Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERiG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1933 Örlög Assyríumanna Er þjóðin að verða aldauða? Fyrir skömrnu birti enska stór- blaðið “Tirnes” þá fregn, að Kúr- dar og Iraksmenn hcfði brytjað nið- ur Assyríumenn eins og hráviði, skarnt frá þorpinu Sirnel, 60 km., norðan við Mosul. .Breskur liðs- foringi, scrn korn þar að á eftir, seg- ir að öll Assyriuþjóðin sc skelfingu lostin. Hann kveðst hafa talið á vegi sínum 315 Assyríumenn vegna, en sarnkvœt seinni frctturn hefir blóðbaðið verið rniklu meira. Stjórn- in í Irak hefir beðið Englendinga afsokunar á þessu og stað.hceft, að Assyríurncnn hafi leyfilaust ráðist vopnðair þar inn í landið og gert á- hlaup á hersveitir Irakbúa. Mcgi þeir því sjálfurn scr um kcnna.— Hér fer á eftir forsaga þessara ó- eirða og skýrt frá tildrögurn þeirra, og hinurn rnerkilegu þjóðflutning- urn Assyrtumanna. Þegar fulltrúar hinna vestrænu þjóða sátu á ráSstefnu í London voriö 1920, til þess að ræða um hvernig ætti að fara með Tyrki, kom þangað erindreki frá hinum kristnu Assyríumönnum. Það var kona, lafði Surma d’Mar Shimun, og var hún fyrsta konan, sem breska utanríkisráðuneytið tók á móti sem þjóðarfulltrúa. Assyríumenn höfðu verið sam- herjar Breta i heimsófriðnum, minstu samherjarnir, og af skýrslu þeirri, sem lafði Surma gaf, fengu Bretar að vita um hvernig komið væri fyrir þessari minstu bandaþjóð sinni frá ófriðarárunum. Þjóð þessi ,sem kallar sig Assyríu menn, og heldur því fast fram að hún sé afkomandi hinna fornu As- syríumanna, átti heima i fjöllunum í Kurdistan. Hún var meðal hinna fyrstu þjóða, sem tók kristna trú. Síðan hefir hún'haldið fast við forna þjóðsiðu, lifað út af fyrir sig og ekki viljað blandast þeim þjóðflokk- um, sem heima áttu í grend við hana. Æðsti maður þjóðarinnar var erki- biskup, og gekk sú tign í arf frá föður til sonar. LafSi Surma var systir þáverandi erkibiskups. Fyrir stríðið voru Assyriumenn að nafninu til tyrkneskir þegnar, en þeir voru að mestu leyti sjálfstæðir. Þegar styrjöldin mikla stóð og Tyrk- ir gengu í lið með Miðveldunum, urðu kynflokkarnir í Kurdistan að ákveða með hvorum þeir vildu vera. Tyrkneska stjórnin hét þeim öllu fögru, ef þeir vildu vera sér trúir. Og hér um bil allir kynflokkar Kúrda gengu í lið með Tyrkjum. En þegar Assyríumenn fréttu þaS, að Tyrkjastjórn hefði boðað “heilagt stríð,” það er að segja trúarbragða stríð, þá ákváðu Assyríumenn að rísa öndverðir gegn þeim. Þeir sendu hjálparbeiðni til Rússa, en Rússar veittu þeim enga hjálp. Kúrdar og tyrkneskar hersveitir réðust þá á Assyríumenn hvað eftir annað, en þeir voru vel vopnum bún- ir og tókst þeim í hvert skifti aS hrekja árásarliðið af höndum sér. Assyríumenn stóðu líka vel að vígi. Þeir áttu heima í f jöllunum og f jöll- in voru sem beztu vígi og afar erf- itt að sækja þar að. Bróðir erkibiskupsins var um þær mundir í Miklagarði við nám. Tyrk- ir tóku hann höndum og héldu hon- um sem gisl, meðan þeir áttu í samningum við Assyríumenn, en er samningar fóru út um þúfur, var hann drepinn. Kúrdar og Tyrkir héldu áfram sókn sinni á hendur Assyríumönn- um og hröktu þá lengra og lengra inn á milli fjallanna. Bólstaðir þeirra í dölunum voru lagðir í auðn, kirkjur þeirra brendar og rænt úr þeim dýrgripum þeim, sem Assyriu menn segja að þar hafi verið. Veturinn 1915 var svo harður þarna uppi í fjöllunum, að Assyríu- menn gátu ekki haldist þar við. öll þjóðin, 70 þús. manna, afréð því að flytja sig, og fór yfir fjöllin til Urmi í Persíu.—Komst hún þangað heilu og höldnu og tóku Persar vel á móti henni og buðu að hún skyldi vera þar fyrst um sinn. En Rúss- ar sendu henni nú skotvopn og skot- færi. Þegar frá leið, byrjuðu Kúrdar og Tyrkir að gera innrásir í Persíu þar sem Assyríumenn voru fyrir. Jafnframt þóttust Assyríumenn sjá, að þeir gætu ekki treyst Persum til lengdar, því að þeir drógu taum trú- bræöra sinna, Múhameðsmanna. Þess vegna lögðu Assyríumenn Urmi undir sig og kontu þar á sínu gamla stjórnskipulagi. Árið 1916 fréttu Assyrittmenn það að breski herforinginn Offley Shore væri kominn til Kákasus til þess að koma skipulagi á hersveitir Rússa þar. Leituðu þeir þá til hans, og hann gaf þeim viðurkenningtt fyrir því, að þeir væri bandamenn Breta í heimsstyrjöldinni. Hann hét j þeint einnig hjálp undir eins og sér j hefði tekist að korna reglu og skipu- ! lagi á rússneska herinn. Hann fekk j líka komið því til leiðar, að Kúrda- : höfðfnginn Sinko gerði bandalag við I Assyriumenn. Sinko réði yfir dá- J litlu héraði á milli Untri og A- ! rmenítv En þegar Rússar gáftist upp í stríðinu, leit Sinko svo á, að 1 bandamenri hefði tapað og áleit því j réttast að ganga í lið með Tyrkjum aftur. Og með svikum lét hann I drepa erkibiskup Assyríumanna og I fvlgdarlið hans, sem komið var á fund hans til skrafs og ráðagerða ! út af hinu breytta viðhorfi. Stríðið inilli Assyriumanna og j Kúrda harðnaði stöðugt og vorið j 1918 horfði illa fyrir Asyríumönn- , um. Þeir voru að verða skotfæra- j lausir. Og þeir vissu vel hver for- lög myndu bíða sín, ef þeir yrðu sigraðir. Þegar allra verst horfði fyrir þeim—það var í Júlí 1918—þá sáu j þeir-alt í éinu flugvél koma til Urmi. ; Þetta var brezk flugvél. Flugmað- urinn tilkynti þeim, að frá Bagdad hefði Bretar sent riddaralið frá Ást- ralíu inn í landið, og það hefði tekið' sér bækistöðvar 250 kílómetra sunn- an við Urmi. Hann sagði ennfrem- ur, að ef þeir gæti náð sambandi viS þessa herstöð, gæti þeir fengið þar gnægS skotfæra. Þá sendu Assyríu- menn þangað stóran hóp ríðandi manna, og var það úrvalslið þeirra. Meðan þetta lið var fjarverandi gerðu Tyrkir harða hríð að Assyríu mönnum að norðan. Varð nú lítið um vörn af Assyríuntanna hálfu, og innan skamms höfðu Tyrkir tekið Urmi. Assyríumenn flýSu undan sem hraðast suður á bóginn. Öll þjóðin var á flótta, menn, konur og börn, en Tyrkir og Kúrdar sóttu fast á eftir. Drápu þeir hvern þann karlmann, sem þeir náðu í, en konur hertóku þeir. Assyríumenn týndu þá tölunni þúsundum saman, og þeg- ar þeir náðu til Sain Kala, þar sem Ástralíumenn voru, hafði þjóð- flokknum fækkað úr 70 þúsundum niður í 59 þúsundir. Ástralíumenn komu þeim nú til hjálpar og unnu sigur á Tyrkjum og Kúrdum. En í Sain Kala gátu Assyríumenn ekki sest að; þeir urðu að halda áfram lengra. I Bakuba voru gerðar búð- ir hana þeim, og þar dvöldust þeir í nokkur ár. Þannig var komið þegar lafði Surma kom til London. Skýrsla hennar um kjör þessa þjóSflokks vakti þá mikla athygli þar, óg enska stjórnin, með Curzon lávarð, utan- ríkisráðherra, í broddi fylkingar, á- kvað að hjálpa Assyríumönnum. Það var ákveðið, að þeir skyldi aftur fá að flytja til Hakkiari, þar sem þeir höfðu áður átt heima. En ráð- stafanir og stjórnsemi Mustafa Kemals kom í veg fyrir þessa á- kvörðun vestrænu þjóðanna um það hvernig skipaS skyldi löndum í Tyrkjaveldi milli hinna ýmsu þjóð- flokka. Það var ekki fyr en árið 1925 að vestrænu þjóðirnar gerðu friðarsamninga við Tyrki, og sam- kvæmt þeim fengu Tyrkir full yfir- ráð yfir Hakkiari-héraði, en ríkið Irak, sem þá var undir breskri vernd, fékk Mosul.—Tyrkir vildu a7ls ekki fá Assyríumenn inn í sín lönd, og var þeim því vísað til bú- staða í Mosul. Eftir opinberum skýrslum voru þá ekki nema 37 þús- undir eftir af Assyríumönnum. Meðan Bretar réðu lögum og lof- um í Irak gekk alt vel fyrir Assyríu- mönnum, því að enda þótt þeir væri herskáir og áleitnir, gerSi þeim það ekki svo mikið til, Bretar héldu verndarhendi sinni yfir þeim. Og þegar Irak átti að fá sjálfstæði, settu Bretar það ákvæði í samninginn við Feisal konung, að Assyríumenn skyldi halda öllum réttindum sínum þar í landi. Þetta var þó aðal- deiluatriðið og lá við að samningar strönduðu á því. Stjórn Feisals konungs hefir jafnan haft horn í síðu Assyríu- manna. Hún var á móti því, að þeir fengi að halda vopnum sínum og hafa sjálfstjórn—vera nokkurs kon- ar “riþi í ríkinu.” Þar sem Assyríumenn hafa sest aS, hafa þeir útrýmt Miihameðs- trúarmönnum, og það hefir ekki gert þá vinsæla, því að ætíð hafa Múhameðstrúarmenn verið ná- grannar þeirra. Assyríumenn telja sjálfa sig standa á hærra menning- arstigi, heldur en til dæmis Araba, og eru ekki lausir við þjóðardramb og metnað. Má og vera, að þeir hafi verið hnakkakertir vegna þess, að þeir þóttust eiga Breta að bak- hjarli. I sumar fóru nokkrar þúsundir vopnaðra Assyríumanna inn i Sýr- land, en þar hafa Frakkar yfirráð og eftirlit. Enn er ekki sýnt til hvers sú för var ger.—Sennilega hafa Assyríumenn þó ætlað sér að nema nýtt land, betra og haganlegra en þaS, sein þeir hafði verið skamt- að áður.—Frakkar tóku vel á móti þeim, og aívopnuðu þá ekki, þrátt fyrir tilmæli stjórnarinnar í Irak um það. í byrjun ágústmánaðar í sumar fór flokkur vopnaðra Assyríumanna vestur yfir Tigris-fljótið. Lenti þá þegar í skærum og bardögum milli þeirra og hersveita Iraks, en ástæð- an til þess er ekki kunn. Þannig stóð er seinast fréttist. Er ekki annað sýnna en að þessi þjóð- flokkur, Assyríumenn, sé að mol- ast niður og hverfa úr sögunni. —Lesb. Háskólanám Tyrkja Endurbætur er nú verið að gera á öllu fræðslukerfi Tyrklands, sim- ar 'fréttaritari Manchester Guardian blaði sínu. Þ. 1. ágúst hætti gamli háskólinn að starfa, en hann var í Stambul og var orðinn 70 ára. Nýr háskóli tók til starfa í hans stað. Um skeið var í ráði, að koma hin- um nýja háskóla upp í Angora, en það varS úr að hagkvæmast þótti að rífa háskólabyggingarnar í Stambul, en svo kalla Tyrkir Konstantinopel (Miklagarð) og reisa aðrar í þeirra stað. Leitað var aðstoðar svissnesks prófessors við að koma hinni nýju háskólastofnun á fót og voru þrjú ár ætluð til þess að framkvæma þessi áform. Var og sú ákvörðun tekin að stofna nýtísku háskóla, svo að námsfólk í Tyrklandi jjæti átt kost á að öðlast æSri mentun í stofn- un, sem í öllu samsvaraði kröfum tímans i þessum efnum. — Leiðtog- ar þjóðarinnar i Angora höfðu kom- ist að raun um, að gamli háskólinn, Dar-ul-funun, væri orðin úrelt stofn- un. Æskulýðurinn í landinu hefði ekki sótt þangað nýjar hugmyndir. Á öllum sviðum hins tyrkneska þjóð- lífs hefði verið um breytingar í framfaraátt aS ræða, en háskólinn hefði staðið í stað. Hann hefði eng- an þátt átt í framförum hins nýja tíma og það væri ekki einu sinni hægt að þakka háskólanum neinar framfarir sem vissulega var lærðra manna hlutverk að vinna að (nýja stafrófið, málhreinsunin, hinar nýju, sögulegu rannsóknir o. fl.). Það væri því augljóst, að stofnun, sem væri orðin svo á eftir timanum sem gamli háskólinn, ætti að leggjast niSur, en í hennar stað að koma ný mentastofnun, sem teldi sér skylt að láta sig varða framfaramál nú- tímakynslóðarinnar, þeirra karla og kvenna, sem eru að skapa hið nýja Tyrkland. Það yrði of langt mál hér, að skýra frá fyrirkomulagi hinnar nýju mentastofnunar ítar- lega. Þess skal þó getið, að ekkert hefir verið til sparað, að gera stofn- un þessa sem bezt úr garði, og fult tillit tekið til krafanna um þaö, að hún geti komið þjóðinni að þeim notum, sem hinn úrelti, gamli há- skóli ekki var lengur fær um. M. a. verður sérstök tungumáladeild í há- skólanum og er ætlast til þess, að háskólanemarnir verði fullfærir í a. m. k. tveimur nútímatungumálum. Margir þýskir og svissneskir kenn- arar hafa verið ráðnir til háskólans. Aðaláherzla verður lögð á að kenna ensku og þýsku, auk annara nútíma- mála og göiplu málanna, latínu og grísku. — Kemal Pasha hefir sjálf- ur átt frumkvæðið að því, aS Tyrk- land hefir eignast þessa merku mentastofnun. —Vísir. Rannsóknarleiðangur Dr. Charcot á “Pourquoi-pas?” —F ranksa haf rannsóknarskipið “Pourquoi-pas ?” lagðí af stað héð- an til Frakklands í gærkvöldi, að af- loknum rannsóknum sínum í sam- bandi við pólárið. Morgunblaðið hitti dr. Charcot, foringja leiðangursins, i gær í því skyni að fá upplýsingar um starf- semi vísindamanna leiðangursins í sumar, og sagðist honum svo frá: Þátttaka Frakkiands í pólárinu hefir farið fram á þann veg, að sendur var leiðangur fyrir ári síðan til Scoresbysund, og hélt þessi leið- angur heim á herskipinu “Pollux,” sem hér kom til Reykjavíkur fyrir seinustu helgi og fór á þriðjudags- morgun. í leiðangri þessum voru bæði liðsforjngjar úr sjóhernum og aðstoðarmenn þeirra. í samvinnu við þennan leiðangur unnu vísinda- menn þeir, sem með “Pourquoi- pas ?” hafa verið. Ber fyrst að nefna segulaflrannsóknir M. Chewallier, sem beinst hafa í þá átt aS rannsaka segulinnihald eldf jallamyndaðra kletta. Hefir hann unnið að öðrum eðlisfræðisrannsóknum í samvinnu við M. Devaux, þar á meðal að jöklarannsóknum og athugunum á útbláuin geislum. — “Plankton”- rannsóknirnar hafa verið gerðar af dr. Parat og M. Drach. Fóru þær sérstaklega fram í Scoresbysund og meðfram Blosseville-strönd. Dregið hefir verið á með vörpum á sörnu stöðum, og hafa fundist mörg falleg og einkennileg sjávardýr. Loks hafa þeir félagar fundið mjög merkilega steingervinga á eyjunni Milne Land í Scoresbysund. Stafa þeir frá sekondera og tertiera tímabilinu. Chatton, skipstjóri á “Pourquoi- pas?” hefir framkvæmt mikið af dýptarmælingum á þeim slóðum, er vér höfum farið um og víða leiðrétt eldri skekkjur. Loks hefir verið tekið mikið af ljósmyndum og list- málarinn M. Chreston hefir málað allmikið af myndum frá ströndun- um. Ferðin hefir gengið vel, þrátt fyr- ir óhagstætt veður, Vér höfum ferð- ast þar, sem ekkert skip af okkar stærð hefir enn farið, þ. á. m. sömu leiö, sem danski landkönnuðurinn Einar Mikkelsen fór í fyrra á miklu minna skipi. Árangur ferðarinnar hefir verið mikill og hefir hún auk- ið miklu við þær niðurstöður, sem orðið hafa af ferðum vorurn áður, og vér vonumst til að ferð vor nái tilgangi sínum í sambandi við pól- árið. Vér erum nú á heimleið, en mun- um brátt halda af stað aftur í nýja rannsóknarferS. Dr. Charcot var algerlega ófáan- legur til að tala neitt um sjálfan sig, en allir vita, að hann er og hefir alt af verið lífið og sálin í ferðum skipsins “Pourquoi-pas ?” enda er hann eða skipið aldrei nefnd öðru vísi en hvort í sambandi við annað. Mbl. 30. ág. Stórkostlegt jökulhlaup í Jökulsá á Sólheimasandi Það er nú komið á daginn, að tjónið í Mýrdal af völdum vatns- flóðsins hefir orðið enn stórkost- Iegra en menn visu um í fyrstu, því að jökulhlaup hefir komið í Jökulsá á Sólheimasandi og valdið þar miklu tjóni. Blaðið átti i gær tal við Gísla Sveinsson sýslumann í Vík, og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar um hlaupiö í Jökulsá: Eigi verður sagt um það með vissu hvenær þetta hlaup í Jökulsá hefir komið, en sennilega hefir það verið á föstudag eða laugardag, eða aðfaranótt laugardags. Enginn var á ferð á þessu svæði þessa dagana, vegna þess að sam- göngur voru teptar bæði austur í Mýrdal og einnig undir Eyjafjöll- um. Það var Brandur Stefánsson bíl- stjóri frá Litla-Hvammi, sem kom fyrstur að Jökulsá eftir hlaupið. Hann var aS koma í bíl vestan frá Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þetta var á iaugardag. Var hann mest all- an daginn að brjótast austur með Eyjafjöllum; allar sprænur voru fullar og gekk því erfiðlega að kom- ast yfir þær. Bakkakotsá hafði til dæmis brotið skarð í uppfyllinguna vestan við brúna. Um dimmumótin á laugardags- kvöld komst Brandur loks að Jök- ulsá á Sólheimasandi. En þegar þangað kemur verður fyrir honum stórt vatn, vestan við brúna. Hann fer að kanna vatn þetta, veður út í það, en það er óvætt. Snýr hann þá viS á bílnurn og fer heim að Eystri Jökulsá. Þegar þeir koma að ánni, sjá þeir að stórkostlegt hlaup hafði komið í Jökulsá. Hafði áin flætt yfir allar eyrar, aldanna á milli og voru jaka- hrannir til og frá, alla leið frá jökli og fram í sjó. Ag verksummerkj- um þeim, sem þarna voru, var Vig- fús bóndi í Skógum þess fullviss, að þetta muni hafa verið eitt hið mesta hlaúp, sem komið hefir í Jökulsá í manna minnum. stór áll úr Jökulsá rann fyrir vest- an brúna; var hann riðinn á sunnu- dag og skall á bóghnútu. í hlaupinu hefir áin brotið upp- fyllinguna við brúarstöpulinn að vestan á ca. 8 metra löngum kafla. Þar var þó orðið þurt á sunnudag. Þá hafði einnig í hlaupinu grafið undan einum brúarstöplinum—þeim þriðja að austan—og hafði stöpull- inn við það sigið um ca. V2 meter og brúin svignað á kafla að sama skapi. Samgöngur teppast nú algerlega yfir Jökulsá, því að þar er alófært ^firferðar fyrir bíla. Og hætt er við að állinn fyrir vestan brúna verði erfiður viðureignar, því að hann er mikiS niðurgrafinn.—Tak- ist ekki að teppa ál þenna og veita og er mikið og rammgert mannvirki. Jökulsárbrúin var bygð árið 1920, honum undir brúna, getur hann al- gerlega stöðvað samgöngur þarna, brú yfir hann. og verður þá að setja bráðarbirgða- Stöplar allir eru úr steinsteypu, en brúin sjálf úr járni. Brúin er 210 metrar á lengd og kostaði um þá rniljón króna, enda var hún bygð þegar dýrtíðin var mest hér. Oft hafa komið hlaup með jaka- framburði í Jökulsá síSan brúin var bygð, en aldrei sakað brúna fyr en nú. Skriða fellur á Víkur- kauptún Um klukkan 10 í gærkvöldi féll stórkostlegt skriðuhlaup úr brekk- unni ofan við kauptúnið i Vík i Mýr dal. Féll skriðan yfir heyhlöður og gripahús óg keyrði alt í kaf. Sum íbúðarhús voru í hættu, en skaðaði þó ekki og ekkert manntjón varð. Tvær kýr voru í fjósinu einu, sem skriðan hljóp yfir og tókst að grafa aSra lifandi upp úr hlaupinu; hún stóð fast inn við gaflað og hafði það hlíft henni. Hin kýrin var dauð þegar hún náðist. Steinsteypubrú var verið að byggja á Deildará í Mýrdal; en vatnsflóð var svo rnikið í ánni í gær, að talið var að brúin væri í alvarlegri hættu. Stór skriða hljóp á nýja veginn hjá Fagradal í austur Mýrdal og tók af veginn á kafla. Mbls. 8. sept. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS ....B. S. Thorvardscm Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Thorgeir Símonarson Belmont, Man Blaine, Wash Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak®ta Churchbridge, Sask : Cypress River, Man Dafoe, Sask J. Stefánsson . Edinburg, N. Dakota.... Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. H. Garðar, N. Dakota : Gerald, Sask | Geysir, Man | Gimli, Man | Glenboro, Man J Hallson, N. Dakota Hecla, Man ] Hensel, N. Dakota j Hnausa, Man j Hove, Man 1 Húsavík, Man Tvanhoe, Minn | Kandahar, Sask J. Stefánsson j Langruth, Man j Leslie, Sask j Lundar, Man Markerville, Alta ■ Minneota, Minn Mountain, N. Dakota... J. J. Myres Mozart, Srisk Narrows, Man Oak Point, Man.. . A. J. Skagfeld Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota I Point Roberts, Wash | Red Deer, Alta | Reykjavík, Man | Riverton, Man | Seattle, Wash I Selkirk, Man | Siglunes, Man | Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man : Vogar, Man 1 Westbourne, Man f Winnipeg Beach, Man... « Winnipegosis, Man Wynyard, Sask .. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.