Lögberg - 03.08.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1933
Bls. 7
Barátta kynflokkanna
Er hvíti kynþátturinn í hœttu
staddur?
Enn sem komiÖ er hikum vér viíi
aÖ viÖurkenna þaÖ, að með heims-
styrjöldinni urðu þau kaflaskil i
veraldarsögunni að yfirdrotnun
hvíta kynflokksins er lokið.
Af þeim tveimur miljörðum
manna, sem talið er að byggi jörð
vora, eru tæplega 600 milj. hvítra
manna. En á siðastliðinni öld hafa
þeir verið yfirdrotnendur alheims
og er það vegna uppfindinga þeirra.
IvSa hver skyldi voga sér það að
ganga til styrjaldar með svo að segja
berum höndum gegn landdrekum
(tanks), hernaðarflugvélum og vél-
byssum? Þó hefir það sýnt sig, að
það er ekki mátturinn, sem mestu
ræður, heldur hugsunarháttur þjóð-
anna, þessi undarlegi kraftur, sem
fram kemur af sameiginlegri hugs-
un miljóna manna. Alt umhverfis
hvíta þjóðflokkinn og beint fyrir
augum hans, er því nú sú breyting
að verða, að í stað þjóerniskendar
er að koma kynflokkakend miljón-
anna. Helztu menn hinna mislitu
þjóða, svo sem Gandhi, Sun Yat
Sen, Svertingjaforingjarnir í Ame-
ríku og japanski hermálaráðherr-
ann Araki (sem hefir mest völd
næst keisaranum) prédika allir hið,
sama, að Afríka og Asía eigi að vera
sjálfstæðar og algerlega óháðar
hvíta kynflokknum. Þessar heims-
álfur þurfi alls ekki að vera upp á
þá komnar með neitt.
Þessi þjóðahugur er á góðum vegi
með það að þurka út öll landamæri
i álfunum og skapa nýjan hugsunar-
hátt, sem getur haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar íyrir hvíta kyn-
þáttinn.
Fremstar í baráttunni gegn hvítu
mönnunum eru Asíuþjóðirnar, og
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WINNIPEG, MA.N
það er af eigin nauðsyn þeirra. Á-
standið þar er svo, að þjóðirnar
komast ekki fyrir heima hjá sér,
þær hafa vaxið upp úr ættlöndum
sínum. Á árunum 1913 til 1925
f jölgaði hinum stóra gula kynþætti
um 4.6%, en á sama tíma var fólks-
fjölgunin í Evrópu aðeins 1.2%. A
seinustu 75 árum hefir fólkinu í
Indlandi t. d. fjölgað um 50 miljón-
ir.
Þessi gríðarlega fólksfjölgun
hefir haft það í för með sér að
of þröngt hefir orðið um þjóðirnar
í Asíu, því að þær eru ekki eins vel
settar og Evrópuþjóðirnar að eiga
nýlendur, sem geta tekið við fólks-
fjölguninni heima fyrir. Hvíti
þjóðflokkurinn hefir lagt undir sig
öll þau lönd, sem ekki eru fullbygö.
Hann hefir t. d. lagt undir sig tvær
heimsálfur, Ameríku og Ástralíu, og
hann hefir afgirt þessar heimsálfur
fyrir innflutningi frá gula kynstofn-
inum.
Ástralía er, 3/4 stærri heldur en
Evrópa og í staðinn fyrir það að
þar eru nú 61/Ó miljón manna gæti
auðveldlega lifað þar 60 miljónir
manna. I Kanada eru 10 miljónir
íbúa, en þar gæti lifað 100 miljónir
manna, að minsta kosti. Um Ástra-
lfu er þess ennfremur að gæta, að
vegna loftslags eru þar miklu betri
lífsskilyrði fyrir hina mislitu kyn-
flokka heldur en hvíta menn.
í Kína býr f jórði hluti alls mann-
kynsins. í Japan, sem ekki er stærra
en 385,000 ferkílómetrar, býr álika
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man................... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota.................B- S. Thorvardson
Árborg, Man...................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man........................... G. Sölvason
Baldur, Man.........................O. Anderson
Bantry, N. Dakota..............Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash..............Thorgeir Símonarson
Belmont, Man.........................O. Anderson
B'laine, Wash.............................Thorgeir Símonarson
Bredenbury, Sask......................S. Loptson
Brown, Man............................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dak®ta.............B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask....................S. Loptson
Cypress River, Man........'.....F. S. Frederickson
Dafoe, Sask ........................J. Stefánsson
Edinburg, N. Dakota.............Jónas S- Bergmann
Elfros, Sask.............Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson
Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask...................................C. Paulson
Geysir, Man...............................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man...........................F. O- Lyngdal
Glenboro, Man..................F. S. Fredricksott
Hallson, N. Dakota....................J. J. Myres
Hecla, Man.....................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota...................John Norman
Hnausa, Man................................... G. Sölvason
Hove, Man......................... A..J. Skagfeld
Húsavík, Man...................................G. Sölvason
Ivanhoe, Minn..........*................B. Jones ,
Kandahar, Sask.................................J. Stefánsson
Langruth, Man................................John Valdimarson
Leslie, Sask..........................Jón ólafson
Lundar, Man..........................S. Einarson
Markerville, Alta...................O. Sigurdson
Minneota, Minn...........................B. fones
Mountain, N. Dakota...................J. J. Myres
Mozart, Sask.....................1...Jens Eliason
Narrows, Man..................................Kr. Pjetursson
Oak Point, Man.....................A. J. Skagfeld
Oakview, Man........................Búi Thorlacius
Otto, Man......................................S. Einarson
Pembina, N. Dakota.................. G. V. Leifur
Point Roberts, Wash..................S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta...........
Reykjavík, Manl.............
Riverton, Man...............
Seattle, Wash..............
Selkirk, 'Man..............
Siglunes, Man..............
Silver Bay, Man............
Svold, N. Dakota............
Swan River, Man............
Tantallon, Sask.............
Upham, N. Dakota..............
.......O. Sigurdson
......Árni Paulson
........G. Sölvason
.......J. J. Middal
..........G. Nordal
.... Kr. Pietursson
.....Búi Thorlacius
. .B. S. Thorvardson
........A. J. Vopni
.... J. Kr. Johnson
.Einar J. Breiðfjörð
Vancouver, B.C...................Mrs. A. Harvey
Víðir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man....................Guðmundur Jónsson
Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach, Man...................G. Sölvason
Winnipegosis, Man...........Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask..................Gunnar johannsson
margt fólk og i Þýskalandi, sem er
471,000 ferkílómetrar. Á hverjum
bygðum ferkílómetra í Japan búa
969 menn. Til samanburðar má
geta þess, að á hverjum ferkiló-
metra í Þýskalandi búa 185 menú, i
Frakklandi 108 og á íslandi 1 mað-
ur til jafnaðar. Árið 1909 sagði
japanski stjórnmálamaSurinn Kam-
ura greifi, að á næsta mannsaldri,
eða fram til 1940, yrði Japanar að
fá svo aukið landrými að fyrir kæn>
ust 100 miljónir manna, ef þjóðiv
etti ekki að deyja úr ofvexti. Og
stríðið núna í Norður-Kína er ekk-
ert annað en barátta Japana fyrir því
að fá andrúmsloft, vegna þess hvað
þröngt er orðið heima fyrir. Og
þetta er aðeins byrjunin. Menn
verða aS gæta þess, að frá aldaöðli
hafa Japanar verið landbúnaðar-
þjóð, en svo er nú þröngt setið þar,
að bændur geta ekki lifað á því landi
sem þeir hafa. Á hinn bóginn geta
japanskir bændur heldur ekki lifað
í Norður-Kína, vegna þess að hvorki
þola þeir loftslagið þar, né heldur
geta þeir kept við kínversku bænd-
urna um framleiðslu. Tilgangur
Japana með því að leggja undir sig
Mansjúríu (sem er álíka stór og
Þjýskaland ogýFrakkland til sam-
ans) er því ekki sá áð fá þar land
fyrir bændur sina, heldur að tryggia
sér hinar auðugu námur þar. Fá
lönd í heimi munu vera jafn auSug
að námum sem Korea, Jehol og
Mansjúría. Þar eru allskonar
málmar í jörð og kolanámur eru þar
svo miklar að mönnum telst til að
þar sé í jörðu 2,711 miljónir smá-
lesta.
Stríðið við Kína er því ekki nema
byrjun frá Japana hálfu til þess að
fá sér olnbogarúm. En leið þeirra
liggur suður á bóginn, eigi aðeins
til Kyrrahafseyjanna, Filipseyja og
hollensku nýlendanna, heldur til
Ástralíu, sem enn er mjög strjál-
bygð. Eða er nokkur ljósari sönnun
fyrir því, að hugur þeirra stefnir
þangað, heldur en það, að þeir ^afa
harðlega neitað að skila aftur eyj-
um þeim í Kyrrahafi, sem þeir fengu
að striðinu loknu frá Þjóðverjum?
Eyjar þessar eru áfangastöð á leið-
inni til Ástralíu. Og einkennilegt
er það, að seinustu flotaæfingar
Japana hafa farið fram suður hjá
Ástralíu.
Það er líka orðið of þröngt um
Kínverja héima fyrir. Þótt landið
sé gott^getur það ekki framfleytt
þeim sæg af fólki, sem þar er. Að
vísu gera vatnavextir, drepsóttir,
innanlandsstyrjöld og hungursneyð
stór skörð í þjóðina árlega, en viö-
koman er miklu meiri og alt af
þrengist um. Afleiðingin er stærri
þjóðflutningar en dæmi eru til áður
í heimssögunni. Þegjandi og hljóða
laust heldur þessi fólksstraumur á-
fram, í óþökk allra þjóða, en er ó-
stöðvandi vegna þess hvað kínverski
kynstofninn er ákveðinn í því að
bjarga sér.
En hvert liggur leið Kínverja? I
allar áttir, þar sem ekki hafa verið
reistar rammar skorður við innflutn-
ingi þeirra. Um ÖU þau lönd, sem
liggja að Kyrrahafi fer þessi
straumur. Fyrir 25 árum voru 3
miljónir íbúa í Mansjúríu, en nú
eru þeir 30 miljónir. Viðbótin er
aðallega fátækir bændur frá héruö-
unum Shantung, Tscili og Sensi í
Kína, sem ekki hafa getað séð sér
farborða heima fyrir. í Indlands-
eyjum Hollendinga, franska Indo-
kina, Síam og Malajaskaganum, er
mest verslun og bankastarfsemi i
höndum Kínverja, og þeir ráða líka
yfir flestum námum þar. Sama máli
er að gegna í Birma. Á árunum
1900 til 1923 fluttust 13 miljónir
Kínverja norður á bóginn, en 9 milj
suður á bóginn. Síðan hefir út
flutningur fólks aukist stórum svo
að nú eru 35—40 miljónir Kinverja
búsettar erlendis.
Árið 1925 voru 10 miljónir manna
í Síam, þar af 4 miljónir Kinverja.
í Singapore eru um 5,000 hvítir
menn, 100,000 Malajar og 400,000
Kínverjar. Og á Filipseyjum eru
um 2 miljónir Kínverja. Og þangað
liggur straumur þeirra enn, þrátt
fyrir mótspyrnu Bandaríkjanna, og
óteljandi eru þau brögþ, sem þeir
beita til þess að komast þangað. t
Penang á Malakkaskaganum eru
Kinverjar um 2/3 hlutar allra íbú
anna. Og jafnvel á hinni fjarlægu
ey, Kúba, eru Kínverjar 10. hluti
þjóðarinnar.
En eftir því sem Asíuþjóðirnar
gerast óháðari Evrópu í verslun og
viðskiftum, því meiri þýðingu fær
Afríka fyrir hvíta kynstofninn.
Enn er hann þar alls ráðandi, en
ýmislegt bendir til þess að Svert-
ingjar séu að vakna til sjálfsmeð-
vitundar.
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan
að menn uppgötvuðu það hvílíkt
dásemdaland Afríka er að því leyti
hvað hún er námuauðug. í Suð-
vestur-Afríku , í belgisku Katanga,
í Kanya-nýlendunni, í Austur-Af-
ríku, sem Þjóðverjar áttu áður, í
Mor.okko, Abessiniu og Suður-Af-
ríku finst í jörðu kopar, gull, tin
zink, nikkel, radium, blý, uran, gra-
fit, mangan, kalkfosfat, glimmer.
kol, járn—og alt í svo ríkulegum
mæli að það getur nægt hvíta kyn-
þættinum um ófyrirsjáanlegan tíma.
Og svo er sólarkrafturinn. Enginn
efi er á því að fyr eða síðar rísa upp
í Afríku stærstu verksmiðjur heims-
ins, sem fá allan sinn kraft frá sól-
unni. Þar er aflgjafinn til á sömu
slóðum og hráefnin finnast í jörð.
Með hverju árinu, sem líður er
Afríka líka að fá meiri þýðingu fyr-
ir flugsamgöngur heimsins, hvort
heldur leiðirnar liggja frá Evrópu
til Ameríku eða Asiu.
Komi að því að Afríka verði aðal
aflgjafi hvíta kynflokksins, þá má
það ekki eiga sér staö að fáeinar
þjóðir ráði þar lögum og lofum og
drotni yfir auðlindunum. Þær verða
að vera alþjóðaeign, en hvenær ræt-
ist það? —Lesb.
búið að ganga.
Það er ekkert út á félagsskap að
setja. Síður en svo. En hann þarf
að vera til einhvers annars en þess
arna.
P. t. Winnipeg, 26. júli, 1933.
J. P. Sólmundsson.
Aðvörun til fiskimanna
Nú er miðvikudagur, og ísl. blöð-
in þessa vikuna komin alveg að því,
að fara í prentun, svo þetta geta
ekki orðið nema fáein orð.
Það var grein í “Free Press’’ í
gær, sem ber þess vott, að það muni
nú vera næst á seiði, að smíða nýja
gildru handa ykkur fiskimönnunum
að ganga í. í rauninni er það alveg
sú sama, sem við áttum liðlangan
daginn við að stríða á fundinum
góða, sællar minningar, í Selkirk,
árið 1926. Það virðist enn þá eiga
að reyna að koma því svo fyrir, að
öll ykkar slys og mæða geti haldið
áfram að heita sjálfum ykkur að
kenna, til þess að stjórnirnar skuli
framvegis, eins og núna nokkur
undanfarin ár, geta þvegiö hendur
sínar upp úr því, sem telja megi
ráðstafanir ykkar sjálfra.
Efni greinarinnar er það, að nú
skulið þið búa til félag, sem kjósi
fulltrúa inn i sameiginleg fundar-
höld með fiskikaupmönnunum, og
þeir fundir skuli svo leggja til lífs-
reglurnar um viðskiftin.
Munið þið ekki eftir að hafa les-
ið um ljón, ref og asna, sem fóru
saman á veiðar? Þetta yrði ekki ó-
fögur refskák, eða hitt þó heldur.
En vitanlega tæki það allan vand-
ann af stjórnunum, ef einhverjir
vinir þeirra vilja gjörast þeir glann-
ar að taka' þetta að sér.
Þið munið hvernig foringjum
fiskisamlagsins hepnaðist vöku-
menskan og hvaða fulltrúum ættuð
þið svo aö hafa á að skipa, sem
fiskikaupmönnunum yrði ekki
mögulegt að ráða við, með illu eða
góðu, þegar þið væruð búnir að
senda þeim þá, með svona umboð í
höndum sér, inn í sjálfa ljónagryfj-
una ?
Til þess að fara svo þar á eftir
að klaga fyrir stjórninni, yrði að
klaga umboðsmenn úr sínu eigin fé-
lagi,—sama sem sjálfan sig. Og
þetta er það, sem stefnt er á,—sjálfs
hlekkjun. Merkilega djúp er s(æg-
vizkan þarna á botninum, hvaðan
sem hún er innblásin.
íhugið þetta nú fljótt og vel. allir
þið, sem enn hafið þó ykkar ráð og
rænu, eftir alt, sem yfir ykkur er
Hænur grafa upp
gimsteina
í Colotnbia voru stærstu smaragd-
námur heimsins. Þær voru skamt
frá þorpinu Muzo i héraðinu Boy-
acá, sem er norður af höfuðborginni
Bogota.
Þegar hinir fyrstu Evrópumenn
komu þangað, og mynduðu nýleru:!-
una Nýju-Granadi, létu hinir inn-
ftéddu þá ekkert vita um námu
þessa. Var það ékki fyr en 1767 að
Spánverjar gátu þefað hana uppi.
og þá streymdi fólk þangað hópum
saman, svo að á skömmum tima
voru íbúarnir í Muzo orðnir 30
þúsundir.
Þessir námamenn hirtu ekki nema
stærstu smaragdana því að þá'voru
engin áhöld til þess að skera og
fægja litla steina. Þvi, sem skarst
utan af stóru steinunum var fleygt
og eins öllum litlum steinum.
Náman tæmdist og fólkið hvarf,
en veður og vindur hafa jafnað alt
svæðið.
Fyrir skömmu vildi það til af til-
viljun að rannsakaður var sarpur úr
hænu, skamt frá Muzo og kom þá i
ljós að hann var fullur af smáum
smarögdum. Og þá komust menn
að því, að þegar hænsin voru að
krafsa þar, fundu þau þessa smá-
steina, sem fleygt hafði verið fyrir
óralöngu—og gleyptu þá.—
Nú eru fundin upp fullkomin á-
höld til þess að skera og fægja litla
gimsteina, og var því hér um fjár-
sjóð að ræða. En þar sem stjórnin
í Colombia á öll námuréttindi þar i
landi, lagöi hún löghald á öll hæns
þar á stóru svæði. Eigendurnir eiga
að vísu hænsin eftir sem áður og
mega eta kjötið af þeim, en inn-
volsið er eign stjórnarinnar. Hver
maður, sem vill slátra hænsum verð-
ur að fara með þau lifandi til yfir-
valdanna og í viðurvist þeirra má
hann fyrst snúa þau úr hákliðnum.
Svo kryfja yfirvöldin hænsin og
hirða innvolsið-því að það er eign
stjórnarinnar!
Sterkúr lögregluvörður er haldinn
um hænsin á þessu svæði, og þess er
vandlega gætt, að enginn smygli
þeim burtu. Feröamenn, sem þang-
að ætla, verða að fá sérstakt stjórn-
arleyfi til þess að fara þangað og
eftirlitsmenn eru með þeim nótt og
dag.
Konum er stranglega bannað að
koma þangað, því að það er þjóð-
trú þar, að grænu steinarnir sökkvi
í jörð undir eins og kona kemur
nálægt þeim. —Mbl.
Nýtísku verzlunarskóli
s
1
nýtísku byggingu ;
THE ANGUS SCHOOL OF COMMERCE
Sixth Floor — Telephone Building—
Portage Ave., Winnipeg
Phone 9-5678—Ask for Prospectus
Hér með tilkynnist
að opnaður verður
Angus School oí Gommerce
AND
Anéus School of Accoiintancy
and Business Administration
Monday, August 14th
ágætir kenslukraftar
IV. C. Angus, C.A.; A. J. Gray, F.C.I.; I>. S. Lofthouse, C.A.; C. TyndaU,
B.Se.; Margucrite DeDecker, Jean Law, P.C.T.; Kay Hopps.
Þar að auki flytja fyrirlestra við skólann átta yfirskoðunarmenn,
sem allir eru fullnuma í sinni fræðigrein.
Sérstaklega, gott húsnœði
Skólinn er á. sjötta gólfi í hinnl
nýju Telephone byggingu, vönduS-
ustu skrifstofubyggingu f Winnipeg.
Herbergin eru loftgóð og sólrlk.
Veggfóðrið fallegt og þægilegt fyrir
augun og gólfið þakið togleður tígl-
um. Ávalt séð fyrir gnægð af heil-
næmu lofti. Sérstök herbergi fyrir
skólafólkið til að hvlla sig og geyma
yfirhafnir ^sínar. Alt f skólanum er
miðað viðTeilsuna — pægindin —
Kyrðina — Lærdóminn.
Hinn fullkomnasti útbúnaður
Ekkert hefir verið til þess sparað
að hafa allan útbúnað af nýjustu og
fullkomnustu gerð. Betri sæti og
skrifborð I stað i'eirra gömlu f skóla-
stofunum. Milliveggir, sem ekki
heyrist gegnum; enginn hávaði af
strætunum berst inn, og hljóðlausar
ritvélar. svo það er fullkomin kyrð
í skólaherbergjunum. Hvað allan tit-
búnað snertir er A. S. C. skólinn hinn
fullkomnasti.
SKÓLAGJÖLD
Dagskóli $15.00 á mánuði; kveldskóli $5.00 á mánuði; hálfur dagur,
morgun eða síðari hluja dags $10.00 á mánuði.