Lögberg - 27.07.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.07.1933, Blaðsíða 6
Bls fí LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLÍ, 1933 POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR E. PORTER —>— -----------— “Auðvitað gerði hann það. Hann lagðist í bólið fyrir mánuði og hefir ekki staðið upp síðan. Hann er veikur og hann langar til að sjá þig. Viltu koma?” “Voikur! Það var slæmt,” sagði Polly- anria. “Eg kem náttúrlega. Eg skal strax sækja hattinn minn og yfirhöfnina. ” Mary var nú dálítið á öðru máli. “Held- urðu að Mrs. Carew mundi láta þig fara út með ókunnugum dreng eins og þessum'?” “Hann er ekki ókunnugúr,” sagði Polly- anna. “Eg er búin að þekkja hann lengi og eg má til að fara.” “Hvað er eiginlega hér um að vera?” spurði Mrs. Carew, sem kom að í þessu. “Hver er þessi drengur, Pollyanna, og hvað er hann að gera hér?” “Þér lofið mér að fara, Mrs. Carew. Viljið þér ekki gera það ? ’ ’ “Fara hvert?” “ Að finna bróður minn,” sagði drengurinn og reyndi nú að vera eins kurteis eins og hann gat. Hann getur ekki gengið og hann lét mig aldrei í friði fyr en eg lofaði honum að sækja Pollyanna. Hann er altaf að hugsa um hana.” “Má eg fara?” spurði Pollyanna ofboð blíðlega. Mrs. Carew hristi höfuðið. “Að þú farir með þessum dreng? Auðvit- að ekki, Pollyanna; mig furðar að þér skuli geta dottið annað eins og þetta í hug. ” “En eg vil að þér komið líka,” sagði Polly- anna. “Eg?. Hvaða dæmalaus vitleysa er þetta íbarn. Þetta tekur engu tal. Þú getur gefið drengnum dálítið af peningum, ef þú vilt.” “Þakka yður fyrir,” var drengurinn fljót- ur að segja. “Efg kom ekki til að biðja um peninga. Eg kom til að sækja Pollyanna.” “Já, og eg skal segja yður, Mrs. Carew, að þetta er Jerry Murphy, drengurinn sem fann mig þegar eg viltist, og fylgdi mér heim,” sagði Pollyanna. “Viljið þér ekki lofa mér að fara?” “Það tekur ekki nokkru tali,” sagði Mrs. Carew. “En hann segir að hinn drengurinn sé veik- ur og hann langi til að sjá mig. ’ ’ “Eg get ekki að því gert.” “Eg þekki drenginn vel, Mrs. Carew. Það er alveg satt. Hann les bækur, allra skemti- legustu bækur, þar sem sagt er frá mörgum hetjum og hreystiverkum þeirra og hann gefur fuglunum og íkornunum og hann gefur þeim nöfn. En hann getur ekki gengið og hann hefir oft svo sem ekkert að borða og hann hefir lengi verið að leika gleðileikinn minn, þó hann hafi ekki sjálfur vitað af því. Og hann leikur hann miklu betur en eg get gert. Eg hefi verið að leita áð honum um allan garðinn nú í marga daga og hvergi get- að fundið hann. Eg segi vður alveg satt, Mrs. Carew, að eg má alveg til með að fara og finna drenginn. Eg má ekki tapa af hon- um aftur. ” ‘ ‘ Þetta er hrein og bein vitleysa, og ekkert annað,” sagði Mrs. Carew. “E(g átti ekki von á því, að þú mundir biðja svona freklega um það, sem þú veist að eg vil ekki leyfa þér. Eg get ekki látið þig fara með þessum dreng. Segðu ekki orð um það frekar. ” Pollyanna visi ekki rétt í bráðina hvað hún ætti nú til bragðs að taka. En hún var ekki mjög lengi að ráða það við sig. Hún leit ör- ugglega á Mrs. Carew og sagði: “Eg verð þá að segja yður alt, sem eg veit um þetta. Eg ætlaði ekki að gera það fyr en eg væri alveg viss um það. Eg vildi að þér sæ- uð hann fyrst. En nú verð eg að segja yður alt. Eg má ekki tapa af honum aftur. Eg held, Mrs. Carew, að hann sé Jamie.” “Jamie! Ekki Jamie minn!” sagði Mrs. Carew og fölnaði í andliti. “ Jú, einmitt hann.” “Það getur ekki verið!” “Kannske ekki, en hann heitir Jamie og hann veit ekki hvað hann heitir meira. Fað- ir hans dó þegar hann var sex ára og hann man ekkert eftir móður sinni. Hann heldur að hann sé svo sem tólf ára. Þetta fólk tók hann þegar faðir hans dó og faðir hans var eitthvað undarlegur, og sagði fólkinu ekki hvað hann liéti. ” “Við skulum strax fara,” sagði Mrs. Carew. “Mary, segðu Perkins að koma með bílinn eins fljótt eins og hann getur. Náðu hattinum þínum og yfirhöfninni, Pollyanna. Viltu gera svovel að bíða ofurlítið, drengur, við komum rétt að segja strax með þér. ” Svo flýtti hún sér upp á loft. Drengurinn stóð kyr í forstofunni og þótti nú víst hafa vel skipast. Hann var eitthvað að tala um það við sjálfan sig, hvað “Sir James” mundi segja, þegar þau kæmu öll í bíl. X. KAPITULI. Bíllinn fór af stað og inni í blínum sátu þær Mrs. Carew og Pollyanna, en Jerry sat hjá ökumanninum sem virtist vera heldur ó- ónægður með þetta ferðalag, en Jerry fann auðsjáanlega til þess að nú riði töluvert á sér, því liann var leiðsögumaðurinn, og sá eini, sem vissi hvert halda skyldi. Þegar bíll- inn var kominn þangað sem ætlað var, stökk Jerry niður úr sætinu og opnaði bílhurðina fyrir Mrs. Carew og Pollyanna. Hann reyndi að haga sér í öllu eins og hann hafði svo oft séð bílstjóra gera. Pollyanna flýtti sér út úr bílnum, sem mest hún mátti, því áhuginn var mikill. En það fór hrollur um Mrs. Carew þegar hún kom út úr bílnum bg sá alla þessa fátækt og allan þennali sóðaskap, sem þarna blasti við aug- um hennar. Jerry lét til sín taka og ruddi krökkunum úr vegi og jafnvel fullorðnu fólki líka, sem þarna var, svo hann sjálfur, Mrs. Carew og PoÍlyanna gætu komist áfram og inn í bygg- inguna. “Munið þið það bæði, að hvorugt ykkar mó segja orð í þá átt, að það geti verið að hér sé drengurinn, sem eg er að leita að. Eg verð fyrst að sjá liann og tala við hann. ” “Auðvitað ekki,” sagði Poliyanna. “Lyftivélin hjá okkur er ekki í lagi í dag,” sagði Jerry og var að reyna að vera fyndinn. “Þið verðið því að reyna að ganga upp stig- ann, en það eru göt á sumum tröppunum, sem maður verður að vara sig á og svo er oft- ast eitthvað af börnum í stiganum, stundum sofandi. En við verðum að komast upp á efsta loft.” Mrs. Carew varð \>ör við götin á tröppun- um, sem Jerry liafði verið að vara hana við, og þar var líka eitt barn að minsta kosti, og var það að leika sér að pjáturkönnu. A hverju gólfi voru opnar dyr á íbúðarherbergjunum og hún sá þar ógreiddar og illa klæddar kon- ur og óhrein börn. Sumsstaðar voru börn að gráta og sumstsaðar karlmenn blótandi og ragnandi. Alstaðar var brennivínslykt og lykt af matarúrgangi og fólki, sem ekki hafði baðað sig. A þriðja gólfi stansaði drengurinn loksins framan við hurð, sem var aftur. “Eg er rétt að hugsa um hvað Sir James muni segja, þegar eg kem með vkkur inn til hans,” sagði Jerry. “Eg veit hvað Mumsey g-erir, hún fer bara að gráta.” Svo opnaði hann hurðina npp á gátt. “Hér erum við nú,” sagði hann, “og við komum í stórum og fallegum bíl. Hvernig lýst þér á það, Sir James?” Herbergið var lítið og kalt og fátæklegt, en hreinlegt og vel um gengið. Hér voru engin ógpeidd og úfin kvenhöfuð og engin óhrein Ibarnaandlit, og engin brennivínslykt eða svitalykt. Þarna voru tvö rúm, þrír hálf- brotnir stálar, kassi, sem notaður var fyrir !)orð og svolítil eldavél, en ekki svo mikill eldur í henni, að hún hitaði þetta litla her- bergi. 1 öðru rúminu var drengur, sem sjá- anlega var eitthvað veikur. Þarna sat líka kvenmaður, megruleg og föl í andliti, og öll hálfskökk af gigt. Mrs. Carew gekk inn í herbergið en stans- aði þegar hún kom inn úr dyrunum og stóð upp við vegginn, og það var eins og hún þyrfti þess með að styðja sig við eitthvað. Pollyanna flýtti sér til drengsins í rúminu. “Nú verð eg að fara,” sagði Jerry, 0g fór sína leið. Jamie brosti ósköp sakleysisloga og rétti út sína litlu og mögru bendi. Eg er ekki óánægður, eg er ánægður, vegna þess að þetta varð til þess að þú komst til mín. Svo líður mér nú líka betur núna. Mumsey, þetta er litla stúlkan, sem eg liefir sagt þér frá, sú, sem leikur gleðileikinn. Mumsey er faíin að leika hann líka. Fyrst grét hún vegna þess að henni var svö ilt í bakinu að hún gat ekki unnið. En þegar mér versnaði, þá þótti henni vænt um, því þá gat hún verið heima hjá mér. ” Mrs. Carew kom nú að rúminu til drengs- ins og það var eins og hún væri eitthvað milli vonar og ótta. “Þessi kona er Mrs. Carew. Hún kom hingað til að sjá þig, Jamie,” sagði Polly- anna. Þessi litla og veikburða kona, sem þarna var inni, hafði nú staðið á fætur, þó hún ætti bágt með það, og bauð Mrs. Carew feimnis- lega stól til að sitja á, og þáði hún sætið án þess einu sinni að líta á þessa veikburða konu. Hún horfði stöðugt á drenginn í rúminu. “Þú heitir Jamie?” spurði hún í heldur veikum róm. “Já, frú,” svaraði drengurinn og horfði beint á hana. “Og hvað heitir þú meira?” “Eg veit það ekki. ” “Hann er ekki sonur yðar?” spurði Mrs. Carew og leit nú í fyrsta sinn á konuna, sem þarna var. *“Nei, hann er ekki minn sonur.” ‘ ‘ Og þér vitið ekki hvað hann heitir ? ’ ’ “Nei, eg hefi aldrei vitað það. ” Mrs. Carew snéri sér aftur að drengnum. “Rejmdu að hugsa um þetta. Geturðu ekkert munað um það livað þú lieitir, annað en Jamie?” Drengurinn hristi höfuðið. Það var auð- séð að honum var farið að þykja þetta eitt- hvað skrítið. “Hefir þú ekki neitt sem faðir þinn ótti, þar sem kannske væri liægt að finna nafn lians. “Hann átti ekkert, sem var þess virði að liirða það, nema þessar bækur,” sagði Mrs. Murphy. Þær eru héma. Kannske þér vilj- ið líta á þær,” sagði hún og benti á nokkrar bækur á hillu hinum megin í herberginu. “Haldið þér að þér þekkið liann?” “Eg veit ekki,” sagði Mrs. Carew og stóð upp og fór að athuga bækurnar." Þær voru ekki marga, kannske svo sem tíu eða tólf. Þessar bækur voru sín úr hverri áttinni og fáar merkilegar, en þó sumar. Hún skoðaði þær vandlega í þeirri von að hún kynni að finna eitthvert mannsnafn skrifað ó þær, en svo var ekki. Þegar hún var búin að þessu kom hún aftur til konunnar og drengsins, sem veittu henni nána eftirtekt og þótti vafalaust eitthvað skrítið við komu hennar. “Eg vildi að þið bæði vilduð segja mér alt, sem þið vitið um ykkur sjálf,” sagði Mrs. Carew og settist aftur á stólinn. Þau gerðu það og það var hér um bil sama sagan eins og Jamie hafði áður sagt Polly- anna. Þar var mjög lítið nýtt, og ekkert sem leysti úr því leyndarmúli, sem Mrs. ‘ Carew var að reyna að komast að. Eftir nokkra stund spurði Jamie hana blátt áfram: “Haldið þér að þér þekkið föður.minn?” “Eg veit ekki,” svaraði hún. “En eg held ekki. ” Það var auðfundið að Pollyanna varð fyrir f jarskalega miklum vonbrigðum, en um leið og hún leit á Mrs. Carew mundi hún eftir því, að liún mátti ekkert segja um þetta. Jamie mundi nú eftir því, að liann mátti ekki gleyma að sýna gestunum tilhlýðilega kurteisi. “Það var ósköp fallegþ af ykkur að koma,” sagði hann við Pollyanna. “Hvernig líður fuglunum og íkornunum? Gefur þú þeim nokkurntíma núna?” Hún svaraði þessu engu, því hún var um alt annað að hugsa, og fór að tala um alt annað. “Eg skil ekki hvernig þú getur leikið gleði- jeikinn hér Jamie,” sagði hún. “Eg hélt að engin manneskja ætti heima í svona plássi.” “Það er ekki svo slæmt,” svaraði Jamie. “Þú ættir að sjá hvernig það er hjá sumu fólkinu hérna niðri. Það er miklu verra en l>etta. Það er ýmislegt fallegt og skemtilegt í þessu herbergi. Við höfum sólskin hér í nærri tvo klukkutíma á dag, þegar sólskin er og ef þú ferð út að glugganum, þá getur þú séð dálítinn part af himninum, og það er svo gaman að veita skýjunum eftirtekt. Ef við bara gætum verið hér kyr, þá væri nú alt gott, en við verðum líklegast a-ð fara héðan og það þvkir okkur slæmt.” “Farar? Hversvegna?” “Við erum orðin á eftir að borga húsaleig- una. Mumsey hefir verið veik og því ekki getað unnið sér neitt inn. ” Það mátti heyra gráthljóð í röddinni og reyndi hann þó að verjast því alt sem hann gat. Mrs. Dolan hérna niðri, sem geymir fyrir mig stólinn minn, hjálpar okkur þessa vikuna. En hún getur auðvitað ekki gert það lengi 0g þá verð- um við að fara, nema Jerry verði eitthvað sérstaklega heppinn. ” “En getum við ekki—” byrjaði Pollyanna að segja, en hún komst ekki lengra. Mrs. Carew stóð upp og sýndist vera að flýta sér. “Komdu Pollyanna,” sagði hún, “við verðum að fara, ’ ’ svo vék hún sér að konunni: “Þið þurfið ekki að fara héðan. Eg skal strax senda ykkur peninga og mat og skal láta góðgerðafélag, sem eg tilheyri vita um hvernig ástatt er hjá ykkur.” Þessi litla og veikburða kona stóð nú næst- um því upprétt 0g hún sýndist nú stærri en áður. Það kom roði fram í kinnarnar á henni og það leyndi sér ekki að henni liefði runnið í skap. ‘ ‘ Þakka yður fyrir, Mrs. Carew, en eg verð að af þakka þetta,” sagði hún með nokkurri þykkju. “Það veit hamingjan að við erum fátæk, en við erum ekki þurfafólk.” “Hvaða vitleysa er þetta,” sagði Mrs. Carew með töluverðri áherzlu. “Þið þiggið hjálp frá þessari konu þarna niðri, drengur- inn sagði það.” “Bg veit það, en það eru ekki gustukagjaf- ir, Mrs. Dolan er vinkona mín. Eg mundi liafa gert það sama fyrir hana, og eg hefi stundum gert það. Það eru ekki gustukagjaf- ir, þó vinir hjálpi hvor öðrum eitthvað við og við. Þar er mikill munur á. Við höfum ekki alt af verið eins fátæk eins og við erum núna og við höfum aldrei verið upp á aðra komin, og aldrei látið okkur detta í hug að þiggja hjálp frá öðrum. Eg þakka yður fyrir, en eg get ekki þegið hjálp yðar.” Mrs. Carew sýndi nokkurn þykkjusvip. Þessi stund, sem hún hafði verið þarna hafði orðið henni til erfiðleika og óánægju og von- brigða. Þar að auki var hún úrvinda af þreytu. “Það er þá ekki meira um það, ef þér vilj- ið ekki þiggja hjálp,” sagði Mrs. Carew kuldalega. “En því farið þér ekki til þess, sem á þessa byggingu, eða sér um hana, og heimtið að herbergið sé gert viðunanlegt meðan þér eruð hér? Þér getið að minsta kosti lieimtað að settar séu rúður í gluggana. Rúðurnar eru brotnar og tuskum og bréfum troðið í götin. Þar að auki er stiginn hing- að upp lirein og beint hættulegur. ” “Við höfum reynt að fá gert við ýmislegt,” sagði Mrs. Murphy, en það liefir aldrei orðið svo sem neitt af því að nokkuð hafi verið gert. Við sjáum náttúrlega aldrei nema umboðs- mann eigandans og hann segir að leigan sé svo lítil að eigandinn hafi enga peninga til að láta gera við nokkurn hlut.” “Þetta er bara vitleysa. Það er skammar- legt að láta þetta vera svona. Eg held það sé meira að segja hreint og beint lagabrot að láta stigana vera í því ólagi sem þeir eru. Eg skal sjá um að þetta verði ekki látið ganga svona lengur. Hver á þessa byggingu og hver er sá sem liefir umsjón með henni?” “Eg veit ekki hver ó hana, en umboðsmað- urinn heitir Mr. Dodge.” ‘ ‘ Dodge! Þér eigið ekki við Henry Dodge?” sagði Mrs. Carew og brá sjáanlega við. “Jú, hann heitir Henry Dodge.” i Roði stökk fram í kinnarnar á Mrs. Carew, en sem hvarf fljótlega aftur og hún varð enn fölari en áður. “Jæja, hver sem hann er þá skal eg líta eftir þepsu,” sagði Mrs. Carew og bjóst til að fara. “Komdu, Pollyanna, nú verðum við að fara.” Með tárin í augunum varð Pollyanna að kveðja Jerry. “Eg kem aftur,” sagði hún. “Eg kem á- reiðanlega bráðum aftur,V og svo flýtti liún sér út úr herberginu ó eftir Mrs. Carew. Pollyanna sagði ekki orð þangað til þær voru komnar niður alla þessa stiga og inn í bílinn, en þá gat hún ekki þagað lengur. “Góða Mrs. Carew, segið þér nú að hann sé Jamie. Það væri svo fjarskalega gott fyrir liann að vera Jamie.” “EJn liann er ekki Jamie!” “Hamingjan góða! Eruð þér vissar um það?” “Nei, eg er ekki alveg viss, það er nú verst af því öllu. Eg held ekki að það sé hann. Eg er næstum því viss u mað það er ekki. En það er kannske mögulegt og það er einmitt það, sem er að gera alveg út Af við mig.” ‘ ‘ Getið þér ekki bara ímyndað yður að hann sé Jamie? Bara slegið því föstu og þá getið þér tekið hann heim til ýðar.” “Tekið drenginn heim til mín, þó hann sé ekki Jamie minn? Það tekur engu tali Polly- anna. Það gæti eg ekki.” “Eri ef þér getið ekki hjálpað lionum, þá hefði eg hugsað að yður þætti vænt um að finna einhvern annan líkan honum, sem þér g’etið hjálpað. E(f yðar Jamie væri nú kann- ske eins og þessi, veikur og fátækur, þætti yður þá ekki vænt um, ef einhver væri góður við hann og tæki hann að sér?” “Ekki þetta, Pollyanna, það gerir mig veika að hugsa um þetta.” “Ef þessi drengur er yðar Jamie, þá viljið þér náttúrlega fá liann. En þó hann sé það ekki þá gerðuð þér yðar dreng ekkert ilt með því að taka þennan og þá liði lionum svo miklu betur. Og þó þér finnið rétta dreng- inn einhverntíma, þá er engu tapað, þér haf- ið bara hjálpað tveimur drengam í stað eins.” “Ekki þetta, Pollyanna, ekki þetta. Eg þarf að hugsa mig um. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.