Lögberg - 26.10.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.10.1933, Blaðsíða 3
UÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1933. Bls. 3 <r Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Sléttubruni Yið höfðum verið á ferð í marga daga og höfðum aðeins lítið nesti með okkur. Ferðin var mjög erfið, því að landið sem við áttum leið um var alsett djúpum klettagjám og urð- um við oft að fara ofan í þær og rekja okkur eftir þeim marga kílómetra þangað til við fundum einstigi upp úr þeim aftur. Loks vorum við komnir út á grassléttumar eða preríurnar og nú var ekkert að sjá nema slétt- ur með skrælnuðu grasi svo langt sem augað eygði. Við höfðum gert okkur vonir um að hitta fyrir einhverja bráð, sem við gætum veitt, til þess að auka þannig við nestisbirgðir okkar, en hvergi var neina bráð að sjá. Við urðum því að tjalda og búast til svefns glorhungr- aðir, þegar kvöldið kom. En við sofnuðum ekki, svo var galtómum mögunum í okkur fyr- ir að þakka. Við styttum okkur stundir með því að segja hver öðrum sögur af ferðalögum okkar og veiðiæfintýrum, ferðum um auðnir og ör- æfi og minnast á hvað á dagana hafði drifið. Við röbbuðum saman, hver sem betur gat, þegar Indíáninn, fylgdarmaður okkar kom auga á rauðleitan bjarma út við sjóndeildar- hringinn, rétt eins og þegar sólin er að renna upp. Hann lagði eyrað niður að jörð og' hlust- aði. Það var eins og hann bvggist ekki við neinu góðu af þessum einkennilega kveldroða. En ekkert heyrðist nema þytur vindsins í þurru grasinu. En brátt tókum við eftir því, að hestarnir okkar fóru að verða órólegir. Og alt í einu varð þyturinn sterkari, eins og hvinur. Við hlustuðum aftur og heyrðum, okkur til mikill- ar skelfingar eins og dimm þrumuhljóð, lík því sem oft koma á undan jarðskjálftum, en líka geta komið undan traðki heilla villidýra- hjarða. Hestarnir ókyrðust meir og meir, hneggjuðu og toguðu í tjóðurböndin. —Af stað! hrópaði Indíáninn nú. — Við megum engri stund glata. Leggið ])ið á liest- ana, sem skjótast! Hér er um lífið að tefla. Það er kviknað í sléttunni og villinautin sem reyna að forða sér nndan, flýja í áttina til okkar! Eftir örfáar mínútur vorum við komnir á hestbak og riðum á fleygiferð yfir sléttuna. og létum hestana ráða stefnunni. Svona héld- um við áfram um það bil klukkutíma. En hraðinn á hestunum virtist ekki ætla að bjarga okkur, því að nú fundum við hvern- ig jörðin nötraði undir okkur eins og þús- undir á þúsundir ofan af sterkum hófum lemdi á henni. Og bráðum heyrðum við öskur villi- nautanna í fjarlægð en saman við þetta öskur blandaðist ýlfur pardusdýranna. Loftið var þungt og kæfndi og nú var eins og eldslog- arnir spentu greipar um hálfan sjóndeildar- hringinn. Þau dýr, sem fljótust voru á fæti, voru þegar komin fram úr okkur. Hirtir og rán- dýr hlupu þarna innan um pardusdýr og úlfa. Elgsdýr 0g antílópur þeyttust fram hjá okkur og sumstaðar hafði hestur eða villinaut vilst í ofboðinu inn í hópinn. Hitinn fór vaxandi með hverju augna- blikinu og það varð sífelt erfiðara að ná and- anum. Og nú heyrðum við að öskur og óhljóð villinautanna var komið alveg að okkur. Æð- isgenginn af ótta óð svört röð af villinautum og viltum hestum áfram með liávaða einn og af þrumu. Þessi hættulega fylking var ekki nema svo sem tvo kílómetra frá okkur. Það var eins og óvígur óvinaher væri að elta okk- ur uppi, til þess að merja okkur undir fótum sínum. Og nú voru hestarnir okkar orðnir uppgefnir. Á þessu hræðilega augnabliki kallaði Ind- íáninn: —• Stígið af hestunum og fleygið af ykkur fötunum og öllu því, sem brunnið get- ur! Alt í hrúgu hérna! Við hlýddum og Tndí- áninn kveikti fljótlega í hrúgunni og við hjálpuðum honum til að auka bálið með því að fleygja þurru grasi á eldinn. Villinautin og hpstarnir á flóttanum komu bráðlega æðandi að okkur eins og flóð- alda eða skriða. Þegar hjörðin sá eldinn hjá okkur öskraði hún af ofsa og hræðslu og þrengdi sér í hnapp, en án þess að breyta stefnu eins og við höfðum vonað, og flýja til hliðar. Allur skarinn stefndii enn beint á okkur og við sáum hornin á villinautunum og hvíta froðuna út úr kjöftunum, sem slettist niður á bringu. Þau komu nær og nær og nú voru aðeins nokkrir metrar á milli okkar. Nú heyrðist ægilog sprenging. Fylgdar- maður okkar hafði þegar mest á reið fleygt brennivínsbirgðum okkar á eldinn og nú teygðust logarnir hátt upp í loft. Við sáum hvernig villinautin og hestarn- ir, sem voru fremst í flokki, breyttu um stefnu og flýðu til hliðar. Og sem betur fór elti það, sem á eftir kom, foringjana. Smám saman riðlaðist svo fylkingin og loks voru ekki aðrir eftir en einstakir sein- færir lallar, en sum dýrin hnigu niður af þreytu. Fyrsta hættan var liðin hjá en nú kom sú næsta.. Eldurinn færðist óðum nær og öll sléttan virtist vera eitt bál. Vindstaðan var þannig, að þetta bál virtist stefna á okkur. Við settumst á bak aftur og hestarnir tóku ósjálfrátt stefnuna í humátt á eftir villinaut- unum. Bráðum vorum við komnir í nálægð við þau seinustu, en þá sáum við mörg af nautunum hverfa. Þau höfðu hlaupið ofan í djúpa gjá. Þar var okkur ef til vill afkomu auðið. Enginn gat í fljótu bragði, séð hve gjáin var djúp, en hitt vissum við, að dauðinn var óhjákvæmilegur, ef við yrðum uppi á slétt- unni. Það var því aðeins um eitt að gera, og við hleyptum hestunum ofan í gjána. Þegar við rönkuðum við okkur aftur vor- um við við ofan á lirúgu af dauðum villinaut- um. Fallið hafði áreiðanlega verið 15 metrar og það liafði þyrmt lífi okkar að við höfðum dottið ofaná mjúka nautaskrokkana, sem voru í einni kös í gjárbotninum. Okkur skildist fljótt, að þau dýrin, sem komust undan höfðu getað klifrað upp úr gjánni og haldið flóttan- um áfram. Það voru aðeins fyrstu dýrin, sem liöfðu marist til bana, en hin gengið á þeim yfir gjána og komist óskemd áfram. Stormurinn var mikill og eldurinn var kominn fram á gjárbarminn. Og innan skamms kviknaði í grasinu hinu megin við gjána. Viðurðum að hafast við í gjánni í tvo daga og ækkur vildi það til að við fundum þar svolítið vatn handa okkur og hestunum. Að mogrni annars dagsins heyrðum við þfumurnar, sem ávalt eru viss undanfari slagveðursins, enda lét það ekki á sér standa. Á þriðja degi klifruðum við upp úr gjánni. Hvílík eymdarsjón, sem blasti við okkur, þegar við litum yfir sléttuna. Svo langt, sem augað eygði sáum við ekki annað en brunnið land með dýraskrokkum á víð og dreif, og beinagrindum af dýrum, sem eldur- inn liafði eytt. Þegar við höfðum riðið um stund, þá komum við að lítilli á. Það var tiltölulega auðvelt að komast yfir hana, því að hún var ekki djúp. Eldurinn hafði ekki komist yfir ána, en grasið fyrir liandan hana var alt troð- ið í flag, eftir dýrin, sem höfðu komist undan. Eftir því sem fjær dró urðu vegsummerki eyðileggingarinnar óskýrari og loks komum við á frjósamt graslendi. Þar voru þúsundir allskonar dýra í einni bendu, sem lágu þarna og hvíldu sig’, eins og ein hjörð. Þarna lágu úlfar og pardusdýr innan um antilópur og hirti. Birnir, hestar og villinaut voru þarna í einni kös, en engum datt í hug að gera öðrum mein. Nóttina eftir rigndi mikið og nú fóru dýrin að hressast eftir flóttann 0g hinu stutta vopnahléi var lokið, en fjandskapurinn kom upp aftur, undir eins og hinn mikli, sameig- inlegi óvinur, eldurinn, var gle\Tndur. Tóta frœnka. —Fálkinn Pappírsiðnaðurinn Pappírinn er orðin sú vörutegund, sem mikið er notað af í veröldinni og sem menn- imir geta sízt verið án. Reyndu að hugleiða með sjálfum þér hve víða hann kemur við sögu og hve oft þú verður var við hann, á hverjum einasta degi. Þú lest blöð og bækur, prentað á pappír, þú skrifar bréf á pappír, svo að nefnt sé það allra algengasta. Þú getur alls ekki í fljótu bragði gert þér grein fyrir hve mikið er notað af pappír á hverjum einasta degi. Nafnið pappír er dregið af egypska orð- inu “papyrus,” en það orð var nafn á jurt í Egyptalandi. Trefjur úr þessari jurt voru límdar saman og notaðar til að skrifa á fyrr- um, og er tæplega liægt að nefna þetta papp- írsiðnað. En uppruna pappírsiðnaðar nútím- ans er ekki að leita til Egyptalands heldur til Austur-Asíu, Japan og Ivína, þar sem að menn öldum og jafnvel árþúsundum saman gerðu pappír með líku móti, að undirstöðuat- riðum, og gert er enn í dag í pappírsverk- smiðjum menningarlandanna. Sá er munur- inn, að áður var þetta rekið sem handavinna, með mjög einföldum vélum, en nú er pappírs- iðnaðurinn rekinn í stórum stíl með afar margbrotnum vélum, sem hver hefir sitt á- kveðna hlutverk og afkasta meiru en miljónir Austurlandabúa geta gert í höndunum. Japanar nota einkum eitt efni til papp- írsgerðar: börkinn að pappírsmórberjatrénu. Börkurinn er soðinn í lút og greinist þá ytra lagið frá því innra og er innra lagið því næst barið með sleggju þangað til börkurinn hefir greinst sundur í trefjar. Þessar trefjar eru látnar í ker með vatni og hrært í þangað til þunnur g’rautur er orðinn úr öllu saman. Til þess að búa til pappírinn er svo notuð grind, af sömu stærð of papírsörkin á að vera, en fíngerð síja fest á grindina. Henni er svo dýft niður í kerið með pappírsgrautnum og tekið upp aftur og sígur þá vatnið úr, gegnum sígjuna; en grindin er .hrist fram og aftur í sífellu, svo að trefjarnar flækist saman og mynda samfelda, þunna voð. Ef þessi voð væri nú þurkuð, eins og hún kemur úr síj- unni, mundi maður fá gljúpan og götugan pappír, sem ómögulegt væri að skrifa á, og þessvegna er sterkja úr rísméli sett í voðina til að gera hana þétta og brúklega til að skrifa á hana. Svona gera menn pappír í Kína enn í dag, og er þessi pappírsgerð rekin sem heim- ilisiðnaður og öll f jölskyldan vinnur að henni. Pappírsgerðin breiddist út vestur á bóg- inn frá Japan og komst snemma á miðöldun- um til landanna við Miðjarðarhaf. Það munu hafa verið Arabar, sem fluttu hana með sér til Evrópu, eins og margar aðrar nýjungar. En við Miðjarðarhafið var pappírsmórberja- tréð ekki til og þessvegna varð að finna ann- að efni td pappírsgerðarinnar, í fyrstu bóm- ullarklúta en síðar notuðu menn einnig klúta úr ull og öðrum efnum. En það reyndist erf- itt að leysa þessa klúta upp í trefjur með því að berja þá eins og Japanar börðu börkinn og þessvegna gerðu Evrópumenn sér sérstakar vélar til þess að ná klútunum í sundur, og voru þessar vélar reknar af vatnsafli, því að þær voru mjög orkufrekar. En eftir því sem notkun pappírs fór vax- adni, og það varð einkum eftir að prentlistin hófst, þá réyndist það ókleift að fá nógu mik- ið af klútum til pappírsgerðarinnar og þá var farið að svipast um eftir nýju efni í pappír- inn. Til er hollensk bók, sem prentuð var 1772 'og er hún prentuð á 60 mismunandi pappírstegundir, en hver tegund er gerð úr mismunandi hráefni. Nú á dögum er eink- um notað til pappírsgerðar, auk klúta og hálms, trjámauk og gamall pappír. Tirjá- maukið er gert úr viði og svo mikið er notað af því, að margir eru farnir að kvíða því, að skógarnir eyðíst vegna þess hve mikið af þeim er notað til pappírsgerðar. Sum stórblöðin hafa keypt víðáttumikla skóga til þess að trvggja sig gegn pappírsþroti. Það eru dagblöðin, sem einkum eru þurft- arfrek á pappír. Meðal þeirra framfara, sem orðið hafa í pappírsgerðinni má einkum minnast á papp- írsgerðarvél, sem býr til samhagandi rúllu af pappír, á sama hátt og voð mjmdast í vef stól og getur framleitt mörg þúsund kíló af pappír á fáeinum klukkutímum. En líka er mikið framleitt enn í dag af handgerðum pappír, sem kallaður er “byttupappír.” Er það vandaður skrifpappír og mjög dýr. Nafnið hefir þessi pappír fengið af byttun- um eða kerunum, sem notaður er undir trjá- maukið, sem pappírinn er gerður úr. * —Fálkinn —Fvrir nokkrum dögum hafði eg svo ó- þolandi hlustarverk, að eg varð að ná í lækni. —Gat hann hjálpað þér? \ —Já, hann tók útvarpstækið úr sambandi. —Þú skalt láta lækna gigtina í þér með rafmagni. Læknirinn segir að það sé bezta ráðið. —Fyrirgefðu þótt eg brosi—en í fyrra varð eg fyrir eldingu, og hún hafði ekkert við gigtinni. Dyravörður í leikhúsi:—Þér komið alt of seint. Sýningin liófst fyrir hálfri stundu. Eg verð að biðja yður að ganga mjög hljóðlega um. —Hvað, eru allir sofandi? PROrCSSIONAL CARDN DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21634 — Oíflce Umar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manltoba Drs. H. R. & H. W. H. A. BERGMAN, K.C. TWEED talenzkur löofrœOinour Tannlœknar 8krifstofa: Room 811 McArthur 4 06 TORONTO GENERAL Buildlng, Portage Ave. TRUST BUILDING P.O. Box 1656 Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 54 5 WINNIPEG PHONES 95 062 og 39 043 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Dr. A. B. Ingimundson Tannkeknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 236 Helmllia 46 064 W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lalenzkir lögfrœOinoar 325 MAIN ST. (4 öOru gólfl) Talsimi 97 621 Hafa einnlg akrlfatofur aC Lundar og Gimll og er þar að hitta fyrata miOvikudag I hverjum m4nuOL DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAME8 PLACE Wlnnlpeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 2.30 tii 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVB. Talaimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON talenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi 96 210 Helmilis 33 328 \\ J. T. THORSON, K.C. talenzkur löofrceöingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 756 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). Ulenekur löomaOur 405 DEVON COURT Phone 21459 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur s4 bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími 501 562 G. S. THORVALDSON B A„ LL.B. LöofrœOinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St„ gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medlcal ArU Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aC hitta fr4 kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Ofíice Phone 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignlr manna. Tekur aC sér aO 4vaxta sparifé fölks. Selur eldsúbyrgC og bif- reiCa 4byrgCir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimaa. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. talenzkur löofrœOinour Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson ViCtalsttmi 3—5 e. h. 632 SHERBURN 8T.-8iml 30 »77 G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED NuddUeknir 601 PARIS BLDG., WINNIPBO 41 FURBY STREET Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- Phone 36187 vega peningalán og eidsAbyrgO af ÖUu tagi. SlrniC og semjlC um eamtalatlma 1 04 281

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.