Lögberg - 27.07.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.07.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. JÚLl, 1933 +—-— -----—-—------------------—+ Ur bœnum og grendinni ♦—--------———------—.—■—.———-—■—+ G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur: Mrs. McCallis, Mrs. J. Storch, Mrs. F. Warrington, Mrs. S. Beck, Mrs. J. Park; Mr. T. Southcott, Mr. O. Rennix, Mr. E. England. Hjónavígslur framkvæmdar ný- lega af séra Jóhanni Bjarnasyni eru : Þ. 2. júlí, Robert Clarence Curis- ton og Katharine Mary Nelson bæði til heimilis í Petersíield, Mani- toba, og 14. júlí. Leo Paul Dumas og Alda Charlotte Robertson (ís- lenzk í móðurætt). Bæði áður til heimilis að Steep Rock hér í fylki. —Hvortveggja hjónin gefin saman á Gimli. ----------- ÍSLEN DINGtADA G UR Ákveðið er að hafa þjóðminning- ardag 2. ágúst, 1938, í Wynyard. Er það hinn tuttugasti og fimti í samfeldri röð. Til skemtunar verð- ur: Ræða—Minni íslands—Séra K. K. Ólafson. Minni bygðarinnar—J. Jóhanns- son. Kvæði, frumsamin, verða flutt. Stór söngflokkur skemtir með söng. Hörnleikaflokkur Wynyard spil- ar af og til allan daginn. Margt fleira verður til skemtun- ar.—Fjölmennið! Messur í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 30. júlí, eru fyrirhug- aðar þannig. að morgunmessa verð- ur í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., síðdegismessa í kirkju Árnessafnaðar kl. 2 e. h. og kvöld- messa kl. 7, í kirkju Gimlisafnað- ar. Mælst er til að fólk fjölmenni. Séra Jóhann Friðriksson messar á Langruth sunnudagana 30. júlí og 6. ágúst kl. 2 e. h. Stud. theol. B. A. Bjarnason messar væntanlega sunnudaginn þ. 30. júlí n. k. að Vogar eða Oak View, eða á báðum stöðum, eftir því sem fólk þar heimafyrir æskir. Uppfylli lífið ekki óskir þínar, er það vanrœkslu að kenna Firth Bros. Feitlagnir menn geta hvergi fengið betur viðeigandi föt en hjá Firths. Úr afarmörgum efnum að velja. C.O.D. föt, pöntuð, ekki sótt $14.75 Buxur eftir máli $5.00 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417 !4 PORTACÍE AVE. Sími 22 282 Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Þórður Bjarnason, hátt í fimta ári yfir áttrætt, bóndi á Skíðastöðum, í Árnesbygð, í Nýja Islandi, andað- ist að heimili sínu þ. 9 júlí s. 1. Þórður var ættaður frá Hesteyri, í Aðalvík, í ísafjarðarsýslu. Fæddur þar þ. 11 nóv. 1848. Flutti vestur um haf 1887. Lætur eftir sig ekkju Rebekku Stefánsdóttur, og fimm börn, öll á fulorðinsaldri. Tvær dætur giftar: Guðrún gift Marteini Johnson, Gimli, og Ragnheiður Helga, gift Allan James Thornton, Árnes. Hin ógift: Bjarni Guðleif- ur, Stefanía Elín Þóra, hjúkrunar- kona og Þórður Þorsteinn, öll nú heima í föðurgarði. — Þórður var mesti eljumaður og dugnaðar. Vænn maður og staðfastur í lund. Jarðar- förin, er var f jölmenn, fór fram frá heimilinu þ. 11 júlí. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Séra H. Sigmar messar' sunnu- daginn 30. júlí í Vídalíns kirkju kl. 11 f. h.; í Eyford kirkju kl. 3 e. h. og í Gardar kl. 8 að kveldi. Kveld- messan að Gardar fer fram á ensku. Séra Jóhann Bjarnason var stadd- ur í borginni á ínánudaginn. Jón Sigurðsson dáinn Þann 9. júní 1933 lést að heimili sínu, bóndinn Jón Sigurðsson í Benito í Swan River dalnum í Manitoba. Jón Sigurðsson var fæddur á Indriðastöðum í Skorradal í Borg- arfjarðarsýslu 5. sept. 1874. For- eldrar hans voru Sigurður Jónsson frá Deildartungu og Ingveldur Jóns- dóttir frá Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal. Jón er í föðurætt af svonefndri Tungu-ætt, sem er nafn- kend í Borgarfirði. Þegar Jón var 8 ára gamall flutt- ust foreldrar hans að Englandi í Lundareykjadal og þaðart eftir f jög- ur ár að Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal. Faðir hans dó eftir f jögra ára veru þar, og var Jón eftir þar eitt ár hjá móður sinni, svo fluttist Jón út á Akranes og nam trésmíði Sjaldgœf kosta- boð! Til sölu nú þegar Scholarships við fullkomnustu verzlunar- skóla Vesturlandsins. Leitið frekari upplýsinga á skrifstofu Lógbergs, þaö margborgar sig! Miðsumarmót lúterska safnaðarins í Blaine, verður haldið í Lincoln Park, sunnudaginn ,30. júlí n. k. Frá kl. 11 til kl. 2 verður miðdags verður framreidur á staðnum. E'ftir kl. 2 e. h. verður selt kaffi með brauði. Dagskráin byrjar kl. 2 e. h. Avarp forseta—Andrew Danielson ' Söngflokkurinn—“Ó Guð vors lands” MINNI BANDARÍKJA—Séra Halldór E. Johnson Kvæði—Mrs. Kristín D. Johnson Söngflokkurinn—“Ó fögur er vor fósturjörð” MINNI VESTUR-ISLENDINGA—Bjarni Lyngholt, Point Roberts, Wn. Kvæði—Edward Gilles, New Westminster, B.C. « Hátíðarsöngur—“Ö Guð, þú sem ríkir í himnunum háu” Mrs. Ninna Stevens, Mrs. V. J. Eylands, Kristinn Goodman og Elías Breiðfjörð. Kvæði—Sigurður Jóhannsson, Burnaby, É.C. Ræða (á ensku)—Otto Bárðarson. Einsöngur—Mrs. Ninna Stevens MINNI ÍSLANDS—Séra V. J. Eylands “My Country, It Is of Thee” “Eldgamla ísafold.” ' hjá Ásbirni Ólafssyni. Síðan vann hann við smíðar þangað til 1896 er hann fluttist til Ameríku. Dvaldist hann fyrst til og frá í Winnipeg og Argylebygð, við Manitobavatn og í Keewatin. Ont. Árið 1898. í des- ember fluttist hann til Swan River dalsins og nam þar land. Bróðir hans Þorbjörn hafði farið þangað um vorið og fest sér þar land. 5. janúar 1898 kvæntist Jón Mar- gréti Sigmundsdóttur Friðriksson. ættaðri úr Skagafiri, mestu myndar og gæðakonu, sem nú lifir mann sinn ásamt ellefu börnum, 6 sonum og 5 dætrum, sem öll eru hið mann- vænlegasta fólk. Fjórir bræðurnir búa nú í Swan River dalnum, á löndum, sem þeir hafa keypt í nágrenni við móður sína. Þrír af þeim eru giftir en einn ógiftur. Tveir bræðurnir eru heima hjá móður sinni og þrjár dætur eru líka heima hjá móður sinni. Ein dóttir er gift Eggert Sig- urðsyni í Swan River dalnum og ein gift (Mrs. Murphy) við Star City Sask. Jón Sigurðson var að byggja hús fyrir einn af sonU'm sínum þegar hann veiktist hastarlega við verk sitt. síðastliðinn janúar. Hann veiktist svo að hann lá hjá syni sín- um fyrst í stað, og stundaði kona hans, Margrét, hann þar í þrjár vik- ur. Síðan tók hún hann heim og annaðist hann heima þar til hann dó. Mætti hann nú mæla mundi hann vilja segja til konunnar sinnar: Þökk sé þér, elsku Margrét mín, fyrir þá framúrskarartdi umönnun og aðhlynningu, sem eg hefi notið frá þér. Og þökk sé ykkur, kæru 'þörnin, fyrir allar ánægjustundirn- ar, sem þið hafið gefið mér. Guð blessi og veri með ykkur á allri ykk- ar æfileið. Jón Sigurðsson var mesti mynd- armaður og stórhuga maður. Góður smiður og drengur góður. Mesti myndar bóndi, vandvirkur á alt sem hann gerði og brjóstgóður við alla, sem bágt áttu. Þau hjónin Jón og Margrét byrjuðu sinn búskap í Swan River dalnum með tvær hend- ur tómar, og höfðu þau hjón bygt upp eitt allra myndarlegasta heimil- ið í Swan River dalnum þegár hann dó. Það má með sanni segja að Jón naut dugnaðar, fyrirhyggju og samvinnu sinnar góðu konu, til þess að yfirstíga erfiðleikana. í félags- málum tranaði Jón sér aldrei fram, en lagði alt af til allra mála það eitt, sem honum fanst að gæti gert mest gott fyrir bygð og málefni. Vertu sæll vinur; blesuð sé minn ing þín. Vinur. ÝMISLEGT viðkomandi íslendingadegi Winni- peg manna í Gimli Park hinn 7. ágúst næstkomandi: Ferðaáætlun “bus”-anna hér í ,bænum morguninn þann 7. ágúst, er sem hér segir: Kl. 7.15 um morg- uninn verður “bus” á Ellice Ave., við Sherbrook, og tekur fólk, sem ætlar ofan til Gimli; heldur svo á- fram vestur Ellice og stanzar við Toronto St., Arlington St.. Do- minion St^. og Valour Road; fer norður Valour Road til Sargent; austur Sargent og stanzar við Do- minion St., Banning St., Arlington St., Toronto St. og I.O.G.T. húsið, en þaðan leggja öll “bus”in af stað til Gimli kl. 8 að morgninum. Eitt “bus” fer< norður William Ave. og stanzar við Isabel St. og síðan við Sherbrook; fer suður Sherbrook og stanzar við Notre Dame Ave.; held- ur svo áfram suður að I.O.G.T. húsinu. Ýmsir boðsgestir verða viðstadd- ir á deginum. sem nefndin veit að mörgum leikur hugur á að sjá og heyra, svo sem Hon. John Bracken, stjórnarfórmaður fylkisins; Hon. W. J. Major, dómsmálastjóri fylk- isins, Mr. R. H. Webb, borgarstjóri Winnipeg-borgar og ýmsir fleiri. Nefndin óskar eftir, að sem flest- ir kaupi farseðla og að^önguborða, sem fyrst, svo hægt sé að vita um það i tíma hve mörg flutningstæki þarf að hafa við hendina þann 7. ágúst. Þegar komið verður til baka frá Gimli. þá stanza “bus”-in á sömu stöðum og um morguninn, til að láta fólk af. Síðasta “bus”-ið fer frá Gimli kl. 12 um nóttina, en ef einhverjir vilja fara fyr um kvöldið, þá verður “bus” látið fara með það fólk. “Bus” verður sent til Selkirk fyr- ir fólk, sem þaðan vantar að fara til Gimli. Stanzar það hjá pósthúsi bæjarins kl. 8.30 um morguninn. Farseðlar og aðgönguborðar fyrir Selkirk fólk eru til sölu hjá Mrs. V. E. Johnson, 319 Taylor Ave.. Selkirk. Ef frekari upplýsingar óskast gefur ritari nefndarinnar þær. G. P. Magnússon, 596 Sargent Ave. Viðhorfið í áfengis- málinu - (Framh. frá bls. 7) hafi látið hugfallast og lagt árar í bát. Þeir eru alt of trúir málstað sínum til þess að gerast sekir um liðhlaup; sú mun ieyndin verða, að þeir munu endurnýja og efla bind- indisstarfsemi sína og sækja fram til nýrra sigurvinninga.---- Við böfurn nú litast um á starfs- sviðum okkar í ýmsum löndum; niðurstaðan myndi verða svipuð þó víðar væri farið. Hverjar ályktanir er hægt að draga af ástandinu eins og það kemur okkur fyrir sjónir? Andúðaralda virðist bersýnilega hafa risið gegn bannstefnunni í á- fengismálum, hvort sem réttmætt er eða ekki Sýnt hefir einnig verið fram á það, að aðrar aðferðir, sem reyndar hafa verið til að ráða fram úr .áfengisvandamálunm, eru harla gallaðar. Hvorutveggja sýnist mér sorglegur vottur þess, að skilningur almennings víðsvegar á skaðsemi á- fengisnautnar er hvergi nærri eins þroskaður og vera ber. Hlutverk okkar bindindismanna og allra bind- indisvina, eins og sakir standa, er því að mínu áliti öllu fremur það, að vinna að því sem ötullegast, að skapa heilbrigðari hugsunarhátt í á- fengismálum; að efla í einu orði sagt bindindisstarfsemi og bindindis- fræðslu með öllu móti: í heimahús- um, í skólum, í ýmiskonar félögum, eklci sízt allskonar félagsskap ung- linga, í kirkjum landsins, í blöðum og tímaritum. Sé þessum öflum einbeitt að bindindis markmiðinu, munu ávextirnir fljótlega sjást. Eftirfarandi ummæli síra Friðriks Sigurdson, Thorvaldson Co., Ltd. GENERAL MERCHANTS Three Star Imperial Gasoline, Distillate Mobile Oils, Marvelube and Polarine Riverton Arborg Hnausa Phone 1 Phone 1 51-14 MANITOBA heitins Bergmanns, í Minningarriti stúkunnar “Heklu” (1913) eru enn- þá verðug fullrar íhygli: “Reynslan ætti að hafa kent bindindisvinum, svo eigi væri þeim unt að gleyma, að hvað vel sem hlynt er að takmarkan eða afnámi áfengissölu með löggjöf, er þeim bráðnauðsynlegt að vera sí- vakandi og sistarfandi, svo að ekki falli alt niður í sama farið aftur, og síðari villan verði lakari hinni fyrri. Það verða íslenzkir bindindisvinir ekki síst að hafa hugfast.” Eg veit að það er undur auðvelt, að láta hugfallast þegar framtíðar- himinn okkar er jafn skýjaður og nú er; en ekki hefir málstaður okk- ar biðið neinn fullnaðar ósigur; starfsemi bindindismanna hvar- vetna hefir sigurlaun sín í sér fólgin. Það er með hugsjónirnar stærstu eins og fuglinn Fönix; þó hann væri á báli brendur, reis hann úr öskunni fegurri en nokkru sinni áð- ur. Það ætti að vera okkur nokk- ur hvöt til framsóknar. Þetta er samt miklu þýðingarmeira: Á síð- ari tímum hefir, ef til vill, aldrei verið meiri þörf einlægrar og öfl- ugrar bindindis starfsemi heldur en einmitt nú. Illa sæmdi það bind- indis-mönnum — Góðtemplurum— að daufheyrast við neyðarópi þeirra, sem stynja undir áfengisbölinu. Það væri að bregðast helgum heitum; það væri að’ gerast liðhlauparar þeg- ar mest reið á. Drengilegra er að minnast orða kvenskörungsins ís- lenzka þegar henni bárust fregnir af því að bóndi hennar hefði veginn verið: “Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.” Við bindindismenn sækjum fram undir merkjum göfugrár hugsjónar. Þegar þyngist róðurinn, skulum við þrýsta árina fastar og kveða við j raust hvatningarljóð skáldsins: \ / Þegar j oér þarfniát • t \ Prentunar > þá lítið inn eða skrifið til Tlie Golumbia Press Ltd, » sem mun fullnægja þörfum yðar /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.