Lögberg - 26.10.1933, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1933.
Islenzkar ætijurtir
Lautin brekkan brosir hver,
ótal þúsund urtir spretta,
oss að gle'Sja, lækna, metta.
Skógur björg og skýli lér.
Nú á dögum er mikið rætt og rit-
að um það, hve matjurtirnar séu
hollar til manneldis og sjálfsagt að
nota þær til fæðu vegna bætiefn-
anna, sem í þeim eru. I plöntun-
um eru líka sölt og steinaefni, sem
líkaminn þarfnast.
Menn eru mjög hvattir til að
rækta aðfluttar matjurtategundir, og
er það ekki nema gott og blessað,
en það er gaman að athuga, hvort
við eigum ekki til í landinu sjálfu
margt af bætiefnaríkum jurtum, sem
vaxa sjálfsánar á stórum svæðum
nærri híbýlum vorum, ekki þarf að
hafa áhyggjur af að útvega sér fræ,
kosta til girðinga, áburðar eða um-
hirðingar. Þessar matjurtir, sem
Öldum saman hafa verið notaðar af
þjóðinni, mætti a. m. k. nota ásamt
þeim, sem eru útlendar að uppruna
og sem, þvi miður, æði oft bregðast
af ýmsum orsökum.
Það er svo sem ekkert nýtt hér
á landi að nota viltar jurtir til
manneldis. Landsmenn hafa frá
fyrstu tið notað fjölmargt af þeim
sér til matar, þegar neyð þrengdi
að, til sparnaðar og til heilsubótar.
Á seinni öldum er farið að rækta
aðfluttar ætijurtir í öllum menning-
arlöndum, en svo langt sem sögur
ná, hafa jafnan ýms óhöpp orðið til
að spilla hinum ræktaða jarðargróðri
eða aðflutningi hans: Hallæri í ýms-
um myndum, óriður milli þjóðanna,
o. s. frv. — Þá hafa þjóðirnar jafn-
aðarlega gripið til þess, sem sjálfsá-
ið spratt i landi þeirra, til að full-
nægja þörf sinni til ætijurta. Þar
var ekki tekið af handahófi, held-
ur það, sem notað hafði verið mann
fram af manni, öld eftir öld. Og
það er sannað, að sömu matjurtirnar
hafa verið notaðar af öllum ibúum
hinna norðlægu landa hnattarins.
En það er nú vist, að frumþjóð-
irnar hér í norðurhöfum hafi þurft.
ætijurtir, eða hafi kært sig um þær ?
Smith-stund i vestur-Grnlandi hefir
verið rækilega lýst af vísindamanni
nokkrum (P. Freuchen), sem dvalið
hefir hjá þeim langvistum. Eskimóar
þessir lifa á frumstigi, eru kjöt-
og fiskætur, en aldrei, segir hann,
að þeir sitji sig úr færi að ná sér í
jurtafæðu, þegar þeir geta, þó neyð
þrengi þeim engin, enda borði þeir
jurtirnar fremur sér til hressingar
og gamans en til saðnings, þær séu
líka bæði fáar og smáar á þessum
slóSum. Freuchen segir að Eski-
móarnir séu t. d. sólgnir í vetrar-
blómin það er steinbrjótstegundir).
Þegar þeir finni blómin við skafla-
brúnirnar, eti þeir handfylli sina með
góðri lyst. (“Vetrarblómin blómg-
ast allra plantna fyrst á vorin, i
apríl eða maí, og skreyta melkoll-
ana, sem standa upp úr fönnunum,’’
segir “Flóra” Margar af ætijurt-
unúm borða Eskimóarnir hráar, eins
og þær koma fyrir, en sumar sjóða
þeir. Þeir leggja sér til munns ber,
blöð, leggi og rætur, sveppi, þör-
unga og skófir, en mesta góðgætið,
segir Freuchen, að séu jurtir þær,
sem teknar eru úr hreindýra- og
moskusuxa-mögunum, það sé hrein-
asta sælgæti, bærilegt að hressa sig
á þvi, þegar maður komi þreyttur
heim úr langri fjallgöngu.
Eskimóar þessir hafa ekki lag á
að geyma ætijurtir yfir veturinn, en
það hafa Lapparnir, sem búa norð-
an til í Noregi, þeir hafa lengi tíðk-
að að sjóða skarfakál og súrur í
litlu vatni og geyma í hreindýra-
mögum, geymist þetta frosið ágæf-
lega vel.
Allar frásögur, sem menn hafa
við að styðjast um notkun ætijurta
hjá þjóðunum hér í norðurhöfum,
benda til þess, að það sé einmitt á
vorin, sem þær hafi verið mest borð-
aðar, þá muni líkaminn vera mest
þurfandi fyrir fjörefnið i plöntun-
um, þá eru þær bragðbestar og þá
var líka oft þröngt í búi hjá almenn-
ingi.—Það er einmitt sá mikli kost-
ur við hinar viltvaxandi ætijurtir.
að þær eru nothæfastar snemma
sumars, en þær ræktuðu þroskast
aftur síðsumars.
æsku sinni, hve súrleggir og blöð
þóttu girnileg til átu. Súra er lystug
og holl, hvort heldur er soðin eða
hrá.
Silíur-brúðkaup
Miðvikudaginn 18. þ. m. var þeim
Gunnlaugi Jóhannssyni kaupmanni
..,T „ . og konu hans haldið veglegt sam-
V allar- og veggjarsurur eru goS- . a[ a5 ver|s
ar 1 supur og grauta, einmg 1 salat, 1
segir Bjarni Pálsson landlæknir.
Allir Islendingar þekkja víst
grasateið, sem hér var notað fram
eftir öllum öldum, áður en kaffi og
Kóngó-te ruddi sér til rúms. Þar
var soðið saman blóðberg, vallhum-
all rjúpnalauf og stundum ljóns-
lappir. Mörgum þótti þetta ágæt-
ur drykkur, og eflaust hefir hann
verið hollur. Blööin mátti þurka og
25 ár í hjónabandi. SamkvæmiS fór
fram i fundarsal Fyrstu lútersku
kirkjunni, og var þar hvert einasta
sæti skipað.
Athöfnin byrjaði með því að allir
stóðu upp og frú Helgason lék brúð-
kaupslagið á meðan silfurbrúðhjón-
in voru leidd upp að háborðinu.
Að því búnu bað séra B. B. Jóns-
son, D.D., alla gesti aS syngja
þrjú vers af sálminum: “Hve gott
geyma. (Sumir höfðu einir í te og 0g fagurt og indælt er.” Síðan flutti
Löngu áður en vísindin komu til
sögunnar, h^fir reyn^la þjóðanna
sýnt og sannað, að enginn maður
getur til lengdar lifað án þess aS
neyta einhverrar fæðutegundar úr
jurtaríkinu. Og þó jurtaefnin hafi
ekki, af eðlilegum ástæðum, geymst
vel gegnum aldirnar, þá hafa þó
nokkrar leyfar fundist i haugum og
dysjum, sem sanna að þessara efna
hefir verið neytt.
í Osebergskipinu, sem fanst á
Vestfold i Noregi um aldamótin
1900, hafa t. d. fundist villiepli og
ýmsar aðrar leyfar af ætijurtum og
korntegundum. — Osebergskipið er
álitið að lagt hafi verið í jörðu um
840. (Þessi haugur hefir verið orp-
inn yfir konu, drottningu, þess er
getið til, að þar sé grafin Ása, móð-
ir Hálfdánar svarta, amma Harald
ar hárfagra).
í grafhaugi í Austur-Gautlandf í
SviþjóS hafa ennfremur fundist epli,
sundurskorin, svo stór, að ástæða er
til að ætla að þar sé um ræktuð epli
að ræða.—Hnotur og plómusteinar
hafa fundist í fornmannahaugum í
Noregi, og það þykjast menn hafa
fyrir satt, að bygg og fleiri korn-
tegundir hafi verið til á Norður-
löndum, áður en sögur hófust.
í ferðasögu sinni til Thule, á 4.
öld fyrir Krist, segir Pyþeas frá
Massilíu svo frá, að landsbúar lifi
á korni, viltvaxandi ávöxtum, rótum
og berjum. — Annar rómverskur
rithöfundur, Sólinus, segir að Thule
sé frjósamt land, landsmenn lifi
hjarðmannalífi á seinþroskuðum
jurtagróðri og mjólk, en til vetrar-
ins geymi þeir jurtir til manneldis.
—Thule álíta seinni tíma visinda-
menn (F. Nansen og A. Bugge) að
sé vesturströnd Noregs.—Hve mik-
ið er á þessum gömlu sögnum að
byggja er vafasamt, en einhver fót-
ur er eflaust fyrir þeim.
Lifnaðarháttum Eskimóa við
Það er gaman að athuga það,
hvernig hinar ýmsu ætijurtir hafa
verið notaðar hjá norðlægum þjóð-
um, sem maður hefir sögur af.
Blöð, leggir og blóm.
Á vorin og fram eftir sumri eru
blöð og leggir safamikil, mjúk og
bragðgóð, en þegar líður á sumarið
og kemur fram á haustið, fara þau
að tréna og verða seig og bragðlítil.
í norðlægum löndum hefir hvönn-
in verið mikið notuð, bæði blöð og
leggir, en hana verður að taka
snemma sumars. “Hvannanjóli og
nýtt smjör þótti mikið sælgæti,”
segja mér greinagóðar konur frá
Breiðafirði. Eggert Ólafsson segir
frá því, að Sauðlauksdalur hafi átt
ítak í hólma, þar sem mikið var af
hvannstóði, “þar máttu 6 menn slá
hvönn einn dag á ári.”
Hvannstóð er víða bæði mikið og
stórvaxið hér á landi. Einn sá stað-
ur eru Hólmatungur við Jökulsá.
Þórður Flóventsson frá Svartárkoti
í Bárðardal, fæddur 1850, uppalinn
á Hafursstöðum í öxarfirði segir,
að þegar þeir Árni Jónsson, síðar
prestur að Skútustööum, hafi setið
hjá sitt hvoru megin Jýkulsár, hafi
þeir óspart etið hvannastrokka og
hvannarætur. “Þá voru hvanna-
blöð og leggir notað í súpur og
grauta.” Hvannastrokkar geta orð-
ið 20 cm. að ummáli og 5V2 fet á
hæð (“Flóra”). “Hvannagarðar”
eru nefndir í fyrstu kristni, en
“Laukagarðar” er eldra nafn.
Alkunnug er sagan um hvann-
njólann, sem Ólafur Tryggvason
kom með til Þyri, konu sinnar, og
vildi gefa henni. Þá hefir hvönn
að líkindum verið verslunarvara í
Niðarósi. — í annál frá Lófót og
Vesturál í Noregi frá 1591 er
hvönnin kölluð “Vigtigste frugt” á
þeim slóðum.
Norðmenn nota enn i dag smásöx-
uð kúmenblöð (karvekaal) í kjöt-
súpur. Karvakálsúpan er sjálfsögð
á hverju norsku heimili á vorin.
Flestir munu kannast við það frá
beitilyng, líka murulauf og hellu-
hnoðra)
Þá segir Bjarni Pálsson, land-
læknnir, að smæran eða vallarsmár-
inn sé ágætismatur seyddur i mjólk.
Smárinn segir hann að sé mikið
notaður á hans dögum sunnanlands.
“At smjörs er vant, er smæra er
fundin,” stendur í Hallsdrápu.
Smárann má geyma til vetrar í tré-
íláti, og setja farg á.”
Algengasta og ágætasta blaðplant-
an, sem notuð hefir verið í norð-
lægum löndum er skarfakálið. Það
vex mjög víða hér á landi, mest í
eyjum og hólmum. Skarfakálið er
talið einhlýtt meðal við skyrbjúg,
þeir sem þess neyta, losast við þann
illkynjaða sjúkdóm, sem enn gerir
vart við sig hér á landi á stöku stað.
Að kálið er næringarmikið, sýnir
sig bezt á því, hve eygengið fé verð-
ur feikilega feitt af því að ganga í
káleyjum, sem kallaðar eru, við
Breiðafjörð. — í eyjum og hólm-
um á Breiðafirði er mjög mikið af
skarfakáli. Á öldinni sem leið voru
sóttir þangað heilir bátsfarmar af
káli og fluttir til lands til mann-
eldis. Grautar úr nýju skarfakáli
þótti besti matur, sérstaklega var
það gott í fuglakjötsúpur. Kálið
var hreinsað, þvegið og saxað,
geymt í tunnum, ekki soðið fyr en
um leið og eldað var. Á kálinu
myndaðist fljót drykkur, hann var
líka notaður í súpurnar og súrsað í
honum slátur.
Eggert Ólafsson segir að í Gríms-
ey sé skarfakál mikið notað, og þar
hafi hann smakkað saft og “extrakt”
úr kálinu, og hafi það verið góður
drykkur.
í Þingeyjarsýslum var það siður
að sækja skarfakál norður á Sléttu
til lækninga.
Þórunn Gísladóttir ljósmóðir frá
Kálfafellskoti í Fljótshverfi, sem
hefir fengið viðurnefnið “Grasa-
Þórunn,” segir svo frá, að fjöru-
arfi' hafi verið notaður að nokkru
leyti í skarfakálsstað í Skaftafells-
sýslu í hennar ungdæmi. “Það varn-
aði bjúg og var gott til matar, var
saxað í súpur og grauta. Flutt lang-
ar leiðir á hestum.”
Bjarni lahdlæknir skrifar:
“Fífilrótarlauf, sem kemur upp
með fyrstu matjurtagrösum á sumr-
um, er ein sú hollasta fæða maga-
veikum. Skal saxa vel og sjóða í
mysu eða vatnsblandaðri mjólk.”—
Fftir Skaftáreldana var mikið af
skyrbjiig hér á landi, þá fvrirskip-
uðu landlæknir og Thordal stiftamt-
maður að nota fíflarótarblöð, og
reyndust þau öllu betri en skarfa-
kál viS véikinni. “Brúkun þess helst
enn við,” segir landlæknir, “þó helst
hjá þeim efnaðri í salati.”
(Fífublöðkur voru matreiddar
sem “spínat” á Arnheiðarstöðum í
Fljótsdal fyrir nokkrum árum).
Það þótt börnum i Reykjavík ein-
kennilegar aðfarir, er frakkneskir
sjómenn fóru hér upp um öll holt,
áður en þau bygðust svo mjög, með
körfur og hnífa og stungu upp fífla-
blöð og tíndu í körfur sínar.
Helga Thorlacius, matreiðslu-
kona, sem var ráðskona hjá franska
sendiherranum hér Reykjavík í 7
ár, segir mér, að Frakkar hafi haft
mestu mætur á viltvaxandi íslenzk-
um ætijurtum og hafi iðulega fengið
þær matreiddar. Einna bezt geðj-
aðist þeim að fífillaufinu, sem þeir
fengu matreitt sem salat.
Framh.
hann fagra bæn.
Næst las frú H. Olson ávarp til
silfurbrúðarinnar fyrir hönd kven-
félags safnaðarins: var ávarpið á-
gætlega flutt og undur fagurt; tel
eg sjálfsagt að það birtist í Lög-
bergi.
Þá stóð upp séra Rúnólfur Mar-
teinsson skólastjóri og kvaddi sér
hljóðs. Talaði hann snjalt og
skörulega; mintist hinnar miklu
starfsemi silfurbrúðgumans í al-
mennum málum og hinnar sérlegu
prúðmensku sem einkendi alla fram-
komu silfurbrúðarinnar. Hann af •
henti þeim síðan tvær gjafir fyrir
hönd hinna mörgu vina þeirra, nær-
staddra og fjarverandi. Var það
vandaður te-vagn og k.lukka.
Næst var sungið: “Hvað er svo
glatt” . . . o. s. frv., undir stjórn
frú Helgason, og að því búnu talaði
frá Christiana Chiswell nokkur hlý
orð til silfurbrúðhjónanna; en herra
S. O. Bjerring talaði vel og virðu-
lega til þeirra hjóna frá eigin brjósti
um leið og hann flutti þeim kveðju
og heillaóskir frá fjarverandi vini
—herra O. Caine, sem kvæntur er
íslenzkri konu.
Þá voru lesin upp skeyti frá ýms-
um fjarverancji, þar á meðal frá
þessum: Klemens Jónassyni í Sel-
kirk, frú Margréti Sveinson á Gimli,
Th. Thordarsyni á Gimli, prófessor
Thorbergi Thorvaldssyni í Saska-
toon og ungfrú Guðrúnu hjúkrun-
arkonu, dóttur silfurbrúðgumans.
Herra J. G. Jóhannsson kennari
talaði næst, var hann fyndinn og
skemtilegur að vanda. Þá var sung-
ið: “Fósturlandsins Freyja” undir
stjórn frú Helgason.
Séra B. B. Jónsson tók nú til máls
og flutti undurfagra ræðu fyrir
minr.i afmælisbarnsins—en það voru
ekki silfurbrúðhjónin, heldur hjóna-
bandiS sjálft á þessum 25 árum. Sú
ræða flutti svo margar bendingar
og var svo fögur að hún ætti að birt-
ast í heild sinni.
Samkvæmi þessu hafði verið
frestað alllengi sökum þess að herra
A. S. Bardal var fjarverandi, en
hann er Stór-Templar og var ætlast
til að hann flytti ræðu af hálfu
Good-Templara, en hann var ekki
kominn, og var því séra R. Mar-
teinsson beðinn að gera það sein
Bardal var ætlað; séra Rúnólfur er
fyrverandi Stór-Templar og mintist
hann hins mikla og stöðuga bindind-
isáhuga þeirra silfurbrúðhjónanna.
Frá C. Johannesson og ungfrú
Dorothy Polson skemtu báðar með
einsöngvum og sungu prýðilega.
Herra S. B. Benediktsson og sá,
er þessar línur ritar fluttu sitt kvæð-
ið hvor; munu þau bæði birtast í
Lögbergi.
Að endingu var kallað á silfur-
brúðgumann og talaði hann í hálfan
klukkutíma með svo miklu fjöri og
fyndni að gestirnir stóðu á öndinni
af hlátri frá byrjun ræðunnar til
enclai—Silfurbrúðurin þakkaði fyr-
ir vinahuginn og gjafirnar með fá-
um en fögrum orðum.
Yfir höfuð fór samkvæmið ágæt-
lega fram; þau hjón hafa verið
framarlega í íslenzkum félagsskap
síðastliðin 30 ár og eiga f jölda vina
bæði hér í bænum og víðsvegar úti
um bygðir Islendinga.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Til Gunnlaugs Jóhannssonar 1933.
Að berast sem strá fyrir straumi,
um stefnur að skeyta’ ekki hót;
að dotta i hálfvöku draumi,
að dragast í annara taumi
með háband um hönd og um fót,
hve rótt er að lifa því lífi I
Við allskonar brunasárum og öðrum
slysum heima fyrir
ætti hver maður ávalt að hafa öskjur
við hendina.
Hjá öllum lyfsölum—50c. askjan.
•-''I
og látast ei heyra né sjá
þær myndir, sem hef ji’ eða hrífi
og huga manns veki og ýfi
og kveiki þar krossgöngu þrá.
Já, rótt er að lifa því lífi,
sem lokað er innan í skel!
þó umhverfis sorgirnar svífi,
með sársauka fjaðrirnar rífi
af öðrum—og una því vel.
Já, rótt er það!—Hitt er þó hærra
ef huganum auðnast að sjá
það blys, sem er bjartara’ og stærra
—en brennivíns morðliðið færra—
Hvað kostar hann, sigurinn sá?
Því getur hann Gunnlaugur svarað;
hver gæti það betur en hann ?
Gegn hatrinu hefir hann starað,
ei hopað né kraftana sparað—
Hann styrkleik í stríðinu fann.
Þótt hálfvelgju mönnum þeir hossi,
þótt hygni sé tvöfeldnin skírð,
þótt vínsalann kóngurinn krossi,
þótt kitlandi lofræður fossi
um kynviltra dásemd og dýrð,
þá verður það farsælli fleyta,
og framvegis tryggari gjöld:
með hjartað og sálina heita
að hugsjónamarkinu’ að leita—
það sannast og sézt hér í kvöld.
Þær bænir frá öllum hér inni
við afhendum Gunnlaugi klökk,
að lengi hann lifi og vinni
við ljósið frá konunni sinni—
og henni sé heiður og þökk.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Til Mr. og Mrs. G. Jóhannsson
á silfur-brúðkaupsdegi þeirra
18. okt. 1933.
The mind has a thousand eyes,
The heart but one,
Yet the light of a whole life dies
When love is done.
Bourdillon.
Eg hingað geng svo glaður inn
hvar Gunnlaug Jóhannsson eg finn
með sinni brúði bekknum á
og brúðkaupsgesti út í frá.
Hann æskusvipinn ennþá ber
með ár þó mörg að baki sér.
Með gletni í auga, bros á brá
og bjartur og róður nú sem þá.
Og hún með bros svo blítt og þýtt,
það bros, sem æ er ljúft og nýtt,
það bros, sem ást og yndi ljær
og unaðsblæ á lífið slær.
Nú endurnýjað er í dag
það aldarfjórSungs bandalag,
sem var svo heilagt, heitt og trygt,
það hjúskapslíf— á kletti bygt.
Ef allir lýðir ættu í dag
slíkt alheimsþjóða bræðralag,
þá yrði saga önnur skráð,
sem ást og von hefir fyrir spáð.
Fg óska af hjarta að hverri bygð
sú hlotnist þvílík vinatrygð.
Vér máske eignumst annan dag—
eitt alheims kristið bræðralag.
Y. B. Benedictsson.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man..................... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson
Arborg, Man.......................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.............................. G. Sölvason
Baldur, Man............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...............Thorgeir Símonarson
Belmont, Man...........................O. Anderson
Blaine, Wash....................Thorgeir Símonarson
Bredenbury, Sask........................S. Loptson
Brown, Man..............................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dak®ta..............B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask......................S. Loptson
Cypress River, Man.....................O. Anderson
Dafoe, Sask ...............’..........J. Stefánsson
Edinburg, N. Dakota...............Jónas S- Bergmann
Flfros, Sask.................Goodmundson, Mrs. J. H.
Garfiar, N. Dakota................Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask............................. C. Paulson
Geysir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man............................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man....................F. S. Fredrickson
Hallson, N. Dakota...............,......J. J. Myres
Hecla, Man.......................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota........................John Norman
Hnausa, Man...................................... G. Sölvason
Hove, Man............................A. J. Skagfeld
Húsavík, Man.....................................G. Sölvason
Ivanhoe, Minn.............................B. Jones
Kandahar, Sask........................J. StefánssoD
Langruth, Man.....................John Valdimarson
Leslie, Sask...........................Jón ólafson
Lundar, Man............................S. Einarson
Markerville, Alta.....................O. Sigurdson
Minneota, Minn.............................B. Jones
Mountain, N. Dakota.....................J. J. Myres
Mozart, Sásk...................................Jens Eliason
Narrows, Man......... ..............Kr. Pjetursson
Oak Point, Man.......................A. J. Skagfeld
Oakview, Man.........................Búi Thorlacius
Otto, Man........................................S. Finarson
Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta........................O. Sigurdson
Reykjavik, Man........................Árni Paulson
Riverton, Man....................................G. Sölvason
Seattle, Wash..........................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................G. Nordal
Siglunes, Man........................Kr. Pjetursson
Silver Bay, Man......................Búi Thorlacius
Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson
Swan River, Man.........................A. J. Vopni
Tantallon, Sask............i...... J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð
Vancouver, B.C......................Mrs. A. Harvey
Víðir, Man.......................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man.....................Guðmundur Jónsson
Westbourne, Man.................................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach, Man.................G. Sölvason
Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask................................Gunnar Tohannsson