Lögberg - 03.08.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.08.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. AGÚST, 1933 Bls. 3 Sólskin Sérstök deild í blaÖinu Fyrir börn og unglinga Reykur Reykur minn var fæddur snemma á jóla- föstu haustið 1904; var hann yngstur af sex systkinum, og sá eini, sem náði fullorðins aldri, en það var mér að þakka. Hann var blár að lit og að öllu leyti hinn efnilegasti. Svo liðu dagarnir, — fyrst skammir og ákuggaiegir, síðan lengri og bjartari. Reyk- ur var kominn á annan mánuð, hoppaði og lék sér, og var farinn að hlaupa út á stéttina með hinum liundunum. Honum fanst hann eiga rétt á að reka upp eitt og eitt “voff”, alveg eins og þeir, þegar ókunnugan mann bar að garði. Leið og ekki á iöngu, að honum lau-ðist að greina í sundur kunnuga og ókunn- uga, þótt í fjarsýn væri. Nú kom að því, að Reykur varð að skiija við mömmu sína. Hann var þá tveggja mán- aða gamall. Maður nokkur úr annarí svet kom og tók hann með sér. Eg fylgdi Reylc á veg og sagði við hann að skilnaði: “Eg vona að þú þekkir mig', þegar eg kem í vor!” Nú leið tímínn tíðindalítið. Eg fór hina fyrirhuguðu ferð mína í byrjun júnímánaðar. Nálægt miðnætti kom eg á liið nýja heimili mitt. Reykur lá uppi á garði ög svaf, en vaknaði við umferðina og kom þegar lilaup- andi upp í fangið á mér, með miklum vina- látum, eins og hann hefði heimt mig úr helju. Hann hafði þá skift um lit, var að mestu ljós- gulur obðinn, en þó bláir blettir á stöku stað. Reykur var töluvert notaður við fé um vor- ið, og létu allir vel af honum, en fylgispakur var hann við húsbóndann. Mið tókum dreng um sumarið til þess að gæta ánna. Honnm vildi Reykur ekki fylgja, heldur settist hann upp á garð og gólaði ámátlega. Það var vani lians, þegar skapið var ekki sem bezt. Nokkr- ir dagar liðu, án þess saman gengi með þeim. Fór eg þá að kjassa hann með því að gefa lionum nýmjólk, því að það var uppálialds- fæða hans. Síðan klappaði eg honurn og sagði: “Ætli þú verðir ekki að fara, grey- ið” og þá gerði liann það. Eg tók oft eftir því, að liann skildi þessi orð og mörg fleiri, eins og eg mun víkja að síðar. Það bar til seint á degi vorið 1908, að tveggja ára gamall drengur, sem eg átti, hvarf að heiman og vissi enginn hvað af hon- um varð. Gekk eg þá til Reyks og sagði við hann: “Nú er slæmt í efni; vinurinn okkar er týndur. ” (Þeir voru vanir að leika sam- an). Eigi var honum frekar gaumur gefinn að sinni, en allir fóru að leita barnsins. Af sérstökum ástæðum varð eg að vera ein eftir heima. Og alt var svo leiðinlegt og þreytandi þetta kveld, þrátt fyrir góða veðrið og dögg- ina, sem vökvaði blómunum eftir sólarhitann. Oft hafði eg getað dáðst að svona kveldum, en nú fanst mér alt svo kalt og ömurlegt. Loks sló klukkan tólf. En hvað var þetta lengst uppi á heiðinni? Varla gat það verið kind. Nei, það var Reykur og hljóp slíkt sem af tók lieim á leið. ILann linaði ekki á sprett- inum, fyr en hann stökk upp í fangið á mér, með miklum fagnaðarlátum, eins og hann vildi segja: Það var eg, sem fann drenginn þinn, og það var einmitt það, sem liann hafði gert. Þegar leitarmennirnir komu inn fyrir heiðina, sáu þeir glampa á gulan skrokkinn á Reyk, sem ýmist snerist í marga hringi, eða fór heim á götuna. Var liann þar að snúast í kringum litla drenginn, sem veltist í mosan- um. * Árið 1912 fluttum við að annari jörð í sömu sveit. Reykur átti að verða eftir lijá viðtak- anda jarðarinnar, og varð það með þeim hætti að hann gegndi þar verkum sínum á daginn, en kom upp eftir til mín á kveldin. Oft var skamt á milli lífs og dauða hjá honum í þess- um ferðum. Komst hann þá í krappan dans við ár og læki, sem á leið þessai voru. En þarna voru tvö eðlisþrungin öfl að verki, skylduræknin annarsvegar 0g trygðin hins vegar. Oft lítur út fyrir, að mennirnir séu fátækari af þeim höfuðdygðum en dýrin. Reykur var ágætur smalahundur, cn mest kvað þó að honum við fjárrekstra. Sízt fór hann á mis við fjallferðir eða ferðir til Reykjavíkur á lmustin, þegar féð var rekið þangað til slátrunar. Haustið 1913 átti hann að fara með rekstri til Reykjavíkur. Ekki duldist mér þá, að ferðin lagðist venju fremur illa í hann, og oft leit hann aftur, þegar hann rölti með fénu niður veginn, en það var þó skylduræknin, sem réði. Nú ætla eg að yfirgefa ferðamennina og segja frá því, sem gerðist heima. Veðrið var hið versta alla þessa viku, eins og menn áttu að venjast haustið það. En allra verst var veðrið þriðju nóttina, sem ferðamennfirnir voru í burtu; þá var suðvestan stormur, krapahrvðjur og þrumur. Eg vaknaði við það um morguninn, að Reykur kemur í einu stökki inn í herbergið til mín og velti um koll barnsvöggu, sem var við rúmið mitt. Var hann þá alt í senn: kátur og sneyptur, hrak- inn og svangur. Eg rauk á fætur og var það jafnsnemma að Dísa gamla kom úr eldhúsinu með kaffi könnuna og rausaði nú óspart yfi-r þessu kvikindi, sem hefði svikið ferðamenn- ina, og kæmi svo öllu hér inni í annan endann, þegar lieim kæmi. Ekki hafði hún lokið við síðustu setninguna, þegar Reykur var kom- inn fast upp að henni með opmn munninn og var þá liinn reiðasti. Eg gekk á milli og sagði: ‘ ‘ Ekki skulum við deila á Reyk, fyr en við vitum hvað hann hefir gert sig sekan um.” Seinna fréttist það, að um kveldið fyrir þessa umræddu nótt, voru ferðamennirnir að reka féð niður í Revkjavík og þá hvarf Reyk- ur eins og jörðin hefði gleypt hann. Um morguninn var hann kominn heim, eins og fyr segir. Og hafði hann þá runnið 80 km. um nóttina í mvrkri og illviðri. Nú liefi eg litlu við að bæta um Reyk minn, því að síðar þetta sama liaust bað eg vinnu- mann minn að stytta honum aldur með byssu sinni, og lagði eg ríkt á við hann að gæta handa sinna í það skifti. Kveld eitt í rökkrinu heyrði eg hvell, og vissi þá um leið, hvað gerst hafði. Nóttina eftir dreyfdi mig Reyk. Þótti mér hann koma inn til mín og leggja trýnið í lófa mér, og fanst mér eins og eg geta lesið úr augum hans: ‘ ‘ Þökk fyrir sarmveruna og vertu nú sæl!” Þegar eg vaknáði komu mér í liug orð skáldsins: Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Kona. —Dýrav. Góðverkin gjalðaát altaf Sagan gerist í þá daga er Drottinn og Sánkti Pétur voru að ferðast um hér á jörð- inni. E'inn dag er þeir höfðu sest niður við veg- inn til þess að livíla sig, kom gömul kona gangandi fram hjá. “Gefðu mér ógnlítinn bita af nestinu þínu,” sagði hún við Sánkti Pétur. ‘ ‘ Okkur vðitir ekki af því sem við höfum, ’ ’ svaraði hann. En þá leit Drottinn reiðilega á Sánkti Pét- ur og sagði: “Gefðu konunni mat. Það fylgir blessun því, að gera öðrum gott. ” Og þá gaf Sánkti Pétur konunni liveitiköku. Hún hrifsaði liana til sín og sagði: Ágjarnir eruð þið og lítilla þakka er svona gjöf verð.” “Þarna sébðu!” sagði Sánkti Pétur við Drottin. “Það borgar sig illa að vera hjálp- samur og greiðvikinn. ” “Nú skjátlast þér,” sagði Drottinn. “Góð- verk hefir alt af sín laun í sér fólgin. Launin fyrir þau koma alt af af sjálfu sér. Góð-, verkið gengur mann frá manni og kemur alt af aftur.” “Eg vænti þess, ” sagði Sánkti Pétur. “Nú skaltu taka eftir,” sagði Drottinn. “Við skulum nú lijálpa manninum, sem er að stritast með vagninn sinn þarna uppfrá.” Og svo fóru þeir til mannsins. Vagninn lians hafði oltið ofan í skurðinn og hann var að reyna að draga hann upp úr aftur. “Bíddu, við skulum lijálpa þér,” sagði Drottinn og tók í vagninn, og að vörmu spori lcomst hann á veginn aftur og maðurinn þakk- aði fyrir hjálpina. Ekki hefði eg getað gert þetta án ykkar hjálpar, ” sagði liann. “Getur verið,” sagði Drottinn. “En lof- aðu nú því, að í þakklæti fyrir hjálpina hjálp- ir þtú sjálfur fyrsta manninum sem þú hittir og þarf hjálpar með og segir honum að borga ísömumynt.” Maðurinn lofaði þessu og svo skildu þeir. Eftir dálitla stund hitti maðurinn með vagninn kaupmann, sem ræningjar höfðu ráð- ist á. Hann liljóp úr vagninum og af því að liann var mesta karlmenni þorðu ræningjarn- ir t'kki annað en taka til fótanna og flýðu. “Þú hefir bjargað mér 0g fé mínu frá því að lenda í höndum ræningja,” sagði kaup- maðurinn. “Má eg ekki gefa þér gjöf að launum?” “Þakklæti þitt eru mér nóg laun,” sagði ökumaðurinn. ‘ ‘ Lofaðu riiér einungis því, að hjálpa þeim fyrsta, sem þú hittir og þarf hjálpar þinnar með og bið þú liann um að borga í sama.” Þegar kaupmaðurinn hafði lialdið áfram um stund liitti hann unga telpu, sem sat við veginn liágrátandi. “Af liverju grætur þú svona beisklega, barnið gott?” spurði hann. “Nú er glaða sólskin og fuglarnir syngja—ættir þú þá ekki að vera glöð líka?” “Af því að. hann pabbi gat ekki borgað skattheimtumanninum dalinn, sem hann skuldar konunginum í skatt. ” “Hættu að gráta, barnið gott,” sagði kaupmaðurinn. “Hérna er dalurinn. Borg- aðu svo skattinn 0g þá verður faðir þinn lát- inn laus.” ‘ ‘ Telpan kysti á liöndina á honum og sagði: “Hvernig á eg að geta þakkað þér, ókunni maður ? ’ ’ “Lofa þú mér, því, að hjálpa fyrsta mann- inum sem þarfnast hjálpar þinnar,” sagði kaupmaðurinn, “og láttu hann svo lofa þér því að gera eins. ” Skömmu síðar sá telpan skattheimtumann- inn sofandi undir tré og eiturnöðru hjá hon- um. Hún drap nöðruna og skattheimtumað- urinn vaknaði og sá, að honum hafði verið bjargað frá bráðum bana. ‘ ‘ Þú getur krafist hvers sem þú vilt, ’ ’ sagði hann. “Eigborga.” “Eg krefst þess aðeins, að þú í þakklætis- skyni hjálpir þeim fyrsta sem þarf þess með, ’ ’ sagði stúlkan. “Og láttu hann lofa því sama. ” Skattheimtumaðurinn lofaði því 0g svo fóru þau hvert sína leið. Eftir dálitla stund sá hann smala, sem var að berjast við úlf, sem hafði ætlað að drepa fyrir honum kind. Hann hljóp til 0g drap úlfinn. “Hafðu þökk fyrir, ókunni maður,” sagði smalinn. “Eg er viss um að húsbóndinn gef- ur þér sauð eða kálf fyrir bjálpina, þegar hann heyrir hvað þú hefir gert. ” “Eg heimta engin laun,” sagði maðurinn. “Lofa þú mér einungis því, að hjálpa fyrsta maiminum sem þú hittir hjálparþurfa og láttu hann lofa því, að lijálpa fyrsta mann- inum, sem hann hittir hjálparþurfa og láttu lmnn lofa því sama.” Því lofaði smalinn og svo fóru þeir hvor sína leið. Um kvöldið varð smalinn að reka féð sitt yfir stóra lieiði. Þegar hann var kominn upp á miðja heiðina hitti hann gamlan mann, sem haltraði áfram með mestu erfiðismunum og studdi sig við staf. Þetta var þá Sánkti Pétur. Hann hafði skilið við Drottinn og ætlað að stytta sér leið, því að liann hélt að hann vissi betur hvar bezt væri að fara en Drottinn. Og svo átti harin að hitta Drott- inn þarna sem hann var nú. ‘ ‘ Gott kvöld, gamli maður, ’ ’ sagði smalinn. “Þú ert haltur. Ertu veikur í fætinum?” “Æ, það eru skómir,” sagði Sánkti Pétur. “Þeir eru gatslitnir eins og þú sérð. Æ, æ, skelfing svíður mig í fæturna. “'Taktu skóna mína,” sagði smalinn. “Eg er alvanur að ganga berfættur og þarf þeirra ekki með.” 1 sama bili bar Drottinn þarna að og hann heilsaði þeim báðum. “Leiðin, sem þú fórst mun hafa verið st.yttri, Sánkti Pétur,” sagði hann. “En eg sé að þú hefir gatslitið skóna, srio að varla hefir leiðin verið betri.” “ Já, en nú liefi eg fengið nýja skó,” sagði Sankti Pétur hinn keikasti. “Smalinn þarna ætlar að selja mér sína. ” “Selja?*” sagði smalinn. “Hver sagði að eg ætlaði að selja þér þá?” Ekki eg. Þú átt að eiga þá. ” “Eiga?” sagbi Sánkti Pétur forviða. “Því það? Eg hefi peninga í vasanum og þú ert varla of ríkur.” “Getur vel verið,” sagði smalinn. “En til launa heimta eg að þú lijálpir þeim fyrsta, sem þú hittir hjálparþurfa og látir hann lofa þér að launum að gera hið sama. Þetta sagði sá sem hjálpaði mér og þessvegna segi eg eins við þig.” Þá brosti Drottinn og sagði við Sánkti Pét- ur. Eg liafði á réttu að standa. Góðverkið gengur frá manni til manns og kemur aftur.” Sánkti Pétur sagði ekki neitt, því að hann blygðaðist sín. En hann var glaður í lund þegar hann hélt áfram ferð sinni með Drotni, til þess að gera mönnum gott. —Fálkinn. PR0FE5SI0NAL CARDS aá- DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Ofílce Umar 2-í Heimili 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnlpeg, Manltoba CARLTON ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aögerðir af öllum tegundum, ásamt vírlagningu. Raf-stór yðar “disconnected” ÓKEYPIS. Alt Verk Ábyrgst H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœ/Hngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildins, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 OK 39 048 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 645 WINNIFEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrceOingar 325 MAIN ST. (ft öðru gðlfl) Talslml 97 621 Hafa einnig skrlfstofur að Lundar og Glmli og er þar að hitta fyrsta miðvlkudag I hverjum mftnuSL # DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlasknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slml 22 296 Helmllis 46 064 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOlngur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 *** DR. J. STEFANSSON 216-220 Medtcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjökdóma.—Er aO hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. HeimiU: 638 McMXLLAN AVE. Talsimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON lslenekur Tannlœkntr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pÓ8thúsinu Simi 96 210 Helmllis 38 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslml 71 7 53 i Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skriístofu talslmi: 86 607 Helmilis talsimi 501 562 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aB hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. . Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur elds&byrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 38 328 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur XögfrœOingur Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson ViCtalstimi 3—-5 e. h. 632 SHERBURN ST.-Slmi 10 877 G. W. MAGNUSSON Nuddheknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmlð og semjlð um samtaiatlma J. J. SWANSON & CO. LIMITBD 601 PARIS BLDG., WINNIPBG Fasteignasalar. Lelgja húa. Ot- vega peningalftn og elds&byrjrC at lUu tttgl. i ione 94 121

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.