlutdeild.
Þegar út í skemtigarðinn kom
(Gimli Park)—var þar samankom-
ið um eða yfir 300 manns. Byrjaði
skemtiskrá dagsins kl. 2 síðd.
Hófst hún með því að unglinga-
stúkan á Gimli söng all-marga ís-
lenzka söngva undir umsjón Mrs.
Kristjönu Chiswell. Fór það prýði-
lega fram. Ennfremur skemtu
nokkrar stúlkur úr þeim hóp með
framsögn og fengu að verðugu al-
ment lof fyrir.
Tvær góðar raddir komu fram frá
stúkunni í Selkirk, þær Miss Soffía
Ólafsson, með framsögn, og Mrs.
Sigríður Goodman, með fallega
stutta tölu og kvæði.
Þá kom fram St. Æ. T. A. S.
Bardal. Talaði hann um ástandið
hér í fylkinu frá bindindis-sjónar-
mjði. Lýsti hann óstjórn þeirri,
sem á sér stað undir “Government
Control”. Var gjörður góður róm-
ur að máli hans. Hann talaði bæði
á ensku og íslenzku.
En höfuð atriðið á skemtiskránni
var ræða Dr. Richards Beck. Var
það öflug og ítarleg ræða, er lýsti
bindindisástandi ýmsra þjóða. Var
ræðan afar fróðleg og skörulega og
skemtilega flutt. Verður hún birt í
íslenzku blöðunum.
Samkoma þessi bar engan vott
um vonteysi eða örvæntingu um sig-
ur þess málefnis, sem hún var helg-
uð. Hún bar rniklu fremur vott um
aukinn áhuga fyrir bindindismálum
og að nú sé einmitt kominn tími
fyrir alþýðuna að vakna, þegar
/ '
reynslan sannfærir menn um að
engrar aðstoðar sé að vænta frá
hálfu stjórnarinnar. Það eru fleiri
og fleiri að fá skilning á því hvað
stjórnmálamenn eru ótrúir öllum
hærri hugsjónum. Og hvað stjórn-
málin eru utangarðs þegar um þjóð-
félagslegar framfarir er að ræða.
Það er vonandi að þessi og þvílík-
ar samkomur geti opnað augun á
íslendingum þessa lands fyrir því,
að barátta Goodtemplara fyrir bind-
indi sé bæði nytsöm og heiðarleg og
þjóðflokki vorum til sóma.
S.B.B.
íslandsglíman var háð á íþrótta-
vellinum í fyxrakvöld. Veður var
hið bezta og áhorfendur fjölda
margir, enda keppendur að þessu
sinni yfirleitt mjög slyngir glimu-
menn, og var mörgum forvitni á að
sjá átök þeirra og hver bera myndi
sigur úr býtum. Þátttakendur urðu
eigi nema 6, því að einn gekk úr
skaftinu. Lárus Salomonsson varð
sigurvegarinn á ný og hélt því
glímukóngsheitinu. Hlaut hann 4
vinninga. Sigurður Thorarensen
fyrrv. glímukongur, Georg Þor-
steinsson og Ágúst Kristjánsson
hlutu 3 vinninga hver, Þorsteinn
Einarsson 2, en Hinrik Þórðarson
engan. Fegurðarglímuverðlaunin
(Stefnuhornið) hlaut Sigurður
Thorarensen og þar með titilinn
glímusnillingur íslands.
Mbl. 25. júní.
Who Is a Graduate?
A graduate of our College
is one who passes the ex-
aminations set by the Busi-
ness Educators’ Association
of Canada. We do not set,
nor do we examine our
final examination papers.
We cannot let a student
pass, nor can we prevent
him from passing. The
Business Educators’ Asso-
ciation sets our final ex-
aminations.
D. F. FERGUSON,
President and Principal
Employment
Service
For the benefit of our
graduates and under-gradu-
ates we operate a free Em-
ployment Department which
registers students who are
qualified for various types
of positions and introduces
them to business opportuni-
ties. There is no charge to
the business public or to the
student for this service.
G.H. LAUGHTON
Asst. Principal
Better Teachers
Mr. Fergusón’s policy of providing “Better Teachers”
has attracted more than 40,000 students to this College
during the past twenty years. In fact, it is quite im-
possible to secure better value in business education
tjian is available at “The Success.”
Only the inost exi>ert and capable teachers are retalned on our
Staff. Our 1983 Staff is exceptionally well oualified to maintain
tlie high MH*oitl of achievenient attained by tliis Sch<H>l.
RITA GOOD, B.A.,
P.C.T.,
Shorthand, Dept.
To train at the “Sncx*ess” means to train thoroughly-
rapidly—and to train at tlie lcast possible expense..
-to traii*
J. C. W,AY
Penmanshlp Dept.
C. L. NEWTON
Accountancy Dept.
NOW IS NOT THE TIME TO
“MARK TIME”
Markins* time means losiii}? time. Young people who have cNmi-
pleted llÍK'li School sliould think forward, plan forward, and go
forward; tliey sliould think sncH'ess, plan success, aiul be
suocessful. Tbc‘ lansor crowd will not do tbis—tliat is wl»y your
opportunity is so great, if you will take advantage of it.
Bettcr business conditions arc now definitely in sight. You
should prepare now for your busincss c*arc>cr and you should
prcpare tlioyou^hly.
Special Summer
Tuition Rates
During the months of July and August our tuition rates will be
as follows:
í i l
LuA ÉYRIKSON
Shorthand Dept.
Day School (full day)
Day School (half day)
Night School
$15.00 a month
$10.00 a month
$ 5.00 a month
Stutlents enroUiiig now wi 11 be privilegetl to
C'ourses at tliese rates.
eoniplete tlieir
M. W. THIERRY
M.A.,
Secretarial Dept.
ENROLL MONDAY
Phone 25 843
MABEL ANDERSC
B.A.
Shorthand Dept.
IíLLEN BRADLEY
Typewriting Dept.
BUSINESS COLLEGE
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET
OLIVE G. SLATER
B.Sc., (He.)
English Dept.