Lögberg - 27.07.1933, Side 7

Lögberg - 27.07.1933, Side 7
LÖGBiERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLÍ, 1933 Bls. 7 Viðhorfið í áfengis- malinu (Framh. frá 1. bls.) alvarlegir tímar kveðja til enn meiri starfa. Hver einstaklingur, sem vill kenna þjóÖinni bindindi, kenna henni a'Ö skoða launbruggara, smyglara og launsala sem fööurlandsféndur, og vinnur þannig að því, að skapa þaö almenningsálit, sem dæmir þá óal- andi og óferjandi, er að sjálfsögðu hinn þarfasti liðsmaður i þessari herferð. Vér viljum leggja áherzlu á að sem flestir einstaklingar vinni að því, að fá blöð crg timarit í þjón- ustu þessa málefnis. Ennfremur að reynt sé að stofna ný félög til þátt- töku í herferðinni, þar sem þess sýnist þörf. í trausti þess að alþjóð bregðist vel við áskorun vorri biðjum vér öll blöð landsins að flytja hana.” Undir áskorun þessa höfðu ritað nálega fimtíu málsmetandi menn og konur á Islandi, af öllum sléttum og stjórnmálaflokkum; þeirra á meðal voru kirkju- og kenslumálaráðherra og biskup landsins ; þrír prófessorar Háskóla Islands; landlæknir, fræðslumálastjóri, búnaðarmála- stjóri og stórtemplar; lögreglustjóri og borgarstjóri Reykjavíkur; rektor mentaskólans og margir aðrir skóla- stjórar; alþingismenn, forgöngu- menn íþrótta- og verkalýðsfélaga. Þarf því enginn að óttast, að þessi hópur merkra manna og kvenna hafi bundist samtökum um, að gefa út opinbera yfirlýsingu jafn alvarlegs eðlis, án þess að næg rök væru fyr- ir hendi og nauðsyn bæri til. Dreng- skaparlund og heilbrigð ættjarðar- ást knúðu þá til stárfa. Jafnframt er það auðsætt, að þessum hálfgild- ings bannlögum á íslandi er næsta mikils áfátt, enda fer þjóðarat- KAUPIÐ ÁVALT LUMBER tua THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREEX. WIN NTPKG, MAN. kvæði fram um þau á næstunni. Nú skulum við renna augum til náfrænda okkar Norðmanna. Mik- il gleði varð í herbúðum andbann- inga þegar vínbannið var afnumið í Noregi. Þar með átti að vera skor- ið fyrir áfengis-meinsemdirnar hjá þessari frændþjóð okkar. Hefir drykkjuskapur farið minkandi? Eru smygl, heimabrugg og leynisala dottin úr sögunni í þessu fagra landi feðra vorra? Sem miður fer, er því ekki að heilsa. Mun láta nærri að Norðmenn verji til vín- kaupa 160 miljónum króna á ári. Það er engin smáræðis upphæð fyr- ir þjóð, sem ekki er fullar þrjár miljónir að mannfjölda. I frétta- dálkum norsku blaðanna má einnig sjá nægar sannanir þess, að smygl, heimabrugg og leynisala þrífast á- gætlega í þessu vínbannslausa landi. Flytjum okkur því næst um set yfir til Svíþjóðar. Miklu lofi hef- ir verið hlaðið á vínsölufyrirkomu- lagið, sem ríkir þar í landi—Bratt- fyrirkomulagið svonefnda. Fram- leiSsla víns og sala eru í höndum ríkistjórnarinnar. Þeir, sem kaupa vilja sterka drykki, verða að hafa til þess leyfi hins opinbera. Eng- ar hömlur eru lagðar á sölu bjórs og léttra vína. Hver sá, sem orð- inn er hálf þrítugur, og yfirvöldin þekkja að hófsemi, getur fengið leyfi til áfengiskaupa. Bindindis- nefnd hvers staðar, bæja eða sveita, hefir fult vald til að svifta hvern þann vínkaupa-leyfi, sem misbeitir INNKOLLUNAR-MENN LOGBERGS Amaranth, Man.................... B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man............................. G. Sölvason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota.............. Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask...............................S. Loptson Brown, Man...........................J. S. Gillis Cavalier, N. Dak®ta.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.....................S. Loptson Cypress River, Man..............F. S. Frederickson Dafoe, Sask .........................J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota............ Jónas S- Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.......................... C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota....................J. J. Myres Hecla, Man......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota............................John Norman Hnausa, Man..................................... G. Sölvason Höve, Man..........................A. J. Skagfeld Húsavík, Man...................................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kandahar, Sask.......................J. Stefánsson Langruth, Man...................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota...................j. j. Myres Mozart, Sask.................................Jens Eliason Narrows; Man.......................Kr. Pjetursson Oak Point, Man.....................A. J. Skagfeld Oakview, Man.......................Búi Thorlacius Otto, Man......................................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash..................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Reykjavík, Man.......................Árni Paulson Riverton, Man..................................G. Sölvason Seattle, Wash........................ J. J. Midda! Selkirk, Man............................G. Nordal Siglunes, Man. ....................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man....................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man.......................A. J. Vopni Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota..............Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Hárvey Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man..............................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man............................G. Sölvason Winnipegosis, Man........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask..................Gunnar Johannsson þeim réttindum, að dómi nefndar- innar. Má þá spyrja í fullri alvöru, myndu þeir, sem telja vínbann ó- þarfa skerðing á athafnafrelsi ein- staklingsins, una því vel, að vera alt- af undir rannsakandi augum bind- indisnefndar, sem vald hefði til að ákveða hve mikið vín þeir mættu kaupa, eða hvort þeim ættu að leyf- ast nokkur slík kaup ? Eg læt hvern og einn um svariö. En geta má þess, að í Svíþjóð hafa heyrst há- værar raddir gegn þessu stöðuga eft- irliti af hálfu bindindisnefndar. Hvernig hefir þá Bratt-fyrir- komulagið gefist? Dómarnir falla auðvitað ekki á einn veg. Næsta al- ment mun samt viðurkent, að fækk- að hafi þeim, sem teknir hafa ver- ið fastir vegna drykkjuskapar; þar hefir þvi nokkuð áunnist, en hér kemur fleira til greina. Nálega fjórir af hverjum fimm, sem fastir voru teknir vegna ofdrykkju, höfðu ekki vinkaupaleyfi. Bendir það til þess, sem staðreyndir sanna, að smygl og launsala þróast í stórum stíl í Svíþjóð. Opinberar skýrslur bera því einnig vitni, að áfengis- nautn hefir stórum aukist síðan Bratt-lögin komust á, 1919. í Sví- þjóð verður því sama uppi á ten- ingnum og á íslandi og í Noregi. Ríkisala á áfengi dregur ekki úr drykkjuskapnum. Þáverandi for- sætisráðherra Svía, Dr. Karl Ek- man, lýsti með þessum orðum á- standinu í áfengismálum hjá þjóð sinni haustið 1931: “Sú von að nú- verandi fýrirkomulag myndi nægi- lega vernda þjóð vora gegn áfengis- bölinu hefir reynst tálvon ein. Vín- sölu í sinni grimihúðugustu mynd hefir að vísu verið komið á kné, en aukin áfengisnautn sýnir greinilega, að ástandið fer versnapdi, þrátt fyr- ir það, sem virðist hafa áunnist. Núverandi fyrirkomulag hefir ekki dregið úr vínhneigðinni. Þetta sýna skýrslurnar svo greinilega að ekki verður um vilst.”—Vart hefði sjálf- ur forsætisráðherra þeirra Svíanna gerst svo skorinorður opinberlega, færi hann með “staðlausa stafi.” Bregðum okkur nú yfir Atlants- hafið hingað til Canada. Segja má, að ekki þurfi að minna ykkur á á- standið hér á heimalandi ykkar; þið hafið það daglega fyrir augum og eruð þessvegna þeim hnútum miklu kunnugri heldur en eg, aðkomu- maðurinn. Þó vil eg minna á nokk- ur sérstaklega mikilvæg atriði þess- um málum viðvikjandi, sem hreint ekki mega liggja í þagnargildi. Sunnan landamæra hafa andbann- ingar sagt okkur margar dásemda- sögur af því Paradísar-ástandi, sem ríkti norður hér, í áfengismálum, þar sem vín og ónnur drykkjuföng eru seld undir handleiðslu sjálfrar ríkisstjórnarinnar. Einkum hafa miklar hvalsögur gengið af þvi, hversu ágætlega reyndist ríkissalan i Ontariofylki. Þar verða menn að fá stjórnarleyfi til vínkaupa og vín- nautn er bönnuð á opinberum stöð- um. Samkvæmt lagastafnum erti drykkjukrárnar landrækar gerðar. Eðlilega verður þá fyrir að spyrja: Hvar leyfist mönnum að nevta víns ? Svarið er á reiðum höndum:—1 heima hjá sér. I þessu efni eru lög- in mjög ótvíræð. Nú vill svo ein- kennilega til, að andbanningar í Bandaríkjum hafa meðal annars fundið bannlögunum það til foráttu, að þau gerðu heimilin að drykkju- bælum; samt mæla þessir sömu menn eindregið með Ontario-fyrir- komulaginu. Fagurt samræmi er i rökleiðslunni á bænum þeim! Misminni mig ekki stórkostlega, lofuðu andbanningar hér í fylki því hátiðlega, að hverskonar lagaleysi myndi þverra, ef bannlögin væru úr gildi numin. Revndist það afbragðs kosningabeita. En hvað hefir skeð? Reynslan hefir sýnt að þessi loforð voru gylling ein, falsvonir. Síðan ríkissala áfengis hófst í Canada hef ir margskonar lagaleysi farið vax- andi. Þetta er ekki talað út í blá- inn. Skjýrslur dómsmálaráðherra sambandsfylkjanna (The Dominion Attorney-General) sýna þetta ber leg, og geta efasemdanna Tómasar í þessum atriðum leitað þangað. Ekki verður þetta aukna lagaleysi hér norðan landamæranna skrifað á skuldaskrá banniaganna, sem ýms- um er svo tamt að kenna um bresti og böl vorrar aldar.' Þá er höfuðspurningin í þessu sambandi: Hefir áfengisnautn i Canada aukist eða minkað síðan rík- issalan komst á? Það er ekki nóg, að áfengis-fyrirkomulag beri ginn- andi heiti; aðalatriðið er að það setji skorður við vínflóðinu; annars nær það ekki tilgangi sínum. Það gerir engan mun, hvað snertir á- hrif áfengis, hvort menn neyta þess í svokölluðum stásstofum eða rétt- um og sléttum knæpum. En svo að eg komi aftur að aðalatriðinu: Hvað segja ábyggilegar heimildir um á- fengisnautn í Canada á síðari árum? Skýrslan fyrir árið 1931 um ríkis- sölu áfengis þar í landi (Report on “The Control and Sale of Liquor”) sýnir, að neyzla sterkra drykkja hefir stöðugt aukist árin 1925-30, og neyzla öls og léttra vina í enn stærra stíl. Hið marglofaða ríkis- sölu fyrirkomulag hefir því auðsjá- anlega ekki reynst traustur varnar- garður gegn áfengisflóðinu; það streymir í breiðum bylgjum yfir þetta land og skolar mörgu og miklu niður í eyðileggingardjúpið. Höldum þá suður fyrir landamær- in til Bandaríkjanna. Ekki dettur mér i hug að draga dul á það, að æði mikið er um bannlagabrot og drykkjuskap þar suður frá, einkum stærri borgunum; þó að hinu verði ekki neitað, að frásagnirnar um hvorutveggja hafi verið stórum ýktar í blaðafregnum. Eg er einn- ig eindregið þeirrar skoðunar, að aldrei hafi verið unnið jafn kröft- uglega að því, að hnekkja gildandi löggjöf í nokkru landi, eins og gert hefir verið hvað snertir vínbanns- lögin í Bandarikjunum. Þeim hef- ir verið kent um flestar syndir, stór- ar og smáar. Þau eiga að hafa inn- leitt smygl, heimabrugg og leyni- sölu áfengra drykkja. En eg hefi þegar sýnt fram á það, að allur þessi ófögnuður dafnar með mikl- um blóma í þeim löndum, þar sem litlar eða engar hömlur eru lagðar, á sölu áfengis. Enda kvörtuðu vin- salar í Bandaríkjum undan því, löngu áður en vínbannið gekk í gildi, hversu mikið væri um leyni- sölu vínfanga. Því er einnig haldið fram af miklum túóð, að síðan bannið komst á, hafi drykkjuskapur stórum auk- ist meðal hinnar vngri kynslóðar í Bandaríkjum. Um þetta atriði eru skoðanir harla skiftar. Ástandið í æðri skólum landsins ætti að gefa sæmilega rétta hugmynd um sann- leikann í þessu máli. Fyrir stuttu síðan sendi ritstjóri kennarafélags- ins ameríska fyrirspurn um þetta efni til forseta mentaskóla viðsveg- ar í Bandaríkjum. Af 312 svörum, sem honum bárust, voru 303 á þá leið, að drykkjuskapur rneðal stú- denta væri minni en áður og færi minkandi. En forsetum skólanna ætti að vera manna kunnugast um siðferðisástandið í mentastofnunum þeim, sein þeir ráða yfir. — Pró- fessor Irving Fisher, víðfrægur hag- fræðingur og kennari i þeim fræð- um við Yale háskólann, heldur þvi fram, að síðan bannlögin komust á, hafi drykkjuskapur í Bandarikjum minkað um 80 til 90 “pró cent.” Ættu orð sliks manns að vera að einhverju hafandi. Vínbanninu hefir einnig þráfald- lega verið kent um glæpaölduna miklu, sem illu heilli hefir flætt yfir Bandaríkin á síðari árum. I skorin- orðri ræðu um glæpamálin hjá þjóð sinni, sem Hoover, þáverandi for- seti, flutti 1929 og mikla athvgli vakti, kvað hann svo að orði, að einungis lítill hluti glæpa ætti rót sina að rekja til bannlaga^nna; ýms- ir merkustu dómarar landsins eru á sama máli. Má og finna þeim skoð- unum stað i opinberum skýrslum Bandaríkja. Hinu mega menn ekki gleyma, að áfengissala í hvaða mynd sem er hefir alt af dregið dilk glæp- seminnar á eftir sér. Af ofangreindum ástæðum er það, að fjólmargir eru þeir, þrátt Losnið við þennan ótta Ef þú gerir eins og aðrir góðir menn og konur, þá er engin þörf á þvl, að ganga með taugaveiklun og þetta mátt- leysi og uppdráttarsýki. Mikill lyfja- fræðingur hefir sett saman meðal, sem nú er notað af þúsundum manna. Pað fæst hjá lyfsölum og heitir Nuöa-Tone Hver naska er ábyrgst — einn dollar borgar fyrir mánaðai’forða. Fáið flösku strax í dag—lifið ekki aðra andvöku- nótt. Ef þú ert ekki ánægður eítir að hafa reynt meðalið i tuttugu daga. get- ur þú fengið peninga þína aftur—þú átt ekkert á hættu. fyrir yfirvofandi afnám bannlag- anna í Bandaríkjum, sem halda því fram, eins og eg sagði í byrjun máls míns, að þau hafi verið þjóðinni í heild sinni meiri blessun ^n böl. Svo ntikið hefir að minsta kosti á- unnist, að vínkrárnar opinberu (the open saloon) eru úr sögunni; römmustu andbanningar hafa hvaS eftir annað bannfært þær i yfirlýs- ingum sínum. Þó er þess ekki að dyljast, að margir óttast, að með endurfenginni vínsölu muni þær aftur stinga upp höfðinú, ekki ólík- lega sem úlfar í sauðargæru, eins og norður hér hjá ykkur undir stás- stofuheitinu—beer parlors. Ýmsir munu nú spyrja: Hvernig stendur á því, að afnárn vínbanns- ins í Bandaríkjunum virðist standa fyrir dyrum? Eg held að um tvær höfuð ástæður sé að ræða. I fyrsta lagi, hin gífurlega útbreiðsla hlut- drægra og ósannra frásagna um bannið. Auðkýfingar, sem græöa munu, að eigin sögn, offjár á af- námi bannsins, hafa varið stórfé til þess að láta afflytja það og ófrægja í útbreiddustu blöðum landsins. Þetta kom greinilega i ljós vorið 1930 þegar öldungadeild Banda- ríkjaþingsins lét rannsaka starfsemi Andbanningafélagsins ameriska. I öðru lagi hefir þeirri skoðun mjög verið haldið að almenningi í seinni tið, að afnám vínbannsins muni verða til þess að létta af mönnum skattabyrðinni, sem þeir sligast undir, og greiða leiðina út úr kreppunni. Gleymt er auðvitað að leggja áherslu á hitt, að úr vasa einstaklinganna—langt í frá alt af hinna ríkari — kemur það fé, sem vínföngin kaupir ærnu verði. Þegar gerðir eru upp reikningarnir, munu það reynast sannast, að áfengis- framleiðendurnir sitja í raun og veru einir að gróðanum. Loks ætla eg, að bindindis- og bannvinir í Bandaríkjum hafi treyst alt of mikið á lagastafinn einan saman; þeir hafa á síðari árum van- rækt miklu meir en skyldi fræðslu- starfsemi í áfengismálum. Þeir hafa staðið andbanningum langt að baki í því að halda ötullega fram málstað sinum. , Samt skyldi enginn ætla að binindis og bannmenn Bandaríkja Framh. á bls. 8 A Modern School of Business in a Modern Ofhce Building THE ANGUS SCHOOL OF COMMERCE Sixth Floor — Telephone Building— Portage Ave., Winnipeg Phone 9-5678—Ask for Prospectus ANNOUNCEMENT OPENING OF Angus School oí Gommerce AND Angus School of Accountancy and Business Administration Monday, August 14th UNEXCELLED FACULTY W. C. Angus, C.A.; A. J. Gray, F.C.I.; D. S. Lofthouse, C.A.; C. Tyndall, B.Sc.; Marguerite DeDeeker, Jean Law, P.C.T.; Kay Hopps. SPECIAL LECTURE STAFF OF EIGHT CHARTERED ACCOUNTANTS SUPERIOR PREMISES The College is located on the sixth floor of the NEW TELEPHONE BUILDING—Winnipeg’s finest mod- ern office building. The rooms are lofty and flooded with natural light; the decorative scheme is pleasing and restful, the floors are covered. with rubber tiling; the air is filtered, humidified, cooled and circulated continuously. Separate rest and cloakrooms are provided for students. The appointments and servcies in the building and in the school are con- ducive to Health—Comfort—Quiet- ness—Study. MODERN EQUIPMENT No expense has been spared in pro- viding up-to-date furnishings and equiþment. Modern office furniture has replaced the old style of one- size school desks and attached seats in the elassrooms. Soundproof parti- tions, absence of distracting noises from thestreet, noiseless typewriters, all make for quietness within the school, and for quieker and better results. The installation of other latest office appliances make the A.S.C. unexcelled in furnishings and equipment. TUITION Day School, $15.00 a month. Night School $5.00 a month. Half Days Morning or Afternoon, $10.00 a month.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.