Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1933 Bls. 5 Mentaskólinn á Akur- eyri Bftir prófessor Richard Beck Þeim íslendingum vestan hafs, sem fylgjast með mentamálum heima á ættjörðinni og unna fram- gangi þeirra, mun hafa þótt það nokkur tíðindi og ekki ómerkileg, þegar hljóðbært varð fyrir fimm ár- um síðan, að landsstjórnin hafði gert Gagnfræðaskólann á Akureyri að mentaskóla. Má víst telja, að þetta hafi verið sérstök fagnaðar- frétt þeim körlum og konum hér í Vesturheimi, sem útskrifast hafa af þessum góðfræga skóla, eða sótt hann, hvort sem var meðan hann átti setur á Möðruvöllum eða síðan hann fluttist til Akureyrar. Með sanni segir því svo í skýrslu skólans, og er réttmætur sigurhreim- ur í frásögninni: “Skólaárið 1927- 28 er lang-merkilegaáta ár í sögu skóla vors, síðan hann hóf störf á Möðruvöllum í Hörgárdal 1. okt. 1880. Á þessu síðasta skólaári náði skólinn í langþráðan áfangastað og vann langsóttan sigur. Þá var skól- anum veitt heimild til að “halda uppi’’ lærdómsdeild, með nær því sama námsniði og skipulagi sem lærdómsdeild Mentaskólans almenna í Reykjavik. Með slikri heimild er skólinn gerður að stúdentaskóla, en er þó eftir sem áður gagnfræða- skóli.” En hér var um meira að ræða heldur en merkileg tímamót í sögu skólans sjálfs. Með þessari breyt- ing á honum var brotið blað í skóla- sögu íslands. Sigurður skólameist- ari Guðmundsson hefir rétt að mæla í ræðu sinni til fyrstu Akureyrar- stúdenta (15. júní 1928) : “Stofnun norðlenzks mentaskóla hlýtur að orka, að eigi all-litlu, á þjóðmenn- ing vora og þjóðarþroska, annað- hvort til eflingar eða tálmana. Norðlenzkur mentaskóli verður annaðhvort spillvirkjabæli eða gróðrarstöð. Stofnun slíks skóla er því verð alþjóðar athygli.” Ekki skorti heldur á það, þó leitt sé frá að segja, að hrakspám rigndi yfir nýgræðing þenna úr ýmsum áttum. Hins er samt stórum ljúfar að minn- ast, að þeir voru einnig margir, sem spáðu honum góðspám og fögnuðu því, að “Hólaskóli hinn forni var vakinn upp til starfa, á öðrum stað og í öðru gervi, eftir 125 ára svefn.” Sá merkis-atburður átti sér langa sögu að baki; hér um má réttilega viðhafa orðtækið enska, al Róm var ekki bygð á einum degi. Þessi mikil- væga sigurvinning skólans var ár- angur meir en aldar langrar baráttu: hér klæddist holdi og blóði virki- leikans hjartfólgin hugsjón margra langsýnna og framsækinna menta- frömuða. Bezt er að láta Sigurð skólameistara, sem kunnugastur er þessum málum, hafa orðið: “Þeir eru margir, sigurvegararnir í þessu máli. Fyrir norðlenzkum mentaskóla hafa barist fortíð og nútíð, látnir og lifendur. Hún er fjörgömul, sú tillaga, að stofnsettur verði á Akur- eyri stúdentaskóli. Tveimur eða þremur árum áður en Hólaskóli var, i óþökk margra hinna merk- ustu Norðlendinga, í rústir rifinn, lagði amtmaðurinn norðanlands og austan, Stefán Þórarinsson, það til, að hann yrði fluttur til Akureyrar. Eg hygst eigi rekjá hér sögu norð- lenzkrar mentaskóla-baráttu. Slíkt verður, að líkindum, vendilegá gert á fimtugs afmæli skólans, 1930. En mér þykir eigi annað hæfa á þess- ari stundu, er brautskráðir eru á Norðurlandi stúdentar aftur eftir 126 ár, en nefna rrleð þökkum fjóra menn, sem mest koma við sögu þessa aldarlanga bardaga fyrir end- urreisn hins forna skóla. Þessir menn eru þeir Stefán Þórarinsson amtmaður, séra'Arnljótur Ólafsson, Stefán Stefánsson, skólameistari, og Jónas Jónson, dómsmálaráðherra.” Rúm leyfir eigi, að rekja hér frekar endureisnarsögu Mentaskólans norð- lenzka, þó fróðlegt væri, því að í slíkri sögu er jafnan margt það, sem hrindir móki af augum og huga, og hvetur til framsóknar. En nú liggur næst að spyrja: Hvernig hefir arftaka Hólaskóla hins forna farnast siðan hann var gerður að mentaskóla ? Hvorar sýnast freinur hafa rietst hrakspárn- ar eða góðspárnar, sem hljómuðu yfir vöggu hans? Fullnaðarsvar við þeirri spurning bíður auðvitað framtíðarinnar; engu að síður gefa skýrslur skólans síðan starfssvið . hans var víkkað (1928-32) nokkra hugmynd um það, hvers megi vænta af honum á komandi tið. íslands- póstur færði mér nýlega skýrslur þessar, og voru þær mér, gömlum nemanda skólans, harla kærkomn- ar; einnig veit eg, að velunnarar skólans og islenzkra menningarmála vestur hér telji ómaksins vert, að fregna af högum hans. Heill hverrar mentastofnunar grundvallast á kennaraliði hennar. Það hefir verið gæfa Akureyrar- skóla, að fornu og nýju, að þangað hafa valist mætir menn og hæfir í skólameistara og kennarastöður. Síðustu skýrslur skólans bera því vitni, að engin úrkynjun hefir orð- ið- í þessu efni; enda eru ýmsir nú- verandi kennarar hans orðnir gaml- ir í garði og löngu víðkunnir. Skólaskýrslurnar sýna einnig, að aðsókn hefir aldrei verið meiri að skólanum heldur en á þessum sið- ustu árum; og það með, að náms- fólk úr öllum landsf jórðungum hefir sótt hann, þó flest hafi það eðlilega komið af Norður- Vestur- og Austurlandi. Fróðlegt er að líta á tölu stúdenta, sem brautskráðiy hafa verið af skólanum síðan hann varð mentaskóli. Fyrsta árið (1928) voru þeir fimm; árið eftir sjö; næstu tvö árin fimmtán; og árið sem leið sautján. Er það þegar orðinn álitlegur hópur; einnig bera prófseinkunnirnar það með sér, að margir þessara stúdenta hafa verið námsmenn góðir, og nokkrir fram- úrskarandi. Mun það sannast, að hér á móðurjörðin margt gott mannsefnið á uppsiglingu. Skólalífið hefir bersýnilega stað- ið með miklum blóma þessi síðustu árin, verið bæði fjörugt og fjöl- breytt. Nemendur hafa haft með sér ýmislegan hollan félagsskap; í- þróttir hafa verið iðkaðar af kappi; vandaðar skemtanir hafa haldnar verið; málsnjallir fyrirlesarar og skáld hafa f jörgað og frætt með list sirini. Hefir að öllu þessu verið ólítill mentunarauki og menningar. Við þannig lagað félagslíf og i- þrótta, samfara bókfræðslunni, þroskast nemendur bezt og verða liklegri til þjóðþrifa. Svo sem fyr var vikið að i til- greindum ummælum skólameistara, átti Akureyrarskóli fimtugs-afmæli vorið 1930. Var þessara merku tímamóta í sögu hans minst með veglegum hátíðarhöldum á Möðru- völlum og Akureyri; sóttu þau margt fjölmenni og stórmenni úr öllum landshlutum; sást nú berlega það, sem flestir vissu raunar áður, hve mikil hök skólinn á í hugum landsmanna, og hve víðfeðm og djúptæk áhrif hans eru. Kveðjurn. ar mörgu og ástúðlegu, sem honum bárust víðsvegar að, bera hinu sama fagurt vitni. Þær voru ekki ávöxt- ur hátíðar-hrifningar einnar saman, heldur stóðu þær djúpum rótum í hjörtum sendenda, voru sprottnar upp af einlægum hlýhug og ræktar- semi. “Það er ofið sterkum þráð- um og fjölröktum, minjaklæðið frá Möðruvöllum og Akureyri,” segir Brynjólfur kennari Sveinsson rétti- lega og fagurlega í prýðilegri frá- sögn sinni um skólahátíðina. Snjall- ar og fagrar eru einnig kirkjuræð- urnar, sem fluttar voru á Möðru- völlum og Akureyri i sambandi við hátíðina, af þeim prestunum Sveini Víking Grímssyni og Friðrik J. Rafnar. Ekki er heldur óbragð aS hátíðarljóðum þeirra Daviðs frá Fagraskógi og Huldu skáldkonu; hvorutveggja eru borin uppi af heitri hrifning, efni og umgerð á- gætlega samræmd. Hátíðarlýsingu Brynjólfs, ávörpin og og heilla- skeytin, kirkjuræðurnar og hátíðar- ljóðin; þetta er alt að finna í skóla- skýrslunni fyrir 1929-30. Aðrar skýrslur skólans bjóða einnig upp á fleira en þurran fróð- leik upptalninga. Skemtilegar eru “Endurminningar frá námsárum mínum á Möðruvöllum,” eftir Pál J. Árdal, skáld. Einnig er óblandin á- nægja að því, að lesa frásagnirnar um Hornaf jarðarför nemenda (1929) og um ferðir þeirra um Þingeyjarsýslur (1931 og 1932), eftir þá Pálma rektor Hannesson og Steindór náttúrufræðing Stein- dórsson. Er hressandi að drekka með þeim af bikar íslenzkrar nátt- úrufegurðar, og eiga með þeim “fé- lagsskap við sæ, sól og jökla.” Með alt öðrum blæ, en fróðlegt og læsi- legt vel, er erindið “Hrynjandi Njálu,” eftir skólapiltinn Steingrim J. Þorsteinsson. Verður ekki ann- að sagt, en að þar sé myndarlega úr hlaði farið. Þó mun Sigurður skólameistari hafa rétt fyrir sér í því, að brugðið getur til beggja skauta um heilnæm áhrif, af birt- ingu á ritsmíðum ungra nemenda, á sjálfa þá. Þó er enn ótalið það, sém mest gildi gefur skólaskýrslum þessum, fræðilega og bókmentalega:—ræður skólameistara við ýms tækifæri, einkum við brautskráning nemenda. Þar fara saman heilbrigði og víð- sýni í hugsun, frumleikur og snild í máli. Vegna þessara kosta, að við- bættu því, að þær f jalla löngum um mikilvæg efni og tímabær, eiga nefndar ræður skilið að koma fyrir augu sem allra flestra islenzkra les- enda. Þær meiga hreint ekki liggja grafnar í skýrslum, sem fáir einir lesa; þær verðskulda margfaldlega, að koma fyrir sjónir almennings í bókarformi. Falli þær ekki í frjóa jörð, er íslenzkri sannleiksþrá og fróðleikshneigð illa aftur farið. Vilji menn njóta þeirra til fulls, verða þeir vitanlega, að lesa þær gaum- gæfilega i heild sinni. Þó fæ eg ekki stilt mig um, að tilfæra úr þeim nokkrar setningar, lesendum til bragðbætis; bið eg höfundinn velvirðingar á þeirri djarftækni:— “En vel má minnast þess, að hvert þjóðerni er sem sérstaklega lituð rúða, er líf verönd eru skoðuð út um. Saga bókmenta og heimspeki sýnir, að mannlíf og mannheimur koma örlítið öðruvísi fyrir sjónir úr hverju þess konar gluggabroti en úr öllum öðrum gluggaglerum. Úr þjóðernislegu gluggakríli má, ef til vill, greina sum litbrigði, er eigi verður auga á komið úr stærri gluggum. Heimsmenningin er einni slikri rúðu fátækari, ef þjóðerni vort týnist .... Skólar eiga ekki að ala upp nemendur handa sérstökum stjórnmálaflokki, heldur glæða í þeim sannleiksást og réttgirni, drengilega afstöðu hugar til ætt- jarðar, landsmála og granna .... Framfaramenn kalla eg þá, sem unna vatnandanum og gróandanum “á landi og í lund,” óska þess alhug- að og spara eigi til þess áreynslu og óþægindi, að batni bæði menn og líf. . . . .Dýrustu menningarvígi og frjó- ustu gróðarstöðvar eru gerðar í mannlegum brjóstum, ósýnileg og óáþreifanleg. Mikilvægt gróðar- skilyrði í félagslegum efnum og framkomu í garð lagsmanna og granna er góðvilji, einlægur, í hví- vetna svikalaus, víðáttumikill. Góð- vilji er kjarni, megin og öruggastur jarövegur alls siðferðilegs lifernis og alls drengskapar, bæði við þjóð- félag og þegna. Þótt menn eigi lit- ið undir sér, og þá skorti völd og virðing, .geta þeir samt viljað vel, harmað, er illa fer, fagnað, er vel- gengur, og sigur er unninn í góðs máls þágu, hvort sem er þeim f jær eða nær.” (Tala, flutt við braut- skráning fyrstu Akureyrarstúdenta; skólaskýr sla 1928-29.). “Sælla er að unna en hata, sælla er samúð en andúð ala. Á vaxandi veldi samúðar og sálarskilnings, meðal annars, verða beztu menn að reisa vonir batnandi lífs og líðanar á vorri jörð .... Alt hið bezta, sem mennirnir iiafa skapað, hafa þeir aldrei fyrir peninga gert . . . Það fylgir því altaf nokkur lífsfögnuður og er altaf nokkur auðna, að geta bætt og fegrað Illugastaðina, hvort sem þeir eru listir eða verksmiðja, sjálfseign eða leigujörð. Skapandi starf er vinnanda þess alt af sálar- legum verðmætum goldið, sem fást eigi fyrir “gullið rauða,” svo mikils virði sem slíkt þó er . . . í sumum ræðustólum er nú brýst fyrir 1 ;ðnum að leita hamingjunnar. Eg veit ekki hversu holl er sú kenmng, flutt án rækilegra skýringa á, i hverju ham- ingja sé fólgin. Gæfan er kvenleg í eðli. Hún sækist oft mest eftir oss, ef vér sinnum henni sem minst. Eg hygg, að þjóðfélagi voru ríði mest á, að í ungum þegnum þess sé sem mest hlúð að harðfengi og heil- brigðri nákvæmni í störfum og skapandi þjónslund.” (“Misskiln- ingurinn mikli”; skólaskýrsla 1828- 29). “V’el er að vekja áhuga á stjórn- málum. En sá áhugi verður að vera drengilegur og heilbrigður. Hann má ekki vera einskonar á- flogaþörf, ekki vera eintóm löngun í hávaða né róstur, heldur felast í ósk eða þrá eða vilja á að greiða úr allsherjar vanda. Mig uggir, að orðasennur og stríð seiði æskuna yfirleitt fastar að stjórnmálum heldur en rannsóknarhugur á sjálf- um viðfangsefnum þeirra eða þörf á að finna þar lausn .... Lýðþroski er ekki eingöngu skilyrði lýðræðis, heldur markmið þess og réttlæting . . . . í lýðræði felst ekki eingöngu það, að hver fullveðja eigi, að sínu litla leyti, að orka á stjórn og þróun þjóðfélags síns. Sú er hin æðsta hugsjón þess, að hver andlega full- tíða eigi að hafa góð áhrif á vöxt og menning þjóðar sinnar .... Sú er hin hörmulegasta raunasaga meginþorra manna, hve lítið verð- mætt liggur eftir þá, hve lítil holl- ustu-áhrif þeir höfðu á samtíðar- menn sína og þjóð.” (“Æskulýð- ur og stjórnmál” ; skólaskýrsla 1930- 3i)- Þessar tilvitnanir úr ræðum Sig- urðar skólameistara, þó slitnar séu úr tengslum, gefa mönnum ofurlitla hugmynd um, hversu mikið mann- vit og mikla andlega heilbrigði er þar að finna; þær eru rétt-nefndar hugvekjur. Og ekki er þjóð vorri vanþörf á hollri leiðsögn, eigi hún að finna farsæla leið út úr þvi mold- viðri margvíslegra, og misjafnlega heilnæmra kenninga, sem þyrlast yfir ættland vort á þessum umbrota- tímum. Gengi Mentaskólans á Akureyri, sem skýrslur hans vera glögglega vitni, ætti að vera fagnaðarefni ís- landsvinum hvarvetna. Hann er að vísu kornungur að aldri; en árang- ur fyrstu fimm ára starfsemi han^ vekur glæsilegar vonir um framtíð- ar-viðgang hans og aukna nytsemd til þjóðarheilla. Auðsætt er þegar, og mun þó enn sýnna er stundir líða, “að af 1 og andi eiga skóla norðanlands.” ERUÐ ÞÉR "MA EG” NAGRANNI ? V, “Mig vantar símann aftur, ef yður þóknast!” —helmilið er eins og jarðarför án hans; sambönd okkar slitna við alla og- við borg- um sendisveinum meira en síminn kost- ar. Trans-Canada þjónusta — Án þess að fara út af heimilinu, eða rísa úr skrifstofustólnum, getið þér talað við og hlustað á vini yðar hvar sem er, eins greinilega og þeir væru við hlið yðar. Kostnaður við 1 a n g t samtal, er með afbrigðum lítill. ITIÐ ÞÉR af nokkru nauðsynlegra í lífinu, eins og það er, en að geta náð til vina yðar eða viðskiftamanna, um leið og þér æskið þess? Teljast tíu cents á dag sparnaður, ef með því slitnar sambandið við konu yðar og fjölskyldu, við það að vera án talsíma á heimilinu. Hafið þér skipað yður í fylkingu “Má Eg“ nágrannanna, er án þess að depla auga, spyrja nábúa sinn ekki einu sinni eða tvisvar, heldur oft á dag: “Má eg nota talsímann þinn?” Vertu sjálfstœður og hafðu þinn eiginn talsíma á heiniilinp. Þú þarfn- ast einskis jafn mikið, auk þess sem kostnaðurinn er tiltölulega iítill. Það er öðruvísi með símaþjónustuna en margt annað, að kostnaður henn- ar á hvern notanda eykst við fjolgun þeirra. í Winnipeg hefir kostnaðurinn þó ekki aukist, þrátt fyrir umbætta afgreiðslu. Engin önnur stórborg á megin- landi Ameríku, nýtur góðrar símaþjónustu á eins lágu verði eins og Winnipeg hin meiri, eða á 76 fermílna svæði. \ Tíu cents á dag verð sporvagnsmiða eða vindils, greiðir fyrir óhindr- aða afgreiðslu, ár út og ár inn, jafnt á nóttu sem degi. I október lætur þessi deild setja inn heimasíma kostnaðarlaust. Aðeins verður að greiða þriggja mánaða leigu við umsókn. Pantið heimasíma yðar nú þegar (Flutningur og breytingar fyrir örlítinn tilkostnað) Manitoba Telephone System l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.