Lögberg - 03.08.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.08.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGRERG, FIMTUDAGINN 3. AGÚST, 1933 ILögtierg GefiS út hvern fimtudag af TBE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans. EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um áriö—Borgist fyrirlram rhe "Lögberg" is printed and published by The Columbia Pre88, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Manitoba PHONES S6 327—86 328 London ráðátefnan Henni er lokið, að minsta kosti í bráðina, og fulltrúar hátt upp í sjötíu þjóða, sem þátt tóku í henni, eru farnir hver til síns lands, eða þá eitthvað út í veröldina. Áður en hér er lengra farið, væri kannske rétt að fara fáeinum orðum um það, til hvers þessi alþjóða viðskiftaráðstefna var kölluð. Viðskiftamála sérfræðingar Þjóðabandalags- ins héldu því fram, að hún ætti að gera við- skifta friðarsamninga fyrir allar þjóðir. Því var haldið fram, að næðust ekki þeir friðar- samningar, mundi eymdin fara enn vaxandi, atvinnuleysið aukast, viðskiftin minka og verkalaunin lækka. Menningarþjóðirngr mundu falla niður í vesaldóm og ómenningu. Hins vegar var því haldið fram, að tækist að semja frið milli þjóðanna á viðskiftasvæð- inu og glæða traust þjóða milli, þá væyi bjart- ari og' betri dagar fyrir höndum. Sérfræð- ingarnir, sem undirbjuggu þessa ráðstefnu, virtust vera þess fullvissir, að hægt væri að finna leið út úr vandanum, og ef það hepnað- ist, þá mundi árangiurinn veúða mikill og góður. Grundvöllurinn fyrir þeim góða árangri var talinn sá, að fakast mætti að útrýma þeirri skoðun, að hver þjóð yrði að fara alger- lega sínar eigin leiðir í viðskiftamálunum, hugsa um það eitt að skara eldi að sinni köku. Hér væri um sameiginlegt vandamál að ræða, og samvinna því algerlega nauðsyn- leg. Hér væri ekki um það að ræða, að nokkr ar þjóðir væru á heljar þröminni og þyrftu hjálpar við, heldur hefðu allar þjóðir hér við sömu erfiðleikana að stríða. Hér væri því um sameiginlegt böl að ræða, og það væri ekki hægt að bæta úr því nema með samvinnu allra þjóða. 'Skilyrðin til þess væru fyrir hendi, ef leiðtogarnir aðeins gætu séð þau og vildu nota þau. Yér höfum verið að reyna að segja það í fáum orðum, sem sérfræðingarnir, sérstak- lega sérfræðingar Þjóðabandalagsins, héldu fram. Skal nú vikið að því, hvað það var, sem álitið var að sérstaklega þyrfti að laga, og sem enn þarf að laga, því enn er það ógert, því er nú miður. Viðskiftaráðstefnan átti fyrst og fremst að semja viðskifta-friðarsáttmála milli þjóð- anna og koma gjaldeyrismálunum á traustan grundvöll, koma í veg fyrir frekari viðskifta styrjaldir og glæða traust þjóða milli. Hér skilst sérfræðingunum að sé aðal orsök þeirr- ar eymdar, sem nú þjáir mannfélkið svo frek- lega. Skal hér nú talið nokkuð af því, sem að er og nauðsyn ber til að laga. Atvinnuleysingjarnir í heiminum eru nú 30,000,000, en 75,000,000 ef talið er með skyldulið þeirra. Verð á hráefnum hefir lækkað um 50-70%. Beildsöluverð á afurðum hefir lækkað um 33%. Iðnaðarframleiðslan hefir minkað ákaf- lega, jafnvel sumstaðar farið ofan í 10% af vanalegri framleiðslu. Heimp.viðskifti þjóðanna hafa minkað um 70%, miðað við árið 1929. Ríkistekjur hafa minkað alt að 40%. Nærri því helmingur allra ríkja hefir horf- ið frá gullinnlausn. Safnast hefir saman óhemju mikið af land- búnaðar afurðum, sem nú eru óseljanlegar. Þegar forráðamenn þjóðanna sáu, að alt var að komast í óefni, gripu þeir til ýmsra ráða, sem von var til, en mörg þau ráð hafa reynst mjög illa. Þjóðirnar hafa, hver í kapp við aðra, hækkað tollmúrana. Þar hefir vor eigin þjóð, Canada-þjóðin, áreiðanlega ekki verið neinn eftirbátur. Þær hafa líka gert margskonár viðskiftaráðstafanjir og gjald- eyrisráðstafanir, sem vafalaust áttu að vera til bóta, en hafa oft orðið til þess, að hefta viðskiftin og auka vandræðin um allan helm- ing. Af þessu afarstutta yfirliti, má glögglega sjá, að viðskiftaráðstefnuna í London skorti sízt verkefni. En það sem gera átti er alt ógert. Við- skiftaráðstefnunni hefir verið slitið, án þess hún hafi nokkru verulegu til leiðar komið. Að minsta kósti verður ekki betur séð, en að það sé skoðun langflestra. Eiinstaka menn, og þar á meðal forsætisráðherra Breta, reyna að hugga sig við, að ráðstefnan hafi orðið til góðs, jafnvel þótt hún hafi engu ákveðnu til leiðar komið og að henni verði haldið áfram, áður en langt um líður og þá verði liún betur undirbúin heldur en áður og þá sé líklegt að hún geri svo, svo mikið. Það er ekki ómögulegt, að eitthvað kunni kannske að vera til í þessu, en dómurinn mun engu að síður verða sá, að viðskiftaráðstefn- an liafi algerlega mish’eppnast. Hvernig stóð á því, að þessi alþjóðaráð- stefna fékk engu til leiðar komið? Þannig spyrja vitanlega allir, og svörin verða ótal mörg og margvísleg’. Ýmsir virðast hafa til- hneigingu til að kenna Bandaríkjunum um þetta, öðrum þjóðum fremur, aðrir Frökkum og svo ýmsum öðrum þjóðum. Sjálfsagt er ekki rétt að kenna nokkurri einni þjóð um. Ein aðal orsökin til þess að svona fór, er sú, að ekki hepnaðist að koma gjaldeyrismál- um þjóðanna á traustan grúndvöll. Vér fáum ekki séð, að án þess geti heimsverzlunin liald- ið áfram. Það er margt, sem bendir í þá átt að hér liggi aðalmeinið. Viðskiftin verða að vera bygð á einhverjum grundvelli og sá gruiulvöllur liefir verið peningar með ákvæð- isverði. Sé ekki sá grundvöllur til staðar, getur ómögiulega öðruvísi farið, en við- skiftin fari út um þúfur, eins og raunin hefir á orðið. En viðskiftaráðstefn- unni hefir algerlega mistekist að koma gjaldeyrismálunum á traustan grund- völl. Það sem þar virðist bera á milli er gull- innlausn eða ekki gullinnlausn. Stjórnarhöfð- ingjunum sýnist þar algerlega sitt hverjum. Það verður, því miður, ekki annað sagt, en að viðskiftaráðstefnan í London, gefi engar vonir um betri og bjartari framtíð. Minni Islands Flutt á Islendingadegi að Hnausum, Marí., 2. ágúst, 1933 Eftir prófessor Richard Beck ‘ ‘ Það gefur manni vængi að hafa verið með og lifað slíkan dag.” A þá leið ritaði Indriði skáld Einarsson um Alþingisliátíðina, fagurlega og maklega.- Þau orð eiga einnig við aðra þjóðhátíðardaga, þó með minna sanni sé. Ef slíkir dagar eru ekki orðnir fráskila þeirri hugsjón, sem þeir voru tengdir upprunalega, sameina þeir hugi manna og lyfta þeim til flugs. Á þessum söguríka degi, sem helgaður er minningunni um glæsilega sigurvinning í frelsisbaráttu þjóðar vorrar, hverfur oss um stund “alt lítið og lágt, sem lifað er fvrir og barist er móti.” Á þessum degi sendum vér sundrungarandann, þrasið og ríginn, út í hafsauga. 1 dag er oss öllum efst í hug rækt- arsemin við á,tthagana og ættlandið. 1 dag erum vér öll Islendnigar, fyrst og síðast. Vér lokum að baki oss hurðinni að hversdags- vastrinu, drögum skó vora af fótum oss, og göngum inn í musteri minninganna. Við glaða elda þeirra er gott að vermast, hverjum þeim, sem “hefr of fjall farit” og er “á knéi kalinn,” hvort sem talað er 4 almennan ^ða táknrænan hátt. Rennum vér augum yfir sögu Islands, ber hæst heila fylking afreksmanna og þjóðskör- unga; þeir gnæfa eins og fjallatindar upp úr jafnsléttu meðalmenskunnar. Einna star- sýnast verður oss á þá afburðamenn íslenzka, sem voru brautryðjendurnir1 í viðreisnar- starfi þjóðar vorrar á síðari öldum. 1 þeim hóp var Tómas Sæmundsson einn hinn fremsti; hann var í senn einlægur ættjarðar- vinur og eldheitur umbótamaður og fram- sóknar. Um tveggja ára skeið var hann á ferðalagi um Norðurálfuna til þess að kynn- ast nýjum menningarstraumum; þó dvaldi hugur hans alt af heima á ættjörðinni. I niðurlagi ferðasögu sinnar kemst hann einnig svo að orði: “Eg fann hjá sjálfum mér, að mér á ferðinni varð með hverjum degi kærara og merkilegra mitt föðurland; eg gat þegar á leið í París varla sofið fyrir umhugsun um það.” Hann segir ennfremur: “ísland tap- ar aldrei gildi sínu hjá neinum, sem það þekk- ir rétt og líka þekkir veröldina, þó hann svo færi um allan heim.” Undir þessi fögru orð og sannþjóðræknu getum vér skrifað með stóru letri. Reynsla vor, sem heimsótt höfum Island eftir langdvöl erlendis, hefir kent oss að sannmeta land vort og þjóð, sögu hennar og menningu. Enginn má þó ætla, að eg sé hingað kominn til þess að prédika þröngsýnan þjóðarhroka, mér er hann stóruln of leiður til þess. Eigi er eg heldur hér kominn til þess, að slá oss sjálfum gullhamra; sæmra er að það geri aðrir. Hitt er mér ríkast í hug:—að glæða einlæga ís- lands ást vora og skilning vorn á íslenzkri arfleifð vorri; og þá jafnframt gera oss það áþreifanlegra, hver ábyrgð fylgir því að vera | f slendingur. Vér miklumst löngum af ættgöfgi vorri, en hættir til að láta þar staðar numið og gleyma þeirri kvöð, sem hún leggur oss á herðar. “Ættgöfgi skuldbindur,” er orðtak, sem brenn- ast ætti inn í meðvitund vora. Slík- ur skilningur á göfugu þjóðerni voru og glæsilegum menningararfi ætti að verða oss byr í seglin til framsóknar, auka oss metnað og starfshug. Að magna þann hugs- unarhátt, tel eg höfuð markmið þjóðminningardaga eins og þessa. Oss, sem áttum því láni að fagna, að sækja Alþingishátíðina 1930, hef- ir hlptið að skiljast betur en áður, hversu saga íslenzks sjálfstæðis og íslenzkrar menningar er merkileg og einstæð. Vér heyrðum hana sagða, með miklum glæsileik, af for- ystumönnum þjóðar vorrar og túlk- aða af erlendum merkismönnum. 1 tugatali fluttu hinir útlendu full- trúar kveðju ríkisstjórna sinna eða stofnana og hyltu smáþjóðina á norðurhjara fyrir forgöngu hennar í stjórnfrelsismálum og bókmentum. Á “íslendingadegi” ætti það að vera ómaksins vert, og hreint ekki ólær- dómsríkt. að gera sér ljósari grein fyrir því, af hvaða orsökum íslenzka þjóðin, þrátt fyrir mannfæð, ein- angran og erfið kjör, hefir staðið jafn framarlega meðal menningar- þjóða og raun ber vitni. Til þessa merkilega fyrirbrigðis ætla eg, að liggi þrjár höfuð ástæð- ur:—ætterni íslendinga og uppruni, áhrif íslenzkra staöhátta og áhrif ís- lenzkra fornbókmenta, hinna sögu- legu erfða í heild sinni. Það er löngu viðurkent af sagn- fræðingum, að til íslands hafi fluttst á landnámstið margt úrvalsmanna að allri atgervi, frjálshuga menn og framsæknir, eigi aðeins frá Noregi, heldur einnig vestan um haf. í Is- lendingseðlinu renna þvi saman straumar frá tveim merkum kyn- þáttum og mikilhæfum, en þó harla ólíkum; annarsvegar athafnasemi og útsækni hins norræna manns; hins vegar fegurðarást og skáld- hneigð Keltans (Irlendingsins), að nefnd séu einungis tvö einkenni hvors stofnsins um sig. Nú sýnir reynslan, að þjóðablöndun fæðir af sér aukinn þjóðþroska. Mun því óhætt mega segja, án þess að geng- ið sé eins langt og sumir fræðimenn hafa gert, að það hafi verið íslend- ingum hinn mesti gróði menningar- lega, að í æðum þeirra blandaðist blóð norrænna manna og keltneskra. “Ejórðungi bregður til fósturs,” segir spakmælið forna. Staðhætfir og atvinnubrögð sfetja svip sinn á þjóðirnar og horf þeirra við tilver- una, á alt menningarlif þeirra. Þetta á ekki síst við um ísland, sem auð- ugt er að sérkennilegri fegurð og fjölbreyttri, að stórfeldum andstæð- um, og þessvegna mörgum löndum líklegra til að hafa djúp áhrif á íbúa sina. Synir íslands og dætur bera einnig áreiðanlega síns “heima-lands mót.” Mestu varða samt í þessu máli áhrif íslenzks umhverfis á mann- dóm þjóðarinnar og gáfnafar. Frá upphafi vega sinna varð hún mjög að treysta á sjálfa sig og á eiginn afla. Börn Islands hafa löngum al- ist upp við strangan aga, “eld og hungur, ís og kulda”; en þarmeð hafa þau einnig orðið að horfast í augu við lífskjör, sem herða stái viljans og hvessa egg vitsmunanna. Menn vaxa af því að glíma við örð- ugleika; þrautir eru aflgjafar öllum þeim, sem ekki eru eiúhvers konar aukvisar. “H^rkufrostið og hrann- laugar hömruðu í skapið dýran móð,” kveður Jakob Thorarensen. Andvigar aðstæður hafa kent mörg- um íslendingnum þá dýrmætu li^t: “að Iáta’ ekki baslið smækka- sig,” eins og Stephan G. Stephansson orðar það í einu kvæða sinna. En sagan væri ekki nema hálf- sögð, ef þess væri að engu getið, að ísland hefir einnig ósjaldan snúið blíðubarmi að börnum sínum og farið um þau mjúkum móðurhönd- um. Hversu margur hefir eigi fundið unað og frið í hlíðafaðmi þess á heiðum sumardegi ? Eða und- ir stjörnubjörtum himni þess á ó- gleymanlegum vetrarkvöldum ? Hverju barna sinna hefir það eigi oftsinnis verið “nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín?” Samhýlið við hina fjölbreyttu en mislyridu ytri náttúru, lífsbaráttan harða á sjó og landi, hefir verið þjóð vorri hin blessunarríkasta skólaganga. Þeim uppeldisáhrifum íslenzkra staðhátta (eigi síður en norskra) er fagurlega lýst og kröft- uglega í kvæði Einars Benediktson- ar um Egil Skallagrímsson: “Taugarnar þúsundir isvetra ófu. Ennið kvöídhimna skararnir hófu. Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn, hjá kaldsóttri unn, undir þjótandi hlyn. Og öld eftir öld grúfðu norðursins nætur í niðdimmum rjáfrum, þar vöggu- börn sváfu, og önduðu hörku í hverja sin, en hlúðu um lífmeiðsins rætur.” Þá eru áhrif fornbókmentanna islenzku, hinnar sögulegu arfleifðar þjóðarinnar, á líf henpar og menn- ingu. Hvergi hafa orð Ibsens í Brandi:—“Der ligger vækst í store minder” (“framtíð vex af frægðar- sögum,” eins og Matthias segir í þýðingu sinni) sannast betur en á íslendingum. Minningarnar um göfugt ætterni og glæsileg afrek for- feðranna, um bjarta frelsis og frægðaröld, lifðu alt af, stundum að visu sem falinn eldur, í hjörtum þjóðarinnar. Þaðan “hafði hún hit- ann úr,” þegar myrkrið var svart- ast og hvassast næddi um þekju. Á öldum kúgunar og hörmunga urðu þessar minningar, fornbókmentirn- ar, sögurnar og eddurnar, þjóðinni andleg orkulind ; “hennar brjóst við hungri’ og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin.” Við lestur íslend- ingasagna, á kvöldvökum, sem ann- ars hefðu orðið langar og þungbær- ar, stigu menn á skipsf jöl méð forn- 'um köppum og gistu f jarlæg lönd og gróðursæl, riðu á Alþing með höfð- ingjum, hlýddu á mál Njáls og ann- ara spekinga og horfðu á hina fræknustu afreksmenn að kappleik- um. Með Grettisrímum og Andra- rimum var sjálfur þorrabylurinn ó- sjaldan kveðinn i kútinn. Ekki er það auðmetið, hver bjargvættur hin sögulega arfleifð reyndist íslenzku þjóðlífi og menningu þegar mest á reið, á niðurlægingaröldum lands vors. Hollra áhrifa hinna gömlu rninn- inga og fornaldarbókmentanna gæt- ir e*ngu minna í viðreisn íslands á siðustu öldum. í sögu lands síns og fornar erfðir sóttu Fjölnismenn og Jón Sigurðsson eldinn. Sama máli gegnir um þau skáldin, sem kröft- ugast kváðu framsóknarhug og sjálfstraust í þjóðina. Engum fær því dulist, að sögulega arfleifðin er ein af meginstoðum islenzkrar nú- tíðarmenningar. Á þetta atriði lagði Ásgeir Ás- geirsson, núverandi forsætisráð- herra íslands, rnikla áherslu — en hreint ekki of mikla—í hinni snjöllu ræðu sinni að Lögbergi, hátiðar- sumarið 1930. Honum fórust svo orð: “Sagan hefir aldrei verið hltekkur um fót íslendinga, heldur aflgjafi. Saga og bókmentir vorar hafa aflað oss virðinga og vinsælda meðal hinna beztu manna erlendis. . . . Hér í norðrinu hefir varðveitst einn hinn sterkasti þáttur, seni menning nú- tímans er ofin úr: þáttur forn-ger- manskrar menningar. Það er hinn ! vígði þáttur okkar sögu, sá þáttur- i inn, sem varðveitti þjóðina frá glöt- j un, þegar loppa erlendra yfirráða, | óáran og vesöld vár næst þvi komin að klippa sundur lífsþráð hennar. Frumgermanskt frelsi og þjóðstjórn eru nú aftur orðinn heimaofinn þáttur í íslenzku þjóðlifi. Hebreskra og hellenskra áhrifa gætir að vísu, enda er það þroskaskilyrSi, að ís- lenzkt og erlent verði kembt saman í réttum hlutföllum í vef örlaganna. En suðurgöngur þarf ekki til að leita helgra staða og minninga. Hingað til Þingvalla leitum vér til þess að ladga oss í heilagri sögu og fegurð náttúrunnar.” Þessi gullfögru og eftirtektar- verðu orð eiga engu minna erindi til vor íslendinga^ í Vesturheimi, heldur en til sona íslands og dætra heima fyrir. Áhrifamagn sögulegu arfleifðarinnar islenzku hefir náð langt út fyrir landsteina íslands- stranda. Þess hefir orðið vart hvar senr Islendingar hafa tekið sér ból- festu. Arfleifðin sú varð íslenzkum frumbyggjum í þessu landi traust- asta vopnið til sóknar og varnar í þrautuin þeirra, striði og sigurvinn- ingum. Þetta verður deginunr ljós- ar þegar maður les landnámssögu Vestur-íslendinga eins og hún verð- skuldar að vera lesin, ekki sízt af niðjum frumbyggjanna. Kvæði skálda vorra og önnur rit bera því einnig næg vitni um óljúgfróð hversu íslenzki arfurinn hefir reynst “í eldrauna lífsstarfi þungu” hér á vesturvegum. Einhverjum kann nú að þykja sem eg horfi fullmikið um öxl, sé of fasttrúaður á menningarmátt sögulegrar arfleifðar vorrar. Þeim hinum sömu er bezt svarað með eft- irfarandi orðum Dr. Sigurðar Nor- dals, er finna má í hinum ágæta formála að Islenskri Lestrarbók hans: “Menning framtiðar yorrar verð- ur að rísa á traustum grundvelli for- tiðar. Draumar vorir mega verða að því skapi djarfari sem minnið er trúrra og tnargspakara.” Allir þeir, sem ekki láta sér á sama standa um vestur-íslenzkt menningarlif og framtiðarskerf vorn til hérlendrar menningar, ættu að hugleiða þessi orð Dr. Nordals gaumgæf ilega. F ramtíðarhlutski f ti vort og heill í þessu landi byggjast á því, hversu vel oss hepnast, að gera fortiðarverðmæti vor arðber- andi í lífi samtíðar vorrar, en jafn- framt innum við einnig drengilega af hendi skyldu vora við komandi kynslóðir. En það tekst oss ekki, nema vér reynumst trúir hinu göf- ugasta í íslenzku eðli og erfðum, verðugir arftakar íslenzkra land- námsmanna að fornu og nýju. Að svo mæltu kveð eg ykkur og eggja lögeggjan með þessum minnis- verðu orðum Tómasar Sæmunds- sonar, sem hann ritaði á sjúkrabeði skömmu áður en hann andaðist, og geymd eru i bréfi til góðvinar hans og samherja, Kor.ráðs Gislasonar: “Mér er óhægt að skrifa liggj- andi á hliðinni, en má ekki rísa upp. Hamingjan má vita hvort við skrif- umst á oftar. En hvað sem því líður: Eg bið þig og ykkur að muna eftir íslandi, og kenna það niðjum ykkar og barnabörnum, þá gætir minna þó hinir eldri týni tölunni.” Seldar nú í Winnipeg aðeins hjá Hydro * I meira en hálfa öld hefir fólk skoðað Moffat nafnið í sambandi við það allra fullkomnasta til heimasuðu og þessvegna eru í notkun í Canada fleiri Moffat stór en nokkrar aðrar tegundir. Komið og litist um í Hydro sýningar- búðunum. Hringið 848 132 og spyrjið um verð og skilmála. WumípeóHijdro, 55-59 t^fPRINCESSST.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.