Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 3
Bls. 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1933
—...— -....— -------■--........•=?
JÖLAGESTUR
smásaga eftir sr. Þórð Tómasson
I.
Það er komið rökkur á aðfangadag jóla.
Bngi og akrar eru hulin hvítum jólasnjó. Og
enn snjóar jafnt og þétt.
Maður nokkur er á ferð. Hann gengur
veginn, sem liggur úr kaupstaðnum upp í
.sveitina. Hann er grannvaxinn og unglegur,
klæddur slitnum, skjóllitlum fötum, þrátt fyr-
ir vetrarkuldann.
Svipur hans ber vott um þunglyndi og
vorileysi og það lítur ekki út fyrir að erindi
hans sé annað en að vera einsamall og ein-
mana í snjónum og myrkrinu, og síðan, ef til
vill, að leita sér næturskjóls í útihúsi á ein-
hverjum bóndabænum. —- Vinsnauður maður
og frændafár, munaðarlaus heimilisleysingi,
sem flýr mennina og forðast bústaði þeirra.
Alstaðar var nú verið að taka á móti jól-
unum. Jafnvel á heimilislausra hælinu inni
í bænum. Þangað lögðu nú leiðir sínar fjöldi
manna, sem að jafnaði höfðust við á götum
úti, af því að þeir áttu hvergi heima. Og þess
vegna hafði hann flúið burt. Hann gat ekki
liugsað til að lialda jólin sín þar, ekki af því
að hann þættist betri en þeir, þeir höfðu verið
félagar hans svo mánuðum skifti, og margir
þeirra voru reglusamir menn. En jólanóttin
—! Minningarnar urðu of lifandi, söknuður-
inn of sár. Jólin heima í litla bænum hennar
mömmu. Nú er það alt liðið. Mamma ligg-
um við hliðina á pabba í stóra kirkjugarðinum
inni í höfuðstaðnum. Hann átti engin syst-
kini, enga ættingja, sem hann þekti, eða hirti
um. Alveg umkomulaus í heiminum. Aldrei
hefir honum verið það jafn þungbært og nú.
Þess vegna leitar hann burt frá mönnunum
og hátíðarhaldi þeirra, út í snæviþakta str jál-
bygða sveit. Það er hugarhæ^gð í því — og
svalandi að ganga í snjónum, þrátt fyrir gegn-
drepa föt og votar fætur.
Nú er farið að kveikja á bóndabæjunum
og í húsum meðfram veginum. Ljósin fyrir
innan ráðurnar þýða heimili og vini, sem
halda hópinn. Kirkjuklukkum er hringt.
Það þýðir hátíð. En hann hraðar göngu sinni
því meir. Burt, lengra, alla leið þangað, sem
engin hús sjást, ekkert sést annað en hvít--
klædd jörðin, þögnin og myrkrið, sem bráð-
lega vefur alt og hylur með dimmum nætur-
lijúp.
Smámsaman færist kyrð inn í liuga hans.
Þreyttur er hann og magnþrota. Líkami
hans dofnar og hann fer að finna minna til
þreytunnar og sársaukans. Hann hægir á
göngunni, líkt og hann sé farinn að ganga í
svefni.
Hann er stadur á takmörkum vöku og
svefns, þar sem draumarnir fæðast. Snjór-
inn heldur áfram að falla til jarðar. Dúnlétt-
ur, mjallhvítur leggur hann þykka ábreiðu
undir fætur unga mannsins, sem gengur á-
fram, hægt,, liljóðlaust, ósjálfrátt.
Það er orðið svo notalegt í snjódrífunni.
Minningarnar eru vaknaðar og orðnar að lif-
andi verum. Þær flytja hann á fornar slóðir,
—heim í litla bæinn til hennar mömmu.
Þar er aðfangadagskvöld jóla, alveg eins
og þegar iiann var heima, og mamma rétti
honum jólagjafirnar brosandi, og horfði svo
á hann með ástúðarsvip í augunum, og beið
þess að hann skoðaði í böggulinn. — Minning-
arnar eru hlýjar—svo undur notalegar og
hlýjar—draumurinn fagur og ljúfur—úti í
snjónum og vetrarauðninni.
II.
Alt í einu verður liann þess var, að ein-
hver gengur við hliðina á lionum. Það er
orðið svo dimt að hann greinir ekki andlits-
drættina, en röddin er skær og ungleg: “Gott
kvöld, félagi, og gleðileg jól!”
Hann svarar engu. Nú langar hann ekk-
ert til að skrafa.
“Eigum við að verða samferða!” spyr
hinn. “Hvert ertu að fara?”
Hann steinþegir enn.
“Kannske þú eigir engan samastað?”
Það var eitthvað í hljóm raddarinnar,
sem kom honum til að svara í lágum róm:
“Nei. ”
“Komdu þá heim með mér. Það er
skamt héðan.”
“Nei, þakka þér fyrir.”
“Það verður tekið vel á móti þér. For-
eldrum mínum þykir vænt um ef þú kemur. ’ ’
“Þau þekkja mig ekkert.”
“Það gjörir ekkert til.”
“Nei, eg vil það ekki. Láttu mig vera!”
Þá er lögð liönd á axlir honum:
“Þú mátt ekki láta svona. Mið langar
svo f jarska mikið að þú komir heim með mér.
Att þú ekki foreldra sjálfur?”
“Nei.”
“Eru þau dáin—bæði?”
“Já.” *
“Þá skaltu einmitt koma með mér. Þá
saknar þín enginn. Alla langar heim um
jólin. Þá má enginn vera einmana úti.”
Þeir gengu þegjandi um hríð.
‘ ‘ ‘ Segðu mér annars eitthvað um foreldra
þína. Þótti þér ekki ósköp vænt um þau !”
Pabbi dó þegar eg var lítill. ”
“ En mama þín?”
“Hvort mér þótti vænt um hana móður
mína—!”
“Já, auðvitað hefir þér þótt vænt um
hana. Og henni um þig. Segðu mér eitthvað
um hana 0g jólin ykkar.
Hann svaraði engu. En gráturinn sat
um hann.
“Það hlýtur að vera sárt að missa hana
móður sína. En það hlýtur einnig að vera
afar sárt fyrir foreldra að missa börnin sín.
Bf það værir nú þú sjálfur, sem værir dáinn,
og hún mamma þín saknaði þín um jólin.
Sárara væri það þó. Nú er hún heima hjá
Guði—og heldur þar jól.”
Ungi maðurinn leit þegjandi til sam-
ferðamannsins.
“Af hverju þegirðu? Trúirðu ekki á
Guð ? ’ ’
“Eg liefi lítið orðið var við Guð.” Það
var beiskja í rómnum.
“Þetta máttu ekki segja! Trúði móðir
þín ekki á Guðf”
“Jú,” svaraði hann ofur hægt.
“Þarna sérðu það.”
“Hversvegna tók hann þá mömmu frá
mér ? Maður verður ekki mikið var við Guð,
þegar aðseturstaðurinn er á heimilislausra
hælum og svo úti á þjóðveginum. ’ ’
“Guð er einnig hjá þeim, ef þeir vilja
sjálfir liafa hann með sér. Honum þykir engu
síður vænt um þá menn. ’ ’
‘ ‘ Hvað veist þú um það ? ’ ’
“Eg veit það, og það er einmitt það sem
jólin sýna okkur.”
‘ ‘ Þú prédikar dável, þykir mér! ’ ’
“Eg segi einungis sannleikann. ”
Þeir voru komnir í liliðargötu. Ókunni
maðurinn tók um herðar unga mannsins og
leiddi liann með sér. Hann fylgdi honum
eftir eins og í leiðslu; hann var örþreyttur
og vissi tæplegá hvar hann var staddur.
Spölkorn frá veginum var lítið, afskekt
hús. Það logaði ljós í tveim gluggum, öðrum
megin við inngöngudyrnar. Ókunni maður-
inn leit inn um gluggana. Ljósið féll í andlit
hans,—það var sviphreint, unglegt andlit;
yfir því hvíldi sálrænn, bjartur blær, sem
lieilög alvara var fólgin í. Augun fyltust af
tárum. Svo fór hann að inugöngudyrunum
og lauk upp. Ljósrák lagði fram í fordyrið,
um rifu fyrir ofan hurðina.
Hann drap að dyrum.
III.
Gömlu hjónunum í litla húsinu liafði verið
örðug jólatilhugsunin. Þau höfðu þó ekki
nefnt það hvort við annað. Það hefði ekki
orðið til annars en að ýfa upp sárið. En eftir
því sem desemberdagarnir liðu, því erfiðara
varð þeim lífið. Nú áttu þau ekki von á
“drengnum sínum” heim í'rá skólanum. Son-
urinn, sem mörg jól í röð kom heim í jólaleyf-
inu, og flutti með sér æskuyndi og þrótt, sem
lífgaði upp litla heimilið þeirra. Og öll indælu
jólin, alt í frá barnæsku hans, þegar liann
horfði í fyrsta skifti á tendrað ljós á jólatré,
og barnsaugun ljómuðu af lireinni gleði. Og
eftir að liann sjálfur skildi þýðingu jólanna
til í'ulls, og gat sungið af lijarta blessaða
gömlu jólasálmana með foreldrum sínum. Já,
iþau höfðu sannarlega lialdið sameig'inlega
heilög' jól í litlu stofunum. Jólin og jólabarn-
ið höfðu dvalið í hjörtum þeirra.
En nú------!
Nú áttu þau ekki von á neinum syni,—
aldrei framar. Dag einn um haustið, höfðu
þau fengið símskeyti um að koma tafarlaust
til bæjarins, sonur þeirra hefði veikst skyndi-
lega. Og þau komu nógu snemma til þess,
að geta setið sitt hvorum megin við rúmið
hans, og lialdið í hendur hans, á meðan hann
háði seinustu baráttuna. Einka barnið þeirra.
Goði, duglegi drengurinn þeirra. Það kemur
margt óskiljanlega erfitt fyrir mennina, þeir
skilja það ekki, en hljóta þó að beygja sig fyr-
ir kaldri raunverunni. Leiðið, með legstein-
inum, sem var nafnið hans, var innsigli þess.
Það varð svo hljótt hjá. gömlu hjónunum. Þau
fundu það livort um sig, að ef þau ætluðu að
fara að tala um það, þá mundi gráturinn yfir-
buga þau. Og nú voru jólin komin svo nærri.
Þau höfðu ekkert minst. á jólin. Án þess að
tala um það, höfðu þau orðið samferða út í
kirkjugarðinn, og prýtt leiðið hans með greni-
við og nýjum blómsveig'. Og mamma hafði
sett umgjörð úr greni utan um stækkuðu
myndina af honum. Hún hékk á stofuþilinu.
Þau höfðu ekki sagt neitt. En þá fór pabbi
að gráta.
Og nú var komið aðfangadagskvöld. Það
hafði hvorki verið bakað eða steikt til jól-
anna, .Jins og vant var*. Ofurlítið jólatré
hafði mamma samt sem áður fengið sér. En
það stóð úti í stofuhorni án skrauts og ljósa.—
Og þó var það svo, að þegar kirkjuklukk-
uhljómarnir búrust til liennar, þá vöknuðu |
jólahugsanir hjá henni. Hún fann að þau
íiöfðu ekki tekið við revnslunni á réttan hátt.
Þau urðu að veita jólunum rétta viðtöku.
Hún varð að reyna að gjöra stofuna ofurlítið
jólalega, einnig ve,gna hans pabba. Hann
rölti um húsið svo þreytulegur og þunglynd-
ur, þó hann bæri harm sinn í liljóði. Andlitið
var orðið torkennilegt og ellilegt.
Jólavers, sem hún hafði lengi kunnað,
hljómaði í sífellu í liuga hennar:
Burt, hrygð úr öllum hjörtum nú,
kom heilög gleði, svo í trú
vér Jesúm faðmað fáum,
og elskan heit af lijartans rót
þeim liimingesti.taki mót
með lofsöngs hljómi háum.
Hún kveikti ljós og fór að ieggja á borðið.
Hún lagði á borðið fyrir þrjá, alveg eins og
þegar sonurinn var hjá þeim. En þá þc^di
pabbi ekki meira. Hann settist í legubekk-
inn og huldi andlitið í höndum sér. Hún fór
til hans og settist hjá honum.
“Vinur minn,” sagði hún. “Mér fanst
eg ætti að hafa það svona í kvöld. Það er
eins og við ættum von á honum. Hann á að
vita, að við munum eftir honum. Það er ekki
víst að hann sé svo langt í burtu frá okkur.
Guð leyfir honum víst að líta til okkar í
leyni. Hann hlakkaði æfinlega svo mikið til
jólanna heima. ”
Hún þagnaði alt í einu og hlustaði.
“Mér heyrist vera gengið um fyrir utan
húsið,
1 sömu svifum var drepið að dyrum.
Húsbóndinn stúð upp til þess að opna dyrn-
IV.
Það stóð ungur maður fyrir framan
hurðina. Slitin fötin hans voru hvít af snjó.
Þegar ljósið skein framan í hann, var eins og
hann hrykki upp af dvala. Hann litaðist ura,
líkt og hann væri að leita einlivers. En hann
var einsamall. tJtidyrahurðin á bak við hann
var opin. Hann leit út um gættina. En þar
var ekkert að sjá. Hann stóð kyr í sömu
sporum, vandræðalegur í bragði og mælti
ekki orð frá vörum.
“Gjörðu svo vel og komdu inn fyrir,”
sag'ði gamli maðurinn.
“Eg veit ekki hvernig þessu er varið
-----en við vorum held eg tveir,” sagði hann
loksins. “Það var sonur ykkar, sem bauð
mér að koma lieim með sér. En nú er hann
liorfinn. ”
‘ ‘ Sonur okkar, ’ ’ sögðu gömlu hjónin bæði
í einu.
“ Já, hann gekk fram á mig á leiðinni, og
vildi endilega láta mig koma heim með sér.”
Gömlu hjónin störðu bæði á hann þrumu-
lostin. Var ungi maðurinn áð leika á þau á
þennan hátt—á sjálfa jólanóttina! Það var
óhugsandi að svo illa innrættur maður væri
til. Og hann leit ekki út fyrir að hafa vond-
an mann að geyma, þessi aumingja piltur;
hann var svipgóður og prúðmannlegur, þótt
hann væri afar vesaldarlegur.
Gamla konan lagði hendina vingjarnlega
á handlegg hans og sagði:
‘ ‘ Við skulum koma inn fyrir og reyna að
vita hvernig í þessu liggur. ’ ’
Unga mannimnn varð þegar í stað star-
sýnt á stækkuðu myndina á þilinu.
“Þetta er nú mynd af syni okkar. Hann
dó í haust sem leið. Þektuð þér hann kann-
ske?” spurði gamla konan.
“Dáinn! Það sem var hann, sem fylgdi
mér hingað heim!—En það er ómögulegt!
Þetta hlýtur alt að vera draumur— lofið þið
mér að fará út aftur.”
“ Nei, ” sagði gamla konan og tárin runnu
ofan kinnarnar. “Við skulum reyna að kom-
ast að einhverri niðurstöðu.”
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrrr börn og unglinga
^ PROFESSIONAL CARDS ^ 1
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnlpeg, Manltoba CARLTON ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aðgerðir af öllum tegundum, ásamt vlrlagningu. Raf-stór yðar “disconnected'’ ÓKEYPIS. Alt Verk Abyrgst H. A. BERGMAN, K.C. talenekur löofrœtHngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 048
DR. T. CREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norinan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir löofrceöinoar 326 MAIN ST. (& ÖOru gólfl) Talslml 97 621 Hafa einnlg skrifstofur aO Lundar og Gimli og er þar aO hitta fyrsta miOvikudag I hverjum m&nuOL
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACB3 Winnlpeg, Manltoba Dr. A. B. Ingimundson Tannkrknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Helmilis 46 064 J. T. THORSON, K.C. tslenekur löofrœöingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aO hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talslml 42 691 DR. A. V. JOHNSON lalenekur Tannlœkntr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slml 9 6 210 Heimilis 33 328 I J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harr). . islenzkur lögmaöur 405 DEVON COURT Phone 21 459
Dr. P. H.T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu taisimi: 86 607 Heimilis talsími 501 662 G. S. THORVALDSON B A„ LL.B. Lögfrœöinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St„ gegnt City Hall Phone 97 024
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a5 hltt* frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VlCTOR ST. Simi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aö ávaxta sparifé fölks. Selur elds&byrgC og bif- reiCa ábyrgOir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. ttlenzkur lögfrœöinour Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST.
Dr. S. J. Johannesson ViBtalstlmi 3—5 e. h. 632 SHERBUEN ST.-Simi 30 8T7 G. W. MAGNUSSON Nuddlasknir 41 FURBY STREET Phone 36187 SimlC og semjlC um samtalstlma J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Lelgja hús. Ut- vega peningal&n og elds&byrgO ai Nlu tagi. 1 ttone 34 221