Lögberg - 03.08.1933, Blaðsíða 6
Bis r.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN3. AGÚST, 1933
POLLYANNA ÞROSKAST
Eftir ELEANOR H. PORTER
----------- -----------------
Pollyanna þagnaði og sat í bílnum með
tárin í augunum. Það var sjálfsagt heil mín-
úta sem hún sat þegjandi, eða kannske leng-
ur. En svo mátti hún til að byrja aftur:
“Óttaleg híbýlin voru þetta, alveg skelfi-
leg. Eg vildi að maðurinn, sem á þetta hús
'þyrfti að búa í því sjálfur og þá gæti hann
skilið hvað hann liefir til að vera glaður yfir
nú. ”
“Hættu þessu,” sagði Mrs. Carew með
töluverðum ákafa. Hún vissi þetta kannske
ekki. Hún vissi kannske ekki hvernig húsið
er, Pollyanna. Eg er viss um að hún vissi
ekki 'að hún ætti svona hús. En það verður
gert við það. Það skal verða gert við það.”
‘‘Svo það er kona sem á það, og þér þekk-
ið hana? Þekkið þér umboðsmann hennar
líka?”
“ Já, eg þekki þau bæði. ”
“Dæmalaust var það gott, þá verður þessu
öllu komið í lag.”
“Það verður að minsta kosti ejtthvað
betra,” sagði Mrs. Carew og voru þær nú
komnar heim.
Mrs. Carew talaði þannig, að það leyndi
sér ekki að hún þóttist viss í sinni sök. Hún
vissi vafalaust meira um þetta heldur en hún
kærði sig um að segja Pollyanna. Nokkuð
var það, að áður en hún fór að sofa um kveld-
ið skrifaði hún bréf til manns, sem hét Henry
Dodge og lagði svo fyrir að liann skyldi koma
og tala við sig um breytingar og viðgerð á
einu af leiguhúsum hennar, og að-hann skyldi
ekki láta það dragast. 1 bréfinu voru setn-
ingar viðvíkjandi brotnum gluggum og stig-
um og ýmsu fleiru þesskonar, sem kom Henry
Dodge í ilt skap og urðu þess valdandi, að
hann sagði ýmislegt ljótt í liálfum hljóðum.
En þegar hann las bréfið mátti vel sjá á svip
hans, að hann var hræddur við eitthvað.
XI. KAPÍTULI.
Mrs. Carew sagði sjálfri sér hvað eftir
annað, að við þennan veikburða dreng hefði
hún ekkert meira að gera. Hún væri búin
að gera skyldu sína gagnvart honum. Hún
ásetti sér fastlega að gleyma honum. Þessi
drengur var ekki Jamie, það var alveg ó-
mögulegt. Þessi óupplýsti veiklaði drengar
systursonur hennar? Nei, það gat ekki átt
sér nokkurn stað! Hún ásetti sér að rýma
slíkri hugsun úr huga sér.
En hér komst hún í mestu vandræði. Um-
hugsunin um þetta vildi með-engu móti víkja
úr liuga henar. Hún var aftur og aftur að
hugsa um þetta fátæklega herbergi og um
þetta löngunarfulla augnaráð litla drengsins
veika. Hvað eftir annað var eins og hljómaði
fyrir eyrum hennar þessi skerandi spurning:
“Kannske er þessi drengur einmitt Jamie?”
Og svo var Pollyanna, því þó Mrs. ,Carew
gæti bannað henni að segja nokkuð um þetta,
eins og hún gerði, þá var ómögulegt að forð-
ast þetta biðjandi augnaráð hennar.
1 öllu þessu vonleysi og ráðaleysi, fór Mrs.
Carew enn tvisvar að sjá drenginn. Hún
taldi sjálfri sér í hvert sinn trú um, að hún
þyrfti ekki að sjá hann nema einu sinni enn
til að sannfærast fullkomlega um að hann
væri ekki sá, setn hún leitaði að, 0g þó hún
væri alveg viss um það, þegar hún sá hann,
að hann væri ekki rétti drengurinn, þá vakn-
aði alt af efinn aftur í huga hennar, þegar
hún var farin frá honum. Loksins skrifaði
hún systur sinni og sagði henni alt um þetta.'
Eftir að hún hafði sagt frá aðal atriðunum
skrifaði hún á þessa leið:
“Eg þafði ekki ætlað mér að segja þér
nokkuð frá þessu. Eg hélt ekki að rétt væri
að kveikja hjá þér nokkrar falskar vonir.
Eg er svo viss um að það getur ekki verið /
hann, en þó verð eg að játa, þegar eg skrifa
þessar línur, að eg er ekki alveg viss. Þess-
vegna er það, að eg vil að þú komií—þú verð-
ur að koma. Eg vil endilega að þú sjáir hann.
Eg hugsa ákaflega mikið um það, hvað þú
munir segja um þetta. Við höfum vitanlega
ekki séð okkar Jamie síðan hann var f jögra
ára. Nú mundi hann vera tólf ára ef hann
lifði. Eg mundi halda að þessi drengur væri
tólf ára. Sjálfur veit hann ekki hvað gamall
hann er. Hann hefir líkt háralag eins og
Jamie og augun eru svipuð. Hann er skakk-
ur og bjagaður, en það kemur til af því að
hann varð fyrir byltu fyrir sex árum og svo
datt hann aftur fyrir fjórum árum og þá
versnaði honum enn meir. Það sýnist ó-
mögulegt að fá svo sem nokkra vitneskju um
föður hans. Það lítið sem eg hefi heyrt um
hann, gefur enga hugmynd um það hvort
hann kann að hafa verið maður vesalings
Doris systur okkar. Hann var kallaður
“professor” og var eitthvað mjög undarleg-
ur og það lítur ekki út fyrir að hann hafi átt
nokkurn skapaðan hlut, nema nokkrar bæk-
ur. John Kent var áreiðanlega undarlegur
og hann var eitthvað gefinn fyrir bækur. Eg
man það nú samt ekki vel. Manst þú það?
Það getur náttúrlega vel verið að hann hafi
kallað sig það sjálfur. Hvað eg á að hugsa
um drenginn veit eg ékki, en eg vona þú vitir
það.
Þín elskandi systir
Ruth.
Della kom strax og hún fór þegar að sjá
drenginn. Bn hún vissi ekkert meira en syst-
ir hennar. Eins og Mrs. Carew, sagði hún að
hún héldi ekki að hann væri þeirra Jamie, en
íþað væri engu að síður mögulegt að svo væri,
það gæti kannske verið. En eins og Polly-
anna, þóttist hún sjá veg út úr þes.su. Hún
var ekki í efa um hvað bezt væri að gera.
“En því bara tekur þú hann ekki, systir
mín?” sagði hún. “Það væri svo gott fyrir
þennan litla vesaling—” Hún komst ekki
lengra, því Mrs. Carew tók fram í fyrir henni.
“ATei, nei, eg get það ekki, eg get það ekki,”
sagði liún með ákafa. “Eg vil okkar eigin
dreng, eða þá engan.” Della þóttist sjá, að
hér væri engu um að þoka og fór aftur til að
gegna störfum sínum á heilsuhælinu.
Hafi Mrs. Carew haldið að hér með væri
þessu máli lokið, þá varð hún líka þar fyrir
vonbrigðum. Hún gat ekki fundið frið og
liún gat ekki sofið á nóttunni, og þegar hún
sofnaði, þá dreymdi hana illa. Hún gat ekki
hrakið þá hugsun frá sér, að þáð væri mögu
legt að þessi drengur væri systursonur henn-
ar. Þar að auki átti hún nú töluvert erfitt
með Pollyanna.
Pollyanna var óstiltari heldur en hún hafði
verið og hún þurfti um margt að spyrja. Hún
hafði nú í fyrsta sinn á æfi sinni séð reglu-
lega fátækt. Nú þekti hún fólk, sem hafði ekki
nóg að borða og var tötralega til fara og átti
heima í þröngum og dimmum og óþrifalegum
herbergjum. Hennar fyrsta bugsun var vit-
anlega sú að hjálpa þessu fólki. Tvisvar fór
hún géð Mrs. Carew til að sjá Jamie. Það
var henni meir en lítið gleðiefni að húsið yfir-
leitt og sérstaklega herbergið, sem Jamie var
í bafði tekið töluverðum stakkaskiftum til
hins betra. Þessi maður, Dodge, hafði látið
gera töluvert við húsið. En henni virtist
þetta ekki nema lítið eitt af því, sem gera
þurfti. Hún sá enn þetta sama veiklulega og
óánægjulega fólk ,úti á strætinu, framan við
bygginguna sem það og Jamie átti heima í.
Hún gerði sér vonir um að Mrs. Carew mundi
lijálpa öllu þessu fólki.
“En sú hugmynd!’í, sagði Mrs. Carew,
þegar hún vissi hvað Pollyanna var að hugsa
um. ‘ ‘ Svo þú vilt að eg sjái um að gert sé við
öll þessi hús hér á strætinu. Herbergin mál-
uð og pappíruð og búnir til nýir og betri
stigar. Er það nokkuð fleira, sem þú vilt að
eg geri fyrir þetta fólk?”
“ Já, já, margt og margt,” sagði Pollyanna
og varð mjög glöð í bragði. “Það er svo
óttalega margt, sem þetta fólk þarf að fá,
eins og þér sjáið. En hvað það væri gaman
að geta fegið því alt sem það þarf. Eig vildi
eg væri rík svo eg gæti hjálpað því líka. En
það er nærri eins gott að mega vera með yð-
ur þegar þér gerið það. ”
Það gekk alveg fram af Mrs. Carew. Hún
hafði enga þolinmæði að hlusta á þetta, en
hún sagði Pollyanna skýrt og skorinort, að
hún æjtaði sér ekkert meira að gera fyrir
þetta fólk og það væri engin ástæða til þess
og enginn gæti búist við því af sér. Hún hefði
í raun og veru verið mjög örlát við þetta fólk
og hún hefði látið gera meira við þetta leigu-
hús, heldur en sanngjarnt hefði verið að
heimta, en hún hélt víst ekki að það væri
nauðsynlegt að taka það fram, að hún ætti
bygginguna sjálf. Svo sagði hún Pollyanna
frá því, að það vðeri ti,l ýms góðgerðafélög,
sem beinlínis stunduðu það, að hjálpa þeim
sem bágt ættu og til þessara góðgerðastofn-
ana gæfi hún oft mikla peninga.
En ekki var Pollyanna nærri ánægð með
þessa skýringu. “Eg get ekki séð, ”- sagði
hún, “að það sé nokkuð betra, eða eins gott,
að láta margt fólk gera það, sem hver og einn
vill gera sjálfur. Eg vildi miklu heldur gefa
Jamie góða bók núna, heldur en að láta eitt-
hvert félag gera það. Og eg er viss um, að
honum þætti líka vænna um að eg gerði það.”
“Það getur vel verið, ” sagði Mrs. Carew
og var nú auðfundið að hún var orðin dálítið
þreytt á þessu. En það getur vel verið, að
það væri ekki eins gott fyrir Jamie, því það
er líklegt, að þessi félög, sem eg var að segja
þér frá, geti valið honum hentugri bækur,
heldur en við getum..”
» IIún sagði ýmislegt fleira viðvíkjandi gjöf-
um og góðgerðasemi, en það gerði Pollyanna
hvorki til né frá, því hún skildi ekkert af því
sein hún sag'ði um þétta.
“Það er lieldur ekkert víst, að þetta fólk
vildi þiggja hjálp frá mér, þó eg reyndi að
hjálpa því. Þú manst að Mrs. Murphy vildi
elcki þiggja mat eða fatnað hjá mér, en það
leit út fyrir að hún vildi þiggja hjálp frá ná-
grannakonu sinni. ”
“Já, eg veit þetta,” sagði Pollyanna hálf
vandræðalegg. Eg get ekki vel skilið þetta.
En það sýnist ekki rétt, að við höfum mikið
af öllu, sem fallegt er og gott, en þetta aum-
ingja fólk hefir ekki neitt af neinu.”
Þetta gróf um sig í huga hennar meir og
meir og Pollyanna gat ekki látið það vera, að
tala um þessa fátæklinga við Mrs. Carew og
spyrja hana ótal spurninga þeim viðvíkjandi,
og höfðu þær spurningar alt annað en góð á-
hrif á hana. Það var eitthvað mjög nærri
því, að gleðileikurinn kæmi Pollyanna hér að
engu haldi.
“Bg sé ekki neitt viðvíkjandi þessu fólki,
sem maður getur glaðst af. Við getum nátt-
úrlega verið glaðar, að við erum ekki fátækar
eins og það. En í livert sinn sem eg hugsa
um það þá fer eg að hugsa um þetta aumingja
fólk og þá get eg ekki verið glöð lengur. Okk-
ur gæti náttúrlega þótt vænt, um að vita af
fátæku fólki, svo við gætum hjálpað því. En
ef við hjálpum því ekki, þá höfum við enga
gleði af því. Það gat enginn hjálpað Polly-
anna neitt með þessar hugsanir hennar.
Mrs. Carew var henni engin hjálp í þessum
efnum. Hún hafði um nóg annað að hugsa.
Hún var að hugsa um Jamie. Það var ekki
alveg ómögulegt, að þessi drengur væri ein-
mitt hennar týndi systursonur. Þessi hugs-
un gerði henni afar mikinn óróleika. Bráðum
komu jólin, en hugsunin um þau færðu henni
heldur enga gleði. Hún hlakkaði ekki til jól-
anna.
Það var loksins í vikunni fyrir jólin að liún
komst að niðurstöðu, sem hún hélt að mundi
binda enda á það hugarstríð. sem svo lengi
hafði þjáð hana. Hún sagði Mary að kalla á
Pollyanna.
“Pollyanna,” sagði hún heldur kuldalega.
“Eg hefi ráðið við mig að taka Jamie. Bíll-
inn kemur strax. Eg ætla að sækja hana '
núna. Þú getur komið með mér, e£ þú vilt. ”
Pollyanna varð afar glöð við þetta.
“Fjarskalega þykir mér vænt um þetta.
Eg er svo glöð að mig langar til að gráta.
ILvernig stendur á því, Mrs. Carew, að þeg-
ar maður er ósköp glaður, þá grætur maður
stundum?”
“Það get eg ekki sagt þér, Pollyanna,” og
það leit út fyrir að hún væri ekkert um þetta
að hugsa, 0g það var enga gleði að sjá á svip
hennar.
Þegar Mrs. Carew var komin inn í herberg-
ið til Jamie, var hún ekki lengi að segja hvaða
erindi hún ætti. Með fáum orðum sagði hún
frá drengnum, sem tapast hefði 0g liún hefði
fvrst gert sér nokkrar vonir um, að hann
væri einmitt sá drengur. Hún sagði þó af-
dráttarlaust að hún héldi ekki að svo mundi
vera. En saínt sem áður hefði liún nú af-
ráðið að taka liann heim til sín og gera fyrir
hann alt, sem hægt væri. Hún sagði honum >
í fáum orðum það helsta, sem liún hafði hugs-
að sér að gera.
Mrs. Murphy sat við fótagafl rúmsins og
grét í hljóði. Jerry sat hinum megin í her-
berginu og varð heldur en ekki glaður við
þessar fréttir. Jamie, sem var í rúminu,
hlustaði fyrst á þetta með barnslegri gleði.
En þegar Mrs. Carew hélt áfram að tala
breyttist svipur hans. Eftir litla stund lok-
aði hann augunum og snéri sér frá henni.
“Þakka yður fyrir, Mrs. Carew, en eg get
ekki farið til yðar, ’ ’ sagði hann.
“Þú getur ekki—getur ekki livað? ” spurði
Mrs, Carew, eins og hún héldi að hún hefði
ekki heyrt rétt hvað hann sagði.
“Jamie!” hrópaði Pollyanna.
“Láttu ekki svona,” sagði Jerry. “Hef-
irðu ekki vit á að taka tækifærið þegar það
býðst ? ’ ’
“Jú, en eg get ekki farið,” sagði drengur-
inn aftur.
“En, Jamie, Jamie, reyndu að hugsa um
hvað þetta þýðir fyrir þig,” sagði Mrs. Mur-
phy, þar sem hún sat við fó'tagafl rúmsins.
“Bg er að hugsa,” sagði Jamie hálfskæl-
andi. “Haldið þið að eg viti ekki hvað eg er
að gera—hverju eg er að kasta frá mér?”
Svo leit liann aftur á Mrs. Carew og sagði:
“Eg get ekki látið yður gera alt þetta fyrir
mig. Ef yður í raun og veru langar til að
gera það, þá væri öðru máli að gegna, en yð-
ur langar ekki til að gera þetta, ekki í raun
0g veru. Þér kærið yður ekki um mig—ekki
mig. Það er yðar Jamie, sem þér viljið fá,
og eg 'er ekki yðar Jamie. Þér haldið það
ekki, eg sé það á yður.”
“Eg veit það, en—” sagði Mrs. Carew, en
komst ekki lengra,
“Það er heldur ekki svo sem, að eg sé eins
og aðrir drengir, sem geta gengið og gert
hvað sem er,” tók Jamie fram í. “Þér yrð-
uð strax leiðar á mér og það þætti mér svo
slæmt. Eg gæti ekki þolað það. Það væri
annað ef þér hugsuðuð um mig eins 0g
Mumsey. Eg er ekki drengurinn, sem þér
eruð að leita að—eg get ekki farið.”
Enginn sagði neitt í eina mínútu, eða svo,
en svo spratt Mrs. Carew á fætur. Það var
auðséð að henni mislíkaði stórlega.
“Viðskulum fara, Pollyanna,” var alt sem
hún sagði.
“Af öllum heimskingjum ert þú heimsk-
astur,” sagði Jerry við drénginn í rúminu,
þegar þær voru farnar.
En aumingja Jamie grét hástöfum. Það
var eins 0g honum findist að dyrnar s'em lok-
uðust væru dyr himnaríkis og nú væri þær
honum lokaðar fyrir fult og alt.
XII. KAPÍTULI
Mrs. Carew var hreint og beint reið. Hún
gat ekki tekið því með stillingu, að drengur-
inn skyldi neita að koma, þegar hún nú loks-
ins var búin að fá sig til að bjóða honum til
sín. Mrs. Carew var því ekki vön að boð
liennar væru ekki þegin og vilji hennar ekki
tekinn til greina' Þar að auki greip sú hugs-
un hana nú sterkari tökur heldur en nokkru
sinni fyr, að kannske þessi drengur væri nú
einmitt Jamie frændi hennar. Hún vissi með
sjálfri sér, að henni þótti ekkert vænt um
þennan dreng og hún kærði sig eiginlega ekk-
ert um hann hans vegna, en hún hélt að það
mundi kannske friða sjálfa sig, að taka hann
og hún hætti þá kannske að vera alt af áð
hugsa um þetta, hvort hann kynni að vera
rétti drengurinn eða ekki.
Það Ibætti heldur ekkert um skapsmuni
hennar, að drengurinn hefði séð fullvel hvern-
ig henni var innanbrjósts og hann hafði sagt
það við hana að hún kærði sig ekki um sig.
Hún vissi að þetta var í raun og veru satt.
Væri hann ekki systursonur hennar, kærði
hún sig ekkert um hana. Hún ásetti sér að
gleyma þessu algerlega.
En henni hepnaðist ekki að gleyma því.
Hvernig sem hún reyndi að rýma þessu úr
huga sínum, þá var þessi vafaspurning alt af
í huga hennar. Það gat vel verið að þessi
veikburða drengur væri liinn þráði .systur-
sonur hennar. Hvernig sem hún reyndi að
liugsa um alt annað, hvarlaði liugurinn alt af
að þessu sama.
Og' svo var nú Pollyanna. Það var svo
sem auðséð, að hún var ekki lengur eins og
hún liafði verið. Hún var orðin svo áliuga-
laus og eirðarlaus og alt öðruvísi heldur en
hún hafði verið. Það gekk sjáanlega eitthvað
að henni.
“Nei, mér er ekkert ilt,” sagði hún þegar
hún var sþurð að því hvað að henni gangi.
“Hvað er þá að þér?”
“Svo sem ekkert. Eg er bara að hugsa
um Jamie, hversvegna liann hefir ekki líka
alla þess fallegu hluti sem við höfum, gólf-
dúka og myndir og gluggatjöld.
Hún hafði líka mjög litla matarlyst, kærði
sig ekkert um að borða, en samt sagði hún
ávalt að sér væri ekkert ilt.
“Mér er ekkert ilt,” sagði hún dauflega.
‘ ‘ Mér bara finst að eg sé ekkert svöng. Alt af
þegar eg byrja að borða fer eg að hugsa um
Jamie, því eg veit að hann liefir ekkert gott
að borða, og þá langar mig ekkert í það.”
Þó Mrs. Carew skildi þetta ekki nema mjög
óljóst, þá vildi hún alt gera, sem í hennar
valdi stóð til þess að Pollyanna yrði aftur
eins og hún liafði verið og eins' og henni var
eðlilegt að vera. Hún keypti afarstórt og fall-
egt jólatré og hlóð á það miklu skrauti og
jólagjöfum og hún sagði Pollyanna að hún
mætti bjóða heim einum sex af skólasystrum
sínum á aðfangadagskveldið.
En líka hér varð Mrs. Carew fyrir von-
brigðum, því þó Pollyanna yrði að vísu ‘glöð
við þetta og þætti vænt um það, þá varð hún
satm fljótt aftur hrygg í huga og gat oft ekki
varist gráti. Og sjálf jólin urðu þeim frekar
til óánægju heldur en gleði.
“Því ertu svona., Pollyanna?” spurði Mrs.
Carew ejnu sinni. “Hvað er það eiginlega,
sem að þér gengur?”
“Ekki neitt,” sagði Pollyanna grátandi.
“Hér er alt svo fjarskalega fallegt og gott,
en eg var bara að hugsa um hvað það væri
gott fyrir Jamie að vera hér. ”
Nú var þolinmæði Mrs. Carew nóg boðið.
“ Jamie, Jamie, Jamie,” sagði hún óþolin-
móðlega. “Heyrðu Pollyanna, geturðu ó-
mögulega hætt að tala um þennan dreng ? Þú
veist fullvel, að það er ekki mér að kenna, að
liann er ekki hér. Eg bauð honum að koma
liingað og vera hér altaf. En hvað er nú um
þennan gleðileik þinn? Eg lield þú ættir að
leika hann einmitt nú.”
“Eg er að reyna það, en mér hefir aldrei
gengið það eins illa eins og núna,” sagði
Pollyanna. ‘ ‘ Mér hefir alt af áður liðið vel,
jþegar eg liefi fundið eitthvað til að gleðjast
yfir. Nú er eg ósköp glöð yfir því að mega
vera þar sem alt er svo fallegt og hafa nóg
af góðum mat til að borða, vera frísk og geta
gengið á skóla og haft alt sem eg vil En því
glaðari sem eg er vegna sjálfrar mín, því
hryggari er eg vegna Jamie. Eg veit ekki
því gleðileikurinn vinnur svona skrítilega nú.
Vitið þér það?”
Mrs. Carew gekk í burtu, án þess að svara
nokkru orði.