Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. OCT. 1933 .NÚMER 40 Hyggur á heimför Frá Islandi 1 4V2 miljón börn Úr bænum Hr. Brynjólfur Þorláksson söng- stjóri mun nú hafa ákveÖiS að fullu að hverfa til ættjarSarinnar í haust, eftir tuttugu ára dvöl hér vestra. Starfsemi hans í þágu islenzkrar söngmenningar vor á meöal, hefir veriS f jölþætt og ávaxtarik. Nægir í því efni aS vitna til ungmenna- flokka þeirra er hann hefir stofnaS og starfrækt viSa um nýbygSir vorar. AS ]>essu sinni verSur ekki langt fariS út í þaS, aS rekja starfsferil Brynjólfs hér; hann er Vestur-ís- lendingum löngu kunnur aS góSu. Nú hafa þeir tveir söngflokkar, er Brynjólfur hefir veitt forustu hér í borg, Karlakór íslendinga í Win- nipeg bg kvennakóriS ákveSiS aS efna til kveðjuhljómleika, ásamt öSru listrænu fólki, í virSingar skyni viS Brynjólf og lionum til arSs. ÁkveSiS hefir veriS aS þessir kveðjuhljómleikar fari fram i Fyrstu lút. kirkju á miSvikudagskvöldið þ. 1. nóvembqr næstkomandi. AS þar verði margt um manninn, þarf ekki að efa, því svo djúptæk ítök á Brynjólfur i hugum Vestur-íslend- inga, fyrir sitt listræna og þjóS- ræknislega starf. Joseph Walter látinn SíSastliSinn föstudag lézt að heimili sínu á Gardar, N. Dak., Joseph Walter, fyrrum ríkisþing- maður, og einn af ágætustu atgerf- ismönnum íslenzka landnámsins í Pembina héraði, freklega hálf átt- ræður að aldri. JarSarför hans fór fram í gær. Einkennileg erfðaskrá Margir Englendingar eru taldir mjög sérvitrir, enda sést þaS á sum- um erfSaskránum þar í landi. Ný- lega lést kaupsýslumaður i London og lét hann eftir sig eignir, sem nema rúmlega 4CX3,ooo sterlings- pundum. Hann átti tvo syni, sem eiga að erfa þessi auðæfi, en í erfSa- skrá sinni hafði gamli maðurinn mælt svo fyrir, að þeir fengi ekki arfinn fyr en eftir io ár. ÞangaS til yrðu þeir aS reka verslunina og þeir mætti ekki taka hærri laun, en hann hafði skamtað þeim meðan hann lifSi. En svo stendur í erfða- skránni aS þeir missi alt tilkall til arfsins, ef þeir hætti sér út í gróSa- brall eða gerist þingmenn í neSri málstofunni. Þetta síSasta ákvæði stafar af því aS gamli maðurinn var algerlega á móti þingræði. Skírðir Gyðingar njóta þegnréttinda á Þýzka- , landi SímaS er frá Rómaborg þann n. september síSastliðinn, að um leiS og þýzka ríkisstjórnin hafi fallist á samninga milli páfarikisins og Þýzkalands, hafi hún gengiS inn á það, að skírðir GySingar verSi aS- njótandi fullra borgaralegra rétt- inda. Dýradagur Fyrir nokkrum árum var það á- kveðiS, aS enska kirkjan skyldi helga dýrunum einn messudag á ári. ASrar þjóðir hafa fariS aS dæmi Englendinga, t. d. hefir Dýravernd- unarfélagið norska komið því til leiöar, aS þar í landi helgar kirkjan dýrunum einn sunnudag á ári. Tala þá prestar í öllum kirkjum landsins um dýraverndun og hvaða skyldur vér mennirnir höfum viS dýrin. Til þessa var valinn 13. sunnudagur eftir ÞrenningarhátíS. Um síðustu helgi var búið aS salta alls hér á landi 218,413 tunnur af sild og er þaS um 20 þús. tunnutn minna en á sama tima í fyrra. Síld- arverksmiðjurnar voru búnar að taka á móti 731 þús. hl. af síld í bræSslu og er það um 235 þús. hl. meira en í fyrra.—NorSmenn eru búnir aS flytja heim alt að 100 þús. tn. síldar, veiddri hér við land. VeiSinni mun nú mega heita lokið. í SviþjóS hefir sildarverðið stigið nokkuö í seinni tíð. Landsbankinn hefir frá 1. þ. m. lækkaS vexti sem hér segir : Almennir útlánsvextir lækka úr 6V2V0 niður í 6%, forvextir af vöru- vixlum úr 6^/2% niSur í 5 1/2% og af öSrum víxlum úr 6^/2% niður í 6%. Innlánsvextir lækka einnig á þessa leiS: I sparisjóði úr 4^/2% niður i 4% og af innlánsskírteinum úr 5% niður i 4^/2%. Samkvæmt lögum frá síðasta þingi lækka einnig innlánsvextir annara þeningastofana jafnmikið og í Landsbankanum. Dagur 7. gept. fæðast í Kina árlega, en 7,700,000 í ríkjum Vestur Evrópu, aS því er hermt er í alþjóöahagskýrslum, sem nýlega voru birtar í Frakklandi. 1 Vestur-Indlandi fæðast 11,600,000 börn árlega, Austur-Indlandi (holl. hl.) 2,600,000 og Japan 2,1000,000, en í Þýskalandi 978,000, Bretlandi 730,000 og Frakklandi 722,000, ráS- stjórnarríkjunum rússnesku 6,000,- 000, og Bandaríkjum NorSur-Ame- ríku 2,200,000. UngbarnadauSinn fer stöðugt minkandi í Evrópuríkj- um og Bandaríkjunum, en er enn gífurlega mikill i Asiu-löndum. I Vestur-Indlandi deyja 3,470,000 ungbarna árlega, Austur-Indlandi 1,140,000 og Japan 940,000, en skýrslur um þetta ekki fyrir hendi i Kína. ------------------ Ódýr íbúðarhús í Berlín eru járnbrautarvagnar, sem ekki þykja hæfir lengur til aksturs, seldir fyrir sumarbústaSi og þykja ágætir til þess. Má nú sjá i nýbygSargörðum langar raðir af vögnum þessum og þykja þessi garðahverfi sérstaklega þægileg til sumardvalar. ----------- Lúters-minning Hinn 10. nóvember árið 1483, fæddist Marteinn Lúter í Eisleben, og eru því 10 nóvember næstkom- andi liSin 450 ár frá fæðingu hans. I tilefni af því hefir i Þýzkalandi veriS gefin út um hann sérkennileg minningarmedalía. Landflótta rithöfundar Austurríski P. E. N. klúbburinn, sem hefir á stefnuskrá sinni að gæta hagsmuna austurrískra rithöfunda, hefir farið þess á leit við stjórnina, aS hún veiti borgararréttindi þýsk- um rithöfundum, sem sest hafa að í Austurríki og glatað þorgararétt- indum sínum í Þýskalandi. Mbl. Túbal smiður Charles Mackay Hann Túbal var karl með lietjuhug, er lieimsins menning var nng; í smiðjunni vann, þar bálið brann og buldu hans höggán þung; með stæltum armi hann stálið rak á steðjanum glóandi hvítt, og sindrið flaug eins og rauðleitt regn, er randþynti' hann sverðið nýtt. Og hann söng: “Mitt liandverk heill sé þér. Húrra! Sjá vopnin glæst! Húrra fyrir þér, sem þeim beitir bezt, þér bera skal tignin hæst! ’ ’ Til Túbals þá margur lagði leið, er leiftrandi aflinn hvein, því öllum hjá var hin æðsta þrá, að eignast þar bitran flein. Og vopnin hann hvatti handa þeim, uns hófu þeir gleðisöng. Þeir skenktu’ honum perlur, skíra gull, og skógarius veiðiföng. Og þeir sungu: ‘ ‘ Túbal, þökk sé þér, er þróttinn vaktir í sál; fyrir smiðnum ómi liúrra hátt, og heill þér eldur og stál! ’ ’ En ekki var §ólin sezt þann dag, er sviplega Túbal brá, með sálarkvölum hann sá það böl, t er sverðunum stafaði frá; hann tryltan lýð af hatri og heift í hamrömmu stríði leit, að rauð varð slóð við það banablóð, er blæddi ’ hinni viltu sveit. Og hann sagði: “ ó, hví gat eg gert slíkt glapræði: vopn að fá þeim mönnum, sem hafa ánægju af liver annars lífi að ná.” Og margan daginn liann mæddur sat, og mótlætis rakti slóð; lians liöndin sterka snerti ei verk, í stónni kulnaði glóð.— En loks úr sæti liann léttbrýnn reis, mcð leiftrandi aug-un skýr, hann bretti upp ermar, hamar lióf, og liátt teygðist logi nýr. Og hann söng: “Mitt. handverk heill sé þér!” —frá hyrinum bjarma sló;— “sjá stálið bjart má brúka í margt,” —liann bjó til hinn fyrsta plóg. Maríus Ólafsson þýddi. —Lesb. Mrs. G. Thorleifsson frá Lang- ruth, Man., er í bænum þessa daga. Hún kom til þess að vera á fundi framkvæmdarnefndar Women’s In- stitute. íþróttakappinn víðfrægi, Mr. Frank Frederickson, hefir verið val- inn til þess að æfa hockey-flokk stúdenta við Princeton háskólann i vetur. Ber þetta ótvíræðan vott um livers álits Mr. Frederickson alment nýtúr fyrir framúrskarandi leikni og hæfileika á þessu sviði. Mr. Hjörstur Bergsteinsson frá Alameda, Sask., er staddur í borg- inni, ásamt konu sinni og fimm börnum þeirra hjóna. Dr. A. V. Johnson verður stadd- ur í Riverton þann 10. þ. m. Dr. P. B. Guttormsson frá Flin Flon, Man., kom til borgarinnar í fyrri viku, ásamt frú sinni og tveim sonum, Þór og Kristjáni. Einnig var i förinni Mrs. K. Reykdal frá Baldur og Miss Friðrikka Guttorms- son frá Lundar. Héðan fór fólk þetta til Vancouver og Victoria, á leið til Glendale, Cal., þar sem það ætlar að dvelja í vetur, að undan- teknum Dr. Guttormsson, er aðeins bjóst við að verða að heiman fimm eða sex vikna tíma. Rev. A. E. Kerr, prestur Augu- stine kirkjunnar hér í borg, flytur erindi í Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudagskveldið þann 11. þ. m., að afloknum kveldverði þeim, er Junior Ladies’ Aid stofnar jjar til, og söngskrá þeirri, er búin hefir verið undir. Erindi þetta verður um Cape Breton, og fylgja því myndir til skýringar. Ætt> þetta að auka aðsókn til muna, og gera kvöldstund þessa enn uppbyggilegri. Veðráttan í júlí Nýkomið er mánaðarblað Veður- stofunnar um veöráttuna og nær þetta seinasta hefti til verðáttunnar í júlí. í þessum mánuði var tíðarfar yf- irleitt hlýtt og hægviðrasamt. Norð- anlands og austan voru nægilegir þurkar og ágæt heyskapartíð. Sunn- anlands og vestan var votviðrasamt þó svo að nýting heyja varð sæmi- leg víðast. Grasspretta allsstaðar góð. Gæftir góðar, en afli tregur. Loftvægi var 1.5 mm. fyrir neð- an meðallag, en afli tregur. Hitinn var 2.50 yfir meðallag á öllu landinu, hlýjast um norðaust- urhluta landsins; þar var hitinn víð- ast 3—40 yfir meðallag. Hæstur hiti mældist á Grímsstöðum á Hóls- fjöllum þann 7. júlí, 25.9 stig, en lægstur 1.9 stig á Nefbjarnarstöð- um eystra hinn 30. júli. Sjávarhitinn umhverfis landið var að meðaltali 2.00 yfir meðallag. Hlýjast eftir hætti við Norðurland og Norðvesturland. Jarðvegshitinn hjá Rafmagnsstöð- inni hjá Elliaánum var 10.40 í met- ersdýpt, en 7.50 á tveggja metra dýpi. Úrkoma var í tæpu meðallagi á öllu landinu. Sumstaðar var þó mikil úrkoma, en á öðrum stööum venju minni. Mest var úrkoman í Vik í Mýrdal, 195.8 mm., og sólar- hringsúrkoma varð þar einnig mest, 53.5 mm. Þoka var tíðust eftir hætti á Suð- austurlandi og Suðurlandi, en þó tíð viða á Norðurlandi. Suðvestan-átt var tiðust en norð- anátt sjaldgæf. Logn var mjög oft og veðurhæð fyrir neðan meðallag. Túnasláttur byrjaði frá 10. júní til 12 júlí, aö meðaltali 27. júní, 12 dögum fyr en að meðaltali áður. * Mbl. 9. sept. KIRKJAN í tilefni af þakkarhátíðinni almennu í Canada næsta máiKulag, verða báðar guðsþjónust- urnar í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur þakkargjörðar-guðsþjónustur. Til þeirra verður vandað með ágætum söng og á allan liátt, sem unt er.—“Lofa þú Drottin, sála mín og gjeym ekki öllum velgjörðum hans.” Velkomnir allir! Ý 4» Fornminjafundur á Krít Fyrir 30 árm fundu menn leyfar Völundarhússins á Krít, sem griskar sangir segja m að Theseus hafi farið í gegnum eftir handhnoðu, og drep- ið þar meinvættina Minotaurus. “Völundarhúsið” var. höll Minos konungs í Knossos á vestanverðri eynni. Þarna fanst mikið af fornminj- um, sem sýndu að menning hafði verið þar á háu stigi áður. en Grikk- ir komu þangað, eða á tímabilinu 3000—1000 fyrir Krists fæðingu. En það þótti merkilegt að ekki fundust neinar minjar þessarar fornu menningar á austurhluta eyj- unnar, þótt mikið væri leitað. Aust- urhlutinn hefir þó ætíð verið frjó- satnari og þar meira þéttbýli en á vesturhlutanum. En nú nýlega hafa fundist merki legar fornminjar á austurhlutanum og sýna þær að menning hefir verið þar á jafnháu stigi eins og í Knossos. Það var verið að gera veg hjá þorpinu Amari og rákust menn þá á rústir af fornri byggingu. Forn- fræðingar voru þá kvaddir þangaö og hafa þeir látið grafa þar upp rústir af stóru húsi, sem er um 5000 ára gamalt, eða frá þeim tíma er bronz-öld byrjaði á Krít. I rústum þessum hafa fundist steinaxir, og mikið af fagurlega máluðum leir- gripum, sem ekki gefa eftir leir- gripunum, er fundust í “Völundar- húsinu.” Rétt hjá húsinu fundu menn helli. Er hellismunninn svo þröngur að rétt er hægt að skríða í gegnum hann. En er inn kemur er hellirinn víður og margir afhellar út úr hon- um. Þarna fanst ógrynni af skraut- kerum og vopnum úr steini og bronzi. Hafa það sennilega verið fórnargjafir til anda þess, er menn hafa trúað að ætti heima í hellin- um. Margir þessir munir eru hrein- ustu dýrgripir og bera vott um há- menningu á þeim tímum, er þeir voru gerðir. Lesb. Sögukensla á Þýzkalandi Samkvæmt ákvörðunum innan- ríkisráðherrans, WÍlhelms Fricks, verður kenslu í sögu Þýskalands framvegis hagað öðru vísi en verið hefir frá því heimstyrjöldinni lauk. Lögð verður áhersla á, að fræða skólanemendur um “þjóðhetjur” Þýskalands og vekja aðdáun þeirra á þeim, og yfirleitt verður sögu- kenslunni hagað þann veg, að þjóð- erniskend nemendanna eflist og að þeir verði fyrir þeim áhrifum, að þeir styrkist í trúnni á núverandi valdhafa.—Meiri rækt en áöur á að leggja við sögu Þjóðverja á forn- um tímum og Miðaldasöguna og seinast en ekki sízt nútímasöguna. Sögukensluna á að auka mikið í öll- um skólum landsins. Mbl. 1. sept. Kafarahjálmur úr gleri ítalskur hugvitsmaður, Angelo Belloni, hefir fundið upp kafara- hjálm úr gleri, sem það hefir fram yfir alla svipaða hjálma, að hann er með öllu óbrotlegur. Hefir hjálm- ur þessi þar að auki þann mikla kost, að kafari getur horft í kring- um sig á sjávarbotni, aðeins með því að snúa höfðinu lítið eitt við. Through Memory’s Door By Helen Swinburne A mother knelt beside her baby boy, She laughed and played, she watched the answering joy That lit his eyes of blue, Nor éver dreamt a day was drawing near When she would lose her happiness so dear. His tiny hands she drew Within her own, and felt her'heart rejoice— No fairer flmver could bloom with sweeter voice, No dove could ever coo. The mother knelt beside her babe while Death Stood by, and, listening to eacli fluttering breath, She heard a last-dratvn sigh. She sobbed, “My gentle dove has flown away! My heart is sad, for, on this fateful day, My flower has drooped, to die!” But lo! Upon her baby’s lips so cold Death left a smile—a gift for her to hold— While one more soul passed by. • The mother knelt beneath a willow tree Beside a tiny grave, and wept to see A cross of cold wliite stone; But midst her tears she saw her child once more. He smiled with ey^s of blue through Memory’s door, She knew him for her own; And, in the silence of the night, he came To her in dream; she called him—spoke his name— No more to feel alone.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.