Lögberg - 28.09.1933, Qupperneq 4
Bls. 4
LÖGBERlG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1933
Högberg
OeflB út hvern fimtudag af
T H E C O L V.M B 1 A P R E 8 8 L I M 1 T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáakrift rit8tjóran3.
EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verö $3.00 u m driö—Borpist fyrirfram
rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbía
t*ress, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
PHONEB Sð 327—86 328
Laufvindar
Haustnæðingarnir svalir og svifgreiðir,
skera upp herör og hlaða valkesti úr fölnuð-
um laufum. Erindi þeirra verður ekki skilið
nema á einn veg; það er forboði vetrar.
“Ekkert fegra á fold eg leit .
en fagurt kvöld á haustin.”
Þannig komst Steingrímur skáld Thor-
steinsson'að orði í einu af sínum unaðslegu
ljóðum.
Haustið er víða um heim,—svo er það á
Fróni, og þá ekki síður hér— einn allra yndis-
legasti kafli ársins.
Eítt fornaldar skáldið líkir haustinu við
litbrigði lífs og dauða.
Ekki er um að villast, að mörgum mann-
inum hefir oft og einatt staðið stuggur af að-
komu vetrar, og misjafn hefir líka verið lagð-
ur skilningur í tilgang hans; hann tekur held-
ur ekki ávalt mjúkum móðurhöndum á þeim,
sam fátækur er og úrræðafár; þó er það með
veturinn eins og sjálfan dauðan, að báð-
ir eru óhjákvæmilegar máttarstoðir í endur-
ynging'ar keðjunni miklu.
Þó skógurinn sé nú óðum að fella f jaðrir,
og umhverfið að skifta lit, þá hvílir þó yfir
öllu dulræn draumró, endurblik ósegjanlegs
innri friðar.
Nokkrar athuganir
Eftir Otto W. Bárðarson
Kafli úr ræðu á Islendingamóti í Lincoln
Park, Blaine, Wash., 30. ágúst, 1933.
“Mér rennur það til rifja að þurfa að
viðurkenna að stofnanir okkar Vestur-íslend-
inga séu hvorki jafntraustar né samstarfandi
og áður gekst við; þó er þetta í sjálfu sér
ofur auðskilið. Afkvistun frumherjastofns-
ins, eða fráfall þeirra manna, er öndverðast
stóðu í þeirri fylkingu, sem djarfast hélt uppi
merki vors þjóðemislega menningarstarfs á
landnámstímabilinu, er vitanlega í óumflýjan-
legu samræmi við lífsins lög. Þessvegna er
það sízt að undra, þó viðhorfið sé nokkuð
breytt.
Samfundir íslenzks fólks, eru hvergi
nærri eins tíðir og vera ætti, og eg vona að
mér fyrirgefist, þó eg láti þá ósk í ljós, að eg
öðlist aldrei þann aldur, að vera sjónarvottur
að útför félagslegra, íslenzkra samtaka, hér
vestan hafs.
Eg átti því láni að fagna, að læra að lesa
og skilja íslenzku á aldrinum frá níu til
fjórtán ára; eg las þá flestar þær íslenzkar
bækur, er við hendi voru, og þá ekki hvað sízt
sögurnar, þó vitanlega skorti mikið á að eg
kynni til fullnustu að hagnýta mér þær. Eú
eftir því sem árin færast yfir mig, er eg alt
af að verða hrifnari og hrifnari af þeim verð-
mætum, er íslenzkar bókmentir hafa til brunns
að bera.
Þegar maður hugsar um fámenni hinnar
íslenzku þjóðar, hugsar um aðstöðu hennar
og afrek hennar á gullaldartímábili fornbók-
menta vorra, getur maður ekki annað en fylzt
lotningu. Að hugsa sér annað eins og það, að
Island skyldi á vissu tímabili framleiða þá
tegund bókmenta, er sagan telur sígildasta,
og að stíll þeirra skyldi vera slíkur, að auð-
velt yrði nútíðarkynslóð af íslenzkum stofni,
að lesa og færa sér í nyt.
Það voru Islendingar, er varðveittu nor-
rænar þjóðsagnir og skráðu þær sögur, er
varpað hafa víðfeðmustum ljóma á uppruna
vorn og ætt út um hinn mentaða heim.
Óperumeistarinn Wagner, vitjaði Sig-
urðar og Brynhildar til Islands, og eg efast
ekki um, að er tímar líða, muni þeim æ f jölga,
er sæki fyrirmyndir listaverka sinna í upp-
sprettur fornbókmenta vorra. Þennan mikla
og merkilega bókmenta-arf fluttu frumherj-
arnir með sér hingað vestur. Og um það
verður sennilega ekki deilt, að í örðugleikum
frumbýlingsáranna, hafi hann reynst þeim
óskeikulasti áttavitinn.
Eg átti því láni að fagna, að heimsækja
ísland 1930, og standa augliti til auglitis við
nútíðar kynslóðina þar. Mér duldist ekki að
yngri kynslóðin heima, vrtí framsæknari á
margan hátt, en ættbræður hennar á sama
rekihér,
Margir af oss hafa aðeins geymt í huga
eina mynd af Islandi, eða réttara sagt ís-
lenzku þjóðinni, eins og var á tímum vestur-
flutninganna. Sú mynd var gróðursett í hin-
iim ýmsum nýbygðum vorum; með hliðisjón af
þjóðinni eins og hún var þá, eða réttara sagt,
þroskastigi hennar, átti svo áð leggja grund-
völlinn að framtíð vorri hér vestra. Þó þetta
væri nú í vissum skilningi gott og blessað, og
tilgangurinn góður, þá gat samt sem áður ekki
hjá því farið, að slíkt veikti fremur framsókn-
arbaráttuna, en blési henni byr undir vængi.
Islenzka þjóðin var á stöðugu framfara skeiði,
og til þess að geta orðið lienni samstiga, var
óhjákvæmilegt, að fylgjast með myndbreyt-
ingum hennar andlegum og efnalegum, frá ári
til árs. Iiin fyrsta kynslóð ungra íslendinga
í þessu landi á engan veginn ein sök á því
hve fátt hún hefir látið sér finnast um mikil-
vægi lijóðernis vors, sögu og bókmentir. Eldri
kynslóðin ber á því að miklu leyti ábyrgð,
live tiltölulega lítið hún lagði á sig, til þess
að glæða hjá börnum sínum virðingu fyrir
íslenzkri þjóðmenning, tungunni og öðrum
erfðakostum. Unga fólkið leit það eldra
hálfgerðu hornauga og óbeinlínis ásakaði það
um of mikla fastheldni við fornar venjur, en
þeir eldri áttu örðugt með að átta sig á um-
brotaþrá æskunnar, og treystu henni ekki
meira en svo fyrir því dagsverki, er henni,
á sínum tíma, óhjákvæmilega hlaut að falla í
skaut. Gerði þetta ungu kynslóðinni erfiðara
fyrir um margt, en ella myndi verið hafa.
Þeir, sem áttu því láni að fagna, að öðlast
glöggan skilning á menningarlegum verð-
mætum stofnþjóðar sinnar, áttu vitanlega
mildu hægra aðstöðu með að setja sig inn í
anda kjörþjóðar feðra sinna.—
Ekki verður hjá því komist að minnast
eitthvað ferðarinnar til íslands. Rangt væri
með farið, ef eg segði að eg hefði svo að
segja á vetfangi fengið þá flugu í höfuðið, að
vitja átthaga minna, eða feðra minna. Eg
er viss um að heimför mín átti rót sína að
rekja til sagnalesturs frá bernskudögum mín-
um. Og nú var land fyrir stafni. Senn var
eg kominn heim. ”
Séra Björn B. Jónsson,
D-D., frá Winnipeg
Eftir biskup, dr. Jón Helgason.
Á þessu sumri á Islanö góðum gestum
að fagna, þar sem eru þau hjónin séra Björn
B. Jónsson og frú hans Jngiríður Jónsson,
er dvalist hafa vestan hafs frá æsku, er þau
með foreldrum sínum fluttust vestur um haf.
Séra Björn var 6 ára er vestur fór og heíir
þannig ekki séð ættjörð sína í 57 ár. Eins og
kunnugt er hefir séra Björn B. Jónsson síðan
er þeir séra Jón Bjarnason og séra Friðrik
BergTnann voru til moldar sungnir verið at-
hafnamestur vestur-íslenzkra kirkjumanna
enda um allmörg ár verið forseti hins evang-.
lúterska kirkjufélags Vestur-lslendinga.
Séra Björn Jónsson hefir hlotið alla
mentun sína vestan hafs. Eftir að hafa
stundað nám á Gustavs Adolphus-skólanum í
St. Peter í Minnesota., gekk hann á lúterskan
prestaskóla, sem þá var nýstofnaður í Chi-
cago af ágætismanninum dr. Passavant (enda
er skólinn oft við hann kendur) og útskrifað-
ist ]>aðan vorið 1893. Hinn 25. júní s. á. tók
hann prestsvígslu í Winnipeg af hendi séra
Friðriks J. Bergmanns varaforseta kirkju-
félagsins, í sjúkdómsforföllum forseta séra
Jóns Bjarnasonar og hefir nú um 40 ára skeið
verið í þjónustu kirkjufélagsins, fyrst alllengi
í Minneota í Minnesotaríkinu, en síðan 1914
í Winnipeg (eftirmaður séra Jóns þar). Frá
1908 til 1923 var hann jafnframt forseti
kirkjufélagsins.
Vestur-íslenzku prestarnir hafa í flestu til-
liti verið Vestur-lslendingum hinir þörfustu
leiðtogar á liðinni tíð og unnið hið þarflegasta
menningar starf meðal landa sinna, ekki að-
eins sem andlegir leiðtogar þeirra, kenni-
menn og sálusorgarar, heldur og sem hvata-
menn að mörgum hinum helstu og nytsöm-
ustu framfarafyrirtækjum þeirra, enda hafa
þeir þolað með þeim sætt og súrt frá fyrstu
tíð. Meðal annars er það vafalaust starfi
þessara presta að þakka öðrum fremur, hve
vel Vestur-lslendingum hefir tekist alls yfir
að varðveita íslenzkt þjóðerni sitt þar vestra,
þrátt fyrir hina miklu dreyfingn, sem þeir
hafa lifað í. Einda hafa þeir átt og eiga enn
í sínum hóp þá menn, sem í hvaða menningar-
landi heimsins sem er, hefðu verið taldir
prýði stéttar sinnar. Einn þessara manna er
séra Björn B. Jónsson. Við það munu allir
hljóta að kannast, sem til þekkja, að starf
það, sem séra Björn hefir leyst af hendi í 40
ára prestskap sínum, hafi verið hið ágætasta
og alla tíð verið áþreifanlegur vottur lifandi
áhuga hans á kristindómi og kristilegri starf-
semi. Bæði sá er þetta ritar og ýmsir aðrir
hafa á fyrri tíð haft ýmislegt við guðfræði-
legar skoðanir séra Björns að athuga. En
]>að er hvorttveggja að ýmislegt úr hans
penna i .‘‘Sam.” hin síðari árin gefur ástæðu
til að ætla, aS dr. Björn hafi með
vaxandi aldri horfið af vegum hins
guðfræðilega íhalds, enda er það yf-
irleitt ekki hinar guðfræðilegu skoð-
anir, heldur hið kristilega starf, sem
mestu gildir þegar um gildi prest-
skapar einhvers mann er að ræða.
Og svo mun þá og vera um prest-
skap séra Björns B. Jónssonar. Um
hann mun mega segja með sanni,
að hann hafi ekki legið á liði sinu
um dagana, þar sem um áhugamál
hins kirkjulega félagsskapar var að
ræða. Hann hefir þar jafnan stað-
ið framarlega í fylkingu hinna
kirkjulegu stríðsmanna og aldrei
haft tilhneigingu til að hlífa sér þar
sem skyldan bauð honum að taka
þátt í baráttunni. Og hefir þó verka-
hringur hans jafnan verið víðáttu-
mikill. Á árunum 1897—1901 var
hann jafnframt prestsstarfinu rit-
stjóri mánaðarblaðsins “Kennar-
inn,” er sérstaklega var helgað
sunnudagsskólastarfinu. Um nokk.
urra ára skeið gaf hann út ársrit-
ið “Áramót,” sem tók við þá er
“Aldamót” séra Friðriks Bergmanns
hættu. Frá 1914 mun hann hafa
orðiS aðalritstjóri “Sameiningarinn-
ar’’ og lét hann ekki af því starfi
fyr en á næstliðnu sumri. Auk þess
hefir hann ritað fjöldann allan
blaðagreina varðandi vestur-íslenzka
kirkju—og önnur áhugamál. Þegar
við þetta bætist, að hann um margra
ára skeið gegndi forsetastörfum
innan kirkjufélagsins jafn umsvifa-
mikil og þau hljóta að vera, þá ræð-
ur að líkindum að séra Birni hafi
einatt verið annsamt og oft reynt á
vinnuþrekið, sem honum virðist
hafa verið gefiS í ríkum mæli.
Þegar því litið er yfir æfiferil
séra Björns B. Jónssonar, þá verð-
ur ekki hjá því komist að telja hann
í hópi vestur-íslenzkra afburða-
manna, sem með starfi sínu hafa
gert íslenzku þjóðerni sínu sóma og
þá um leið landinu, þar sem vagga
þeirra stóð. En við alla slíka menn
er þjóð vor í þakkarskuld, og þá
vissulega einnig við séra Björn.
Eftir 57 ára dvöl fjarri ættjörðu
sinni hefir séra Björn nú orðið
þeirrar langþráðu gleSi aðnjótandi
að sjá aftur ættjörð sína, ásamt
konu sinni, frú Ingiríði Jónsson, sem
einnig fluttist á barnsaldri vestur
um haf frá Svarfhóli í Hraunhreppi
(Mýrasýslu), þar sem foreldrar
hennar bjuggu búi sínu áður en
vestur fóru. Munu allir vinir þeirra
óska þess, að dvölin hér heima á
ættjörðu þeirra verði þeim hin un-
aðslegasta, svo að þau geti horfið
aftur heim til síns nýja ættlands með
fjölda hinna ljúfustu og björtustu
endurminninga frá þessari sumar-
dvöl sinni á landinu þar sem vagga
þeirra stóð.
—Fálkinn.
Tvær íorndysjar
fundnar
í vor fundust mannsbein í sand-
inum, þar sem áöur var túnið á
Klofa á Landi, og um 200—300
metra í suður-landsuður frá bæjar-
rústunum.
Guðmundur Árnason hreppstjóri
i Múla skýrði Matthíasi Þórðarsyni
þjóðminjaverði frá þessu og fór
Matthías þangað austur nýlega til
þess að skoða staðinn. Honuin seg-
ist svo frá:
Konudys?
—Nokkrar beinaleifar, örfúnar,
sáust þar i sandinum. Af legu
þeirra nú varð ekki ráðið með vissu
hvernig líkið hafði verið greftrað,
og engir steinar voru þar heldur er
gæti bent til þess. En með því að
skæna upp sandinn og moldarleif-
arnar sást hin óhreyfða jörð og þá
kom í ljós hvar gröfin hafði verið.
Hún hafði snúið frá austri til vest-
urs, verið um O/2 metri á lengd og
um 14 metri á breidd, tekin ferhyrnd
og regluleg. Af fótabeinum og
tönnum, sem nú fundust á grafar-
botninum, mátti sjá, að höfuð hafði
horft mót suðri. Tennurnar voru
mjög slitnar og sést á því, að hér
hefir gamalmenni verið jaröar.
Um miðja gröfina komu í ljós
leifar af knífi (matknífi), en bæði
var skefti hans, sem var úr tré, ör-
fúið, og blað og tangi sem brunnið
kol. Lá knífurinn nær þversum i
gröfinni og hafði verið við hægri
hlið. Lítið og fallegt brýni úr hein
fanst hér einnig nær fótum; er það
ferstrent og grenkar til endanna
Nær miðri gröf, vinstra megin,
fanst lítill moli af gulri eldtinnu
(jaspis) og leifar af járni, senni-
lega eldstáli.
Vegna þess hvað beinaleifarnar
eru litlar og fúnar, veröur ekki af
þeim ráðið hvort hér hefir verið
greftraður karlmaður eða kona. En
þar sem engar vopnaleifar fundust
hér, gæti það fremur bent til þess
að það hefði verið kona.
Annar legstaður
Um 600 metra í vestur-útsuður
frá bæjarrústunum í Klofa, og þó
innan endimarka hins gamla tún-
stæðis, sem nú er alt örfoka, fanst
í sumar önnur dys, eða; bein úr
manni, blásin upp úr sandinum. Var
þaö höfuðskel og íleiri bein. Rétt
hjá fanst spjótsoddur og framhand-
leggsbein.
Þegar til var skænt í sandinum,
þar sem höfuðskelin fanst, komu í
ljós táköglar, hæl- og ristarbein og
sást að gröfin hafði þar verið. Hún
hefir verið stutt og fætur sennilega
kreptir allmikið. Hún sneri frá
austri til vesturs og hefir hinum
framliðna verið snúið þannig í henni
að hann hefir horft mót vestri.
Tennur voru mjög slitnar og sýna,
að þetta hefir verið gamalmenni, en
spjótsoddurinn, sem fanst þar rétt
hjá, bendir ótvírætt til þess, að hér
hafi karlmaður grafinn verið. —
Vinstra megin í miöri gröf fundust
leifar af smáknífi (sennilega mat-
knífi) og lítið heinarbrýni, fremur
óreglulega lagað. Nær því sem
hafði verið hægri öxlin á líkinu,
fanst rónagli úr járni.
Gröfin virtist hafa verið nokkru
dýpri í miðju en til endanna.
Hestdys
Landnorður af þeirri dysinni, sem
fyr getur, fundust allmörg hross-
bein á víð og dreif, en þó helst á
einum stað. Virðist þar hafa verið
dysjaður hestur, en óvíst hvað dysin
er gömul. Er ekki sennilegt að sú
dys standi í neinu sambandi við
mannsdysina (konudysina?). Bilið á
milli þeirra er heldur langt til þess
aö álitið verði að hesturinn hafi átt
að vera reiðskjóti hins framliðna á
helvegi.
Mbl. 2. sept.
Stórflóð í norðura
í fyrrinótt gerði stórrigningu hér
á Suðvesturlandi og hélst hún lát-
laust í allan gærdag.
Feikna vöxtur kom í allar ár og
flæddu þær víða langt út yfir far-
vegi og ollu miklu tjóni, einkum í
Borgarfirði.
Brýr sópast af Norðurárdals-
veginum.
Síðdegis í gær var flóðið í Norð-
urá orðið svo mikið, að Norðurár-
dalur líktist hafsjó. Flæddi áin
langt út yfir farveg sinn, yfir engj-
ar og sópaði heyjum, fénaði og
öðru, sem fyrir var, burtu.—Telja
kunnugir menn, að þetta hafi verið
langmesta flóð, sem komið hefir
þarna að sumarlagi í manna minn-
um.
Um. kl. 4—5 síðd., í gær var
flóðið orðið svo mikiðy að það
flæddi yfir tvær brýr, sem voru á
kvíslum úr Bjarnadalsá, undan Dals-
mynni. Brýrnar fóru í kaf, og sáu
menn síðast, að önnur hafði sópast
burtu, en hin hékk á öðrum end-
anum. Þetta voru steypubrýr,
bygðar 1927.
Við þetta teptist öll umferð á
Norðurlandsveginum og eins á veg-
inum vestur í Dali. Bílar, sem
koma norðan yfir Holtavörðuheiði
teppast í Fornahvammi og bílar að
sunnan komast ekki norður.
Vegurinn í Noröurárdal fór mjög
víða í kaf og er því hætt við að
skemdir verði allmiklar á honum.
Hey og fénaður í flóðið.
Um allan Norðurárdal voru hey
úti, sem fór í flóðið. Flatt hey sóp-
aðist þegar burtu, en sæti stóð upp
úr eins og smáeyjar hér og þar. Full
vitneskja var ekki fengin um það,
hve mikið tjón liefir orðið á heyj-
um bænda, en hætt er viö að það
hafi orðið stórkostlegt.
Einnig búasf menn við, að eitt-
hvað af fénaði hafi lent í flóðinu.
1 gærmorgun var margt fé á eyr-
um og hólmum til og frá, og var
það að smátínast burt þegar vöxtur-
inn kom í ána. Hætt er við að féð
hafi ekki getað synt til lands og hafi
það því farist í flóðinu. Þetta var
fé, sem var að koma af afrétti.
Býli umflotið
Desey heitir smábýli i Norðurár-
dal og stendur það lágt. Flæddi alt
í kringum það, svo bæjarhúsin stóðu
eins og eyjar upp úr flóðinu.
Mbls. 8. sept.
Leiðrétting
1 tilefni af hugleiðingum hr.
Jónasar frá Kaldbak í Heimskringlu
þann 21. þ. m., vildi eg leyfa mér
að gera eftirfarandi leiðréttingu,
Stílaða beint til höfundarins.
Með því að eg hygg, að þér, hr.
Jónas Stefánsson séuð ekki visvit-
andi að fara með rangt mál, finn eg
mig knúðan til að leiðrétta tvær
staðhæfingar, er þér gerið i síðustu
Heimskringlu.
Hin fyrri staðhæfing yðar er
þessi:
“Sveitarráð Bifrastar setti $10.80
skylduvinnu á hvert heimili.’ ’
Þetta er engan veginn rétt. Á
sumum heimilum remur skylduvinn-
an $3.60, $7.20 og svo $10.80, alt
saman miðað við virðingarverð.
Önnur staðhæfing yðar er á þessa
leið:
“Skylduvinnan er þrisvar sinnum
hærri en nokkru sinni áður.”
Hér hafið þér, af einhverjum á-
stæðum ónotalega blandað málum,
þar sem yður hlýtur aö vera kunn-
ugt um að skylduvinna þessi, er áð-
ur var $2.00 er í ár $3.60; ekki einu
sinni helmingi hærri, hvað þá þrisv-
ar sinnum hærri.
Til frekari skýringar tel eg rétt
að geta þess, að áður en ákveðið var
að beita skylduvinnu að þessu sinni,
ráðfærði sveitarstjórnin sig við
bændur þá og gjaldendur er við-
staddir voru, og var ekki einn ein-
asti þeirra mótfallinn skylduvinnu
ákvæðinu, eins og til hagaöi.
Á fundi þeim, er gert var út um
upphæð þá, er skylduvinna ætti að
svara til, átti sveitarstjórnin því láni
að fagna, að margir málsmetandi
bændur voru viðstaddir, og við þá
ráðfærði sveitarstjórnin sig í fylztu
einlægni. LTppástunga eins þessara
manna, er skylduvinnu þurfti, þessu
samkvæmt, að inna af hendi, á
þremur bújörðum, var samþykt af
öllum viðstöddum sveitarráðsmönn-
um.
Það, að sveitarstjórnin ráðgaöist
um mál þetta við bændur og búalið,
finst þér, hr. Jónas Stefánsson,
minna á Mussolini, Hitler, eða eða
seytjándu aldar kúgun, sbr. ljóð þitt
í Heimskringlu.
Það, sem eg hér hefi sagt á ekkert
skylt við skáldaskýringar, heldur
innibindur sannleikskjarna málsins
sjálfs. En mætti yður, hr. Jónas
Stefánsson, auðast að lyfta veslings
sveitarráðinu í Bifröst — þó ekki
væri alla leið upp í eilífa velsælu, þá
að minsta kosti úr “helvíti” og upp
í hreinsunareldinn, væri vitaskuld
betur fariö en heima setið, og þess-
vegna er það, að nú mæna til yðar,
á þessum alvarlegu krepputímum,
svo mörg vonaraugu.
Vinsamlegast,
B. J. Lifman,
oddviti Bifröstsveitar.
Framhaldsnám lœkna
Samkvæmt tilk. frá sendiherra
Dana, er nú ákveðið, að fimm ungir
íslenzkir læknar skuli á ári hverju
fá að stunda framhaldsnám á dönsk-
um sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn,
Odense, Vejle og Víborg. Fá þeir
þar ókeypis fæði og húsnæði eitt ár
og þar að auki 1,000 kr. úr danska
sáttmálasjóðinum. Hefir Guðm.
próf. Hannesson átt í samningum
um þcssa nýju tilhögun, að því er
framhaldsnám íslenzkra lækna snert-
ir, við Dr. med. Johs. Frandsen,
form. dönsku heilbrigðisstjórnarinn-
ar.
Vísir 4. sept.